Jóhannes R Snorrason (1917-2006) flugstjóri

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jóhannes R Snorrason (1917-2006) flugstjóri

Parallel form(s) of name

  • Jóhannes Reykjalín Snorrason (1917-2006) Akureyri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.11.1917 - 31.5.2006

History

Jóhannes R. Snorrason fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12. nóvember 1917.
Jóhannes Reykjalín Snorrason 12.11.1917 - 31.5.2006. Yfirflugstjóri, einn stofnanda Félags íslenskra atvinnuflugmanna og formaður þess. Var sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og dönsku Dannebrogs-orðuna. Var á Akureyri 1930.
Hann lést 31. maí 2006. Útför Jóhannesar var gerð frá Fossvogskirkju 9.6.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.

Places

Legal status

Laugar 1933-1934.
Jóhannes lærði flug í Kanada hjá kanadíska flughernum.

Functions, occupations and activities

Hann hóf störf hjá Flugfélagi Íslands 1943 og starfaði sem atvinnuflugmaður til 1980 þegar hann lét af störfum vegna aldurs.

Mandates/sources of authority

Jóhannes var einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og fyrsti formaður þess. Hann sat lengi í Flugráði og Rannsóknarnefnd flugslysa. Auk þess gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum á starfsferli sínum.
Jóhannes ritaði endurminningar sínar, Skrifað í skýin, sem komu út í þremur bindum.
Jóhannes var sæmdur riddarakrossi, sem og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að flugmálum.Þá var hann einnig sæmdur dönsku Dannebrogs-orðunni fyrir framlag sitt til samgöngumála Grænlands, en hann var lengi flugstjóri skíðaflugvéla sem þjónuðu Grænlendingum.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Foreldrar hans voru Snorri Sigfússon, skólastjóri á Flateyri og Akureyri og síðar námsstjóri, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir 24. okt. 1885 - 17. jan. 1947 húsfreyja.
Jóhannes var fjórði í röð sjö systkina:
1) Örn Snorrason f. 1912, d. 1985, Námsmaður á Akureyri 1930. Kennari og rithöfundur á Akureyri. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Haukur Snorrason f. 1916, d. 1958, Var á Akureyri 1930. Ritstjóri í Reykjavík.
3) Hildur Snorradóttir f. 1914, d. 1915,
4) Jóhannes, f. 1917, d. 2006,
5) Anna Sigrún Snorradóttir f. 1920 - 2009. Var á Akureyri 1930. Sjálfstæður atvinnurekandi, dagskrárgerðarkona og ljóðskáld í Reykjavík.
6) Gunnhildur Ástrún Snorradóttir Lorensen f. 1922 - 2011. Var á Akureyri 1930. Bókasafnsvörður og kennari í Kaliforníu, síðar ræðismaður Íslands í San Francisco og Berkeley í Bandaríkjunum. Maki: Lyman Edward Lorensen, f. 26.9.1923 í Bandaríkjunum.
7) Snorri Snorrason f. 1930 - 2012. Var á Akureyri 1930. Flugmaður og flugstjóri í Garðabæ. Hæfileikaríkur áhugaljósmyndari og birtust myndir hans víða.

Fyrri kona Jóhannesar var Alice Myrtle Baldwinson Snorrason 13.8.1923 - 30.8.2000. Starfaði við umönnun í Gimli, Manitoba, Kanada. Síðast bús. í Kanada.
Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru:
1) Margrét Jóhannesdóttir f. 1944, maki Agnar Loftsson,
2) Snorri Herbert Jóhannesson f. 1947, maki Jóhanna Björnsdóttir,
3) Baldvin Thor Jóhannesson f. 1953, maki Gloria Ann Boychuk.
Eiginkona Jóhannesar er Arna Elín Hjörleifsdóttir, f. 26.8.1933.
Börn þeirra eru:
1) Hjördís Jóhannesdóttir f. 1958, maki Gunnar Bergsveinsson,
2) Haukur Jóhannesson f. 1959, d. 1979, Flugnemi í Reykjavík. Síðast bús. í Lýtingsstaðahreppi.
3) Hjörleifur Jóhannesson f. 1961, maki Árdís Kjartansdóttir, og
4) Jóhannes Örn Jóhannesson f. 1965, maki Ragna Davíðsdóttir.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08775

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 12.8.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places