Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ófeigur Gestsson (1943-2019) Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Jón Ófeigur Gestsson (1943-2019) Blönduósi
- Jón Ófeigur Gestsson Blönduósi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
12.10.1943 - 2.4.2019
History
Ófeigur Gestsson fæddist í Reykjavík 12. október 1943. Búfræðingur, frjótæknir, sveitarstjóri Hofsóshrepps, bæjarstjóri, ferðamálafulltrúi og kaupfélagsstarfsmaður á Blönduósi, síðar umboðsmaður Morgunblaðsins á Akranesi.
Hann lést 2. apríl 2019 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi.
Útför Ófeigs fór fram frá Akraneskirkju 15. apríl 2019, og hófst athöfnin klukkan 13.
Places
Reykjavík; Kópavogur; Blönduós; Akranes:
Legal status
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri
Functions, occupations and activities
Hann starfaði hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar sem frjótæknir í rúm 20 ár. Hann var jafnframt virkur í ungmennafélagsstarfi og formaður UMSB í áratug. Árið 1982 gerðist Ófeigur sveitarstjóri Hofsóshrepps og eftir það bæjarstjóri á Blönduósi frá 1988 til 1994. Hann tók eftir það við starfi ferðamálafulltrúa í Húnavatnssýslu og starfaði síðan hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Árið 2004 fluttu Ófeigur og fjölskylda til Akraness, þar sem hann starfaði sem umboðsmaður Morgunblaðsins. Hann hafði áður verið fréttaritari blaðsins á Hvanneyri og Hofsósi.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Jón Gestur Jónsson 14. júní 1916 - 21. maí 1989. Gjaldkeri í Reykjavík 1945. Viðskiptafræðingur. Síðast bús. í Reykjavík og kona hans; Kristín V. Jónsdóttir
- nóv. 1922 - 25. okt. 2005. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kjörforeldrar: Jón Ófeigsson, f. 22.4.1881, d. 27.2.1938, og Rigmor Julie Frederikke Ófeigsson, fædd Schultz, f. 1.10.1881, d. 7.7.1967.
Bróðir Ófeigs;
1) Sverrir Gestsson 21.5.1957, kona hans; Ásta María Hjaltadóttir.
Ófeigur kvæntist Berghildi Jóhannesdóttur Waage, f. 22. nóv. 1943. Þau eiga synina;
1) Björn Ófeigsson f. 4. feb. 1966,
2) Jón Gestur Ófeigsson f. 3.9.1974.
3) Gunnar Þór Ófeigsson f. 29.3.1977.
Berghildur átti fyrir dóttur;
4) Sigrún Hannesdóttir f. 28.9.1961.
Ófeigur og Berghildur skildu.
Ófeigur var í sambúð með Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttur, f. 17.6.1962. Þau eiga dótturina;
5) Vala Kristín Ófeigsdóttir, f. 29.11.1987.
Dagmar átti fyrir dóttur;
6) Valdís Brynja Hálfdánardóttir f. 27.9.1981.
Ófeigur og Dagmar slitu samvistir.
Ófeigur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanborgu Þórdísi Frostadóttur, f. 16.3.1964. Afi hennar var hinn kunni rútubílstjóri Óafur Ketilsson „Óli Ket“ á Laugarvatni.
Dóttir þeirra;
7) Katla Kristín Ófeigsdóttir f. 20.9.2001.
Fyrir átti Svanborg synina;
8) Frosti Bjarnason f. 11.6.1984
9) Aron Bjarnason f. 15.7.1986.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.11.2019
Language(s)
- Icelandic