Hornafjarðarfljót er stutt og vatnsmikið og fær mestan hluta vatnsins frá Suðurfljóti,sem kemur úr Viðborðsdal og undan Heiðnabergsjökli í Svínafellsjökli, og Austurfljóti,sem kemur undan Hoffellsjökli. Yfir að sjá er fljótið eins og fjörður, sem var erfiðuryfirferðar áður en brýr voru byggðar. Þá var fljótið riðið á allt að 5 km breiðu vaði og ekin,þegar bílar voru komnir til sögunnar.
Brúin var byggð árið 1961 og var þá önnur lengsta brú landsins, 255 m. Hún er talsvert missigin og það verður að aka hægt yfir hana. Hreppamörk Mýra og Nesja liggja um fljótið.
Hornafjarðarfljót ber fram möl og leir í ósinn og úthafsaldan brotnar á töngunum, Suðurfjöru- og Austurfjörutanga, sem gera Hornafjarðarhöfn að einhverri skjólbestu höfn hér á landi.
Brúin er 254 metrar.
Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar.
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. (2015)