Þórdís Magnúsdóttir (1913-2002) Saurum Miðfirði

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þórdís Magnúsdóttir (1913-2002) Saurum Miðfirði

Parallel form(s) of name

  • Guðrún Þórdís Magnúsdóttir (1913-2002) Saurum Miðfirði

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Dísa

Description area

Dates of existence

27.12.1913 - 31.1.2002

History

Guðrún Þórdís Magnúsdóttir fæddist á Saurum í Miðfirði 27. desember 1913. Þórdís var ógift og barnlaus. Þórdís og Gísli bróðir hennar tóku við búi foreldra sinna og bjuggu félagsbúi á Saurum allt þar til Gísli lést, eftir það bjó hún þar ein uns heilsan bilaði sumarið 2000 og hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga.
Útför hennar fór fram frá Melstaðarkirkju 9.2.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.

Hún lést 31. janúar 2002.

Places

Legal status

Kvennaskólinn 1933 - 1934

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Dísa fæddist með þá fötlun að það vantaði alla fingur á hægri hendi, þó gekk hún í flest störf en þau Gísli voru með búskap alla tíð. Fyrir barnið mig var ævintýri að fara í heimsókn að Saurum. Stundum áttu systkinin hunda sem betra var að varast og því krafðist heimsóknin meiri skipulagningar en ella. Dagana á undan var kjötbeinum safnað í poka og þegar við renndum í hlað var beinunum kastað út um glugga til að að hundarnir væru uppteknir á meðan við flýttum okkur inn í hús. Í reisulega steinhúsinu var sérkennileg blanda af gamla og nýja tímanum. Niðri í kjallara var eldhúsið þar sem boðið var upp á veitningar, oftast dísætt kakó og fleira gott. Stundum komum við systur með stóran kandísmola heim en alltaf átti hún eitthvað gott í munninn á litlum gestum. Á aðalhæðinni var gott herbergi þar sem systkinin sváfu í baðstofurúmum. Þar var mynd af Hallgrími Péturssyni á vegg. Þar var líka sparistofan en hún var máluð ljósblá. Þar fannst mér áhugaverðast að skoða litla stólinn sem Dísa hafði fengið sem barn og leyfði litlum gestum að prufa í smástund. Þrátt fyrir að Dísa hafi aldrei gifst átti hún sitt ævintýri á yngri árum en hún trúlofaðist færeyskum manni sem vann um tíma í sveitinni. Unnustinn þurfti að fara til Færeyja en til stóð að hann kæmi aftur. Þetta var á kreppuárunum og erfitt að hafa samskipti milli landa. Dísa heyrði lengi vel ekkert frá unnustanum en loks kom matarpakki frá honum. Á þeim tíma borgaði sig að skrifa "matur" á pakkana því þá var ódýrara að senda þá og það hafði unnustinn gert. Á Saurum þótti stoltum Íslendingum ekki sniðugt að fá sendan mat frá útlöndum enda var "nógur matur á Saurum". Pakkinn var því endursendur óopnaður og ekki heyrðist meira frá unnustanum. Hvort Dísa hafði mikið um þetta að segja veit ég ekki en hringinn bar hún alla tíð.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Magnús Gíslason, f. 20. október 1869, d. 13. desember 1939, og Ingibjörg Signý Guðmundsdóttir, f. 3. júní 1886, d. 19. júlí 1952.
Foreldrar Magnúsar voru hjónin Gísli Magnússon og Guðrún Hannesdóttir, sem bjuggu lengi á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. Foreldrar Ingibjargar voru Guðmundur Gísli Guðmundsson frá Urriðaá í Miðfirði og kona hans, Jórunn Elíasdóttir.

Bræður Þórdísar voru;
1) Guðmundur Magnússon f. 7. janúar 1907, d. 22. október 1924. Var á Saurum, Melssókn, V-Hún. 1910. Var á Saurum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1920.
2) Gísli Magnússon f. 26. desember 1908, d. 9. apríl 1987. Var á Saurum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Saurum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.

General context

Relationships area

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1933-1934

Description of relationship

námsmey þar

Related entity

Saurar í Miðfirði

Identifier of related entity

HAH00969

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Saurar í Miðfirði

is controlled by

Þórdís Magnúsdóttir (1913-2002) Saurum Miðfirði

Dates of relationship

27.12.1913 - 2000

Description of relationship

Fædd þar síðar húsfreyja

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07777

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 3.4.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places