Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Hvítá í Árnessýslu
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
874 -
History
Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
23.3.2023
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995. https://vefsafn.is/is/20080725205511/www.south.is/is/ahugaverdir-stadir/Ar/Hvita-i-Arnessyslu/633/default.aspx
Wikipedia. https://is.wikipedia.org/wiki/Hv%C3%ADt%C3%A1_(%C3%81rness%C3%BDslu)