Showing 10353 results

Authority record

Hrafntinnuhryggur við Kröflu

  • Corporate body

Hrafntinnuhryggur (685m) er skammt austan og suðaustan Kröflu á Mývatnsöræfum. Hann myndaðist líklega í gosi undir jökli. Eftir honum endilöngum er stór og mikill gangur úr hrafntinnu og víða umhverfis, þ.m.t. í skriðunum, eru misstór brot úr henni. Gæta verður varúðar, þegar fólk brýtur hana, því að hún er glerkennd og flísar geta skotist í augu þess.

Hrafntinna var numin úr Skerinu til skreytingar á Þjóðleikhúsinu 1936.

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi

  • HAH00527
  • Corporate body
  • [1300]

Hrafnabjörg er fremsta jörðin í Svínadal austanverðum og hefur jafnan verið talin ágæt beitarjörð. Jörðin fór í eyði 1936 en eftir 1960 var hafin endurbygging jarðarinnar og þá sem hálflend. Föst búseta hefur verið þar síðan 1969. Íbúðarhús byggt 1967, 372 m3. Fjárhús með grindum í gólfi yfir 200 fjár önnur yfir 450 fjár. Geymsluhús 39m3. Hlöður 1300 m3. Tún 24,5 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Höskuldur Jónsson (1929-2014) Hömrum I, Hjarðarholtssókn

  • HAH07325
  • Person
  • 6.4.1929 - 4.12.2014

Höskuldur Jónsson fæddist að Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu 6. apríl 1929.
Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 4. desember 2014. Höskuldur var jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 15. desember 2014, kl. 13.

Höskuldur Egilsson (1909-2001) Böðvarsnesi Suður Þingeyjarsýslu

  • HAH08747
  • Person
  • 9.7.1909 - 4.8.2001

Höskuldur Egilsson 9. júlí 1909 - 4. ágúst 2001. Var í Böðvarsnesi, Illugastaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann fæddist á Vatnsleysu í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu 9. júlí 1909. Höskuldur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Fnjóskadal og síðan á Kambsmýrum á Flateyjardal.
Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. ágúst 2001. Útför Höskuldar fór fram frá Háteigskirkju 14.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 15.

Höskuldsstaðir Vindhælishreppi

  • HAH00327
  • Corporate body
  • (1950)

Öldum saman hefur bærinn staðið undir brattri brekku neðan Núpa. Jörðin er land mikil og er þar gott til ræktunar. Á höskuldsstöðum hefur verið kirkjustaður frá fornu fari og prestssetur til 1964. Íbúðarhús byggt 1973 428 m3, annað íbúðarhús byggt 1927. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 976 m3 og votheysgeymsla 40 m3. Tún 24.6. ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá, einnig hrognkelsaveiði. Eigandi Ríkissjóður.

Höskuldsstaðir er bær, kirkjustaður og áður prestssetur á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Prestssetrið var flutt í kauptúnið á Skagaströnd árið 1964.
Á Höskuldsstöðum sátu ýmsir þekktir prestar fyrr á öldum. Einn hinna þekktustu var séra Einar Hafliðason, sagna- og annálaritari, sem var þar prestur 1334-1343. Síðar á 14. öld var Marteinn Þjóðólfsson prestur á Höskuldsstöðum (d. 1383). Legsteinn úr stuðlabergi, sem líklega hefur verið settur yfir hann, með rúnaáletruninni her : huilir : sira : marteinn : prestr er í kirkjugarðinum og er hann talinn annar elsti legsteinn sem varðveist hefur á landinu.

Árið 1722 varð prestur á Höskuldsstöðum Stefán Ólafsson, faðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns og ættföður Stephensenættar. Hann drukknaði í Laxá 17. apríl 1748.
Núverandi kirkja á Höskuldsstöðum var vígð 1963.

Björn Bjarnason bæjarfulltrúi í Reykjavík fæddist á Höskuldsstöðum.

Höskuldsstaðakirkja (1963) Vindhælishreppi

  • HAH00326
  • Corporate body
  • 31.3.1963 -

Höskuldsstaðakirkja er í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Höskuldsstaðir eru bær og kirkjustaður á Skagaströnd. Þar var prestssetur til 1964, þegar það var flutt til Skagastrandar og kaþólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Pétri postula.

Kirkjan, sem nú stendur á Höskuldsstöðum, var vígð 31. mars 1963. Hún er úr steinsteypu og tekur 100 manns í sæti. Litað gler er í gluggum. Yfir sönglofti er herbergi. Trékross er efst á turninum. Skrúðhúsið er sunnan kórs. Kaleikur og patina eru frá 1804 og altaristaflan er eftir Þórarin B. Þorláksson. Klukkurnar tvær eru frá árunum 1733 og 1737.

Hornafjarðarfljót

  • HAH00241
  • Corporate body
  • (1950)

Hornafjarðarfljót er stutt og vatnsmikið og fær mestan hluta vatnsins frá Suðurfljóti,sem kemur úr Viðborðsdal og undan Heiðnabergsjökli í Svínafellsjökli, og Austurfljóti,sem kemur undan Hoffellsjökli. Yfir að sjá er fljótið eins og fjörður, sem var erfiðuryfirferðar áður en brýr voru byggðar. Þá var fljótið riðið á allt að 5 km breiðu vaði og ekin,þegar bílar voru komnir til sögunnar.

Brúin var byggð árið 1961 og var þá önnur lengsta brú landsins, 255 m. Hún er talsvert missigin og það verður að aka hægt yfir hana. Hreppamörk Mýra og Nesja liggja um fljótið.

Hornafjarðarfljót ber fram möl og leir í ósinn og úthafsaldan brotnar á töngunum, Suðurfjöru- og Austurfjörutanga, sem gera Hornafjarðarhöfn að einhverri skjólbestu höfn hér á landi.
Brúin er 254 metrar.

Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. 

Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. (2015)

Hörghóll í Vesturhópi

  • HAH00810
  • Corporate body

Í bókinni Húnaþing 2 segir m.a.: Syðsti bær í Þverárhreppi,vestan Reyðarlækjar,stendur hátt og túnið er brattlent.Útsýni er mest til norðurs yfir Vesturhópshólavatn,og austurs en þar eru björgin mest áberandi.Land jarðarinnar er ekki stórt,og frekar hrjóstrugt eins og nafnið bendir til.Jörðin var lengi í ríkiseign en er nú í eigu ábúenda.
Ábúendur og eigendur árið 1978: Agnar Traustason og móðir hans Sigríður Sigfúsdóttir

Hörður Valdimarsson (1925-2006)

  • HAH01468
  • Person
  • 9.2.1925 - 3.7.2006

Hörður Valdimarsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1925. Hann lést mánudaginn 3. júlí síðastliðinn. Hörður ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs, þá fluttist hann með foreldrum sínum að Hornbjargsvita þar sem Valdimar var vitavörður frá 1932 til 1936. Guðrún móðir Harðar og þrír bræður hans létust þar í september 1935. Eftir að Valdimar fór frá Hornbjargsvita leystist heimilið upp og fóru systkinin í fóstur. Hörður fór til Holtastaða í Langadal til hjónanna Jónatans Líndal og seinni konu hans, Soffíu Líndal, þar sem hann var til fullorðinsára. Hörður fór til búfræðináms á Hvanneyri í Borgarfirði og lauk því námi 1944. Árið 1950 hóf Hörður störf í lögreglunni í Reykjavík og lauk námi frá Lögregluskólanum 1951. Hörður var varðstjóri í slysarannsóknardeild árið 1971. Hann var kennari við lögregluskólann frá 1968-1972. Hörður starfaði mikið að umferðaröryggismálum og var formaður klúbbsins Öruggur akstur um tíma. Hann var félagi í Lögreglukórnum um langt skeið og í stjórn hans. Árið 1972 fluttu þau hjón austur að Akurhóli þar sem Hörður tók við starfi aðstoðarforstöðumanns við vistheimilið að Gunnarsholti. Þar starfaði hann til ársins 1995 þegar hann fór á eftirlaun. Þau hjón fluttust árið 1999 til Hellu þar sem þau hafa búið síðan. Hörður hefur starfað mikið í Lionshreyfingunni frá því hann fluttist austur, var formaður klúbbsins um tíma, umdæmisstjóri 1981-1982 og fékk heiðursviðurkenningu Melvin Jones árið 1985. Hann starfaði mikið að málefnum aldraðra á Rangárvöllum og var virkur í stjórn þeirra samtaka og varaformaður í þrjú ár.

Hörður Ríkharðsson (1962) kennari

  • HAH05203
  • Person
  • 29.12.1962 -

Hörður Ríkharðsson 29. des. 1962, kennari Blönduósi, lögreglumaður, og vara alþingismaður.

Hópið

  • HAH00300
  • Corporate body
  • (880)

Holti Líndal (1939-2013) Holtastöðum

  • HAH01384
  • Person
  • 20.11.1939 - 27.5.2013

Haraldur Holti Líndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, 20. nóvember 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 27. maí 2013.
Holti ólst upp og vann á búi foreldra sinna þar til hann keypti jörð og bú 1964, hann helgaði Holtastöðum allt sitt ævistarf. Holti stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1958. Holti tók virkan þátt í ungmennafélagsstarfi USAH á yngri árum. Holti var virkur þátttakandi í skógræktarstarfi A-Hún. og var hann um árabil í stjórn Skógræktarfélags A-Hún. Einnig var Holti í Áfengisvarnarnefnd A-Hún. til margra ára. Auk þess tók hann við af föður sínum sem meðhjálpari við Holtastaðakirkju og var meðhjálpari fram til þessa dags. Útför Holta fer fram frá Holtastaðakirkju í dag, 1. júní 2013, og hefst athöfnin klukkan 14.

Holtastaðir í Langadal

  • HAH00212
  • Corporate body
  • [900]

Holtastaði. Landnámsjörð. Þar bjó Holti Ísröðarson. Skammt norðan heimatúns var hjáleigan Holtastaðakot sem lögð var undir jörðina 1946. Kirkjan sem var bændakirkja þar til hún var afhent söfnuðinum stendur miðsvæðis mill bæjar og þjóðvegar. Jörðinni tilheyrir eyðibýlið Eyrarland á Laxárdal fremri, dalverpi er gengur suður úr Skarðsskarði, nefnt Brunnárdalur, og landspilda vestan Blöndu í Svínavatnshreppi er nefnist Holtastaðareitur og var áður smábýli. Jörðin er í eigu sömu ættar frá árinu 1863. Íbúðarhús byggt 1914, endurbætt 1968 641 m3, fjós fyrir 48 gripi, fjárhús fyrir 200 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 1457 m3, votheysgeymslur 48 m3. Tún 27,4 ha. veiðiréttur í Blöndu og Ytri Laxá

Holtastaðareitur

  • HAH00696
  • Corporate body
  • (1900)

Holtastaðareitur er eyðibýli frá um 1920. Það liggur gengt Holtastöðum og er þannig nyrst í Svínavatnshreppi við Blöndu. Býlið hefur lengi verið eign Holtastaðabænda og notað þaðan, mest til Hrossabeitar síðan ábúð féll þar niður. Þarna er jarðsælt um vetur og landið að mestu graslendi og gott ræktunarland. Nú hefur eigandinn hafið þar mikla ræktun. Hús eru öll fallin. Veiðiréttur í Blöndu.

Holtastaðakirkja í Langadal

  • HAH00621
  • Corporate body
  • (1930)

Á Holtastöðum var kirkja helguð heilögum Nikulási í kaþólskum sið. Þar var útkirkja frá Blöndudalshólum en 1880 var sóknin lögð til Hjaltabakka og til Höskuldsstaða 1881, síðan til Bergsstaða 1907 en heyrir nú til Bólstaðarhlíðar.
Núverandi kirkja var vígð 1893. Hún er úr timbri, járnvarin, og byggð að tilhlutan kirkjueigenda, Jósafats Jónatanssonar, bónda á Holtastöðum, og Stefáns Jónssonar, bónda á Kagaðarhóli. Yfirsmiður var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki. Altaristafla er gömul, eftirmynd af kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci. Prédikunarstóll er gerður af dönskum manni, Simon Reifeldt, árið 1792. Á honum eru málaðar myndir.
Merkilegur gripur, sem fyrrum var í Holtastaðakirkju en er nú í Þjóðminjasafni Íslands, er svokallað vatnsdýr, vatnskanna í ljónslíki sem notuð var undir skírnarvatn. Er hún frá miðöldum.

Annexían var Holtastaðir í Holtum, segir í Pétursmáldaga). Á Holtastöðum var kirkja hins heilaga Nikulásar. Þar var þá „tveggja presta skyld", og fylgdi hálfkirkja að (Geita-) Skarði og tvö bænhús. 2. janúar 1360 selur Jón Eiriksson skalli biskup á Hólum Brandi bónda Ásgrímssyni og Guðnýju Sólmundardóttur konu hans jörðina Holtastaði fyrir jörðina Flugumýri. — 1. nóvember 1397 selur Einar prestur Þorvarðsson Ingiríði Þórðardóttur jörðina Holtastaði í Langadal „með gögnum og gæðum" fyrir lausafé. — Holtastaðir hafa aldrei verið „staður" að því er bezt er vitað, heldur jafnan bændaeign.

Holt í Svínadal

  • HAH00518
  • Corporate body
  • [1200]

Ættarjörð síðan 1886 er Guðmundur Þorsteinsson frá Grund eignaðist hana. Þetta er væn jörð með gnægð ræktunarlands. Lega þess er ákjósanleg með hæfilegum halla mót vestri í um 200 mys. Beitilandið er ekki mjög víðáttumikið, en notagott. Jörðin liggur í austanverðum Svínadal næst Auðkúlu. Íbúðarhús byggt 1956, 646 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu, geldneytisfjós yfir 25 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1200 m3. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Holt á Ásum

  • HAH00552
  • Corporate body
  • (1250)

Bærinn stendur á bakkanum sunnan við Laxá á Ásum. Landareignin takmarkast að norðan af Laxá og nær suður að Húnsstaðalæk eða Jarðbrúarlæk. Holtsbungan er mest áberandi í landinu og er þaðan víðsýni mikið. Annars er landið mýrar, flóar og holt vaxin hrísi, allt mjög grasgefið. Holt er líklega landnámsjörð, þar bjó Máni sem frægur var fyrir veiðisæld. Mánakot er á merkjum Holts og Laxholts, þar etu einhverjar rústir. Mánafoss er svo við Laxárvatn. Íbúðarhús byggt 1936 og viðbygging 1964, 460 m3. Fjós 1965 fyrir 35 gripi með áburðarkjallara og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 955 m3. Votheysturn 80 m3. Geymsla 160 m3. Tún 34,7 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Hólmsteinn Valdimarsson (1923-2011) frá Gunnfríðarstöðum

  • HAH01281
  • Person
  • 18.1.1923 - 17.10.2011

Hólmsteinn Valdimarsson fæddist 18. janúar 1923. Var á Gunnfríðarstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Litla-Enni, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. október 2011.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Hólmi á Skaga

  • HAH00299
  • Corporate body
  • 1952 -

Bærinn stóð áður í hólma í Fossá, en er nú norðan við ána. 1952 jörðinni skipt úr Hróarsstaðalandi og gert að lögbýli.íbúðarhús 1952. Fjós 1953 úr asbesti, fjárhús 1935 úr torfi og grjóti, fjárhús úr asbesti 1951 yfir 80 fjár. Hlaða 1950 100 m3. Tún 5,5 ha.

Hólmgeir Þorsteinsson (1884-1973) Hrafnagili

  • HAH08004
  • Person
  • 3.12.1884 - 27.9.1973

Hólmgeir Þorsteinsson 3. des. 1884 - 27. sept. 1973. Bóndi í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, síðar endurskoðandi á Akureyri. Bóndi í Hrafnagili, Grundarsókn, Eyj. 1930.

Hólmgeir Björnsson (1937)

  • HAH05004
  • Person
  • 18.5.1937 -

Hólmgeir Björnsson 18. maí 1937. Tölfræðingur. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966

Hólmfríður Zóphoníasdóttir (1889-1957) Ásgeirshúsi

  • HAH06191
  • Person
  • 9.6.1889 - 5.4.1957

Hólmfríður Zóphoníasdóttir 9. júní 1889 - 5. apríl 1957. Var á Neðra-Vatnshorni, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Var í Sigtryggshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi. Húsfreyja þar 1930

Hólmfríður Sigurðardóttir (1925-2014) Umsvölum

  • HAH07962
  • Person
  • 7.1.1925 - 8.2.2017

Hólmfríður Sigurðardóttir 7.1.1925 - 8.2.2017. Var á Titlingastöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. búsett í Hlíð í Garðabæ. Kvsk Blö. 1944-1945.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1915-2002) Mánaskál

  • HAH04326
  • Person
  • 20.6.1915 - 18.9.2002

Guðrún Hólmfríður Sigurðardóttir 20. júní 1915 - 18. sept. 2002. Var í Mánaskál, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Mánaskál, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Á Mánaskál dvaldi Guðrún til fullorðinsára, fyrst sem barn og unglingur en síðan var hún ráðskona föður síns um langt skeið, en móður sína missti Guðrún árið 1922 er hún var aðeins sjö ára að aldri.
Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. september 2002. Útför Guðrúnar verður gerð frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1913-2001) Reykjavík

  • HAH06429
  • Person
  • 12.4.1913 - 19.9.2001

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913,
Níu ára gömul fór Hólmfríður í fóstur að Undhóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Páls Gíslasonar.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. september 2001.
Útför Hólmfríðar fór fram frá Bústaðakirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hólmfríður Magnúsdóttir (1918-2013) frá Syðri-Hóll

  • HAH01453
  • Person
  • 1.4.1918 - 6.7.2013

Hólmfríður Magnúsdóttir fæddist á Syðra-Hóli, A-Hún. 1. apríl 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 6. júlí 2013. Hólmfríður ólst upp á Syðra-Hóli. Veturinn 1936-37 var hún á Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún flutti til Akureyrar 1937. Næstu ár á eftir var hún í vist á veturna og í kaupavinnu á sumrin. Hún fór m.a. sem kaupakona til Flateyjar á Skjálfanda, að Ketilsstöðum á Völlum austur á Héraði og eitt sumar var hún í Lundabrekku í Bárðadal. Þetta var hennar aðferð til að ferðast og sjá meira af landinu. Hún vann einnig á saumastofu Jórunnar Guðmundsdóttur sem og á saumastofu Gefjunar. Á árunum 1944 til 1958 helgaði hún sig að mestu heimilinu, en fór eftir það að vinna á Heklu á Akureyri, við saumar. Hún vann þar í 30 ár, eða þar til hún fór á eftirlaun 1988. Árið 2006 flutti hún í raðhúsaíbúð við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Síðasta veturinn sem hún lifði bjó hún inni á Hlíð.

Útför Hólmfríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. júlí 2013, kl. 13.30.

Hólmfríður Jónsdóttir (1903-1967) Undirfelli

  • HAH07199
  • Person
  • 1.6.1903 - 20.1.1967

Hólmfríður Steinunn Jónsdóttir 1. júní 1903 - 20. janúar 1967. Húsfreyja á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Undirfelli, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Hólmfríður Jónsdóttir (1876) Jaðri Hrútafirði

  • HAH06696
  • Person
  • 31.12.1876 -

Var í Gerði, Hvammssókn, Dal. 1880. Húsfreyja á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1920 og 1930. Var á Jaðar Ytri, Staðarhr., V-Hún. 1957. Búsett á Jaðri í Hrútafirði, Hún.

Hólmfríður Jónsdóttir (1915-2002) Úlfsstöðum

  • HAH01452
  • Person
  • 3.4.1915 - 16.5.2002

Hólmfríður Jónsdóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði 3. apríl 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 16. maí síðastliðinn. Jón, faðir Hólmfríðar, andaðist frá fjórum ungum börnum 1926, en þá voru þau hjón flutt að Víðivöllum í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1933 giftist Amalía móðir Hólmfríðar Gunnari Valdimarssyni, f. 16. júní 1900, d. 18. okt. 1989, og fluttist Hólmfríður með þeim hjónum á Víðimýri í Skagafirði 1934. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1939 giftist hún Sigurði og fluttist að Úlfsstöðum í Blönduhlíð og bjuggu þau hjón þar og stunduðu búskap til 1972, að þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Eftir að hún flutti til Sauðárkróks starfaði hún allmörg ár í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Hólmfríður Jónasdóttir Pétursson (1879-1971)

  • HAH01451
  • Person
  • 10.6.1879 - 10.3.1971

Með foreldrum á Hraunkoti, Aðaldal, S-Þing. 1879-93. Fór þaðan til Vesturheims 1893. Prestfrú. Barn í Vesturheimi: Thorvaldur Pétursson, f. 1904, d. 1960. Frú Hólmfríður Pétursson, ekkja drs. Rögnvalds Péturssonar, lézt í Winnipeg 10. marz 91 árs að aldri. Hún fluttist vestur um haf með foreldrum sínum frá Hraunkoti í Aðaldal 1893 og giftist Rögnvaldi Péturssyni 1898. En hann varð síðar prestur Unitara í Winnipeg, ritstjóri Heimis, Heimskringlu og síðar Tímarits þjóðræknisfélagsins og fyrsti forseti þess, í stuttu máli sagt einn allra fremsti leiðtogi íslendinga vestan hafs,og studdi frú Hólmfríður hann jafnan með ráðum og dáð. Dr. Rögnvaldur lézt í Winnipeg 30.janúar 1940. Auk drjúgs framlags til íslenzkra menningarmála vestan hafs gaf frú Hólmfríður og börn hennar, Landsbókasafni íslands merka handrita- og bókagjöf árið 1941, sem skýrt er frá í Árbók safnsins það ár. Síðar — eða um 1960 — stofnaði frú Hólmfríður minningarsjóð Rögnvalds Péturssonar við Háskóla íslands, og hafa þegar margir ríflegir styrkir verið veittir úr honum til rannsókna í íslenzkum fræðum, þeim fræðum, er dr. Rögnvaldur unni um önnur fræði fram.

Hólmfríður Jónasdóttir (1903-1995) Axlarhaga

  • HAH01450
  • Person
  • 12.9.1903 - 18.11.1995

Hólmfríður Jónasdóttir fæddist 12. september 1903. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. nóvember síðastliðinn. Hólmfríður starfaði mikið að félagsmálum, var m.a. formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Þá fékkst hún við ritstörf og hefur gefið út eina ljóðabók. Húsfreyja í Axlarhaga í Blönduhlíð, Skag. 1930.
Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Hólmfríður Eysteinsdóttir (1919-1984) Vilmundarstöðum Borg

  • HAH06259
  • Person
  • 18.4.1919 - 5.8.1984

Hólmfríður Eysteinsdóttir 18. apríl 1919 - 5. ágúst 1984. Húsfreyja á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, síðar verkakona í Reykjavík. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Hólmfríður Evaldsdóttir Hemmert (1902-1988) Hemmertshúsi

  • HAH01449
  • Person
  • 22.6.1902 - 25.5.1988

Fríða, eins og hún var kölluð, var há og glæsileg og sérstaklega yndisleg kona, höfðingleg og yfirveguð í allri framkomu. Það var hátíð hjá okkur á Karlsskála þegar von var á Fríðu og Möggu Hemmert. Allri fjölskyldunni þótti skemmtilegt að fá þær í heimsókn, jafnt ungum semþeim eldri.

Hólmfríður var kennari að mennt, útskrifuð úr Kennaraskóla Íslands. Hún var farsæl í starfi, fljót að laða að sér unga fólkið og öllum þótti vænt um hana. Þær systur fóru báðar til Danmerkur til framhaldsnáms. Hólmfríður lærði þar talkennslu, en Margrét lærði tannsmíðar.

Hólmfríður Erlendsdóttir (1875-1966) Hlöðufelli Blönduósi 1957

  • HAH05376
  • Person
  • 4.10.1875 - 30.8.1966

Hólmfríður Halldóra Erlendsdóttir 4. okt. 1875 - 30. ágúst 1966. Vinnukona á Ysta-Mói í Flókadal, Skag. til 1896. Lausakona á Akureyri 1899-1904. Var á Hlöðufelli, Blönduóshreppi, A-Hún. 1957. Ráðskona í Meðalheimi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ógift.

Hólmfríður Einarsdóttir (1925-2002) ljósmóðir

  • HAH01448
  • Person
  • 19.5.1925 - 6.3.2002

Hólmfríður Einarsdóttir fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 19. maí 1925.
Hún lést á Sóltúni 6. mars síðastliðinn. Hólmfríður vann á unglingsárum öll almenn störf sem tilheyrðu sveitabúskapnum. Árið 1946-1947 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi.
Hólmfríður bjó síðustu árin í íbúð sinni á Sléttuvegi 13 í Reykjavík.
Útför Hólmfríðar fór fram frá Bústaðakirkju 15.3.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hólmfríður Davíðsdóttir (1852-1943) Enni

  • HAH06677
  • Person
  • 15.6.1852 - 16.12.1943

Júlíana Hólmfríður Davíðsdóttir 15. júní 1852 - 16. des. 1943. Var á Sneisi, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona í Kambakoti 1901. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Enni.

Hólmfríður Björnsdóttir (1917-2000) Sandgerði, frá Reynhólum

  • HAH02133
  • Person
  • 5.9.1917 - 24.11.2000

Þorbjörg Hólmfríður Björnsdóttir fæddist á Kollafossi í Miðfirði 5. september 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja í Keflavík 24. nóvember síðastliðinn. Hólmfríður ólst upp í Miðfirði og vann þar ýmis sveitastörf. Hólmfríður og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap í Sandgerði.

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson (1899-1984) Blönduósi

  • HAH07383
  • Person
  • 24.6.1899 - 22.2.1984

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson f 24. júní 1899 - 22. febrúar 1984. Hjá foreldrum á Stóruvöllum 1899-1900. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Hólmfríður Ágústsdóttir (1896-1977) Blönduósi

  • HAH07544
  • Person
  • 1.11.1896 - 4.9.1977

Hólmfríður Sigurbjörg Ágústsdóttir 1.11.1896 - 4.9.1977. Var á Litlu-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Heimili: Lækjamót. Húsmóðir Kúskerpi. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1947 og 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Höllustaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00528
  • Corporate body
  • 1655 -

Höllustaðir I mun vera byggð um 1600 af ¼ hluta Guðlaugsstaðalands. Seinna var svonefndur Hólareitur, sem er væn landspilda gegnt Blöndudalshólum, lagður undir jörðina. Í gömlum skjölum er talið að nafnið sé dregið af halllendi sem býlið stendur í. Má það teljast sennilegt, því landið er í halla en ekki bratt. Um lýsingu á landinu vísast til lýsingar á Höllustöðum II. Íbúðarhús byggt 1943, 446 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 180 fjár og torfhús yfir 100 fjár. Hlöður 600 m3. Votheysturn 65 m3. Bílskúr 45 m3. Tún 25,4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Höllustaðir II. Nýbýli stofnað 1958 á hálfu landi Höllustaða. Ræktunarland niðri í lágdalnum er nú uppunnið að mestu, en ofan við bæjarbrún í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli er gnægð ræktarlands og hefur talsverður hluti þess verið þurrkaður. Félagsbú hefur verið rekið á býlunum nokkur síðustu ár [1975]. Íbúðarhús byggt 1958, 490 m3. Fjárhús yfir 180 fjár og önnur jarnklædd yfir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross torfhús. Hlöður 539 m3 og önnur 212 m3. Véla og verkfærageymslur 134 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hóll í Svartárdal

  • HAH00166
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Hóll er vestan Svartár, byggður á bröttum hól í norður tagli Oksans. Þar er víðsýnt út um svartársal allt till Laxárdalsfjalla. Hólsdalur liggur vestan Oksans og á jörðin þar mikið land, gott og víðáttumikið, allt til Eyvindastaðarheiðar. Tún er rækrað norðan Oxans til merkja við Steiná og einnig fram með Svartá. Er þar valllendisræktun að mestu. Íbúðarhús byggt 1956 180 m3. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 300 fjár. Hesthús fyrir 8 hross. Hlaða 820 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Results 5601 to 5700 of 10353