Showing 10349 results

Authority record

Hrútey í Blöndu

  • HAH00308
  • Corporate body
  • (1900)

Hrútey var friðlýst sem fólkvangur árið 1975. Gróskumikil eyja og rómuð fyrir fuglalíf. Vinsælt útivistarsvæði. Stærð fólkvangsins er 10,7 ha.

Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.

Hrútfell á Kili (1410 m)

  • HAH00992
  • Corporate body
  • 874-

Hrútfell (einnig kallað Hrútfellsjökull) er móbergsstapi á Kili. Hæð þess er 1410 metrar yfir sjávarmáli. Uppi á Hrútfelli er jökull.
eitt svipmesta stapafjall landsins 1396 m y.s., vestan við Fúlukvísl. Á kolli þess er allvænn jökulkúfur.
Norðlendingar nefndu fjallið Regnbúða- eða Regnbogajökul. Að austan, sunnan Hofsjökuls eru Kerlingarfjöll.

Hulda Árnadóttir (1917-2007) ljósmóðir Lækjarhvammi Skagaströnd

  • HAH01458
  • Person
  • 28.12.1917 - 14.2.2007

Aðalheiður Hulda Árnadóttir ljósmóðir fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 28. desember 1917. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. febrúar 2007. Hulda var í Kvennaskólanum á Blönduósi einn vetur. Eftir það hóf hún nám í Ljósmæðraskóla Íslands og lauk þaðan prófi árið 1939. Hulda vann ýmis almenn störf þar til hún tók við stöðu á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd 1967 þar sem hún starfaði í um 20 ár.
Útför Huldu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 29. mars 2007 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Hulda Baldursdóttir (1948-2009)

  • HAH01459
  • Person
  • 12.7.1948 - 15.4.2009

Hulda Baldursdóttir var fædd á Blönduósi 12. júlí 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss þann 15.apríl 2009.

Hulda Bjarnadóttir (1921-2000)

  • HAH01460
  • Person
  • 14.11.1921 - 8.2.2000

Hulda Bjarnadóttir fæddist á Blönduósi 14. nóvember 1921.Hún lést á héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. febrúar síðastliðinn. Útför Huldu fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

  • HAH01461
  • Person
  • 11.8.1910 - 30.6.2002

Hulda Friðfinnsdóttir var fædd á Blönduósi 11. ágúst 1910. Hún lést 30. júní síðastliðinn. Hulda ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, en fluttist til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum árið 1947. Auk almennrar skólagöngu á Blönduósi var hún veturinn 1929-30 á Héraðsskóla á Laugarvatni. Hulda vann ýmis störf, ekki síst á heimilinu, með og fyrir foreldra sína og fjölskyldu. Á Blönduósi bjó fjölskyldan í Finnshúsi, en þar voru einnig í heimili hjónin Sigþrúður, móðursystir Huldu, og Páll Sigurðsson. Þá bjuggu þar einnig um skeið, eða þar til Hulda var um sjö ára gömul, feðginin Jónína, móðursystir Huldu, og Hannes Guðmundsson.

Á Blönduósi vann Hulda m.a. við smíðar og málningarvinnu með föður sínum og systur. Er til Reykjavíkur kom tóku við almenn verkakvennastörf. Áfram vann Hulda mikið á heimilinu, bæði við prjónaskap, en ekki síður við almennt heimilishald. Hún annaðist foreldra sína, en þau urðu bæði fullorðin og þurftu aðstoðar við. Hulda hélt lengi heimili með Sigríði systur sinni og dætrum hennar, og var þeim sem önnur móðir. Þær bjuggu lengi á Gunnarsbraut 34, en síðustu árin dvaldi Hulda á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus.

Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hulda Gísladóttir (1913-1993)

  • HAH01462
  • Person
  • 8.8.1913 - 14.8.1993

Hulda Gísladóttir, andaðist á heimili sínu á Sauðárkróki að morgni 14. ágúst, þá nýorðin áttræð. Þótt búast megi við því að maðurinn með ljáinn sé ekki langt undan þegar aldrað fólk á í hlut, þá kom andlát hennar á óvart eins og svo oft vill verða. Helgina áður hafði hún haldið upp á afmæli sitt í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju af skörungsskap og þangað sóttu hana heim margir ættingjar og vinir. Hulda var fædd á Bólstað í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Um tvítugt fluttist Hulda búferlum til Siglufjarðar. Þar giftist hún og stofnaði heimili.

Hulda Helgadóttir (1930-1995) Reykjavík

  • HAH08061
  • Person
  • 4.9.1930 - 1.5.1995

Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjögurra vikna gömul, ólst upp og bjó í Reykjavík til dauðadags.
Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Útför Huldu fór fram frá Bústaðakirkju 11.5.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.

Hulda Kristjánsdóttir Blöndal (1912-1962) Gilsstöðum

  • HAH05557
  • Person
  • 1.7.1912 - 21.8.1962

Hulda Steinunn Kristjánsdóttir Blöndal 1. júlí 1912 - 21. ágúst 1962. Var á Gilsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Gilsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Þá skráð með aðsetur í Rvk.

Hulda Lilliendahl (1907-1983) Akureyri

  • HAH04164
  • Person
  • 25.7.1907 - 7.8.1983

Guðný Hulda Káradóttir Lilliendahl 25. júlí 1907 - 7. ágúst 1983 Var á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, S-Þing. 1910. Húsfreyja á Akureyri, Gufunesi og í Reykjavík. Símamær á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Hulda Pálsdóttir (1923-2011) Skagaströnd

  • HAH06732
  • Person
  • 4.8.1923 - 29.9.2011

Hulda Pálsdóttir 4. ágúst 1923 - 29. sept. 2011. Var í Hólagerði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Fósturforeldrar Jón Klemensson og Guðrún Ólöf Sigurðardóttir. Var á Bogabraut 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957.

Hulda Pétursdóttir (1929-2006) frá Kötlustöðum

  • HAH01463
  • Person
  • 23.6.1929 - 27.9.2006

Hulda Pétursdóttir fæddist á Kötlustöðum í Vatnsdal í A-Hún. 23. júní 1929. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 27. september síðastliðinn. Hulda bjó á Kötlustöðum í Vatnsdal fyrstu fimm ár ævi sinnar, var á Guðrúnarstöðum og víðar í Vatnsdalnum uns hún fór níu ára að Hofi. Hulda lauk barnaskólaprófi norður í Vatnsdal fermingarárið sitt 1943, flutti á Akranesi 1945, var þrjá vetur í Gagnfræðaskólanum og útskrifaðist 1948. Þótti hún dugleg til náms og þá sérstaklega hvað varðaði íslensku. Hún vann á matsölu hjá Halldóru Hallsteins frá Skorholti og í bakaríi hjá Guðna. Hulda flutti inn að Akralæk í Skilmannahreppi í maí 1950 til Guðjóns og þau bjuggu þar til 1968 að þau fluttu á Akranes, fyrst á Akurgerði 5 og frá 1990 á Grenigrund 32. Hulda var lengst af húsmóðir og annaðist heimili og börn auk þess sem hún prjónaði til margra ára lopapeysur fyrir Handprjónasambandið en síðustu starfsár sín vann hún við heimilishjálp á Akranesi, eða fram til 1988 að hún hætti af heilsufarsástæðum.
Útför Huldu var gerð í kyrrþey að hennar ósk.

Hulda Sæmundsdóttir Olsen (1921-2008) frá Kverngrjóti

  • HAH01466
  • Person
  • 28.6.1921 - 15.4.2008

Hulda S. Olsen fæddist á Kverngrjóti í Dalasýslu 28. júní 1921. Hún andaðist í Holtsbúð í Garðabæ 15. apríl síðastliðinn. Hulda var jarðsungin frá Vídalínskirkju 22. apríl, í kyrrþey að hennar ósk. Var í Belgsdal, Staðarhólssókn, Dal. 1930. Húsfreyja.

Hulda Sigríður Jeppesen (1958)

  • HAH06813
  • Person
  • 2.4.1958 -

Hulda Sigríður Jeppesen f. 2.4.1958 kjördóttir Knúts, faðir hennar var Ómar Árnason f. 9. apríl 1936 - 11. júní 2011.

Hulda Sigurðardóttir (1922-2003) kennari

  • HAH05065
  • Person
  • 18.2.1922 - 29.10.2003

Hulda Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1922. Kennari í Hafnarfirði.
Hulda og Stefán bjuggu allan sinn búskap á Brekkugötu 22 í Hafnarfirði.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. október 2003.
Útför Huldu fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 13.11.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hulda Sigurðardóttir (1952)

  • HAH03959
  • Person
  • 4.5.1952 -

Guðmunda Hulda Sigurðardóttir 4. maí 1952 Var á Litla Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

Hulda Sigurjónsdóttir (1927-2009) Eyrarkoti í Kjós

  • HAH01464
  • Person
  • 1.11.1927 - 16.1.2009

Hulda Sigurjónsdóttir, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, fæddist á Sogni í Kjós 1. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. janúar síðastliðinn. Hulda og Karl hófu búskap að Hálsi í Kjós 1948. Þaðan fluttu þau að Eyrarkoti í Kjós 1966 þar sem þau sáu um Póst- og símstöðina þar til hún var lögð niður 1982. Þá fluttu þau í Mosfellsbæ og bjuggu þar upp frá því. Eftir að þau fluttu í Mosfellsbæinn starfaði Hulda um nokkurra ára skeið í þvottahúsi Reykjalundar. Síðustu þrjú árin bjó hún í Hlaðhömrum Mosfellsbæ.

Útför Huldu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hulda Sigurrós Pálsdóttir (1908-1995)

  • HAH01465
  • Person
  • 21.8.1908 - 9.1.1995

Hulda Pálsdóttir fæddist á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 21. ágúst 1908. Hún lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. janúar 1995. Þau reistu bú á Höllustöðum í Blöndudal og bjuggu þar upp frá því. Pétur lést 1977. Börn þeirra eru: Páll, alþingismaður og bóndi á Höllustöðum, Már, dómari í Hafnarfirði, Hanna Dóra, kennari í Kópavogi og Pétur, læknir á Akureyri. Útför hennar verður gerð frá Svínavatnskirkju í dag.

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

  • HAH01457
  • Person
  • 1.1.1897 - 25.3.1989

Skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík. Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Þingeyrum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Hin mæta kona Hulda Árdís Stefánsdóttir fæddist 1. janúar 1897 á Möðruvöllumí Hörgárdal. Voru foreldrar hennar Stefán Jóhann Stefánsson skólameistari sonur Stefáns Stefánssonar á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Er margt meðal þeirra Heiðamanna landskunnir. Kona Stefáns, móðir frú Huldu, var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Möðruvellir voru stór staður á uppvaxtarárum frú Huldu, velsóttur skóli í góðu áliti og faðir hennar ekki að eins skólastjóri heldur stór bóndi.

Þau systkini Hulda og Valtýr ólust upp á miklu menningarheimili, ríkum garði. Frú Huldu var hug næmast að ræða um æsku sína frá þessum dögum, þar á meðal heimilið á Hofi yst í Hörgárdal hjá sr. Davíð Guðmundssyni presti er varfrá Vindhæli á Skagaströnd og son hans, Ólaf Davíðsson, er lengi hafði dvalið við nám í Höfn en nú varkominn heim. Hann hafði stundað náttúrufræði í Höfn, einkum grasafræði og nú þjóðsagnasöfnun. Hann kenndi stundum á Möðruvöllum og var barngóður og var mikill vinur þeirra barnanna Valtýs og Huldu. Var tekin mynd af Ólafi og þeim er frú Hulda hafði uppi alla tíð. Þessar æskuminningar frú Huldu voru ríkar í huga hennar oft er við ræddum saman.

Hafði hún mjög hug á að setjast í Menntaskólann í Reykjavíkog ljúka þar stúdentsprófi.- En meðal kvenna var vaknaður áhugi fyrir námi við skólann og má geta þess að vorið 1915 útskrifuðust 7 kvenstúdentar.- Eigi varð úr að Hulda færi í Menntaskólann, en síðar sigldi hún til Hafnar og dvaldi fyrst hjá dr. Valtý Guðmundssyni prófessor. En þeir Stefán skólameistari voru skólabræður úr Latínuskólanum og félagar við nám ytra. Var ávallt mikil vinátta meðþeim.- Hulda gekk á Húsmæðraskólann í Vordenburg, síðan var hún á hljómlistarskóla í Höfn, en hún sem foreldrar hennar unni hljómlist. Um leið gekk hún á Verslunarháskóla í Friðriksbergi og stundaði þar tungumál og bókfærslu.- Hulda hafði notið námsins vel til munns og handa og var há menntuð kona er hún kom heim.

Hún var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1921-23 og bjó með móður sinni en Stefán skólameistari andaðist 20. janúar 1921.

Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Stefánsdóttir Jóni Sigurði Pálmasyni bónda á stórbýlinu Þingeyrum. Hann var sonur sr. Pálma Þóroddssonar frá Skeggjastöðum í Garði, presti á Höfða á Höfðaströnd, síðar á Hofsósi og konu hans, Önnu Hólmfríði Jónsdóttir Hallssonar prófasts í Glaumbæ.- Jón Pálmason var búfræðingur frá Ólafsdal 1905.

Hann vann að jarðarbótum og sveitastörfum í 2 ár, stundaði verslunarstörf á Sauðárkróki 1907-13 og var verslunarstjóri þar á sinni árin. Þá dvaldi hann eitt ár við landbúnaðarstörf á Sjálandi.- Hann keypti jörðina Þingeyrar í Húnaþingi 1914 og hóf þar búskap 1915. Hann var félagslyndur maður. Hann var oddviti í 30 ár og sýslunefndarmaður frá 1928. Jón Pálmason var kirkjunnar maður. Var í sóknarnefnd frá 1916 enda átti hann guðshúsið og því kirkjubóndi.
Minningarathöfn um frú Huldu fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. apríl, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi flutti minningarræðuna.- Hún var lögð til hinstu hvíldar að Þingeyrum við hlið manns síns að lokinni athöfn í Þingeyrakirkju. Á þeim stað sem henni var svo kær.

Hulda Þorsteinsdóttir (1913-1988) frá Eyjólfsstöðum

  • HAH01467
  • Person
  • 27.3.1913 - 2.9.1988

Hulda S. Þorsteinsdóttir frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, síðast til heimilis að Stóragerði 32 í Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. sept. sl. Hún hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða um alllangt skeið, en veiktist svo skyndilega og þar með voru endalokin ráðin.
Hulda Sigríður, eins og hún hét fullu nafni, fæddist að Eyjólfsstöðum 27. mars 1913. Það varð hlutskipti þeirra systranna, Huldu og Unnu (hún var alltaf kölluð Unna), að halda heimili með foreldrum sínum, og síðar fyrir þau, er þau voru flutt hingað tilReykjavíkur. Lengst af bjuggu þau á Bergstaðastræti 64 og þar létust þau bæði aldin að árum. Þær systurnar unnu þó lengi við verslunarstörf, jafnframt heimilishaldinu, lengst af hjá Ludvig Storr á Laugavegi 15. Ég kom oft á Bergstaðastrætið og var ætíð vel fagnað. Þorsteinn kallaði mig alltaf nafna sinn og fannst mér mikið til um það.

Eftir fráfall þeirra Þorsteins og Margrétar, keyptu þær systur séríbúð í Stóragerði 32 og bjuggu þar til æviloka. Hjúkrunarstörf Huldu voru þó ekki liðin. Um margra áraskeið annaðist hún Unnu systur sína í veikindum hennar, en hún hafði verið heilsutæp í fjölda ára og lést á síðasta ári, löngu farin að kröftum. Sjálf stóð Hulda sterk þar til hún eins og allir aðrir verða að beygja sig fyrir síðasta kalli lífsins, dauðanum. Lífið gerir oft miklar kröfur og ekki er það allra að geta svarað þeim. Hulda bognaði ekki undan þeim byrðum, semá hana voru lagðar.
Ógift barnlaus.

Húnabraut 10 Blönduósi

  • HAH00825/10
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 10 Kristinn Pálsson og Guðný Pálsdóttir

Húnabraut 11 Blönduósi

  • HAH00825/11
  • Corporate body
  • (1960)

Byggt af Kára Snorrasyni og Kolbrúnu Ingjaldsdóttur

Húnabraut 12 Blönduósi

  • HAH00825/12
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 12 Haukur Jóhannsson og Ragnhildur Theodórsdóttir

Húnabraut 13 Blönduósi

  • HAH00825/13
  • Corporate body
  • (1970)

Byggt sem heildverslun Zophoníasar Zophoníasarsonar
Búnaðarsamband A-Hún
Pólarprjón
Seinna Hárgreiðslustofa Bryndísar

Húnabraut 14 Blönduósi

  • HAH00825/14
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 14 Skúli Pálsson og Nanna Tómasdóttir byggðu

Húnabraut 16 Blönduósi

  • HAH00825/16
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 16 Tómas Jónsson og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir byggðu

Húnabraut 18 Blönduósi

  • HAH00825/18
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 18 Baldur Sigurðsson og Kristín Bjarnadóttir.

Húnabraut 19 Blönduósi

  • HAH00825/19
  • Corporate body
  • um1955

Byggt af Þorvaldi Þorlákssyni og Jenný Kjartansdóttur
Seinna Lögfræðistofa og heimili Stefáns Ólafssonar og Hafdísar

Húnabraut 22 Blönduósi

  • HAH00825/22
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 22 Guðmundur Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir efri hæð,
Jón Hannesson og Ásta Magnúsdóttir neðri hæð

Húnabraut 23 Blönduósi

  • HAH00825/23
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 23 Ragnar Jónsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir
Bókasafn Blönduóss

Húnabraut 24 Blönduósi

  • HAH00825/24
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 24 Jón Baldurs og Arndís Baldurs efri hæð
Bókabúð KH neðri hæð

Húnabraut 25 Blönduósi

  • HAH00825/25
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 25 Sigurður Baldursson, Þuríður Snorradóttir (Addý) efri hæð
Baldur Þorvaldsson og Hulda Baldursdóttir neðri hæð

Húnabraut 26 Blönduósi, Tónlistaskólinn

  • HAH00825/26
  • Corporate body
  • um1960

Húnabraut 26 Jónas Tryggvason og Þorbjörg Bergþórsdóttir efri hæð
Verslunin Björk og bólstrun neðri hæð.
Síðar Tónlistaskóli

Húnabraut 28 Blönduósi

  • HAH00825/28
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 28 Ari Guðmundsson og Guðmunda Guðmundsdóttir

Húnabraut 30 Blönduósi

  • HAH00825/30
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 30 Einar Guðlaugsson og Ingibjörg Jónsdóttir

Húnabraut 32 Blönduósi

  • HAH00825/32
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 32 Sigurður Kr.Jónsson og Guðrún Ingimarsdóttir

Húnabraut 34 Blönduósi

  • HAH00825/34
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 34 Skúli Jakobsson og Gunnhildur Þórmundsdóttir

Húnabraut 36 Blönduósi

  • HAH00825/36
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 36 Finnur Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir

Húnabraut 38 Blönduósi

  • HAH00825/38
  • Corporate body
  • (1960)

Húnabraut 38 Hjálmar Pálsson og Sigríður Sigurðardóttir

Húnaflói

  • HAH00891
  • Corporate body
  • 874 -

Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði hann þat Húnavatn“

Húnavallaskóli

  • HAH00310
  • Corporate body
  • 1969-

Húnavallaskóli er grunnskóli í Austur-Húnavatnssýslu sem stendur við Reykjabraut. Hann hefur verið starfræktur af sveitafélaginu Húnavatnshreppi frá árinu 1969 og hefur starfað í þágu nemenda sem búa í dreifbýli í héraðinu. Skólaárið 2011 - 2012 stunduðu 60 nemendur nám við skólann. Skólastjórar skólans hafa verið sjö en skólastjóri skólans er nú Sigríður B. Aadnegard.

Húnavallaskóli (1969)

  • HAH10127
  • Corporate body
  • 1969

Húnavallaskóli stendur við Reykjabraut. Skólinn þjónar íbúum Húnavatnshrepps, bygging skólahússins hófst sumarið 1965, skólinn var svo settur í fyrsta sinn þann 28. október 1969 og formlega vígður 7. nóvember 1970. Upphaflega var skólinn rekinn sem heimavistarskóli, heimavist var lögð niður í áföngum á árunum 1980 til 1982. Síðan þá hefur verið um heimaakstur nemenda að ræða. Nemendafjöldi við skólann hefur orðið mestur um það bil 180. Skólastjóri er Sigríður Aadnegard.

Húnavatn

  • HAH00311
  • Corporate body
  • (880)

Húnavatn er í Torfalækjar- og Sveinstaðahreppum í A.-Húnavatnssýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Vatnsdalsá kemur í það að sunnan, en útfallið er úr norðurendanum til sjávar um Húnaós. Skammt frá ósnum kemur Laxá í Ásum í vatnið. Mikill fiskur er í vatninu og gengur um það. Mest er af sjóbleikju, 1-2 pund, og nokkuð er af sjóbirtingi, sem getur orðið allvænn.

Lax gengur um vatnið til laxánna, sem í það renna, en lítur sjaldan við beitu í vatninu. Eitthvað er af staðbundnum uppalningi í vatninu. Bílfært er að vatninu og veiðihúsið Steinkot er við Vatnsdalsflóðið til afnota fyrir veiðimenn.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 295 km og 12 km frá Blönduósi.

Húnaver félagsheimili

  • HAH10110
  • Corporate body
  • 1957 -

Þegar ungmennafélagið var stofnað var húsakostur til samkomuhalds í sveitinni næsta ófullkominn. Þinghúsið í Bólstaðarhlíð var lítið og víðs Ijarri að svara þcim kröfum, sem sýnt var að framtíðin mundi gera til slíkra bygginga.

Voru á þeim árum uppi í sveitinni ýmsar ráðagerðir um stækkun hússins og breytingar. En aðrir vildu byggja nýtt hús og voru ungmennafélagar yfirleitt í þeim flokki. Varð þetta mál Fljótt ofarlega á baugi hjá félaginu, en löng bið varð á raunhæfum aðgerðum. Á sínum fyrstu árum byggði félagið hesthús austan við þinghúsið í Bólstaðarhlíð og afhenti sveitinni að gjöf, svo að menn gætu hýst hesta sína, er þeir kæmu til mannfunda. Var þetta töluvert átak af ungu félagi með lítinn sjóð, þó að breyttir tímar hafi gert þessa Framkvæmd lítils virði. Nokkru fyrir 1950 voru sett lög um félagsheimilasjóð, er miðuðu að þvi að ríkið greiddi 40% kostnaðar við félagsheimilabyggingar. Það varð til þess að mörg sveitarfélög fóru að hraða frambúðarlausn sinna samkomumála. Harðnaði nú áróðurinn fyrir byggingu félagsheimilis í sveitinni um allan helming og voru ungmennafélagar þar framarlega í flokki.

Í nóvember 1951 komu fulltrúar frá Bólstaðarhlíðarhreppi og þremur félögum saman á fund og undirrituðu samvinnusamning um byggingu félagsheimilis. Var Bólstaðarhlíðarhreppur með 1/6 eignarhluta í heimilinu, en U.M.E.B., kvenfélagið og búnaðarfélagið með 1/6 hvert. Framkvæmdir við félagsheimilisbygginguna hófust sumarið 1952 og vorið 1957 var þeim lokið, húsið vígt og gefið nafnið Húnaver.

Alls greiddi U.M.F.B. kr. 150 þús. sem framlag til byggingarinnar, en kostnaður alls var um 2 millj. kr. Ekki þarf að fara í grafgötur með hvaða átak þetta var fyrir fámenna og frekar harðbýla sveit. Ekki var af gildum sjóðum að státa, hvorki hjá sveitarfélaginu sjálfu né einstökum félögum. Það sem gerði gæfumuninn, var samhugur sveitarbúa sjálfra. Þeir vildu skapa félagsstarfsemi sinni starfhæfan grundvöll og kusu þess vegna að leggja á sig nokkrar byrðar, svo að takmarkið mætti nást. Þótt margir haldi því fram og vafalaust stundum með réttu, að félagsheimilin séu tvíeggjað vopn í menningarsókn sveitanna, eru þau ómótmælanlega undirstaða allrar nútíma félagsstarfsemi. Hitt er svo annað mál að margt mætti betur fara í skemmtanalífi nútímans, en afturhvarf til liðins tíma er óhugsandi. Á þessu sviði sem öðru er þýðingarlaust að berjast gegn sinni eigin samtíð. Því aðeins er hægt að hafa áhrif á gang málanna að menn geri sér grein fyrir hvert straumurinn liggur. Síðan Húnaver var reist hefur verið gerður íþrótta- og skeiðvöllur í nágrenni þess í félagi við Hestamannafélagið Óðin.

Hundahreinsunarhús við Giljá (1928)

  • HAH10067
  • Corporate body
  • 1928

Lítið steinsteypt hús, hvítmálað með rauðu þaki og stendur í landi Litlu-Giljár í hvammi sunnan við Giljá, en þar var brú og ummerki um gamla þjóðveginn sjást rétt við húsið. Húsið er steinsteypt, um 5 m á lengd, 3,5 á breidd og 2,5 á hæð með dyragætt til suðurs og tveimur gluggum að vestan. Veggir eru heilir sem og þakið, sem er klætt rauðmáluðu bárujárni. Sveinsstaða- og Torfalækjarhreppur sameinuðust um að láta byggja húsið árið 1928 til notkunar sem hundahreinsunarhús. í október 2004 var húsið síðan afhent eigendum Litlu-Giljár til fullrar eignar og eitthvað verið notað síðan sem reykkofi.

Hundavötn

  • HAH00309
  • Corporate body
  • (1950)

Svæðið umhverfis Hundavötn heitir Ömrur, enda þykir það ömurlegt og gróðurlaust.

Hundavötn eru í skarðinu vestan Lyklafells austan við það eru Krákur á Sandi [Djöflasandi] 1188 m. á Auðkúluheiði.
Eystri Hundavötn er hvítt af jökulleir.

Norðan við Þjófadalafjöll liggja Búrfjöll, sem er alllöng fjallaröð með mörgum hnúkum. Við stefnum á norðurhluta Þjófadalafjalla. Göngulandið er gróið mosa, lyngi og víðikjarri, og sums staðar mjög þýft. Á leið okkar eru þrjár bergvatnskvíslar. Þær eru vatnslitlar núna og við stiklum þær: Þegjandi fyrst, þá Hvannavallakvísl og loks Dauðsmannskvísl. Handan Dauðmannskvíslar tekur gróðurleysi við, en það kallast því kynlega nafni Djöflasandur.

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum,

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

  • HAH00554
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur á brekkubrúninni, sem verður upp af tungunni, þar sem Húnsstaðalækur fellur í Laxá og alllangt suður í flóann og niður að Húnavatni. Landið er mestmegnis mýrar og móar og gott ræktunarland. Niður við vatnið er jarðvegur þurrari, þar er Húnsstaðasandur. Íbúðarhús byggt 1965, 358 m3. Fjós 1958 og 1964 fyrir 40 gripi með mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 180 fjár. Tvær hlöður 1095 m3. Votheysturn 48 m3. Geymsla 120 m3. Bílskúr 96 m3. Tún 52 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Hurðarbak Torfalækjarhreppi

  • HAH00553
  • Corporate body
  • [1300]

Hurðarbak I og II. [Urðarbak]. Bærinn stendur austanvert við Miðás á svokölluðum Bæjarás. útsýn til vesturs takmarkast af Miðás og Holtsbungu. Jörðin er víðáttumikil, mest mýrlend. Austurmerkin eru frá Deildartjörn út að Laxá í Ásum, en hún ræður merkjum að norðan. Rétt ofan við merkin við Holt er Langhylur, sem var og er frægur veiðistaður. Jörðinni var skipt í tvennt 1966 og stofnað nýbýlið Hurðarbak II.
Hurðarbak I. Íbúðarhús byggt 1937 og viðbygging 1967, 195 m3. Fjós 1930 úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti yfir 210 fjár. Hlaða 120 m3 Votheysturn 40 m3. Geymsla 60 m3. Tún 14,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.
Hurðarbak II; Fjárhús yfir 175 fjár. Hlaða 545 m3. Geymsla 343 m3. Tún 21,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Húsavíkurkirkja

  • HAH00689
  • Corporate body
  • 2.6.1907-

Húsavíkurkirkja núverandi var vígð 2. júní 1907. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem er krosskirkja, byggð úr norskum við. Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust.
Turn kirkjunnar er 26 m hár. Hún er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni. Freymóður Jóhannesson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna að innan árið 1924.

Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31. Hún sýnir upprisu Lazarusar. Jóhann Björnsson, útskurðarmeistari á Húsavík, gerði skírnarsáinn og aðra útskorna gripi kirkjunnar. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964. Elstu gripir kirkjunnar eru tveir kertastjakar úr tini, sem danskur kaupmaður, Peter Hansen, gaf kirkjunni 1640. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.

Húsið á Eyrabakka

  • HAH00867
  • Corporate body
  • 1765 -

Húsið á Eyrarbakka er sögufrægt hús á Eyrarbakka sem hýsir nú Byggðasafn Árnesinga en var áður bústaður kaupmanna.

Húsið er með merkustu húsum landsins og er svartbikað timburhús af bolhúsgerð með bárujárnsþaki. Jens Lassen kaupmaður lét reisa húsið árið 1765. Húsið stendur við Eyrargötu 50 litlu austar við Eyrarbakkakirkju. Áfast við Húsið með tengibyggingu er málað timburhús, Assistentahúsið en það var reist rúmri öld síðar eða árið 1881. Assistentahúsið er timburhús af bindingsverki.

Upphaf Hússins má rekja til fastrar búsetu danskra kaupmanna en áður höfðu þeir aðeins dvalið að sumarlagi á Íslandi. Flestir íbúar Hússins fram til ársins 1919 voru danskir. Húsið var flutt tilsniðið til landsins. Veggir eru gerðir úr þykkum, mótuðum trjástokkum sem klæddir eru að utan með súð. Skorsteinn og eldstæði voru hlaðin úr steini. Í Assistentahúsinu bjuggu verslunarþjónar Lefolii-verslunarinnar.

Guðmundur Daníelsson rithöfundur bjó í því um nokkurn tíma á fimmta áratug 20. aldar og skrifaði þar sjö bækur. Guðmundur lánaði Halldóri Laxness húsið árið 1945 og þar skrifaði hann „Eldur í Kaupmannahöfn”.

Hvalfjörður

  • HAH00315
  • Corporate body
  • (1950)

Hvalfjörður er mjór og djúpur fjörður inn af Faxaflóa á Vesturlandi, norðan við Kollafjörð og sunnan við Borgarfjörð. Norðan megin við fjörðinn er Akranes og sunnan megin er Kjalarnes. Hann er um það bil 30 km að lengd.
Um miðjan fjörðinn að norðanverðu er Grundartangi þar sem rekin er járnblendiverksmiðja og álver. Þar er nú ein stærsta höfn landsins. Gegnt Grundartanga er Maríuhöfn á Hálsnesi sem var ein aðalhöfn landsins á síðmiðöldum. Botnsdalur, í botni Hvalfjarðar, er vinsælt útivistarsvæði og þar er hæsti foss landsins, Glymur. Innarlega í firðinum eru víða leirur og þar er fjölbreytt fuglalíf og mikið um krækling.
Á árunum 1996-1998 voru gerð göng, Hvalfjarðargöngin, undir utanverðan Hvalfjörð og styttu þau hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðveg 47.

Í síðari heimsstyrjöld gegndi Hvalfjörður mjög mikilvægu hlutverki. Flotastöð bandamanna var innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og oft voru mörg skip á firðinum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands og þar má enn sjá minjar frá stríðsárunum, meðal annars bragga sem hafa verið gerðir upp.

Hvalfjörður er sögustaður Harðar sögu og Hólmverja. Innarlega á firðinum er lítil eyja sem heitir Geirshólmi en er oft ranglega kölluð Harðarhólmi. Þar á útlaginn Hörður Grímkelsson að hafa hafst við með fjölmennan flokk en þegar hann og menn hans höfðu verið felldir í landi er sagt að Helga kona Harðar hafi synt í land með syni þeirra tvo. Á Sturlungaöld var aftur flokkur manna í Geirshólma um tíma, þegar Svarthöfði Dufgusson hafðist þar við með flokk manna Sturlu Sighvatssonar og fór ránshendi um sveitirnar.

Hvammkot á Skaga

  • HAH00317
  • Corporate body
  • (1900) - 1949

Hvammkot fór í eyði 1949.

Hvammstangakirkja

  • HAH00578
  • Corporate body
  • 21.7.1957 -

Hvammstangakirkja er sóknarkirkja Hvammstangasóknar og er í Breiðabólstaðarprestakalli. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957, er úr steinsteypu og rúmar 160 manns í sæti. Kirkjan var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Kirkjusmiður var Snorri Jóhannesson smiður á Hvammstanga. Kirkjan stendur ofarlega í þorpinu við Kirkjuveg, sunnan kirkjunar liðast Syðri-Hvammsá í gegnum þorpið.

Byggt var safnaðheimili við kirkjuna og var það vígt árið 2007 á 50 ára afmæli kirkjunar, en safnaðarheimilið er hannað af Haraldi V Haraldssyni arkitekti.

Hvammstangi

  • HAH00318
  • Corporate body
  • 13.12.1895 -

Hvammstangi er kauptún í Húnaþingi vestra. Hann var upphaflega í Kirkjuhvammshreppi en var gerður að sérstökum hreppi, Hvammstangahreppi, hinn 1. júlí 1938. Íbúar voru 543 árið 2015.
Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 7. júní 1998 ásamt hinum 5 hreppunum í Vestur-Húnavatnssýslu: Staðarhreppi, Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.
Hvammstangi var gerður að viðurkenndum verslunarstað árið 1895 en þá voru engin íbúðarhús á staðnum. Hið fyrsta slíka var byggt árið 1900. Þá hófust einnig fiskveiðar þar á tanganum og eru hafnarskilyrði þar nú góð. Mest er veitt af rækju og grásleppu.
Á Hvammstanga er margvísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Hitaveita Húnaþings vestra á Laugarbakka sér Hvammstanga fyrir heitu vatni en þangað var lögð hitaveituæð 1972. Vatnsveita kom í plássið 1952 en áður hafði hvert hús haft eigin brunn.
Læknir hefur haft aðsetur sitt á Hvammstanga allt frá 1905 en hann þjónaði jafnframt héraðinu. Á árunum 1979 til '81 var heilsugæsla byggð á staðnum.

  1. janúar 2007 opnaði Fæðingarorlofssjóður starfsemi sína á Hvammstanga.
  2. júní 2006 var opnað Selasetur á Hvammstanga. Hús Verslunar Sigurðar Pálmasonar, sem reist var 1926, hýsir Selasetrið. Í Selasetrinu má nálgast fróðleik í máli og myndum um seli og ýmsa hjátrú tengda þeim. Eitt aðgengilegasta selalátur landsins er á Vatnsnesi, norður af Hvammstanga.
    Hvammstangakirkja var vígð 21. júlí 1957. Er hún steinsteypt og tekur 160 manns í sæti. Í Kirkjuhvammi, rétt ofan Hvammstanga, er eldri kirkja - frá árinu 1882. Hún er friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Gripir úr henni eru í Hvammstangakirkju og ber þar að nefna messingskírnarfat frá árinu 1753 og silfurkaleik frá 1821.
    Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er fæddur á Hvammstanga árið 1985.

Hvammur í Langadal

  • HAH00213
  • Corporate body
  • [1000]

Bærinn stendur ásamt fjósi ofan róta, brattrar, en grösugrar fjallshlíðar, kippkorn utan Hvammsskarðsins. Nokkru sunnar og neðar, á uppgrónum eyrum, mynduðum af framburði Hvammsárinnar, standa tvenn fjárhús. Hvammur var áður eign Holtskirkju, en er nú ættaróðal. Íbúðarhús 460 m3 byggt 1934 og endurbætt 1967. Fjós fyrir 22 gripi, fjárhús fyrir 300 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 892 m3 og votheysgeymslur 64 m3. Tún 23,9 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hvammur í Svartárdal

  • HAH00168
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Hvammur stendur skammt neðan vegar, norðan Hvammsár. Fellur hún austan Hvammsdal um stórgrýtta skriðu í Svartá við tún í Hvammi. Jörðin á land beggjamegin Svartár og er að vestan gamalt eyðibýli, Teigakot. Ræktun er bæði austan og vestan ár, sum í brattlendi við erfiðar aðstæður. Landrými er í Hvammi og landgott til fjalls. Íbúðarhús byggt 1954, 200 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlaða 150 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá, Hvammsá og Hvammstjörn.

Hvammur í Vatnsdal

  • HAH00049
  • Corporate body
  • (1950)

Hvammur 1. Fornt höfuðból. Sýslumannssetur í tíð Björns Blöndals, ættföðurs Blöndalsættarinnar. [Björn Auðunsson Blöndal (1787-1846)]. Bærinn stendur á bungulagaðri hæð í rótum Vatnsdalsfjalls sunnanundir Hvammshjalla [Deildarhjalla], en litlu norðar rís hæsti tindur fjallsins, Jörundarfell. Útsýni fagurt frá bænum, undirlendi mikið en votlent. utan bakkar Vatnsdalsár, sem eru eggsléttir og sem besta tún. Norðan túns eru Hvammsurðir og Hvammstjörn [Urðarvatn]. Hátt í syðri urðinni lifa enn nokkrar reyniviðarhríslur við harðan kost. Íbúðarhús byggt 1911, 443 m3. Fjárhús yfir 485 fjár. Hlöður 1461 m3. Verkfærageymsla 232 m3. Hesthús yfir 16 hross. Fóðurbætisgeymsla og fuglahús. Tún 32,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Hvammur 2; Hefur frá upphafi sagna verið stórbýli og fyrr á öldum kirkjustaður. Á Sturlungaöld bjó þar Þorsteinn Jónsson en synir hans voru Eyjólfur ofsi, sem féll á Þveráreyrum í orrustu við Þorgils skarða og Þorvarð Þórarinsson. Hans synir voru einnig Ásgrímur og Jón sem sóru Hákoni gamla skatt árið 1262. Nokkrar hjáleigur fylgdu jörðinni svo sem; Hvammkot; Syðra-Hvammkot; Eilífsstaðir og Fosskot. Jörðinni var skipt í 2 býli 1926. Íbúðarhús byggt 1911 og 1952, 545 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Fjárhús yfir 520 fjár. Hlöður 1534 m3. Haughús 520 m3; Mjólkurhús og vélageymsla. Tún 38,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Results 4801 to 4900 of 10349