Showing 10352 results

Authority record

Gerður Hallgrímsdóttir (1935-2021) frá Kringlu

  • HAH10022
  • Person
  • 4.4.1935 - 26.1.2021

Var á Kringlu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Nefnd Jóninna skv. Æ.A-Hún. Kjörbarn skv. Thorarens.: Sigurður Pétur Hilmarsson, f. 4.9.1960.

Gerður Ísberg (1921-2007) Sunnuhvoli Blönduósi

  • HAH02206
  • Person
  • 20.3.1921 - 19.2.2007

Gerður Ólöf Ísberg fæddist í Möðrufelli í Eyjafirði 20. mars 1921. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. febrúar 2007. Gerður fluttist með foreldrum sínum og systkinum að Litla-Hvammi árið 1931. Ári síðar fluttust þau frá Eyjafirði til Blönduóss.
Útför Gerðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Gertie Wandel (1894-1988)

  • HAH03730
  • Person
  • 1894-1988

Gertie Wandel (1894-1988). Fæddist í Kaupmannahöfn, jarðsettur á Fredriksberg kirkjugarði eldri.

Gestheiður Jónsdóttir (1919-2010) Skagaströnd

  • HAH01238
  • Person
  • 28.2.1919 - 6.11.2010

Gestheiður Jónsdóttir fæddist á Stekkjarflötum í Skagafirði 28. febrúar 1919. Gestheiður ólst upp á Hofi í Vesturdal í Skagafirði. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Gestheiður og Páll í Kópavogi en fluttust svo norður á Skagaströnd.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember 2010. Útför Gestheiðar fór fram frá Fossvogskapellu 12. nóvember 2010.

Gestur Aðalgeir Pálsson (1925-2013) Bergsstöðum

  • HAH01239
  • Person
  • 13.8.1925 - 17.5.2013

Var á Grund, Hofteigssókn, N-Múl. 1930. Bóndi á Bergsstöðum og húsvörður í Húnaveri, síðar bús á Blönduósi, í Reykjavík og Kópavogi.
Gestur Aðalgeir Pálsson fæddist á Grund á Jökuldal 13. ágúst 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. maí 2013.
Útför Gests verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 23. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Gestur Bjarnason (1842-1919) vm Stóru-Giljá og Beinakeldu

  • HAH03737
  • Person
  • 2.9.1842 - 2.2.1919

Gestur Bjarnason 2. sept. 1842 - 2. feb. 1919. Var á Fossi, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1845 og 1855. Bjarnastöðum 1860. Þingeyrum 1870. Vinnumaður í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1880. Vinnumaður í Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1890, 1901 og 1910. Ókv. bl.

Gestur Einarsson (1933-1993)

  • HAH03761
  • Person
  • 16.3.1933 - 15.3.1993

Gestur Einarsson 16. mars 1933 - 15. mars 1993 Ljósmyndari í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Síðast bús. í Reykjavík.

Gestur Eysteinsson (1923-1997) lögfræðingur Reykjavík

  • HAH06263
  • Person
  • 1.5.1923 - 13.11.1997

Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lögfræðingur í Reykjavík og Hveragerði og bóndi um tíma á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, síðast bús. í Hveragerðisbæ.
Gestur Eysteinsson fæddist í Meðalheimi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 1. maí 1923.
Hann lést í Landakotsspítalanum 13. nóvember 1997.

Gestur Guðmannsson (1885-1970) Krossanesi

  • HAH03734
  • Person
  • 30.11.1885 - 30.11.1970

Gestur Guðmannsson 30. nóvember 1885 - 30. nóvember 1970 Bjó í Krossanesi. Þverárhr., V-Hún. ógiftur barnlaus 1920.

Gestur Guðmundsson (1857-1936) Björnólfsstöðum í Langadal

  • HAH03735
  • Person
  • 1.7.1857 - 27.2.1936

Gestur Guðmundsson 1. júlí 1857 - 27. febrúar 1936 Bóndi á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og síðan á Björnólfsstöðum í Langadal, Engihlíðar., A-Hún. Var á Björnólfsstöðum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930.

Gestur Guðmundsson (1916-2009) Sunnuhlíð

  • HAH01240
  • Person
  • 20.9.1916 - 27.6.2009

Var í Sunnuhlíð, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Sunnuhlíð og Kornbrekku.
Gestur Guðmundsson bóndi fæddist í Torfustaðakoti, síðar Sunnuhlíð í Vatnsdal, 20. september 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 27. júní 2009.
Gestur ólst upp í Vatnsdalnum og bjó þar alla tíð. Fyrstu búskaparárin bjó hann í Sunnuhlíð ásamt móður sinni og síðar með Kristínu konu sinni.
En síðar keyptu þau 7/10 af Kornsá í sömu sveit og fluttu þangað um vorið 1962. Hann ræktaði og byggði upp þessar tvær jarðir.
Um 1980 hófu Birgir og Þórunn búskap á jörðinni ásamt Gesti og Kristínu sem smám saman drógu sig í hlé en Gestur vann áfram að búinu meðan hann hafði þrek til. Gestur var sannur bóndi og bar mikla virðingu fyrir náttúrunni. Hann var sjálfstæður og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum.
Útför Gests fer fram frá Þingeyrakirkju í dag, 10. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.

Gestur Jónsson (1924-2015) Skaftholti Gnúpverjahrepp

  • HAH03738
  • Person
  • 7.10.1924 - 27.1.2015

Gestur Jónsson 7. október 1924 - 27. janúar 2015 Var á Saurum, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930. Búfræðingur og bóndi í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, Síðar bús. á Selfossi, starfaði um árabil við Búrfellsvirkjun. Síðast bús. á Skagaströnd. Útför Gests fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 13. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðað verður á Stóra-Núpi.

Gestur Kristinsson (1950-2018) Blönduósi og Selfossi

  • HAH03739
  • Person
  • 26.7.1950 - 10.3.2018

Gestur Kristinsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 26. júlí 1950. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 10. mars 2018.
Gestur Kristinsson 26. júlí 1950 - 10. mars 2018 Pípulagningameistari, þáttastjórnandi og rak myndabandaleigu um tíma. Síðast bús. á Selfossi. Hann bjó á Blönduósi um tíma og vann þá í Vélsmiðju Húnvetninga.
Gestur hafði mikinn áhuga á útivist af ýmsu tagi, t.d. hestamennsku og golfi, fór oft í veiði og ferðalög bæði innan- og utanlands.
Útför Gests fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 21. mars 2018, klukkan 15.

Gestur Magnússon (1889-1920)

  • HAH03742
  • Person
  • 16.7.1889 - 2.10.1920

Gestur Zophonías Magnússon 16. júlí 1889 - 2. október 1920 Drukknaði við Hjalleyjar við fjórða mann. Ókvæntur og barnlaus.

Gestur Pálsson (1852-1891) rithöfundur

  • HAH03741
  • Person
  • 25.9.1852 - 19.8.1891

Gestur Pálsson 25. sept. 1852 - 19. ágúst 1891. Skáld. Fór til Vesturheims 1890 frá Reykjavík. Ritstjóri í Winnipeg. Einn af Verðandi mönnum.
Lést úr Lungnabólgu

Gestur Pálsson (1925-2013) Bergsstöðum í Svartárdal

  • HAH01239
  • Person
  • 13.8.1925 - 17.5.2013

Gestur Aðalgeir Pálsson fæddist á Grund á Jökuldal 13. ágúst 1925. Gestur var heima við bústörf hjá föður sínum fram yfir tvítugt, þá flutti hann til Akureyrar og fór að vinna ýmis störf, var hann lengst af hjá Vegagerðinni í brúarvinnu. 1963 hófu þau Kristín sambúð á Akureyri og voru þar til 1965 er þau tóku við sem húsverðir í Húnaveri og hófu búskap þar og á Bergsstöðum. Að Bergsstöðum fluttu þau 1974 og bjuggu þar til ársins 1989 þegar þau tóku aftur við húsvörslu í Húnaveri. Fluttu síðan til Blönduóss 1992 og bjuggu þar í sex ár. 1998 fluttu þau til Reykjavíkur og síðar í Kópavog. Kristín andaðist í október 2007. Gestur hélt heimili allt þar til hann fór á Hjúkrunarheimilið Grund í febrúar síðastliðnum.
Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. maí 2013. Útför Gests verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 23. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Gestur Þórarinsson (1947-2005) pípulagningarmaður Blönduósi

  • HAH01241
  • Person
  • 11.7.1947 - 19.2.2005

Gestur Þórarinsson fæddist í Árbæ á Blönduósi 11. júlí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss v/Hringbraut laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn.
Útför Gests fer fram frá Blönduóskirkju í dag 5. mars 2005 og hefst athöfnin klukkan 14.

Geysir í Haukadal

  • HAH00270
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.
Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er þá mikill og ákafur goshver, en á þeim tímum gat hann gosið nokkuð reglulega. Þá þeyttu hann vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Fyrir árið 1845 varð hann allt að 170 metrar. [heimild vantar] Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var losað út í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða. Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.

Þann 9. apríl árið 1894 keypti írskur maður, James Craig (yngri), Geysi fyrir 3000 kr. Í kaupunum fylgdu einnig hverirnir Strokkur, Blesi og Litli Geysir eða svonefnd Óþerrihola ásamt dálitlu svæði kringum hverina, alls um 650 faðmar. Ábúandinn á Haukadal áskildi sér rétt til að hafa umsjón með hverunum, gegn hæfilegri þóknun þegar eigandi væri ekki viðstaddur, ennfremur forkaupsrétt að hverunum, ef þeir yrðu seldir aftur. Seljendur hveranna voru þeir Sigurður bóndi Pálsson á Laug og synir hans Greipur og Jón bændur í Haukadal, en þeir seldu þá vegna fjárleysis. Þeir voru ekki ásakaðir fyrir söluna, því að þeir höfðu boðið landssjóði hverina til kaups, en þingið vildi ekki kaupa. Sagt var í fjölmiðlum sama ár að vel getur verið að „hinn nýi eigandi sýni hverunum meiri sóma en landssjóður hefði gert, reisi þar gistihús o. s. frv., en talið er það mjög óvíst, af þeim er kunnugastir eru“. Faðir Craigs varð þó ekki ánægður með þessi kaup, og varð það til þess að Craig yngri gaf vini sínum, E. Rogers, svæðið. Honum þótti þó lítið til þessar gjafar koma. Síðar erfði frændi hans Hugh Rogers það, en árið 1935 keypti Sigurður Jónsson svæðið og gaf íslenska ríkinu.

Gígja Árnadóttir (1943-)

  • HAH10051
  • Person
  • 1943-

Gígja Árnadóttir f. 05.01. 1943 Foreldrar: Rósa Gunnarsdóttir f. 25.12. 1918 d. 15.07. 2016 og Árni Kristinn Finnbogason sjómaður.
Börn: Gunnar Hjartarson f. 21.01. 1966, Rósa Hjartardóttir f. 15.02. 1969, Björg Hjartardóttir f. 27.10. 1972

Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir (1929-2019) Skagaströnd

  • HAH08064
  • Person
  • 11.10.1929* - 26.8.2019

Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir fæddist í Hrísey 11. október 1929. Gígja ólst upp í Hrísey til 16 ára aldurs. Þau hjón, Gígja og Jón, fluttu til Skagastrandar árið 1951 og voru þar búsett í þrjú ár. Þá fluttu þau aftur til Ólafsfjarðar þar sem þau hafa átt heima síðan. Húsfreyja og fiskverkakona á Ólafsfirði. Var í Gamlahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.
Hún lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 26. ágúst 2019. Útför Gígju fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju 6. september 2019, og hófst athöfnin klukkan 14

Gil í Svartárdal

  • HAH00163
  • Corporate body
  • [1500]

Þorkell Vignir, son Skíða ens gamla, hann nam Vatnsskarð allt ok Svartárdal. Þannig segir í Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins íslenska fornritafélags, Reykjavík, 1968. "Landnám Þorkels er einkennilegt. Það er í tveimur sýslum. Bæir í Vatnsskarði eru í Skagafjarðarsýslu allir nema hinn vestasti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svartárdalur, er í Húnavatnssýslu. Það er mikil byggð." Svo ritar Haraldur Matthíasson í hinni merku bók sinni, Landið og Landnáma, I. bindi, Örn & Örlygur, 1982.

Fyrsti bær fyrir austan Bólstaðarhlíð er bærinn Gil, en litlu austar Fjós, jörð, sem þrír bræður, Einar, Guðmundur og Friðrik Björnssynir, gáfu til skógræktar. Einar Björnsson (1891-­1961) og Guðmundur M. Björnsson (1890­-1970) voru kenndir við Sportvöruhús Reykjavíkur, en Friðrik Björnsson var læknir (1896­-1970). Þeir bræður voru frá Gröf í Víðidal, systursynir Guðmundar Magnússonar prófessors frá Holti í Ásum Péturssonar. "Guðmundarnir", þrír prófessorar í læknisfræði við Háskóla Íslands, voru allir Húnvetningar (skipaðir í stöður sínar 17. júní 1911 við stofnun HÍ). Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hannesson og sá er fyrr er nefndur, Guðmundur Magnússon. Má telja með ólíkindum, að ein sýsla skyldi geta af sér slíka afburðamenn, sem lögðu grunninn að íslenskri læknamenntun.

Bærinn stendur norðan Gilslækjar ofan við Svartárdalsveg. Vestan árinnar rís Skeggsstaðafjall veggbratt og skriðurunnið, en í norðri Húnaver og Bólsstaðarhlíð með Hlíðarfjall í baksýn. Djúpt klettagil gengur upp til Svartárdalsfjalls og eru þar fjárhús og tún ofan brúna. Túnrækt bæði framræst mýrlendi og valllendi. Jörðin landlítil en landgott er til fjallsins. Íbúðarhús byggt 1964 429 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 480 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Gilá í Vatnsdal

  • HAH00042
  • Corporate body
  • (950)

Gilá stendur á lítilli undirlendisskák norðan Gilár, smá á sem fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel. Jörðin er landlítil og möguleikar til frekari ræktunar nánast enigir. Frá Gilá voru hinir kunnu bræður Guðmundur, Daði, Daníel og Díómedes Davíðssynir. Skógrækt ríkisins á nú jörðina 1975] og er hafist handa um skógrækt. Íbúðarhús byggt 1958, 344 m3. Fjárhús yfir 150 fjár og nautgriðir að hluta þar. Hlaða 794 m3. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Gilá í Vatnsdal bændabýli, á og foss

  • HAH00042
  • Corporate body
  • 874 -

Fossinn sprettur fram úr sprungnu bergi Vatnsdalsfjalls.
Áin fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel.

Gilsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00043
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur undir hálsinum þar sem hann er lægstur eftir að kemur út fyrir Fellið. Beitiland er mikið og gott og nær allt vestur að Gljúfurá. Undirlendi er mikið en mest votlent nema á árbakkarnir sem jafngilda túni til heyskapar. Jörðin er ættaróðal. Íbúðarhús byggt 1924 og 1938, 287 m3. Fjárhús yfir 287 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlaða 490 m3. Skúr 50 m3. Tún 29,9 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Gimli Manitoba Kanada

  • Corporate body
  • 21.10.1875 -

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Íslendingar komu þangað fyrst 21. október 1875. Þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar.
Sveitarfélagið Gimli var stofnað í október árið 1875. Það var hluti af Northwest Territories rétt við Manitoba-fylki. Manitoba var stækkað árið 1881 og var hluti af Manitoba. Það var formlega tekið inn í Manitoba 1887. Árið 1876 geysaði slæm bólusótt í sveitarfélaginu. Þann 23. júlí 1983 komst sveitarfélagið í heimspressuna vegna Gimli Glider-atburðarins.

Gisle Johnson (1876-1946)

  • HAH03743
  • Person
  • 1876 -1946

Sra Gísli í Budapest missti föður sinn ungur, en ólst upp hjá móður sinni, er var sænsk og hjet Charlotha Dahlgreen. Hann tók guðfræðispróf i Osló árið 1902, dvaldi svo við þýska og enska háskóla til frekari undirbúnings undir æfistarf sitt og fór síðan á vegum norsks Gyðingatrúboðsfjelags til Rúmeníu. Þar var hann í 19 ár, en fluttist fyrir 6 árum til Budapest. Hann er tungumálamaður meiri en alment gerist, les 12—15 tungumál og talar þau flest, t. d. öll Balkanmálin. Hann prjedikar á frönsku einu sinni í mánuði í lítilli kirkju, sem sambyggð er við prestsetur hans í Budapest og hefir auk þess stóran söfnuð „Kristtrúar Gyðinga" í borginni. Á þýsku er sá óskýrði „söfnuður" kallaður „Verein Christusglaubiger Juden".
Sra Gísli bjó með móður sinni mörg ár. Hún andaðist eitt ófriðarárið, er Þjóðverjar sátu um Galatz, hafði borðað fisk úr Dóná, sem eitraður var orðinn.

Gísli Brandsson (1822-1902) Balaskarði ov

  • HAH03756
  • Person
  • 13.8.1822 - 3.2.1902

Gísli Brandsson 13. ágúst 1822 - 3. febrúar 1902. Vinnuhjú í Mánaskál, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Húsmaður á Balaskarði og Breiðavaði. Leigjandi í Efrilækjardal, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901.

Gísli Grímsson (1950) Efri-Mýrum

  • HAH03759
  • Person
  • 16.7.1950 -

Gísli Jóhannes Grímsson 16. júlí 1950 Var í Saurbæ, Áshr., A-Hún. 1957. Eggjabóndi Efri-Mýrum, bókari Blönduósi

Gísli Guðmundsson (1859-1884) Bollastöðum

  • HAH01243
  • Person
  • 12.1.1859 - 1884

Fæddur 12.1.1859, d. 1884. Stúdent. Var í Bollastöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1860 og 1870. Drukknaði ungur á leið til Íslands.

Gísli Guðmundsson (1868-1953) Sölvabakka

  • HAH03762
  • Person
  • 23.8.1868 - 28.9.1953

Gísli Guðmundsson 23. ágúst 1868 - 28. september 1953 Bóndi og meðhjálpari. Bóndi á Sölvabakka í Engihlíðarhr., A.-Hún. Verkamaður á Lindargötu 43 b, Reykjavík 1930.

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

  • HAH03763
  • Person
  • 6.7.1884 - 26.9.1928

Gísli Guðmundsson gerlafræðingur (f. 6. júlí 1884 í Hvammsvík í Kjós, d. 26. september 1928 í Reykjavík) var líklega fyrsti menntaði örverufræðingurinn á Íslandi.

Gísli Guðmundsson (1915-1991) Litlu-Laugum, Reykjadal

  • HAH08766
  • Person
  • 22.3.1915 - 30.11.1991

Gísli Tómas fæddist í Reykjavík 22. mars 1915. Foreldrar hans voru Áslaug Friðjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal og Guðmundur Pétursson nuddlæknir.
Gísli var ekki fæddur í hjónabandi og átti móðir hans við veikindi að stríða um það bil er hann fæddist. Sigurjón, bróðir Áslaugar, bóndi og skáld á Litlu-Laugum og kona hans, Kristín Jónsdóttir, tóku drenginn í fóstur strax á fyrsta ári og ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsaldurs. Þau Litlu Laugahjón áttu reyndar tíu börn fyrir, en létu sig ekki muna um að bæta þessum litla dreng í hópinn. Fósturforeldrar Gísla ólu hann upp sem væri hann þeirra eigin sonur og gerðu í engu verr til hans en sinna eigin barna. Það var heldur að Kristínu fyndist stundum hún þyrfti að gera hlut fóstursonarins ívið betri en sinna barna. Gísli varð líka snemma elskur að fósturmóður sinni. Svo var hún honum kær, að hann hafði heitið því með sjálfum sér, að ætti það fyrir honum að liggja að eignast dóttur, skyldi hún engu nafni heita öðru en Kristín.

Gísli Guðmundsson (1915-2010) skipasmiður

  • HAH03765
  • Person
  • 1.7.1915 - 30.7.2010

Gísli Guðmundsson 1. júlí 1915 - 30. júlí 2010 Var á Vesturgötu 30, Reykjavík 1930. Skipasmiður og smiður í Reykjavík.
Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 30. júlí 2010. Gísli var jarðsunginn í kyrrþey 11. ágúst 2010.

Gísli Guðmundsson (1991)

  • HAH03764
  • Person
  • 22.10.1991 -

Gísli Jóhannes Guðmundsson 22. október 1991 Blönduósi.

Gísli Gunnarsson (1971)

  • HAH03780
  • Person
  • 16.12.1971 -

Gísli Torfi Gunnarsson 16. desember 1971 Bandaríkjunum.

Gísli Halldórsson (1889-1960)

  • HAH03934
  • Person
  • 17.9.1889 - 25.1.1960

Guðlaugur Gísli Halldórsson 17. september 1889 - 25. janúar 1960 Málari. Var í Reykjavík 1910. Málari á Skólavörðustíg 33, Reykjavík 1930.

Gísli Halldórsson (1907-1966) kennari

  • HAH03766
  • Person
  • 14.2.1907 - 24.8.1966

Gísli Halldórsson 14. febrúar 1907 - 24. ágúst 1966 Var í Reykjavík 1910. Námsmaður á Ránargötu 29 a, Reykjavík 1930. Vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Verkfræðingur í Reykjavík 1945.

Gísli Hansen (1927-1969)

  • HAH05029
  • Person
  • 2.6.1927 - 28.8.1969

Gísli Hilmar Hansen 2. júní 1927 - 28. ágúst 1969. Var á Urðarstíg 8 a, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Gísli Hjálmarsson (1844-1898) Æsustöðum og Þverárdal

  • HAH03751
  • Person
  • 21.2.1844 - 7.5.1898

Gísli Benedikt Hjálmarsson 21. febrúar 1844 - 7. maí 1898 Var í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Eyvindarstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Bóndi á Æsustöðum í Langadal, A-Hún., síðast í Þverárdal.

Gísli Ísleifsson (1868-1932) sýslumaður Blönduósi

  • HAH02144
  • Person
  • 22.4.1868 - 9.9.1932

Gísli Ísleifsson f. 22. apríl 1868 - 9. september 1932. Skrifstofustjóri á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Ekkill. Sýslumaður á Blönduósi, síðar skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins.

Gísli Jóhannsson (1852-1943) frá Dalkoti V-Hvs

  • HAH03770
  • Person
  • 25.6.1852 - 4.4.1943

Gísli Jóhannsson 25.6.1852 - 4. apríl 1943 Var á Vigdísarstöðum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Var í Dalkoti, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1874 frá Dalkoti, Kirkjuhvammshreppi, Hún.

Gísli Jónsson (1865) frá Sauðanesi, vesturheimi

  • HAH03772
  • Person
  • 16.1.1865 -

Gísli Jónsson 16. janúar 1865 Fósturbarn í Tungu, Silfrastaðasókn, Skag. 1870. Sonur hjónanna á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, Hún.

Gísli Jónsson (1878-1959) Saurbæ

  • HAH03773
  • Person
  • 18.1.1878 - 18.5.1959

Gísli Jónsson 18. janúar 1878 - 18. maí 1959 Bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Þórormstungu o.v. Flutti til Reykjavíkur 1944.

Gísli Jónsson (1912-1985) Stóra-Búrfelli

  • HAH03768
  • Person
  • 27.9.1912 - 7.12.1985

Gísli Húnfjörð Jónsson 27. september 1912 - 7. desember 1985 Var á Ásum, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Ásum. Var á Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957, bóndi þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.

Gísli Kolbeins (1926-2017)

  • HAH03767
  • Person
  • 30.5.1926 - 10.6.2017

Gísli Halldórsson Kolbeins 30. maí 1926 - 10. júní 2017 Var á Stað, Staðarsókn, V-Ís. 1930. Var að Melstað, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Sóknarprestur í Sauðlauksdal, á Melstað, í Stykkishólmi og sinnti jafnframt prestþjónustu víðar. Ritstjóri, rithöfundur og gegndi ýmsum félagsstörfum.

Gísli Kristinsson (1904-1995) trésmiður Reykjavík

  • HAH03750
  • Person
  • 4.9.1904 - 24.2.1995

Gísli Ástvaldur Kristinsson 4. september 1904 - 24. febrúar 1995 Trésmiður í Hækingsdal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Heimili: Reykjavík. Trésmiður í Reykjavík 1945. Hlemmiskeiði á Skeiðum.

Gísli Kristjánsson (1904-1985) kennari og ritstjóri

  • HAH03753
  • Person
  • 28.2.1904 - 24.12.1985

Gísli Björgvin Kristjánsson 28. febrúar 1904 - 24. desember 1985 Kennari og ritstjóri að Hlíðartúni í Mosfellssveit. Var á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Gísli Magnússon (1893-1981) Frostastöðum

  • HAH03774
  • Person
  • 25.3.1893 - 17.7.1981

Gísli Magnússon 25. mars 1893 - 17. júlí 1981 Bóndi í Eyhildarholti, Rípursókn, Skag. 1930. Bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð og í Eyhildarholti í Hegranesi, Skag.

Gísli Ölvir Guðmundsson (1935-1958) Reykjaskóla

  • HAH01247
  • Person
  • 24.6.1935 - 9.7.1958

Gísli Ölvir var fæddur 24. júní 1935 að Laugarvatni, sonur Hlífar Böðvarsdóttur og Guðmundar heitins Gíslasonar, síðar skólastjóra að Reykjaskóla. Varð bráðkvaddur undir stýri á leigubíl. Gísli var þá fyrirvinna móður sinnar.

Gísli Pálsson (1920-2013) Hofi

  • HAH01245
  • Person
  • 18.3.1920 - 30.1.2013

Gísli Pálsson fæddist í Sauðanesi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 18. mars 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 30. janúar 2013. Á lífsleiðinni hlaut Gísli ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1989 og árið 2012 var Gísli gerður að heiðursfélaga Hestamannafélagsins Neista.
Útför Gísla fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 8. febrúar 2013, kl. 13.

Gísli Þorsteinsson (1937)

  • HAH03749
  • Person
  • 28.3.1937 -

Gísli Ásgeir Þorsteinsson 28. mars 1937 Var á Steinsnesi, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Sérfræðingur í geðlækningum, búsettur í Reykjavík.

Gíslína Torfadóttir (1937-2007) Óslandi ov

  • HAH01248
  • Person
  • 8.6.1937 - 17.9.2007

Gíslína Torfadóttir fæddist á Kringlu í Grímsnesi 8. júní 1937. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. september 2007.
Foreldrar Gíslínu voru Torfi Sigurjónsson frá Kringlu í Grímsnesi, f. 14.3. 1906, d. 13.2. 1996, og Margrét Sæmundsdóttir úr Reykjavík, f. 9.6. 1914, d. 16.1. 2003.
Gíslína fluttist með foreldrum sínum að Miðhúsum í Garði árið 1940 þar sem foreldrar hennar hófu búskap.

Lína, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp með stórum systkinahópi í Miðhúsum þar sem verkefnin voru alltaf næg, svo fór hún að vinna í fiski í Garðinum og vann einnig í bakaríi í Reykjavík. Eftir að hún giftist Gústa byrjuðu þau að búa á Lambastöðum í Garði en fluttu á Blönduós vorið 1965, að Óslandi fyrst um sinn en byggðu sér svo hús á Urðarbraut 1 og bjuggu þar frá árinu 1971 þar til þau fluttu suður í Garð í desember 1998. Eftir að þau fluttu suður í Garð starfaði Lína við heimilishjálp. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.

Gissur Grímsson yngri (1879-1942)

  • HAH03744
  • Person
  • 20.8.1879 - 29.1.1942

Gissur Grímsson 20. ágúst 1879 - 29. janúar 1942 Var á Setbergi, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1910. Steinsmiður Reykjavík 1920.

Gissur Jónsson (1908-1999) Valadal á Skörðum

  • HAH01242
  • Person
  • 25.3.1908 - 24.3.1999

Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi í Valadal á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi.
Gissur Jónsson, bóndi í Valadal á Skörðum, fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð hinn 25. mars 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 24. mars 1999.
Útför Gissurar fór fram frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði 3. apríl.

Gizur Bergsteinsson (1902-1997) Hæstaréttardómari

  • HAH09505
  • Person
  • 18.04.1902-26.03.1997

Gizur Bergsteinsson:
MINNING
Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist hinn 26. mars
1997, tæplega 95 ára að aldri. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem
markað hafa hvað dýpst spor í sögu Hæstaréttar íslands og einnig í mótun
réttarþróunarinnar í landinu á þessari öld.
Gizur Bergsteinsson fæddist hinn 18. apríl 1902 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson,
bóndi og oddviti, og Þórunn ísleifsdóttir, húsfreyja. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og embættisprófi í lögfræði lauk hann frá
Háskóla íslands í júní 1927. Á árunum 1927 og 1928 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við háskólana í Berlín og Kaupmannahöfn.
Á árinu 1928 hófst starfsferill Gizurar sem lögfræðings. Starfaði hann fyrst
sem endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Hann var skipaður
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929 og var síðar settur
skrifstofustjóri þar á árunum 1930, 1931 og 1934. Á þessum árum gegndi hann
og nokkrum sinnum setudómarastörfum.
Hinn 24. september 1935 var Gizur skipaður dómari við Hæstarétt íslands
frá 1. október sama ár að telja. Var hann þá aðeins 33 ára að aldri og hefur
enginn yngri en hann verið skipaður dómari við réttinn. Dómaraembættinu
gegndi hann til 1. mars 1972, eða í 36 ár og 5 mánuði, lengur en nokkur annar.
Forseti réttarins var hann samtals í 9 ár á þessu tímabili.
Á starfstíma Gizurar urðu miklar breytingar í hinu íslenska þjóðfélagi frá því
bændasamfélagi, sem hann ólst upp í, til nútímaþjóðfélags með gjörbreyttum
háttum á öllum sviðum. Óhjákvæmilega varð og mikil og ör þróun í íslenskum
rétti á þessum tíma. Þar hafði Gizur mikil áhrif sökum víðtækrar lagaþekkingar
sinnar og atorku. Naut hann mikils álits og trausts í störfum sínum, enda hafði
hann til að bera greind og hæfileika, sem gerðu hann frábærlega hæfan til að
leysa úr hinum flóknustu viðfangsefnum. Hann var víðlesinn á flestum sviðum
lögfræðinnar og gerði sér sérstakt far um að fylgjast með nýjum straumum í
þeim efnum. í Hæstarétti reyndi sífellt á ný og erfið úrlausnarefni, sem tekin
voru föstum og vönduðum tökum. Þar voru á þessum tíma dæmd mál á mörgum
sviðum réttarins, sem voru stefnumarkandi og reyndust traust fordæmi til
framtíðar. Naut hér við staðgóðrar lagaþekkingar, glöggskyggni og mannvits
Gizurar og samdómenda hans. A alllöngu tímabili fyrir og eftir miðja öldina
störfuðu saman í Hæstarétti auk Gizurar dómararnir Þórður Eyjólfsson, Jón
Asbjörnsson, Jónatan Hallvarðsson og Arni Tryggvason. Allir eru þessir hæfu
dómarar nú horfnir af sviðinu, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þeir hafi haft
mikil og heillavænleg áhrif á réttarþróunina og stuðlað þar að festu og
stöðugleika.
Ekki einasta nýttist þekking Gizurar Bergsteinssonar og hæfileikar í störfum
hans sem dómari í Hæstarétti, heldur kom hann víða við. Einkum vann hann
mjög að undirbúningi lagasetningar, meðal annars á nýjum sviðum. Þannig átti
hann mjög hlut að mótun löggjafar á sviði samgangna, en óvíða hafa orðið eins
gagngerar breytingar og þar. Hann vann meðal annars að frumvarpi að bifreiðalögum og ekki síður er merkt framlag hans til laga um loftferðir, en hann mun
hafa samið frumvarp að fyrstu lögum um þau efni og skýringar með því. Þá átti
hann hlut að samningu löggjafar um réttarfarsmálefni, bæði um meðferð opinberra mála og einkamála, svo og að löggjöf um Hæstarétt íslands. Til viðbótar
má hér nefna hegningarlög, lög um barnavemd og lög um lax- og silungsveiði.
Um langt árabil var Gizur og formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um
lax- og silungsveiði. Þá ritaði hann einnig greinar um lögfræðileg málefni í
ýmis rit.
Rétt er og að geta þess að Gizur var mikill unnandi íslenskrar tungu og jafnan
var það sameiginlegt kappsmál hans og samdómenda hans að dómar Hæstaréttar
væru ritaðir á góðu íslensku máli eins og dómar réttarins á ofangreindu tímabili
bera glöggt vitni um. Ber að vona að ætíð takist að fylgja því góða fordæmi.
Gizur var gæfumaður í einkalífi. Eiginkona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir,
reyndist honum mikil stoð og stytta, en þau gengu að eigast á árinu 1931. Eignuðust þau 4 börn, Lúðvík, hæstaréttarlögmann, Bergstein, verkfræðing og
brunamálastjóra rikisins, Sigurð, sýslumann á Akranesi og Sigríði, meinatækni.
Er þeim öllum, sem og öðrum aðstandendum, vottuð innileg samúð við fráfall
Gizurar.
Hæstiréttur íslands minnist Gizurar Bergsteinssonar með mikilli þökk og
virðingu. Með mikilvirkum störfum sínum átti hann stóran þátt í að leggja
traustan grunn, sem síðan hefur verið byggt á. Sú ósk skal látin hér í ljós, að
Hæstarétti megi auðnast um alla framtíð að starfa af þeirri vandvirkni, hollustu
og trúnaði, sem einkenndu öll hans störf.
Haraldur Henrysson

Fæddur 1902, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1935.

Lét af störfum 1. mars 1972. Lést 1997.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1927.

Framhaldsnám við háskóla í Berlín og Kaupmannahöfn 1927 og 1928.

Endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum 1928 – 1929.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1929 – 1935.

Helstu aukastörf:

Formaður ríkisskattanefndar 1934 – 1935.

Formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1942 – 1990.

Glanni og Grjótháls

  • HAH00272
  • Corporate body
  • (1950)

Fossinn Glanni er í Norðurá skammt frá Bifröst og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Paradísarlaut er skammt frá fossinum.

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um „sjónhending í Glannarafoss í Norðurá hvar hann hvítfaxar“ (Sýslu- og sóknalýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, bls. 39).

Merking orðsins glanni er meðal annars ‘blika, gljá’ og orðsins glenna ‘birta, skin’ > ‘ljósop (í lofti eða skógi)’ > ‘rifa, auður blettur’. Orðin eru skyld orðunum gláma og glóa. Skyld orð eru glan (hvk.) sem merkir ‘gljái’ og glana (so) ‘birta til’. Sögnin hefur síðar orðið að so. glaðna (til) vegna merkingarskyldleika. Glan(u)r var maki sólar og hestsheiti, samkvæmt Snorra-Eddu og er afbrigði þess Glen(u)r ‘hinn skínandi’ (samkvæmt orðabók um skáldamálið forna (Lexicon poeticum (1931), bls.188)).

Orðið glanni merkti í fornu máli eins og í nútímamáli “fremfusende og overmodig person” (Lexicon poeticum (1931), bls.187). Það var einnig nafn á manni, samkvæmt handriti af Snorra-Eddu (Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske sprog IV:128 (1972)). Á 18. öld er það þekkt úr Orðabók Björns Halldórssonar í merkingunni ‘importunus scurra’ á latínu, ‘en paatrængende Nar’ á dönsku. Líklegra er að merking fossnafnsins Glanni sé frekar ‘hinn skínandi’ en ‘uppáþrengjandi’ þó svo að merkingin ‘fremfusende’ geti út af fyrir sig hugsast um foss af þessu tagi.

En því má einnig velta fyrir sér hvort skyldleiki við sögnina glenna (sundur) ‘kljúfa í tvennt’ komi til greina.

Upp með Norðurá, frá Glanna, er góð leið á bökkunum upp á brúna hjá Glitsstöðum. Er þá ekki langt á Grjóthálsinn upp frá Glitstöðum. Af suðausturbrún Grjóthálsins er útsýni til margra bæja í Þverárhlíð, og sést vel yfir Norðtunguskóg.

Glaumbær í Langadal

  • HAH00211
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur hátt, á brík milli brattra brekkuhalla. Land jarðarinnar, sem ekki er mikið, er grýtt og fremur gróðurrýrt til fjallsins en grösugt hið neðra. Ræktunarmöguleikar takmarkaðir. Býlið er nú í eyði, en er nytjað af Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi, sem jafnframt er eigandi þess. Hefur hann byggt stór fjárhús þar.
Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús fyrir 780 fjár. Hlöður 2825 m3. Votheysgeymslur 32 m3.
Tún 11,3 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Glaumbær í Skagafirði

  • HAH00415
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Glóðarfeykir

  • Corporate body

Glóðafeykir er fjall í austanverðum Skagafirði, í miðjum Blönduhlíðarfjöllum beint á móti Varmahlíð, svipmikið, burstmyndað og klettótt ofan til en þó fremur auðgengt. Glóðafeykir, sem oft er kallaður Feykir eða Feykirinn er 910 m hár.

Djúpir dalir ganga inn í Tröllaskagafjallgarðinn beggja vegna Glóðafeykis, Flugumýrardalur að norðan en Dalsdalur að sunnan. Tveir bæir standa uppi undir fjallsrótum, Flugumýri að norðan og Djúpidalur í mynni Dalsdals. Sagt er að Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns Arasonar biskups, hafi sumarið 1551 falið sig í tjaldi í Húsgilsdragi á bak við Glóðafeyki fyrir hermönnum sem Danakonungur sendi til Hóla.

Ungmennafélag sem starfaði í Akrahreppi frá því snemma á 20. öld og til 1995 var nefnt eftir fjallinu, Ungmennafélagið Glóðafeykir. Héraðsfréttablaðið Feykir er einnig kennt við fjallið.

Gnýstaðir á Vatnsnesi

  • HAH00273
  • Corporate body
  • (1950)

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Gnýstöðum í Kirkjuhvammshreppi.

Að sunnan frá sjó úr Krosshól til landsuðurs upp í Ausugeir, og þaðan sömu stefnu fyrir norðan Sjónarhól í Gildru sem einkennd er með vörðu, og frá Gildru beina línu í grjótvörðu, og stendur á háholtinu nálægt ánni fyrir norðan Svartbakka og Tungubæ, og úr þeirri vörðu sömu stefnu til árinnar, ræður þá Tungu og Tjarnará til sjáfar. – Þess skal getið, að Tjörn á, sem í tak, trjáreka í Árvík.

Hvammi, 19. maí 1885
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða.

Jón Þorláksson prestur að Tjörn

Results 2701 to 2800 of 10352