Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hjaltabakki
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(950)
Saga
Á Hjaltabakka var kirkjustaður um aldaraðir, en 1895 var kirkjan flutt á Blönduós. Jörðin er víðlend, nær frá Draugagili við Blönduós og fram að Laxá. Hið efra eru melar og hrísmóar, en er kemur niður fyrir bakkann, sem bærinn stendur á, verður landið mýrlendaa. Upp af fjörunni eru bakkar sem hækka eftir því sem norðar dregur og enda við Háubrekku. Íbúðarhús byggt 1912, 467 m3 og viðbót 1975 45 m3. Fjós 1958 fyrir 16 gripi, breytt 1975 í fjárhús. Fjárhús yfir 440 fjár. Tvær hlöður 1040 m3. Votheysturn 40 m3. Geymsla. Tún 41,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.
Staðir
Torfalækjarhreppur; Þingeyrakirkja; Blanda; Blönduós; Draugagili; Laxá á Ásum; Fálkanöf; efri Klyf; Lynghólar; Melbarmar; Þuríðarkelda; Krókhylur í Laxá; Undirfellstindur; Akurshólar; Arnarnöf fyrir norðan Laxá; Lestarvegurinn; Húnsstaðir; Hjaltabakkakirkja; Hrútey; Hnjúkar; Geirastaðir; Húnavatn; Brandanes; Húnavatnsós; Lagnaðarhólmi [Húnstaðahólmi]; Rúgsey [Hrútsey]; Sauðadalur;
Réttindi
Kirkjustaður og beneficium. Jarðardýrleiki er óviss, því staðurinn tíundast öngvum síðan Friderichus secundus [Friðrik II] háloflegrar minníngar gaf þessa jörð til beneficium.
Staðarhaldarinn er presturinn Sr. Jón Grímsson. Landskuld er hjer engin, síðan jörðin var beneficium, en áður var hún Leigukúgildi alls ekkert, en staðarins kúgildi eru ii, af hvörjum presturinn nýtur alls ágóða frí til uppheldis sjer og ábyrgist þau við öllu, so sem aðrir staðarhaldarar. Kvaðir eru öngvar nje ískildar af neinum manni. Kvikfjenaður iiii kýr, i kvíga tvævetur mylk, i geld, i kvíga veturgömul mylk, ii geldar, lxx ær, iiii sauðir tvævetrir og ii fremur annara, xxx veturgamlir, sumir óvísir, xxv lömb, viii sauðir hjúanna, vi hestar, ii hross, i með2) fyli, i foli veturgamall. Fóðrast kann vi kýr, i geldnaut, xxx lömb, i € ásauðar, i hestur, sem fóðrast á til prestsins brúkunar, hinum öllum er útigángur ætlaður. Torfrista og stúnga sæmileg. Móskurður til eldiviðar ætla menn verið hafi en brúkast ei um lánga tíma. Hrísrif brúkast til kolgjörðar og eldiviðar. Laxveiði og silúngs halda menn staðurinn hafi haft í Laxá, þar til Þorleifur lögmaður setti kistu í ána, en nú er laxveiði sljett frá síðan Lauritz lögmaður þvergirti báðar kvíslir árinnar. En silúngsveiði beheldur staðurinn enn og brúkar í Húnavatni alt inn til Brandaness, segir presturinn. Ekki neitar presturinn að Akursmenn hafi brúkað veiðina milli Brandaness og Torfalækjaróss samtíðis við sig, og það misgreiníngalaust í Ijúfri einíngu á báðar síður; en nýlega, þegar Halldór Jónsson bjó á Stóru Giljaá, síðan 1698, segir presturinn Giljaármenn hafi seilst til þessara silúngsveiða að sjer óaðspurðum, og kveðst ekki vita að hverjum rjetti. Enn í dag kveðst presturinn silúngsveiðina brúka og eigna staðnum í Húnavatni alt frá Brandanesi til sjáfar við Húnavatnsós.
Eggversvon litla eftir kríu eignar presturinn staðnum, þar sem hann nefnir Lagnaðarhólma, það er sá hinn sami sem um getur að Húnstaðamenn vilji sjer eigna, og vilja þeir kalla
Húnstaðahólma. það nafn kveðst presturinn ekki þekkja, og enginn hefur á þessari samkomu fram komið, er það nefndi so, nema ábúandinn á Húnstöðum. Æðareggjavon litla á staðurinn í árhólma þeim í Blöndu, sem Rúgsey heitir. Selveiði á staðurinn í Húnaósi inntil Brandaness, hana kveðst presturinn hafa og af öngvum þar um átalinn verið; þó meðkennir hann, að lögmaðurinn Þorleifur Kortsson og lögmaðurinn Lauritz Christiansson hafi látið leggja selanet í Húnavatnsós vestan fram. En Giljaármenn hafa fyrir fáum árum tekið að brúka þessa selveiði, að hverjum rjetti kveðst presturinn ekki vita og sje hjer um misgreininga von. Alla hálfa selveiði í Blönduósi á staðurinn, og er það ágreiníngslaust.
Sölvafjöru hefur staðurinn átt fyrir eigin landi gagnvæna, hún er nýlega fordjörfuð af hafísi og nú gagnlaus. Rekavon er gagnvæn fyrir heimalandi. Heimræði má hjer valla kalla og brúkast aldrei nema fiskur sje innfjarðar algenginn og þó lending ekki so kalla megi nær enn í Blönduósi, þar þó brimsöm og háskaleg. Selstöðu á staðurinn á Sauðadal.
Enginu spillir Laxá með leir og grjóti. Hætt er kvikfje fyrir foröðum, sem oft hefur að skaða orðið. Ekki er óhætt fyrir sjáfarflæðum. Rekhætt er mjög sauðfje fyrir stórviðrum.
Hialltabackakot.
Hefur hjer verið hjáleiga, bygð fyrst fyrir rúmum 40 árum (um1666] , lá það tíðum í auðn en bygðist öðru hvörju inn til þess fyrir 7 eður 8 árum. Landskuld var ekki meiri en lx álnir og ekki minni en l. Leigukúgildi voru iii eður minna, eftir því sem öreigar þeir, er hjer bjuggu, voru þurfandi. Kvaðir öngvar. Skyldi hjer aftur byggja, vildi það þurða grasnautn staðarins jafnmikið og hjer vildi ræktast.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
1880-1887- Þorvaldur Ásgeirsson 20. maí 1836 - 24. ágúst 1887. Var í Reykjavík 1845. Prestur í Þingmúla í Skriðdalshr., S-Múl. 1862-1864, Hofteigi á Jökuldal, N-Múl. 1864-1880, á Hjaltabakka í Torfalækjarhr., Hún. 1880-1882 og síðast á Steinnesi í Þingeyraklaustursókn, Hún. frá 1882 til dauðadags. Kona hans; Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir 10. apríl 1847 - 28. jan. 1928. Húsfreyja í Hofteigi. Húsfreyja þar 1890 þá ekkja.
1899-1943- Þórarinn Jónsson 6. feb. 1870 - 5. sept. 1944. Bóndi á Hjaltabakka, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, hreppstjóri og alþingismaður á Hjaltabakka á Ásum, A-Hún. Kona hans; Sigríður Þorvaldsdóttir 10. des. 1876 - 17. maí 1944. Húsfreyja á Hjaltabakka, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Hjaltabakka.
1941- Jón Þórarinsson 6. ágúst 1911 - 3. mars 1999. Nemandi á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Bóndi á Hjaltabakka,Torfalækjahr., A-Hún. Var þar 1957. Bóndi. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Helga Halldóra Stefánsdóttir 10. des. 1912 - 22. ágúst 1989. Vinnukona á Akureyri 1930. Húsfreyja á Hjaltabakka,Torfalækjahr., A-Hún. Var þar 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Eigandi 1975; Hjalti Þórarinsson 23. mars 1920 - 23. apríl 2008. Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Yfirlæknir handlækningadeildar Landspítalans. Var á Hjaltabakka, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.
Almennt samhengi
Landamerkjaskrá fyrir kirkjujörðinni Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi.
Að norðan ræður áin Blanda frá sjó upp að svo nefndri Fálkanöf, rjett fyrir neðan efri Klyf, þaðan beint í suður eptir sundi því, sem gengur á milli svonefndra Lynghóla og í vörðu á Melbörmunum, síðan sjónhendingu suður móana, eins og vörður vísa, og suður í Þuríðarkeldu, úr henni beint í sýki, sem gengur til landnorðurs úr Krókhyl í Laxá, að sunnan ræður Laxá, að vestan eru merki sjónhending af sandinum við flóðfar eptir því sem merkjavarða sýnir, í Undirfellstind, þegar hann ber í lægðina austan til við hinn hæsta og vestasta af Akurshólum, en Þingeyrarkirkja á hálfan hvalreka á næstu 320 föðmum austur frá miði þessu, eða svo langt austur eptir sandinum frá tjeðu miði, að melshornið Arnarnöf fyrir norðan Laxá og neðan lestaveginn ber í miðjan Húnsstaða bæ, þegar staðið er við flóðfar. Ennfremur á Hjaltabakkakirkja alla Hrútey, sem liggur í Blöndu og 4 slægnahólma, sem liggja í Laxá, nokkru fyrir neðan Krókhyl.
Steinnesi í marzmánuði 1889.
Bjarni Pálsson umráðamaður kirkjujarðarinnar Hjaltabakka.
Framangreindum landamerkjum erum vjer undirritaðir samþykkir:
Köldukinn 9. des. 1889.
Kristófer Jónsson, fyrir hönd Hnjúka eiganda samkvæmt fullmakt.
Jón Ásgeirsson, eigandi Þingeyrar og Geirastaða.
Lesið upp á manntalsþingi að Blönduósi, hinn 26. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 228, fol. 118b.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 313
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 228, fol. 118b.
Húnaþing II bls 282