Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ólafur Þorláksson (1913-2006) Hrauni í Ölfusi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
18.2.1913 - 23.11.2006
History
Ólafur Þorláksson bóndi fæddist á Hrauni í Ölfusi 18. febrúar 1913.
Hann lést 23. nóvember 2006. Útför Ólafs fór fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 2.12.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hjallakirkjugarði.
Places
Hraun í Ölfusi
Legal status
Functions, occupations and activities
Ólafur bjó allan sinn aldur á Hrauni. Hann stundaði þar búskap frá unga aldri, fyrst í félagsbúi með móður sinni og Karli bróður sínum, en 1944 stofnaði hann nýbýlið Hraun II og gerðist sjálfstæður bóndi. Hann gekk í barnaskólann á Hjalla í Ölfusi og fór í Héraðsskólann á Laugarvatni 1930-'32. Nokkrar vertíðir stundaði hann sjómennsku í Þorlákshöfn og víðar. Ólafur var smiður góður og vann á stríðsárunum sem múrari og smiður hjá setuliðinu. Hann starfaði nokkur ár sem eftirlitsmaður hjá Nautgriparæktarfélagi Ölfusinga. Ólafur var framfarasinnaður og mjög áfram um góða menntun æskunnar, hann var einn stofnenda Ungmennafélags Ölfusinga og var tíðum í fararbroddi við innleiðingu nýrrar tækni og búskaparhátta í sinni sveit. Ólafur var veiðimaður af lífi og sál, allt fram á efstu ár, jafnt á byssu, öngul og net.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Hann var sonur hjónanna Vigdísar Sæmundsdóttur, húsfreyju og síðar bónda á Hrauni, f. 23. desember 1877, d. 5. október 1965, og Þorláks Jónssonar, bónda á Hrauni, f. á Hrauni 26. desember 1872, d. 11. maí 1915. Vigdís var dóttir Sæmundar Eiríkssonar, bónda í Vindheimum í Ölfusi, og konu hans, Elínar Magnúsdóttur, bónda á Grund undir Eyjafjöllum. Þorlákur var sonur Jóns, bónda á Hrauni, Halldórssonar bónda og formanns í Þorlákshöfn og víðar, og konu hans Guðrúnar bónda á Hrauni Magnúsdóttur bónda á Litlalandi í Ölfusi, síðar á Hrauni.
Systkini Ólafs:
1) Sæmundur, garðyrkjubóndi, Sandi, Eyrarbakka, f. 15. september 1903, d. 14. desember 1985;
2) Elín, ljósmóðir, Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 10. júlí 1997;
3) Guðrún, húsmóðir í Hveragerði, f. 9. janúar 1906, d. 29. maí 1989;
4) Þorlákur Axel, f. 18. júlí 1907, d. 10. janúar 1908;
5) Karl, bóndi á Hrauni, f. 20. janúar 1915, d. 1. september 1995.
Kona hans 16.12.1939; Helga Sigríður Eysteinsdóttir 2. júlí 1916 - 9. sept. 2009. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Hrauni í Ölfusi.
Börn Ólafs og Helgu eru:
1) Þórdís, f. 1940, bóndi, gift Ólafi Þór Ólafssyni bónda. Þeirra börn eru Ólafur Helgi, kvæntur Önnu Björgu Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, Ólafur átti eina dóttur fyrir; Ásdís, hún á tvö börn; Vigdís, gift Ásgeiri Þ. Árnasyni, þau eiga tvö börn; Valdís, gift Jóhanni D. Snorrasyni, þau eiga einn son.
2) Guðrún, f. 1943, húsmóðir, gift Helga Ólafssyni, fv. verkstjóra hjá Ölfushreppi. Þeirra börn eru Vigdís, hún á tvær dætur og eitt barnabarn; Sigríður Margrét, í sambúð með Hjalta Eggertssyni, þau eiga tvö börn, Sigríður átti tvö börn fyrir; Sveinn, kvæntur Borghildi Kristjánsdóttur, þau eiga þrjú börn; Ingunn, sambýlismaður Kjartan Björnsson, þau eiga eina dóttur.
3) Hjördís, f. 1946, húsmóðir, gift Marc Origer. Hjördís á einn son, Sigurð T. Valgeirsson, hann á fjögur börn.
4) Ásdís, f. 1949, íþróttakennari, gift Sverri J. Matthíassyni viðskiptafræðingi. Börn þeirra eru Elísabet Agnes, gift Magnúsi P. Sigurjónssyni, þau eiga tvær dætur, Elísabet átti eina dóttur fyrir; Einar Freyr, kvæntur Gyðu Gunnarsdóttur, þau eiga þrjú börn; Sverrir Steinn, hann á einn son.
5) Þórhildur, f. 1953, bóndi og framkvæmdastjóri, gift Hannesi Sigurðssyni útvegsbónda. Þeirra börn eru Katrín Ósk, gift Smára B. Smárasyni, þau eiga eina dóttur, og Ólafur.
6) Herdís, f. 1957, skrifstofumaður, gift Þórhalli Jósepssyni fréttamanni. Þeirra börn eru Helga Sigríður, Jósep Birgir og Margrét Þórhildur.
Kona hans 1939; Helga Sigríður Eysteinsdóttir 2. júlí 1916 - 9. sept. 2009. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Hrauni í Ölfusi
Börn Ólafs og Helgu eru:
1) Þórdís, f. 1940, bóndi, gift Ólafi Þór Ólafssyni bónda. Þeirra börn eru Ólafur Helgi, kvæntur Önnu Björgu Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, Ólafur átti eina dóttur fyrir; Ásdís, hún á tvö börn; Vigdís, gift Ásgeiri Þ. Árnasyni, þau eiga tvö börn; Valdís, gift Jóhanni D. Snorrasyni, þau eiga einn son.
2) Guðrún, f. 1943, húsmóðir, gift Helga Ólafssyni, fv. verkstjóra hjá Ölfushreppi. Þeirra börn eru Vigdís, hún á tvær dætur og eitt barnabarn; Sigríður Margrét, í sambúð með Hjalta Eggertssyni, þau eiga tvö börn, Sigríður átti tvö börn fyrir; Sveinn, kvæntur Borghildi Kristjánsdóttur, þau eiga þrjú börn; Ingunn, sambýlismaður Kjartan Björnsson, þau eiga eina dóttur.
3) Hjördís, f. 1946, húsmóðir, gift Marc Origer. Hjördís á einn son, Sigurð T. Valgeirsson, hann á fjögur börn.
4) Ásdís, f. 1949, íþróttakennari, gift Sverri J. Matthíassyni viðskiptafræðingi. Börn þeirra eru Elísabet Agnes, gift Magnúsi P. Sigurjónssyni, þau eiga tvær dætur, Elísabet átti eina dóttur fyrir; Einar Freyr, kvæntur Gyðu Gunnarsdóttur, þau eiga þrjú börn; Sverrir Steinn, hann á einn son.
5) Þórhildur, f. 1953, bóndi og framkvæmdastjóri, gift Hannesi Sigurðssyni útvegsbónda. Þeirra börn eru Katrín Ósk, gift Smára B. Smárasyni, þau eiga eina dóttur, og Ólafur.
6) Herdís, f. 1957, skrifstofumaður, gift Þórhalli Jósepssyni fréttamanni. Þeirra börn eru Helga Sigríður, Jósep Birgir og Margrét Þórhildur.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 13.7.2022
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 13.7.2022
Íslendingabók
Mbl 21.9.2009; https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1301187/?item_num=0&searchid=1aa49472153f949b3aaffd4128258f5e46b7d411
Mbl 2.12.2006; https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1117368/?item_num=2&searchid=231cbbddafd42b486c9ad21c5c4d4fd777282e20
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
__lafur_orlksson1913-2006Hrauni__lfusi.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg