Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð
Hliðstæð nafnaform
- Blönduós
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.1.1876 -
Saga
Sjá umfjöllun um Blönduós - gamlabæinn.
Skömmu fyrir aldamót (1897) var fyrstu bæirnir reistir á eystribakkanum í landi Ennis og nefndist Litla-Enni og sama ár Grund (Klaufin), en þar átti síðar eftir að fjölga um mun með til komu kaupfélagsins 1906. Einnig hafði Ole Möller reist þar vörugeymslur þar sem Sláturhúsið stendur. Elfan mikla sem fyrir stuttu hafði verið brúuð var ekki lengur sá faratálmi sem hún lengst af hafði verið og skipti samfélaginu við ósinn í tvær sóknir.
Blönduóss er fyrst getið sem lendingarstaðar í Landnámabók og víða í Íslendingasögum er talað um skipakomur þangað en á síðari öldum virðist ekki hafa verið siglt þangað fyrr en á 19. öld. Eini verslunarstaðurinn í Húnaþingi var þá Höfðakaupstaður (Skagaströnd). Mörgum Húnvetningum þótti þó langt að sækja verslun þangað og þann 1. janúar 1876 var Blönduós löggiltur sem verslunarstaður. Sumarið eftir voru útmældar nokkrar verslunarlóðir og tveir verslunarskúrar reistir. Kaupfélag Austur-Húnvetninga fékk útmælda lóð 1896 og árið 1909 var reist steinsteypt verslunarhús sem enn stendur.
Íbúðarhús risu einnig kringum verslanirnar. Árið 1890 voru 52 íbúar á Blönduósi og um aldamótin voru þeir orðnir 106. Árið 1920 voru á Blönduósi 11 steinhús, 15 timburhús og 31 torfbær. Lögferja kom á ósa Blöndu um það bil sem byggð hófst þar og brú var svo reist á árunum 1896-1897 og var mjög mikil samgöngubót og tengdi líka þorpið, sem var að byggjast upp báðum megin árinnar. Núverandi brú var reist 1962-1963. Á árunum 1894-1895 var gerð bryggja utan við ána og varð Blönduós þá fastur viðkomustaður strandferðaskipa.
Kvennaskóli Húnvetninga var fluttur á Blönduós 1901 og var núverandi skólahús reist 1912. Skólinn starfaði allt til 1978 en var þá lagður niður og eru Textílsetur Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið nú í húsakynnum skólans. Á Blönduósi er einnig Hafíssetrið í Hillebrandtshúsi og verið er að koma upp Laxasetri Íslands í bænum.
Gamla kirkjan á Blönduósi var flutt þangað frá Hjaltabakka 1894 og reist sunnan ár. Hún er nú friðuð en ný kirkja var reist norðan ár 1993. Prestssetur hefur verið á Blönduósi frá 1968. Sýslumaður Húnvetninga hefur haft aðsetur á Blönduósi frá 1897 og sama ár varð þar læknissetur. Sjúkrahúsið, Héraðshæli Austur-Húnvetninga, var tekið í notkun 1956.
Atvinnulíf Blönduóss byggist á margs konar matvælaiðnaði og öðrum léttum iðnaði, svo og verslun og þjónustu við íbúa héraðsins og ferðamenn.
Á Blönduósi hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð Veðurstofunnar síðan 1998.
Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austaan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Þar sem nú er verslunarhús Samkaupa var fótboltavöllur og þar sem nú er Félagsheimili Blönduóss voru móar og melar.
Hús Ölmu og Sveins í Mjólkurstöðinni og hús prestsins komu seinna og eins hús bankans en það hús byggði Húnfjörð og rak þar verslunina Húnakjör áður en Búnaðarbankinn flutti þangað úr gamla samkomuhúsinu.
Það voru Vatnsdælingarnir, Sigþrúður og Benedikt Blöndal, sem byggðu hús nr. 3 ásamt Sigfúsi Þorsteinssyni ráðunaut og Auðbjörgu frá Vatnahverfi. Binni og Sissa fluttu suður með dæturnar, Sigríði og Guðrúnu en Sigfús og Auðbjörg austur á land með Þorstein, Ástu, Ingibjörgu og Ómar.
Hús Péturs Péturssonar reis snemma. Pétur, sem kenndur var við Bollastaði og Bergþóra (Búlla) frá Köldukinn
Guðmundur Theódórsson úr Brúarlandi fyrir innan á og Elín Grímsdóttir frá Kollsvík í Rauðasandshreppi byggðu sér hús við hliðina á Pétri og Búllu.
Þorvaldur Ásgeirsson og Sigurborg Gísladóttir voru í næsta húsi á Árbrautinni og kölluðu það Hvanná.
Í næsta húsi á bakkanum bjuggu Evensen hjónin, Einar og Anne, bæði hálf norsk og hálf íslensk.
Einar í Sandinum og Arndís úr Hrútafirðinum voru í næsta húsi, það er húsið sem þau áttu áður en þau byggðu nýja húsið á milli Lilla og Tolla.
Þegar Einar og Dísa seldu húsið sitt kom Sveinbjörn Atli frá Syðra-Hóli og Ása og settust þar að.
Óskar Sövik og Solveig voru í stóra húsinu á bakkanum, næsta við hús Einars, eða Atla og Sigursteins.
Nú er að segja frá Bjarna Einars, móðurbróður bræðranna í Sandinum. Hann ólst upp á Einarsnesi fyrir innan á og síðan í Sandinum. Hann byggði húsið á Árbrautinni 1947 og bjó þar með móður sinni.
Knútur kom frá Skagaströnd. Hann er Berndsen eins og margir þar útfrá. Theodóra, kona Knúts, var dóttir Jóns Baldurs kaupfélagsstjóra. Þau Knútur og Dódó byggðu sér hús á bakkanum, með fjórum kvistum sem vísuðu í höfuðáttirnar fjórar. Þetta var nýjung í byggingalist á Ósnum og vakti umtal.
Bræðraborg er stórhýsi, minnir á Hreppshúsið fyrir innan á. Það byggðu bræðurnir í Sandinum og Þorlákur Jakobsson faðir þeirra. Þorlákur og Þuríður bjuggu niðri. Uppi voru bræðurnir, Þorvaldur og Pétur, með sínar stóru fjölskyldur.
Pétur og Kristín, úr Garðinum sunnan með sjó, byggðu síðan nýtt íbúðarhús fyrir fjölskylduna á Bræðraborgartúninu. Húsið var að því leyti tilraunahús að í stað bárujárns á þaki var trefjaplast frá trefjaplastverksmiðjunni á staðnum.
Utan við Bræðraborg er húsið Sólbakki. Gerða Helgadóttir og Svavar Pálsson, vörubílstjóri og síðan bifreiðaeftirlitsmaður, bjuggu þar. Í vesturendanum bjuggu hjónin, Einar og Davía.
Á þessum árum voru ekki komin hús norðan við Árbrautina en þess var ekki langt að bíða. Rafveitustjórahúsið reis yfir Ásgeir Jónsson og dugir nú vel fyrir soninn Hauk, sem yfirtók embætti föður síns og húsið.
Þarna byggði líka Guðmundur Einarsson, einnig Sigvaldi Torfason olíubílstjóri og Sigurbjörn Þorláksson, fjórði Vísisbróðirinn úr Sandinum.
Á móti Sólbakka stóð smíðaverkstæði Fróða. Það var vinnustaður margra athafnasmiða. Síðan komu nokkrar geymsluskemmur í röð upp að Vélaverkstæðinu Vísi. Ein geymslan geymdi rör og fittings fyrir Vatnsveitu Blönduóss og þangað átti skrásetjari stundum erindi. Þar sem þessar geymslur stóðu er nú risið stórhýsi sem kallað er Fróðahúsið eða Ósbær.
Zophonías yngri og Gréta reistu stórhýsi sitt vestan við félagsheimilið.
Að baki húss Dússa og Grétu reis hús Kristjáns Blöndals og Svövu Leifsdóttur, þau bjuggu áður í Hreppshúsinu fyrir innan. Kristinn, kennari frá Skagaströnd og Guðný Pálsdóttir, Geirmundssonar í Mosfelli fyrir innan á, byggðu næsta hús, þá Haukur Jóhannsson frá Breiðavaði og Ragna, systir Guðmundar Theodórssonar.
Rauða húsið er hús Skúla Páls og Nönnu Tómasar.
Í næsta húsi bjuggu foreldrar Nönnu, þau Tómas og Ingibjörg, síðar Ragnar Ingi sonur þeirra, með Önnu frá Hofsósi
Baldur Sigurðsson og Kristín fluttu úr Hreppshúsinu, Baldur Sigurðsson og Kristín fluttu úr Hreppshúsinu,
Ásta og Jón Hannesson úr Vatnsdalnum og Ingibjörg frá Akri og Guðmundur Jónsson, Gúi á Sölvabakka, byggðu tvíbýlishúsið nr. 22 við Húnabrautina.
Í næsta húsi bjó kaupfélagsstjórinn, Jón Baldurs og Arndís (Dúfa Baldurs) kona hans.
Jónas Tryggvason og Þorbjörg Bergþórsdóttir kennari eiga næsta hús. Þar er líka verslun á jarðhæðinni. Jónas selur húsgögn og ýmsar vörur úr Blindraiðjunni Björk sem hann á og rekur.
Ari Guðmundsson og Guðmunda frá Eiríksstöðum byggðu næsta stórhýsi, þau bjuggu áður í Helgafelli.
Einar Guðlaugs frá Þverá og Ingibjörg frá Sölvabakka bjuggu skamman tíma í Hreppshúsinu.
Guðrún úr Svarfaðardal og Sigurður Kr., bróðir Immu, bjuggu í næsta húsi.
Guðbjartur ráðunautur flutti í húsið þeirra Skúla Jakobs og Gunnhildar þegar hún flutti á Selfoss með synina Jakob, Þórmund og Vilberg eftir fráfall Skúla. Skúli var lærður mjólkurfræðingur og vann í Mjólkurstöðinni
Ottó, Kristín og Ingileif Elísabet bjuggu í Tungu, húsi foreldra sinna, Ingibjargar og Finns frá Skrapatungu.
Hjálmar Pálsson og Sigríður Þórdís (Sídý) byggðu næsta hús, hún að sunnan, hann sonur Páls Geirmundssonar í Mosfelli fyrir innan á.
Öll þessi húsaruna, sem rakin hefur verið, stendur norðanmegin við Húnabrautina. Áður en lengra er haldið er rétt að færa sig yfir götuna og feta sig eftir oddatölunúmerunum og byrja á húsi Kára Snorrasonar. Kári og Kolla fluttu úr Hreppshúsinu fyrir innan á og í stórt hús sem þau reistu við Húnabraut nr. 11.
Næsta hús fyrir utan var Pólarprjónshúsið, Sjálfstæðishús og símstöð, einnig nýja íbúðarhús Þorvaldar í Vísi.
Utan við Vísi byggðu Ragnar Jónsson og Inga Skarphéðinsdóttir myndarlegt hús
Sverrir Kristófersson og Elsa Sigurgeirsdóttir (Elsa og Sæi) byggðu hús nr. 27 við Húnabrautina. Þau höfðu áður búið í húsi Kaupfélagsins, kallað Halldórshús og kennt við Halldór Leví verslunarmann, sem drukknaði í Blöndu 1954. [ ATH Húsið er kennt við Halldór sem byggði húsið 1909 Halldórsson (1866-1929) kaupmann frá Móbergi ]. Eftir að fjölskyldan flutti úr Halldórs húsi opnuðu þau hjón verslunina Dverg og versluðu með ýmsar hannyrða- og hagleiks vörur
Trésmiðjan Stígandi og íbúðarhús Kristjáns Gunnarssonar kemur næst en á milli húsanna lá afleggjarinn heim að Kvennaskólanum.
Kvennaskólatúnið var hátíðarvöllur héraðsins og þar voru haldnar íþróttakeppnir 17. júní hvert ár um langt skeið.
Næst koma Sólvellir. Það hús er ekki lengur meðal húsa en var áður hús kaupfélagsstarfsmanna. Skrásetjari veit að þar bjó Jón Baldurs kaupfélagsstjóri og fjölskylda áður en þau fluttu yfir götuna í kaupfélagsstjórahúsið og skrá setjari man vel þegar Tómas R. Jónsson og fjölskylda bjuggu þar. Rétt við Sólvelli er Mjólkurstöðin sem Sveinn Ellertsson stjórnaði á undan Páli Svavarssyni.
Halldórshús sem áður er nefnt stóð norðan við mjólkurstöðina, spölkorn frá Kaupfélagshúsinu. Það er eins með það hús eins og Sólvelli að það er ekki lengur á meðal húsa. Á því húsi var brunalúður í glerkassa. Í húsinu voru tvær íbúðir og bjó þar starfsfólk KH, bæði um lengri og eða skemmri tíma. Í húsinu voru Sissa og Binni Blöndal sem fluttu síðan á nr. 3 við Húnabraut. Þá Þórður og Sveina í Sauðanesi, á meðan þau gerðu hlé á bústörfum. Guðmundur og Ingibjörg Karls frá Neðri-Lækjardal bjuggu síðar í húsinu
Í litlu húsi, öllu heldur litlum bæ, sem hét Baldursheimur og var á túninu á móts við frystigeymslur sláturhússins bjó Ingibjörg móðir Svavars Pálssonar.
Rétt utar við Hafnarbrautina var hús Ágústs Andréssonar og Vildu (Þorvildu), það hét Ásgarður.
Í litlu húsi við Hafnarbrautina, sem hét Enniskot, alveg við götuna bjó Júlíus Karlson og Ragna kona hans.
Í Skuld voru hjónin Ari og Guðlaug.
Litla-Enni var ysta húsið í bænum. Það átti Hjálmar Stefánsson lífskúnstner frá Smyrlabergi. Í því húsi voru margar vistarverur og þar bjuggu ýmsir en dvöldu flestir skamma stund. Skrásetjari veit að þar bjó Sveinberg Jónsson um tíma með sína stóru fjölskyldu og þar voru Jón Hannesson og Ásta, Hólmsteinn og Guðný Kristjáns og fleiri mætti nefna.
Í Klaufinni ofan við Litla-Enni man skrásetjari eftir Guðrúnu og Baldri frá Skúfi og Neðstabæ, einnig Sillu og Betu systur hennar, sem síðar flutti inn fyrir á og hélt marga ketti, sem frægt varð.
Handan við Pakkhúsið var Myllan, þar sem var vörugeymsla og síðan kom gult bárujárnsklætt hús, sem kallað var Matarbragginn, þar bjó Kristín Blöndal og rak mötuneyti sláturhússins í bragganum.
Skammt frá var Héðinshöfði, hús Óskar Skarphéðinsdóttur og Guðmanns Hjálmarssonar, smiðs
Þarna var líka Slétta, hús Önnu Karlsdóttur,
Þarna var einnig síðasti hermannabragginn sem notaður var sem íbúðarhús á staðnum. Í bragganum bjuggu Lára og Sveinberg, Njáll og Gréta Jósefs bjuggu þar síðar. Þá bjuggu þar Þórey Daníelsdóttir frá Búrfelli og Hreinn Ingvarsson mjólkurbílstjóri
Skotfærabyrgi var lengi góður minnisvarði um umsvif setuliðsins á bakkanum, skammt þar frá var síðar leikvöllur barna.
Húsið Sæból stendur á sjávarbakkanum. Þangað fluttu Svenni og Lára á efri hæðina. Niðri bjuggu Þormóður og Ninna, dóttir Steingríms skólastjóra. Gunna og Baldur frá Skúfi fluttu í Sæból þegar þau fóru úr Klaufinni.
Eiríkshúsið, eða Ósland, er myndarleg bygging sem stendur á Blöndubakkanum ofan við eyrina sem myndar ósinn. Húsið er stórt og reisulegt. Meðal íbúa nefni ég Eirík Guðlaugsson smið og Fríðu konu hans, Kristínu og Þórð Jósefsson frá YstaGili eða Þórð í Kaupfélaginu,
Byggðin breytist, nýbyggingar sem risið hafa seinni árin á Ósnum eru við Mýrarbraut og uppundir Ámundakinn fyrir utan ána og uppi á brekku fyrir innan á.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 8.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduós
Útfirðingaannáll – Húnavaka, 49. árgangur 2009 (01.05.2009), Bls. 122-143 eftir Sigurð Ágústsson. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=001167097