Showing 10353 results

Authority record

Ólafur Pálsson (1924-2004) Ytri-Björgum

  • HAH01796
  • Person
  • 3.5.1924 - 26.3.2004

Ólafur Pálsson bóndi fæddist á Akureyri 3. maí 1924. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi föstudaginn 26. mars síðastliðinn. Á fæðingarári Ólafs voru foreldrar hans búsett á Akureyri en fluttu árið eftir að Björgum í Skagabyggð. Þar stunduðu þau búskap í eitt ár, þar til þau fluttu að Óseyri á Skagaströnd. Tveimur árum seinna flytja þau aftur að Björgum og eru þar til vors 1939 að þau flytja að Króksseli í Skagabyggð.
Þar bjó Ólafur með móður sinni til ársins 1977 að hann kaupir Ytri-Björg og býr þar til 1995 en þá eignast hann húsið á Mýrarbraut 7. Á sama tíma fækkar hann mjög í bústofni sínum en var þó með nokkurt sauðfé til dánardægurs.
Ólafur kvæntist ekki og var barnlaus.
Útför Ólafs verður gerð frá Hofskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ólafur Ólafsson (1905-2001) Kambakoti

  • HAH01795
  • Person
  • 24.5.1905 - 4.8.2001

Ólafur Ólafsson fæddist í Háagerði á Skagaströnd 24. maí 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 4. ágúst síðastliðinn. Ólafur og Sveinfríður hófu búskap á Borgarlæk á Skaga árið 1933, síðan fluttu þau að Álfhóli í Skagahreppi. Þaðan fluttu þau að Kleif á Skaga árið 1935 og bjuggu þar í 13 ár, er þau fluttu að Kambakoti í Vindhælishreppi, þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er Sveinfríður lést. Jónmundur sonur þeirra tók þá við búinu. Eftir að Ólafur brá búi dvaldist hann mest í Kambakoti, að undanskildum nokkrum árum sem hann dvaldist í Grindavík og Kópavogi hjá dóttur sinni Olgu. Frá 1990 dvaldi hann síðan á Gauksstöðum á Skaga hjá dóttur sinni Eiðnýju og tengdasyni sínum Jóni.
Útför Ólafs fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ólafur Ólafsson (1863-1930) Ólafshúsi

  • HAH04936
  • Person
  • 6.10.1863 - 25.7.1930

Ólafur Ólafsson 6. október 1863 - 25. júlí 1930 Léttadrengur á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Var á Sneis á Laxárdal, A-Hún. um tíma og flutti þaðan til Blönduóss um 1890. Vefari og póstur á Blönduósi. Tökubarn Torfalæk 1870.

Ólafur Ólafsson (1851) Grafarkoti

  • HAH07124
  • Person
  • 21.8.1851 -

Ólafur Ólafsson 21.8.1851. Fæddur í Grafarkoti, Stöpum 1860, Vinnumaður í Hlíð, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Bóndi í Grafarkoti, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1880 og 1901.

Ólafur Ólafsson (1841-1897) frá Sveinsstöðum í Þingi

  • HAH09448
  • Person
  • 20.9.1841 - 25.7.1897

Ólafur Ólafsson 20. september 1841 - 25. júlí 1897. Söðlasmiður í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1887. Var á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1845 og 1860. Söðlasmiður í Aðalstræti 7, Reykjavík, Gull. 1880

Ólafur Norðfjörð Jónsson Kárdal (1910-1988) Gimli

  • HAH09004
  • Person
  • 25.8.1910 - 3.11.1988

Ólafur Norðfjörð Jónsson Kárdal 25. ágúst 1910 - 3. nóvember 1988. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1923. Bjó í St. Paul, Minnesota og síðar í Reykjavík

Ólafur Metúsalemsson (1877-1957) kaupfélagsstjóri Vopnafirði

  • HAH07091
  • Person
  • 17.6.1877 - 13.6.1957

Ólafur Metúsalemsson 17.6.1877 - 13.6.1957. Gestkomandi í Reykjavík 1910. Kaupfélagsstjóri á Vopnafirði 1930. Kaupfélagsstjóri á Vopnafirði 1922, síðar fulltrúi á Akureyri, síðast bús. á Akureyri.

Ólafur Magnússon (1915-1991) Sveinsstöðum Þingi

  • HAH01794
  • Person
  • 22.1.1915 - 23.8.1991

Ólafur Magnússon, bóndi á Sveinsstöðum, verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju í dag. Með Ólafi er genginn einn þeirra manna sem staðið hafa í framvarðarsveit samvinunfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu um árabil.

Ólafur Kristinn Magnússon (1911-2010)

  • HAH01793
  • Person
  • 6.12.1911 - 24.1.2010

Ólafur Kristinn Magnússon fæddist á Völlum á Kjalarnesi 6. desember 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. janúar 2010. Frá 1914–1930 ólst Ólafur upp hjá móðurbróður sínum Jóhanni Kr. Ólafssyni bónda í Austurey og á Kjóastöðum og konu hans Sigríði Þórarinsdóttir. Á þeim tíma dvaldi hann þó nokkra vetur hjá móður sinni í Reykjavík og sótti þar skóla. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Ólafur Jónsson (1934-2021) frá Steiná

  • HAH09481
  • Person
  • 13. nóv. 1934 - 12. mars 2021

Ólaf­ur Blóm­kvist Jóns­son var fædd­ur í Kefla­vík þann 13. nóv­em­ber 1934. Hann andaðist á heim­ili sínu á Blönduósi þann 12. mars 2021. For­eldr­ar Ólafs voru hjón­in Jón Þór­ar­ins­son frá Kefla­vík, f. 16. mars 1915, d. 30. ág­úst 1983, og Ey­dís Ein­ars­dótt­ir frá Merki í Grinda­vík, f. 27. júní 1911, d. 23 sept­em­ber 2003. Ólaf­ur átti tvo bræður, Sig­urð Blóm­kvist, f. 27. júlí 1932, d. 31. janú­ar 2014, og Þór­ar­in Blóm­kvist, f. 13. nóv­em­ber 1944.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ólafs er Jóna Anna Stef­áns­dótt­ir, f. 13. mars 1935 á Steiná í Svar­tár­dal. For­eldr­ar henn­ar voru Stefán Þór­ar­inn Sig­urðsson frá Steiná í Svar­tár­dal og Ragn­heiður Rósa Jóns­dótt­ir frá Skotta­stöðum i Svar­tár­dal.

Ólaf­ur og Jóna Anna gengu í hjóna­band þann 13. nóv­em­ber 1959 á Ak­ur­eyri.

Ólafur Jónsson (1888-1976) Stóru-Ásgeirsá

  • HAH07115
  • Person
  • 6.11.1888 - 14.12.1976

Ólafur Jónsson 6.11.1888 - 14.12.1976. Bóndi á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, V-Hún., var þar 1920 og 1957. Söndum 1880 og 1910

Ólafur Jónsson (1836-1898) vert Skagaströnd og Akureyri

  • HAH06758
  • Person
  • 17.3.1836 - 26.2.1898

Var á Helgavatni, Undirfellsókn, Hún. 1845. Lausamaður á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Veitingamaður á Skagaströnd og á Oddeyri á Akureyri. Veitingamaður í Viðvík, Spákonufellssókn, Hún. 1870 og 1880. Húsbóndi og veitingamaður í Veitingahúsinu, Akureyri,

Ólafur Jónasson (1892-1936) Litladal

  • HAH09240
  • Person
  • 20.12.1892 - 10.7.1936

Ólafur Jónasson 20. des. 1892 - 10. júlí 1936. Bóndi í Litladal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Litladal í Svínavatnshreppi, Hún. Ókvæntur 1920.
Ólafur Jónasson fæddist að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Árið 1924 byrjaði hann búskap í Litladal. Ólafur Jónasson var landnámsmaður í orðsins eiginlegu merkingu. Hann keypti jörð með lélegum húsum og litlum mannvirkjum. Eftir 12 ára búskap mun hann hafa allt að því tvöfaldað töðumagnið og gat slegið a. m. k. helming túnsins með vél. Hann byggði vandað íbúðarhús úr steini og auk þess nokkum hluta af útihúsum. Öll þessi mannvirki gerði hann af frábærri fyrirhyggju og hagsýni.

Ólafur Johnson (1881-1958) stórkaupmaður

  • HAH04411
  • Person
  • 29.5.1881 - 9.11.1958

Ólafur Þorláksson Johnson 29. maí 1881 - 9. nóv. 1958. Stórkaupmaður. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945.

Ólafur Jóhannsson (1919-1958) kennari og skólastjóri

  • HAH09553
  • Person
  • 5. feb. 1919 - 21. sept. 1958

Ólafur Jóhannsson var fæddur að Austurey í Laugardal hinn 5. febr. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórarinsdóttir (1886-1935) frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og Jóhann Kr. Ólafsson (1883-1976) frá Helli í Ölfusi. Fluttust þau fáum árum síðar frá Austurey að Kjóastöðum í Biskupstungum og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1930. Stundaði Ólafur þar nám sitt. Fyrst í barnaskóla, en seinna í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk þaðan prófi 1937. Kennaraprófi lauk hann svo 1940. Á sumardaginn fyrsta 1932 varð Ólafur fyrir þeirri raun að fá lömunarveiki, og bar hann þess ætíð menjar síðan. Sem barn var hann afar fjörugur og sást vart úti við öðruvísi en hlaupandi. Að loknu námi í Kennaraskólanum lá leiðin til starfsins. Kenndi Ólafur fyrst tvo vetur í Húnaþingi, en því næst í Eyjafirði nokkur ár. Síðustu árin var hann skólastjóri við barnaskólann í Reykholtsdalsskólahverfi. Mun á ýmsu hafa oltið með starfsskilyrðin á þessum stöðum eins og gengur. En einmitt á þessu hausti var ætlunin að hefja vetrarstarfið við bættar aðstæður. Ólafur hugðist flytja í nýtt húsnæði ásamt unnustu sinni, Ástríði Ingibjörgu Jónsdóttur, (1919-2007) frá Kaðalstöðum í Stafholtstungum og ungum syni þeirra er fæddist í sumar. En þá kom reiðarslagið.

Systkin Ólafs:

Gróa Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1912. Býr i Galtarholti i Borgarhreppi i Mýrasýslu og var maður hennar, Guðmundur Stefánsson Jónsson, f. 1902. Börn þeirra eru: Sigríður, Jón Ómar, Jóhann Birgir og Svanhildur, en maður hennar er Grétar Óskarsson frá Brú.

Rannveig Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1913. Maður hennar var Ólafur Sigurður Guðjónsson, f. 1897, og bjuggu þau á Litla-Skarði i Stafholtstungum i Mýrasýslu. Rannveig hefur oft dvalið á Spóastöðum hin síðari ár.

Þórarinn Jóhannsson, f. á Kjóastöðum 1929.

Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005)

  • HAH01792
  • Person
  • 7.7.1926 - 4.1.2005

Ólafur Hólmgeir Pálsson fæddist á Sauðanesi í Torfalækjarhreppi í A-Hún. 7. júlí 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 4. janúar. Útför Ólafs fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ólafur Helgi Kristjánsson (1913-2009) skólastjóri Reykjaskóla

  • HAH01791
  • Person
  • 11.12.1913 - 5.4.2009

Ólafur Helgi Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði, fæddist á Þambárvöllum í Bitrufirði, Strandasýslu, þann 11. desember 1913. Hann andaðist á Vífilsstöðum 5. apríl síðastliðinn. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að mennta- og félagsmálum.
Útför Ólafs fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, föstudaginn 17. apríl 2009, og hefst hún kl. 15.

Ólafur Guðmundsson (1832-1889) Bessastöðum Melstaðarsókn

  • HAH09348
  • Person
  • 8.8.1832 - 22.10.1889

Ólafur Guðmundsson 8. ágúst 1832 - 22. okt. 1889. Var á Brandagili í Staðarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Dalgeirsstöðum í Efranúpssókn, Hún. 1860. Bóndi á Bessastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870 og 1880.

Ólafur Friðriksson (1886-1964) blaðamaður

  • HAH09283
  • Person
  • 16.8.1886 - 12.11.1964

Ólafur Friðriksson 16. ágúst 1886 - 12. nóv. 1964. Ritstjóri og verkalýðsforingi. Var í Framkaupstað, Hólmasókn, S-Múl. 1890. Búðarmaður á Akureyri, Eyj. 1901. Blaðamaður í Austurstræti 1, Reykjavík 1930. Forgöngumaður að stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Íslands 1916.

Ólafur Finnsson (1856-1920) Kálfholti Holtum Rang

  • HAH09324
  • Person
  • 16.11.1856 - 6.11.1920

Ólafur Finnsson 16. nóv. 1856 - 6. nóv. 1920. Aðstoðarprestur á Reynivöllum í Kjós 1888-1890, síðar prestur í Kálfholti í Holtum, Rang. frá 1890 til dauðadags

Ólafur Emil Ingiberg Ingimarsson (1921-1971)

  • HAH01790
  • Person
  • 26.9.1921 - 27.3.1971

Ólafur fæddist á Skarfshóli í Miðfirði, V-Hún., 26. sept. 1921. Ungur fluttist hann til Hvammstanga með foreldrum sínum og systrum, ólst þar upp og dvaldi þar síðan til 22 ára aldurs. Árið 1944 andaðist móðir hans og eftir það fluttust þeir feðgar hingað til Reykjavíkur.

Ólafur Eiríksson (1921-2005)

  • HAH01789
  • Person
  • 13.11.1921 - 21.8.2005

Ólafur Eiríksson fæddist í Fornahvammi í Norðurárdal í Mýrasýslu 13. september árið 1921. Hann lést á Heilsugæslunni í Borgarnesi sunnudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Ólafur bjó alla sína ævi á Grjóti í Þverárhlíð í Mýrasýslu, utan fyrsta hálfa árið, en vorið 1922 fluttu foreldrar hans með þau tvíburasystkinin að Grjóti frá Fornahvammi. Grjótsheimilið var annálað fyrir alúð og gestrisni og voru þau systkinin samhent í því að taka vel á móti gestum og gangandi.
Útför Ólafs verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Norðtungukirkjugarði.

Ólafur Einarsson (1945)

  • HAH05021
  • Person
  • 19.9.1945 -

Einar Ólafur Einarsson 19. sept. 1945. Búfræðingur.

Ólafur Eggertsson (1850-1932) póstafgreiðslumaður Krókfjarðarnesi

  • HAH04759
  • Person
  • 8.1.1850 - 16.12.1932

Ólafur Eggertsson 8. jan. 1850 - 16. des. 1932. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Króksfjarðarnesi, Garpdalssókn, A-Barð. 1930. Bóndi á Valshamri, Geiradalshreppi, A-Barð. 1883-1903. Bóndi og hreppstjóri í Króksfjarðarnesi í Geiradalshreppi, A-Barð. „Hreinn og djarfur í fasi og skapi, bersögull, nokkuð ráðríkur og óvæginn, fróður, skemmtinn og góður þegn heim að sækja“, segir í Eylendu.

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

  • HAH01788
  • Person
  • 24.11.1889 - 18.2.1973

Bóndi í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, síðast bús. í Reykjavík. Ólafur fæddist að Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi 24.11 1889. Dýrmundur faðir hans var einnig fæddur þar 1862, Ólafsson bónda þar Guðmundssonar. Móðir Ólafs (kona Dýrmundar) Signý Hallgrímsdóttir bónda á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sögð gáfuð kona, sérlega bókhneigð og vel hagorð og mun eitthvað af vísum hennar varðveitt enn. Í skagfirzkum æviskrám segir einnig, að Dýrmundur
faðir Ólafs hafi verið hlédrægur, en viðurkennt valmenni. Þetta gátu því verið ættareinkenni, hagmælskan og hlédrægnin og hefði mér ekki þurft að koma hagmælskan með öllu á óvart, þar sem ég vissi að hann var hálfbróðir hins kunna hestamanns og rithöfundar Ásgeirs í Gottorp, en hann var líka að ýmsu Iíkur föður sínum á Þingeyrum, sem margar snillivísur lifa eftir.
Albróðir Ólafs var Aðalsteinn bóndi á Stóruborg en Pétur sonur hans er einn af þeim sem hefði átt að vera í Húnvetningaljóðum eitt af sönnunargögnum þess, að full ástæða væri til að gefa út framhald þeirra og hlaupa þar ekki yfir þá ungu og forðast að láta hlédrægnina valda því, að samtíðin fái ekki að njóta góðra hæfileika. Kona Ólafs, Guðrún Stefánsdóttir, hefur líka vel kunnað að meta þessa hæfileika bónda síns, enda sjálf hagmælt og því vonandi að þau fjögur börn er þau hafa eignazt, hafi ekki orðið afskipt af ljóðhneigðinni, og er mér raunar kunnugt um að svo er ekki.
Frá 6 ára aldri dvaldist Ólafur í Vestur Húnavatnssýslu og bjuggu þau Guðrún á ýmsum bæjum þar, en síðast að Vallanesi við Hvammstanga. Heilsufarið veldur oft háttabreytni manna og mun sjúkleiki Guðrúnar hafa valdið því, að þau fluttu til Reykjavíkur 1951. Allt frá því og til síðustu áramóta, vann Ólafur hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Nú eftir svo langan starfsdag og marga þraut frá harðari tímum en við höfum lifað nú um skeið, má segja að lúinn eigi skilið að hvílaast, en þá er rík nauðsyn, að eiga hugðarefni til að grípa til og svo andlega heil sem þau hjón eru, mun slíkt ekki bresta þau eins og horfir, en ekki er ég í vafa um, að marga þunga stund hafi Ijóðskur andi létt þeim og vona að svo megi enn verða sem lengst. Þó heilsa og kraftar séu á þrotum, er drjúgur ávöxtur lífsins við að gleðjast, 4 börn vel komin í lífsstöðu, 14 barnabörn og 12 barnabarna börn.

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

  • HAH01787
  • Person
  • 26.2.1862 - 6.9.1903

Náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari. Drukknaði í Hörgá. Hinn innanfeiti Ólafur Davíðsson var tvítugur þegar þetta var, fæddur í janúar 1862, prestssonur að norðan. Hann lagði stund á náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla en varð síðar þekktastur fyrir söfnun sína á íslenskum þjóðsögum, gátum, vikivökum og þulum.

Ólafur Bragason (1957) Sunnnuhlíð

  • HAH08935
  • Person
  • 16.4.1957

Ólafur Bragason 16. apríl 1957. Sennilega sá sem nefndur er drengur Bragason í A- og V-Hún. 1957, og var í Forsæludal, Áshr., A-Hún. 1957. Sunnuhlíð

Ólafur Björnsson (1890-1985) Mörk Laxárdal fremri og Holti Ásum

  • HAH06136
  • Person
  • 19.6.1890 - 13.2.1985

Ólafur Björnsson 19.6.1890 - 13.2.1985. Bóndi á Mörk í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún., og síðast í Holti í Ásum. Bóndi í Mörk, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Holti 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Ólafur Björnsson (1865-1950) Árbakka

  • HAH09073
  • Person
  • 14.2.1865 - 1.11.1950

Ólafur Björnsson 14. febrúar 1865 - 1. nóvember 1950. Bóndi og kennari á Hofi í Vindhælishreppi, Hún. Síðar bóndi og oddviti á Árbakka í sama hreppi.

Ólafur Bjarnason (1891-1970) frá Steinnesi

  • HAH06147
  • Person
  • 19.9.1891 - 13.2.1970

Bóndi í Brautarholti, Brautarholtssókn, Kjós. 1930. Búfræðingur og bóndi og hreppstjóri í Brautarholti, Kjalarneshr., Kjós.

Ólafur Austfjörð Björnsson (1912-1958) Skagaströnd

  • HAH09192
  • Person
  • 29.4.1912 - 22.2.1958

Ólafur Austfjörð Björnsson 29. apríl 1912 - 22. febrúar 1958. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Fulltrúi og síðar annar forstjóri hjá Hf. Shell á Íslandi.

Ólafur Arnórsson (1883-1964) Kaupmaður í Reykjavík

  • HAH09237
  • Person
  • 5.7.1883 - 26.11.1964

Ólafur Ingimar Arnórsson 5. júlí 1883 - 26. nóvember 1964. Kaupmaður í Reykjavík. Bóndi Bjarnastöðum Þingi 1920. Lést á Hrafnistu. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni 4.12.1964, kl. 10:30 fh.

Ólafur Sveinsson (1879-1944) Hólabaki

  • HAH09150
  • Person
  • 23.3.1879 - 3.8.1944

Ólafur Pétur Sveinsson 23. mars 1879 - 3. ágúst 1944. Hólabaki 1890 og 1901. Húsbóndi á Bragagötu 31, Reykjavík 1930. Sjómaður á Hellissandi, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1920. Bóndi í Reykjavík. Þingeyrum 1910.

Ólafsvörður á Stórasandi

  • HAH00981
  • Corporate body
  • um 1560 -

Sandsvegar er víðar getið í fornum ritum, en ekki verður það rakið hér. Norðan við Bláfell á Sandi liggur vegurinn yfir flatt klapparholt, sem er alþakið þunnum hellum. Á holtinu standa margar vörður. Heita þær Ólafsvörður og eru kenndar við Ólaf Hjaltason, sem var biskup á Hólum 1552—1569 og fyrsti biskup þar í lútherskum sið. Ekki veit ég um sannindi þeirrar sagnar, en vörðunum og sögu þeirra er lýst í ritgerð, sem heitir „Um heiðar og vegu nokkra á íslandi". Hún er prentuð í Hrakningum og heiðavegum, IV. bindi. Talin vera a. m. k. um 200 ára gömul. Þar segir: „Ólafsvörður heita hér einnig XI eður XII. Þær skulu kenndar við biskup Ólaf Hjaltason á Hólum, hver þar skyldi hafa úti legið í óveðri um hausttíma og hans fylgjarar eins margir og vörðurnar eru, því hver einn átti að hlaða vörðu fyrir sig sér til hita og uppihalds, þar ei hefur orðið tjaldað, með því í þessu plássi er ei utan grjót og urðir“.

Enn þann dag í dag eru vörðurnar „XI eður XII“. Þær eru ólíkar að stærð og gerð, og bendir það til þess, að þarna hafi margir og misjafnlega hagir menn verið að verki. Sumar hafa raskazt dálítið en aðrar virðast óhaggaðar.

Ólafshús Blönduósi

  • HAH00127
  • Corporate body
  • 1878 -

1878 - Ólafshús 1889 - Ingibjargarhús. Hreppshús í mt 1901-1920. Þinghús hreppsins 3.6.1889

Ólafía Ragúelsdóttir (1877-1913) Akureyri

  • HAH07253
  • Person
  • 5.8.1877 - 1.5.1913

Ólafía Guðríður Ragúelsdóttir 5. ágúst 1877 - 1. maí 1913. Var í Unaðsdal 2, Unaðsdalsssókn, N-Ís. 1880. Var í Guðlaugsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Akureyri, Eyj. 1901. Húsfreyja á Akureyri.

Ólafía Pétursdóttir (1898-1920) Hnjúki

  • HAH09164
  • Person
  • 6.1.1898 - 3.7.1920

Ólafía Steinunn Pétursdóttir 6. jan. 1898 - 3. júlí 1920. Var á Litluborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Lést á Vífilstöðum. Jarðarför hennar fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 7.7.1920.

Ólafía Kristín Hannesdóttir (1942-2012) Reykjavík

  • HAH08358
  • Person
  • 22.8.1942 - 10.6.2012

Ólafía Kristín Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1942. Sjúkraliði í Reykjavík. Ólafía var ógift og barnlaus.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. júní 2012. Útför Ólafíu fór fram frá Fossvogskirkju 22. júní 2012, og hófst athöfnin kl. 15.

Ólafía Klemensdóttir (1870-1967) hjúkrunarkona

  • HAH3487
  • Person
  • 14.11.1870-21.02.1967

Ólafía Ingibjörg Klemensdóttir 14. nóv. 1870 - 21. feb. 1967. Var í Austursaltvík, Brautarholtssókn, Kjós. 1880. Vinnukona í Reykjavík 1910. Hjúkrunarkona á Spítalastíg 2 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Ólafía Jónsdóttir (1884-1965) saumakona Reykjavík

  • HAH09374
  • Person
  • 23.12.1884 - 19.1.1965

Ólafía Björg Jónsdóttir 23. des. 1884 - 19. jan. 1965. Var í Breiðholti í Reykjavík 1890. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

  • HAH01786
  • Person
  • 11.11.1935 - 1.10.2009

Ólafía Guðrún Blöndal (Lóa) fæddist á Melum á Skarðsströnd í Dalasýslu 11. nóvember 1935. Hún lést 1. október síðastliðinn. Æskuárunum eyddi Ólafía á bænum Litla-Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Ellefu ára fluttist hún svo með foreldrum sínum til Akureyrar, en þar voru eldri systkinin tvö búin að koma sér fyrir. Dalirnir áttu alltaf sterk ítök í huga Ólafíu og dvaldi hún þar oft á sumrum hjá ættingjum og vinum eftir flutninginn norður. Veturinn 1955-1956 settist Ólafía á kvennaskólabekk. Var það húsmæðraskólinn að Löngumýri í Skagafirði. Þaðan átti hún ótal góðar minningar og þar mynduðust vináttubönd sem mörg hver halda enn í dag. Á sínum yngri árum vann Ólafía hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn, allt þar til einkadóttirin Anna María kom í heiminn, en það var 23. desember 1965. Ólafía giftist aldrei. Hún bjó á heimili foreldra sinna á Akureyri og var þeirra stoð og stytta á efri árum. Um nokkurra ára skeið hélt hún heimili með Braga Guðjónssyni sem er látinn. Ólafía hafði mikið yndi af tónlist og ófáir voru tónleikarnir sem þær mæðgur sóttu saman, að ógleymdum öllum leikhúsferðunum. Ólafía var liðtæk á dansgólfinu á sínum yngri árum, enda lítil og nett. Hún átti gítar og spilaði af hjartans list eftir eyranu bæði á píanó og orgel. Árið 1993 fluttu þær mæðgur Ólafía og Anna María til Reykjavíkur. Áttu þær saman 10 góð ár, þar sem Ólafía hugsaði um heimilið á meðan dóttirin dró björg í bú. Sumarið 2003 kom reiðarslagið. Ólafía fékk áfall sem eyðilagði allt jafnvægisskyn og orsakaði lömun í vinstri helming líkamans. Var hún bundin við hjólastól það sem eftir var ævinnar. Fyrstu sex mánuðina eftir áfallið dvaldi hún á taugalækningadeild Landspítalans, síðan fékk hún pláss á Hjúkrunaheimilinu Eir, þar sem hún hefur dvalið síðan. 1. október síðastliðinn fékk Ólafía annað áfall sem hún lifði ekki af.
Útför Ólafíu Guðrúnar fer fram frá Grafarvogkirkju í dag, 12. október, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir (1911-1995)

  • HAH01785
  • Person
  • 28.10.1911 - 15.12.1995

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir fæddist 28. október 1911 að Þórustöðum í Bitru, Strandasýslu. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. desember síðastliðinn. Árið 1959 flytja Ólafía og Ingólfur til Akraness og bjuggu þar eftir það, fyrst að Heiðarbraut 35, síðan að Brekkubraut 17 sem þau byggðu sjálf og bjuggu þar í 28 ár. Þá fluttu þau að Höfðagrund 16 og bjuggu þar í rúm tvö ár en fluttu síðla árs 1990 inn á Dvalarheimilið Höfða. Að hausti 1993 hrakaði heilsu Ólafíu svo að hún fór á Sjúkrahúsið á Akranesi og dvaldi þar til dauðadags. Útför Ólafíu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Oktavía Þórðardóttir (1891-1911) frá Móbergi

  • HAH10005
  • Person
  • 11.10.1891 - 27.8.1911

Þann 28. ágúst síðastl. andaðist að Undirfelli í Vatnsdal ungfrú Oktavía Þórðardóttir frá Móbergi, eftir mjög stutta legu. Banamein hennar var illkynjuð hálsbólga. Oktavía sál. var svo vinsæl og merk stúlka, að verðugt væri að hennar væri minst með nokkrum orðum. Hún var fædd 9. okt. 1891 að Geitaskarði í Langadal, og var hún því varla tvítug að aldri. Uppvaxtarár sín var hún lengst af á Móbergi í Langadal hjámóðursinni. Naut hún mikils ástríkis hjá öllum, en sérstaklega gerði móðir hennar alt til þess að vanda uppeldi þessa einkabarns sins. Oktavía sál stundaði nám 2 vetur við kvennaskólann á Blönduósi og tók burtfararpróf þaðan vorið 1909. Næsta vor dvaldi hún á námsskeiði kennaraskólans í Reykjavík. Tvo síðastl. vetur hafði hún á hendi kenslustarf við farskóla í Vindhælis- og Torfalækjarhreppum. Ávann hún sér á báðum þessum stöðum traust og álit jafnt nemenda sem annara. Hún var, með vitund nánustu ættingja og vina, trúlofuð Guðmundi Guðmundssyni frá Klömbrum, bróður Ingimundar ráðanauts. Oktavía sál. var mjög góð og göfuglynd stúlka, sérlega vel gefin, andlega og líkamlega, gáfurnar fjölhæfar og táp og líkams'atgerfi meira en alment gerist á hennar aldri. Rækti hún hvert það starf, er húu tók að sér með áhuga og samvizkusemi og var fyrirmynd annara að háttprýði og siðgæði. Hún er því ekki að eins harmdauði foreldra sinna og unnusta, sem öll unnu henni ósegjanlega heitt, heldur líka allra þeirra, sem nokkuð þektu hana, niannkosti hennar og hjartaþel.

Oktavía Bergmann Jónasdóttir (1912-1989) Leysingjastöðum

  • HAH06942
  • Person
  • 14.6.1912 - 2.8.1989

Lausakona á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Blönduóshreppi,
Oktavía Jónasóttir fæddist hinn 14. júní árið 1912 að Marðarnúpi í Vatnsdal,

Results 2901 to 3000 of 10353