Ein af mörgum upptakakvíslum Vatnsdalsár heitir Þjófakvísl. Vestan við hana, fast upp við Stórasand, er stór, þurr grasflesja. Þar er síðasti áningarstaður gangnamanna áður en þeir leggja á auðnir Stórasands. Aðrar kvíslar eru; Strangakvisl, upptök hennar eru suður undir Krókshrauni á Stórasandi. Í hana fellur fjöldi lækja og kvisla, svo sem Öldumóðukvísl, Þjófakvísl, Hestlækur, Miðkvísl og Fellakvísl, Kólkukvisl. Eftir það nefnist áin Vatnsdalsá. Á leið hennar til byggða falla í hana nokkrir lækir og koma þeir helztu úr Refkelsvatni, Galtarvatni, Þórarinsvatni og Svlnavatni á Grimstunguheiði.
Sumarið 1971 fór Björn Bergmann þangað og þá taldi sig sjá þar nokkurn veginn örugg merki um uppþornað votlendi og það jafnvel fyrir austan kvíslina, en þar er blettur, sem hefur blásið talsvert upp. Síðar sagði Lárus Björnsson í Grímstungu honum, að þarna hefði verið blautt á fyrsta áratug aldarinnar, en hann kvaðst ekki muna, hvenær flesjan hefði þornað.