John Coghill (1836-1896) Skoskur skipsstjóri og fjárkaupmaður

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

John Coghill (1836-1896) Skoskur skipsstjóri og fjárkaupmaður

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1846 - 1896

History

John Coghill 1836 [1846] -3.10.1896. Skoskur skipsstjóri og fjárkaupmaður. Lést á leið sinni til Íslands með ES Opal, en hafði þá stundaði heiðarleg viðskipti við Íslendinga í 30 ár.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

skipsstjóri og fjárkaupmaður

Mandates/sources of authority

Coghill var með þeim fyrstu hér, sem fluttu inn þakjárn. Af þessu öllu varð maðurinn yfirtak vinsæll, enda hörmuðu bændur hann að verðleikum, þegar hann féll frá. Hann lézt í hafi á leið til Íslands 1896. Kann hafði verið búinn að óska eftir því að verða grafinn í íslenzkri mold. Sýnir það gott hugarþel til lands og þjóðar, sem hann átti svo löng og happasæl viðskipti við. En þetta átti honum ekki að hlotnast vegna rótgróinnar hjátrúar skipsmanna. Það gerði hvassviðri og sjógang, og sjómennirnir létu æstar öldur Atlantshafsins taka í faðm sinn líkama þessa vandaða og góða drengs.

Internal structures/genealogy

börn hans voru ma
1) Óli Kristinn Jónsson Coghill 12. jan. 1888 - 15. ágúst 1939. Var í Sandhúsum, Fjarðarsókn, S-Múl. 1890. Fluttist vestur um haf árið 1910. Kaupmaður í Riverton, Manitoba, Kanada. Móðir hans; Sigríður Ólafsdóttir

  1. mars 1864 - 8. maí 1941. Var í Traðarkoti, Garðasókn á Akranesi, Borg. 1870. Húsfreyja í Sandhúsum, Fjarðarsókn, S-Múl. 1890. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Var á Urðavegi 43, Vestmannaeyjum 1930.
    2) 2) John Coghill (1887),
    3) Kári Jónsson Coghill 13. ágúst 1890 - 21. des. 1907. Tökubarn í Nikulásarhúsi, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Fósturbarn í Gaulverjabæ, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1901. Móðir hans; Sigríður Ásbjörnsdóttir 24. nóv. 1861 - 14. nóv. 1934. Vinnukona í Nikulásarkoti í Reykjavík 1890. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
    4) Guðlaug Coghill 16. okt. 1890 - 26. okt. 1890. Faðir: John Coghill f.1836, skoskur fjárkaupmaður. Móðir; Guðlaug Margrét Þórðardóttir 20. okt. 1871 - 29. ágúst 1914. Barn hjónanna á Hlíðarhúsum, Norðurbæ, Reykjavík 1880. Var í Hlíðarhúsum , Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
    5) John Coghill Pétursson 4. nóv. 1890 - 22. nóv. 1890. Móðir; Þrúður Elísabet Guðmundsdóttir 9. mars 1854 - 6. júní 1937. Var á Melstað, Melstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Stóru-Borg, V-Hún. Var á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930.

General context

Coghill keypti mikið af hrossum í Húnavatnssýslu á árunum 1875 og 1876 og naut til þess aðstoðar vinar síns, Péturs Kristóferssonar á Stóru-Borg í Vesturhópi. Hrossin voru færð til skips á Borðeyri og var það að sögn mikill hamagangur.71 Frá því um 1880 varð Borðeyri ein helsta útflutningshöfn þessara viðskipta hér á landi. Það ár fór meira en helmingur allra útfluttra sauða frá Íslandi til skips á Borðeyri og næstu fimm ár nam útflutningur frá Borðeyri á bilinu 25–35% af heildarfjölda. Þá voru bændur einnig byrjaðir að panta vörur frá Slimon og skipta á þeim og sauðfé, en það þótti hagstæðara en að fá greitt í gulli eins og hafði tíðkast fram að því. Út frá því urðu til ný pöntunarfélög og voru þau fyrsti vísirinn að samvinnufélögunum sem síðar urðu stórtæk í öllu atvinnulífi landsmanna. Þar á meðal má nefna Vörupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga og Verslunarfélag Dalasýslu, en það síðarnefnda sendi töluvert af sauðfé til Englands frá Borðeyri.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05284

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 9.8.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

Skoskur skipsstjóri og fjárkaupmaður á Íslandi. Coghill kaupmaður, sá er seldi kvikfénað í mörg ár til Englands, var mjög vel látinn maður, þótt hann kæmi stundum nokkuð hrottalega fram. Meðal annars blótaði hann mjög.
Hann átti hér nokkur börn og meðgekk þau jafnan greiðlega. Einu sinni kemur maður til hans og segir honum, að kona, sem Guðríður heiti, kenni honum barn, og krefst meðlags fyrir hennar hönd. Coghill hugsar sig lengi um, þangað til hann segir: — Ég þekki enga helvítis bölvaða Guðríði. Það geturðu bölvað þér upp á. Nokkru síðar var Coghill stefnt til réttar í barnsfaðernis máli hjá bæjarfógeta. Coghill kom síðastur til réttarhaldsins og var þá Guðríður komin. Þegar Coghill sér hana, segir hann: — Nú er það þá hún Gudda, blessunin!
sjá V. ísl. æviskrár 4 b. bls. 29. börn hans voru ma Guðlaug (1890), John (1887), John (1890), Kári (1890) og Óli Kristinn (1888)

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places