Sýnir 953 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá

  • HAH06751
  • Einstaklingur
  • 12.3.1864 - 27.1.1948

Kristján Sigurður Jónsson 12.3.1864 - 27.1.1948. Verkamaður á Bergþórugötu 23, Reykjavík 1930. Var á Valdarási, Víðidalstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, V-Hún. 1890 og 1910, Litlu-Ásgeirsá 1920

Solveig Eysteinsdóttir (1862-1914) Tindum

  • HAH06754
  • Einstaklingur
  • 14.3.1862 - 1.1.1914

Solveig Eysteinsdóttir 14.3.1862 - 1.1.1914. Var á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1910.

Sigríður Jónsdóttir (1900-1982) Þorfinnsstöðum í Víðidal

  • HAH06756
  • Einstaklingur
  • 30.4.1900 - 19.5.1982

Sigríður Jónsdóttir 30. apríl 1900 - 19. maí 1982. Grund 1901, fædd þar, Vesturhópshólum 1910. Húsfreyja á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi og á Laugarbóli í Miðfirði. Síðast bús. í Reykjavík.

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi

  • HAH06777
  • Einstaklingur
  • 25.9.1851 - 21.10.1906

Þuríður Ragnheiður Sigfúsdóttir 25.9.1851 - 21.10.1906. Var á Tjörn, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hvammi 1880, húsfreyja Hjallalandi 1890, Kornsá 1901, stödd á Skagaströnd,
Sögð hafa farið vestur um haf 1901.

Sigríður Guðmundsdóttir (1892-1977) saumakona frá Kárdalstungu

  • HAH05860
  • Einstaklingur
  • 13.6.1892 - 15.3.1977

Sigríður Guðmundsdóttir 13.6.1892 - 15.3.1977. Fædd á Gilsstöðum í Vatnsdal. Saumakona Miðstræti 4, 1920 og Veltusundi 3 b, Reykjavík 1930. Saumakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. Aðalstræti 9 í Reykjavík. Lézt 15. marz 1977 að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún var jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. marz 1977 kl. 1.30 e.h.

Ólöf Guðmundsdóttir (1869-1939) Bakka Öxnadal

  • HAH06790
  • Einstaklingur
  • 8.12.1869 - 17.6.1939

Ólöf Guðmundsdóttir 8.12.1869 - 17.6.1939. Tökubarn á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Tökubarn á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1880. Vinnukona á Möðruvöllum í Hörgárdal um 1908. Húsfreyja á Bakka í Öxnadal. Var á Bakka, Bakkasókn, Eyj. 1930.

Sigurbjörn Sveinsson (1878-1950) kennari og rithöfundur Vestmannaeyjum, frá Kóngsgarði

  • HAH06617
  • Einstaklingur
  • 19.10.1878 - 2.2.1950

Sigurbjörn Sveinsson 19.10.1878 - 2.2.1950. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kennari á Brekastíg 20, Vestmannaeyjum 1930. Kennari og rithöfundur. Rugludal 1880. Kóngsgarður [Kamgsgarði, mt 1910] fæddur þar. Víðidalstungu 1890. Þorlákshúsi Ísafirði 1901, sagður þar fæddur í Sæárdal [Svartárdal] Skagafirði í Bergsstaðasókn !!!

Þórður Jónsson (1865-1900) Auðólfsstöðum

  • HAH07090
  • Einstaklingur
  • 6.10.1865 - 7.5.1900

Þórður Jónsson 6.10.1865 - 7.5.1900. Auðunnarstaðakoti 1870. Var á Auðólfsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Bóndi á Auðólfsstöðum 1890.

Ólafur Metúsalemsson (1877-1957) kaupfélagsstjóri Vopnafirði

  • HAH07091
  • Einstaklingur
  • 17.6.1877 - 13.6.1957

Ólafur Metúsalemsson 17.6.1877 - 13.6.1957. Gestkomandi í Reykjavík 1910. Kaupfélagsstjóri á Vopnafirði 1930. Kaupfélagsstjóri á Vopnafirði 1922, síðar fulltrúi á Akureyri, síðast bús. á Akureyri.

Þórunn Jónsdóttir (1842-1900) Blöndudalshólum

  • HAH07092
  • Einstaklingur
  • 6.6.1842 - 29.10.1900

Þórunn Jónsdóttir 6.6.1842 - 29.10.1900. Var í Helgesenshúsi 2, Reykjavíkursókn, Gull. 1845. Var á Stóra-Eyrarlandi í Akureyrarsókn 1877. Fór 1878 frá Stóraeyrarlandi í Akureyrarsókn að Reykjum í Tungusveit. Húsfreyja á Reykjum, Reykjasókn, Skag. 1880. Húsfreyja í Blöndudalshólum, Bólsstaðahlíðarsókn, Hún. 1890.

Skagstrendingafélagið í Reykjavík (1977-2016)

  • HAH10108
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1977-2016

Átthagafélag brottfluttra Skagstrendinga úr Vindhælishreppi hinum forna. Stofnað 1977 að talið er og hélt dansleiki og átthagamót allt til 2005. Ekki var áhugi fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins og var því slitið 2016 og gögnin afhent á Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu 2018.

Sigurbjarni Jóhannesson (1866-1947) faktor Hvammstanga og Rvk

  • HAH07121
  • Einstaklingur
  • 17.10.1866 - 5.4.1947

Sigurbjarni Jóhannesson 17.10.1866 - 5.4.1947. Tökubarn Víghólsstöðum Dal. 1870 og 1880. Verslunarmaður Borðeyri 1890, í Theódórsbæ 1901. Reykjavík 1910 og 1920. Húsbóndi á Baldursgötu 14, Reykjavík 1930. faktor. Fyrrverandi bókhaldari í Reykjavík 1945. Tvíburi.

Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir (1858-1934) Dalkoti á Vatnsnesi

  • HAH07123
  • Einstaklingur
  • 4.2.1858 - 16.1.1934

Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir 4.2.1858 - 16.1.1934. Var í Hindisvík, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Var í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Var á Gnýsstöðum á Vatnsnesi 1881 og 1883. Húsfreyja í Dalkoti á Vatnsnesi. Var í Múla, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Oddný Ólafsdóttir (1811-1893) Sveinsstöðum Þingi

  • HAH07176
  • Einstaklingur
  • 5.6.1811 - 8.1.1893

Oddný Ólafsdóttir 5. júní 1811 - 8. janúar 1893. Var á Beinakeldu, Þingeyrarsókn, Hún. 1816 og Stórugiljá 1835, húsfreyja þar 1840. Húsfreyja á Sveinsstöðum, Þingeyrarsókn, Hún. Húsfreyja þar 1845.

Steinunn Guðmundsdóttir (1852-1896) Refsstað og Þverárdal á Laxárdal fremri

  • HAH07180
  • Einstaklingur
  • 16.10.1852 - 25.1.1895

Steinunn Guðmundsdóttir frá Mörk í Laxárdal, húsfreyja, f. 16. október 1852, d. 25. janúar 1895. Þau Brynjólfur bjuggu í fyrstu á Refsstöðum í Laxárdal í A-Hún., en síðan í Þverárdal þar. Þau bjuggu þar 1890. Hjá þeim var Hildur móðir hans og Páll Vídalín bróðir hans. Húsfreyja á Refsstöðum og í Þverárdal. Húsfreyja í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. „Í tæpu meðallagi vexti, rjóð í andliti og skipti vel litum, með mikið og fallegt ljósjarpt hár“, segir í Heima og heiman.

Ingeborg Andreasen-Lindborg (1876-1950) teiknari / málari

  • Einstaklingur
  • 10.8.1875 - 2.3.1950

Elna Ingeborg Andreasén-Lindborg (född Andreasén), född 10 augusti 1875 på Elisbjærggaard i Hjörlunde, Danmark, död 2 mars 1950 i Katarina församling, Stockholm, var en dansk-svensk miniatyrmålare och grafiker.

Hon var dotter till lantbrukaren Hans Andreasén och Jiohanna Dorothea Sörensen-Dildal och gift 1907-1925 med Axel Edvin Lindborg. Andreasén-Lindborg studerade konst vid The Art Institute of Chicago 1896-1897 och vid konstakademien i Köpenhamn 1900-1907 där hon som första kvinna tilldelades en guldmedalj 1906. Hon flyttade till Stockholm 1908 och studerade där för Axel Tallberg vid konstakademiens etsningskola 1909. Tillsammans med sin make ställde hon ut på Salong Joel i Stockholm och hon medverkade i Grafiska sällskapets utställningar, Charlottenborgs vårutställningar i Köpenhamn och Chicago Society of Etchers utställningar i Chicago. Hennes konst består av porträtt, djurbilder, stilleben och landskapsmotiv i olja, akvarell, blyerts och som etsningar. 1918 började hon måla miniatyrer på elfenben där hon bland annat avbildade prinsessan Astrid. Andreasén-Lindborg är representerad med grafik vid Nationalmuseum i Stockholm, Det Konglige Bibliotek och Statens Museum for Kunst i Köpenhamn samt vid British Museum i London.

Pétur Guðmundsson (1887-1987) Vatnshlíð

  • HAH07230
  • Einstaklingur
  • 18.6.1887 - 19.3.1987

Pétur Guðmundsson 18. júní 1887 - 19. mars 1987. Bóndi í Vatnshlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Herbert Jónsson (1903-1974) kennari Hveragerði

  • HAH07241
  • Einstaklingur
  • 20.7.1903 - 25.2.1974

Herbert Jónsson f. 20.7.1903 - 25.2.1974. Berklasjúklingur á Heilsuhælinu í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930. Ráðsmaður og kennari í Hveragerði. Síðast bús. í Hveragerðisbæ. Ókvæntur og barnlaus.

Jean Valgard Blöndal (1902-1965) Sauðárkróki

  • HAH05263
  • Einstaklingur
  • 2.7.1902 - 2.11.1965.

Jean Valgard Blöndal 2. júlí 1902 - 2. nóvember 1965. Flugumferðarstjóri og póstafgreiðslumaður á Sauðárkróki 1930. Einkabarn.

Edda Önfjörð Magnúsdóttir (1944-2018) Kvsk 1960-1961

  • HAH03042
  • Einstaklingur
  • 15.7.1944 - 8.8.2018

Edda Önfjörð Magnúsdóttir 15.7.1944 - 8.8.2018. Húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, fékkst síðar við ýmis störf á Hellu og í Reykjavík. Síðast bús. á Hellu.
Fæddist á Akureyri 15. júlí 1944.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 8. ágúst 2018. Útför Eddu fór fram frá Grafarvogskirkju 22. ágúst 2018, klukkan 13.

Kristín Eggertsdóttir (1912-2006) Haukagili

  • HAH07227
  • Einstaklingur
  • 17.11.1912 - 11.3.2006

Kristín Eggertsdóttir 17.11.1912 - 11.9.2006. Vinnukona í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari Kvsk 1936-1937, ógift.

Jónína Sigurveig Guðmundsdóttir (1916-2006) kennslukona

  • HAH07753
  • Einstaklingur
  • 8.11.1916 - 8.6.2006

Jónína Sigurveig Guðmundsdóttir fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi 18. nóvember 1916. Jónína var ógift og barnlaus.
Hún lést á Landspítala í Fossvogi 8. júní 2006. Útför Jónínu var gerð í kyrrþey 15. júní 2006.

Lilja Gunnlaugsdóttir (1911-2012) Ípishóli

  • HAH07760
  • Einstaklingur
  • 27.9.1911 - 13.6.2012

Lilja Gunnlaugsdóttir fæddist á Ytri-Kotum í Norðurárdal 27. september 1911. Lilja ólst upp á Ytri-Kotum. Hún var mikil sauma- og hannyrðakona. Hún stóð fyrir stóru heimili, fyrst í Syðra-Vallholti og síðar í Áshildarholti með börnin sex og alltaf með börn yfir sumartímann sem haldið hafa tryggð við hana alla tíð. Lilja var söngelsk og söng í kirkjukór Víðimýrarkirkju. Hún var kvenfélagskona og starfaði með kvenfélagi Skarðshrepps. Hún var félagslynd og skapgóð enda sá hún alltaf björtu hliðarnar í gegnum lífið.
Gerðist hún ráðskona hjá Rafni Sveinssyni í Áshildarholti með allan barnahópinn. Það varð hennar gæfuspor og reyndist hann Lilju og börnunum sannur og traustur vinur.
Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 13. júní 2012. Útför Lilju fór fram frá Sauðárkrókskirkju 23. júní 2012 og hófst athöfnin kl. 11. Jarðsett var í Víðimýrarkirkjugarði.

Þórdís Magnúsdóttir (1913-2002) Saurum Miðfirði

  • HAH07777
  • Einstaklingur
  • 27.12.1913 - 31.1.2002

Guðrún Þórdís Magnúsdóttir fæddist á Saurum í Miðfirði 27. desember 1913. Þórdís var ógift og barnlaus. Þórdís og Gísli bróðir hennar tóku við búi foreldra sinna og bjuggu félagsbúi á Saurum allt þar til Gísli lést, eftir það bjó hún þar ein uns heilsan bilaði sumarið 2000 og hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga.
Útför hennar fór fram frá Melstaðarkirkju 9.2.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.

Hún lést 31. janúar 2002.

Viktoría Sveinsdóttir (1913-2001) Reykjavík

  • HAH07796
  • Einstaklingur
  • 14.5.1913 - 26.4.2001

Viktoría Júlía Sveinsdóttir var fædd á Flateyri 14. maí árið 1913. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. þar. Þegar börn Viktoríu voru uppkomin hóf hún störf hjá veitingahúsinu
Múlakaffi og vann þar við bakstur í meira en tvo áratugi, eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. apríl 2001. Útför Viktoríu fór fram frá Grafarvogskirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Petrína Zophoníasdóttir (1916-2007) Dalvík

  • HAH07807
  • Einstaklingur
  • 18.3.1916 - 7.11.2007

Petrína Soffía Zophoníasdóttir 18.3.1916 - 7.11.2007. Vinnukona á Jaðri, Vallasókn, Eyj. 1930. Kvsk á Blönduósi 1935-1936.

Björg Árnadóttir (1916-2014) Gerðum Garði

  • HAH07815
  • Einstaklingur
  • 24.10.1916 - 21.9.2014

Björg Árnadóttir fæddist að Þórshamri í Garði þann 24. október 1916. Var í Gerðum IV, Útskálasókn, Gull. 1930. Var í Gerðum í Gerðahr., Gull. 1920. Húsfreyja í Garði og síðar í Keflavík. Björg og Jónas bjuggu að Melstað í Garði í 23 ár en fluttu þá á Skólaveg 36 í Keflavík
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ þann 21. september 2014. Útför hennar var gerð frá Útskálakirkju 9. október 2014, kl. 13.

Íslandsbanki, útibú Blönduósi (1986-2002)

  • HAH10114
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1986-2002

Útibú Íslandsbanka á Blönduósi var stofnað árið 1986 og starfaði allt þar til að undirritaður var samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Tók Búnaðarbankinn við rekstri útibúsins hinn 1.september 2002.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1925-2014) Umsvölum

  • HAH07962
  • Einstaklingur
  • 7.1.1925 - 8.2.2017

Hólmfríður Sigurðardóttir 7.1.1925 - 8.2.2017. Var á Titlingastöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. búsett í Hlíð í Garðabæ. Kvsk Blö. 1944-1945.

Georg Agnarsson (1911-1988) Guðrúnarstöðum

  • HAH07222
  • Einstaklingur
  • 25.8.1911 - 30.3.1988

Georg Agnarsson 25. ágúst 1911 - 30. mars 1988. Bóndi og kennari á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Síðar bifreiðarstjóri og verkamaður á Þorlákshöfn. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

Heiða Guðjónsdóttir (1935-2018) Reykjavík

  • HAH07197
  • Einstaklingur
  • 2.10.1935 - 16.1.2018

Fékkst við ýmis störf í Reykjavík.
Heiða Guðjónsdóttir fæddist 2. október 1935 á Hvammstanga. Heiða fluttist á barnsaldri til Reykjavíkur. Heiða starfaði við ýmis störf á lífsleiðinni, en lengst af vann hún hjá Dagblaðinu en flutti sig síðan yfir til Strætisvagna Reykjavíkur þar sem hún starfaði til 74 ára aldurs.
Hún lést á Líknardeild Kópavogi 16. janúar 2018. Útför Heiðu fór fram frá Háteigskirkju 31. janúar 2018, klukkan 13.

Jakob Ágústsson (1944-2013) Ágústshúsi

  • HAH05178
  • Einstaklingur
  • 14.3.1944 - 18.8.2013

Jakob Ágústsson 14. mars 1944 - 18. ágúst 2013 Var í Ágústshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Loftskeytamaður og verslunarmaður í Reykjavík.
Árið 1999 veiktist hann hastarlega af heilabólgu og náði sér aldrei eftir það en gat þó um tíma unnið við afgreiðslustörf. Síðustu ár naut hann aðhlynningar og heimahjúkrunar.
Hann andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. ágúst 2013. Jakob var jarðsunginn 26. ágúst 2013.

Jakobína Þorsteinsdóttir (1901-1973) Vöglum

  • HAH05247
  • Einstaklingur
  • 1.3.1891 - 2.8.1973

Jakobína Ingveldur Þorsteinsdóttir 1.3.1901 - 2.8.1973. Stóruhlíð, Víðidalstungusókn. Húsfreyja á Vöglum í Vatnsdal, Áshreppi, A-Hún.

Jakobína Jakobsdóttir (1877-1960) Kennari Eyrarbakka

  • HAH05249
  • Einstaklingur
  • 22.5.1877 - 18.11.1960

Jakobína Jakobsdóttir 22.5.1877 - 18.11.1960. Með foreldrum á Grímsstöðum um 1877-84 og á Húsavík um 1891-93 og 1896-1900. Í fóstri hjá föðurafa sínum á Grímsstöðum um 1884-89 og á Þverá í Laxárdal um 1884-91. Kennari og húsfreyja á Húsavík, Eyrarbakka og víðar. Húsfreyja á Húsavík 1900. Var einnig kennari á Tjörnesi, S-Þing. og Djúpavogi. Kenndi lengst á Eyrarbakka. Barnakennari í Læknishúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðrún Kristófersdóttir (1925-2018) Vestmannaeyjum

  • HAH07963
  • Einstaklingur
  • 10.12.1925 - 7.1.2018

Guðrún Kristófersdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 10. desember 1925. Hún lést 7. janúar 2018 á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum.

Höfðaskóli (1958)

  • HAH10116
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1958

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.
Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri.Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.
Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.
Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.
Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.
Skólastjórar Höfðaskóla
Páll Jónsson frá 1939-1966
Jón Pálsson frá 1966-1973
Jóhanna Kristjánsdóttir frá 1973-1974
Jón Pálsson frá 1974-1986
Páll Leó Jónsson frá 1986-1991
Ingibergur Guðmundsson frá 1991-2001
Stella Kristjánsdóttir frá 2001-2002
Ingibergur Guðmundsson frá 2002-2005
Hildur Ingólfsdóttir frá 2005-2014
Vera Valgarðsdóttir frá 2014-2019
Sara Diljá Hjálmarsdóttir frá 2019-
Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Fjóla Helgadóttir (1930-2015) Reykjavík

  • HAH08062
  • Einstaklingur
  • 4.9.1930 - 1.1.2015

Fjóla Helgadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Var á Klapparstíg 42, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík. Þau Björn stofnuðu heimili á Hverfisgötu 100b. Síðar bjuggu þau í Stóragerði 8 og í Akraseli 6, þar sem tvíburasysturnar og makar þeirra byggðu sér tvíbýlishús árið 1974. Fjóla bjó áð Sléttuvegi 23 frá 2007 til dauðadags.
Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. júlí 2015. Útför Fjólu var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. júlí 2015, og hófst athöfnin kl. 13.

Anna Skarphéðinsdóttir (1929-2017) Króki Víðidal

  • HAH08060
  • Einstaklingur
  • 17.5.1929 - 18.7.2017

Anna Skarphéðinsdóttir fæddist í Króki í Víðidal 17. maí 1929, var þar 1957.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. júlí 2017. Útför Önnu fór fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst 2017, og hófst athöfnin klukkan 13.

Jónas Kristjánsson (1870-1960) læknir

  • HAH09289
  • Einstaklingur
  • 20.9.1870 - 3.4.1960

Læknir víða um land, meðal annars á Sauðárkróki en síðast í Hveragerði. Héraðslæknir á Sauðárkróki 1930.

Sigurveig Friðfinnsdóttir (1865-1946) Glæsibæ í Staðarhreppi Skagafirði

  • HAH09288
  • Einstaklingur
  • 1.1.1865 - 9.7.1946

Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir 1.1.1865 - 9.7.1946. Þorbrandsstöðum 1870, Húsfreyja í Glæsibæ í Staðarhr, Skag. Læknisekkja Dallandsparti 1901. Húskona á Selhellu í Mjóafirði. Fór þaðan til Vesturheims 1905. Kom til Quebeck 23.júní 1905 með SS Lake Erie (1899-1925) Canadian Pacific Line, með viðkomu í Liverpool.

Karlakórinn Húnar

  • HAH06192
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1944

Árið 1944 stofnuðu nokkrir menn á Blönduósi karlakór, tvöfaldur kvartett fyrst og hét þá Áttungar. Eftir tvö ár 1946 hafði fjölgað í hópnum og hlaut kórinn þá nafnið Karlakórinn Húnar. Stjórnandi kórsins í 11 ár var Guðmann Hjálmarsson.

Ingimundur Guðmundsson (1884-1912) Marðarnúpi Vatnsdal

  • HAH06701
  • Einstaklingur
  • 17.2.1884 - 14.3.1912

Marðarnúpi Vatnsdal 1901. Hrossaræktarráðunautur 1910-12. Búfræðingur úr Hólaskóla og átti frumkvæði að stofnun Hólamannafélagsins. Var í Reykjavík 1910. Drukknaði í Hvítá í Borgarfirði.

Ólöf Jónasdóttir (1921-2006) Magnússkógum

  • HAH07951
  • Einstaklingur
  • 16.7.1921 - 19.8.2006

Ólöf Jónasdóttir fæddist á Oddsstöðum í Hrútafirði 16. júlí 1921.
Ólöf og Guðmundur bjuggu alla sína hjúskapartíð í Magnússkógum en eftir að Guðmundur lést, vorið 1993, fluttist Ólöf á Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal og bjó þar til hinsta dags.
Hún lést á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal aðfararnótt laugardagsins 19. ágúst 2006. Útför Ólafar var gerð frá Hvammskirkju í Dölum 26.8.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.

Helga Guðrún Jónsdóttir (1942-2012) Akranesi

  • HAH08335
  • Einstaklingur
  • 25.3.1942 - 26.2.2012

Soffía Helga Jónsdóttir fæddist á Akranesi 25.3. 1942. Helga ólst upp á Akranesi, lauk þaðan gagnfræðaskóla 1959 og námi frá Húmæðraskólanum á Blönduósi 1961.
Hún andaðist á Akureyri sunnudaginn 26.2. 2012. Útför Soffíu Helgu fór fram frá Akureyrarkirkju 7.3.2012, og hófst athöfnin kl. 13.30.

María Jóhannsdóttir (1943-2000) Reykjavík

  • HAH08362
  • Einstaklingur
  • 2.4.1943 - 4.7.2000

María Sólrún Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1943. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Grindavík.
Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 4. júlí 2000. Kvsk á Blönduósi 1960-1961. Útör hennar fór 11. júlí 2000 frá Grindavíkurkirkju og hófst athöfnin kl. 13:30

Bergljót Hermundsdóttir (Thorlacius) (1943-2021) Reykjavík

  • HAH08394
  • Einstaklingur
  • 17.12.1943 - 11.3.2021

Bergljót Hermundsdóttir fæddist í Reykjavík þann 17. desember 1943. Bergljót ólst upp í Vesturbænum til níu ára aldurs og flutti þá á Bústaðaveginn.
Hún lést 11. mars 2021. Útför Bergljótar fór fram í Guðríðarkirkju 19. mars 2021, klukkan 15.

Valgerður Guðmundsdóttir (1941-2002) Stekkum í Flóa

  • HAH08346
  • Einstaklingur
  • 2.10.1941 - 20.11.2002

Valgerður Hanna Guðmundsdóttir fæddist í Stekkum í Sandvíkurhreppi 2. október 1941. Stundaði garðrækt og vann ýmis störf í fiskvinnslu.
Árið 1965 hóf Hanna búskap á Eyrarbakka þar sem hún bjó á Túngötu 63 til æviloka. Þar stundaði hún garðrækt með eiginmanni sínum og samhliða því vann hún ýmis störf í fiskvinnslu.

Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. nóvember 2002. Útför Hönnu fer fram frá Eyrarbakkakirkju 30.11.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Sigrún Björk Jóhannesdóttir (1942-2002) Akureyri

  • HAH08354
  • Einstaklingur
  • 17.10.1942 - 21.10.2002

Sigrún Björk Jóhannesdóttir 17.10.1942 - 21.10.2002. Síðast bús. á Akureyri. Kvsk á Blönduósi 1960-1961
Sigrún hélt heimili með föður sínum og syni.
Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 28.10.2002 kl 13:30.

Þorbjörg Sveinbjarnardóttir (1946-2006) Reykjavík

  • HAH08511
  • Einstaklingur
  • 18.8.1946 - 19.2.2006

Þorbjörg Sveinbjarnardóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1946. Þorbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Sandgerði þar til hún var á fjórða árinu. Þá fór hún í fóstur til frænku sinnar Ólafar Jónsdóttur, f. 1898, d. 1966, sem bjó í Huppahlíð ásamt systkinum sínum, þeim Guðjóni, Jóhannesi, Guðrúnu, Sigurði og Magnúsi, en þau eru nú öll látin og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf. Eftir að fóstra hennar lést árið 1966 tók hún við húsmóðurstörfum í Huppahlíð og var það hennar starfsvettvangur upp frá því.
Árið 1968 taka Þorbjörg og sambýlismaður hennar Helgi Björnsson, f. 13. október 1947, við búskap í Huppahlíð.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar 2006. Útför Þorbjargar var gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði 4.3.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.

Halldóra Borg Jónsdóttir (1945-2002) Reykjavík

  • HAH08527
  • Einstaklingur
  • 30.7.1945 - 10.5.2002

Halldóra Borg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1945. Halldóra og Kristján bjuggu í Reykjavík til að byrja með en voru í Danmörku 1968-1973. Þá fluttu þau í Kópavog og hafa búið þar síðan.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 10. maí 2002. Útför Halldóru var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 17.5.2002 og hófst athöfnin klukkan 10.30.

Hanna Eiríksdóttir (1945-2010) Eyri við Ingólfsfjörð

  • HAH08507
  • Einstaklingur
  • 22.6.1945 - 4.5.2010

Hanna Eiríksdóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð 22. júní 1945. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 4. maí 2010. Kvsk Blö 1964-1965
Hanna fluttist austur á Hérað í febrúar 1966 og hóf þá störf hjá Búnaðarbankanum á Egilsstöðum. Hún vann síðan hjá Pósti og síma um árabil og starfaði frá árinu 1986 og til æviloka sem læknaritari á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Hanna og Brynjólfur stofnuðu fyrst heimili á Brúarlandi í Fellahreppi en 1973 fluttu þau í nýbyggt eigið hús á eignarlandi sínu í jaðri Fellabæjar og nefndu það Vínland. Land þeirra var þá gróðurlítið mólendi, en fyrir iðjusemi Hönnu er heimilið nú sannkallaður sælureitur í fallegum skógarlundi.

Laufey Einarsdóttir (1947-2009) Bakka, Bjarnarfirði

  • HAH08545
  • Einstaklingur
  • 24.8.1947 - 6.12.2009

Laufey Einarsdóttir var fædd á Bakka í Bjarnafirði þann 24. ágúst 1947.
Hún lést sunnudaginn 6. desember 2009. Útför Laufeyjar fór fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 15. desember, og hefst athöfnin kl. 13.

Jón Jónsson (1852-1923) alþingismaður á Sleðbrjót

  • HAH05611
  • Einstaklingur
  • 15.8.1852 - 26.11.1923

Jón Jónsson 15.8.1852 - 26.11.1923. Bóndi og alþingismaður á Sleðbrjót, N-Múl. Hreppstjóri. Bóndi í Bakkagerði í Jökulsárhlíð 1876–1883, á Ketilsstöðum 1883–1885, í Húsey í Hróarstungu 1885–1888 og á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð 1888–1900, var póstafgreiðslumaður þar. Veitingamaður á Vopnafirði 1900–1903. Fluttist þá vestur um haf. Bóndi þar fyrst í Álftavatnsbyggð, en síðar í Siglunesbyggð við Manitoba-vatn til æviloka.

Laufey Jónsdóttir (1897-1969) Hágerði Skagaströnd

  • HAH06558
  • Einstaklingur
  • 16.6.1897 - 25.12.1969

Tökubarn Höfnum 1901 og 1910, vk Melsstað 1920. Húsfreyja í Háagerði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Reykholti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Ólafur Jónsson (1888-1976) Stóru-Ásgeirsá

  • HAH07115
  • Einstaklingur
  • 6.11.1888 - 14.12.1976

Ólafur Jónsson 6.11.1888 - 14.12.1976. Bóndi á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, V-Hún., var þar 1920 og 1957. Söndum 1880 og 1910

Jóhanna Björnsdóttir (1868-1966) Víðidalstungu

  • HAH05372
  • Einstaklingur
  • 9.12.1868 - 27.4.1966

Jóhanna Hólmfríður Björnsdóttir 9. desember 1868 - 27. apríl 1966 Var í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Víðidalstungu. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.

Þórunn Björnsdóttir (1891-1979) Miðhópi

  • HAH07048
  • Einstaklingur
  • 18.9.1891 - 20.5.1979

Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Miðhóp, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Lárus Rist (1879-1964) íþróttakennari Ak

  • HAH06585
  • Einstaklingur
  • 19.8.1879 - 9.10.1964

Lárus Jóhannsson Rist 19.8.1879 - 9.10.1964. Með foreldrum í Hvammi í Kjós um 1880-82, síðan í fóstri á Læk í Leirarsveit um 1882-87. Flutti þá norður í Eyjafjörð með föður sínum. Nam fimleika- og sundkennslu í Danmörku. Sund- og leikfimikennari á Akureyri um 1906-31 og ráðsmaður spítalans þar um tíma. Einn helsti forgöngumaður um sundkennslu á Íslandi, „synti yfir Eyjafjörð á sjóklæðum 6.8.1907 og varð það landsfrægt.“ Segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan. Flutti til Suðurlands aftur 1936. Varð síðar sundkennari í Hveragerði um árabil. Síðast bús. í Reykjavík.

Pétur Theódór Jónsson (1892-1941) Tungukoti á Vatnsnesi

  • HAH06626
  • Einstaklingur
  • 6.3.1892 - 21.9.1941

Pétur Theódór Jónsson 6.3.1892 - 21.9.1941. Bóndi í Tungukoti á Vatnsnesi V.-Hún. Var í Stöpum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890 og 1901. Bóndi í Tungukoti, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1920 og 1930.

Ólafur Theódórs (1876-1946) trésmiður Rvk, frá Borðeyri

  • HAH06743
  • Einstaklingur
  • 8.9.1876 - 10.12.1946

Ólafur Theodórs 8. september 1876 - 10. desember 1946. Var á Borðeyri 3, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Var í Reykjavík 1910. Húsasmiður á Marargötu 7, Reykjavík 1930. Trésmiður í Reykjavík 1945.

Hans Baldvinsson (1847-1939) Hrólfsstöðum Skagafirði

  • HAH04794
  • Einstaklingur
  • 21.1.1847 - 30.4.1939

Hans Baldvinsson 21.1.1847 - 30.4.1939. Léttapiltur í Brennigerði, Sjávarborgarsókn, Skag. 1860. Vinnumaður á Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag. 1870. Vinnumaður á Steiná, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Bóndi á Kjartansstöðum í Staðarhr., og Hrólfsstöðum í Akrahr., Skag. Var á Sauðárkróki 1930.
Dóttursonur Nathans Ketilssonar

Skúli Sívertsen (1835-1912) Hrappsey

  • HAH06657
  • Einstaklingur
  • 22.11.1835 - 25.2.1912

Skúli Sigurður Þorvaldsson Sívertsen 22.11.1835 - 25.2.1912. Bóndi í Hrappsey á Skarðsströnd, Dal. 1856-90. Var í Reykjavík 1910.

Ósk Stefánsdóttir (1837-1922) Skarði og Ánastöðum

  • HAH07181
  • Einstaklingur
  • 24.10.1837 - 22.7.1922

Ósk Stefánsdóttir 24.10.1837 - 22. júlí 1922 Var á Ánastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Skarði, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Ánastöðum. Var þar 1870 og 1880.

Jóhanna Pálsdóttir (1854-1923) ráðskona í Þorlákshúsi

  • HAH05412
  • Einstaklingur
  • 5.5.1854 - 4.11.1923

Jóhanna Pálsdóttir 5. maí 1854 [5.5.1855] - 4. nóv. 1923. Vinnukona á Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Gestkomandi í Krossnesi, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Ráðskona í Þorlákshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Neðri-Þverá 1855, niðursetningur Hindisvík 1860 og Syðri-Þverá 1870, Vinnukona Kistu og Krossanesi 1890. Húskona Hnjúkum 1910.

Jóhannes R Snorrason (1917-2006) flugstjóri

  • HAH08775
  • Einstaklingur
  • 12.11.1917 - 31.5.2006

Jóhannes R. Snorrason fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12. nóvember 1917.
Jóhannes Reykjalín Snorrason 12.11.1917 - 31.5.2006. Yfirflugstjóri, einn stofnanda Félags íslenskra atvinnuflugmanna og formaður þess. Var sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og dönsku Dannebrogs-orðuna. Var á Akureyri 1930.
Hann lést 31. maí 2006. Útför Jóhannesar var gerð frá Fossvogskirkju 9.6.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.

Jón Þorkelsson (1915-1996) Litla-Botni, Hvalfjarðarstrandarhreppi

  • HAH08778
  • Einstaklingur
  • 17.10.1915 - 20.12.1996

Jón Þorkelsson fæddist í Litla-Botni í Hvalfirði 17. október 1915. Var á Litlabotni, Saurbæjarsókn, Borg. 1930. Bóndi í Stóra-Botni í Hvalfirði. Síðast bús. í Strandarhreppi.
Hann lést á Akranesspítala 20. desember 1996. Útför Jóns fór fram frá Akraneskirkju 30. desember 1996

Sverrir Sigurðsson (1916-1996) Arnarvatni, Mývatnssveit

  • HAH08787
  • Einstaklingur
  • 4.2.1916 - 5.12.1996

Sverrir Sigurðsson, húsasmíðameistari á Akureyri, var fæddur á Arnarvatni í Mývatnssveit 4. febrúar 1916.
Húsasmíðameistari á Bakkagerði í Borgarfirði eystra, N-Múl og síðar á Akureyri. Var á Arnarvatni, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést 5. desember 1996. Útför Sverris fór fram frá Akureyrarkirkju 13.12.1996 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Erla Dóris Halldórsdóttir (1956)

  • HAH8961
  • Einstaklingur
  • 1956

Doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún lauk BA.-prófi í sagnfræði árið 1996 og MA.-prófi í sömu grein árið 2000. Erla Dóris er einnig hjúkrunarfræðingur, með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Rannsóknir Erlu Dórisar í sagnfræði hafa beinst að sögu heilbrigðisstétta, sjúkdóma, fæðingarhjálp, mæðradauða fyrr á öldum og sögu karla í ljósmæðrastörfum. Hún hefur haldið fyrirlestra um sögu læknis-og ljósmóðurfræði, holdsveiki, heilbrigði kvenna fyrr á öldum og barnsfarasótt. Hún hefur skrifað greinar meðal annars um sögu Ljósmæðrafélags Íslands, sögu barnsfarasóttar, um konur sem dóu í kjölfar barnsfæðinga í spænskuveikinni árið 1918 og mæðradauða í Skagafjarðarsýslu og Ísafjarðarsýslu á öldum áður.

Margrét Jónsdóttir (1912-2004) frá Fjalli í Kolbeinsdal

  • HAH8840
  • Einstaklingur
  • 10.6.1912-23.4.2004

Jónína Margrét Jónsdóttir fæddist á Kaldrana á Skaga 10. júní 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Klemensson frá Höfnum á Skaga, f. 1883, d. 1935, og Guðrún Ólöf Sigurðardóttir frá Ósbrekku, Ólafsfirði, f. 1883, d. 1972. Systkini Margrétar voru Klemensína Guðný, f. 1908, d. 1966 og Árni Svanberg, f. 1919, d. 1957.

Árið 1936, giftist Margrét, Víglundi Péturssyni, bónda og verkamanni, úr Svarfaðardal, f. 9.12. 1908, d. 1986. Sonur Margrétar og Víglundar er Pétur Símon Víglundsson tæknifulltrúi hjá Vinnueftirlitinu á Sauðárkróki, f. 28.8. 1937, kona hans er Anna Sigríður Hróðmarsdóttir mynd- og leirlistakona, f. 7.2. 1941. Þau eru búsett í Lundi í Varmahlíð. Fríða Ólafsdóttir, f. 1933, dóttir Guðnýjar systur Margrétar ólst upp hjá Margréti og Víglundi frá fimm ára aldri til þrettán ára aldurs. Leit Margrét alltaf á hana sem fósturdóttur sína. Fríða er gift Guðmundi Matthíassyni, f. 1932. Þau eru búsett á Ísafirði.

Pétur eignaðist fimm börn með fyrri konu sinni, Rögnu Efemíu Guðmundsdóttur, f. 23. 11.1938. Þau eru: 1) Guðmundur Svanberg, f. 1956, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur, f. 1958, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra börn eru; Sólveig Ragna, f. 1982, Gunnhildur Edda, f. 1984 og Guðmundur Smári, f. 1990. Auk þeirra á Guðmundur, Hugrúnu Helgu, f. 1977, með fyrri konu sinni Margréti Stefánsdóttur, f. 1955. Hugrún Helga er í sambúð með Arinbirni Þórarinssyni, f. 1974 og eiga þau soninn Elmar Atla, f. 2001. 2) Margrét Björg, f. 1957, gift Björgvini M. Guðmundssyni, f. 1954, búsett á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: Katrín Eva, f. 1977, gift Stefáni, f. Jónssyni, f. 1972, þau eiga tvö börn; Kristófer Fannar, f. 1995 og Jónínu Margréti, f. 2002, Efemía Hrönn, f. 1982, Stefanía Fanney, f. 1985 og Viktor Sigvaldi, f. 1985. 3) Víglundur Rúnar, f. 1959, kvæntur Hafdísi E. Stefánsdóttur, f. 1959, búsett í Varmahlíð. Þeirra börn eru: Pétur Fannberg, f. 1983 og Ellen Ösp, f. 1987. 4) Sólborg Alda, f. 1962, gift Hallgrími H. Gunnarssyni, f. 1947, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra dóttir er Brynhildur, f. 1995. 5) Ragnar Pétur, f. 1971, búsettur í Reykjavík. Börn hans og fyrrverandi konu hans Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur, f. 1972 eru; Margrét Petra, f. 1993, Halla Sigríður, f. 1999 og Haukur Steinn, f. 2001.

Margrét var í vist frá fimmtán ára aldri á Harrastöðum á Skagaströnd til 1931. Hún var síðan á Hólum í Hjaltadal í fimm ár, fyrst sem nemandi en síðan sem vinnukona. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Eftir það stundaði hún búskap og ýmis störf. Margrét og Víglundur bjuggu lengst af á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði og í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Þau fluttu til Akureyrar 1958 en þegar Víglundur lést flutti hún til Sauðárkróks. Síðustu þrjú æviárin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Margrét var góðum skáldagáfum gædd og eftir hana hafa birst ljóð, sögur og frásagnir í blöðum og tímaritum undir skáldanafninu Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.

Slysavarnardeild Þorbjörns Kólka (1951)

  • HAH 10119
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1951

Félagið var stofnað 15. desember 1951 og var félagssvæði þess í Skagahreppi. Félagið dró nafn sitt af Þorbirni Kólka hinum nafnkunna sægarpi.
Í fyrstu stjórnina voru kosnir:
Pétur Sveinsson, formaður
Gunnar Lárusson,
Sigurður Pálsson,
Kristinn Lárusson,
Ólafur Pálsson.
Endurskoðendur:
Friðgeir Eiríksson,
Þorgeir Sveinsson.

Málfundafélag Nesjamanna (1905)

  • HAH 10120
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905

Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.

Ögmundur Jónasson (1948) Alþingismaður

  • HAH8861
  • Einstaklingur
  • 17.7.1948

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1999–2009.

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps (1911)

  • HAH 10123
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911

Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.
Ekki er meira vitað um þetta félag annað en reynt var að endurvekja það sem Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1927, síðan er ekki ljóst hvað varð um félagið.

Sigfús Pálsson (1933-2019) Blönduósi

  • HAH02242
  • Einstaklingur
  • 6. apríl 1933 - 12. maí 2019

Sonur Páls Sigfússonar b. á Hvíteyrum og k.h. Kristínar Kristjánsdóttur. Bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík, síðar á Blönduósi. Kvæntist Öllu Bertu Albertsdóttur frá Ólafsfirði.

Magdalena Sæmundsen Möller (1843-1941) Blönduósi

  • HAH06126
  • Einstaklingur
  • 31.1.1843 - 28.12.1941

Magdalena Margrét Evaldsdóttir Möller 31. janúar 1843 - 28. desember 1941. Var á Akureyri 1930. Húsfreyja í Sæmundsenshúsi [Hemmertshúsi] Blönduósi.

Þórunn Elísabet Magnúsdóttir (1853-1933) Brekkukoti efri byggð og vesturheimi, Steiná 1860

  • HAH07116
  • Einstaklingur
  • 17.12.1853 - 15.12.1933

Þórunn Elísabet Magnúsdóttir 17.12.1853 - 15.12.1933. Var á Steiná, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsfreyja í Brekkukoti á Efribyggð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1885. Seinni kona Bjarna Jónassonar. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.

Margrét Baldvinsdóttir (1900-1978) leturgrafari Ameríku

  • HAH06598
  • Einstaklingur
  • 4.9.1900 - 1978

Margrét Baldvinsdóttir 4.9.1900 - 1978. Helguhvammi 1910. Leturgrafari í Aðalstræti 9, Reykjavík 1930. Leturgr. í Reykjavík 1945. Flutti til Ameríku og giftist þar, barnlaus.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1868) ljósmóðir vesturheimi

  • HAH06713
  • Einstaklingur
  • 20.6.1868 -

Ingibjörg Guðmundsdóttir Goodmundson 20. júní 1868. Var í Kollugerði, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Tökustúlka á Gafli, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Ljósmóðir Skagaströnd 1890. Fór til Vesturheims 1894 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Winnipeg 1911. Innflytjandi í Kanada frá USA (ND?) 1903

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum

  • HAH06694
  • Einstaklingur
  • 5.1.1831 - 28.12.1894

Var á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Umsvölum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Leysingjastöðum. Húsfreyja í Stóruborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Leysingjastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1890.

Ósk Guðmundsdóttir (1840-1922) vk Krossanesi

  • HAH07455
  • Einstaklingur
  • 9.9.1840 - 28.2.1922

Ósk Guðmundsdóttir 9.9.1840 - 28.2.1922. Var á Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845. Vinnukona í Krossanesi. Var á Efri-Mýrum, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1920.

Niðurstöður 601 to 700 of 953