Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Sundlaugin á Blönduósi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1969-
History
Árið 1969 var byggð sundlaug úr trefjaplasti bak við það skólahús. Notaðir voru búningsklefar leikfimihússins. Sundlaugin er hituð með olíu, og þar hafa síðan verið haldin sundnámskeið á hverju vori og laugin verið opin nokkra mánuði á ári hverju.
Places
Blönduós; Barnaskólinn á Blönduósi;
Legal status
Sundlaugin við Barnaskólann var aflögð þegar ný Íþróttamiðstöð var tekin í notkun 2009.
Functions, occupations and activities
Mörgum finnst ef til vill þessi laug of lítil, og satt er það, ekki er hún stór, en eftir því sem laugin er stærri, verður uppgufun úr henni meiri, og því upphitun vatns og reksturskostnaður meiri, verður því að stilla stærðinni í hóf, þótt segja megi að ekki muni miklu á stofnkostnaði, þótt um nokkru stærri laug væri að ræða. Líka má benda á í þessu sambandi, að stærri staðir, svo sem Keflavík hafa látið sér nægja stærðina 6x12,5 metra.
Á almennum sveitafundi, sem haldinn var hér á Blönduósi í síðastliðnum mánuði var upplýst af oddvita, að nauðsynlegt væri að stækka barnaskólahúsið allverulega, og það helzt á næsta ári. Börnunum fjölgar ört og húsrými skólans er orðið ófullnægjandi nú þegar. Í þessu sambandi bar ég fram þá tillögu, hvort ekki væri hægt að byggja þarna um leið sundlaug við skólann, það hefði marga kosti í för með sér, svo og sparnað, t.d. mundu sparast búningsklefar, herbergi fyrir umsjónarmann, klósett o. fl., en allt þetta mundi skólinn geta lagt til.
Líka hefir verið minnst á að reyna að nýta afgangshita frá gufukatli Mjólkurstöðvarinnar til upphitunar, en órannsakað er enn hvort þetta er hægt, en væri svo, þyrfti auðvitað að byggja laugina ekki langt frá, væri hægt að ná samningum við stjórn samlagsins um afnot hitans.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Bæjarstjórn ákvað svo á fundi sínum þann 1. október 2007 að byggja 25x8 metra sundlaug og fól sundlaugarhópnum að hanna mannvirkið í samvinnu við arkitekt hússins. Þegar hönnun lá fyrir var haldinn íbúa fundur í júní 2008 og framkvæmdin kynnt. Fyrsti áfangi verksins, sem var uppsteypa, var svo boðinn út sumarið 2008 og var Stígandi lægstbjóðandi í verkið.
Ákveðið var að lengja fram kvæmdatímann haustið 2008 þegar efnahagskreppan gekk yfir og lauk fyrsta áfanga í júní 2009. Samið var við heimaverktaka um
Ný sundlaug var reyst 2009, kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 74 milljónir. Fyrsta skóflustunga var tekin 2008. ‚iþróttamiðstöðin átti að vera 25 metra laug heitir pottar, vaðlaugar rennibrautir og gufubað. Auk þess þreksalur og íþróttahús með áhorfendapöllum.
Keypt sérstakt klórframleiðslu tæki og framleiðir það klórgas og klórvatn til sótthreinsunar í stað hefðbundins klórs og kolsýru. Mikill rekstrarsparnaður hlýst af því að nýta salt í stað klórs en tækið notar matarsalt, vatn og rafmagn til að framleiða klórgasið. Þá var einnig innleidd nýjung í símælingu á vatni í lauginni og stjórnun á sýrustigi vatnsins þar sem í lauginni eru 4 klórkerfi og er mælt frá hverju kerfi.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Blö
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 29.4.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1961), Blaðsíða 43; http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6342093