Showing 10352 results

Authority record

Agnes Jóhanna Honningsvaag (1923-1984)

  • HAH02257
  • Person
  • 24.6.1923 - 17.7.1984

Agnes Jóhanna Pétursdóttir f. 24. júní 1923 - 17. júlí 1984 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Agnes Jóhanna Honningsvaag ( Agnes Jóhanna Pétursdóttir) (1923-1984)

Agnes Jóhannesdóttir (1933-2010)

  • HAH02258
  • Person
  • 29.11.1933 - 23.8.2010

Agnes Jóhannesdóttir f. 29. nóvember 1933 - 23. ágúst 2010 Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóra ungbarnadeildar Barnaspítala Hringsins, bús. í Kópavogi. Kjörforeldrar skv. Vigurætt: Jóhannes Jónsson, f. 20.8.1902 og Sigrún Helena Jóhannesdóttir, f. 22.12.1908.
Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur fæddist í Álftafiði 29. nóvember 1933. Hún lést mánudaginn 23. ágúst, 76 ára að aldri.
Agnes verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 30. ágúst 2010, klukkan 15.

Agnes Magnúsdóttir (1947)

  • HAH02259
  • Person
  • 23.6.1947 -

Agnes Magnúsdóttir 23. júní 1947 Var á Kistu, Þverárhr., V-Hún. 1957.

Ágúst Andrésson (1899-1994)

  • HAH03496
  • Person
  • 4.4.1899 - 4.8.1994

Ágúst Andrésson 4. apríl 1899 - 4. ágúst 1994 Járnsmiður Var í Ásgarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Smiður á Blönduósi.

Ágúst B. Jónsson (1892-1987) Hofi í Vatnsdal

  • HAH01055
  • Person
  • 9.6.1892 -28.9.1987

Ágúst var fæddur á Gilsstöðum í Vatnsdal 9.6.1892, en dó þann 28.9.1987 að Héraðshælinu á Blönduósi.
Ágúst Böðvar var einkabarn foreldra sinna, sem hófu búskap á hluta Gilsstaða vorið 1891, en fluttu þaðan vorið 1896 að Hofi í Vatnsdal. Þau Jón og Valgerður bjuggu á hluta Hofs fyrstu árin, en vorið 1901 fengu þau alla jörðina til ábúðar, en eignuðust hana alla síðar og bjuggu þar æ síðan meðan kraftar entust. Bæði voru þau Jón og Valgerður sterkir persónuleikar, mótuð af harðri lífsbaráttu fólks á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Fóru þau vel með efni og búnaðist eftir því. Varð Hofsheimilið fljótt eitt af máttarstólpum vatnsdælsks samfélags á þessum árum. Skipaði Jón á Hofi sér fljótlega í forustusveit Vatnsdælinga, sat í hreppsnefnd, þar sem hann þótti nokkuð íhaldssamur, en mest lét hann til sín taka fjallskilamál upprekstrarfélagsins, þar sem hann hélt mjög um stjórnvölinn um meira en hálfrar aldar skeið. Hannhafði mjög ákveðnar skoðanir í pólitík, var mikill spilamaður og veitti gestum sínum brennivín á góðri stund. Hafði hann mjög í heiðri siði góðbænda um veitingar, en hafði þó hóf á, svo að til gleðiauka var. Varð Hofsheimilið á árum þeirra Jóns og Valgerðar mjög samkomustaður Vatnsdælinga þar sem fólk, bæði eldra og yngra, naut lífsins og gerði sér dagamun.
Í þessu umhverfi ólst Ágúst upp. Sem ungur maður var hann mjög hlutgengur og mótandi í félags- og skemmtanalífi sveitar sinnar og sýslu.

Ágúst Georg Erlendsson (1907-1988)

  • HAH03498
  • Person
  • 22.9.1907 - 13.9.1988

Ágúst Georg Erlendsson 22. september 1907 - 13. september 1988. Málarasveinn á Klapparstíg 44, Reykjavík 1930. Málari, síðast bús. í Reykjavík.

Ágúst Guðmundsson (1943-2021) Dalsmynni Hnapp

  • HAH08823
  • Person
  • 6.7.1943 - 17.9.2021

Ágúst Guðjón Guðmundsson (Gösli) fæddist í Kolviðarnesi í Eyjahreppi 6. júlí 1943. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 15. sept. 1902, d. 24. jan. 1993, og Margrét Guðjónsdóttir, f. 3. mars 1923, d. 2. maí 2013, bændur fyrst í Kolviðarnesi og síðar í Dalsmynni í Eyjahreppi, en þangað flytur fjölskyldan þegar Gösli var fimm ára gamall. Árið 1965 flytur hann svo í Borgarnes og bjó þar alla sína tíð.

Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 17. september 2021. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Ágúst Helgason (1920-1985) bakari Blönduósi

  • HAH05795
  • Person
  • 15.9.1920 - 24.6.1985

Magnús Ágúst Helgason 15. sept. 1920 - 24. júní 1985. Var í Syðraseli, Hrunasókn, Árn. 1930. Bakari, síðar útsölustjóri Mjólkursamsölunnar í Vestmannaeyjum. Síðast bús. í Reykjavík.

Ágúst Jakobsson (1895-1984) Gröf og Hamri

  • HAH05200
  • Person
  • 10.6.1895 - 30.11.1984

Ágúst Frímann Jakobsson 10. júní 1895 - 30. nóv. 1984. Bóndi í Ánastaðaseli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Ánastaðaseli, Kirkjuhvammshr. og víðar, síðar verkamaður á Hvammstanga. Var á Hamri, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.

Ágúst Jakobsson (1902-1989) Blálandi Skagaströnd

  • HAH03500
  • Person
  • 11.2.1902 - 1.6.1989

Ágúst Jakobsson 11. febrúar 1902 - 1. júní 1989 Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Var á Blálandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Verkamaður. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Ágúst Jóhannsson (1926-2019) Sporði

  • HAH02303
  • Person
  • 31.7.1926 - 25.2.2019

Ágúst Jóhannsson 31. júlí 1926 Var í Bolungarvík 1930. Var á Sporði, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957.

Ágúst Theódór Blöndal (1871-1940) Seyðisfirði

  • HAH03502
  • Person
  • 5.7.1871 - 2.11.1940

Ágúst Theódór Lárusson Blöndal 5. júlí 1871 - 2. nóvember 1940 Sýsluskrifari á Seyðisfirði 1930. Bóndi og hreppstjóri á Hlaðhamri í Hrútafirði og síðar sýsluskrifari á Seyðisfirði.

Ágústa Ágústsdóttir (1921-2003) Litla-Ósi í Miðfirði

  • HAH08926
  • Person
  • 27.6.1921-11.4. 2003

Ágústa Unnur Ágústsdóttir 27. júní 1921 - 11. apríl 2003. Var á Urðarbaki, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Litla-Ósi, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Litla-Ósi, V-Hún.

Ágústa Björg Líndal (1888-1984)

  • HAH03504
  • Person
  • 1.11.1888 - 1984

Ágústa Björg Líndal Gíslason f. 1.11.1888 - 1984 Garðar byggð N-Dakota og Brown Manitoba. Lundar Nýja Íslandi.

Ágústa Gunnlaugsdóttir (1895-1995)

  • HAH01056
  • Person
  • 1.8.1895 - 13.11.1995

Ágústa Gunnlaugsdóttir fæddist 1. ágúst 1895 á Stóru-Borg í Vestur-Hópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Akureyri 13. nóvember 1995. Útför Ágústu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 24. nóv. 1995 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Ágústa Jósepsdóttir (1884-1962) Lindarbrekku Blönduósi

  • HAH03505
  • Person
  • 4.9.1884 - 3.6.1962

Ágústa Guðrún Jósepsdóttir 4. september 1884 - 3. júní 1962 Vinnukona á Möðruvöllum, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901. Var á Lindarbrekku, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja.

Ágústa Kristófersdóttir (1908-1998) Reykjavík

  • HAH01057
  • Person
  • 17.11.1908 - 6.7.1998

Ágústa Kristófersdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1908. Hún lést á hjúkrunardeild Landakotsspítala mánudaginn 6. júlí síðastliðinn.
Ágústa átti heima alla sína ævi í Reykjavík.
Útför og sálumessa fyrir Ágústu verður í Kristskirkju í dag klukkan 15.

Ágústa Randrup (1927-2013)

  • HAH05157
  • Person
  • 11.10.1927 - 12.11.2013

Ágústa Wilhelmina Randrup fæddist í Hafnarfirði 11. október 1927.
Ágústa og Georg hófu búskap á Öldugötu 3 í Hafnarfirði árið 1948 en fluttu þaðan til Keflavíkur árið 1950 og hafa búið þar síðan. Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja, verkakona og verslunarstarfsmaður í Keflavík.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. nóvember 2013.
Útför Ágústu fór fram frá Keflavíkurkirkju 18. nóvember 2013, kl. 13.

Ágústína Grímsdóttir (1883-1963) Haukagili

  • HAH03509
  • Person
  • 9.8.1883 - 5.11.1963

Ágústína Guðríður Grímsdóttir 9. ágúst 1883 - 5. nóvember 1963 Húsfreyja í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja, síðar í Reykjavík.

Ágústshús Blönduósi

  • HAH00182
  • Corporate body
  • 9.1.1942 -
  1. janúar 1942 fær Ágúst G Jónsson 0,136 ha lóð er takmarkast af Húnvetningabraut að norðan, að vestan af veginum að Fornastöðum, að sunnan er vegarbreidd að hagagirðingu Blönduóshrepps. (Hænsnakofi].

Akranes

  • HAH00005
  • Corporate body
  • 1942 -

Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, enn í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 6.754 manns þann 1. desember 2015.

Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.

Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan 1998.

Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.

Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.

Akraneskirkja

  • HAH00006
  • Corporate body
  • 1896 -

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er timburhús, átthyrningur að grunnfleti, 21,40 m að lengd og 9,00 m á breidd. Hornsneiðingar eru 4,50 m að lengd en framhlið og kórbak eru 3,30 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Í forkirkju eru stigar til sönglofts yfir forkirkju og fremsta hluta framkirkju og setsvala fram með hliðum. Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim að kór sem hafinn er upp yfir kirkjugólf um fjögur þrep. Þverbekkir eru í framkirkju hvorum megin gangs og á setsvölum. Framkirkjan er þrískipa, stoðir standa á kirkjugólfi og bera setsvalir og oddbogahvelfingu yfir miðhluta framkirkju. Á mörkum framkirkju og kórs eru fjórir oddbogar og undir þeim fjórar stoðir og veggstoð hvorum megin altaris og oddbogahvelfingar yfir. Skrúðhús er að kórbaki sem nemur lengingu kirkjunnar. Veggir eru klæddir sléttum plötum og hvelfingar múrhúðaðar. Kirkjan er skreytt trúarlegum táknmyndum, einkum hvelfingar.

Listakonan, Greta Björnsson, skreytti kirkjuna að innan árið 1966. Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Altarið var smíðað af Ármanni Þórðarsyni sem var fyrsti organisti kirkjunnar. Þetta var sveinsstykki hans í trésmíðanámi. Yfir kirkjuskipinu er fimm arma olíuljósahjálmur sem hinn þjóðkunni athafnamaður, Thor Jensen, gaf kirkjunni þegar hún var vígð. Hjálmurinn er endurgerður af Pétri Jónssyni. Tvær lágmyndir prýða kórveggi Akraneskirkju; afsteypur eftir Bertil Thorvaldsen, gefnar af sr. Jóni M. Guðjónssyni og fjölskyldu hans. Sú stærri nefnist Kristur í Emmaus og sú minni Móðurást. Hinn landskunni listamaður, Ríkarður Jónsson, skar út skírnarfontinn. Skírnarskálin er elsti munur kirkjunnar og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju sem kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tvö pípuorgel hafa verið í Akraneskirkju. Hið fyrra, sem var þýskt og 13 radda, var tekið í notkun 1960. Núverandi orgel kom í kirkjuna 1988. Það er 32 radda og smíðað í Danmörku. Fyrir 1960 var notast við fótstigið harmoníum sem nú er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum.

Akur- Hvannatún Blönduósi

  • HAH00288
  • Corporate body
  • 1925-

Upphaflega smiðja Einars í Einarsnesi 1925-
Dregið yfir á lóð Maríu í Maríubæ, til íbúðar. Snjólaug fékk leigðan 1927, 100 ferálnablett.
Snjólaug selur Pétri 1937 og 1945 er honum úthlutað 390 m2 lóð og húsið er aftur dregið og nú yfir í mýrina.
Áður Smiðja og Snjólaugarhús 1933-41.
Kristjánshús 1920 og 1941-
Akur 1947 -
Hvannatún -
Hreppshús 1940.

Akur í Torfalækjarhrepp

  • HAH00548
  • Corporate body
  • (1350)

Bærinn stendur spölkorn frá þjóðveginum að heita má á bakka Húnavatns. Skammt innan við merki Skinnastaða og Akurs er Brandanes sem gengur út í Húnavatn. Þar uppaf eru Akurshólar, lítt grónir, en þó beit þar kjarngóð. Milli hólanna og vatnsins var Akursflugvöllur. Túnið næst bænum er að mestu ræktað á mel, en suður með vatninu tekur við mikill flói, sem nú er tekið að rækta. Akur á land upp að þjóðveginum á móts við Kringlu.
Íbúðarhús byggt 1950 hæð og kjallari 580 m3. Fjós byggt 1947 yfir 14 kýr, síðar breytt í fjárhús. Fjárhús með grindum steypt 1964 yfir 270 fjár, önnur yfir 120 fjár byggð 1962 úr timbri og járni. Hlöður 975 m3, geymsla 70 m3. Tún 30,5 ha. Veiðiréttur í Húnavatni og Vatnsdalsá.

Akureyri

  • HAH00007
  • Corporate body
  • 1778 -

Landnámabók greinir frá því að fyrsti landneminn á svæðinu var Helgi „magri“ Eyvindarson sem kom þangað á 9. öld. Elstu heimildir um nafnið Akureyri eru þó frá 1562 en þá féll dómur á staðnum yfir konu fyrir að hafa sængað hjá karli án þess að hafa giftingarvottorð.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann.

Árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum og varanleg búseta hófst. 8 árum síðar fékk bærinn kaupstaðarréttindi ásamt fimm öðrum bæjum á Íslandi. Þetta var að undirlagi Danakonungs en hann vildi reyna að efla hag Íslands með því að hvetja til þéttbýlismyndunar þar en slíkt var þá nánast óþekkt á landinu. Akureyri stækkaði þó ekki við þetta og missti kaupstaðarréttindin 1836 en náði þeim aftur 1862 og klauf sig þá frá Hrafnagilshreppi, þá hófst vöxtur Akureyrar fyrir alvöru og mörk Akureyrarbæjar og Hrafnagilshrepps voru færð nokkrum sinnum enn eftir því sem bærinn stækkaði. Bændur í Eyjafirði voru þá farnir að bindast samtökum til að styrkja stöðu sína gagnvart dönsku kaupmönnunum, uppúr því varð Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) stofnað. KEA átti mikinn þátt í vexti bæjarins, á vegum þess voru rekin mörg iðnfyrirtæki í bænum sem mörg sérhæfðu sig í úrvinnslu landbúnaðarafurða. Árið 1954 var mörkum Akureyrarbæjar og Glæsibæjarhrepps breytt þannig að það þéttbýli sem tekið var að myndast handan Glerár teldist til Akureyrar, þar hefur nú byggst upp Glerárhverfi.

Á síðasta áratug 20. aldar tók Akureyri miklum breytingum, framleiðsluiðnaðurinn sem hafði verið grunnurinn undir bænum lét töluvert á sjá og KEA dró verulega úr umsvifum sínum. Meiri umsvif í verslun og þjónustu, ferðaþjónustu, sjávarútvegi og Háskólinn á Akureyri hafa nú komið í stað iðnaðarins að miklu leyti. Hríseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2004 en í kosningum í október 2005 var tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði hafnað á Akureyri. Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2009.

Á Akureyri hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1881.
Akureyri stendur við botn Eyjafjarðar við Pollinn en svo er sjórinn milli Oddeyrar og ósa Eyjafjarðarár kallaður. Í gegnum bæinn rennur Glerá sem aðskilur Glerárhverfi (Þorpið) frá öðrum bæjarhlutum. Önnur hverfi bæjarins eru Oddeyri, Brekkan, Naustahverfi, Innbærinn og Miðbær.

Albert Björnsson (1869-1945) Neðstabæ

  • HAH03787
  • Person
  • 11.7.1869 - 21.12.1945

Gottskálk Albert Björnsson 11. júlí 1869 - 21. desember 1945 Bóndi á Neðstabæ í Norðurárdal, Hún. Bóndi í Neðstabæ, Hofssókn, A-Hún. 1930.

Albert Guðmannsson (1907-2000) frá Snæringsstöðum í Svínadal

  • HAH01013
  • Person
  • 17.6.1907 - 4.4.2000

Albert Guðmannsson var fæddur að Snæringsstöðum í Svínadal í A-Hún. 17. júní 1907. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Útför Alberts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Albert Johnson (1858-1908) Winnipeg

  • HAH04498-01
  • Person
  • 7.5.1858 - 8.4.1908

Albert Jónsson Johnson, Winnipeg - 7. maí 1858 - 8. apríl 1908 úr gaseitrun þegar hann var að bjarga samstarfsmönnum. Fór til Vesturheims 1887 frá Kollafjarðarnesi, Kirkjubólshreppi, Strand.

Albert Jónsson (1857-1946) Verslunarmaður Blönduósi

  • HAH02264
  • Person
  • 11.6.1857 - 7.11.1946

Albert Jónsson 11. júní 1857 - 7. nóvember 1946 Bóndi, smiður og sútari á Stóruvöllum í Bárðardal. Smíðaði fyrstu nothæfu handspunavélina. Var í Reykjavík 1910. Sýslumannshúsinu (Hótelið) Blönduósi 1930.

Albert Nikulásson (1888-1927) Hafurstöðum ov

  • HAH02267
  • Person
  • 13.10.1888 - 28.4.1927

Albert Nikulásson 13. október 1888 - 28. apríl 1927 Var á Hafurstöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Var í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1901.

Alda Björnsdóttir (1946-1994) frá Fjósum í Svartárdal

  • HAH02276
  • Person
  • 15.1.1946 - 20.2.1994

Alda Björnsdóttir Fædd 15. janúar 1946 Dáin 20. febrúar 1994 eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún var fædd að Brenniborg í Skagafirði, en fluttist þaðan ársgömul með foreldrum sínum,
Var í Fjósum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Sjúkraliði í Reykjavík. Fósturbarn: Ragna Guðmundsdóttir, f. 31.8.1970.
Hún upp í hópi sex systkina sinna á gestkvæmu myndarheimili. Björn faðir hennar andaðist árið 1970 og flutti þá Þorbjörg móðir hennar fljótlega til Reykjavíkur. Hún er atgerviskona. Hún ber með sér reisn sem ekki dvínar þrátt fyrir þetta síðasta áfall og önnur sem hafa mætt henni á lífsleiðinni.

Alda Guðjónsdóttir (1933-2013)

  • HAH02273
  • Person
  • 14.9.1933 - 3.11.2013

Alda Guðjónsdóttir frá Kjörvogi fæddist á Finnbogastöðum í Árneshreppi, Strandasýslu 14. september 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. nóvember 2013.
Útför Öldu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Alda Ingibjörg Jóhannsdóttir (1921-1998) Blönduósi

  • HAH01014
  • Person
  • 6.8.1921 - 1.12.1998

Alda I. Jóhannsdóttir fæddist á Blönduósi 6. ágúst 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 1. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Alda Kristjánsdóttir (1939-2014) Reykjavík

  • HAH08355
  • Person
  • 30.3.1939 - 26.3.2014

Alda Hraunberg Kristjánsdóttir 30.3.1939 - 26.3.2014. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 26. mars 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Alene Moris (1928) Seattle Kanada

  • HAH02277
  • Person
  • 28.3.1928 -

Alene Thorunn Halvorson Moris f. 28.3.1928. Frá Seattle í Bandaríkjunum. Félagsráðgjafi sem rekur sína eigin ráðgjöf: The Individual Development Center. Sjálfsþroskastöð.

Álfaborg Borgarfirði eystra

  • HAH00852
  • Corporate body
  • (874) -

Álfaborg rétt hjá þorpinu Bakkagerði í Borgarfirði Eystri er heimkynni drottningar álfanna á Íslandi. Margar sögur fara af kynnum álfa og heimamanna. Margir staðir eru líka tengdir sögnum um samskipti álfa og manna, s.s. Kirkjusteinn sem er kirkja álfanna í Borgarfirði eystri.

Álfheiður Blöndal (1874-1941) Sauðárkróki

  • HAH03512
  • Person
  • 30.9.1874 - 28.12.1941

Álfheiður Guðjónsdóttir 30. september 1874 - 28. desember 1941 Var á Berþórshvoli, Krosssókn, Rang. 1880. Húsfreyja á Sauðárkróki.

Álfheiður Óladóttir (1919-2006)

  • HAH01059
  • Person
  • 11.4.1919 - 23.10.2010

Álfheiður Óladóttir fæddist á Ísafirði 11. apríl 1919. Hún lést í Holtsbúð í Garðabæ 23. október síðastliðinn. Í Reykjavík kynnist hún verðandi eiginmanni sínum Kolbeini Kristóferssyni lækni. Hún tók að sér heimili þeirra feðga, Kristófers og sona hans Egils og Kolbeins en kona Kristófers og móðir bræðranna var fallin frá. Eftir að Kolbeinn lauk námi fylgdi hún honum fyrst til Akraness þar sem hann var við læknisstörf og síðan til Þingeyrar við Dýrafjörð. Þar sat Kolbeinn í embætti héraðslæknis frá árinu 1946 til seinniparts árs 1949. Þar fæddist þeim dóttirin Þórdís 1947. Á Þingeyri eignuðust þau vini til æviloka og skipaði Þingeyri alltaf sérstakan sess huga Álfheiðar. Haustið 1949 var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem Kolbeinn hafði fengið stöðu læknis við Landspítalann. Þau bjuggu á Vesturgötu 52 á æskuslóðum Kolbeins með smá hléi til ársins 1968 er þau fluttu í Garðabæ þar sem bjuggu til dauðadags.
Útför Álfheiðar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga

  • HAH03513
  • Person
  • 28.4.1888 - 11.4.1943

Álfheiður Pétursdóttir 28. apríl 1888 - 11. apríl 1943. Var á Ósi, Hofssókn, Hún. 1890. Var á Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Verkakona á Akureyri 1930. Ógift.

Álfhildur Runólfsdóttir (1915-1981) frá Kornsá

  • HAH03514
  • Person
  • 21.5.1915 - 22.11.1981

Álfhildur Runólfsdóttir „Alla“ f. 21. maí 1915 - 22. nóvember 1981 Var á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Matreiðslukona í Reykjavík og síðar á Bessastöðum. Síðast bús. í Reykjavík.

Álfhildur Steinbjörnsdóttir (1933-2014) Syðri-Völlum V-Hún.

  • HAH08142
  • Person
  • 11.4.1933 - 17.4.2014

Álfhildur Steinbjörnsdóttir fæddist að Reykjum í Húnaþingi vestra 11. apríl 1933.
Hún lést á Ljósheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi 17. apríl 2014. Útför Álfhildar fór fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn 30. apríl 2014, og hófst athöfnin kl. 14.

Alfreð Arnljótsson (1909-1991) Akureyri

  • HAH02281
  • Person
  • 21.4.1909 - 26.5.1991

Alfreð Helgi Arnljótsson f 21. apríl 1909 - 26. maí 1991. Iðnverkamaður. Síðast bús. á Akureyri.

Alfred Gillies (1886-1919) Winnipeg

  • HAH02280
  • Person
  • 9.1886 - 25.10.1919

Tók þátt í styrjöldinni miklu, særðist í Frakkland, kom aftur til Kanada 1919 og dó stuttu síðar á sóttarsæng. Winnipeg, fæddur í Manitoba

Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi

  • HAH03840
  • Person
  • 12.1.1933 -

Álfþór fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og á Seyðisfirði til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar lengst af til 1969 er hann flutti á Seltjarnarnesið.

Álka og Álkugil í Vatnsdal

  • HAH00020
  • Corporate body
  • (1880)

Álka er innst inni í Vatnsdal að vestanverðu. Ein af nokkrum ám sem renna í Vatnsdalsá. Álka (Álftaskálará) er 290km" vatnasvið og er hún stærsta áin er rennur í Vatnsdalsá.

Þeir sem hafa gengið upp í Álkugil í Vatnsdal hafa tekið eftir því að búið er að leggja veg að Úlfsfossi. Vilja sumir meina að þarna hafi verið framin óafturkræf umhverfisspjöll en vegurinn var gerður að beiðni landeigenda fyrir veiðimenn. Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps heimilaði lagningu vegarins á fundi 12. maí 2016 og sveitarstjórn Húnavatnshrepps gaf samþykkti sitt fyrir framkvæmdunum 8. júní 2016.

Allan Olson, kennari í Suð-Austur Afríku

  • HAH09425
  • Person
  • 9.6.1930

Þessi efnilegi maður er fæddur 9. júní 1930. Hann innritaðist við háskóla Manitobafylkis árið 1949 og hlaut 1953 B. S. A., mentastig. Mr. Olson gaf sig við skólakenslu árið eftir að Lynn Lake hér í fylkinu, en að því búnu hóf hann háskólanám á ný og lauk í vor með hárri einkunn Bachelor of Pedagogy prófi (General Course). Foreldrar hans eru þau Ólafur Olson, sonur Arnljóts B. Olson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Elinborg Olson, dóttir Sigurðar Baldvinssonar á Gimli. Heimili þeirra er að Kirkíield Park.

Alma Ágústsdóttir Levý (1929-2022) Ósum á Vatnsnesi

  • HAH08025
  • Person
  • 24.8.1929 - 13.10.2022

Alma Levý Ágústsdóttir f. 24. ágúst 1929 - 13.10.2022. Húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Þverárhreppi og síðar á Hvammstanga. Var á Ósum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Fósturforeldrar Eggert Leví og Ögn G. Leví.

Alma Hermína Eggertsdóttir (1905-2001)

  • HAH01016
  • Person
  • 15.3.1905 - 30.7.2001

Alma Hermína Eggertsdóttir fæddist í Keflavík 15. mars 1905. Hún lést á E-deild sjúkrahússins á Akranesi 30. júlí. Foreldrar hennar voru Eggert Þorbjörn Böðvarsson trésmiður og Guðfinna Jónsdóttir, bæði ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu síðar í Hafnarfirði.
Hinn 18. júní 1927 giftist Alma Jóhannesi Arngrímssyni klæðskera, f. 20. október 1906, d. 4. júní 1972, og áttu þau fjögur börn. Þau eru: 1) Guðfinna (Gulla), f. 26. ágúst 1927, maki Guðmundur Jónsson, f. 2. júlí 1927, d. 7. júlí 1983, búsett í Hafnarfirði og eiga þau þrjú börn. 2) Hörður, f. 30. desember 1929, maki Sesselja Jóna Helgadóttir, f. 3. apríl 1931, búsett á Akranesi og eiga þau fimm börn. 3) Böðvar, f. 29 ágúst 1941, maki Elsa Ingvarsdóttir, f. 10. ágúst 1944, búsett á Akranesi og eiga þau þrjú börn. 4) Sigríður, f. 2. mars 1943, maki Ólafur Sigfússon, f. 6. janúar 1944, búsett á Akureyri og eiga þau þrjú börn. Afkomendur Ölmu eru orðnir 67. Alma og Jóhannes fluttust á Akranes árið 1942 og bjuggu lengst af á Skólabrautinni. Alma flutti á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi árið 1988 og þaðan á Sjúkrahúsið á Akranesi, E-deild, í mars 1998 þar sem hún bjó til dauðadags.
Útför Ölmu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Alma Möller (1890-1959) Kornsá

  • HAH02285
  • Person
  • 1.5.1890 - 5.7.1959

Alma Alvilda Anna Möller f. 1. maí 1890 - 5. júlí 1959. Húsfreyja á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal og í Keflavík.

Alma Ólafsdóttir (1898-1966) Þorleifsbæ 1920

  • HAH02286
  • Person
  • 23.1.1898 -14.11.1966

Alma Alvilda Anna Ólafsdóttir f. 23. janúar 1898 - 14. nóvember 1966. Ólst upp á Blönduósi með foreldrum. Húsfreyja þar 1930. Var í Þorleifshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Hagmælt.

Alma Steihaug Ellertsson (1919-2000) Halldórshúsi utan ár

  • HAH01015
  • Person
  • 21.8.1919 -6.10.2000

Alma Ellertsson, fædd Steihaug, fæddist í Alvdal í Østerdal í Noregi hinn 21. ágúst 1919. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti föstudaginn 6. október síðastliðinn. Eftir að Alma fluttist til Íslands bjó hún um hríð í Reykjavík en flutti 1954 til Blönduóss þar sem maður hennar var mjólkurbússtjóri og bjó þar allt til 1987 að hún flutti til Reykjavíkur og skömmu síðar til Kópavogs þar sem hún bjó til dauðadags.
Útför Ölmu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Almannagjá á Þingvöllum

  • HAH00878
  • Corporate body
  • 874 -

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru landi. Þótt ummerki flekareksins megi sjá nokkuð víða á landinu eru Þingvellir þó einstaklega hentugur staður til að skoða það vegna jarðfræðilegra aðstæðna þar.

Færsla jarðskorpuflekanna á Íslandi sitt í hvora áttina er svo hæggengt ferli að ekki er hægt að fylgjast með því berum augum. Ástæða þess að rek flekanna sést svona auðveldlega á Þingvöllum er sú að við lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir um tíu til ellefu þúsund árum, urðu mikil eldgos á Þingvallasvæðinu. Nokkur eldgosanna urðu undir jökli áður en ísaldarjökullinn hvarf alveg, og mynduðu þau móbergshryggi og móbergsfjöll svæðisins, en eftir að landið varð íslaust urðu gríðarmiklar dyngjur til. Skjaldbreiður er mest áberandi af þeim, en hraunbreiðan sem liggur yfir þjóðgarðinum í Þingvalladældinni er talin hafa komið úr nokkrum minni eldstöðvum norðan við Þingvallavatn. Meðal þeirra er til að mynda eldstöð sem kallast Eldborgir og liggur á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda, nokkru norðaustan við Þingvallavatn. Gosin sem komu úr þessum eldstöðvum öllum voru mikil að rúmmáli, sem er ágætt því þau fylltu upp í allar misfellur og glufur sem fyrir voru á svæðinu. Að síðasta gosinu loknu hefur hraunbreiðan því verið nokkurn veginn slétt yfir að líta þar sem Þingvalladældin liggur nú.

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967) Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag.

  • HAH02288
  • Person
  • 25.5.1890 - 14.6.1967

Amalía Sigurðardóttir f. 25. maí 1890 - 14. júní 1967. Var á Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag. 1890. Húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd, Skag. Húskona á Víðivöllum, Miklabæjarsókn, Skag. 1930. Nefnd Amalie á manntali 1890 og Arndís í mt 1920.

Ámundi Árnason (1867-1928)

  • HAH03515
  • Person
  • 3.3.1868 - 5.12.1928

Ámundi Árnason 3. mars 1868 - 5. desember 1928 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kaupmaður í Reykjavík.

Results 101 to 200 of 10352