Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hvítá í Árnessýslu
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
874 -
Saga
Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
23.3.2023
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995. https://vefsafn.is/is/20080725205511/www.south.is/is/ahugaverdir-stadir/Ar/Hvita-i-Arnessyslu/633/default.aspx
Wikipedia. https://is.wikipedia.org/wiki/Hv%C3%ADt%C3%A1_(%C3%81rness%C3%BDslu)