Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Parallel form(s) of name

  • Gísli Guðmundsson gerlafræðingur

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.7.1884 - 26.9.1928

History

Gísli Guðmundsson gerlafræðingur (f. 6. júlí 1884 í Hvammsvík í Kjós, d. 26. september 1928 í Reykjavík) var líklega fyrsti menntaði örverufræðingurinn á Íslandi.

Places

Hvammsvík í Kjós; Reykjavík:

Legal status

Fyrsti menntaði örverufræðingurinn á Íslandi.

Functions, occupations and activities

Hann var frumkvöðull í atvinnulífi Reykvíkinga, stofnaði og rak gosdrykkjagerðina Sanitas 1905 og Smjörlíkisgerðina h/f 1918. Hann var einnig hvatamaður eða aðili að stofnun margra annarra matvælaframleiðslufyrirtækja á árunum í kring um 1920, svo sem Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Brjóstssykurgerðarinnar Nóa og Mjólkurfélags Reykjavíkur
Hugur Gísla stóð mjög til þess að stofna ölgerð í tengslum við gosdrykkjagerðina og kom hann sér raunar upp litlu brugghúsi í tilraunaskyni. Hann rak sig þó fljótt á að hann skorti fullnægjandi þekkingu og kunnáttu í örverufræði. Hann sótti því í fyrstu undirbúningsnám hjá Ásgeiri Torfasyni efnaverkfræðingi og forstöðumanni Efnarannsóknastofu landsins og hélt síðan utan til náms í annað sinn árið 1910. Gísli fór víða í tæplega þriggja ára námsför sinni. Hann hóf nám í efnafræði og örverufræði ölgerðar í München, en síðan beindist hugur hans að sýklafræði og var hann meðal annars við rannsóknir á sárasóttarbakteríunni hjá August von Wasserman í Berlín. Hann starfaði einnig við bakteríurannsóknir í Düsseldorf, Vín, Liége og Kaupmannahöfn.
Þó Gísli hafi orðið sér úti um mikla bóklega og verklega þekkingu í örverufræði og fleiri greinum, þá hafði hann ekki lokið formlegu háskólaprófi. Hinn nýstofnaði Háskóli Íslands þáði því ekki boð Gísla um að hann tæki að sér verklega eða bóklega kennslu í sýklafræði fyrir læknanema þrátt fyrir að öðrum örverufræðimenntuðum einstaklingum væri ekki til að dreifa og Gísli nyti stuðnings landlæknis. Gísli hafði haft heim með sér frá Þýskalandi all nokkuð af rannsóknabúnaði og gat því komið sér upp sinni eigin rannsóknaraðstöðu, sem hann og gerði og birtust af og til auglýsingar í Læknablaðinu og Lögrjettu þar sem hann auglýsti þjónustu sína við gerla- og blóðrannsóknir
Um tvítugt hélt Gísli til náms í Svíþjóð. Hann lærði gosdrykkjagerð í Hälsans Laboratorium í Helsingjaborg og naut þar leiðsagnar Eriks Berselius efnafræðings og N. Viktorsen verkfræðings. Að námi loknu var hann tvo mánuði í Stokkhólmi þar sem hann kynnti sér gerð ávaxtasafa. Að því loknu hél Gísli heim og stofnaði gosdrykkjagerðina Sanitas ásamt þeim Jóni í Melshúsum og Guðmundi Ólafssyni óðalsbónda í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Að ráði Guðmundar Björnssonar, sem síðar varð landlæknir, var verksmiðjan reist á Seltjarnarnesi vegna þess að þar var brunnvatn mun hreinna en í Reykjavík og ólíklegra til að vera smitað taugaveikibakteríum. Þrátt fyrir það var allt vatn til gosdrykkjagerðarinnar gerilsneytt í loftþéttum katli

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Guðmundur Guðmundsson 30. nóvember 1850 - 12. mars 1934 Trésmiður á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Dótturdóttir: Jakobína Jósefsdóttir. Bóndi í Hvammsvík í Kjós, síðar verslunarmaður og smiður í Reykjavík og kona hans 14.10.1879; Jakobína Jakobsdóttir 3. nóvember 1857 - 18. mars 1931 Húsfreyja í Hvammsvík í Kjós og síðar í Reykjavík.
Systkini Gísla;
1) Guðríður Guðmundsdóttir 24. nóvember 1886 - 16. september 1957 Var í Reykjavík 1910. Var á Jaðri, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
2) Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka 8. október 1888 - 11. júní 1974 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Vestmannaeyjum, á Blönduósi og síðast í Reykjavík. Maður hennar 3.11.1916; Páll Valdimar Guðmundsson Kolka 25. janúar 1895 - 19. júlí 1971 Spítalalæknir á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Héraðslæknir í Vestmannaeyjum, á Blönduósi og síðast í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir 25. desember 1890 - 21. janúar 1973 Húsfreyja á Jaðri, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja á Jaðri, Gerðahr., Gull. Maður hennar 1910;
4) Þorbergur Guðmundsson 18. september 1888 - 2. apríl 1982 Bóndi og sjómaður á Jaðri, Útskálasókn, Gull. 1930. Útgerðarmaður á Jaðri, Gerðahr., Gull.
5) Loftur Guðmundsson 18. ágúst 1892 - 4. janúar 1952 Var í Reykjavík 1910. Ljósmyndasmiður á Hjallalandi, Reykjavík 1930. Ljósmyndari í Reykjavík. M1; Stefanía Elín Grímsdóttir 28. október 1898 - 27. apríl 1940 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hjallalandi, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. M2 29.5.1943; Guðríður Sveinsdóttir 22. nóvember 1908 - 18. apríl 2002 Var í Ásum, Grafarsókn, Skaft. 1910. Húsfreyja í Reykjavík. Fyrri maður hennar 1.10.1932; Valdimar Frímann Helgason 21. ágúst 1907 - 29. nóvember 1972 Verkstjóri í Reykjavík. Var í Vík í Mýrdal, Reynissókn, Skaft. 1910. Vélagæslumaður á Hallveigarstíg 6 a, Reykjavík 1930. Þau skildu.
6) Fríða Guðmundsdóttir 17. mars 1905 - 3. maí 1987 Var í Reykjavík 1910. Skrifstofustúlka á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar 3.11.1932: Baldur Sveinsson 18. október 1902 - 2. nóvember 1967 Bankaritari á Skólavörðustíg 21, Reykjavík 1930. Bankafulltrúi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Kona hans 1912; Halldóra Þórðardóttir 14. maí 1891 - 25. janúar 1984 Ekkja á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Guðrún Jóna Gísladóttir 21. desember 1913 - 10. júlí 2005 Ritari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1930. Maður hennar 1942; Þorvarður Ragnar Jónsson 12. júlí 1915 - 18. janúar 1996 Sendill á Baldursgötu 25, Reykjavík 1930. Skrifstofumaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðmundur Gíslason 8. apríl 1915 - 15. apríl 1996 Námsmaður á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Kona hans 11.12.1948; Guðbjörg Sigurbergsdóttir 10. maí 1921 Var á Eyri, Kolfreyjustaðarsókn, S-Múl. 1930.
Uppeldisdóttir
3) Björg Guðmundsdóttir 27. október 1913 - 21. desember 1933 Skrifstofustúlka í Kirkjustræti 10 b, Reykjavík 1930. Faðir hennar;  Guðmundur Guðmundsson (1882 - 1919) bróðir Gísla.

General context

Relationships area

Related entity

Jakobína Jakobsdóttir (1857-1931) Hvammsvík (13.11.1857 - 18.3.1931)

Identifier of related entity

HAH05248

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakobína Jakobsdóttir (1857-1931) Hvammsvík

is the parent of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

6.7.1884

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Guðmundsson (1850-1934) Hvammsvík (30.11.1850 - 12.3.1934)

Identifier of related entity

HAH04025

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1850-1934) Hvammsvík

is the parent of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

6.7.1884

Description of relationship

Related entity

Fríða Guðmundsdóttir (1905-1987) Hvammshlíð í Kjós (17.3.1905 - 3.5.1987)

Identifier of related entity

HAH03484

Category of relationship

family

Type of relationship

Fríða Guðmundsdóttir (1905-1987) Hvammshlíð í Kjós

is the sibling of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

17.3.1905

Description of relationship

Related entity

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi (8.10.1888 - 11.6.1974)

Identifier of related entity

HAH03839

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi

is the sibling of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

8.10.1888

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Guðmundsson (1882-1919) skipsstjóri (23.2.1882 - 17.2.1919)

Identifier of related entity

HAH04032

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1882-1919) skipsstjóri

is the sibling of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

6.7.1884

Description of relationship

Related entity

Guðríður Guðmundsdóttir (1886-1957) frá Hvammshlíð í Kjós (24.11.1866 - 16.9.1957)

Identifier of related entity

HAH04204

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðríður Guðmundsdóttir (1886-1957) frá Hvammshlíð í Kjós

is the sibling of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

24.11.1886

Description of relationship

Related entity

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari (18.8.1892 - 4.1.1952)

Identifier of related entity

HAH06009

Category of relationship

family

Type of relationship

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

is the sibling of

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

Dates of relationship

18.8.1892

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03763

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.6.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places