Jóhannes Jónsson frá Geitabergi var fæddur í Klettstíu í Norðurárdal I Mýrasýslu þann 2.1. 1923. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1984, d. 26.10.
1973, og Sæunn E. Klemensdóttir f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985.
Jóhannes átti þrjá bræður, sem allir eru á lífi, en þeir eru:
- Karl, fyrverandi bóndi í Klettstíu og síðar starfsmaður vegagerðarinnar í Borgamesi, f. 19.2. 1918. Kona hans er Lára Benediktsdóttir;
- Klemenz, leikari, búsettur í Reykjavík, f. 29.2. 1920, kæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur;
- Elis, f. 3.4. 1931, umdæmissljóri Vegagerðar ríkisins á Suðvesturlandi, búsettur í Borgarnesi. Kona Elisar er Brynhildur Benediktsdóttir.
Jóhannes stundaði nám í gamla Ingimarsskólanum í Reykjavik á árunum 1940-1943. Þá var hann einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1945. Eftir það starfaði hann við kennslu næstu árin og var kennari í Norðurárdal
í Borgarfirði á árunum 1945-1947 og síðar í Strandahreppi á Hvalfjarðarströnd 1948-1957. Það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ernu Jónsdóttur frá Geitabergi í Svínadal og
hófu þau hjónin búskap á Geitabergi það sama ár og hafa búið þar miklu rausnarbúi allt til þessa, en hin síðari ár í sambýli við son sinn Pálma. Foreldrar Ernu voru Steinunn Bjarnadóttir og Jón Pétursson, sem lengi bjuggu á Geitabergi í Svínadal. Eftir að Jóhannes hóf bússkap á Geitabergi
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Sat m.a. í hreppsnefnd í fjölda ára og í skólanefnd Leirárskóla á áranum 1966-1974. Jóhannes og Erna eignuðust fjögur böm.
Elst þeirra er Sigríður, f. 23.5. 1958 og á hún einn son, Kára Eyþórsson að nafni.
Næst barna þeirra er Pálmi, f. 2.10. 1959. Kona hans er Asgerður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvo syni: Jóhannes Om og Jón Hauk. Fyrir hjónaband eignaðist Pálmi Erlu Björk og Ásgerður Katrínu Ingu.
Þriðja barn Jóhannesar og Ernu er Jón, f. 6.9. 1960, skrifstofustjóri hjá Búseta í Reykjavík kvæntur Kristínu Sif Jónínudóttur og eiga þau einn son, Bjart Örn.
Yngstur er Einar Stefán, f. 23.3. 1962, trésmíðameistari, kvæntur Fjólu Ágústu Ágústsdóttur. Bam þeirra er Steinunn Marín.