Í dag er til moldar borinn Jón Bjarnason bifreiðastjóri, Hlíðarbraut 9, Blönduósi. Jón lést 15. nóvember sl. eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hann varðist af æðruleysi, þótt hann um síðir lyti í lægra haldi. Frá því um tvítugt gerði Jón út eigin vörubíl og stundaði alla tilfall andi flutninga, þar til á liðnu sumri, að kraftar voru á þrotum. Að vetrin um þegar minna var að gera við flutninga, vann Jón gjarnan við bílaviðgerðir, enda hafði hann mik inn áhuga á hverskonar vélum.
Fljótlega eftir að Jón settist að á Blönduósi gekk hann til liðs við Björgunarsveitina Blöndu, þar sem hann var ötull og góður liðsmaður. Í starfi fyrir sveitina naut hann sín kannski best þegar verkefnin voru erfiðust. Það var sama hvort til hans var leitað á nóttu eða degi, alltaf var hann boðinn og búinn, næstum sama hvernig á stóð, enda naut hann þar stuðnings eiginkonu sinnar. Dugmeiri ferðamaður er vandfundinn, hann taldi sjaldan eða aldrei ófært, í versta falli erfið færð eða seinfarin leið. Ekki var um að ræða að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þyrfti að ná ákveðnum áfanga. Úrræði skorti ekki heldur, þótt eitthvað óvænt kæmi upp á. Athugasemdir og hnyttin tilsvör setti hann þá gjarna fram á þann hátt, sem honum einum var lagið. Það var oft þegar verst gekk og öðrum virtist jafnvel að ekki yrði lengra farið að sinni, að Jón sagði, "eigum við ekki að prófa?" og oftar en ekki tókst tilraunin. Ef við hinir vorum með óþarfa úrtölur að hans dómi, átti hann til að segja, "nú þorið þið ekki, ég skal fara fyrst ur", síðan var lagt af stað án frek ari málalenginga.
Jón var einn af þeim fyrstu hér um slóðir, sem eignaðist vélsleða, fyrst í félagi við annan, síðan einn, fleiri bættust síðan í hópinn. Margar ferðir voru farnar um nærliggjandi fjöll og inn til heiða á sleðun um, bæði í starfi fyrir björgunarsveitina og svo til skemmtunar, þegar tækifæri gáfust. Þær ferðir urðu margar hverjar ógleymanleg ar. Ein síðasta ferðin sem Jón fór með okkur var á Landsmót LÍV, sem haldið var í Kerlingarfjöllum sl. vetur. Veður og færð var eins og best verður á kosið. Þeirrar ferðar held ég að hann hafi notið alveg, þótt heilsan væri farin að gefa sig verulega.
Jón var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Borga á Blönduósi og var þar virkur félagi um árabil.