Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Hrútafell undir Eyjafjöllum
Parallel form(s) of name
- Rútsfell
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1960)
History
Hrútafell [Rútsfell sbr Rútshellir] er í Eyvindarhólasókn í Rangárvallasýslu. 1703 bjugggu 44 í Hrútafelli.
„Fyrir austan láglendið gengur Hrútafell framundan hálendinu, það er tindóttur móbergsrani með hellum og skvompum. Fyrir austan Hrútafell rennur Skógaá, í henni er bergvatn, hún íellur fram af brúnunum í háum fossi, það er hinn fagri Skógafoss, sem svo opt hefir verið lýst. Fyrir austan Hrútafell taka við gróðurlausir sandar, sem haldast alla leið austur fyrir Pétursey.“
Vestan við Hrútafell er Drangshlíð og Drangshlíðarheiði.
Dómur féll í landamerkjadeilu Hrútafells, Skarðshlíðar og Drangshlíðar 31.3.1912.
Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, Annað (01.01.1917), Blaðsíða 36. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3527887
Hrafn heimski Valgarðsson nam land vestan við Þrasa frá Kaldaklofsá að Lambafelli og bjó að Rauðafelli eystra. Landnám Hrafns hefur náð yfir Eyvindarhóla-, Stóruborgar- og Miðbælissóknir. Ekki er ljóst hvaða á Lambafellsá hefur verið en Haraldur Matthíasson bendir á tvær mögulegar ár sem renna sitt hvoru megin við Lambafell, Svaðbælisá og Laugará.
Places
Eyvindarhólasókn; Rangárvallasýsla; Skógaá; Skógar; Skógafoss; Drangshlíð; Drangshlíðarheiði; Skarðshlíð; Kaldaklofsá; Lambafell; Lambafellsá; Svaðbælisá; Laugará:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Eyjafjallahreppar:
Samkvæmt frásögn Landnámabókar nam Þrasi land á sýslumörkum milli Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslna, milli Kaldaklofsár og Jökulsár. Sturlubók og Melabók segja Þrasa hafa búið í Eystri -Skógum en Hauksbók nefndir bústað hans Bjallabrekku og er talið, að hún hafi verið fyrir ofan bæinn í Ytri-Skógum. Landnám Þrasa nær yfir Skógasókn.
1) Hrafn heimski Valgarðsson nam land vestan við Þrasa frá Kaldaklofsá að Lambafelli og bjó að Rauðafelli eystra. Landnám Hrafns hefur náð yfir Eyvindarhóla-, Stóruborgar- og Miðbælissóknir. Ekki er ljóst hvaða á Lambafellsá hefur verið en Haraldur Matthíasson bendir á tvær mögulegar ár sem renna sitt hvoru megin við Lambafell, Svaðbælisá og Laugará.
2) Ásgeir kneif Óleifsson nam land milli Lambafellsár og Seljalandsár og bjó að Auðnum. Engin veit hvar bærinn að Auðnum hefur verið en helst er talið að hann hafi verið í landi Sanda því að stór hluti þeirrar jarðar var snemma horfin í sand.
3) Ásgeir seldi eystri hluta landnáms síns til Þorgeirs hörska Bárðarsonar, og voru merki á milli þeirra um Írá, en Þorgeir bjó í Holti. Landsvæði Þorgeirs nær yfir Holts- og Steinasóknir að undanskildum, Núpi, Hvammi og Sauðhúsvelli, en þær jarðir tilheyra landnámi Ásgeirs ásamt Stóradalssókn austan Seljalandsár.
4) Ásgerður Asksdóttir nam land milli Seljalandsmúla og Jöldusteins og bjó norðan í Katanesi. Mörk á landnámi Ásgerðar eru óljós. Landnám hennar er miðað við Seljalandsmúla en Ásgeirs við Seljalandsá og munar þar sáralitlu. Hún nam land að Markarfljóti en rennsli þess hefur verið breytilegt milli ára. Vestan þess eru nokkrar jarðir sem tilheyra Eyjafjallahreppi, allar upphaflega hjáleigur stórjarða austan Fljóts. Langanes er innan við Stórumörk en Jöldusteinn er sennilega á móts við þar sem Steinholtsá rennur niður úr hlíðum Eyjafjallajökuls. Ekki er vitað hvar bær hennar var.
Sagnir Landnámabókar af landnámi undir Eyjafjöllum hljóma hvergi ósennilega. Samkvæmt henni hefur byggð undir Eyjafjöllum hafist í Skógum, Rauðafelli eystra, Holti og að Auðnum. Líklegra er að Þrasi hafi búið í Ytri-Skógum því þar er stærri jörð og varð snemma kirkjustaður og sennilega byggst á undan Eystri-Skógum, að minnsta kosti átti Skógakirkja hálft landið þar. Sú kenning að bærinn að Auðnum hafi verð í landi Sanda er nokkuð líkleg, bæði bendir nafnið til þess að býlið hafi verið komið í eyði þegar á ritunartíma Landnámu og svo er ekkert landnámsbýli á þeim slóðum. Einnig eru Sandar vestan við Holt og því gæti frásögnin um Þorgeir í Holti staðist. Ekki er ljóst hvar mörk landnáms Ásgerðar hafa verið en innan þess eru bæði Merkurjarðir og Stóridalur. Landnáma greinir einnig frá því að Ásbjörn Reyrkelsson og Steinfinnur bróðir hans námu land fyrir ofan Krossá fyrir austan Fljót.
Steinfinnur bjó á Steinfinnsstöðum en Ásbjörn bjó í Þórsmörk. Ekki er víst hvar býli þeirra voru en talið hefur verið að Ásbjörn hafi búið í Húsadal því örnefnið er gamalt og síðan hefur rústin á Kápu á Almenningum almennt verið kölluð Steinfinnsstaðir án þess að nokkur sönnun sé fyrir því að Steinfinnur hafi búið þar. Páll Sigurðsson í Árkvörn taldi þá bræður hafa komið út með Ásgerði og verið leysingjar eða hásetar hennar og að hún hafi úthlutað þeim landi. Páll telur Steinfinn hafa fengið land sem liggur sunnan Krossár, norðan undir Eyjafjallajökli, því vestasti hluti þess svæðis er kallað Steinsholt (sbr. Steinfinnsholt). Hann telur bæ hans hafa verið á Fagraskógi við Steinsholtsá en bæjarstæðið sé horfið í ána. Hoftorfa sem þar er (RA-613:002) hafi þá verið þar sem þeir bræður og aðrir Þórsmerkurbúar hafi haft hof sitt. Páll telur Ásbjörn ekki hafa búið í Húsadal heldur á Þuríðarstöðum. Fánýtt er að eltast við að staðsetja býli sem þessi en hitt er merkilegt að Landnáma skuli greina frá byggð uppi í Þórsmörk. Í Njálssögu segir af þremur býlum þar, sem öll kallast Mörk og hefur þeim oft verið ruglað saman við Stóru-, Mið- og Syðstu-Mörk
Erfitt er að fullyrða nokkuð um byggð í Þórsmörk en greinilegt er að snemma hafa menn talið það fýsilegan kost að byggja langt inn til landsins þó síðar hafi byggðin þar verið yfirgefin og menn flutt sig nær annari byggð, eins og gerðist víðar á landinu meðal annars í Hrafnkelsdal og Brúardölum á Héraði. Sennilega eru að minnsta kosti 4-5 bæjarleifar í Þórsmörk og vel má vera að fleiri tóftir leynist þar. Á þessu svæði eru einnig þau tvö kuml sem fundist hafa í Eyjafjallahreppi og eru þau ótvíræð sönnunargögn um forna byggð. Í rannsókn Guðrúnar Sveinbjarardóttur í Þórsmörk komst hún að þeirri niðurstöðu að tímasetja mætti upphaf byggðar á Steinfinnsstöðum til 9. eða 10. aldar.20 Ritaðar heimildir benda til þess að öll byggð hafi lagst af á Þórsmörk á 12. öld.21 Í Landnámu getur einnig um byggð í Eyvindarhólum en þangað flutti Eyvindur Baugsson. Einnig er þar getið um byggð á Ásólfsskála og Miðskála en á öllum þessum jörðum risu kirkjur. Eins og áður var sagt má ætla að byggð hafi hafist snemma á þeim jörðum sem kirkjur voru byggðar á. Því má ætla að snemma eftir landnám hafi byggð hafist í Ytra-Raufarfelli, Miðbæli, Steinum, Ystaskála, Söndum, Þorgeirsstöðum (Fornasandi), Núpi, Fit, Seljalandi, Neðridal, Stóradal, Syðstu-Mörk, Mið-Mörk og Stóru-Mörk, þótt þessara staða sé yfirleitt ekki getið fyrr en um eða eftir 1200. Í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200 er getið um kirkjur í tveimur Arnarbælum, önnur kirkjan var í Miðbæli en ekki er vitað með vissu hvar Austasta-Arnarbæli var þótt flestir hallist að því að það sé jörðin Stóraborg.
Að sögn Mjallar Snæsdóttur sem sá um uppgröftin á Stóruborg er ekki hægt að fullyrða um að byggð hafi hafist fyrr en á 11. öld á þeim stað sem grafið var en í grennd voru tóftir sem gætu verið leifar af eldra bæjarstæði (RA-017:033). Í máldögum kirkna í hreppnum er að finna mikinn fróðleik um byggð á svæðinu og á þeim grunni er hægt að birta yfirlit yfir það hvenær jarða er fyrst getið í skjölum. Í máldaga Eyjarkirkju í Landeyjum frá 1179 er getið um jörðina Berjanes. Varðveist hefur máldagi Holtskirkju frá 1270 og þar eru nefndar jarðirnar Varmahlíð, Ormskot, Vallnatún, Gerðakot og Hvammur og einnig er minnst á Vesturholtsfjöru sem bendir til þess að til hafi verið bær með sama nafni. Í máldaga Ytri-Skógakirkju frá 1332 eru nefndar jarðirnar Drangshlíð, Skarðshlíð, Bakkakot og einnig Hörðuskáli sem er gamalt lögbýli sem fór í eyði árið 1703. Í máldaga kirkjunnar á Stóruborg frá sama ári segir að kirkjan eigi Klambrarland. Einnig hefur varðveist máldagi Miðbæliskirkju frá 1332 og er þar nefnd jörðin Leirur og sama ár tilheyrir hálfur Sauðhúsvöllur Stóradalskirkju. Árið 1340 er Ystabæli nefnt í máldaga Þykkvabæjarklausturs. Nýjabæjar er getið í skrá yfir fjörumörk Breiðabólstaðar, frá árinu 1361, en talið er að bærinn hafi fyrr staðið á Gljánni og jafnvel borið annað nafn og gæti býlið því verið mun eldra. Árið 1371 er Núpakot nefnt í máldaga Steinakirkju. Lambakot er ekki nefnt fyrr en 1480 í máldaga Holtskirkju. Árið 1499 var hálft Svaðbæli gefið Holtskirkju.28 1521 er Minniborg fyrst nefnd í virðingagjörð á eignum Vigfúsar Erlendssonar. Árið 1548 er Selkot nefnt í vitnisburðarbréfi og er það fyrsta hjáleigan sem nefnd er í skjölum og í sama bréfi er Hrútafell nefnt í fyrsta sinn en líklega hefur sú jörð byggst miklu fyrr.30 Af þessu má sjá að heimildir eru fyrir byggð á flestum lögbýlum hreppsins á miðöldum. Einungis Hlíð og sennilega Efra-Holt eru lögbýli sem líklegt er að hafi byggst snemma þótt ekki sé hægt að finna heimildir fyrir því. Önnur minni lögbýli sem ekki er ljóst úr hvaða jörð byggðust eru Skálakot og Moldgnúpur sem eru sennilega bæði byggð úr landi Ásólfsskála og Lambhúshóls og fylgdi jörðinni land Vestur-Holts en ekki ljóst hvort jörðin var byggð þaðan. Fyrir utan bæjarhóla á býlum sem verið hafa í byggð fram á þessa öld eru fjölmargir staðir þar sem byggð hefur annaðhvort varað í stuttan tíma eða þar sem hjáleigur eða afbýli hafa lagst í eyði fyrir 1847.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Suðurl
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 20.2.2019
Language(s)
Script(s)
Sources
GPJ
Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, Annað (01.01.1917), Blaðsíða 36. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3527887