Hreiðar Eiríksson (1913-1995) Dvergsstöðum, Eyjafirði

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hreiðar Eiríksson (1913-1995) Dvergsstöðum, Eyjafirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

7.4.1913 - 25.11.1995

History

Hreiðar Eiríksson 7.4.1913 - 25.11.1995. Var á Dvergstöðum, Grundarsókn, Eyj. 1930. Búfræðingur og garðyrkjubóndi á Laugarbrekku og Grísará, Hrafnagilshr., Eyj.
Hann var fæddur að Dvergsstöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, 7. apríl 1913. Sautján ára að aldri stóð Hreiðar þannig uppi foreldralaus. Nokkur næstu árin var hann heimilisfastur að Hrafnagili. Vann þar að sumrinu við venjuleg bústörf, stundaði jafnframt vegavinnu
Hann andaðist 25. nóvember 1995. og var jarðsettur að Grund 2. desember 1995.

Places

Legal status

Bú og Garðyrkjufræðingur
Var við nám að vetrinum, fyrst við Héraðsskólann að Laugum í Reykjadal í tvo vetur, með íþróttir sem aðalnámsgrein og síðan tvo vetur við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar búfræðiprófi.

Functions, occupations and activities

Þá kenndi hann og sund við Hrafnagilslaug en um það leyti veiktist hann af brjósthimnubólgu með þeim afleiðingum, að hann varð að fara á Kristneshæli. Að hælisvistinni lokinni réðist hann kaupamaður að Reykhúsum, en var þó raunar enn það veikburða, að húsbændur hans hlífðu honum við erfiðisvinnu. Um þetta leyti var verið að undirbúa stofnun Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og var Hreiðar þegar staðráðinn í þvf að sækja um hann. Þar með var framtíðin ráðin.

Mandates/sources of authority

Að náminu loknu mun Hreiðar hafa tekið að sér rekstur garðyrkjustöðvar að Nesjavöllum í Grafningi. En „unaðshlýja byggðabandið batt þig fast við ættarsveit", eins og sagt var um annan merkan Eyfirðing. Hugurinn stefndi á heimaslóðir og haustið 1943 fluttust þau hjón frá Nesjavöllum og norður að Reykhúsum í Eyjafirði. Þar byggðu þau gróðurhús að Laugarbrekku og stunduðu bæði ylrækt og útiræktun. Áður en langt um leið fengu þau til ábúðar jörðina Grísará og festu kaup á henni árið 1954. Þar stunduðu þau einkum garðyrkju. Hygg ég að Hreiðar hafi verið fyrsti bóndinn í Eyjafirði, sem hafði garðyrkju að aðalstarfi.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Eiríkur Helgason og Sigríður Arnadóttir. Á Dvergsstöðum ólst hann upp hjá foreldrum sínum þar til þau létust með eins árs millibili, Sigríður dó 1929 en Eiríkur 1930.

Kona hans; Ragnheiður María Pétursdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. desember 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 29. júní 2014.
Foreldrar hennar voru Ragnheiður María Sveinsdóttir, f. 27. maí 1899, d. 26. desember 1921, og Pétur Jón Vermundsson, f. 3. júlí 1894, d. 21. október 1955. Fósturforeldrar hennar voru Stígur Sveinsson Sæland og Sigríður Eiríksdóttir Sæland.

Fyrir hjónaband eignaðist Hreiðar dóttur;
1) Hrafnhildur Hreiðarsdóttir, f. 23. apríl 1938. Var í Reykjavík 1945. Fyrri maki Helgi Ó. Þórarinsson, f. 9. febrúar 1939. Seinni maki Sveinn G. Ásgeirsson, f. 17. júlí 1925, d. 7. júní 2002.
Börn þeirra hjóna eru sex:
2) Eiríkur Baldur Hreiðarsson f. 19. febrúar 1942 - 4. mars 2003. Fyrri maki Sigrún Jóna Sigurðardóttir, f. 4. janúar 1944. Seinni maki Margrét Sigurðardóttir, f. 13. desember 1968. Síðast bús. í Eyjafjarðarsveit. Garðyrkjumaður.
3) Úlfar Stígur Hreiðarsson f. 27. maí 1943 - 17. apríl 2009. Maki Hildur Gísladóttir, f. 17. nóvember 1943. Garðyrkjumaður að Grísará í Eyjafjarðarsveit, Eyj.
4) Sigríður Margrét Hreiðarsdóttir f. 2. október 1944 - 23.11.2013. Maki Hörður Jóhannsson, f. 13. apríl 1929, d. 22. janúar 2010. Húsfreyja og fékkst við ýmis störf á Akureyri.
5) Vigdís Ingibjörg Hreiðarsdóttir f. 18. des. 1946, Maki Ólafur G. Vagnsson, f. 16. júní 1943
6) Hreiðar Hreiðarsson f. 14. júní 1949, Maki Þórdís Bjarnadóttir, f. 8. apríl 1953.
7) Ragnheiður Hreiðarsdóttir f. 20. nóv. 1961. Maki Benedikt I. Grétarsson, f. 4. apríl 1962.

General context

Hreiðar hlakkaði til þess að mega dvelja á Reykjum „næstu tvö árin." Óg hann naut svo sannarlega þeirrar dvalar. Hann stundaði námið af mikilli kostgæfni og samviskusemi og sóttist það líka vel, enda gæddur ágætum námsgáfum. En Hreiðar var ekki einasta atgervismaður við námið, hann var einnig ágætlega búinn íþróttum. Leikfimi- og íþróttakennsla var að vísu ekki fyrirferðarmikil á Reykjum utan hvað hin aldna kempa, Lárus Rist, kenndi sund. En fótboltinn var okkur mörgum hugleikinn. Við stofnuðum knattspyrnufélag, ásamt nokkrum ungum mönnum í Hveragerði, mældum okkur þar út knattspyrnuvöll, sem nú er löngu búið að eyðileggja með byggingum, og æfðum þar knattspyrnu löngum stundum. Félagið okkar háði kappleiki við Selfyssinga og Hvanneyringa og við vorum sóttir heim af knattspyrnuliðum úr höfuðborginni. Og ég minnist þess ekki, að liðið okkar hafi nokkru sinni tapað leik. Og sú frammistaða var ekki hvað síst að þakka markverðinum okkar, honum Hreiðari Eiríkssyni. Snerpa hans, viðbragðsflýtir og öryggi í markinu var með hreinum ólíkindum. Það var eins og hann væri gæddur einhvers konar segulafli gagnvart boltanum.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08746

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 31.12.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places