Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Tilraunastöðin á Akureyri (1948-1968)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1948-1968

Upphaf stofnræktunar á kartöflum hér á landi má rekja til laga um verslun með kartöflur o.fl. nr. 31 frá 1943, en þar segir í 10. gr. ,,Grænmetisverslun ríkisins skal sjá um, eftir því sem unnt er, að árlega sé völ á heilbrigðu, völdu, innlendu útsæði. Skal hún þess vegna koma á fót stofnræktun úrvalskartöflutegunda (eliteræktun) og semja við einstaka kartöfluframleiðendur um framleiðslu útsæðis af þessum tegundum og sé þessi ræktun háð ströngu heilbrigðiseftirliti''.

Ekki var þessari grein laganna framfylgt fyrr en 1948 en þá gerðu Grænmetisverslunin og Tilraunaráð jarðræktar með sér samning um framkvæmd og eftirlit með þessari stofnrækt. Er þar gert ráð fyrir, að tilraunastöðvarnar í jarðrækt sjái um fyrsta lið stofnræktarinnar, þ.e. framleiðslu á svokölluðum A-stofni en Grænmetisverslunin semji síðan við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á því útsæði sem kallast þá B-stofn.

Tilraunastöðvarnar á Akureyri, Sámsstöðum og Skriðuklaustri hófu þessa stofnræktun 1948 en eftir 1954 var Tilraunastöðin á Akureyri ein eftir og hafði með höndum framleiðslu á A-stofni til ársins 1968. Á því ári fluttist A-stofns ræktunin að Áshóli í Grýtubakkahreppi og voru ábúendur þar með þá ræktun allt til 1990. Um 1980 komu fleiri aðilar inn í ræktun á A-stofni, voru það bændur á jörðunum Arnarhóli, Eyrarlandi og Garði í Öngulsstaðahreppi og svo nokkru síðar Þórustöðum I í Öngulsstaðahreppi.

Grænmetisverslun ríkisins og síðar Grænmetisverslun landbúnaðarins gerðu síðan samninga við kartöfluframleiðendur um framhaldsræktun á A-stofninum, þ.e. framleiðslu B-stofns til sölu til hins almenna kartöflubónda. Fór sú ræktun fram hjá kartöfluframleiðendum við Eyjafjörð og var hún yfirleitt í höndum 10-15 framleiðenda, a.m.k. hin síðari ár. Á fyrstu árum stofnræktarinnar voru mörg afbrigði ræktuð innan hennar en þeim fækkaði fljótt og lengst af hafa þau aðeins verið 4, þ.e. Rauðar íslenskar, Gullauga, Helga og Bintje. Atvinnudeild Háskólans og síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins eða sérfræðingar þessara stofnana í jurtasjúkdómum hafa alla tíð annast eftirlit með stofnræktinni.

Hrafntinnuhryggur við Kröflu

  • Fyrirtæki/stofnun

Hrafntinnuhryggur (685m) er skammt austan og suðaustan Kröflu á Mývatnsöræfum. Hann myndaðist líklega í gosi undir jökli. Eftir honum endilöngum er stór og mikill gangur úr hrafntinnu og víða umhverfis, þ.m.t. í skriðunum, eru misstór brot úr henni. Gæta verður varúðar, þegar fólk brýtur hana, því að hún er glerkennd og flísar geta skotist í augu þess.

Hrafntinna var numin úr Skerinu til skreytingar á Þjóðleikhúsinu 1936.

Landakirkja Vestmannaeyjum (1774)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1774 -

Smíði kirkjunnar hófst árið 1774 en talið er að henni hafi ekki lokið að fullu fyrr en 1780. Þá voru íbúar í Eyjum um 200. Þjónaði hún báðum kirkjusóknunum uns sameinaðar voru árið 1837 í prestskapartíð séra Jóns Austmanns að Ofanleiti en hann þjónaði Vestmannaeyjum 1827 til 1858.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Landakirkju í aldanna rás. Upphaflega var hún turnlaus, sneitt af burstum og engin forkirkja, látlaus og einföld í sniðum, laus við tískuprjál rokokkó-stílsins sem þá var ríkjandi byggingarstíll. Fyrir vesturgafli var sett upp klukknaport en þar voru höfuðdyr. Auk þeirra voru dyr á norðurhlið í kór.

Þrennar breytingar eru veigamestar, einkum þær, sem gerðar voru á dögum Kohls sýslumanns (1853-1860). Var þá reistur turn á kirkjuna og klukkurnar fluttar þangað. Predikunarstóll stóð hægra megin í kórdyrum en var fluttur yfir altarið og er það fátítt hérlendis. Skilrúm með útskornum myndum af postulunum tólf, sem var milli kórs og kirkju, var fjarlægt og svalir settar fyrir vesturenda og fram með langveggjum og ýmsar aðrar breytingar gerðar. Nokkru áður, um 1820, hafði farið fram umfangsmikil og dýr viðgerð á timburverki kirkjunnar.

Árið 1903 stóð Magnús Ísleifsson trésmíðameistari fyrir allmikilli viðgerð á kirkjunni. Voru gluggar stækkaðir niður, dyr á norðurhlið í kór voru teknar af og reist forkirkja úr timbri. Hvelfingu, blámálaðri með gylltum stjörnum, var breytt, svalir breikkaðar um helming og söngpallur stækkaður að mun.

Þriðja veigamesta breytingin var gerð á árunum 1955-1959. Reist var ný forkirkja og turn og jafnframt sæti og gólf endurnýjað. Var kirkjan endurvígð eftir þá breytingu 4. október 1959. Teikningar gerði Ólafur Á. Kristjánsson bæjarstjóri.

Árið 1978 var sett eirþak á Landakirkju. Þá voru pottgluggar frá því um aldamót teknir úr kirkjunni og nýir harðviðargluggar með tvöföldu gleri settir í staðinn. Á aðalsafnaðarfundi 6. september 1987 var samþykkt að hafist yrði handa við að koma upp safnaðarheimili á kirkjulóðinni. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 1. maí 1988 og safnaðarheimilið vígt 17. júní 1990 í tengslum við 210 ára afmæli Landakirkju. Páll Zóphóníasson teiknaði safnaðarheimilið. Frá siðaskiptum hafa 38 prestar gegnt prestsþjónustu í Vestmannaeyjum. Árið 1924 fannst skammt frá Kirkjubæ legsteinn sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts sem Tyrkir vógu 1627. Er steinninn varðveittur í Þjóðminjasafni. Eftirlíkingu steinsins, sem var yfir moldum sr. Jóns, varð naumlega bjargað undan jarðeldunum 1973. Árið 1977, á 350. ártíð sr. Jóns, var steinninn reistur aftur í Eldfellshrauni á þeim stað þar sem áður var Kirkjubær. Landakirkja er þriðja elsta steinkirkja landsins, næst á eftir Hóladómkirkju í Hjaltadal, sem fullgerð var 1763, og Viðeyjarkirkju frá 1774.

Öxará / Öxarárfoss

  • HAH00832
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1150)

Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að Öxará hafi verið veitt „í Almannagjá og fellur nú eftir Þingvelli“. … Á 12. öld hafa menn talið að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld, heldur hafi hún legið í Árfarinu og verið veitt ofan í Almannagjá til þess að fá vatn á þingstaðinn svo að menn þyrftu ekki að sækja það í gjárnar. Öxarárfoss er elsta „mannvirkið“ á Þingvelli eða afleiðing elstu vatnsveitu feðra vorra. „Þar sem Öxará rennur eftir Almannagjá er hraunið lítið vatnsnúið. Að vísu má finna þar lábarða möl, en hún er úr annarri bergtegund, hefur borist ofan úr fjöllum (Súlum). Þetta gefur í skyn að áin hafi skamman aldur runnið þarna, varla miklu lengur en síðustu 1000 árin“, segir Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur.

Þingvallakirkja (1859)

  • HAH00859
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1859 -

Saga kirkjunnar

Þingvallakirkja er í Þingvallaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Talið er að kirkja hafi verið byggð á Þingvöllum skömmu eftir kristnitökuna árið 1000 og hennar er víða getið í fornritum. Ólafur konungur digri gaf við til kirkju á Þingvöllum árið 1015 og mikla klukku, sem enn er til, segir Snorri Sturluson í Heimskringu um 1230. Líklega var þetta norsk stafakirkja, sem var nefnd Þingmannakirkja, og stóð á svipuðum slóðum og núverandi kirkja. Innan kirkjugarðs stóð bændakirkja að auki. Elzti máldagi kirkju þar er frá síðari hluta 14. aldar. Þá var hún helguð Ólafi helga. Einn kunnasti klerkur, sem sat á Þingvöllum var Alexíus Pálsson, síðar síðasti ábóti í Viðeyarklaustri.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.

Haraldur harðráði sendi við og klukku til kirkjunnar á Þingvöllum. Þá var hún líklega endurbætt og turni bætt við hana, en hún fauk í ofviðri 1118. Síðan hefur staðið ein kirkja á Þingvöllum, helguð Ólafi helga í katólskri tíð. Kirkjan var eign bóndans á Þingvöllum fram á 15. öld. Hún var flutt upp á grunn Þingmannakirkjunnar vegna vatnsaga í kirkjugarðinum 1523. Líkt og nú voru haldnar guðsþjónustur við upphaf þings á goðaveldistímanum. Kirkja Ólafs helga eignaðist Þingvelli snemma á 15. öld og um 1570 Skjaldbreið, urriðaveiði í Öxará, silungsveiði í Ólafsdrætti og jarðirnar Syðri- eða Neðri-Brú í Grímsnesi og Kárstaði, Heiðarbæ og Stíflisdal í Þingvallasveit. Vatnskot , Skógarkot, Arnarfell og Svartagil voru hjáleigur, sem fylgdu með. Auk þess átti kirkjan tvær klukkur og margar fánýtar bækur og lausagóss, sem var virt á 80 hundruð.

Um 1500 breyttist staða kirkjunnar á Þingvöllum. Hún varð að lénsjörð prestsins á staðnum. Í Jarðabók Árna og Páls 1711 hefur kirkjan komizt yfir Bessastaði að auki. Séra Símon Beck lét reisa núverandi kirkju 1859. Nýr turn var byggður 1907 (Rögnvaldur Ólafsson), og í honum hanga þrjár klukkur, ein forn, önnur frá 1697, vígð af Jóni Vídalín, og hin þriðja er mest, „Íslandsklukkan" frá 17. júní 1944. Gert var við kirkjuna 1973 og 1983. Prédikunarstóllinn er frá 1683, skírnarfonturinn er verk Guðmanns Ólafssonar, bónda á Skálabrekku (gjöf frá Kvenfél. Þingvallahr.) og Ófeigur Jónsson, bóndi í Heiðarbæ málaði altaristöfluna 1834. Þessa töflu keypti síðan brezka listakonan Disney Leith árið 1899 og gaf hana kirkjunni sinni á Wight-eyju í Ermasundi.

Taflan kom aftur til Þingvallakirkju og var endurvígð 1974. Sama ár var turninum breytt. Árið 1896 eignaðist kirkjan altaristöflu eftir danska málarann Anker Lund. Báðar töflurnar hanga uppi í kirkjunni, sem er í ríkiseign og í umsjá Þingvalla- og sóknarnefndar. Árið 1939 var gerður þjóðargrafreitur bak við kirkjuna. Einar Benediktsson var jarðsettur þar 27. janúar 1940. Þingvallanefnd veitti heimild til að flytja jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar til Þingvalla 1946 og 16. nóvember var haldin minningarathöfn í tilefni endurjarðsetningar Jónasar.

Eyjafjallajökull

  • HAH00850
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, fjallið er 1.651 m hátt og jökullinn 1.666 m hár.[1] Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Lítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli.[2] Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.

Búnaðarfélag Áshrepps (1882)

  • HAH10066
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882

Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fyrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðastliðið vor", eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur i Ashreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili féhirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra

  1. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
    Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
    „ Það er tilgangur félags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
    hreppnum, einkum meðþvíað slétta tún, gjöra vörslugarða um rœktaðajörð,
    veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
    matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
    hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
    heyhlöður, leggja stund á fjárrœkt og kynbœtur."
    Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dagsverkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dagsverk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
    skylduvinna væri unnin.
    Arið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
    jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.
    HÚNAVAK A 71
    fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
    enn teknar upp í þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
    Aðgrafa brunna og hlaða úrgrjóti 2fet niðurjafnt og eitt dagsverk. Eigi
    skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
    Aðfinna nýiilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
    Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir ívegg teljist dagsverk. "
    Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir framkvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
    var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
    en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
    hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skyldi
    hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
    ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
    krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
    I fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
    tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af peningum hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
    þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
    hafi verið stutt.

Rafveituskurðurinn

  • Fyrirtæki/stofnun

Á almennum borgarafundi, sem haldinn var á Blönduósi 15. febr. 1930 var kosin nefnd til að rannsaka skilyrði og undirbúning að rafvirkjun fyrir kauptúnið. Hún hafði samvinnu við sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu og stjórnir samvinnufélaganna, en varð ekkerí ágengt.

Vorið 1932 var haldinn borgarafundur á Blönduósi til þess að herða sóknina í raforkumálum. Jónas Sveinsson þáverandi héraðslæknir var málshefjandi. Mikill áhugi ríkti á fundinum um virkjunarframkvæmdir. Ný nefnd var kosin til að leita samvinnu við sýsluna og samvinnufélögin um undirbúning og framkvæmdir. Nefndina skipuðu: Jónas Sveinsson héraðslæknir, Steingrímur Davíðsson skólastjóri og Kristinn Magnússon. Nefndinni var falið að vinna í samráði við Þorstein Bjarnason oddvita Blönduóshrepps og fá til aðstoðar Stefán Runólfsson rafvirkja.

Fyrsta verk nefndarinnar var að leita til Höskuldar Baldvinssonar rafmagnsverkfræðings og fá hann til að athuga virkjunarmöguleika í nágrenni Blönduóss. Höskuldur lagði til að vatn til stöðvarinnar væri leitt í opnum skurði úr norðurenda Laxárvatns hjá Sauðanesi að melabrúnunum nálægt Dýhól. Af melbrúninni átti að leiða vatnið í pípum að Blöndu rétt ofan við Blöndubrú, þar sem stöðin skyldi reist. Með þessari aðferð hefði fengist um 40 m. fallhæð. Ekki leist undirbúningsnefndinni á þessar tillögur. Ljóst var að þessi skurður um 4 km langur hefði fyllst af snjó í fyrstu hríðum og vatnið farið úr farveginum.

Jakobi Gíslasyni forstjóra Rarik leist mjög vel á aðstöðu til virkjunar með því að setja stíflu við upptök Laxár til þess að hækka í Laxárvatni. Jakob Gíslason mældi síðan fyrir virkjuninni og öllum framkvæmdum. Var Laxárvatnsvirkjun byggð eftir hans fyrirsögn. Að fengnum þessum undirbúningi og athugunum sneri nefndin sér til sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu, stjórna samvinnufélaganna og hreppsnefndar Blönduóshrepps.

Eftir nokkrar umræður tókust samningar með framangreindum aðilum um að byggja rafstöð samkvæmt tillögum Jakobs Gíslasonar og gerð eftirfarandi samþykkt.

Möðruvallakirkja í Eyjafirði

  • HAH00856
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1847 -

Möðruvallakirkja er timburhús, 11,70 m að lengd og 5,41 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni og á suðurhlið þess er kvistgluggi með fjórum rúðum. Upp af framstafni er lágur ferstrendur stallur skreyttur renndum pílárum og á honum randskorinn trékross. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á suðurhlið á þremur stöðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur sexrúðu römmum hver. Tveir gluggar með fjögurra rúðu römmum eru á kórbaki og einn með sexrúðu ramma uppi á stafninum. Á framstafni er gluggi með fjögurra rúðu ramma. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi að ofan. Yfir dyrum er brík studd kröppum og bikar sem tvö blöð sveigjast út frá. Gengt kirkjunni er fornt klukknaport.

Inn af kirkjudyrum er gangur að kór sem skilinn er frá framkirkju með þili með renndum pílárum og bogarimum efst. Þverbekkir eru hvorum megin gangs og hefðarbekkir innst með renndum pílárum í baki og stoðum og boga yfir dyrum. Prédikunarstóll er framan kórskila sunnan megin og dyrastafir í kórþili við inngöngu í stólinn. Veggbekkir eru umhverfis í kór að altari. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgaflinn sunnan megin. Girt er fyrir loftið með renndum pílárum, og rimlaverki og það skreytt súlum og bjór. Veggir eru klæddir stölluðum standþiljum; breiðum undir- og yfirborðum sem felld eru saman. Þverbitar eru yfir kirkjuna en skammbitar efst á milli sperra en loftið er opið upp undir mæni og klætt skarsúð ofan á sperrur.

Jörundarfell í Vatnsdalsfjalli (1038 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Jörundarfell er hæsti toppur Vatnsdalsfjalls í Austur-Húnavatnssýslu og er 1038 m hátt. Vatnsdals-fjall er nær 30 km langur fjallgarður sem liggur frá norðri til suðurs og er líklega þekktast fyrir að úr því mun hafa fallið skriðan sem myndaði Vatnsdalshólana sem eru eitt af þremur náttúrufyrirbærum á Íslandi sem sögð eru óteljandi. Af Jörundarfellinu er gríðarlega gott útsýni í allar áttir í góðu skyggni; í suðri sést inn á jökla og í Kerlingarfjöll, í vestri Strandafjöllin, í norður Skagi og Húnaflói og í austurátt blasa við fjöll Skagafjarðar og jafnvel Kerling í Eyjafirði. Gengin verður hringleið á fjallið, lagt upp frá eyðibýlinu Másstöðum og haldið beint á brattann. Þegar upp á fjallið kemur er haldið til suðurs upp á Jörundarfellið sjálft. Niður verður farið venjulega leið úr Mosaskarði og komið niður hjá Hjallalandi.

Jökulárgljúfur

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Jökulsárgljúfur eru árgljúfur á Íslandi, um 25 km löng, ½ km á breidd víða um eða yfir 100 metra djúp. Jökulsárgljúfur var sérstakur þjóðgarður en við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní 2008 varð Jökulsárgljúfur hluti hans.

Fossárfoss á Skaga

  • HAH00792
  • Fyrirtæki/stofnun

Fossá, fellur fram af 20 m háu standbergi í Króksbjargi beint í sjó niður. Fossinn er tilkomumestur séður af sjó. Gatklettur sem Bjargastapi heitir ör­skammt norðan við fossinn

Kolufossar í Víðidal

  • HAH00795
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Neðan við bæinn Kolugil rennur Víðidalsá niður í stórbrotið gljúfur sem er á annan kílómeter að lengd og allt að 40-50 metra djúpt. Áin fellur í Kolugljúfur í tveimur tilkomumiklum fossum er nefnast Kolufossar og eru kenndir við tröllkonuna Kolu. Laut í vestanverðu gljúfrinu, rétt við brúna var svefnstaður skessunnar og kallast Kolurúm. Góðar gönguleiðir eru meðfram gilinu sitthvoru megin, fara verður þó með varúð og hætta sér ekki of nærri gilinu. Þvergil lokar leið að vestanverðu svo ekki er hægt að ganga hringleið niður á Víðidalsbrúna.

Barnafossar í Hvítá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Barnafoss er foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum.
Sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984.

Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.

Bálkastaðir í Miðfirði

  • HAH00811
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um900

Ysti bær við Hrútafjörð austanverðan. Stendur við allgóða lendingarvík. Var löngum einhvern feng úr sjó að sækja, svo sem sel, hrognkelsi og fisk meðan hann gekk í fjörðinn. Vitað er um þrjár verbúðir í landi Bálkastaða. Allt er landið grasi gróið, gott beitarland og skjólsamt. landstærð 20 km² , bændaeign frá 1915.

Íbúðarhús byggt úr steini 1970, 700 m³, fjárhús yfir 546 fjá. Hlöður 814 m³. Tún 29 ha.

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

  • HAH00902
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1660

Afbýli bygt á fornu gerði fyrir 44 árum, þar sem áður hafði í manna minni ekki bygt verið. Dýrleikinn er kallaður v € og so tíundast ut supra.
Eigandinn Marchús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð og hans kvinna Sigríður Erlendsdóttir. Jörðin er afdeild í tvöbýli, annað beheldur nafni heimajarðarinnar, kallað og tíundað lv € , annað kallað Nípukot, tíundast v €. Ábúandinn Árni Guðmundsson. Landskyld 1 álnir í næstu 3 ár, áður lx álnir; því aftur fært að ekki hygðist ella. Betalaðist til forna með fiskatali í
kaupstað, en nú í landaurum, viðlíkt og segir um heimajörðina. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, xx ær, xx lömb, ii hestar, i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xx ær, i hestur. Engjar má á hjáleigunni öngvar telja, nema það hent verður í mýrum og úthaga.
Hagar eru óskiftir og so önnur hlunnindi og bágindi jarðarinnar. Vatnsból hjáleigunnar ilt og bregst margoft sumar og vetur til stórmeina, er þá neyðarilt og erfitt til að sækja.
Sveitar fyrirsvar er hjer eftir proportion.

Galtanes í Víðidal / Galtarnes

  • HAH00900
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Býli frá landnámsöld. Galtanes á land meðfram Víðidalsá frá Mógili og að Síðukrók. Er það langt og gott veiðisvæði. Land á jörðin einnig vestur á Bjargabrún. Áður en brú kom á Víðidalsá var ferjustaður á Galtanesi. Var þat oft gestkvæmt af langferðafólki á meðan hestar eða eigin fætur voru farartækin. Ræktunarland er mikið og gott og beitiland allgott. Hefur verið í eign sömu ættar frá 1875.

Brandon í Manitoba Kanada

  • Fyrirtæki/stofnun
  • maí 1881 -

In May of 1881, General Thomas Rosser chose a location for a major divisional point of the Canadian Pacific Railway and named this new townsite "Brandon". The name "Brandon" is derived from the Blue Hills of Brandon and they, in turn, had received the name second hand from a Hudson's Bay trading post known as Brandon House - which in turn had been named after a hill on an island in James Bay where Capt. James had moored his ship in the winter of 1631. With that, hundreds flocked to Brandon to gain a foothold in the new development and reap the benefits of the rich and abundant farmland. They came quickly and before they could put up permanent structures, new habitants arrived and pitched their tents, sure to be charter participants in the new West. Brandon grew so rapidly that it never attained the status of village nor a town, but became a city overnight. Brandon was officially incorporated as a city on May 30th, 1882.

City Hall

On July 3rd, 1882 the first council of the City of Brandon held its historic meeting. The first mayor of Brandon was the Honourable Thomas Mayne Daly.

Brandon has been nicknamed the "Wheat City" in honor of its rich agricultural heritage and reputation as a prosperous farming community. It is situated in the southwest corner of the province of Manitoba and is the second-largest city in Manitoba. Brandon covers an area of 43 square kilometers (26 square miles) and its official population according to the 2016 Census is 48,859. However, its trading area population is estimated at 180,000.

Brandon is the little city with the big heart, and is a progressive community with a quality of life that must be experienced to be appreciated.

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Blöndubrú í Blöndudal 1950

  • HAH0780
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 24.06.1951

Nýja Blöndubrúin vígð

Um 1000 manns hvaðanæfa af Norður- og Vesturlandi sóttu vígsluhátíðina.

Á sunnudaginn var fór fram vígsla nýrrar brúar á Blöndu, um 30 km. framan við Blönduós. Var byrjað á brúargerð þessari fyrir 2 árum og henni að mestu lokið í fyrrahaust. Við vígsluathöfnina fluttu ræður: Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir Zoéga vegamálastjóri, Jón Pálmason þingmaður Austur-Húnvetninga og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum flutti kvæði, er hann hafði ort í tilefni þessa viðburðar. Tveir karlakórar úr héraðinu sungu, og dansað var á brúnni fram eftir kvöldi.

Veður var bjart og fagurt þennan dag, og sóttu um 1000 manns vígsuna, fyrst og fremst Húnvetningar, en auk þeirra margt manna víðs vegar að af Norður- og Vesturlandi og sunnan úr Reykjavík.

Blöndubrúin nýja er um 100 metra löng, með 4 metra breiðri akbraut. Þetta er hengi brú að samskonar gerð og brúin yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum. Hún er mikið mannvirki og kemur til með að stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur að verulegum mun. Verkstjóri við byggingu brúarinnar var Þorvaldur Guðjónsson Akureyri.

(Íslendingur 24. tölublað 27.06.1951)

Hin nýja 100 m. langa Blöndubrú vígð í dag.

Í dag verður vígð hin nýja hengibrú yfir Blöndu, en brúin er skammt frá Löngumýri í Blöndudal. Brú þessi er í tölu stærstu brúa landssins og er af henni hin mesta samgöngubót.

Þetta mikla brúarmannvirki er 100 m. að lengd og akbrautin eftir brúnni 4 metrar á breidd. Er brúin svipuð mjög Ölfusárbrúnni.

Byggð á einu ári.

Þessi nýja Blöndubrú er um 30 km. leið fyrir ofan Blönduósbrúna. Byrjað var á brúarsmíðinni árið 1949. Var brúarsmíðinni sjálfri lokið 1950. Þá var eftir að múrhúða yfir alla steypu og aðeins þá var eftir að mála hana. Því er nú lokið og hin nýja Blöndubrú er hvít að lit og fallegt mannvirki til að sjá, með fjórum 15 metra háum turnum, er halda uppi burðarstrengjum brúarinnar.

Mikil samgöngubót.

Húnvetningar fagna mjög þeirri stórlega auknu samgöngubót sem brú þessi hefur í för með sjer og eins skapar hún meira öryggi við flutninga á vetrum.

Þegar vígsluhátíðin fer fram í dag verða þar m.a. viðstaddir landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, vegamálastjóri og ýmsir leiðandi menn þar nyðra.

(Morgunblaðið 140. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð

Nýja brúin á Blöndu hjá Löngumýri í Blöndudal verður vígð í dag með mikilli viðhöfn. Meðal ræðumanna þar munu verða Geir Zoëga, vegamálastjóri, Hermann Jónasson, samgöngumálaráðherra o.fl. Borgfirðingar, sem eru á ferð í Húnavatnssýslu í boði Vatnsdælinga og Þingbúa munu fara til vígslunnar ásamt gestgjöfum sínum og búist er við fjölmenni úr héraðinu. Að lokinni vígslu mun verða stiginn dans á brúnni, mega menn þá gæta sín, ef vel er veitt, að falla ekki fyrir borð.

(Tíminn 139. tölublað 24.06.1951)

Nýja Blöndubrúin vígð í fyrradag

NÝJA BRÚIN yfir Blöndu hjá Löngumýri var vígð á sunnudaginn að viðstöddu miklu fjölmenni. Munu 800-1000 manns hafa verið viðstödd brúarvíglsuna, þar af margir utan héraðs menn. Ræður fluttu Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra, Geir G. Zoëga vegamálastjóri, Jón Pálmason alþingismaður og Guðbrandur Ísberg sýslumaður, en Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum flutti kvæði. Þá sungu Karlakórinn Húnar á Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Dansað var á brúnni um kvöldið.

(Alþýðublaðið 140. Tölublað 26.06.1951)

Ný Blöndubrú vígð.

Blöndubrúin nýja hjá Löngumýri var vígð í gær að viðstöddu miklu fjölmenni, ekki aðeins úr Húnavatnssýslum, heldur og úr ýmsum nærliggjandi byggðarlögum og sýslum.

Hófst athöfnin með því að vegamálastjóri, Geir G. Zoëga bauð gesti velkomna. Þá sungu tveir karlakórar, Húnar frá Blönduósi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, en að því loknu hélt Hermann Jónasson samgöngumálaráðherra vígsluræðuna, Geir G. Zoëga vegamálastjóri lýsti brúarsmíðinni, en aðrar ræður héldu þingmaður Austur-Húnavatnssýslu, Jón Pálmason, og Guðbrandur Ísberg sýslumaður. Gísli Ólafsson skáld flutti brúardrápu. Sungið var milli ræðuhalda og eins á eftir.

Um kvöldið var dansað á brúnni, en hjlómsveit frá Sauðárkróki lék fyrir dansinum.

Nærri lætur, að 800-1000 manns hafi verið viðstatt brúarvígsluna. Veður var eins fagurt og frekast var unnt að kjósa sér.

Brúin er 112 metra löng og er að henni hin mesta samgöngubót, því áður var aðeins ein brú á Blöndu, niður við ósa hennar.

(Vísir 142. Tölublað 25.06.1951)

Blönduóskirkja yngri 1993

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1.5.1993 -

Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Kirkjan tekur 250 manns í sæti. Byggingarframkvæmdir hófust 1982. Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf.

Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans). Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Ferðalag Jónu Kristófersdóttur um landið 1953

  • GPJ
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1953

Frá ferðalaginu segir Páll Arason í ævisögu sinni "Áfram skröltir hann þó" sem kom út 1983, skráð af Þorsteini Matthíassyni skólastjóra á Blönduósi.

Refsteinsstaðir í Víðidal

  • HAH00903
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Jarðardýrleiki xxx € og so tíundast presti og fátækum. Eigandinn kóngl. Majestat, og er þessi ein af þeim, er kallast Vatnsdalsjarðir, sem lögmaðurinn Lauritz Christiansson Gottrup að þíngeyrum hefur í forljeníng.
Ábúandinn Jón Sigurðsson. Landskuld i € lx álnir. Betalast í ullarvöru heim til klaustursins og sauðum í kaupstað, so mikið af hverju sem ábúandi býður, og þó alltíð xx álna fóður í þá landskuld. Leigukúgildi v. Leigur betalast í smjöri heim til klaustursins, eður þángað sem umboðsmaðurinn tilsegir innan hjeraðs; stundum hefur hann og penínga tekið þá smjör hefur skort. Kvaðir eru í næstu 3 ár öngvar kallaðar; þar fyrir var óskað hestláns á Skaga og eins dagsláttar um sumur. Í næstu 4 ár þar fyrir galst dagslátturinn tvisvar in natura, en hestlánið forlíkaðist í annari þjenustu og so dagslátturinn í önnur 2 ár. Ekki minnast menn að þessar kvaðir hefðu verið áður lögmaðurinn Lauritz Gottrup hafði umráð. Leigukúgildin eru óuppbætt í þau 7 ár, sem þessi ábúandi hefur jörðina haldið, og þau sömu kúgildi leigði hann áður í 4 ár uppbótarlaus, þá er hann bjó á Þíngeyraklausturs jörðu Haga.
Útigángur bregst torveldlega. Kvikfjenaður iii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, lxxii ær, xxviii sauðir tvævetrir og eldri, xxviii veturgamlir, xxxii lömb, vi hestar, i foli tvævetur, ii hross, ii fyl.
Fóðrast kann v kýr, xxx lömb, lxxx ær, vii hestar. Torfrista og stúnga lök og sendin. Rifhrís má kallast þrotið. Silúngsveiðivon góð í vatni því, sem kallað er Hóp.
Lambaupprekstur á Víðidalstúngu afrjett fyrir toll.
Munnmæli eru, að jörðin eigi beitarítak i Ennis land og Titlíngastaða. Ekki vita menn rök til þess, og ekki brúkast það, nema hvað nábúa samgöng verða. Túninu grandar sandfjúk.
Sama sandfjúk fordjarfar engjarnar árlega, og þó enn meir Víðidalsá, með sandi, grjóti og leiri. Landþröng er mikil. Hætt er kvikfje fyrir foröðum. Vatnsból þrýtur um vetur til skaða, og er þá mjög erfitt að sækja. Kirkjuvegur illur og lángur.

Ungmennafélagið Vorboðinn (1915-2011)

  • HAH10068
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1915-2011

U.M.F. Vorboðinn í Engihlíðarhreppi var stofnað 3. janúar 1915. Fyrsti fundur félagsins var haldinn á Holtastöðum. Stofnendur félagsins voru 15, allt ungir menn héðan úr Langadalnum og voru þeir þessir:
Bjarni O. Frímannsson, nú bóndi Efri-Mýrum.
Jónatan J. Líndal, bóndi Holtastöðum.
Jakob B. Bjarnason, bóndi Síðu.
Jón Benediktsson, bróðir Vilhjálms á Brandaskarði.
Helgi Björnsson, bóndi Búrfelli.
Hilmar Frímannsson, nú bóndi Fremstagili.
Isleifur H. Árnason frá Geitaskarði.
Vilhjálmur Benediktsson, bóndi Brandaskarði.
Valdimar Stefánsson.
Sigurður E. Guðmundsson frá Engihlíð.
Hafsteinn Björnsson, Blönduósi.
Guðmundur Agnarsson, nú búsettur á Blönduósi.
Þrjá stofnendur vantar enn, en nöfn þeirra hefur mér ekki tekizt að hafa upp.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigurður E. Guðmundsson, form., Hafsteinn Björnsson, varaform., ísleifur H. Árnason, ritari, Hilmar Frímannsson, varam., Bjarni Ó. Frímannsson, gjaldk., Helgi Björnsson, varam. Endurskoðendur, Jónatan J. Líndal og Sigurður E. Guðmundsson.
STJÓRNIR U.M.F. VORBOÐANS 1915-1965
Stjómir félagsins hafa verið eins og hér segir, en nokkuð vantar þó í, þar sem gjörðabækur hafa glatazt:
Timabilið 1915-1919:
Sigurður E. Guðmundsson, formaður.
ísleifur H. Arnason, ritari 1915—1917 og 1918-1919.
Bjarni O. Frímannsson, gjaldkeri 191")—1918.
Guðmundur Fr. Agnarsson, ritari 1917—1918.
Hilmar A. Frímannsson, gjaldkeri 1918—1919.
Tímabilið 1919-1921:
Bjarni O. Frímannsson, formaður.
Árni Á. Guðmundsson, ritari 1919—1920.
Hilmar A. Frimannsson, gjaldkeri 1919—1921.
Vilhjálmur Benediktsson, ritari 1920—1922.
Jakob B. Bjarnason, gjaldkeri 1921—1924.
Páll H. Arnason, ritari 1922-1924.
Timabilið 1924-
Hilmar A. Frímannsson, formaður.
Pall H. Árnason, ritari 1924—
Jakoh B. Bjarnason, gjaldkeri 1924—
Timabilið 1938-1947:
Pall H. Arnason, formaður.
Sigurður Þorbjörnsson, ritari 1938—1940 og 1941-1947.
Hilmar A. Frímannsson. gjaldkeri 1938—1941.
Jón Karlsson, gjaldkeri 1941-1947.
Ástvaldur Kristófersson, ritari 1940—1941.
Timabilið 1947-1950:
Hörður Valdimarsson, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1947—1950.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1947—1950.
Timabilið 1950-1951:
Elsa Þorsteinsdóttir, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1950—1951.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1950—1951.
Timabilið 1951-1966:
Pétur H. Björnsson formaður.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, ritari 1951—1952.
Hilmar Fríinannsson, gjaldkeri 1951—1954.
Sigurður H. Þorsteinsson, ritari 1952—1953 og gjaldkeri 1954—1955.
Björn Karlsson, ritari 1953—1955.
Ari H. Einarsson, ritari 1955—1966.
Ævar Þorsteinsson, gjaldkeri 1955—1956.
Frímann Hilmarsson, gjaldkeri 1956—1962.
Haraldur H. Líndal, gjaldkeri 1962-1965.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri 1965 -1966.
Núverandi stjóm V. M. F. Vorboðans skipa:
Pétur H. Björnsson, formaður.
Ari H. Einarsson, ritari.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri.
Félagið telur nú 30 meðlimi og hefur talan verið svipuð undanfarin ár.
Aðalritstjórar „Vorboðans", blaðs U.M.F.
Vorboðinn árin 1915—1966:
Jakob B. Bjarnason 1922-1927.
Páll H. Árnason 1927-1930.
Pétur Þ. Einarsson 1930—
Guðrún Ó. Árnadóttir 1938-1940.
Sigurður Þorbjörnsson 1940—1942.
Anna Árnadóttir 1942-1945 og 1946-1947.
Elísabet Árnadóttir 1945-1946.
Björn Karlsson 1947—1951.
Einar Björnsson 1951—1954.
Ari H. Einarsson 1954-1966.
Félagið var lagt niður á félagsfundi 6. desember 2011 og þá voru í stjórn:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður.
Björn Björnsson ritari.
Anna Margrét Jónsdóttir gjaldkeri.
Jófríður Jónsdóttir skoðunarmaður reikninga.

Þórukot í Víðidal

  • HAH00895
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1660

Fjórða býli, bygt fyrir meir en 40 árum á eyðihól, þar sem aldrei hafði áður bygð verið. Dýrleikinn er reiknaður x € af Ásgeirsá, og so tíundast fjórum tíundum, og hefur þetta býli töðuslægjur af heimaiörðunni.
Eigendur sem áður er sagt um heimajörðina. Ábúandinn Oddur Jónsson.
Landskuld Ix álnir. Betalast í öllum gildum landaurum heim til landsdrotna. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrotna. Kvaðir öngvar. Kvikfje ii kvígur að fyrsta kálfi, xxvii ær, viii lömb, i hestur, i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xxiiii ær, ii hestar. Öll afhýlin hafa óskamtaðan haga, en töður og engjar eru hverjum afdeildar. Torfrista og stúnga bág og erfið á allri jörðunni, en þó híngaðtil við sæmt.

Móskurður til eldiviðar er nægur en brúkast ekki. Lax og silúngsveiðivon góð í Víðidalsá. Rekavon kirkjunnar fyrir Gnýstöðum á Vatnsnesi hefur ekki fengist, síðan Guðmundur Hákonarson hjelt þíngeyraklaustur, en Árni Daðason átti Ásgeirsá. Selstöðu á jörðin í Víðidalstúngulandi, þar sem heita Haugakvíshr, og sjást þar enn tóftirnar þar sem heitir Asgeirsársel; það hefur aldrei brúkað verið í manna minni. Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett for toll ut supra.

Enginu grandar Víðidalsá, mest á heimajörðunni. Högunum spilla fjallskriður.

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

  • HAH10079
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908-1988

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu varð til er Húnavatnssýslu var skipt með lögum í tvö sýslufélög og var sýsluskiptingin miðuð við Gljúfurá og framhald hennar til sjávar. Lög um skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög voru gefin út 22. nóvember 1907. Í fyrstu grein laganna var ákveðið að Vindhælishreppur, Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Áshreppur skyldu vera í Austur Húnavatnssýslu, en Þorkelshólshreppur, Þverárhreppur, Kirkjuhvammshreppur, Torfustaðahrepparnir og Staðarhreppur í Vestur Húnavatnssýslu. Hvort sýslufélagið um sig skyldi hafa sjálfstæðan fjárhag. Í annarri greininni var kveðið á um að fyrir hvora sýslu skyldi hafa sérstaka sýslunefnd og var sýslumaður oddviti þeirra beggja. Þriðja og síðasta greinin sagði fyrir um skiptingu eigna, skulda og skuldbindinga og átti þar að fara eftir samanlagðri tölu fasteigna- og lausafjárhundraða hvors sýslufélags. Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu var lögð niður 1988 þegar Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu tók við.

Engihlíðarhreppur (1000-2002)

  • HAH10080
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2002

Engihlíðarhreppur var hreppur norðan Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Engihlíð í Langadal.
Engihlíðarhreppur sameinaðist Blönduósbæ 9. júní 2002, undir nafni hins síðarnefnda.

Lionsklúbbur Skagastrandar (1960)

  • HAH1081
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1960

Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar nú Skagaströnd var stofnaður 1960.
Fyrsti formaður var Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri. Hefur klúbburinn starfað að ýmsum menningarmálum til gagns og heilla byggðinni. Hann hefur fengið jólatré frá Noregi á hverju ári og gefið skólanum sjónprófunartæki.

Sóknarnefnd Svínavatnskirkju (1920)

  • HAH10083
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920

Fyrsta fundagerðabókin er frá 1920.
Undir fundargerðina rita Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sem hefur verið fundarritari.
1922 eru Gunnar Bjarnason, Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sagðir í sóknarnefnd.

Sæból Vatnsnesi

  • HAH00835
  • Fyrirtæki/stofnun

Þveárhreppi á Vatnsnesi

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu (1908-1937)

  • HAH10091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908-1937

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 15. desember 1908 og voru fundarboðendur þeir Hafsteinn Pétursson, Jón Pálmason og Sigurgeir Björnsson. Félagið var lagt niður árið 1937 og breytt í Lands- og héraðsmálasamband.

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (1912-1925)

  • HAH10092
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1912-1925

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (sem var undanfari USAH) var stofnað 10. febrúar 1912 og var breytt í Ungmennasamband Austur Húnavatnssýslu 1925.

Verslunarfélag Austur Húnavatnssýslu (1937)

  • HAH10096
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1937

Eftir lát Þorsteins Bjarnasonar 1937 þá ráku Sigríður dóttir hans og Konráð Diomedesson (d. 1955) Verslunina Val eða Konnabúð í Þorsteinshúsi fram yfir 1950 og síðan um skamma hríð í Helgafelli, handan götunnar, en síðar í öðru verslunarhúsi nær brekkunni (Aðalgötu 15). Sigríður rak síðan verslunina ásamt Kristjáni bróður sínum fram yfir 1960. Lára Bogey Finnbogadóttir var verslunarstjóri til ársins 1973.

Refsborg í Refasveit

  • HAH00839
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Refasveit kallast byggðarlagið við enda Langadalsfjalls innst við Húnafjörð, frá Blönduósi að Laxá. Þar á fjallinu er Refaborg auðséð kennileiti.
Sveitin var fyrrum nefnd Refaborgarsveit.
Við sjóinn eru háir bakkar, en annars einkennist sveitin af melum, móum og mýrun.

Í sveitinni eru fjögur vötn; Langavatn nyrst, svo Hólmavatn, Réttarvatn og loks Grafarvatn syðst. Áætlað landhæð yfir sjávarmál er 215 metrar.

Refsborg is a hill and is located in Northwest, Iceland. The estimate terrain elevation above seal level is 215 metres.

Húnaflói

  • HAH00891
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði hann þat Húnavatn“

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

  • HAH00843
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1860

Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000.
Sú kirkja sem nú stendur í Laufási var byggð 1865. Meðal merkra gripa í eigu kirkjunnar er predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins sem nú stendur er talið að séu viðir allt frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður af mikilli reisn í tíð séra Björns Halldórssonar sem sat staðinn árin 1853-1882. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Algengt var að tuttugu til þrjátíu manns væru til heimilis í Laufási, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Laufásbærinn er í dag búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900.

Stokkseyri

  • HAH00853
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um900

Stokkseyri er landnámsjörð sem fyrst er getið í landnámabók og nefnd í Flóamannasögu. Landnámsmaður á Stokkseyri var Hásteinn Atlason norskur maður sonur Atla jarls hins mjóa af Gaulum. Kom hann um 900 til Íslands og skaut setstokkum sínum fyrir borð í hafi eins og Ingólfur Arnarson gerði við öndvegissúlur sínar 30 árum fyrr. Setstokkum Hásteins rak að landi þar sem nú er Stokkseyri og nam Hásteinn allt það land sem nú tilheyrir Stokkseyrarhreppi.

Á Stokkseyri hefur verið kirkja frá fornu fari og þingstaður hreppsins. Stokkseyri var sömuleiðis langstærsta jörðin í hreppnum eða um 60 hundruð eftir fornu mati. Sjö aðrar jarðir byggðust strax á landnáms- og söguöld innan Stokkseyrarhrepps. Þær voru Stjörnusteinar, Traðarholt, Baugsstaðir, Brattholt, Leiðólfsstaðir, Ásgautsstaðir og Hæringsstaðir. Á síðustu öldum hafa lögbýli verið 15-16 talsins, mörg þeirra voru tvíbýli en út frá þeim allmargar hjáleigur, grasbýli, þurrabúðir og/eða tómthús.

Eyrarbakki

  • HAH00868
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 985-

Eyrarbakki er lítið sjávarþorp á suðurströnd Íslands. Það tilheyrir sveitarfélaginu Árborg og íbúafjöldi var þar 540 manns árið 2019.

Á Eyrarbakka var mikil verslun og sóttu bændur á Suðurlandi til Eyrarbakka á meðan á einokun danska kóngsins stóð. Eyrarbakki varð einn stærsti bær á Íslandi og var á þeim tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin. Á Eyrarbakka hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1923. (Veður var þó athugað og skráð mun lengur á Eyrarbakka eða frá árinu 1880, en þá var P. Nielsen faktor með veðurathuganir fyrir dönsku veðurstofuna).

  1. janúar 1990 gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þjórsárhraunið mikla myndar ströndina við Eyrarbakka og skerin þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.

Í byrjun síðustu aldar hófst tímabil útgerðar og fiskvinnslu á Eyrarbakka og störfuðu þar þrjú fiskvinnslufyrirtæki fram undir síðustu aldamót. Hafnleysi stóð útgerð þó alltaf fyrir þrifum og með tilkomu brúar yfir Ölfusárósa lagðist útgerð smám saman af. Eyrarbakki er nú vaxandi ferðamannastaður og gömlu húsin gjarnan nýtt sem sumarbústaðir.

Árið 985 sigldi Bjarni Herjólfsson, frá Eyrum, sem nú heita Eyrarbakki, áleiðis til Grænlands en villtist í þoku og norrænu þar til hann sá land sem við nú köllum Norður-Ameríku. Hann tók ekki land en snéri til Grænlands og seldi Leifi Eiríkssyni skip sitt.

Elsta hús í bænum er Húsið frá 1765, sem er elsta varðveitta timburhús á Íslandi. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri var stofnaður 1852 og mun vera sá elsti í landinu. Kirkjan á Eyrarbakka var reist 1890

Altaristöflu kirkjunnar málaði Louisa Danadrottning, eiginkona Kristjáns 9, konungs. Louisa var langalangamma Margrétar 2. Danadrottningar.

Hafnarfjarðarkirkja

  • HAH00880
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.12.1914 -

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi.

Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 komst skriður á kirkjubyggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðjung íbúa kaupstaðarins. Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914.

Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu.
Biskupinn, herra Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. des, 1914.

Tröllaskagi

  • HAH00884
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Tröllaskagi er skagi fyrir miðju Norðurlandi Íslands á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Skaginn er fjöllóttur og ná margir fjallatindar yfir 1200 m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400 m, hæst er Kerling (1538 m). Fjölmargir smájöklar eru í fjöllum og dölum Tröllaskaga, þeirra stærstir eru Gljúfurárjökull og Tungnahryggsjökull.

Djúpir dalir skerast inn í fjalllendi Tröllaskaga, þeirra stærstir eru: Hjaltadalur, Hörgárdalur, Norðurárdalur og Svarfaðardalur. Dalirnir mótuðust af greftri vatnsfalla og svörfun skriðjökla á jökulskeiðum ísaldar.

Byggð á svæðinu einskorðast við láglendi nálægt ströndum og í dölum, landbúnaður er þar mikill og sjávarútvegur stundaður frá nokkrum þéttbýlisstöðum. Þéttbýlisstaðir í kringum Tröllaskaga eru: Hólar, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Árskógssandur, Hauganes, Hjalteyri, Akureyri og Hrafnagil.

Hálendi Tröllaskaga er nokkuð erfitt viðureignar fyrir samgöngur á svæðinu en tveir akvegir liggja nú um það. Lágheiði liggur á milli Ólafsfjarðar og Fljóta í Skagafirði, sú leið er yfirleitt lokuð meirihluta árs vegna snjóa. Þjóðvegur 1 liggur um Öxnadalsheiði, þar fer vegurinn hæst í 540 metra yfir sjávarmál og er nokkuð snjóþungur að vetrum en þó kemur sjaldan til lokana þar sem mikið er lagt í að halda honum opnum. Tillögur eru uppi um jarðgöng sem gætu leyst veginn yfir heiðina af hólmi, annað hvort undir núverandi vegarstæði eða frá Hörgárdal yfir í Hjaltadal sem myndi stytta verulega vegalengdina milli Akureyrar og Sauðárkróks. Jarðgöng eru milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Múlagöng og milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar Héðinsfjarðargöng.

Örnefnið Tröllaskagi er ungt, sennilega búið til undir lok 19. aldar. Áður mun skaginn hafa verið nafnlaus.[1]

Eyjafjörður

  • HAH00887
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Fjörðurinn er langur og mjór, 60 km frá mynni að botni. Mesta breidd hans er 25 km á milli Sigluness og Gjögurtáar í mynni fjarðarins en yfirleitt er fjörðurinn á bilinu 6-10 km breiður. Tveir minni firðir ganga út úr Eyjafirði vestan megin, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður.

Fjörðurinn er umkringdur fjöllum á báða vegu, þó nokkuð hærri að vestanverðu í fjallgarði Tröllaskaga. Það er nánast ekkert undirlendi meðfram ströndum í utanverðum firðinum en þegar sunnar dregur breikkar láglendið, þó meira að vestanverðu.

Nokkrir dalir ganga inn frá Eyjafirði. Að vestan eru Svarfaðardalur, Þorvaldsdalur og Hörgárdalur þeirra mestir en að austan Dalsmynni. Stærsti dalurinn sem gengur út frá Eyjafirði er þó sá sem gengur beint inn af firðinum og ber hann einnig nafnið Eyjafjörður (sem á ekki að rugla saman við Eyjafjarðardal). Sá dalur er bæði langur og breiður og hýsir eina þéttbýlustu og grösugustu sveit landsins.

Nokkrar ár renna í Eyjafjörð, þeirra stærstar eru Eyjafjarðará, Fnjóská og Hörgá en einnig Svarfaðardalsá.

Vaðlaheiði

  • HAH00888
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Vaðlaheiði er heiði eða fjall milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Yfir heiðina lá áður Þjóðvegur 1 í fjölmörgum beygjum og sveigjum, einkum austan megin, en þar voru beygjurnar 13 talsins. Vegurinn lá hæst í um 520 m hæð og heitir Steinsskarð efst á heiðinni þar sem vegurinn liggur. Hann var lagður um 1930. Efst á heiðinni er gamall húsgrunnur og hafa sumir getið þess til að þar hafi staðið sá frægi „Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr“ en það er oft talið lengsta orð í íslensku. Endurvarps- fjarskiptastöð er á hæstu bungu norðan Steinsskarðsins (613m).

Árið 1985 var þjóðvegurinn færður út í Víkurskarð og hætt að mestu að nota gamla Vaðlaheiðarveginn. Nú eru hins vegar unnið að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og munu þau stytta hringveginn um 16 kílómetra.

Vaðlaheiði er víðast hvar nokkuð vel gróin og af henni er mikið útsýni um Eyjafjörð og Fnjóskadal. Árið 1784 var 35 hreindýrum sleppt á Vaðlaheiði. Þeim fjölgaði nokkuð ört en hurfu af heiðinni og úr Fnjóskadalsafrétti snemma á 19. öld, sum drápust eða voru felld en önnur eru talin hafa leitað í austurátt.

Rétt sunnan Vaðlaheiðar er hið grunna Bíldsárskarð upp af Kaupangi. Þar var fyrrum vörðuð og greiðfær alfaraleið til Fnjóskadals.

Landnáma segir, að Helgi magri hafi byggt sér skála að Bíldsá annað árið sitt við Eyjafjörð. Líklega hefur Helgi lagt skipum sínum skammt norðan þessa bústaðar við svonefndan Festarklett við ósa Bíldsár. Þarna dvaldist hann í bráðabirgðaskála áður en hann fluttist að Kristnesi.

Búnaðarfélag Vindhælishrepps (1886)

  • HAH10098
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1886

Fyrstu tildrög að stofnun Búnaðarfélags Vindhælishrepps voru þessi:
Árið 1847 lögðu 10 menn í Vindhælishreppi fram 20 ríkisdali til sjóðmyndunar og skyldi sjóður sá verða til gagns fyrir búendur í hreppnum. Hinn 5. maí 1848 voru svo eftirfarandi samþykktir gjörðar:

  1. Félagið heitir Vindhælishrepps vinafélag og eignir þess Vinafélagssjóður.
  2. Árgjöld voru ákveðin 2 ríkisdalir á félagsmann.
    Eftirtaldir menn skipuðu stjórn félagsins:
    Oddviti Arnór Árnason sýslumaður, Ytri-Ey
    Varaoddviti Sigurður Árnason bóndi, Höfnum
    Féhirðir Jósep Jóelsson bóndi, Spákonufelli
    Varaféhirðir Björn Þorláksson bóndi, Þverá
    Ritari sr. Jón Blöndal, Hofi
    Vararitari sr. Björn Þorláksson
    Félag þetta starfaði til ársins 1855, undir sama nafni.
    Árið 1855, 23. apríl, var nafni félagsins breytt og var þá kallað Vindhælingafélag, hélst svo til ársins 1886, en þá voru ný lög samin og nafni félagsins breytt í Búnaðarfélag Vindhælishrepps.
    Árið 1939 var hinum forna Vindhælishrepp skipt í þrjú sveitarfélög og þá einnig búnaðarfélaginu og urðu eignarhlutföll þessi: Vindhælishreppur 3/8, Skagahreppur 3/8 og Höfðahreppur 2/8. Gengið var að fullu frá skiptingu félagsins 8. febrúar 1941 og kom í hlut hins nýja Búnaðarfélags Vindhælishrepps kr. 3.454,95.
    Stofnfundur núverandi Búnaðarfélags Vindhælishrepps var haldinn 15. júní 1940 og lög þess samþykkt 24. nóv. sama ár. Í stjórn voru kjörnir:
    Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
    Guðmundur Guðmundsson, Árbakka
    Björn Jónsson, Ytra-Hóli

Gullfoss

  • HAH00908
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Gullfoss er foss í Hvítá upp af Haukadal í Árnessýslu á Íslandi, hann er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Í byrjun áttunda áratugarins fór viðhorf fólks í umræðu um nýtingu vatnsafls að breytast í þá átt að meira fór að bera á umræðu um náttúruvernd en áður.

Um miðjan áttunda áratuginn komu fram hugmyndir um að friðlýsa Gullfoss. Þegar menn voru komnir af stað með að útbúa friðlýsingu fyrir fossinn, bauð Einar Guðmundsson fram eins mikið land til friðlýsingar meðfram Hvítá eins og menn töldu nauðsynlegt og samkomulag næðist um. Boðið var þegið og Gullfoss og landið sem Einar gaf var friðlýst árið 1979.

Nokkrum árum eftir að Gullfoss var friðaður komu fram hugmyndir um að skilgreina fossinn innan þjóðgarðs. Það varð þó ekki niðurstaðan, heldur sú að tryggja að rétt væri staðið að verndun svæðisins ásamt því að byggja upp þjónustu við ferðamenn.

Jón Benediktsson (1881-1977) Húnstöðum

  • HAH05519
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 21.5.1881 - 14.12.1977

Var á Húnsstöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Tunguhnjúkur við Norðurárdal

  • HAH00917
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

„Austanvert við Tunguhnjúk var hjáleigan Draflastaðir, og var talið Draflastaða land frá Múrgili ofan til Klofasteina.“

Tröllafoss í Kjós

  • HAH00919
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Tröllafoss er í Mosfellsdal, mjög góð og auðveld göngu leið er að honum.
Beygt er inn þar sem sveitabærinn Selvangur stendur og keyrt skamma stund að vegi sem liggur til hægri upp hlíðina.

Fossinn er í Lerivogsá.

Gullhellir við Gullhellisvík á Skagaströnd

  • HAH00924
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874

'Þá er frá Hellisvík til móts við Finnsstaði', segir í skránni um
næsta rekamark. Hellisvík er nær beint vestur af bænum á Harastöðum að sögn kunnugra.
En 'til móts við Finnsstaði' merkir að landamerkjum Harastaða og Finnsstaða.
Þetta rekamark nær því ekki yfir nema hluta af Harastaðafjöru, varla meira en eins og einn km að lengd.

Hér bætir sr. Jónas við: „nf. i Gullhnóttswyk. — Kemur það heim við landamerkjalýsingu í svo nefndu Finnsstaðabréfi frá 1387 (nema örnefnið er afbakað hjá sr. Jónasi): Item landamerki millum Finnzstada ok Harrastaða. Rettsyni or fuglstapa þæim er stenðr j midri Gullhellis vik og wpp i klettinn ok or klettinum Rettsyni i klofua steina. ok or klofua stæinum Rettsyni j mosakellduna firir sunnan höl . . .
Islandske originaldiplomer indil 1450, udg. af Stefán Karlsson, Kbh. 1963,

App. 13, bls. 426-7. í örnefnaskrá Harrastaða og Harrastaðakots segir um landamerki Harrastaða og Háagerðis, sem upphaflega hefur verið afbýli í Finnsstaðalandi: Syðst þar sem landamerki Harrastaða og Háagerðis liggja að sjó er hamar, sem sjór fellur að. Í þenna hamar er helliskúti nefndur 'Gullhellir'. Næsta vík að norðan er Gullhellisvík .. .

Laxá í Aðaldal

  • HAH00926
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.

Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.

Skagabyggð (2002)

  • HAH10103
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2002

Skagabyggð er sveitarfélag á vestanverðum Skaga. Það varð til 25. maí 2002 við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður. Gildandi aðalskipulag er frá 2010-2030.

Skagstrendingafélagið í Reykjavík (1977-2016)

  • HAH10108
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1977-2016

Átthagafélag brottfluttra Skagstrendinga úr Vindhælishreppi hinum forna. Stofnað 1977 að talið er og hélt dansleiki og átthagamót allt til 2005. Ekki var áhugi fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins og var því slitið 2016 og gögnin afhent á Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu 2018.

Íslandsbanki, útibú Blönduósi (1986-2002)

  • HAH10114
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1986-2002

Útibú Íslandsbanka á Blönduósi var stofnað árið 1986 og starfaði allt þar til að undirritaður var samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Tók Búnaðarbankinn við rekstri útibúsins hinn 1.september 2002.

Höfðaskóli (1958)

  • HAH10116
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1958

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.
Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri.Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.
Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.
Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.
Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.
Skólastjórar Höfðaskóla
Páll Jónsson frá 1939-1966
Jón Pálsson frá 1966-1973
Jóhanna Kristjánsdóttir frá 1973-1974
Jón Pálsson frá 1974-1986
Páll Leó Jónsson frá 1986-1991
Ingibergur Guðmundsson frá 1991-2001
Stella Kristjánsdóttir frá 2001-2002
Ingibergur Guðmundsson frá 2002-2005
Hildur Ingólfsdóttir frá 2005-2014
Vera Valgarðsdóttir frá 2014-2019
Sara Diljá Hjálmarsdóttir frá 2019-
Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Veiðifélag Laxár á Ásum (1936)

  • HAH10072
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936

Laxá á Ásum, stundum kölluð Neðri-Laxá, er bergvatnsá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, um 14 km að lengd. Hún var lengi gjöfulasta og dýrasta laxveiðiá landsins þótt dregið hafi úr veiðinni á síðari árum. Áin fellur úr Laxárvatni en í það fellur aftur Fremri-Laxá úr Svínavatni. Laxá á Ásum rennur svo í Húnavatn, sem Vatnsdalsá fellur einnig í, og síðan um Húnaós í Húnaflóa. Áin er fremur vatnslítil en í hana hefur oftast gengið mjög mikið af laxi og gat áin áður fyrr gefið gífurlega mikla veiði, allt að 1800 laxa á þriggja mánaða tímabili. Hefur jafnvel verið fullyrt að hún hafi verið besta laxveiðiá í heimi en á árunum fyrir 1990 var áin ofveidd og stofninn lét verulega á sjá. Þar er nú aðeins leyfð fluguveiði og er veiðin á uppleið að nýju. Margir heimsfrægir menn hafa í áranna rás veitt í Laxá og sumir koma ár eftir ár. Laxá var virkjuð um 1930 til að afla rafmagns fyrir Blönduós og nærliggjandi sveitir og var þá gerð stífla sem myndaði uppistöðu (Laxárvatn). Þar var gerður laxastigi svo að laxinn kæmist áfram upp í Fremri-Laxá.
SAMÞYKKT
fyrir Veiðifélag Laxár á Ásum.

  1. gr.
    Nafn félagsins er Veiðifélag Laxár á Ásum.
  2. gr.
    Heimili þess og varnarþing er þar sem formaður þess er búsettur hverju sinni.
  3. gr.
    Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur eftirtalinna jarða og landareigna, sem land
    eiga að eða veiðirétt í Laxá á Ásum frá Húnaósi í sjó að Laxárvatni.
    Jarðirnar eru: Skinnastaðir, Hjaltabakki, Húnsstaðir, Holt, Árholt, Laxholt, Hnjúkar,
    Sauðanes, Röðull, Laxabrekka, Mánafoss, Hurðarbak, Hurðarbak II og Hamrakot.
    Félagið starfar sem sjálfstæð deild Veiðifélagsins Orra, sem er veiðifélag um vatnasvæði
    Laxár á Ásum, Laxárvatns, Fremri-Laxár, Svínavatns, Svínadalsár og Sléttár.

Vatnsdalur

  • HAH00412
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 880 -

Vatnsdalur er 25 km langur dalur í Austur-Húnavatnssýslu. Í dalnum nam Ingimundur gamli Þorsteinsson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó hann á Hofi. Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Við mynni dalsins að vestan eru Vatnsdalshólar, sem sagðir eru óteljandi. Þeir eru flestir keilumyndaðir og eru taldir hafa orðið til við jarðskrið úr Vatnsdalsfjalli fyrir um 10.000 árum. Í Þrístöpum vestast í Vatnsdalshólum fór fram síðasta aftaka á Íslandi árið 1830, þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir morð. Innan við hólana er stöðuvatnið Flóðið, sem varð til árið 1720, þegar skriða úr Vatnsdalsfjalli stíflaði Vatnsdalsá, sem rennur um dalinn, og eyddi bænum Bjarnastöðum. Áin sem nú rennur úr vatninu heitir Hnausakvísl. Vatnsdalsá er ein af betri laxveiðiám landsins og í henni er líka mikil silungsveiði.

Í landi Kornsár fyrir miðjum dal er alldjúp, sérkennileg smátjörn sem nefnist Kattarauga, á henni eru tvær fljótandi eyjar og er hún friðlýst náttúruvætti. Trjálundur er í Þórdísarlundi og við Ólafslund. Inn af dalnum er Grímstunguheiði, víðlent afréttarland sem áður tilheyrði stórbýlinu Grímstungu, þar sem áður var prestssetur og kirkjustaður. Vestan við hana er Haukagilsheiði, kennd við bæinn Haukagil í Vatnsdal.

Vatnsdalur er þéttbýl sveit og þar er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta. Kirkja er á Undirfelli og þar er einnig rétt sveitarinnar.

Ævarsskarð

  • HAH00149
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um880 -

Í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags fyrir árið 1923 (bls. 65), 1924 (bls. 8 og 31) og 1925-1926 (bls. 32-42) deila þrír íslenzkir fræðimenn all-harðlega um, hvar leita beri Ævarsskarðs, þar sem Landnáma segir, að búið hafi Ævar gamli, en hann nam allan efri hluta Langadals frá Móbergi.

Dr. Finnur Jónsson taldi, að Ævarsskarð væri sama og Stóra-Vatnsskarð. Þetta er útilokað af því að Stóra-Vatnsskarð var allt í land námi Þorkels vingnis, og að það skarð nær heldur ekki í gegnum fjöllin til landnáms Ævars. Virðist þessi staðreynd vera mönnum undarlega dulin.

Dr. Hannes Þorsteinsson og Margeir Jónsson halda báðir, að Ævarsskarð sé sama og Litla-Vatnsskarð. Styðja þeir tilgátu sína aðallega við eftirfarandi röksemdir:
a) Bæjarnafnið Vatnsskarð hafi breytzt í framburði og verið upphaflega Ævarsskarð (dr. H. Þ.)
b) Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum (f 1879) kvað svokallaðar Ævarstóptir vera til nærri Litla-Vatnsskarði.
c) Hvorugur finnur neinn annan stað í Landnámi Ævars, þar sem hann hafi getað búið.
d) Litla-Vatnsskarð liggi þannig, að það komi bezt heim við frásögn Landnámu (M. J.).

Hina fyrstu röksemd hefur dr. Finnur hrakið. Um hina aðra er þetta að segja m. a.: Jóhannes á Gunnsteinsstöðum var að vísu gagnmerkur maður. En hann ætlaði sér aldrei þá dul, að færa fullar sönnur á, að Ævarsskarð og Litla-Vatnsskarð væri eitt og hið sama. Hann vissi, að ýmsar tilgátur voru um það atriði. En af því, að hann hafði heyrt getið um Ævarstóptir hjá Litla-Vatnsskarði, hallaðist hann helzt að því, að þar hefði bær Ævars staðið. En nú er á það að líta, að þessar tóptir voru alls ekki í skarðinu, svo ef Ævar hefði búið þar, hefði Landnáma ekki komizt svo að orði, að „Ævar bjó í Evarsskarði«. Í öðru lagi veita rústirnar sjálfar engar upplýsingar um þetta mál. Í þriðja lagi er það ekkert merkilegra, að fleiri en einar bæjarrústir finnist á Litla-Vatnsskarði en víða annars staðar, þar sem bæir hafa verið færðir úr stað ýmsra orsaka vegna. Á nafninu einu er engin rök hægt að reisa. Fyrir því er þessi röksemd lítils eða einskis virði. En hinum tveim síðustu röksemdum verður svarað með því, er eftir fer.

Frásögn Landnámu um Landnám í Langadal er á þessa leið: »Ævarr hét maðr, son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Haraldar konungs gullskeggs ór Sogni. Ævarr átti þeira son var Véfröðr. Synir Ævars laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn Strjúgr ok Þórður mikill. Ævarr fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir en Véfröðr með honum fór út Gunnsteinn, frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr, en Véfröðr var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá váru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at Ieita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan háls.

Þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævarr bjó í Evarsskarði. Véfröðr kom út síðar í Gönguskarðsárós ok gekk norðan til föður síns ok kenndi faðir hans hann eigi. Þeir glímdu svá, at upp gengu stokkar allir í húsinu áðr Véfröðr sagði til sín. Hann gerði bú at Móbergi sem ætlat var, en Þorbjörn strjúgr á Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á Gunnsteinsstöðum, Karli á Karlastöðum, Þórðr á Mikilsstöðum, Auðúlfr á Auðúlfsstöðum. Gautr bygði Gautsdal ....

Holti hét maðr, er nam Langadal ofan frá Móbergi ok bjó á Holtastöðum.“
Þegar kom fram um Móberg, þótti Ævari tími til kominn að helga sér landið, enda óvíða fegurra. Þar voru og eðlileg takmörk að utan, en þess virðast landnámsmenn hafa gætt mjög vel, að landnámið væri skýrt afmarkað. Hvammsá og Brunnárdalur gátu engum dulizt. Á Móbergi, yzta bænum í landnáminu, helgaði Ævar Véfröði, syni sínum, bústað. Síðar, eftir að hann hafði ákveðið landnámið, og valið sér sjálfum bezta bitann að venju, gaf hann frændum sínum og skipverjum land, og eru bústaðir þeirra raktir fram Langadal sömu röð og gert er enn í dag. Aðeins tveir þeirra, Karlastaðir og Mikilsstaðir, eru lagztir í eyði fyrir ævalöngu. Ævar fór fram Langadal. Hvar nam hann staðar og setti landnáminu takmörk í þeirri átt?

Margeir Jónsson heldur fram þeirri fjarstæðu, að þau takmörk hafi verið á milli Æsustaða og Bólstaðarhlíðar. Þetta er fjarstæða af því, að þar eru engin og hafa aldrei verið nein náttúrleg landamerki. Æsustaðir hafa augsýnilega bygzt eftir að land var hér numið að mestu Ieyti eða öllu. Annaðhvort varð Ævar að nema staðar við Auðólfsstaðaá eða fara dalinn á enda. Og hvað var því til fyrirstöðu? Ekkert, að því, er séð verður. Ævar fór fram dalinn, fram með fjöllunum, unz hann kom í skarð eitt mikið. Um það skarð rann allmikil bergvatnsá út í Blöndu. Hún kallast Svartá.

Skarð þetta skilur Blöndudal og Langadal, sem ella nefndust sama heiti, því í raun rjettri eru þeir einn dalur. Norðan skarðsins rís hinn bratti stafn Langadalsfjalla, en að sunnan hinn tignarlegi Tunguhnjúkur (Finnstunguhnjúkur), sem er endi háls þess, er skilur Svartárdal og Blöndudal. Frá Langadal liggur skarð þetta þvert á Svartárdalsmynni og nær að Svatárdalsfjalli, sem skilur Svartárdal og Stóra Vatnsskarð.

Ævar gat ekki valið landnámi sínu æskilegri né eðlilegri takmörk en í skarði þessu. Um það féll Svartá, er skildi landnámið frá Blöndudal, en er kom austur úr því, féll Hlíðará úr þverdölum niður í Svartá og skildi lönd Ævars frá landnámi Þorkels vingnis, er nam land um Vatnsskarð allt og Svartárdal. í skarði þessu var skýlt og fagurt. Heitir þar enn í dag Skógarhlíð, þó þar sjáist nú engin hrísla. Þar var veðursæld svo mikil, að þangað heimfæra menn ennþá máltækið: »Það er grimmur góudagur, ef ekki tekur í Hlíðarfjalli«. Þar var vatn gnægt. Þar var svo landrúmt til fjallanna, að ekki varð á betra kosið. Þar var svo sérkennilegt, að engum gekk úr minni: Umlukt fjöllum á alla vegu, og lágu þó þangað allar leiðir. Hér tók Ævar sér bústað, í hjarta landnáms síns, og var því skarðið nefnt Ævarsskarð. Hvar bærinn hefur staðið, verður ekki vitað með fullri vissu.

Rústir eru enn í miðju skarði, sem sumir hyggja, að sýni, hvar Ævar bjó. Hitt tel ég líklegra, að bær hans hafi staðið þar sem bærinn Bólstaðarhlíð stendur enn í dag; þetta höfuðból, sem á síðari öldum hefir ýmist verið talið til Svartárdals eða Langadals. Vegna þess, hve ætt Ævars flutti snemma úr landnámi hans, svo nafnið á skarðinu mikla týndist niður. Hvers vegna ættmenn Ævars gamla sleptu Bólstaðarhlíð og fyrnefndum jörðum í Langadal úr hendi sér, er óráðin gáta. Ef til vill má aðeins geta þess til, að þar hafi þá verið mestir ættarhöfðingjarnir, sem fóru með Ávellinga (eða Æverlinga) goðorð og hinir einhverra hluta vegna leitað til þeirra trausts og halds.

Tungumúli í Vatnsdal

  • HAH00568
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Tungumúli (338 m). Upphafsstaður: Vatnsdalsvegur sunnan Þórormstungu. Hækkun 270 m. Gengið frá Vatnsdalsvegi sunnan Þórormstungu um vegslóða á Tungumúla. Gott göngukort fæst víða.

Jökull Ingimundarson var sonur Ingimundar gamla er nam land í Vatnsdal. Jökli var úthlutað land í hlíðum Tungumúla í Vatnsdal og byggði þar bæ sinn, Jökulsstaði. Tóftir Jökulstaða eru í landi Þórormstungu.

Jökli Ingimundarsyni er lýst að hann hafi verið allmikilfenglegur með hvassar sjónir, eigi margra maki og mikill kappi og afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúkur og ódæll, harðúðigur og hraustur um allt, en gat trauðla hamið skap sitt. Ekki var hann skapdeildarmaður en tryggur vinur og gekk á undan í öllum deilum þeirra bræðra. Jökull hlaut sverðið Ættartanga við arfskipti eftir Ingimund gamla.

Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að þegar Eyvindur sörkvir frétti að Hrolleifur hinn mikli hefði banað Ingimundi hafi hann fyrirfarið sér með því að láta fallast á sax sitt. Synir Eyvindar voru þeir Hermundur og Hrómundur halti, sem örkumlaðist þegar Jökull Ingimundarson hjó á fót honum.

Álka og Álkugil í Vatnsdal

  • HAH00020
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Álka er innst inni í Vatnsdal að vestanverðu. Ein af nokkrum ám sem renna í Vatnsdalsá. Álka (Álftaskálará) er 290km" vatnasvið og er hún stærsta áin er rennur í Vatnsdalsá.

Þeir sem hafa gengið upp í Álkugil í Vatnsdal hafa tekið eftir því að búið er að leggja veg að Úlfsfossi. Vilja sumir meina að þarna hafi verið framin óafturkræf umhverfisspjöll en vegurinn var gerður að beiðni landeigenda fyrir veiðimenn. Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps heimilaði lagningu vegarins á fundi 12. maí 2016 og sveitarstjórn Húnavatnshrepps gaf samþykkti sitt fyrir framkvæmdunum 8. júní 2016.

Svínadalsá

  • HAH00523b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kerlingarfjöll

  • HAH00350
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum. Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1477 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir dranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum.

Hvítá í Árnessýslu

  • HAH00375a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.

Baldheiði á Kili

  • HAH00997a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Baldheiði á Kili. Innri-Fróðárdalur opnast bak við Rauðafell, og myndast austurbrún hans að eins af hallanum niður af Baldheiði, en vesturbrúnin er brött og há; og er þar Dólerít hraun, hið sama sem myndar vesturbrún neðra dalsins; hraun þetta hefir runnið niður undan jökli, líklega úr stórri Dólerít bungu, sem jökullinn liggur útá; hraunið hefir líklega runnið eptir ísöldina, en er þó afar gamalt; það hefir fyllt krókinn milli bungu þessarar og Hrútafells að miklu leyti; hraunið er að ofan sprungið plötuhraun. Hraun þetta er kallað Leggjabrjótur; innan við það, uppi undir jökli, er sandur, sem heitir Hrútasandur, en fyrir neðan það í djúpri hvilft er dálítið stöðuvatn undir suðurhorninu á Hrútafelli, og kölluðum við það Hrútavatn; það var auðséð, að töluvert minna vatn var í lautinni en vant var, vegna þurrkanna; þegar rigningar ganga, rennur lækur úr vatninu niður milli Hrútafells og Baldheiðar í Fúlukvísl. Baldheiði og bungan uppi við jökulinn eru líklega báðar gömul eldfjöll; Baldheiði hallast um 4° út á við frá miðju, en efri bungan 5 - 6°. Aðalefnið í Hrútafelli er Móberg, en ofan á því liggur basalt eða Dólerít; sumstaðar innan um móbergið eru ljósleit »túff»-lög með margkvísluðum basaltgöngum. Alls staðar er hér graslaust í kring, nema lítilfjörlegur gróður utan í Hrútafellshlíð upp af Hrútavatni, og í botni Innra Fróðárdals.

Leggjabrjótur á Kili

  • HAH00997
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Milli Sólkötlu og Hrútafells er breiður dalur, sem Leggjabrjótur (443-586 mys] heitir. Er hann þakinn helluhraunum frá Sólkötlu. Fyrir botni dalsins er allhár hnjúkur uppi í jöklinum. Virðist hann vera leifar af eldfjalli. Beggja vegna við hnjúkinn ganga fram skriðjöklar. Annar nær suður að Sólkötlu, en hinn norður að fellum þeim, sem ganga frá Hrútafelli upp í Langjökul.
Suður af Leggjabrjót er Karlsdráttur (111); er hann vogur, sem gengur út úr Hvítárvatni.

Karlakórinn Húnar

  • HAH06192
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1944

Árið 1944 stofnuðu nokkrir menn á Blönduósi karlakór, tvöfaldur kvartett fyrst og hét þá Áttungar. Eftir tvö ár 1946 hafði fjölgað í hópnum og hlaut kórinn þá nafnið Karlakórinn Húnar. Stjórnandi kórsins í 11 ár var Guðmann Hjálmarsson.

Laurits Olsen & Co Atelier ljósmyndastofa Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH07075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 10.8.1872 - 9.5.1955

Ljósmyndari þar á einhverjum tíma Lauritz Olsen (10.8.1872 - 9.5.1955), leikari, kvikmyndaframleiðandi og bókbindari, gæti verið skyldmenni.
Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...
Gæti verið bróðir Ludwig Olsen (1870) ljósmyndara á sama stað um1885

Leikfélagið á Blönduósi (1944)

  • HAH00118
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1944-

Fyrsta leiksýning hér á Blönduósi svo vitað sé, var á höndum Leikfimifélags Blönduóss. Fyrsta verkefni félagsins var Kómedía í nóvember 1897 og í mars 1898 var sýnt leikritið Tímaleysinginn. Hlé varð á leikstarfsemi frá um það bil árinu 1906 til 1923. Um 1926 - 1927 var stofnað leikfélag sem starfaði til ársins 1930. Eftir það var það Ungmennafélagið Hvöt (stofnað 1924) sem hélt lífínu í leiklistinni og sýndi á hverjum vetri til ársins 1942. Það var svo þann 30. október 1944 að nokkrir félagar úr Umf. Hvöt stofnuðu Leikfélag Blönduóss. Eftir því sem heimildir herma voru stofnfélagarnir eftirtaldir: Tómas R. Jónsson, Jakobína Pálmadóttir, Bjarni Einarsson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Helgi B. Helgason, Stefán Þorkelsson, Jón Jónsson og Konráð Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja Leikfélags var Ævintýri á gönguför [Aths Ráðskona Bakkabræðra skv Húnavöku 1985, var tilefni stofnunar félagsins.] og síðan hefur leiklistarstarf haldist gangandi nær óslitið fram til dagsins í dag. Til gamans má geta þess að fyrsta Húnavakan var haldin hér árið 1948 og var þá sýnt leikritið Maður og kona. Þetta sama leikrit var svo sett upp 16 árum síðar sem fyrsta verk í nýju og glæsilegu félagsheimili.
Formenn leikfélagsins frá upphafi hafa verið sem hér segir: Tómas R. Jónsson, Bjarni Einarsson, Skúli Pálsson, Jóhanna Ágústsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Sveinn Kjartansson, Benedikt Blöndal Lárusson, Njáll Þórðarson, Jón Ingi Einarsson og Guðmundur Karl Ellertsson.

Arið 1994 var merkisár í sögu Leikfélags Blönduóss því félagið varð 50 ára. Af því tilefni var ákveðið að setja upp íslenskt leikrit og varð Atómstöðin eftir Halldór Laxness fyrir valinu. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Nokkuð erfítt reyndist að skipa í öll hlutverk en það hafðist þó á endanum eins og svo oft áður. Mörg ný andlit sáust í fyrsta skipti á fjölum Félagsheimilins og má með sanni segja að allir hafi staðið sig með prýði, jafnt ungir sem aldnir. Enda fékk sýningin fádæma góðar viðtökur á frumsýningu sem og á öðrum sýningum. Eins og oft áður reyndist aðsókn ekki nógu góð og ef áfram heldur sem horfir gæti léleg aðsókn á sýningar reynst banabiti Leikfélagsins. En við skulum nú vona að svo fari ekki og fólk fari að sjá sóma sinn í því að sækja skemmtanir í heimabyggð í staðinn fyrir að leita alltaf að einhverju betra annars staðar. En nóg um það, ætlunin var að fara stuttlega yfir sögu leiklistar á Blönduósi, úr nógu er að moða.

Jónasarhús - Zóphóníasarhús, Aðalgata 9a

  • HAH00660
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905 -

Jónasarhús 1937 - Zóphóníasarhús 1905-1918. Jóns hús Kristóferssonar 1918-1937.
Fyrsta steinsteypta húsið á Blönduósi. Símstöð 1906.

Torfalækjarhreppur (1000-2005)

  • HAH10061
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2005

Torfalækjarhreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Svínavatnshreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

Árbær Blönduósi (1906)

  • HAH00359
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1906 -

Bæinn byggði Pétur Tímóteus Tómasson 1906 fyrir Guðbjörgu (einsýnu) Árnadóttur sem bjó þar uns hún flutti til Fanneyjar dóttur sinnar í Holti í Svínadal. Þá flytur þangað Valdemar Jóhannsson sem keypti bæinn 18.3.1915 (afsal gefið út 13. maí). Valdemar bjó í bænum 1915-1916, en leigir árið eftir Einari Stefánssyni bæinn. Jón Tómasson flytur þangað 1917 og hefur eignast hann um það leyti, því hann veðsetur bæinn 1.11.1920. Hann selur svo Tómasi syni sýnum bæinn 14.5.1924. Tómas selur svo refa Birni E Jónssyni bæinn 1.7.1937. Björn var bróðir Páls í Baldursheimi, var áður bóndi Hamri, en starfaði á Blönduósi við hirðingu á refum. Björn seldi síðan Þórarni Þorleifssyni bæinn 4.9.1941. Lýsing á bænum frá 1910; Torfhús með 1 hálfþili og einu heilþili.

Danmörk

  • HAH00189
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Danmörk (danska: Danmark; framburður (uppl.)) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.

Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands. Jótland er skagi sem gengur til norðurs út úr Evrópuskaganum. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Esbjerg, Randers, Kolding, Horsens og Vejle á Jótlandi.

Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Blekinge og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest. Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.

Mikið er deilt um orðsifjar „Danmerkur“, sambandið milli Dana og Danmerkur og sameiningu Danmerkur í eina þjóð. Deilurnar snúast um forskeytið „Dan“ og hvort það eigi við ættflokkinn Danir eða konunginn Dan, og merkingu viðskeytisins „-mörk“. Oftast er forskeytið talið eiga rætur að rekja til orðs sem þýðir „flatt land“, tengt þýska orðinu Tenne „þreskigólf“, enska den „ hellir“ og sanskrít dhánuṣ- (धनुस्; „ eyðimörk“). Viðskeytið „-mörk“ er talið eiga við skóga í Suður-Slésvík, kannski svipað nöfnunum Finnmörk, Heiðmörk, Þelamörk og Þéttmerski. Í fornnorrænu var nafnið stafað Danmǫrk.

Fyrsta þekkta notkun orðins „Danmörk“ í Danmörku sjálfri er á Jalangurssteininum, sem eru rúnasteinar taldir hafa verið settir upp af Gormi gamla (um árið 955) og Haraldi blátönn (um árið 965). Orðið „Danmörk“ er notað á báðum steinunum, í þolfalli . „tanmaurk“ ([danmɒrk]) á stóra steininum og í eignarfalli „tanmarkar“ ([danmarkaɽ]) á litla steininum. Íbúar Danmerkur eru kallaðir „tani“ ([danɪ]) eða „Danir“ á steinunum.

Danmörk á aðeins landamæri að Þýskalandi og er lengd landamæranna 140 km. Strandlengjan er 7 314 km. Hæsti punktur er Møllehøj, á mið-austur Jótlandi, 171 (170,86) metra hár. Flatarmál Danmerkur er 42 434 km2. Danmörk á ekki verulegt hafsvæði og bætist innan við þúsund ferkílómetrar við heildaryfirráðasvæði Danmerkur sé það tekið með í 43 094 km2. Stöðuvötn þekja 660 km2.

Búið hefur verið í Danmörku síðan um það bil 12.500 f.Kr. og eru sannindamerki um landbúnað frá 3600 f.Kr. Bronsöldin í Danmörku var frá 1800–600 f.Kr. og þá voru margir haugar orpnir. Í þeim hafa fundist lúðrar og Sólvagninn. Fyrstu Danir komu til landsins á rómversku járnöld (1–400 e.Kr.). Þá var verslun milli Rómaveldisins og ættflokka í Danmörku og rómverskir peningar hafa fundist þar. Ennfremur finnast sannindamerki um áhrif frá Keltum, meðal annars Gundestrup-potturinn.

Frá 8. öld til 11. aldar voru Danir meðal þeirra sem þekktir voru sem Víkingar. Víkingar námu Ísland á 9. öld með viðkomu í Færeyjum. Frá Íslandi sigldu þeir til Grænlands og þaðan til Vínlands (líklega Nýfundnalands) og settust þar að. Víkingar voru snillingar í skipasmíðum og gerðu árásir á Bretlandi og Frakklandi. Þeir voru líka mjög lagnir í verslun og viðskiptum og sigldu siglingaleiðir frá Grænlandi til Konstantínusarborgar um rússneskar ár. Danskir víkingar voru mjög virkir á Bretlandi, Írlandi og í Frakklandi og settust að í sumum hlutum Englands og náðu þar völdum (þ.e. Danalög).

Ystagil í Langadal

  • HAH00692
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Býlið hefur verið í eyði frá 1950. Hús eru engin uppistandandi, utan fjárhús, sem reist voru eftir á búsetu lauk á jörðinni. Á Ystagili er landþröngt, en land allt að kalla algróið. Jörðin er nú í eigu Hauks Pálssonar á Röðli. Fjárhús fyrir 150 fjár. Tún 4 ha. Veiðréttur í Blöndu.

Höllustaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00528
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1655 -

Höllustaðir I mun vera byggð um 1600 af ¼ hluta Guðlaugsstaðalands. Seinna var svonefndur Hólareitur, sem er væn landspilda gegnt Blöndudalshólum, lagður undir jörðina. Í gömlum skjölum er talið að nafnið sé dregið af halllendi sem býlið stendur í. Má það teljast sennilegt, því landið er í halla en ekki bratt. Um lýsingu á landinu vísast til lýsingar á Höllustöðum II. Íbúðarhús byggt 1943, 446 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 180 fjár og torfhús yfir 100 fjár. Hlöður 600 m3. Votheysturn 65 m3. Bílskúr 45 m3. Tún 25,4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Höllustaðir II. Nýbýli stofnað 1958 á hálfu landi Höllustaða. Ræktunarland niðri í lágdalnum er nú uppunnið að mestu, en ofan við bæjarbrún í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli er gnægð ræktarlands og hefur talsverður hluti þess verið þurrkaður. Félagsbú hefur verið rekið á býlunum nokkur síðustu ár [1975]. Íbúðarhús byggt 1958, 490 m3. Fjárhús yfir 180 fjár og önnur jarnklædd yfir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross torfhús. Hlöður 539 m3 og önnur 212 m3. Véla og verkfærageymslur 134 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Blöndubakki á Refasveit

  • HAH00203
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936-

Blöndubakki. Syðstur Neðribyggðarbæja. Bærinn stendur á hjalla í skjóli gróinnar brekku er veit mót vestri. Peningahús standa nokkru sunnar og er all djúpt dalverpi, Blöndubakkadalur á milli. Íbúðarhús byggt 1936 167 m3, fjós fyrir 14 gripi, fjárhús fyrir 170 fjár. Hlaða 240 m3. Votheysgeymslur 40 m3. Veiðiréttur í Hólmavatni. Tún 38,5 ha.

Þingeyrar

  • HAH00274
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Bærinn stendur sunnan í lágri bungu milli „Hóps og vatns“ nálægt norðurenda Hagans, snertispöl vestur frá Vatnsdalsá þar sem hún fellur í kvíslum til Húnavatns. Engjar eru í óshólmum hennar -Leirar- og austan hennar -Saurhólmi- áveita, beitiland er norður og vestur frá túni. Milli Hóps og Flóabotns er Þingeyrarsandur. Víðidalsfjall austurhlið þess milli Hólagilslækjar og Róðuskarðsár hefur um langann aldur legið til Þingeyra, var jafnan selstaða „Búfótur“ síðast 1930. Þingeyrar hafa verið í einkaeign frá 1812.
Önnur örnefni; Kornsársselsland milli Gljúfurár og Kornsár. Bjargaós.
Íbúðarhús byggt 1923 og 1939, 813 m3. Fjós fyri 24 gripi með haughúsi og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 360 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Geymsluhús 120 m3.
Tún 47 ha, veiðiréttur í Húnavatni, Vatnsdalsá, Bjargós og Hópi.

Ljótshólar Svínavatnshreppi

  • HAH00519
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Ættarjörð. Þetta er fremsta býlið í vestanverðum Svínadal.. Árin 1968-1975 var ekki föst búseta á jörðinni, eigandinn var þar bara á sumrin. Íbúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 100 fjár og 10 hross. Hlaða 395 m3. Geymsluhús bogaskemma 60 m2. Tún 15,8 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Hallormsstaður á Skógum

  • HAH00238
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1903 -

Hallormsstaður er þéttbýliskjarni og áður kirkjustaður og prestssetur í Hallormsstaðaskógi. Þar var stofnaður hússtjórnarskóli árið 1930 en áður hafði verið þar einkarekinn kvennaskóli. Með tímanum reis upp dálítið byggð í kringum hann og starfsemi Skógræktar ríkisins og er það eina skógarþorpið á Íslandi. Á Hallormsstað bjuggu 48 manns 1. janúar 2011. Hallormsstaður tilheyrir sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Hallormsstaður er við austurbakka Lagarfljóts, um 27 km sunnan Egilsstaða. Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur á Íslandi. Upphaflega var skógurinn í landi jarðarinnar friðaður 1905 en friðunarsvæðið hefur mikið stækkað síðan. Skógræktarstöð var stofnuð á Hallomrsstað 1903 og nú er þar aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi og starfsstöð Skógræktar ríkisins. Trjásafn er í skóginum og margvísleg aðstaða fyrir ferðamenn.

Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi. Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í 4 svæði og er afmarkanir á þeim með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík.

Þingvallabærinn

  • HAH00858
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1892 -

Gamli bærinn var byggður um 1892, sá sem nú stendur var byggður 1929-1930 fyrir Alþingishátíðina og þá sem prestsetur.
Friðlýstur af forsætisráðherra að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands 10. nóvember 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs bæjarins.

Höfundur: Guðjón Samúelsson
Byggingarefni: Steinsteypa

Niðurstöður 701 to 800 of 1161