Sýnir 75 niðurstöður

Nafnspjald

Böðvar Lárus Hauksson (1946-1987)

  • HAH01161
  • Einstaklingur
  • 11.10.1946 - 19.4.1987

Böðvar Hauksson viðskiptafræðingur - Minning Fæddur 11. október 1946 Dáinn 19. apríl 1987 Böðvar Hauksson hóf störf í hagdeild Landsbankans í ársbyrjun. Böðvar fæddist 11. október 1946. Hann var yngsta barn Láru Böðvarsdóttur og Hauks Eggertssonar, forstjóra Plastprents hf. Eldri systkini hans eru Ágústa, tónlistarkennari, gift Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, og Eggert, viðskiptafræðingur, kvæntur Sigríði Teitsdóttur. Böðvar var kvæntur Ásu Guðmundsdóttur, ritara hjá Framkvæmdasjóði, og áttu þau 6 ára son, Arnar Frey. Þá á Ása 24 ára dóttur, Írisi Laufeyju. Ása er dóttir hjónanna Önnu Steindórsdóttur og Guðmundar Magnússonar byggingarmeistara.

Ása og Böðvar hófu búskap fyrir 10 árum. Þau eignuðust fyrirnokkrum árum rúmgott raðhús, þarsem þau bjuggu sér fallegt heimili. Ása var stoð og stytta Böðvars og fallegur og þróttmikill drengurinn augasteinn þeirra beggja. Böðvar varð stúdent frá VÍ 1967 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1972. Hann starfaði sem fulltrúi hjá Plastprenti hf. 1972/73, skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs 1973/77, á ný fulltrúihjá Plastprenti hf. 1977/80 og loks viðskiptafræðingur hjá Hagdeild Landsbanka Íslands frá 1980.

Daníel Guðjónsson (1905-1996)

  • HAH01165
  • Einstaklingur
  • 5.9.1905 - 24.5.1996

Daníel Guðjónsson fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 5. september 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. maí 1996. Foreldrar hans voru Anna Jónsdóttir húsmóðir og Guðjón Daníelsson bóndi. Daníel stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann bjó á Hreiðarsstöðum í foreldrahúsum þar til að hann giftist Lovísu Árnadóttur 5. ágúst 1928 og hófu þau búskap að Þverá í Svarfaðardal. Þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar 1930 og bjuggu þar til dánardags. Á Akureyri starfaði Daníel lengst af fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, en síðustu starfsárin hjá versluninni Eini. Lovísa Árnadóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 19. nóvember 1908. Foreldrar hennar voru Dóróthea Þórðardóttir húsmóðir og Árni Jónsson bóndi. Lovísa flutti ásamt foreldrum sínum að Þverá í Svarfaðardal árið 1910 og bjó þar til 1930 er hún fluttist til Akureyrar. Hún hafði áður farið á húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. apríl 1996. Útför hennar fór fram frá Glerárkirkju 12. apríl síðastliðinn. Börn Daníels og Lovísu eru Dóróthea, f. 3. júlí 1929, Guðjón, f. 5. júlí 1931, og Anna Lillý, f. 29. september 1940. Barnabörnin eru 11, þar af eitt látið og barnabarnabörnin eru 19. Útför Daníels Guðjónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 31. maí 1996 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Debóra Þórðardóttir (1910-2011)

  • HAH01168
  • Einstaklingur
  • 24.11.1910 - 13.5.2011

Debóra Þórðardóttir fæddist á Hvammstanga 24. nóvember 1910. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. maí 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Karólína Sveinsdóttir, f. 15. ágúst 1881 á Svarfhóli í Stafholtstungum, d. 11. marz 1980, og Þórður Sæmundsson skósmiður og síðar símstjóri á Hvammstanga, f. 30. marz 1879 í Hrafnadal í Hrútafirði, d. 12. febrúar 1944.
Systkini Debóru voru: Sigríður Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, f. 1909, d. 1988, átti Karvel Sigurgeirsson sjómann frá Ísafirði, Þuríður Jórunn, húsmóðir í Reykjavík, f. 1912, d. 1988, átti fyrst Hrólf J. Þorsteinsson, farmann frá Gröf á Vatnsnesi og síðar Sæmund Eggertsson frá Leirárgörðum, og Sveinn Helgi, skattstjóri í Hafnarfirði, f. 1916, d. 1987.

Árið 1950 giftist Debóra Ásvaldi Bjarnasyni, verzlunarmanni við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, síðar starfsmanni við póstþjónustuna á Hvammstanga. Þau hjón voru barnlaus, en Debóra ól upp systurson sinn Þór Magnússon, síðar þjóðminjavörð.

Debóra ólst upp á Hvammstanga. Hún stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti veturna 1931-1933 og árið 1936 í Húsmæðraskólanum á Ísafirði. Hún dvaldist um eins árs skeið í Borgarnesi, en að þessu frátöldu átti hún heima á Hvammstanga allt til ársins 1971. Debóra var árin 1932-1934 símastúlka á Hvammstanga, á Borðeyri árið 1936 og aftur á Hvammstanga árin 1936-1944. Er Þórður faðir hennar lézt tók hún við stöðvarstjórastarfinu. Árið 1962 varð hún stöðvarstjóri Pósts og síma á Hvammstanga er þau störf voru sameinuð. Árið 1971 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og störfuðu bæði á skrifstofu Pósts- og síma unz starfsdegi lauk.

Minningarathöfn um Debóru var í Neskirkju í gær, 20. maí 2011. Debóra verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 21. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Kirkjuhvammi.

Ebba Ingibjörg Egilsdóttir Urbancic (1933-2015)

  • HAH01171
  • Einstaklingur
  • 10.7.1933 - 31.3.2015

Ebba Ingibjörg Egilsdóttir Urbancic kennari fæddist í Reykjavík 10.7. 1933. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 31.3. 2015.
Foreldar Ebbu voru Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, f. 21.12. 1910, d. 14.3. 1996, og Ásta Jóhanna Dahlmann húsmóðir, f. 27.5. 1914, d. 26.10. 1980. Systkini Ebbu eru Agla Sigríður hjúkrunarfræðingur, f. 4.6. 1939; Ingibjörg Ásta húsmóðir, f. 30.7. 1940; Jón Axel kvikmyndagerðarmaður, f. 4.10. 1944; Guðrún starfsmaður á Landspítala, f. 25.6. 1947, og Ásta lífeindafræðingur, f. 15.8. 1950.

Ebba giftist hinn 21.9. 1957 Pétri Marteini Páli Urbancic, fv. bankamanni, leiðsögumanni, löggiltum skjalaþýðanda og dómtúlki, f. 4.7. 1931. Foreldrar hans voru dr. Viktor Jóhannes Urbancic hljómlistarmaður, f. 9.8. 1903, d. 4.4. 1958, og dr. Melitta Urbancic kennari, f. 21.2. 1902, d. 17.2. 1984.

Börn Ebbu og Péturs: 1) Ásta Melitta landfræðingur, f. 9.10. 1958, gift Tómasi Óskari Guðjónssyni líffræðingi, f. 19.8. 1959. Börn: a) Pétur Marteinn laganemi, f. 9.8. 1991, b) Jóhannes Bjarki líffræðinemi, f. 6.6. 1993, c) Sigrún Ebba nemi, f. 5.3. 1995, d) Guðjón Páll, f. 19.11. 2000. 2) Viktor Jóhannes bílasali, f. 24.2. 1961, kvæntur Gunnhildi Úlfarsdóttur flugfreyju, f. 6.1. 1962. Börn: a) Marteinn Pétur, nemi í markaðsfræði, f. 5.7. 1993, b) Tómas Ingi atvinnumaður í fótbolta, f. 13.11. 1996. 3) Anna María viðskiptafræðingur, f. 26.6. 1965, gift Finni Árnasyni rekstrarhagfræðingi. Börn: a) Árni Grétar, laganemi, f. 14.5. 1990, b) Ebba Katrín, nemi í iðnaðarverkfræði, f. 7.4. 1992, c) Oliver Páll, nemi, f. 21.9. 1995, d) Viktor Pétur, f. 26.10. 1999. 4) Linda Katrín móttökuritari, f. 21.10. 1966, gift Gísla Guðna Hall hæstaréttarlögmanni, f. 5.3. 1972. 5) Óskírður drengur, f. og d. 30.12. 1970. 6) Elísabet Sigríður byggingarverkfræðingur, f. 1.11. 1972, gift Kjeld Lose byggingarverkfræðingi, f. 10.4. 1947. Börn: a) William Ari, f. 4.5. 2007, b) Christian Mar, f. 24.6. 2010.

Ebba ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún lærði snyrtingu, andlitsböð, fótaaðgerðir og líkamsnudd hjá Jean de Grasse í Reykjavík 1950-51 og sótti framhaldsnámskeið í snyrtingu í Kaupmannahöfn. Hún rak Snyrtistofu Ebbu og Svövu ásamt Svövu Hanson 1951-54. Ebba stundaði nám í Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1954-56 og útskrifaðist sem húsmæðrakennari 1956. Hún vann síðan við verslunar- og þjónustustörf til 1960. Ebba var heimavinnandi húsmóðir til ársins 1978, þegar hún hóf nám við öldungadeild MH. Hún varð stúdent frá MH árið 1982 og stundaði nám í lögfræði og dönsku við HÍ 1982-84. Hún hóf kennslu við Hagaskóla árið 1986 og kenndi þar til ársins 2000. Eftir starfslok í Hagaskóla sat hún yfir í prófum í Háskóla Íslands.

Útför Ebbu fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, 10. apríl 2015, kl. 15.

Eiður Árnason (1931-2009)

  • HAH01177
  • Einstaklingur
  • 4.3.1931 - 22.3.2009

Eiður Árnason fæddist á Austara-Hóli í Fljótum í Skagafirði 4. mars 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 22. mars 2009. Foreldrar hans voru hjónin Árni Björgvin Jónsson, f. 24. maí 1901, d. 6. júní 1989 og Magnea G. Eiríksdóttir, f. 28. maí 1898, d. 7. mars 1979. Systkini Eiðs eru Guðmundur Sævar, f. 23. ágúst 1929, d. 14. júlí 1957, Guðrún, f. 12. apríl 1932, og Unnur Erla, f. 7. maí 1934, d. 23. sept. 1990.
Eiður kvæntist 24. nóvember 1957 unnustu sinni Huldu Sigurðardóttur frá Fagurhóli í Sandgerði, f. 26. nóv. 1930, d. 17. ágúst 1977. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, f. 8. nóv. 1878, d. 26. feb.1963 og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 27. sept. 1889, d. 17. okt. 1980. Eiður og Hulda eignuðust tvo syni: Davíð, f. 7. jan. 1960, d. 21. sept. 2003 og Elfar, f. 28. mars 1967, kvæntur Jóhönnu Benný Hannesdóttur, f. 10. sept. 1967. Synir þeirra eru Sævar, f. 29. mars 1991, Daði Snær, f. 16. ágúst 1992, Eiður Smári, f. 4. júní 1996 og Birkir, f. 19. nóv. 1997.

Eiður ólst upp í Skagafirði. Þar stundaði hann almenn verkamannastörf eins og á Akranesi en þangað fluttist hann með foreldrum sínum, er þau brugðu búi, árið 1953 og var þar uns hann stofnaði sitt eigið heimili með konu sinni í Reykjavík 1957. Í höfuðborginni starfaði hann sem bílstjóri og flokksstjóri hjá Sorphirðu Reykjavíkur í hartnær 50 ár. Eiður var söngmaður mikill og söng áratugum saman í Fíladelfíukórnum enda trúfastur meðlimur Hvítasunnukirkjunnar. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á vegum safnaðarins, t.d. var hann stjórnarformaður Sparisjóðsins Pundsins og kom að Blaða- og bókaútgáfunni, sem gaf meðal annars út Aftureldingu og Barnablaðið.

Eiður dvaldi síðustu æviár sín í góðu yfirlæti á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.

Útför Eiðs fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 3. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 13.

Einar Ágúst Flygenring (1929-2000)

  • HAH01179
  • Einstaklingur
  • 1.1.1929 - 23.12.2000

Einar Ágúst Flygenring fæddist í Reykjavík 1. september 1929. Hann lést 23. desember 2000 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru Sigurður Flygenring byggingartæknifræðingur, f. 28. júlí 1898, d. 2. október 1977, og Ásta Þórdís Tómasdóttir Flygenring, húsmóðir, f. 23. september 1900, d. 25. maí 1972. Systur hans eru Sigríður, f. 1926, og Anna Þórunn, f. 1930.
Einar kvæntist Stefaníu Sveinbjörnsdóttur 1956, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Anna María Flygenring, f. 6. ágúst 1956 búfræðingur, gift Tryggva Steinarssyni, bónda í Hlíð, Gnúpverjahreppi, f. 9. mars 1954. Dætur þeirra eru Jóhanna Ósk, f. 1981, Helga Katrín, f. 1984, og Guðný Stefanía, f. 1991. 2) Súsanna Sigríður Flygenring, f. 7. febrúar 1960, bókasafnsfræðingur og garðyrkjufræðingur. 3) Sigurður Flygenring, f. 26. febrúar 1963, flugvirki.

Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949. Lærði síðar loftsiglingafræði. Hann vann í Iðnaðarbankanum til 1964. Var sveitarstjóri á Dalvík (1964-66), Hveragerði (1966-70) og Stykkishólmi (1970-74). Vann síðan ýmis störf m.a. hjá prjónastofunni Hildu hf. og innréttingafyrirtækinu Benson hf. þar til hann hóf störf sem fjármálastjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins Norðurlandi vestra, Blönduósi, árið 1985 og starfaði þar fram á eftirlaunaaldur.

Útför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag 3. jan. 2001 og hefst athöfnin klukkan 15.

Einar Halldór Björnsson (1912-2008)

  • HAH01181
  • Einstaklingur
  • 29.11.1912 - 11.3.2008

Einar Halldór Björnsson, bifreiðarstjóri, fæddist í Neðri-Lækjardal í Refasveit í A-Húnavatnssýslu 29. nóvember 1912. Hann lést á heimili sínu að Hjallaseli 55, 11. mars 2008. Foreldrar hans voru Hallbera Jónsdóttir, ljósmóðir í Höskuldsstaða- og Blönduósumdæmum frá 1908 til 1941, f. á Fróðholtshjáleigu í Austur-Landeyjum 17. febrúar 1881, d. á Blönduósi 14. apríl 1962, og Björn Ágúst Einarsson, bóndi og smiður á Svangrund í A-Húnavatnssýslu og síðar líkkistusmiður á Blönduósi, f. á Læk á Skagaströnd 8. ágúst 1886, d. á Blönduósi 9. apríl 1967. Systkini Einars eru voru Sigurlaug Margrét, f. 12. júlí 1910, d. 3. desember 1991, Hallbera Sigurrós, f. 17. des. 1911, d. 2. mars 1986, Guðbjörg, f. 26. október 1914, d. 17. desember 1914, María Björg, f. 7. febrúar 1916, d. 10. júlí 2007, Birna Elísabet, f. 15. apríl 1919, d. 31. maí 1975, Magdalena Elínborg, f. 15. júlí 1921, d. 6. maí 1986, og Jónína Þorbjörg, f. 24. ágúst 1925, d. 20. september 1991.
Einar kvæntist 12. júlí 1941 Valgerði Ingibjörgu Tómasdóttur, húsfreyju í Reykjavík, f. á Hólmavík 21. maí 1913, d. 14. apríl 2000. Þau eignuðust tvo syni: 1) Björn Ágúst, lögreglumann og trésmið, f. 8.6. 1944, kvæntur Emilíu Jónsdóttur, leikskólakennara og aðstm. tannlæknis, f. 5.4. 1944. Börn þeirra eru Einar Halldór, símsmiður, sambýliskona Áslaug Bragadóttir, starfsmaður Barnaverndarstofu, og Helga, aðstm. tannlæknis, maður hennar Björn Arnar Ólafsson prentsmiður. 2) Tómas Ásgeir tannlæknir, f. 30.4. 1949, kvæntur Elísabetu Ingunni Benediktsdóttur kennara, f. 20.7. 1950. Börn þeirra eru Benedikt Ingi verkfræðingur, sambýliskona Edda Björk Þórðardóttir, nemi í HÍ, Valgerður sameindalífræðingur, maður hennar Hörður Bjarnason verkfræðingur og Tryggvi Rafn háskólanemi.

Einar og Valgerður bjuggu lengst af að Hjarðarhaga 40 í Reykjavík. Einar starfaði sem bifreiðarstjóri hjá Vörubílastöðinni Þrótti frá 1945 til 1987. Einar fluttist árið 2001 að öldrunarheimilinu Seljahlíð.

Einar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag 17. mars 2008 og hefst athöfnin klukkan 15.

Einar Logi Einarsson (1938-2002)

  • HAH01182
  • Einstaklingur
  • 8.3.1938 - 2.8.2002

Einar Logi Einarsson fæddist í Reykjavík 8. mars 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. ágúst 2002. Foreldrar hans voru Einar Baldvin Sigurðsson iðnrekandi, f. 11.9. 1911, d. 27.7. 1978, og kona hans Ásgerður Einarsdóttir, f. 30.8. 1913, d. 8.9. 1997, þau skildu. Hálfbróðir Einars Loga er Haukur Matthíasson, sálfræðingur í St. Petersburg í Flórída, f. 20.6. 1948, sem Ásgerður eignaðist með seinni manni sínum, Matthíasi Matthíassyni, f. 12.3. 1907, d. 28.11. 1969. Uppeldisbræður hans, synir Matthíasar af fyrra hjónabandi með Helgu Kristínu Helgadóttur Pjeturss, f. 2.10. 1909, d. 24.8. 1944, eru Matthías Matthíasson, f. 14.10. 1937, og Einar Matthíasson, f. 10.3. 1942.
Einar Logi kvæntist Sigrúnu R. Jónsdóttur, þau skildu. Dætur þeirra eru Ásgerður, f. 19.10. 1965, og María Helga, f. 12.12. 1969. Áður átti hann Sigríði, f. 27.9. 1962, móðir hennar er Erla Lísa Sigurðardóttir. Synir Sigríðar eru Baldvin Freyr Þorsteinsson, f. 6.10. 1984, og Kristján Ari Ragnarsson, f. 24.4. 1992, maður hennar er Ragnar Þ. Bárðarson. Sambýliskona Einars Loga síðustu tólf ár var Soffía Björgvinsdóttir.

Einar Logi lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1961. Um árabil stundaði hann ýmis verslunar- og skrifstofustörf og rak eigin fyrirtæki. Stærsti hluti starfsævi hans var hins vegar við hljóðfæraleik og -kennslu og margvísleg ritstörf og þýðingar. Hann stýrði eigin hljómsveit árum saman og lék á veitingastöðum fram á síðustu ár. Eftir hann liggja fjölmargar frumsamdar bækur, leikrit og smásögur, sem og þýðingar á bókum og greinum. Einar Logi var tónlistarkennari og skólastjóri við tónlistarskóla víða um land, m.a. á Hvolsvelli, Hvammstanga, Ólafsfirði, Vopnafirði og Suðureyri. Á þessum stöðum var hann oft kirkjuorganisti og stóð fyrir leiksýningum og ýmsu félagsstarfi. Einar Logi var virkur félagi í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og um skeið stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra listamanna.

Útför Einars Loga verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 13. ágúst 2002 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Eiríkur Ingi Jónmundsson (1950-2004)

  • HAH01186
  • Einstaklingur
  • 3.8.1940 - 15.10.2004

Eiríkur Ingi Jónmundsson fæddist á Ljótshólum í Svínadal 3. ágúst 1940. Hann lést á heimili sínu hinn 15. október 2004. Foreldrar hans voru Jónmundur Eiríksson, bóndi í Ljótshólum, f. 9. janúar 1914, d. 13. nóvember 1993, og kona hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir, f. á Geithömrum í Svínadal 9. janúar 1914, d. 3. apríl 2002. Eiríkur Ingi átti tvö systkini. Þau eru: Halldóra E. Jónmundsdóttir, f. 4. ágúst 1944, og Þorsteinn B. Jónmundsson, f. 4. ágúst 1944.
Eiríkur Ingi kvæntist 4. október 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni Birnu Jónsdóttur, f. 23. apríl 1945. Hennar foreldrar voru Jón G. Benediktsson, f. á Aðalbóli í Miðfirði 23. maí 1921, d. 30. desember 2002, og kona hans, Elínborg Björnsdóttir, f. á Kringlu í Torfalækjarhreppi 27. maí 1917, d. 2. maí 1971. Þau bjuggu á Höfnum á Skaga. Eiríkur og Birna eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Þórdís Ólöf, f. 13. apríl 1964, hennar börn eru: a) Andri Fanndal, f. 22. ágúst 1983. b) Ingi Fanndal, 20. apríl 1989. 2) Jónmundur Þór, f. 27. nóvember 1965, kvæntur Hjördísi Guðmundsdóttur, f. 10. febrúar 1965. Þeirra börn eru a) Bjarki Þór, f. 17. febrúar 1991. b) Arnar Már, f. 12. mars 1994. c) Elvar Örn, f. 24. ágúst 2001.

Haustið 1959 hóf Eiríkur Ingi nám í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1961. Að námi loknu starfaði hann hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu þar til árið 1967 er hann, ásamt Birnu, tók við búi foreldra sinna á Auðkúlu í Svínavatnshreppi.

Samhliða bústörfum stundaði Eiríkur Ingi akstur skólabarna í Húnavallaskóla.

Eiríkur Ingi og Birna bjuggu á Auðkúlu fram til ársins 1977 er þau fluttust til Blönduóss. Þar starfaði hann sem vörubifreiðastjóri. 1988 fluttust þau til Reykjavíkur. Eiríkur Ingi starfaði áfram við vörubifreiðaakstur og akstur almenningsvagna eftir að til Reykjavíkur kom. Árið 1994 hóf hann leigubifreiðaakstur og starfaði við það allt fram á síðasta dag.

Útför Eiríks Inga verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag 28. okt 2004 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Eiríkur Kristinsson (1916-1994)

  • HAH01187
  • Einstaklingur
  • 24.5.2016 - 4.10.1994

Eiríkur Kristinsson fæddist að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði 24. maí 1916, og ólst þar upp í föðurgarði. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 4. október 1994. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Jóhannsson bóndi á Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 1886, d. 1941, og Aldís Sveinsdóttir, f. 1890, d. 1977, ættuð úr Lýtingsstaðahreppi, dóttir Sveins Eiríkssonar kennara þar. Bræður Eiríks voru Hjörleifur, f. 1918, bóndi á Gilsbakka í Austurdal í Skagafirði, d. 1993, Sveinn, f. 1925, sagnfræðingur í Reykjavík, Þorbjörn, f. 1921, búsettur á Akureyri, og Jökull, f. 1935, einnig búsettur á Akureyri. Fyrri kona Eiríks var Stefanía Sigurjónsdóttir, f. 11. maí 1918. Þau skildu. Börn þeirra voru: Kolbrún, f. 12. ágúst 1944, bankaritari í Reykjavík, og Kristinn, f. 18. febrúar 1946, afgreiðslumaður í Reykjavík, d. 1991. Seinni kona hans var Sesselja Þorsteinsdóttir, f. 5. maí 1924. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Eianrsson bóndi í Tungukoti í Austurdal í Skagafirði, f. 1902, d. 1979, og kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir, f. 1899, látin. Börn þeirra: Ólöf Margrét, f. 1954, búsett í Reykjavík; Birgir, f. 1955, iðnverkamaður í Reykjavík; Hólmfríður Ingibjörg, f. 1958, sjúkraliði á Akureyri; og Einar Vilhjálmur, f. 1966, einnig búsettur á Akureyri. Útför Eiríks fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 11. okt 1994.

Elín Aradóttir (1918-2000)

  • HAH01189
  • Einstaklingur
  • 3.11.1918 - 25.10.2000

Elín Aradóttir fæddist að Grýtubakka í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 3. nóvember 1918. Hún varð bráðkvödd á ferðalagi innanlands hinn 25. október 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 18. september 1896, d. 27. apríl 1941, og Ari Bjarnason á Grýtubakka, f. 24. ágúst 1893, d. 11. mars 1965. Þau Sigríður og Ari bjuggu allan sinn búskap á Grýtubakka og eignuðust sjö börn, af þeim var Elín elst; þá kom Bjarni, f. 3.7. 1921; síðan Árni, f. 6. 9. 1923, d. 17.7. 1999; næst er Arnbjörg, f. 22.9. 1925; þá Steingrímur, f. 7.11. 1927; síðan Snjólaug, f. 25.9. 1929; og yngstur er Guðmundur, f. 11.12. 1935.
Elín giftist 29. júní 1940 Teiti Björnssyni, f. 14.10. 1915, d. 26.10. 1998. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigtryggsson bóndi á Brún í Reykjadal og kona hans Elín Tómasdóttir. Börn Elínar og Teits eru sex: 1) Björn, f. 11.10. 1941, skólameistari á Ísafirði, maki Anna G. Thorarensen. 2) Ari, f. 13.3. 1943, búnaðarráðunautur og formaður Bændasamtaka Íslands, Hrísum, Reykjadal, maki Elín Magnúsdóttir, börn þeirra: a) Elín, sambýlismaður Ingvar Björnsson; b) Magnús, sambýliskona Elísabet Eik Guðmundsdóttir; c) Teitur. 3) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eggert Hauksson, börn þeirra: a) Elín; b) Haukur; c) Lára Bryndís. 4) Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi, Brún, maki Sigurlaug Laufey Svavarsdóttir, barn þeirra: a) Teitur. 5) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubóndi, Högnastöðum í Hrunamannahreppi, maki Jón Hermannsson, dætur þeirra: a) Katrín, gift Magnúsi Má Þórðarsyni, þau eiga dótturina Sögu; b) Elín Una, sambýlismaður Óskar Hafsteinn Óskarsson; c) Edda. 6) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akureyri, maki Helen Margaret f. Barrett, börn þeirra: a) Þóra; b) Teitur.

Elín Aradóttir stundaði nám í húsmæðraskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu 1938-39. Hún bjó með manni sínum á Brún í Reykjadal 1940-43, í Saltvík í Reykjahreppi 1943-51, og síðan aftur á Brún uns Teitur lést. Síðustu tvö árin bjó hún ein í húsi sínu á Brún. Elín var formaður Kvenfélags Reykdæla frá 1956, alls í 18 ár, og formaður orlofsnefndar húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 1962-72. Einnig var hún um skeið formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Laugum og formaður Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu. Í 20-30 ár var hún í stjórn Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna 1976-90. Elín hlaut á nýársdag 1986 riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Útför Elínar Aradóttur fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag, laugardag 4. nóvember 2000,
og hefst athöfnin kl. 14.

Elín Ellertsdóttir (1927-2016)

  • HAH01190
  • Einstaklingur
  • 27.2.1927 - 3.8.2016

Elín Ellertsdóttir fæddist 27. febrúar 1927 að Meðalfelli í Kjós. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Ellert Eggertsson, bóndi á Meðalfelli, f. 31.12. 1893, d. 8.9. 1983, og Karítas Sigurlína Björg Einarsdóttir, húsfreyja frá Hjarðarnesi á Kjalarnesi, f. 14.10. 1901, d. 22.11. 1949. Bræður Elínar eru Eggert, f. 1928, d. 1991, Eiríkur, f. 1931, óskírður drengur, f. 1933, d. sama ár, Gísli, f. 1935, Finnur, f. 1937, Jóhannes, f. 1938, og Einar, f. 1944, d. 2006.

Þann 14. desember 1957 giftist Elín Hauki Magnússyni frá Brekku í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjarni Jónsson og Sigrún Sigurðardóttir í Brekku.

Afkomendur Elínar og Hauks eru: 1) Magnús, f. 1959. Sambýliskona hans er Irene Ruth Kupferschmied. 2) Sigurlína Björg, f. 1960. Maður hennar er Ögmundur Þór Jóhannesson og synir þeirra a) Bjarni Egill, sambýliskona hans er Guðrún Elín Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Snæþór Elí og Sara Dís, og b) Skúli Rafn. 3) Sigrún, f. 1962. Maður hennar er Sigfús Óli Sigurðsson og synir þeirra a) Karl Sigurður, sambýliskona hans er Hrefna Rós Matthíasdóttir og eiga þau soninn Sigfús Óla, og b) Haukur Elís, sambýliskona hans er Kristrún Kristinsdóttir. 4) Guðrún, f. 1964. Maður hennar er Lárus Franz Hallfreðsson og börn þeirra a) Elín Inga og b) Einar Jóhann. 5) Guðmundur Ellert, f. 1969. Sambýliskona hans er Guðrún Friðriksdóttir. Börn Guðmundar Ellerts frá fyrra hjónabandi með Alexöndru Mahlmann eru a) Bergþór Phillip (stjúpsonur) og b) Líney Inga.

Elín stundaði nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík 1946-47. Hún vann á búinu á Meðalfelli á unglings- og framan af fullorðinsárum og eftir fráfall móður hennar stóð hún fyrir heimili þar með föður sínum til 1957. Hún var handavinnukennari við barnaskólann í Ásgarði, Kjós, 1948-52. 1957-62 voru Elín og Haukur búsett í Reykjavík en árið 1962 tóku þau við búskap í Brekku og þar bjuggu þau til 2010. Síðustu árin átti Elín heimili á Blönduósi.

Elín hafði yndi af handavinnu. Hún unni tónlist, söng mörg ár í kirkjukór Þingeyrakirkju og tók einnig um tíma þátt í starfi samkórsins Glóðar. Sömuleiðis var hún félagi í kvenfélagi Sveinsstaðahrepps.
Útför Elínar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 11. ágúst 2016, klukkan 14.

Elín Sigríður Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi

  • HAH01193
  • Einstaklingur
  • 21.1.1914 - 31.8.2004

Elín Sigríður Jakobsdóttir fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði V-Hún. 21. jan. 1914. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Þórðarson, bóndi á Litla-Ósi og víðar í Miðfirði, f. 3. 11. 1860, d. 16. apr. 1924 og Helga Guðmundsdóttir, f. 13.12. 1877, d. 6.3. 1958. Systkini Elínar voru: Jónatan skólastjóri í Fljótshlíð, f. 1907, d. 1996, Marinó bóndi á Skáney í Borgarfirði, f. 1908, d. 1989, Guðrún húsmóðir í Hafnarfirði, f. 1910, d. 1974, Þuríður, f. 1912, d. 1914, Þuríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, d. 1997, og Benedikt verslunarmaður í Reykjavík, f. 1920, d. 2000.
Elín giftist 7. des. 1940 Halldóri Guðjónssyni, skólastjóra í Vestmannaeyjum, f. 30.4. 1895, d. 30. jan. 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Guðnason og Halldóra Halldórsdóttir, Smádalakoti í Flóa, Árn. Börn Elínar og Halldórs eru: 1) Ragnar Ingi tækniteiknari, f. 17. jan. 1941, d. 8. nóv. 1995, kvæntur Åse M. Sandal, f. 1942, í Noregi, þeirra börn, búsett í Noregi: a) Torbjørg Elín kennari, f. 1963, gift Dag Sverre Ekkje, börn þeirra Ina og Sigurd, og b) Halldór Ingi framkvæmdastjóri, f. 1965, kvæntur Anne Halldorsson, börn þeirra Sigrid, Øysten og Solveig. Ragnar og Åse skildu. Síðar eignaðist Ragnar börnin c) Lilju Dís, f. 1985 og d) Bjartmar, f. 1987 með Stellu Eiríksdóttur, f. 1960. 2) Halldóra Margrét námsráðgjafi, f. 15.12. 1942, gift Heiðari Þ. Hallgrímssyni, verkfr., f. 1939. Þeirra börn: a) Heiðrún Gréta, fiðluleikari, f. 1969, búsett í Þýskalandi, gift Wolfgang Dreier, barn þeirra, Kristjana, f. 2002, b) Þorkell líffræðingur, f. 1970, sambýliskona Arngerður Jónsdóttir, barn þeirra, Jón Heiðar, f. 2002, og c) Elín Hrund, f. 1977, viðskiptafræðingur á sviði ferðamála, búsett á Spáni, sambýlismaður Angel Martín Bernal.
Eftir fráfall föður hennar fluttist Elín til Ingibjargar móðursystur sinnar, húsfreyju á Aðalbreið í Austurárdal í Miðfirði, en 16 ára gömul fór hún með móður sinni og yngsta bróður til Reykjavíkur. Hún lærði matargerð hjá frú Ólsen í Garðastræti 9, en þar var bæði rekin gistiaðstaða og mötuneyti. Síðar vann hún m.a. í danska sendiráðinu. Árið 1938 fluttist Elín til Vestmannaeyja, en þá hafði hún kynnst mannsefni sínu, Halldóri Guðjónssyni skólastjóra. Þar bjuggu þau Halldór í sautján ár og þar fæddust börn þeirra. Er Halldór fór á eftirlaun árið 1955 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hóf Elín þá störf við verslun. Fyrst vann hún í Birkiturni við Birkimel, þá lengi í versluninni Liverpool á Laugavegi. Síðustu árin vann hún við matargerð í Vörðuskóla, en hætti störfum utan heimilis um sjötugt.
Útför Elínar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Elsa Eiríksson Schepler Guðjónsson (1924-2010)

  • HAH01203
  • Einstaklingur
  • 21.3.1924 - 28.11.2010

Dr. phil. h.c. Elsa E. Guðjónsson, MA, fyrrv. deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafns Íslands, fædd Elsa Ída Schepler Eiríksson 21. mars 1924. Hún andaðist 28. nóvember 2010.
Foreldrar: Elly Margrethe Eiríksson, f. Schepler, f. 1896 í Kaupmannahöfn, og Halldór Guðmundur Marías Eiríksson, stórkaupmaður og framkvæmdastjóri, f. 1889 á Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði, d. 1948.

Maki: Þór Guðjónsson, fiskifræðingur og fyrrv. veiðimálastjóri, f. 1917. Börn: Stefán Þór áfengisráðgjafi, f. 1946, Elsa Margrét, fatahönnuður, leikmyndateiknari og listmálari, f. 1949, og Kári Halldór, leikstjóri og leiklistarkennari, f. 1950.

Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942 fór Elsa vestur um haf og lauk BA-prófi í textíl- og búningafræðum, list- og listasögu frá University of Washington, Seattle, árið 1945. Meistaraprófsgráðu í sömu greinum, auk miðaldasögu frá sama skóla árið 1961. Elsa nam Íslandssögu við Háskóla Íslands 1953-1956. Hún starfaði sem sérfræðingur og safnvörður í Þjóðminjasafni Íslands frá 1963 en fastráðin 1968 og deildarstjóri textíl- og búningadeildar safnsins 1985 til starfsloka 1994. Elsa átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum varðandi málefni tengd textílum og búningasögu og vann mikið starf varðandi kynningu á þeim málum, jafnt hérlendis sem erlendis. Elsa var höfundur bóka og fjölmargra greina, ritgerða og bókarkafla, einkum um textíl- og búningasögu í íslenskum sem og erlendum tímaritum, fræði- og alfræðiritum, allt frá 1945. Höfundur útvarps- og sjónvarpsþátta. Fyrirlesari á ráðstefnum og þingum um textíl- og búningafræði, myndfræði og heimilis- og listiðnað innanlands og utan. Elsu hlotnuðust fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981. Kjörin félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1985. Hlaut verðlaun frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum í Svíþjóð 1987 og heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands árið 2000. Elsa var einnig útgefandi og má þar nefna lítið kver sem ber heitið Jólasveinarnir þrettán sem hún orti um á dönsku, íslensku og ensku og síðast en ekki síst með saumnál.
Útför Elsu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Erla Aðalsteinsdóttir (1929-2016)

  • HAH01207
  • Einstaklingur
  • 13.7.1929 - 15.8.2016

Erla Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Halldórsson tollvörður og Steinunn Þórarinsdóttir húsmóðir. Systur Erlu eru Áslaug, f. 28. júní 1934, og Brynhildur, f. 15. júní 1944. Þann 7. nóvember 1948 giftist Erla Snorra Bjarnasyni, f. 24. september 1925, d. 21. desember 2005, og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttust norður í Húnavatnssýslu árið 1961 þar sem þau byggðu bæinn Sturluhól. Þar ólu þau upp börnin sín fimm:

1) Sturlu, f. 28. mars 1956. Börn hans með fyrrverandi konu sinni, Helgu Magneu Magnúsdóttur, eru: Olga, f. 7. ágúst 1979, Erla, f. 13. apríl 1983, Tinna, f. 30. maí 1989, og Davíð, f. 25. apríl 1991. 2) Guðrúnu, f. 16. september 1960. Hún á soninn Guðmund Snorra, f. 9. mars 1981 með Benedikt Ástmari Guðmundssyni og börnin Hörpu, f. 17. janúar 1993, og Gauta, f. 5. maí 1995, með fyrrverandi manni sínum, Hreini Magnússyni. Guðrún er í sambúð með Árna Þór Hilmarssyni. 3) Aðalstein, f. 16. nóvember 1961. Dóttir hans með fyrrverandi konu sinni Dagnýju Bjarnadóttur er Dagrún, f. 29. desember 1989. Hann á synina Aðalstein Örn, f. 29. júní 1998, og Emil Örn, f. 1. febrúar 2002, með konu sinni Ingibjörgu Kjartansdóttur sem fyrir átti Hildi Björk Yeoman, f. 6. desember 1983, og Kjartan Örn Yeoman, f. 21. ágúst 1990. 4) Bjarna, f. 10. október 1965. Hann á dótturina Evu Björgu, f. 22. október 1995, með konu sinni Kristínu Lindu Steingrímsdóttur.

5) Steinunni, f. 10. maí 1972. Dóttir hennar og Jóhannesar Bergs er Rannveig Hlín, f. 1. september 1998. Með manni sínum Sævari Sverrissyni á Steinunn börnin Línu Rut, f. 4. desember 2009, og Snorra Þór, f. 16. febrúar 2011. Langömmubörnin eru fimm.
Árið 1981 fluttu Erla og Snorri á Blönduós og bjuggu þar þangað til Snorri lést. Síðustu árin bjó Erla í Keflavík og á Eir þar sem hún lést.
Útför Erlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15.

Friðrik Karlsson (1918-1989)

  • HAH011229
  • Einstaklingur
  • 28.9.1918 - 28.9.1989

Hann fæddist á Hvammstanga 28. sept. 1918. Foreldrar hans voru Karl Friðriksson brúarsmiður og f.k. hans, Guðrún Sigurðardóttir. Karl var sonur hjónanna Friðriks Björnssonar bónda í Bakkakoti í Víðidal og Elísabetar Jónsdóttur, bæði ættuð úr Húnaþingi. Guðrún var dóttir Sigurðar Halldórssonar síðasta bónda á Efri-Þverá og s.k. hans, Kristínar Þorsteinsdóttur, bæði ættuð sunnan úr Kjós. Guðrún kona Friðriks bjó manni sínum og börnum mjög hlýlegt og friðsælt heimil. Það kunni Friðrik vel að meta.
Börn þeirra eru tvö:
Sigríður Petra f. 31.8. 1949, jarðfræðingur, gift Bjarna Ásgeirssyni, lögfræðingi. Þau eiga tvö börn.
Karl Guðmundur f. 2.2. 1955, búnaðarhagfræðingur, kvæntur Hafdísi Rúnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, eiga þau eitt barn.

Þegar Friðrik var 7 ára fór hannað Víðidalsstungu til Jóhönnu Björnsdóttur, sem þá var orðin ekkja en fyrir búi með móður sinni var Óskar Teitsson. Víðidalstunga var mikið myndar- og menningarheimili og átti Friðrik góðar minningar frá veru sinni þar. Árið sem Friðrik fermdist fór hann frá Víðidalstungu, má segja að frá þeim degi sæi hann um sig sjálfur. Honum leið aldrei úr minni fermingardagurinn því þá átti hann ekki aura fyrir fermingartollinum. Fermingarvorið fór hann í brúarvinnu til föður síns og var þar fram á haust. Fékk hann þá kaup greitt í peningum. Fyrsta verk hans þegar hann kom á heimaslóðir um haustið varað greiða presti fermingartollinn, sem þá var fimmtán krónur. Þetta atvik beit sig svo fast í vitund Friðriks að hann steig á stokk og strengdi þess heit að verða efnalega sjálfstæður, treysta á sjálfan sigog standa í skilum með lögmætar greiðslur. Ég held að allir sem fylgst hafa með lífsferli Friðriks geti verið sammála um að frá þessum markmiðum kvikaði hann ekki, því traustari mann í öllum viðskiptum held ég að sé vandfundinn. Þó, sem betur fer finnist margir enn, sem virða þann gamla sið að "orð skulu standa".

Friðrik naut ekki langrar skólagöngu - aðeins nokkra mánuði í barnaskóla. Snemma fór Friðrik að dreyma um það að verða bóndi. Eiga nokkur hundruð fallegar ær, góða jörð, vel í sveit setta og um fram allt að hafa arð af búinu og síðast en ekki síst að eignast góða konu, sem skapaði fjölskyldunni gott og hlýlegt heimili. Með þessi áform lagði hann út í lífið. Um þessar mundir var mikil fjárhags kreppa í landinu. Peningar sáust varla í höndum bænda. Til viðbótar þessu erfiða ástandi kom upp skæð pest í sauðfé landsmanna, svonefnd mæðiveiki, sem lagði mörg sauðfjárbú í rúst. Aðstæður til að byrja búskap voru því ekkert glæsilegar. Vann Friðrik því áfram á sumrin við brúarsmíðar hjá föður sínum fram um 1940, en að vetrinum oftast í heimasveit sinni, Víðidalnum, við fjárhirðingu og annað sem til féll.

Nú urðu kaflaskil í lífi Friðriks. Hann sest að í Reykjavík og stundar byggingarvinnu næstu árin. Haustið 1942 kemur Friðrik norður í Víðidal um réttaleytið. Þá áttihann allvæna peningafúlgu eða ríflega hálft jarðarverð. Þá kaupir hann Hrísa fyrir átján þúsund krónur, sem þá þótti allhátt verð. Hrísar er landmikil jörð og landkostajörð til sauðfjárbúskapar. Hrísar voru ekki á þeim tíma talin hlunnindajörð en hún átti land að Fitjá á sjötta km á lengd. Kerfossar voru ekki laxgengir fyrr en þar var gerður laxastigi rétt fyrir 1940. Friðrik var þess strax fullviss að Fitjá yrði góð laxveiðiá þegar laxinn fengi aðstöðu til hrygningar ofar í ánni og það kom á daginn að sú spá reyndist rétt. Nú eru Hrísar í hærri kantinum með veiðileigu jarða á vatnasvæðinu. Um leið og Friðrik keypti Hrísa, leigði hann jörðina frænda sínum Jóni Lofti Jónssyni. Eftirgjald var í kindafóðrum og umhirðu hrossa. Hefur sá samningur að grunni til gilt fram að þessu, þó nú búi þar afkomendur konu Jóns, Friðbjargar Ísaksdóttur, og eiga hluta af jörðinni.

Nú voru draumar Friðriks að byrja að rætast. Hann átti jörð í Víðidal. Nokkra tugi kinda, fáein hross og gat dvalist á sinni eigin jörð þegar frí gáfust.

Árið 1944 kvæntist Fiðrik Guðrúnu Pétursdóttur ættaðri úr Dýrafirði, mikilli ágætiskonu, sem hann mat mikils, enda er Guðrún sannkölluð húsmóðir. Skömmu fyrir jól 1947 flytja þau hjón í nýja íbúð við Mávahlíð 39, þar hafa þau búið síðan. Árin líða og Friðrik vinnur ýmis störf, aðallega við smíðar. En árið 1963 er hafist handa við byggingu Læknahússins Domus Medica. Við þær framkvæmdir var Friðrik ráðinn byggingarstjóri. Hann sá um allar fjárreiður, efnisútvegun, mannaráðningar og allt sem að byggingunni laut. Þessu verkefni skilaði hann með þeim sóma að hann var ráðinn framkvæmdastjóri hússins þegar rekstur þess hófst. Hélt hann því starfi til æviloka. Þá var Friðrik í fararbroddi í Hún vetningafélaginu í Reykjavík og formaður þess í áraraðir. Einnig starfaði Friðrik í bridsfélögum og var formaður Bridsfélags Íslands í nokkur ár. Aðrir munu minnast þessara starfa Friðriks. Fyrstu skref Friðriks í félagsmálum voru í ungmennafélaginu Víði. Hann fór snemma að taka þátt í umræðum á fundum félagsins, einnig í fót boltaæfingum ef hann var heima að vorinu. Fljótlega eftir að Friðrik eignaðist Hrísa tók hann virkan þátt í veiðifélaginu, sat í stjórn þess í mörg ár. Hann mælti á nær öllum fundum þess og flutti þar oft athyglisverðar upplýsingar og at hugasemdir. Einnig vann hann mjög þarft verk er hann gerði ýtarlega skrá um veiði og veiðistaði í Víðidalsá og Fitjá. Þá gekkst hann fyrir stofnun Landeigendafélags Fitjár og var formaður þess, þar tilí sumar að hann baðst undan endurkjöri þegar ljóst var að hverju stefndi með heilsuna. Var sá fundur haldinn í sumarbústað þeirra hjónaí Hrísum eins og svo oft áður við rausnarlegar móttökur húsfreyjunnar. Enginn vafi er á því að með tilkomu þessa félags og starfs Friðriks þar fékkst réttlátara mat á ánum en áður var. Eftir að Friðrik eignaðist Hrísa hófst hann fljótlega handa bæði í ræktun og byggingum. Einnig kom hann á stað bleikju eldi í vatni skammt suður og uppfrá Hrísum, virðist það hafa lánast vel. Þá byggðu þau hjón mjög notalegan sumarbústað innan túns í Hrísum sem mikið hefur verið notaður af fjölskyldunni.

Garðar Pálsson Þormar (1920-2007)

  • HAH01233
  • Einstaklingur
  • 27.11.1920 - 5.7.2007

Garðar Pálsson Þormar fæddist í Neskaupstað 27. nóvember 1920. Hann andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru frú Sigfríður Konráðsdóttir Þormar, f. 4.9. 1889, d. 25.1. 1985 og Páll Guttormsson Þormar kaupmaður, f. 27.5. 1884, d. 1.5. 1948. Systkini Garðars eru Konráð Þormar, f. 1913, Geir, f. 1917, Þór, f. 1922, og Sigríður f. 1924, sem öll eru látin og Kári f. 1929, búsettur í Hafnarfirði, Einnig átti Garðar þrjú fóstursystkini, Sigfríði Jónu Þorláksdóttur, Guðlaugu Jóhannsdóttur, og Ásgeir Ásgeirsson, sem öll eru látin. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1937.
Garðar kvæntist, 20. maí 1944, Ingunni Kristinsdóttur Þormar, f. 21.11. 1921. Foreldrar hennar voru Kristinn Ingvarsson organisti, f. 27.6. 1898, d. 1965 og Guðrún Helga Sigurðardóttir, f. 30.9. 1901, d. 2.11. 1994. Börn Garðars og Ingunnar eru: Sigfús Þormar, f. 1944, kvæntur Sigríði Svövu Kristinsdóttur, f. 1948, d. 2005, Sigríður Þormar, f. 1945, f.m. Einar Tryggvason, f. 1942, Páll Þormar, f. 1947, kvæntur Angelu Ragnarsdóttur, f. 1950, Sigfríð Þormar, f. 1950, gift Jóni Péturssyni, f. 1950, Kristinn Þormar, f. 1954, kvæntur Jónu Samúelsdóttur, f. 1955, og Guðrún Helga Þormar, f. 1958, d. 2004. Barnabörn eru 22 og barnabarnabörn eru 33.
Garðar var bifreiðastjóri og sjómaður og síðustu 20 ár starfsævi sinnar starfaði hann hjá Landsvirkjun í hinum ýmsu virkjunum.
Garðar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Geir Hallgrímsson (1925-1990)

  • HAH01235
  • Einstaklingur
  • 16.12.1925 - 1.9.1990

Geir Hallgrímsson (16. desember 1925 í Reykjavík – 1. september 1990 í Reykjavík) var íslenskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra.

Hann var sonur Hallgríms Benediktssonar, stórkaupmanns og alþingismanns, og Áslaugar Geirsdóttur Zoëga. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1948. Á háskólaárunum var hann formaður Stúdentaráðs. Hann var formaður Heimdallar 1952-1954 og Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957-1959. Hann stundaði síðan framhaldsnám í lögfræði og hagfræði við Harvard-háskóla.

Geir rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1951-1959 og var jafnframt forstjóri H. Benediktsson & Co. 1955-1959.

Geir var borgarstjóri í Reykjavík frá 19. nóvember 1959 til 1. desember 1972, fyrst með Auði Auðuns en einn frá 6. október 1960. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1971 og endurkjörinn 1973 en varð formaður flokksins haustið 1973 er Jóhann Hafstein varð að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum. Meðan Geir sat sem borgarstjóri voru verklegar framkvæmdir miklar, t.d. voru vel flestar götur Reykjavíkur malbikaðar í borgarstjóratíð hans.

Geir var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1971 og varð forsætisráðherra 28. ágúst 1974 og gegndi þeirri stöðu fram til 1978. Hann var þingmaður til 1983. Það ár lét hann af formennsku Sjálfstæðisflokksins. Hann var utanríkisráðherra 1983-1986 en gegndi upp frá því stöðu bankastjóra í Seðlabankanum til dauðadags 1. september 1990.

Gestheiður Jónsdóttir (1919-2010)

  • HAH01238
  • Einstaklingur
  • 28.2.1919 - 6.11.2010

Gestheiður Jónsdóttir fæddist á Stekkjarflötum í Skagafirði 28. febrúar 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson, bóndi, f. 17. mars. 1877 á Miklabæ í Blönduhlíð, d. 3. september 1960, og Soffía Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 12 júní 1891 á Höfðahólum á Skagaströnd, d. 27. maí 1959. Systkini Gestheiðar voru: Sigurlaug Jónína, f. 26. janúar 1900, d. 12. febrúar 1900. Ingibjörg, húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 21. október 1956. Jón, bóndi, f. 28. ágúst 1917, d. 11. apríl 1983. Guðrún, húsfreyja, f. 5. maí 1920. Jónatan, húsasmíðameistari, f. 23. apríl 1923, d. 24. janúar 1980, og Sæunn, húsfreyja, f. 22. október 1924, d. 28. maí 1997.

Gestheiður ólst upp á Hofi í Vesturdal í Skagafirði. Hún giftist Páli Ólafssyni Reykdal Jóhannessyni, sjómanni og húsverði, f. 20. ágúst 1907, d. 29. janúar 1989. Foreldrar hans voru Jóhannes Pálsson, skósmiður og sjómaður, f. 23. maí 1878 að Ófeigsstöðum í Köldukinn, d. 9. mars 1972, og Helga Þorbergsdóttir, húsfreyja, f. 30. apríl 1884 á Dúki í Sæmundarhlíð, d. 30. september 1970.

Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Gestheiður og Páll í Kópavogi en fluttust svo norður á Skagaströnd. Þau eignuðust 5 börn saman. Þau eru Jóhanna Sigríður Eikaas, f. 26. júní 1949, maki hennar er Leif Magne Eikaas þau eiga Heídí Maríe, Paal Magne og Kim Ola. Stúlka, f. 1950, lést á fyrsta ári. Jóhannes, f. 31. maí 1951, d. 23. nóvember 1986, maki hans var Anna Margrét Kristjánsdóttir, þau eiga Pál, Gestheiði Fjólu og Helgu Björk. Snorri, f. 8. júní 1953, lést á fyrsta ári. Jón Grímkell, f. 27. desember 1955, maki hans var Ástríður Björg Bjarnadóttir, þau eiga Hörð Bjarna og Hauk Emil.

Útför Gestheiðar fór fram frá Fossvogskapellu 12. nóvember 2010.

Gestur Aðalgeir Pálsson (1925-2013)

  • HAH01239
  • Einstaklingur
  • 13.8.1925

Gestur Aðalgeir Pálsson fæddist á Grund á Jökuldal 13. ágúst 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. maí 2013.
Foreldrar hans voru Páll Vigfússon, f. 27.10. 1889, d. 21.4. 1961, frá Hnefilsdal og kona hans María Ingibjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal, f. 4.8. 1887, d. 7.10. 1929. Alsystkini Gests voru: Arnfríður, f. 29.5. 1919, d. 31.1. 1998, Vigfús Agnar, f. 29.8. 1920, d. 5.4. 2011 Ragnheiður, f. 7.11. 1922, d. 19.2. 1999. Stefán Arnþór, f. 3.12. 1923, d. 2.4. 2001 og Þórólfur, f. 6.12. 1926. María lést frá ungum börnum þeirra Páls, en með seinni konu sinni Margréti Sigríði Benediktsdóttur frá Reyðarfirði, eignaðist hann Huldu, f. 2.3. 1932, d. 5.1. 1987, Erlu, f. 10.2. 1933, Unni, f. 12.8. 1935, d. 8.6. 2000, Garðar, f. 10.1. 1942, d. 12.11. 1995, Sævar, f. 16.8. 1943 og Öldu, f. 24.1. 1946.

Gestur giftist Kristínu Halldórsdóttir frá Bergsstöðum í Svartárdal 1963, f. 4.7. 1927, d. 8.10. 2007. Foreldrar hennar voru Halldór Jóhannsson frá Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði, f. 20.7. 1895, d. 5.3. 1982, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Leifsstöðum í Svartárdal, f. 19.7. 1900, d. 26.10. 1984. Fyrir átti Gestur: Eddu Skagfjörð, f. 3.2. 1952, móðir hennar var Elísabet Jakobsdóttir, f. 18.12. 1912, d. 6.11. 1992. Maki Eddu er Tryggvi Harðarson, f. 30.6. 1954. Dætur Eddu eru Eva Björg Eggertsdóttir, f. 8.6. 1973, hún á þrjú börn og Elísabet Eggertsdóttir, f. 14.5. 1979, hún á fjögur börn en eitt þeirra er látið. Börn Gests og Kristínar eru: 1) Guðrún Halldóra, f. 30.9. 1963, hennar maður er Sveinn Kjartansson, f. 10.3. 1963, börn: Kjartan, Hilma Kristín og Gestur. 2) María Páley, f. 30.10. 1965, hennar maður er Vignir Smári Maríasson, f. 29.4. 1965, börn: Aðalgeir Gestur, Hrannar Már, hann á einn son, Elísabet Páley. 3) Aðalgeir Bjarki, f. 6.10. 1967, eiginkona hans er Brynja Guðnadóttir, f. 15.12. 1964, hennar börn og fósturbörn Aðalgeirs Bjarka eru: Berglind Magnúsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, hún á tvö börn, Anna María Friðriksdóttir, Guðni Leifur Friðriksson og Stefán Jón Friðriksson. Dóttir Kristínar og fósturdóttir Gests: Bergljót Sigvaldadóttir, f. 1.11. 1954, maki Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, f. 25.4. 1953, börn: Hallgrímur Magnús, hann á tvo börn, Kristín Hildur, hún á fimm börn, Gunnar Sveinn, hann á einn son og Bergþór Snær.

Gestur var heima við bústörf hjá föður sínum fram yfir tvítugt, þá flutti hann til Akureyrar og fór að vinna ýmis störf, var hann lengst af hjá Vegagerðinni í brúarvinnu. 1963 hófu þau Kristín sambúð á Akureyri og voru þar til 1965 er þau tóku við sem húsverðir í Húnaveri og hófu búskap þar og á Bergsstöðum. Að Bergsstöðum fluttu þau 1974 og bjuggu þar til ársins 1989 þegar þau tóku aftur við húsvörslu í Húnaveri. Fluttu síðan til Blönduóss 1992 og bjuggu þar í sex ár. 1998 fluttu þau til Reykjavíkur og síðar í Kópavog. Kristín andaðist í október 2007. Gestur hélt heimili allt þar til hann fór á Hjúkrunarheimilið Grund í febrúar síðastliðnum.

Útför Gests verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 23. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Guðlaug Matthíasdóttir (1910-1999)

  • HAH01269
  • Einstaklingur
  • 17.8.1910 - 22.7.1999

Guðlaug Matthíasdóttir fæddist í Skarði í Gnúpverjahreppi 17. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 3. sept. 1878 í Glóru í Gnúpverjahreppi, d. 28. ágúst 1955, og Matthíasar Jónssonar, f. 7. nóv. 1875 í Skarði, d. 17. des. 1952. Systkini Guðlaugar voru: 1) Jóhanna, f. 26. apríl 1905, d. 20. júní 1906. 2) Bjarni, f. 10. apríl 1907, d. 21. apríl 1983. 3) Haraldur, f. 16. mars 1908. 4) Steinunn, f. 8. okt. 1912, d. 6. febrúar 1990. 5) Kristrún, f. 22. sept. 1923. Uppeldisbróðir þeirra systkina var Jóhann Snjólfsson, f. 31. des. 1927, d. 22. sept. 1985.

Hinn 25. maí 1945 giftist Guðlaug Guðjóni Kristni Guðbrandssyni frá Kaldbak í Hrunamannahreppi, f. 4. mars 1900, d. 22. apríl 1994. Þau hófu búskap í Hörgsholti í sömu sveit og fluttust 1948 að Bjargi þar sem þau bjuggu allt til ársins 1990. Bróðursonur Guðjóns, Guðbrandur og kona hans Sigrún fluttu til þeirra að Bjargi 1957 og tóku þau alfarið við búinu af Guðjóni og Guðlaugu árið 1971. Síðustu ár ævi sinnar bjó Guðlaug í íbúð aldraðra á Flúðum.

Útför Guðlaugar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Guðmann Einar Magnússon (1913-2000)

  • HAH01272
  • Einstaklingur
  • 9.12.1913 - 22.11.2000

Guðmann Einar Magnússon fæddist á Skúfi í Norðurárdal 9. desember 1913. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Einarsdóttir, f. 10.8. 1879, d. 17.10. 1971 frá Hafurstaðakoti á Skagaströnd og Magnús Steingrímsson, f. 3.4. 1988, d. 25.7. 1951 frá Njálsstöðum á Skagaströnd. Systkini Guðmanns eru: Steingrímur, f. 15.6. 1908, d. 13.3. 1975, bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal; María Karólína, f. 22.11. 1909, ljósmóðir á Sauðárkróki, nú búsett í Hafnarfirði; Sigurður, f. 4.12. 1910, d. 16.12. 1997, verkstjóri á Sauðárkróki; Guðmundur Bergmann, f. 23.7. 1919, bóndi á Vindhæli og Páll Bergmann, f. 4.12. 1921, bóndi á Vindhæli.
Guðmann Einar ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á ýmsum bæjum í Vindhælishreppi, en lengst af bjuggu þau á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. Guðmann hóf búskap með foreldrum sínum á Sæunnarstöðum í Hallárdal og þar bjó hann með þeim í félagi við bræður sína þá Guðmund og Pál til ársins 1944, þegar hann festi kaup á jörðinni Vindhæli á Skagaströnd. Að Vindhæli flutti Guðmann ásamt fjölskyldu sinni árið 1944 og bjó þar ásamt bræðrum sínum allt til ársins 1992.
Á yngri árum sat Guðmann í stjórn Kaupfélags Skagstrendinga og hreppsnefnd Vindhælishrepps.
Eiginkona Guðmanns er María Ólafsdóttir, f. 27.11. 1931, frá Stekkadal í Rauðasandshreppi, dóttir hjónanna Önnu Guðrúnar Torfadóttur, f. 6.12. 1894, d. 21.3. 1965 frá Kollsvík, Rauðasandshreppi, og Ólafs H. Torfasonar, f. 27.9. 1891, d. 25.5. 1936, frá Stekkadal í Rauðasandshreppi.
Guðmann og María eiga sex börn, sem eru: 1) Guðrún Karólína, f. 11.5. 1953, framkvæmdastjóri á Ísafirði, í sambúð með Bjarna Jóhannssyni, þau eiga tvær dætur, Sigrúnu Maríu, f. 8.10. 1975, í sambúð með Gísla Einari Árnasyni og Jóhönnu Bryndísi, f. 25.4. 1980, í sambúð með Jóhanni Hauki Hafstein. 2) Anna Kristín, f. 17.4. 1955, deildarstjóri í Reykjavík, í sambúð með Sigurði Halldórssyni. Anna á tvær dætur með Erni Ragnarssyni, Maríu Guðrúnu, f. 23.11. 1976, í sambúð með Bergþóri Ottóssyni og Ásdísi Ýri, f. 27.4. 1981. 3) Einar Páll, f. 9.6. 1956, smiður á Sauðárkróki, eiginkona hans er Ingibjörg R. Ragnarsdóttir, þau eiga þrjár dætur Lilju Guðrúnu, f. 14.4. 1979, í sambúð með Sverri Hákonarsyni, Margréti Huld, f. 7.3. 1983, og Hörpu Lind, f. 7.11. 1995. 4) Ólafur Bergmann, f. 7.1. 1959, starfsmaður Brunna hf., búsettur í Kópavogi, hann á þrjú börn með Helgu Káradóttur, Lindu, f. 25.10. 1978, í sambúð með Jóhanni Barkarsyni, þau eiga eina dóttur Anítu Ósk, Bjarka, f. 5.1. 1982, d. 16.6. 1982 og Kolbrúnu Evu, f. 24.8. 1983. 5) Magnús Bergmann, f. 27.7. 1961, starfsmaður Skagstrendings hf. og bóndi á Vindhæli, Skagaströnd. Eiginkona hans er Erna Högnadóttir, þau eiga fjögur börn Rögnu Hrafnhildi, f. 28.10. 1981, í sambúð með Jónasi Þorvaldssyni, þau eiga eina dóttur, Maríu Jónu, Önnu Maríu, f. 5.11. 1985, Magnús Jens, f. 1.9. 1995, og Guðmann Einar, f. 22.8. 1998. 6) Halldóra Sigrún, f. 8.11. 1972, röntgentæknir Reykjavík, í sambúð með Ísleifi Jakobssyni.
Guðmann Einar Magnússon verður jarðsunginn frá Höskuldsstaðakirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Gunnar Hermann Grímsson (1907-2003)

  • HAH01348
  • Einstaklingur
  • 9.2.1907 - 11.9.2003

Gunnar Hermann Grímsson var fæddur að Húsavík við Steingrímsfjörð 9. febrúar 1907. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 11. september.
Gunnar stundaði nám í unglingaskóla að Heydalsá, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyrarskóla 1927, stundaði sjálfsnám og naut einkakennslu í bókfærslu og viðskiptagreinum. Hann var kennari að Heydalsá 1928-1932 og sýsluskrifari á Borðeyri 1933. Hann var bankaritari á Eskifirði 1934-1937, kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1937 til 1955, kennari við Samvinnuskólann á Bifröst 1955-1962. Hann flutti til Reykjavíkur 1962 og gerðist fulltrúi og síðar starfsmannastjóri SÍS og gegndi því starfi til 1975, en lét þá af föstu starfi og gerðist skjala- og bókavörður SÍS til starfsloka.

Gunnar tók mikinn þátt í félagsmálum, var formaður Ungmennasambands Strandamanna, í stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar og formaður Framsóknarfélags Strandamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd á Eskifirði og Höfðakaupstað, sat í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu 1939-
1955, var formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi 1961-1962. Sat lengi í miðstjórn Framsóknarflokksins, var endurskoðandi KRON frá 1968 um nokkur ár.
Útför Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sesilía Guðmundsdóttir (1905-1994)

  • HAH01172
  • Einstaklingur
  • 31.5.1905 - 21.1.1994

Eðvald Halldórsson var fæddur á Hrísum í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 15. janúar 1903. Hann lést á Hvammstanga 24. september 1994. Foreldrar hans voru Halldór Ólafsson frá Litlufellsöxl í Borgarfirði og Sigríður Jóhannsdóttir í Hrísum. Hann lærði bæði söðlasmíði og bátasmíði. Sesilía Guðmundsdóttir var fædd á Gnýstöðum á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 31. desember 1905. Hún lést á Hvammstanga 21. janúar 1994. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi og síðari kona hans Marsibil Árnadóttir frá Stöpum. Eðvald og Sesilía gengu í hjónaband 2. janúar 1930 og eignuðust þau sex börn: Guðmund, Maríu Erlu, Marsibil Sigríði, Ársæl, d. 18. nóvember 1953, Sólborgu Dóru og Sigurlínu, d. 13. ágúst 1965. Barnabörnin eru 14 og afkomendur eru alls 60. Útför Eðvalds fer fram frá Hvammstangakirkju í dag 8 okt 1994.

Þorbjörg Magnúsdóttir (1921-2001 Sveinsstöðum

  • HAH02132
  • Einstaklingur
  • 5.1.1921 - 4.1.2001

Þorbjörg Helga Magnúsdóttir frá Sveinsstöðum A-Hún., Hnitbjörgum, Blönduósi, fæddist á Sveinsstöðum 5. janúar 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 4. janúar síðastliðinn. Þorbjörg ólst upp á Sveinsstöðum hjá foreldrum sínum og lauk hefðbundnu barnaskólanámi. Hún vann að hefðbundnum bústörfum á Sveinsstöðum, fyrst hjá foreldrum sínum og síðar hjá Ólafi bróður sínum og konu hans, Hallberu Eiríksdóttur. 1980 flutti hún í Hnitbjörg á Blönduósi og bjó þar fram til þess að hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, þar sem hún lést.
Útför Þorbjargar fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Olga Steingrímsdóttir (1922-2010) Svalbarða á Blönduósi

  • HAH01060
  • Einstaklingur
  • 16. 9. 1922 - 15. 4. 2010

Árdís Olga Steingrímsdóttir fæddist á Blönduósi 16. september 1922. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi hinn 15. apríl síðastliðinn.

Útför Olgu fór fram í Seljakirkju 23. apríl 2010.

Guðlaugur Húnfjörð Einarsson (1951-1990) Blönduósi

  • HAH01271
  • Einstaklingur
  • 6.2.1951 - 20.11.1990

Guðlaugur Einarsson fæddist 6. febrúar 1951 á Blönduósi, sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Einars H. Guðlaugssonar, hann var þriðji í röð fimm systkina. Gulli ólst upp á afar gestrisnu og líflegu heimili foreldra sinna og bar hann þeirra merki alla tíð, skemmtilegur heim að sækja og alls staðar velkominn.

Hann fluttist til Reykjavíkur 16 ára gamall og bjó um tíma hjá undirritaðri og fjölskyldu. Milli okkar myndaðist slíkt tryggðaband að aldrei rofnaði og gekk ég ósjaldan undir sæmdarheitinu fóstra.

Gulli var haldinn ótrúlegri lífsgleði, manngæsku og allt er laut að listum var hans heimur. Hann vann töluvert í Þjóðleikhúsinu sem leiddi til þess að honum var boðið að starfa við leikhús í Lübeck í Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á listdans. Einnig fékkst hann við leik- og söngnám. Síðar lá leiðin til Dusseldorf og enn lá leiðin upp á við í listinni. Árin í þessu landi voru honum svo dýrmæt að hann fór þangað 1989, þá orðinn sjúkur, til að kveðja góðan vin í hinsta sinn.

Í Dusseldorf kynntist Gulli bandarískri konu, Cardi að nafni, þau fluttust til Bandaríkjanna og giftu sig þar 1. mars 1980. Þau slitu síðar samvistir.

Þrátt fyrir að flest væri stórbrotið við Gulla og hann gengi með ofurkrafti í allt sem honum fannst skipta máli þá verður það alltaf ofan á hve mikill hagyrðingur hann var. Þó hann dveldist 18 ár í öðrumlöndum þá tvinnaði hann saman ljóðlínur með ýmsum bragarháttum sem honum einum var lagið, lét sigekki muna um að senda heilu ljóða bréfin í bundnu máli með fréttum af sér og líðandi stundu.

Nú hefur ljóðabókin hans lokast, hún inniheldur svo mikið og heldur merki þessa góða drengs hátt á loft vegna hugsjóna, mannelsku, víðsýni og þroska, samt fannst honum hann eiga eftir að rita svo margt í bókina sína því að hannhafði af svo miklu að miðla.

Holti Líndal (1939-2013) Holtastöðum

  • HAH01384
  • Einstaklingur
  • 20.11.1939 - 27.5.2013

Haraldur Holti Líndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, 20. nóvember 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 27. maí 2013.
Holti ólst upp og vann á búi foreldra sinna þar til hann keypti jörð og bú 1964, hann helgaði Holtastöðum allt sitt ævistarf. Holti stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1958. Holti tók virkan þátt í ungmennafélagsstarfi USAH á yngri árum. Holti var virkur þátttakandi í skógræktarstarfi A-Hún. og var hann um árabil í stjórn Skógræktarfélags A-Hún. Einnig var Holti í Áfengisvarnarnefnd A-Hún. til margra ára. Auk þess tók hann við af föður sínum sem meðhjálpari við Holtastaðakirkju og var meðhjálpari fram til þessa dags. Útför Holta fer fram frá Holtastaðakirkju í dag, 1. júní 2013, og hefst athöfnin klukkan 14.

Helga Lárusdóttir (1922-2016) Helgafell Blönduósi

  • HAH01416
  • Einstaklingur
  • 14.4.1922 - 26.9.2016

Helga Sigríður fæddist 14. apríl 1922 á Hvammstanga. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 26. september 2016.
Helga ólst upp í Grímstungu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi. Flutti síðan suður til Reykjavíkur og kynntist Jóni Helga, manni sínum. Þau byrjuðu sinn búskap á Blönduósi og byggðu þar hús. Vorið 1950 fluttu þau að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi með tvö elstu börnin og það þriðja rétt ófætt. Þar bættist fjórða barnið einnig við. Árið 1952 fluttu þau að Meðalheimi í torfbæ, eignuðust þar tvö börn og byggðu íbúðarhús, fjárhús, fjós og hlöðu. 1958 veikjast þau bæði og fluttu í Garðahrepp. Vorið 1964 tóku þau sig upp og leigðu jörðina Þórormstungu í Vatnsdal, bjuggu þar fyrst í torfbæ en síðar var byggt nýtt íbúðarhús. 1976 hætta þau búskap og byggja sér hús á Blönduósi. Helga vann hjá Pólarprjóni og síðar við Heilbrigðisstofnunina. 2008 flutti Helga á Heilbrigðisstofnunina.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 11. október 2016, kl. 14.

Jón Tryggvason (1917-2007) Ártúnum

  • HAH01593
  • Einstaklingur
  • 28.3.1917 - 7.3.2007

Jón Tryggvason, Ártúnum, var fæddur í Finnstungu 28. mars 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 7. mars 2007. Útför Jóns Tryggvasonar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 17. mars, kl. 13.30. Jón átti sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps frá 1946, var oddviti hreppsins 1961–82 og sat í sýslunefnd 1961–88. Hann var mikill áhugamaður um söng og tónlistarmál, var söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1952–87 og organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju 1945–91. Þá sat Jón í ýmsum stjórnum og nefndum og hlaut viðurkenningar fyrir þátt sinn að söng- og félagsmálum þ.ám. hina íslensku fálkaorðu. Í framhaldi af hefðbundnu skólanámi þeirra tíma fór Jón vetrarlangt til náms í Íþróttaskólanum í Haukadal 1935–36 og 1937 lauk hann búfræðinámi frá Hólaskóla.
Jarðsett verður í Bólstaðarhlíðarkirkjugarði.

Kristín Hjálmsdóttir (1925-1988)

  • HAH01666
  • Einstaklingur
  • 5.10.1925 - 4.5.1988

Húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal, Áshreppi, A-Hún. Hún varfædd að Hofsstöðum í Stafholtstungum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur vegna heilsubrests foreldra hennar, sem var svo alvarlegur að þau voru bæði látin innan tveggja ára. Kristín var elst af systrunum og kom þá í hennar hlut að taka á sig ábyrgðina og annast systkini sín sem voru sex. Við þetta bættist að ein systirin veiktist af mænuveiki og lamaðist. Segir sig sjálft þvílík þrekraun þetta var fyrir Kristínu sem var þá rétt um tvítugt. Hún starfaði lengi í Kvenfélagi Vatnsdæla. Þar sem annars staðar kom fram dugnaður og ósérhlífni Kristínar. Oft mætti hún ein snemma morguns í kaffi skúrinn okkar við Undirfellsrétt, þó heima væri fjöldi gesta. Þegar safnið af vesturheiðinni var komið í rétt stóð hún við hlið bónda síns og dró fé í dilk. Þannig var Kristín, hún hljóp í verkin þar sem mest lá á, hvort sem það var úti eða inni. Hún hlífði sér ekki hvar sem húnvar. Heimili hennar bar göggt vitni um myndarskap, reglusemi og gestrisni. Kristín og Gestur giftu sig í Sunnuhlíð árið 1954. Þau bjuggu þar í nokkur ár eða þar til þau keyptu hluta Kornsár, sem er ein af bestu og fallegustu jörðum í Vatnsdal. Kornsá byggðu þau upp. Fyrst peningshús og síðan vandað tveggja íbúða einbýlishús, en Birgir sonur þeirra og Þórunn kona hans eiga stærri íbúðina. Þau hafa búið þar stækkandi búi síðustuárin, en Kristín og Gestur drógu saman seglin.

Kristín Þorsteinsdóttir (1924-2004) frá Eyjólfsstöðum

  • HAH01676
  • Einstaklingur
  • 22.9.1924 - 14.1.2004

Kristín Þorsteinsdóttir fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 22. september 1924. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 14. janúar síðastliðinn. Þau Guðlaugur og Kristín ráku matvöruverslun í Reykjavík um langt árabil, fyrst á Hofsvallagötu 16 og síðan í Tindaseli 3. Eftir að þau hættu sjálf verslunarrekstri um 1986 vann Kristín áfram við verslunarstörf.
Kristín hafði yndi af ferðalögum innanlands og utan. Útför Kristínar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Steinunn Berndsen (1925-2002) frá Blönduósi

  • HAH02044
  • Einstaklingur
  • 20.11.1925 - 5.1.2002

Steinunn Herdís Berndsen fæddist á Blönduósi 20. nóvember 1925. Á sínum yngri árum tók Steinunn Herdís þátt í margs konar félagsstörfum. Útför Steinunnar Herdísar verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15.

Heiðrún Guðlaugsdóttir (1922-2015) frá Þverá

  • HAH01111
  • Einstaklingur
  • 5.11.1922 - 25.2.2015

Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir fæddist á Þverá, Norðurárdal, Vindhælishreppi, Austur-Húnavatnssýslu 5. nóvember 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ 25. febrúar 2015.
Heiðrún fæddist og ólst upp á Þverá í Norðurárdal, Austur-Húnavatnssýslu, þar sem nú kallast Þverárfjall. Frá unglingsaldri var hún í vinnumennsku á vetrum og sinnti bústörfum á Þverá á sumrin. Hún fór til starfa á Reykjanesi og kynntist þar manni sínum, Katli Jónssyni frá Hvammi í Höfnum.
Tæplega sextug að aldri byggðu þau sér heimili í Heiðarbóli 57. Þegar heilsu Ketils hrakaði sinnti Heiðrún honum af mikilli natni, þá sjálf á áttræðisaldri. Ketill lést árið 2001.
Þau settust að í Keflavík og bjuggu lengi vel í Sóltúni 3. Heiðrún var mikil hannyrðakona og eftir hana liggur mikið af fallegum munum, sem bera handbragði hennar gott vitni. Hún prjónaði og saumaði, málaði í silki og postulín og mótaði nytjamuni úr leir. Heiðrún var heilsuhraust fram á síðustu ár og hélt heimili þar til hún var komin hátt á níræðisaldur. Dvaldi um tíma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðustu tvö árin á Hlévangi.
Útför Heiðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. mars 2015, kl. 13.

Sigurbjörg Angantýsdóttir (1940-1997) frá Fjallsminni á Skagaströnd

  • HAH01927
  • Einstaklingur
  • 3.2.1940 - 10.9.1997

Sigurbjörg Angantýsdóttir fæddist á Mallandi á Skaga 3. febrúar 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 10. september síðastliðinn. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Anna Helgadóttir (1924-2012) Uppsölum

  • HAH01029
  • Einstaklingur
  • 13.11.1924 - 10.4.2012

Anna Marta Helgadóttir fæddist í Tröð í Kollsvík við Patreksfjörð 13. nóvember 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 10. apríl sl.
Anna fór til náms í Kvennaskólann á Blönduósi 1945-1946, þar kynntist hún manni sínum Ingþóri en hann hafði keypt jörðina Uppsali í Sveinsstaðahreppi ásamt foreldrum sínum 1943. Í ágúst 1946 flytur Anna í Uppsali til Ingþórs og stunduðu þau hefðbundinn búskap, fyrst í félagi við foreldra Ingþórs en keyptu svo alla jörðina þegar Sigurður faðir hans lést og bjuggu þar meðan heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu árin dvaldi hún á Hnitbjörgum dvalarheimili og Heilbrigðisstofnun Blönduóss. Meðfram húsmóðurstörfum og uppeldi stórs barnahóps var Anna virkur meðlimur í Kvenfélagi Sveinsstaðahrepps og í Kór Þingeyrakirkju.
Útför hennar fer fram frá Þingeyrakirkju laugardaginn 14. apríl 2012 og hefst athöfnin kl. 14.

Ingunn Teitsdóttir (1912-1970) frá Víðdalstungu

  • HAH01522
  • Einstaklingur
  • 1.8.1912 - 21.5.1970

Ingunn Teitsdóttir 1. ágúst 1912 - 21. maí 1970 Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Ástvaldur Kristófersson (1924-2004) Seyðisfirði

  • HAH01099
  • Einstaklingur
  • 8.1.1924 - 12.11.2001

Ástvaldur Anton Kristófersson fæddist í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi í A-Hún., 8. janúar 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 12. nóvember 2004.
Útför Ástvaldar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag 20. nóv. 2004 og hefst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Pétursdóttir (1921-2013) Pétursborg

  • HAH01495
  • Einstaklingur
  • 1.9.1921 - 29.12.2013

Ingibjörg Kristín Pétursdóttir fæddist á Skagaströnd 1. september 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 29. desember 2013. Ingibjörg ólst upp á Torfalæk hjá hjónunum Jóni Guðmundssyni, móðurbróður sínum, og Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1939-40. Var ráðskona á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 1947-48. Síðan heimavinnandi húsmóðir um skeið en starfaði lengst af við umönnun og fleira á Héraðshælinu á Blönduósi. Ingibjörg hafði yndi af alls kyns handavinnu og föndri, einnig hafði hún mikla ánægju af blómarækt og garðyrkju. Þau Jósafat bjuggu á Blönduósi mestallan sinn búskap.

Útför Ingibjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13

Ragnar Lárusson (1924-2016) frá Grímstungu

  • HAH01852
  • Einstaklingur
  • 5.7.1924 - 7.4.2016

Ragnar Jóhann fæddist á Blönduósi 5. júlí 1924. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. apríl 2016. Ragnar Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum í Grímstungu í Vatnsdal. Elín og Útför Ragnars Jóhanns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 14. apríl 2016, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigríður Kristinsdóttir (1925-2008) frá Þingeyrarseli

  • HAH01900
  • Einstaklingur
  • 24.4.1925 - 17.9.2008

Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 24. apríl 1925. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 17. september síðastliðinn. Sigríður og Þorvaldur festu kaup á sumarbústað í Sogamýrinni, þar sem heitir nú Rauðagerði, og hófu þar búskap. Síðar byggðu þau sér nýtt hús á lóðinni. Eftir að Þorvaldur lést bjó Sigríður á nokkrum stöðum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hún var búsett á Lindargötu 57 í 10 ár þar til hún vistaðist á hjúkrunardeild á Grund fyrir tveimur árum. Sigríður hafði yndi af hannyrðum sem hún stundaði meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Steingrímur Björnsson (1913-2002) Blönduósi

  • HAH02036
  • Einstaklingur
  • 30.6.1913 - 21.5.2002

Steingrímur Björnsson fæddist í Kálfárdal 30. júní 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. maí 2000. Steingrímur bjó lengst af á Blönduósi.
Var í Mjóadal, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Móbergi, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Vörubílstjóri.
Steingrímur var jarðsunginn frá Blönduóskirkju 1.6.2002 og hófst athöfnin klukkan 11.

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

  • HAH01570
  • Einstaklingur
  • 26.11.1892 - 3.7.1992

Minning: Jón Guðmundsson Sölvabakka Fæddur 26. nóvember 1892 Dáinn 3. júlí 1992 Þeim fækkar ört hérna megin grafar sem fæddir voru á síðustu öld. Þeir, sem enn eru á lífi eða hafa lifað fram undir þetta, eiga það sameiginlegt að muna tvenna tímana. Þeir hafa lifað ótrúlegar breytingar, tekið sjálfir þátt í þeim hver á sína vísu og kunnað frá ýmsu að segja, sem óðum er að hverfa í djúp gleymskunnar.
Einn þessara manna var Jón Guðmundsson á Sölvabakka, sem andaðist 3. þ.m. á Héraðshælinu á Blönduósi á 100. aldursári. Augljóst virðist að ekki hafi verið auður í garði hjá ungu hjónunum á Sölvabakka sem þar voru að byrja búskapinn árið 1924. Búferlaflutningarnir, sem að framan er getið, voru síst til þess fallnir að svo gæti verið. En þau voru samhent, vinnufús og úrræðasöm. Jón var ötull við að nytja sjávargagn jarðarinnar og dró þaðan marga björg í bú. Þau hrepptu þó áföll, sem aðrir bændur á þeirri tíð, af völdum verðfalls og fjárpesta. Eigi að síður höfðu þau sigur í sinni baráttu. Þau eignuðust jörðina sína, bættu hana og byggðu upp og komu upp sínum myndarlega barnahópi. Þau hættu búskap árið 1964 og skömmu síðar tók yngsti sonurinn, Jón Árni, við jörðinni ásamt konu sinni Björgu Bjarnadóttur og hafa þau gert jörðina að stórbýli. Jón á Sölvabakka var gæfumaður. Hann náði því marki, sem hann hafði sett sér ungur, að verða efnalega sjálfstæður bóndi og hann átti fagurt ævikvöld. Um aldarfjórðungsskeið dvaldi hann heima á Sölvabakka í skjóli sonar og tengdadóttur, en hún reyndist honum frábær að umhyggjusemi er árin færðust yfir. Hann var heilsugóður með afbrigðum, las og skrifaði gleraugnalaust og hélt skýrri hugsun til síðustu stundar. Hann naut þess að sjá jörð og bú, sem honum þótti svo vænt um, eflast og dafna í höndum ungu hjónanna og studdi sjálfur að hagsæld heimilisins meðan kraftar leyfðu. Hann fylgdist einnig með afkomendum sínum og konu sinnar, sem sífellt voru að vaxa úr grasi, og hann gat svo sannarlega verið ánægður með hópinn sinn. Hann tók þátt í gleði fólksins, fór á þorrablót og aðrar samkomur, og í jólaboðunum síðustu vakti hann á því athygli að hann hefði lifað 100 jól.
Jón hafði frábært minni af svo gömlum manni að vera, einkum er laut að viðburðum fyrri tíðar. Hann var í lægra meðallagi að vexti, grannur og nokkuð lotinn í herðum, en þegar hann sagði frá var eins og hann færðist í aukana. Skilmerkilegt málfarið og glampinn í augum hans sýndi að löngu liðnir atburðir stóðu honum ljóslifandi fyrir sjónum. Hann bjó yfir miklum fróðleik um fyrri tíðar lífshætti, sem að litlu leyti mun hafa varðveist. Yfir honum hvíldi æðruleysi og ró öldungsins, en þó átti hann í senn kjark og bjartsýni, viljann til að lifa lífinu hvern dag sem guð gaf. Sú var og gæfa hans að þurfa ekki á sjúkrahús nema fáa daga.

Gunnar Helgason (1924-2007) Lundi á Skagaströnd

  • HAH01347
  • Einstaklingur
  • 23.9.1924 - 19.10.2007

Gunnar Helgason fæddist að Háreksstöðum í Norðurárdal hinn 23. september 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 19. október 2007.
Gunnar ólst upp í Hrútafirði. Hann fluttist með foreldrum sínum til Skagastrandar 12 ára gamall og fór snemma að vinna ýmis verkamannastörf. Síðar gerðist hann vörubílstjóri og varð það hans ævistarf.

Gunnar var jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 27.10.2007 og hófst athöfnin klukkan 11.

Jón Hannesson (1927-2002) Blönduósi

  • HAH01573
  • Einstaklingur
  • 2.6.1927 - 10.9.2002

Jón Hannesson fæddist á Undirfelli í Vatnsdal í A-Hún. 2. júní 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 10. september síðastliðinn. Jón Hannesson var sprottinn upp úr hinni gömlu bændamenningu. Hann ólst upp á Undirfelli í Vatnsdal, stundaði nám við Héraðskólann á Laugarvatni og síðan við Bændaskólann á Hvanneyri en þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur. Örlögin höguðu því þannig til að ekki varð hann bóndi en þó var Jón alla tíð með einhvern búskap á jörð sinni Nautabúi í Vatnsdal, aðallega hross, meðfram sinni hefðbundnu vinnu. Góður hestamaður var hann á yngri árum og átti þá gæðinga. Á þeim árum var Jón afreksmaður í íþróttum og seinna var skák- og bridgelistin honum uppspretta andlegra átaka og líka reyndar slökunar frá erli hversdagsins.
Jón var athafnamaður. Hann hafði áhuga á og kom að margskonar atvinnusköpun á Blönudósi í gegn um árin. Árið 1981 keypti hann Steypustöð Blönduóss og rak það fyrirtæki með myndarbrag, þótt heldur hafi dregið úr starfseminni hin síðari ár er heilsu hans fór að hraka.
Útför Jóns verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Teitný Guðmundsdóttir (1904-2000) Litla-Bergi á Skagaströnd

  • HAH02078
  • Einstaklingur
  • 23.9.1904 - 28.2.2000

Teitný Guðmundsdóttir fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi í A-Hún. 23. september 1904. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 28. febrúar síðastliðinn. Teitný hóf ásamt Sveini manni sínum búskap á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi árið 1933. Þar bjuggu þau til ársins 1943 er þau fluttu að Holti á Ásum þar sem þau bjuggu um tveggja ára skeið, en brugðu þá búi og fluttu á Blönduós. Var Teitný þá ráðskona nokkur sumur hjá vegavinnumönnum. Árið 1949 fluttu þau til Skagastrandar þar sem Teitný starfaði við fiskvinnslu um árabil hjá Hólanesi hf.
Útför Teitnýjar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Þorsteinn Guðmundsson (1926-1996) frá Másstöðum

  • HAH02153
  • Einstaklingur
  • 10.2.1926 - 22.2.1996

Þorsteinn Guðmundsson var fæddur í Hjarðardal í Dýrafirði 10. febrúar 1926 og ólst upp á Másstöðum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn og tvíburabróðir hans Sigurður voru yngstir í stórum systkinahópi. Nokkurra vikna gamall var hann sendur í fóstur til frænku sinnar norður í Vatnsdal. Stundum er sagt að á milli tvíbura liggi leyndur þráður. Á milli þeirra bræðra var alltaf mjög náið samband þrátt fyrir mikla fjarlægð og langan aðskilnað. Um það leyti sem fjölskyldur þeirra voru að undirbúa sameiginlega sjötugsafmælisveislu þeirra lést Siggi hinn 22. janúar síðastliðinn. Réttum mánuði síðar er pabbi allur.
Útför Þorsteins verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 4. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jón Marselíus Stefánsson (1917-1998) frá Blálandi

  • HAH01585
  • Einstaklingur
  • 1.8.1917 - 14.3.1998

Jón Stefánsson fæddist á Blálandi í Vindhælishreppi í Austur- Húnavatnssýslu 1. ágúst 1917. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi að morgni laugardagsins 14. mars. Jón ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum bæjum, en síðast bjó fjölskyldan á Höskuldsstöðum í Vindhælahreppi en fluttist þaðan til Blönduóss árið 1955. Eftir það dvaldi Jón á Blönduósi, nú síðast á Húnabraut 40. Hann var starfsmaður Sölufélags Austur-Húnvetninga, en átti nokkrar kindur sem hann annaðist og hafði sér til ánægju í frístundum og eftir að starfsævi hans lauk.

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir (1931-2016) Bakka í Vatnsdal

  • HAH01667
  • Einstaklingur
  • 5.12.1931 - 25.4.2016

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Didda, fæddist á Blönduósi 5. desember 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 25. apríl 2016. Didda ólst upp í Grímstungu hjá foreldrum sínum. Hún var í barnaskóla í 10 mánuði. Árið 1954 flutti hún að Bakka í Vatnsdal með Jóni. Hennar ævistarf snerist fyrst og fremst um að sinna búskap á Bakka. Þau hjónin tóku fjöldann allan af börnum í sveit til lengri og skemmri tíma. Mörg haustin vann Didda hjá sláturhúsi SAH, Blönduósi.
Didda var bóndi og húsfreyja til æviloka á Bakka. Síðasta árið dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi.
Útför Diddu fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 3. maí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14.

Ólafur Magnússon (1915-1991) Sveinsstöðum Þingi

  • HAH01794
  • Einstaklingur
  • 22.1.1915 - 23.8.1991

Ólafur Magnússon, bóndi á Sveinsstöðum, verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju í dag. Með Ólafi er genginn einn þeirra manna sem staðið hafa í framvarðarsveit samvinunfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu um árabil.

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

  • HAH01266
  • Einstaklingur
  • 4.1.1911 - 26.8.1987

Guðjón Klemenzson var fæddur á Bjarnastöðum á Álftanesi 4. janúar 1911, Hann bar umhyggju fyrir Árnakotsfjölskyldunni allri og lét sér einstaklega annt um heill og heilsu móður sinar síðustu æviár hennar. Læknisstarfið var honum mjög kært. Hann taldi aldrei stundirnar eða sparaði kraftana, en starf heimilislæknis var oft á tíðum þrotlaus vinna við hinar erfiðustu aðstæður. Á þeim tíma voru samgöngur oft mjög erfiðar og gátu læknisvitjanir að vetrarlagi tekið sólarhringa. Ferð að sjúkrabeði var oft þrekraun, barátta við náttúruöfl og veðurguði.
Var lærdómsríkt að hlýða á frásagnir Guðjóns af hversdagslífi heimilislæknis í tveimur landshlutum í nær fjóra áratugi. Það var ljóst að Guðjón naut starfs síns, en einnig að hann naut sín í þessu starfi. Hann hafði til að bera samviskusemi, einstaka reglusemi og gott vinnulag. Þetta, ásamt eðlislægri umhyggju fyrir börnum og öllum sem þörfnuðust hjálpar, tryggði honum gifturíkan starfsferil.

Frímann Hilmarsson (1939-2009) Breiðavaði

  • HAH01278
  • Einstaklingur
  • 26.2.1939 - 3.12.2009

G. Frímann Hilmarsson fæddist að Fremstagili í Langadal 26.2. 1939. Hann lést á Heilbrigðistofnuninni á Sauðárkróki þann 3.12. 2009 síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hilmar Arngrímur Frímannsson og Jóhanna Birna Helgadóttir. Systkini Frímanns eru Halldóra, Anna Helga, Valgarður og Hallur. Eftirlifandi eiginkona Frímanns er Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir. Börn Frímanns eru Hulda Birna, f. 1962; Steinunn Ásgerður, f. 1963; Kristján, f. 1967 lést 1999; Kristín, f. 1969, og Hilmar Arngrímur, f. 1973. Barnabörn Frímanns eru nítján og langaafabörnin þrjú. Frímann var lögreglumaður en vann við ýmis störf á sjó og landi. Hann var mikið náttúrubarn og var hestamennska hans aðaláhugamál. Útför Frímanns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugardaginn 12. desember, og hefst athöfnin kl. 14.

Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum

  • HAH01327
  • Einstaklingur
  • 25.11.1900 - 1.12.1995

Guðrún Jónsdóttir fæddist á Másstöðum í Vatnsdal 25. nóvember 1900. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 1. desember síðastliðinn. Útför Guðrúnar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag. Eftir lát Elínborgar stóð Guðrún ljósmóðir, systir Jóns, fyrir búi með honum í nokkur ár, væn kona og vönduð. En árið 1919 hafði ung og gjörvuleg kona komið sem kaupakona að Sveinsstöðum. Hét hún Halldóra Gestsdóttir og var systir Gests Gestssonar kennara sem þá var í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi. Þau systkin voru frá Hjarðardal í Dýrafirði. Þau Halldóra og Jón á Másstöðum gengu í hjónaband og bjuggu saman á Másstöðum í 27 ár. Þau eignuðust dótturina Elínborgu Margréti, síðar kennara á Skagaströnd, árið 1921 og er hún nú ein eftirlifandi þeirra systra. Þær eldri dætur Jóns voru nú orðnar gjafvaxta og Þorbjörg gift. Guðrún hleypti heimdraganum og fór aftur á Kvennaskólann 1919­1920 og síðar til Ísafjarðar á árunum 1922­-1924 að læra karlmannafatasaum. En Guðrún, líkt og þær systur allar, var hög í höndum. Um þessar mundir átti ungur bóndason heima á Bjarnastöðum. Hann hét Pálmi Zophaníasson og var nokkru yngri en Guðrún. Pálmi hafði mikið hrokkið hár og hafði gullfallega rithönd. Faðir hans var löngu látinn en móðirin, Guðrún Pálmadóttir, var systir Sigurðar Pálmasonar kaupmanns á Hvammstanga. Hún var skörungskona sem lifði til hárrar elli í skjóli Zophaníasar Zophaníassonar, bílstjóra á Blönduósi.

Þau Guðrún og Pálmi felldu hugi saman og hófu búskap á Bjarnastöðum árið 1929. Bjarnastaðir voru lítil jörð og jarðnæðið minnkaði við það að bóndi þar á bæ hafði skipt á miklu stórþýfðu landi sem lá að landi Hnausa og svonefndum Skýjubakka sem var votengi utar í sveitinni. Heyskapur var óhægur á Skýjubakka, en þessi skipti sýna hve bændur á fyrri tímum áttu erfitt með jarðarbætur, því nú er slétt og mikið tún þar sem stóra kargaþýfið var áður, og enginn hefði látið það af hendi nú. Heyskapur utan túns á Bjarnastöðum var því yfirleitt óhægur, og aldrei var heyjað á Skýjubakka eftir að ég kom norður, 1942, heldur leigðar engjar frá Hjallalandi á hólmum í Flóðinu, tveimur bæjarleiðum framar í dalnum. Flóðið er stórt og fagurt vatn í ytri hluta Vatnsdals. Þar hópast svanir á haustin og þar er mikil lax- og silungsgengd, og eiga Bjarnastaðir sinn hlut í þeirri búbót sem fiskurinn er. Engan fisk veit undirrituð betri en sjógengna bleikju úr ósnum. Þau Guðrún og Pálmi settust því ekki að á jörð sem kalla mætti hæga, enda féll þeim sjaldan eða aldrei verk úr hendi. Í búskapartíð Guðrúnar og Pálma voru húsakynni lengst af úr torfi og var baðstofan meira en 100 ára. Útihús voru einnig úr sama efni. Ekki minnist undirrituð þó annars en að þarna væri alltaf hreint og þokkalegt og okkur leið vel í hlýju þeirra jarð- og náttúruefna sem umvafði okkur í bænum. Viðarþiljur og trégólf, torfþekja og þykkir veggir. Eins og áður sagði féll Guðrúnu sjaldan verk úr hendi. Hún söng oft við vinnu sína og kenndi mér stelpukrakkanum marga góða vísuna. Hún kenndi mér líka ýmislegt til verka, sem ég nýt enn góðs af. Aldrei var þó nein vinnuharka á Bjarnastöðum og við Elli yngsti sonur hjónanna höfðum nægan tíma til leikja og leti. Synirnir á bænum voru þrír Jón Pálmi, Zophanías og Ellert. Pálmi bóndi var listaskrifari og hefði e.t.v. notið sín betur á öðrum vettvangi en í búskap. Hann gerði lengi markaskrá þeirra Húnvetninga. Pálmi lést í ágúst 1971 en þá var nokkru áður búið að reisa steinhús á Bjarnastöðum og jafna gamla bæinn við jörðu. Ellert sonur þeirra hjóna hafði nú tekið við búi á Bjarnastöðum og kvænst Vigdísi Bergsdóttur, vænni konu ættaðri úr Sandgerði, og bjó Guðrún í skjóli þeirra til æviloka. Einkar vel fór á með Vigdísi og Guðrúnu. Það er mikil gæfa þegar svo vel tekst til. Eldri synirnir bjuggu líka í nágrenninu, fyrst á Hjallalandi og hin síðari ár í Hnausum. Það var því ætíð skammt milli Guðrúnar og sona hennar. Ellert og Vigdís eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Vigdís tvær dætur. Fjölskyldan er samhent og veit ég að Guðrún leit á sig sem ömmu og langömmu allra barna og barnabarna Vigdísar.

Saga Guðrúnar á Bjarnastöðum hart nær heila öld er saga tímabils þar sem hvað mestar breytingar hafa orðið með þjóðinni. Í öllu þessu tók Guðrún lifandi þátt. Með jafnri lund og æðruleysi kljáðist hún við kreppuna á fyrstu búskaparárum sínum og tók líka fegins hendi þeim þægindum sem um síðir komu á Bjarnastaði. Eftir að hún var sjálf hætt búskap annaðist hún oft heimilisstörfin á Bjarnastöðum. Það var einkum þegar Vigdís vann annars staðar með búskapnum. Á efri árum stundaði hún líka mikið hannyrðir og myndirnar sem hún gerði og gaf okkur ættingjum og vinum eru okkur hjartfólgnar gersemar unnar af vandvirkni og ótrúlega vel gerðar. Hannyrðum hætti Guðrún þó að mestu um nírætt, taldi sig ekki sjá nægilega vel lengur. Áfram las hún sér til ánægju og minnið var trútt til æviloka en henni var farin að förlast heyrn. Fyrir stuttu datt Guðrún og lærbrotnaði og upp úr þeim veikindum stóð Guðrún ekki. Sex dögum eftir að við höfðum sótt hana heim til að árna henni heilla á 95 ára afmælinu fékk hún hægt andlát.

Helena Ottósdóttir Heckel (1923-2007). Héraðsljósmóðir Bráðræði Skagaströnd

  • HAH01398
  • Einstaklingur
  • 14.9.1923 - 22.11.2007

Helena Martha Ottósdóttir fæddist í Pirna í Saxlandi í austurhluta Þýskalands 14. september 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 22. nóvember síðastliðinn. Eftir lát Georgs flutti Helena aftur til Blönduóss og bjó þar til dauðadags.
Útför Helenu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Jónína Alexandra Kristjánsdóttir (1925-2011) Vegamótum Blönduósi

  • HAH01612
  • Einstaklingur
  • 25.11.1925 - 30.2.2011

Jónína Alexandra Kristjánsdóttir, Fossvegi 6, 800 Selfossi, fæddist á Blönduósi þann 25. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. maí 2011. Jónína og Bjarni hófu búskap í Húnavatnssýslu en fluttu frá Blönduósi að Stöðlum í Ölfusi árið 1952 og seinna bjuggu þau í Auðsholtshjáleigu í sömu sveit eða þar til þau brugðu búi og fluttu á Selfoss 1966. Jónína vann lengi hjá Þvottahúsi KÁ en síðustu starfsárin starfaði hún á Heilsugæslustöð Suðurlands við ræstingar. Jónína söng með kirkjukór Blönduóss á meðan hún bjó fyrir norðan og söng seinna með Hörpukórnum, kór eldri borgara á Selfossi.
Útför Jónínu var gerð í kyrrþey frá Selfosskirkju 4. júní 2011.

Ívar Kristjánsson (1934-1999) Akureyri

  • HAH01528
  • Einstaklingur
  • 22.9.1934 - 11.7.1999

Ívar Kristjánsson fæddist hinn 22. september 1934 á Blönduósi, og lést á heimili sínu að Hrafnagilsstræti 36 á Akureyri hinn 11. júlí 1999. Ívar gegndi hinum ýmsu störfum á lífsleiðinni og má þar nefna vinnu á vertíð með föður sínum, hin ýmsu störf á Keflavíkurflugvelli, sjómennsku, og í Slippstöðinni á Akureyri í 11 ár. Eftir að starfsþrekið minnkaði snéri hann sér alfarið að því sem hann undi sér best við, sem var handavinna ýmiskonar. Var hann mikill völundur á því sviði hvort sem um trésmíðar, járnsmíðar eða útsaum var að ræða. Eftir hann liggja mikil listaverk hjá vinum, ættingjum og öðrum. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Hrafnagilsstræti 36 á Akureyri en þar á undan hafði hann búið í ein 20 ár í Steinahlíð 3c á Akureyri.

Útför Ívars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag klukkan 13.30.

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

  • HAH01217
  • Einstaklingur
  • 13.6.1928 - 6.3.1997

Eyjólfur Konráð Jónsson var alþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra 1974­ 1979 og 1983­1987, landskjörinn fyrir Norðurlandskjördæmi vestra 1979 til 1983 og þingmaður Reykvíkinga 1987-1995 (Sjálfstfl.). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurl.v.) jan.­ febr., apríl og des. 1968, apríl­ maí 1969 og nóv.­des. 1970, vþm. Norðurl.v. marz­apríl og okt. 1968, okt.­nóv. og des. 1969, jan. 1970, okt. og des. 1971, maí og okt.­nóv. 1972, febr. og okt. 1973, jan.­febr. og marz­apríl 1974. 2. varaforseti Ed. 1979.

Fæddur í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson, fæddur 27. júlí 1891, d. 15. janúar 1968, kaupmaður þar og kona hans Sesselja Konráðsdóttir, fædd 31. janúar 1896, d. 22. apríl 1987, skólastjóri, dótturdóttir Hjálms Péturssonar alþingismanns.

Eyjólfur kvæntist 9. nóvember 1956 Guðbjörgu Benediktsdóttur, f. 17. marz 1929, húsmóður. Foreldrar hennar voru Benedikt Ögmundsson og kona hans Guðrún Eiríksdóttir.

Börn: Benedikt (1957) kvæntur Margréti Betu Gunnarsdóttur; Sesselja Auður (1958) gift Guðmundi Ágústi Péturssyni; Jón Einar (1965) kvæntur Herbjörgu Öldu Sigurðardóttur.

Eyjólfur Konráð lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1955. Hdl. varð hann 1956 og hrl. 1962. Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins frá 1955 til 1960 og ritstjóri Morgunblaðsins frá 1960 til 1974. Rak málflutningsskrifstofu frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 til 1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1995.
Eyjólfur Konráð Jónsson lézt í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. marz síðastliðinn og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 14. marz 1997, klukkan 13:30.

Guðmundur Guðmundsson (1941-2018) Dalsmynni Hnapp

  • HAH08820
  • Einstaklingur
  • 22.3.1941 - 8.4.2018

Guðmundur Reynir Guðmundsson fæddist í Kolviðarnesi í Eyjahreppi 22. mars 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 8. apríl 2018.
Guðmundur Reynir ólst upp í Kolviðarnesi til sjö ára aldurs en flutti þá í Dalsmynni í Eyjahreppi þar sem hann bjó öll sín uppvaxtarár. Hann hóf búskap í Borgarnesi árið 1967 ásamt Herdísi konu sinni.
Útför Guðmundar Reynis fór fram frá Borgarneskirkju 20. apríl 2018, klukkan 14.

Lilja Halldórsdóttir Steinsen (1923-1997) Haukagili

  • HAH01715
  • Einstaklingur
  • 15.1.1923 - 29.9.1997

Lilja Halldórsdóttir Steinsen fæddist í Reykjavík 15. janúar 1923. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 29. september síðastliðinn. Árið 1947 kom hún, ung blómarós úr Reykjavík, með Sævar son sinn, að Haukagili, er hún réðst sem ráðskona til Konráðs Más Eggertssonar, bónda þar.
Útför Lilju fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Jón Þórarinsson (1911-1999) Hjaltabakka

  • HAH01596
  • Einstaklingur
  • 6.8.1911 - 3.3.1999

Jón Þórarinsson fæddist á Hjaltabakka í Austur-Húnavatnssýslu 6. ágúst 1911. Hann lést á Vífilsstöðum 3. mars síðastliðinn. Eftir að Jón lauk barnaskólaprófi hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1931. Þá hófst starfsferill hans á jörðinni Hjaltabakka, fyrst með foreldrum sínum en hann tók síðan við búinu á Hjaltabakka sem hann byggði upp er árin liðu, m.a. 35 hektara nýrækt, 1000 hesta hlöðu, 240 kinda fjárhús o.fl. Auk þess var hann með veðurlýsingar fyrir Veðurstofu Íslands í 13 ár. Árið 1981 hætti Jón sveitastörfum og fluttist til Reykjavíkur og starfaði við bókband fram á síðasta ár. Jón sinnti ýmsum félagsstörfum í sínu sveitarfélagi, var m.a. gjaldkeri slysavarnadeildarinnar Ása í Torfalækjarhreppi 1954-72, gjaldkeri sjúkrasamlagsins 1945-70, í skattanefnd 1955-61 og í hreppsnefnd 1951-62.
Útför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Kristján Hjartarson (1928-2003) Skjaldbreið Skagaströnd

  • HAH01684
  • Einstaklingur
  • 21.4.1928 - 2.8.2003

Kristján Arinbjörn Hjartarson fæddist á Blönduósi 21. apríl 1928. Hann lést á Skagaströnd 2. ágúst 2003.
Kristján ólst upp að hluta á Finnsstöðum hjá Jósef Jóhannssyni, en einnig hjá foreldrum sínum í Vík. Hann var hjá Gísla Pálmasyni á Bergsstöðum í Svartárdal 1939-1941 og hjá Þorsteini Jónssyni á Gili í sama dal 1941-1943, gekk í Héraðsskólann að Reykjum 1944-1946 og sótti síðar námskeið í orgelleik og kórstjórn. Verkamaður á Skagaströnd 1946-48 og vann þá m.a. við smíðar hjá Sveini Sveinssyni, móðurbróður sínum. Var um tíma til sjós með bræðrum sínum, beitningamaður á Skagaströnd lengst af 1948-1951. Sjómaður á Akranesi 1951-1952, en síðan búsettur á Skagaströnd. Starfaði þar að mestu við beitningar 1952-1964. Starfsmaður á Vélaverkstæði Karls og Þórarins 1964-1975 og 1976-1985.
Kristján bjó á nokkrum stöðum á Skagaströnd fyrstu árin eftir heimilisstofnun, en keypti svo húsið Grund og bjó þar frá 1962 til 1997.

Síðustu árin bjó Kristján í Sæborg, dvalarheimi aldraðra á Skagaströnd, og í íbúðum aldraðra þar hjá á Ægisgrund 6.
Útför Kristjáns var gerð frá Hólaneskirkju 9.8.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.

Lárus Björnsson (1889-1987) Grímstungu

  • HAH01709
  • Einstaklingur
  • 10.12.1889 - 27.5.1987

Hann var fæddur á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum 10. desember árið 1889, en Réttarhóll var ekki neitt venjulegt býli. Faðir hans, Björn Eysteinsson, reisti þar frumstæð bæjarhús sumarið 1886 og bjó þar ásamt konu sinni, Helgu Sigurgeirsdóttur, til vorsins 1891 að hann flutti vestur að Skárastöð um í Austurdal í Miðfirði. Síðan hefur ekki verið búið á Réttarhóli og leitarmannakofi, sem þar stóðum eitt skeið, var aflagður vegna draugagangs, að því er sagt er. Um lífshlaup þeirra feðga á Réttar hóli og annars staðar eru gagnmerkar heimildir í ævisögum þeirra beggja. Lárus og Petrína í Grímstungu voru enn á unga aldri er við vorum börn. Í okkar huga voru þau ímynd þess fullkomleika og öryggis, sem ekkert gat raskað. Faðir hans bjó á ýmsum jörðum og ég held að Lárusi hafi fundist hann fá öryggið og staðfestuna í Grímstungu. Þar lést móðir hans líka. Grímstunga var hans kastali og þaðan sótti hann til velsældar og til þess að verða fjárríkasti bóndi í Húnavatnssýslu og vera með búskap á þremur jörðum. En þar var líka stutt á heiðarnar til þeirra heima er hannhafði slitið barnsskónum í og þekkti betur en nokkur annar, og það svo, að hann fór í leitir nær sviptur sýn, en lét dreng vera augun.
Lárus var alla ævi mikill sjálfstæðismaður. Hugsjónir Sjálfstæðisflokksins hæfðu vel skaphöfn hansog atorku. Það lýsir vel festu Lárusar í þessum efnum, að Hannes á Undirfelli falaðist eftir fylgi hans til þess að fella Jón á Akri. En Hannes fór bónleiður til búðar og segir um það í ævisögu sinni: "Þetta taldi ég of langt gengið, þó að ég væri móðurbróðir hans, því að hann vissi, hvað ákveðinn ég var." Dóttursonur Hannesar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
En nú er fjallahöfðinginn fallinn. Hann fer ekki framar á heiðina, en heiðin man hann.

Oddný Jónsdóttir (1902-1989) Hnausum

  • HAH01778
  • Einstaklingur
  • 27.10.1902 - 11.1.1989

Þann 11. janúar 1989. lést á Héraðshælinu á Blönduósi Oddný Jónsdóttir. Árið 1955 hófu systursynir Oddnýjar, Jón og Zophonías, synir Guðrúnar og Pálma á Bjarnastöðum, búskap á Hjallalandi, næsta bæ sunnan Másstaða. Þar sem Oddný hafði aldrei gifst þótti henni sjálfsagt að styðja við bakið á frændum sínum og gerðist ráðskona hjá þeim. Þar bjó hún til ársins 1980 er hún fluttist með þeim bræðrum að Hnausum í Þingi.

Sigurður Einarsson (1938-2010) Hólmavík

  • HAH01941
  • Einstaklingur
  • 25.8.1938 - 23.4.2010

Sigurður Einarsson fæddist á Blönduósi 25. ágúst 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 23. apríl síðastliðinn. Aldrei leið þeim félögum betur en um borð í Sendlingnum hvort sem þeir voru á grásleppu eða handfærum, frjálsir og engum háðir. Sigurður hafði einnig mikinn áhuga á stangveiði og þótti góður veiðimaður enda lærði hann af föður sínum þessa list.
Útför Sigurðar verður gerð frá Akraneskirkju mánudaginn 3. maí 2010 og hefst hún klukkan 14.

Guðrún Árnadóttir (1921-2005) frá Miðgili

  • HAH01305
  • Einstaklingur
  • 10.8.1921 - 7.4.2005

Guðrún Árnadóttir fæddist á Miðgili í Langadal í A-Húnavatnssýslu 10. ágúst 1921. Hún lést 7. apríl síðastliðinn. Var í Miðgili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Höfðabrekku 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Síðast bús. i Reykjavík.
Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey.

Henrietta Björg Fritzdóttir Berndsen (1913-1998) Stóra-Bergi Skagaströnd

  • HAH01426
  • Einstaklingur
  • 7.11.1913 - 15.2.1998

Haustið 1935 var þetta litla þorp við Hvammsfjörðinn mjög frábrugðið því sem það er í dag. Það var heldur ekkert líkt Vesturbænum í Reykjavík. Í Búðardal voru engir fiskreitir, engin höfn og heldur enginn slippur. Þá voru þrjú íbúðarhús fyrir innan kaupfélag og sex á útplássinu. Þessi níu hús stóðu í skjóli undir háum börðum, sem skýldu fyrir norðaustanvindinum, sem þarna á það til að vera þrálátur. Einkum var skjólið gott á útplássinu, þar voru börðin hærri og lega þeirra hagstæðari. Hið efra voru Fjósabæirnir tveir og Bjarnabær. Þetta litla samfélag einkenndist af mikilli samheldni, samhjálp og vináttu fólksins sem þarna bjó. Lífsbaráttan var hörð, atvinna oft stopul og flestir ef ekki allir drýgðu tekjur sínar með skepnuhaldi. Í dag myndu kjör af þessu tagi þykja kröpp en þarna undu allir glaðir við sitt.

Ingibjörg Karlsdóttir (1919-2014) Blönduósi

  • HAH01542
  • Einstaklingur
  • 16.4.1919 - 3.9.2014

Ingibjörg Karlsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum, Svínavatnshreppi, A-Hún.,16. apríl 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. september 2014.
Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri í Vatnahverfi, Engihlíðarhr., A-Hún., hjá systkinunum Ingibjörgu, Guðbjörgu og Þorsteini Eggertsbörnum. Ingibjörg og Guðmundur byrjuðu sinn búskap í Vatnahverfi, síðan bjuggu þau í Neðri-Lækjardal uns þau fluttu á Blönduós 1964.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 13. september, kl. 14.

Jörgen Berndsen (1922-2012) Stóra-Bergi á Skagaströnd

  • HAH01629
  • Einstaklingur
  • 4.12.1922 - 25.11.2012

Jörgen F. útför Jörgens fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 3. desember 2012 og hefst athöfnin kl. 13. Berndsen fæddist á Stóra-Bergi á Skagaströnd 4. desember 1922. Hann lést 25. nóvember 2012.