Þingvallakirkja (1859)

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Þingvallakirkja (1859)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1859 -

History

Saga kirkjunnar

Þingvallakirkja er í Þingvallaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Talið er að kirkja hafi verið byggð á Þingvöllum skömmu eftir kristnitökuna árið 1000 og hennar er víða getið í fornritum. Ólafur konungur digri gaf við til kirkju á Þingvöllum árið 1015 og mikla klukku, sem enn er til, segir Snorri Sturluson í Heimskringu um 1230. Líklega var þetta norsk stafakirkja, sem var nefnd Þingmannakirkja, og stóð á svipuðum slóðum og núverandi kirkja. Innan kirkjugarðs stóð bændakirkja að auki. Elzti máldagi kirkju þar er frá síðari hluta 14. aldar. Þá var hún helguð Ólafi helga. Einn kunnasti klerkur, sem sat á Þingvöllum var Alexíus Pálsson, síðar síðasti ábóti í Viðeyarklaustri.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.

Haraldur harðráði sendi við og klukku til kirkjunnar á Þingvöllum. Þá var hún líklega endurbætt og turni bætt við hana, en hún fauk í ofviðri 1118. Síðan hefur staðið ein kirkja á Þingvöllum, helguð Ólafi helga í katólskri tíð. Kirkjan var eign bóndans á Þingvöllum fram á 15. öld. Hún var flutt upp á grunn Þingmannakirkjunnar vegna vatnsaga í kirkjugarðinum 1523. Líkt og nú voru haldnar guðsþjónustur við upphaf þings á goðaveldistímanum. Kirkja Ólafs helga eignaðist Þingvelli snemma á 15. öld og um 1570 Skjaldbreið, urriðaveiði í Öxará, silungsveiði í Ólafsdrætti og jarðirnar Syðri- eða Neðri-Brú í Grímsnesi og Kárstaði, Heiðarbæ og Stíflisdal í Þingvallasveit. Vatnskot , Skógarkot, Arnarfell og Svartagil voru hjáleigur, sem fylgdu með. Auk þess átti kirkjan tvær klukkur og margar fánýtar bækur og lausagóss, sem var virt á 80 hundruð.

Um 1500 breyttist staða kirkjunnar á Þingvöllum. Hún varð að lénsjörð prestsins á staðnum. Í Jarðabók Árna og Páls 1711 hefur kirkjan komizt yfir Bessastaði að auki. Séra Símon Beck lét reisa núverandi kirkju 1859. Nýr turn var byggður 1907 (Rögnvaldur Ólafsson), og í honum hanga þrjár klukkur, ein forn, önnur frá 1697, vígð af Jóni Vídalín, og hin þriðja er mest, „Íslandsklukkan" frá 17. júní 1944. Gert var við kirkjuna 1973 og 1983. Prédikunarstóllinn er frá 1683, skírnarfonturinn er verk Guðmanns Ólafssonar, bónda á Skálabrekku (gjöf frá Kvenfél. Þingvallahr.) og Ófeigur Jónsson, bóndi í Heiðarbæ málaði altaristöfluna 1834. Þessa töflu keypti síðan brezka listakonan Disney Leith árið 1899 og gaf hana kirkjunni sinni á Wight-eyju í Ermasundi.

Taflan kom aftur til Þingvallakirkju og var endurvígð 1974. Sama ár var turninum breytt. Árið 1896 eignaðist kirkjan altaristöflu eftir danska málarann Anker Lund. Báðar töflurnar hanga uppi í kirkjunni, sem er í ríkiseign og í umsjá Þingvalla- og sóknarnefndar. Árið 1939 var gerður þjóðargrafreitur bak við kirkjuna. Einar Benediktsson var jarðsettur þar 27. janúar 1940. Þingvallanefnd veitti heimild til að flytja jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar til Þingvalla 1946 og 16. nóvember var haldin minningarathöfn í tilefni endurjarðsetningar Jónasar.

Places

Þingvöllur

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Þingvöllur - Þingvellir (0930 -)

Identifier of related entity

HAH00030

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1859

Description of relationship

Related entity

Þingvallabærinn (1892 -)

Identifier of related entity

HAH00858

Category of relationship

associative

Type of relationship

Þingvallabærinn

is the associate of

Þingvallakirkja (1859)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þingvallavatn (874 -)

Identifier of related entity

HAH00860

Category of relationship

associative

Type of relationship

Þingvallavatn

is the associate of

Þingvallakirkja (1859)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00859

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places