Showing 10346 results

Authority record

Byggðatrygging hf. (1961-1972)

  • HAH10084
  • Corporate body
  • 1961-1972

Byggðatrygging var stofnuð í byrjun maí 1961 en starfar sem umboð fyrir Tryggingamiðstöðina hf. árið 1972 og starfar ekki sjálfstætt eftir það.

Sóknarnefnd Svínavatnskirkju (1920)

  • HAH10083
  • Corporate body
  • 1920

Fyrsta fundagerðabókin er frá 1920.
Undir fundargerðina rita Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sem hefur verið fundarritari.
1922 eru Gunnar Bjarnason, Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sagðir í sóknarnefnd.

Engihlíðarhreppur (1000-2002)

  • HAH10080
  • Corporate body
  • 1000-2002

Engihlíðarhreppur var hreppur norðan Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Engihlíð í Langadal.
Engihlíðarhreppur sameinaðist Blönduósbæ 9. júní 2002, undir nafni hins síðarnefnda.

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

  • HAH10079
  • Corporate body
  • 1908-1988

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu varð til er Húnavatnssýslu var skipt með lögum í tvö sýslufélög og var sýsluskiptingin miðuð við Gljúfurá og framhald hennar til sjávar. Lög um skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög voru gefin út 22. nóvember 1907. Í fyrstu grein laganna var ákveðið að Vindhælishreppur, Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Áshreppur skyldu vera í Austur Húnavatnssýslu, en Þorkelshólshreppur, Þverárhreppur, Kirkjuhvammshreppur, Torfustaðahrepparnir og Staðarhreppur í Vestur Húnavatnssýslu. Hvort sýslufélagið um sig skyldi hafa sjálfstæðan fjárhag. Í annarri greininni var kveðið á um að fyrir hvora sýslu skyldi hafa sérstaka sýslunefnd og var sýslumaður oddviti þeirra beggja. Þriðja og síðasta greinin sagði fyrir um skiptingu eigna, skulda og skuldbindinga og átti þar að fara eftir samanlagðri tölu fasteigna- og lausafjárhundraða hvors sýslufélags. Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu var lögð niður 1988 þegar Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu tók við.

Höfðahreppur(1939-2007)

  • HAH10078
  • Corporate body
  • 1939-2007

Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Trésmiðjan Fróði (1957-1982)

  • HAH10077
  • Corporate body
  • 1957-1982

Trésmiðjan Fróði var stofnuð 1957 og tilgangur félagsins var að starfrækja trésmiðju og versla með framreiðsluvörur hennar og ef til vill byggingarvörur. Starfaði félagið allt til ársins 1982 er það var lagt niður.
Fyrsta stjórn félagsins:
Einar Evensen formaður
Knútur Berndsen gjaldkeri
Sigurður Kr. Jónsson ritari

Blönduóshreppur (1914-1988)

  • HAH10076
  • Corporate body
  • 1914-1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Höfðaver hf. (1965)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1965

Höfðaver hf. var stofnað 1965 á Skagaströnd, tilgangur þess var rekstur vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir.
Í stjórn voru:
Ingvar Jónsson formaður
Jón Stefánsson varaformaður
Páll Jónsson ritari
Ráðinn var Björgvin Brynjólfsson sem framkvæmdastjóri fyrir félagið frá 1. júní 1965

Náttúruverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10075
  • Corporate body
  • 1966

Fyrsta gróðurverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu var stofnuð vorið 1966 á aðalfundi sýslunefndar. Var þetta gert samkvæmt lögum um landgræðslu ríkisins frá árinu 1965. Þessi fyrsta nefnd var skipuð þremur hreppsnefndaoddvitum, þeim: Jóni Tryggvasyni Ártúnum, Grími Gíslasyni Saurbæ og Guðmundi B. Þorsteinssyni Holti.
Varð Guðmundur fyrsti formaður nefndarinnar.

Félagsstarf eldri borgara (1980) Hnitbjörgum Blönduósi

  • HAH10073
  • Corporate body
  • 1980

Þegar Hnitbjörg, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi var reist og tekið í notkun skapaðist aðstaða í kjallara hússins fyrir föndur og tómstundaiðju. Fyrstu íbúarnir fluttu inn 21. desember 1979 og flestir fluttu svo uppúr áramótunum 1979-1980. Hugmyndir höfðu verið uppi um tómstundaaðstöðuna í þessu nýja húsi enda vöntun á henni. Þá hafði verið um tveggja ára skeið þar á undan, vísir að slíkri starfsemi í baðstofu sjúkrahússins, um það sá Ingunn Gísladóttir kennari.
Stjórn Héraðshælisins samdi við hana að koma á fót föndurstarfsemi í Hnitbjörgum. Var hún því fyrsti forstöðumaður þessarar starfsemi.
Þessi aðstaða í Hnitbjörgum var frá upphafi, ætluð fyrir aðra sýslubúa, komna á aldur en ekki eingöngu fyrir íbúa hússins. Því var það er félagsþjónusta á vegum Blönduóshrepps var komið á laggirnar á þessum árum að starfsemin í kjallara Hnitbjarga jókst, þátttakendum fjölgaði og fjölbreytt afþreying var í boði. Keyptir voru hlutir og tæki til starfsins, sem sagt brennsluofn fyrir keramikmunagerð, um hann sá Kristín Húnfjörð. Til var rennibekkur og tól fyrir bókband, á árum áður.
Námkeið í ýmsum greinum voru haldin. Fólk í bænum og úr sveitum sóttu og notfærðu sér kennslu, aðstoð og aðstöðu. Boðið var upp á kaffi og bakkelsi fyrir lítinn pening á þessum samverustundum og önnuðust það þar til fengnar konur. Félagsþjónusta bæjarins bauð upp á akstur fyrir þá sem vildu. Svo er enn í dag 2020. Þeir sem ekki taka þátt í hannyrðum, spila á spil, lomber, brigde eða vist. Þær konur sem annast hafa „Föndrið“ Félagsstarfið frá byrjun, um lengri eða skemmri tíma eru:
Ingunn Gísladóttir, Arna Arnfinnsdóttir, Elísabet Sigurgeirsdóttir og nú Sigríður Hrönn Bjarkadóttir.

Veiðifélag Laxár á Ásum (1936)

  • HAH10072
  • Corporate body
  • 1936

Laxá á Ásum, stundum kölluð Neðri-Laxá, er bergvatnsá á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, um 14 km að lengd. Hún var lengi gjöfulasta og dýrasta laxveiðiá landsins þótt dregið hafi úr veiðinni á síðari árum. Áin fellur úr Laxárvatni en í það fellur aftur Fremri-Laxá úr Svínavatni. Laxá á Ásum rennur svo í Húnavatn, sem Vatnsdalsá fellur einnig í, og síðan um Húnaós í Húnaflóa. Áin er fremur vatnslítil en í hana hefur oftast gengið mjög mikið af laxi og gat áin áður fyrr gefið gífurlega mikla veiði, allt að 1800 laxa á þriggja mánaða tímabili. Hefur jafnvel verið fullyrt að hún hafi verið besta laxveiðiá í heimi en á árunum fyrir 1990 var áin ofveidd og stofninn lét verulega á sjá. Þar er nú aðeins leyfð fluguveiði og er veiðin á uppleið að nýju. Margir heimsfrægir menn hafa í áranna rás veitt í Laxá og sumir koma ár eftir ár. Laxá var virkjuð um 1930 til að afla rafmagns fyrir Blönduós og nærliggjandi sveitir og var þá gerð stífla sem myndaði uppistöðu (Laxárvatn). Þar var gerður laxastigi svo að laxinn kæmist áfram upp í Fremri-Laxá.
SAMÞYKKT
fyrir Veiðifélag Laxár á Ásum.

  1. gr.
    Nafn félagsins er Veiðifélag Laxár á Ásum.
  2. gr.
    Heimili þess og varnarþing er þar sem formaður þess er búsettur hverju sinni.
  3. gr.
    Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur eftirtalinna jarða og landareigna, sem land
    eiga að eða veiðirétt í Laxá á Ásum frá Húnaósi í sjó að Laxárvatni.
    Jarðirnar eru: Skinnastaðir, Hjaltabakki, Húnsstaðir, Holt, Árholt, Laxholt, Hnjúkar,
    Sauðanes, Röðull, Laxabrekka, Mánafoss, Hurðarbak, Hurðarbak II og Hamrakot.
    Félagið starfar sem sjálfstæð deild Veiðifélagsins Orra, sem er veiðifélag um vatnasvæði
    Laxár á Ásum, Laxárvatns, Fremri-Laxár, Svínavatns, Svínadalsár og Sléttár.

Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi (1976)

  • HAH10071
  • Corporate body
  • 1976

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu.
Ef horft er aðeins lengra aftur í sögunni að þá hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd á vegum sýslunnar sem hafði það að markmiði að koma á fót byggðasafni fyrir báðar Húnavatnssýslur og Strandasýslu. Til hliðar og stuðnings við þessa nefnd var safnanefnd Sambands austur-húnvetnskra kvenna en á þessum tíma voru 10 kvenfélög þar starfandi.

Ekki var einhugur um hvar safnið ætti að vera og urðu niðurstöður þær að Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Margar kvenfélagskonur sem og fleiri voru afar óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst var að ekki var grundvöllur fyrir öðru byggðasafni. Þær breyttu því heiti nefndarinnar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og lögðu aðal áherslu á að safna munum sem hægt var að tengja við heimilisiðnað.
Konurnar fengu til afnota gamalt hús sem hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Mikið verk var að koma þessu húsi í viðunandi horf og lögðu margir til hendi og gáfu vinnu sína og kvenfélögin lögðu til fjármagn eftir getu hvers og eins.
Safn var orðið til – og fyrst um sinn var það haft opið um helgar en er fram liðu stundir var opnunartími safnsins lengdur.
Það kom fljótlega í ljós að í raun gátu lítil félagasamtök ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var rétt eins og Kvennaskólinn í eigu ríkisins að 75% hluta og héraðsins 25% hluta. Einnig fylgdu aukin lóðarréttindi.
Þá var farið að huga alvarlega að stækkun húsnæðis og var leitað álits fagaðila á svið textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi og að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safnhúsinu.Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt með pompi og prakt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.
Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.
Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfþurftarbúskabur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er menningarstofnun sem gegnir margþættu hlutverki, við sýningahald, rannsóknir, fræðslu og miðlun menningar.
Ísland er heimili okkar og ríkt af náttúru, menningu og sögu, sem ber að varðveita, miðla og koma á framfæri til komandi kynslóða.
Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátttakandi í því.

Sýslumaður Húnvetninga (1225)

  • HAH10070
  • Corporate body
  • 1225

Saga sýslumanna
„Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar“ (1)

Hér fyrir neðan verða þeir taldir upp og virðist embættið hafa byrjað með
Kolbeini Bjarnasyni (auðkýfingi) (1225-1309) og af honum tekur við Benedikt Kolbeinsson (1309-1379), höfðu þeir einhver sýsluvöld í Húnavatnsþingi 1323.
Gissur Galli Bjarnason, eigi ólíklegt að hann hafi fengið umboð yfir sýslunni hjá hirðstjóra Eiríki Sveinbjarnarsyni eftir 1323.
Benedikt Brynjólfsson og Brynjólfur ríki faðir hans, óvíst um sýsluvöld þeirra. Höfðu líklega umboð frá hirðstjóra, sem greitt var fyrir. Um aldamótin 1300-1400.
Jón Guttormsson skráveifa – 1360 drepinn í Grundardal.
Ásgeir Árnason er sýslumaður í Húnavatnssýslu 1422, óvíst hvenær hann tók við. Hætti það ár.
Guðmundur ríki Arason frá 1422.
Einar Þorleifsson varð hirðstjóri 1436 og umboðsmaður sem jafngilti sýslumanni um 1441.
Skúli Loftsson var um hríð sýslumaður, kannski í annarra umboði nálægt eða eftir 1441.
Bessi Einarsson sýslumaður eða umboðsmaður um það bil 1450.
Brandur Sigurðsson virðist hafa hálfa sýsluna 1458.
Egill Grímsson verið orðinn sýslumaður 1461.
Rafn Brandsson eldri virðist hafa hálfa sýsluna 1480
Sigurður Daðason er sýslumaður 1481 ásamt Agli Grímssyni – voru oftast tveir sýslumenn - .
Jón Sigmundsson hafði hálfa sýsluna 1494 ásamt Agli Grímssyni.
Einar Oddson sýslumaður að hálfu á móti Jóni Sigmundssyni 1495.
Ari Guðnason sýslumaður að hálfu á móti Einari Oddsyni.
Jón Einarsson orinn sýslumaður 1513 - 1516.
Teitur Þorleifsson sýslumaður 1516 – 1528.
Páll Grímsson 1536 – 1550.
Skúli Guðmmundsson um 1540 þá á móti Páli Grímssyni.
Egill Jónsson sýslumaður 1556 – 1960.
Þormóður Arason hálfur 1551 – 1554 síðan einn 1565.
Einar Þórarinsson um tíma umboðsmaður í Húnavatnssýslu.
Ormur Sturluson 1551 – 1553.
Oddur Gottskálksson 1553-1556.
Árni Gíslason 1557-1570.
Þorvaldur Björnsson í umboði Árna Gíslasonar 1568.
Sigurður Þormóðsson í umboði Þorvaldar Björnssonar 1569.
Jón Björnsson 1570-1591.
Hinrik Gerken Hansson í umboði Jóns Björnssonar 1574.
Jón lögmaður Jónsson 1578-1606.
Jón Egilsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1593.
Jón Einarsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1600-1607.
Páll Guðbrandsson 1607-1621.
Guðmundur Hákonarson 1621-1622 og aftur 1635-1656.
Jón Egilsson umboðsmaður Guðmundar Hákonarsonar 1640.
Jón lögmaður Sigurðsson 1622-1635.
Egill Jónsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1622.
Þorkell Guðmundsson 1660-1662.
Björn Magnússon 1662-1670.
Guðbrandur Þorláksson 1665-1667.
Guðmundur Steindórsson 1670-1671.
Guðrandur Arngrímsson 1671-1683.
Jón eldri Sigurðsson hálfa sýsluna 1677.
Þorsteinn Benediktsson hálfa sýsluna 1678 og 1683 en alla sýsluna 1696.
Lárus Gottrup umboðsmaður 1683 svo 1695-1715, hafði sjö umboðsmenn á sínum ferli, þá Björn Hrólfsson, Jón Illugason, Sigurð Einarsson, Jón Eiríksson, Björn Þorleifsson, Sumarliða Klementsson og Þórð Björnsson.
Jóhann Lárusson Gottrup 1715-1728.
Grímur Grímsson 1727-1746 lögsagnari eða umboðsmaður.
Bjarni Halldórsson 1729-1773.
Arngrímur Jónsson 1773-1774.
Magnús Gíslason 1774-1789.
Björn Jónsson 1789-1790.
Margir af þeim hafa verið umboðsmenn Þingeyrajarða. (2)

Ísleifur Einarsson 1790-1800.
W. F. Krog danskur maður 1801-1805.
Sigurður Snorrason 1805-1813.
Björn Ólafsson lögsagnari 1813-1815.
Jón Jónsson 1815-1820.
Björn Auðunsson Blöndal 1820-1846.
Runólfur Magnús Björnsson Ólsen 1846-1847.
Arnór Árnason 1847-1859.
Kristján Kristjánsson 1860-1871.
Bjarni Einar Magnússon 1871-1876.
Eggert Gunnlaugsson Briem 1870-1877.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1877-1894.
Benedikt Gísli Björnsson Blöndal settur sýslumaður 1876-1877 og 1894.
Jóhannes Jóhannesson 1894-1897.
Gísli Ísleifsson 1897-1912.
Guðmundur Björnsson 1904 í þrjá mánuði.
Björn Þórðarson 1912-1914.
Ari Jónssonn Arnalds 1914-1918.
Bogi Brynjólfsson 1918-1932.
Jónas Benedikt Bjarnason settur tímabundið 1919-1937.
Guðbrandur Magnússon Ísberg 1932-1960.
Jón Magnús Guðbrandsson Ísberg 1960-1994. (2. 3.)

Kjartan Þorkelsson 1994-2002.
Bjarni Stefánsson 2002-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu voru sameinuð um áramótin 2014-2015. (4)

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Corporate body
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Ungmennafélagið Vorboðinn (1915-2011)

  • HAH10068
  • Corporate body
  • 1915-2011

U.M.F. Vorboðinn í Engihlíðarhreppi var stofnað 3. janúar 1915. Fyrsti fundur félagsins var haldinn á Holtastöðum. Stofnendur félagsins voru 15, allt ungir menn héðan úr Langadalnum og voru þeir þessir:
Bjarni O. Frímannsson, nú bóndi Efri-Mýrum.
Jónatan J. Líndal, bóndi Holtastöðum.
Jakob B. Bjarnason, bóndi Síðu.
Jón Benediktsson, bróðir Vilhjálms á Brandaskarði.
Helgi Björnsson, bóndi Búrfelli.
Hilmar Frímannsson, nú bóndi Fremstagili.
Isleifur H. Árnason frá Geitaskarði.
Vilhjálmur Benediktsson, bóndi Brandaskarði.
Valdimar Stefánsson.
Sigurður E. Guðmundsson frá Engihlíð.
Hafsteinn Björnsson, Blönduósi.
Guðmundur Agnarsson, nú búsettur á Blönduósi.
Þrjá stofnendur vantar enn, en nöfn þeirra hefur mér ekki tekizt að hafa upp.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigurður E. Guðmundsson, form., Hafsteinn Björnsson, varaform., ísleifur H. Árnason, ritari, Hilmar Frímannsson, varam., Bjarni Ó. Frímannsson, gjaldk., Helgi Björnsson, varam. Endurskoðendur, Jónatan J. Líndal og Sigurður E. Guðmundsson.
STJÓRNIR U.M.F. VORBOÐANS 1915-1965
Stjómir félagsins hafa verið eins og hér segir, en nokkuð vantar þó í, þar sem gjörðabækur hafa glatazt:
Timabilið 1915-1919:
Sigurður E. Guðmundsson, formaður.
ísleifur H. Arnason, ritari 1915—1917 og 1918-1919.
Bjarni O. Frímannsson, gjaldkeri 191")—1918.
Guðmundur Fr. Agnarsson, ritari 1917—1918.
Hilmar A. Frímannsson, gjaldkeri 1918—1919.
Tímabilið 1919-1921:
Bjarni O. Frímannsson, formaður.
Árni Á. Guðmundsson, ritari 1919—1920.
Hilmar A. Frimannsson, gjaldkeri 1919—1921.
Vilhjálmur Benediktsson, ritari 1920—1922.
Jakob B. Bjarnason, gjaldkeri 1921—1924.
Páll H. Arnason, ritari 1922-1924.
Timabilið 1924-
Hilmar A. Frímannsson, formaður.
Pall H. Árnason, ritari 1924—
Jakoh B. Bjarnason, gjaldkeri 1924—
Timabilið 1938-1947:
Pall H. Arnason, formaður.
Sigurður Þorbjörnsson, ritari 1938—1940 og 1941-1947.
Hilmar A. Frímannsson. gjaldkeri 1938—1941.
Jón Karlsson, gjaldkeri 1941-1947.
Ástvaldur Kristófersson, ritari 1940—1941.
Timabilið 1947-1950:
Hörður Valdimarsson, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1947—1950.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1947—1950.
Timabilið 1950-1951:
Elsa Þorsteinsdóttir, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1950—1951.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1950—1951.
Timabilið 1951-1966:
Pétur H. Björnsson formaður.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, ritari 1951—1952.
Hilmar Fríinannsson, gjaldkeri 1951—1954.
Sigurður H. Þorsteinsson, ritari 1952—1953 og gjaldkeri 1954—1955.
Björn Karlsson, ritari 1953—1955.
Ari H. Einarsson, ritari 1955—1966.
Ævar Þorsteinsson, gjaldkeri 1955—1956.
Frímann Hilmarsson, gjaldkeri 1956—1962.
Haraldur H. Líndal, gjaldkeri 1962-1965.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri 1965 -1966.
Núverandi stjóm V. M. F. Vorboðans skipa:
Pétur H. Björnsson, formaður.
Ari H. Einarsson, ritari.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri.
Félagið telur nú 30 meðlimi og hefur talan verið svipuð undanfarin ár.
Aðalritstjórar „Vorboðans", blaðs U.M.F.
Vorboðinn árin 1915—1966:
Jakob B. Bjarnason 1922-1927.
Páll H. Árnason 1927-1930.
Pétur Þ. Einarsson 1930—
Guðrún Ó. Árnadóttir 1938-1940.
Sigurður Þorbjörnsson 1940—1942.
Anna Árnadóttir 1942-1945 og 1946-1947.
Elísabet Árnadóttir 1945-1946.
Björn Karlsson 1947—1951.
Einar Björnsson 1951—1954.
Ari H. Einarsson 1954-1966.
Félagið var lagt niður á félagsfundi 6. desember 2011 og þá voru í stjórn:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður.
Björn Björnsson ritari.
Anna Margrét Jónsdóttir gjaldkeri.
Jófríður Jónsdóttir skoðunarmaður reikninga.

Hundahreinsunarhús við Giljá (1928)

  • HAH10067
  • Corporate body
  • 1928

Lítið steinsteypt hús, hvítmálað með rauðu þaki og stendur í landi Litlu-Giljár í hvammi sunnan við Giljá, en þar var brú og ummerki um gamla þjóðveginn sjást rétt við húsið. Húsið er steinsteypt, um 5 m á lengd, 3,5 á breidd og 2,5 á hæð með dyragætt til suðurs og tveimur gluggum að vestan. Veggir eru heilir sem og þakið, sem er klætt rauðmáluðu bárujárni. Sveinsstaða- og Torfalækjarhreppur sameinuðust um að láta byggja húsið árið 1928 til notkunar sem hundahreinsunarhús. í október 2004 var húsið síðan afhent eigendum Litlu-Giljár til fullrar eignar og eitthvað verið notað síðan sem reykkofi.

Búnaðarfélag Áshrepps (1882)

  • HAH10066
  • Corporate body
  • 1882

Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fyrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðastliðið vor", eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur i Ashreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili féhirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra

  1. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
    Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
    „ Það er tilgangur félags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
    hreppnum, einkum meðþvíað slétta tún, gjöra vörslugarða um rœktaðajörð,
    veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
    matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
    hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
    heyhlöður, leggja stund á fjárrœkt og kynbœtur."
    Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dagsverkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dagsverk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
    skylduvinna væri unnin.
    Arið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
    jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.
    HÚNAVAK A 71
    fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
    enn teknar upp í þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
    Aðgrafa brunna og hlaða úrgrjóti 2fet niðurjafnt og eitt dagsverk. Eigi
    skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
    Aðfinna nýiilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
    Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir ívegg teljist dagsverk. "
    Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir framkvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
    var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
    en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
    hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skyldi
    hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
    ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
    krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
    I fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
    tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af peningum hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
    þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
    hafi verið stutt.

Samkórinn Björk (1983-2020)

  • HAH10064
  • Corporate body
  • 1983

Kórinn var stofnaður árið 1983 og var lagður niður formlega þann 9.3. 2020

Samhugur (2001-2009)

  • HAH10062
  • Corporate body
  • 2001-2009

Samhugur er samtök krabbameinssjúkra, aðstandenda þeirra og annarra velunnara.
Markmið félagsins er að stuðla að velferð fólks sem greinist með krabbamein og aðstandenda þeirra og koma til þeirra nytsamlegum upplýsingum. Vinna markvisst að málefnum sem varða andlegar, félagslegar og líkamlegar þarfir þessa fólks.
Leiðir að markmiðum, að gefa út bækling með upplýsingum um þjónustu sem í boði er, að hafa fundi eða samverustundir, að vera til taks og spjalla við þá sem þess þurfa við.

Torfalækjarhreppur (1000-2005)

  • HAH10061
  • Corporate body
  • 1000-2005

Torfalækjarhreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Svínavatnshreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

Sögufélagið Húnvetningur (1938)

  • HAH10060
  • Corporate body
  • 1938

Sögufélag Húnvetninga var stofnað árið 1938 og var Magnús Björnsson Syðra-Hóli einn af forgöngumönnum þess. Félagið hefur gefið út eða stuðlað að útgáfu ýmissa rita um húnvetnsk fræði. Árið 1990 ákvað stjórn Sögufélagsins að stuðla að aukinni þekkingu um ættir Austur-Húnvetninga og einnig að heiðra minningu Magnúsar með því að láta fullvinna það ættfræðirit sem Magnús hafði hafið. Sama ár var Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur ráðinn til verksins og hefur hann unnið að því meira og minna síðan. Hafði hann til þess aðstöðu á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki, en þar er til staðar eitt besta og aðgengilegasta safn ættfræðirita sem til er á landinu. Á þessum níu árum hefur Guðmundur aukið og bætt svo við handrit Magnúsar að nú er mikill meirihluti ritsins orðinn verk Guðmundar. Auk framlags Guðmundar hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir lagt þessu verki lið; með söfnun upplýsinga og mynda, tölvuvinnu og fjárframlögum.
Árið 1997 samdi Sögufélagið Húnvetningur við bókaforlagið Mál og mynd um útgáfu þessa rits. Ættir Austur-Húnvetninga eru raktar svo langt aftur sem heimildir leyfa, jafnvel allt til 14. aldar. Í ritinu er mjög mikið af tilvitnunum í önnur rit svo að auðvelt er að afla sér margs konar fróðleiks um flesta þá einstaklinga sem getið er um.

Svínavatnshreppur (1000-2005)

  • HAH10059
  • Corporate body
  • 1000-2006

Svínavatnshreppur (áður kallaður Svínadalshreppur) var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu fram til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2004 var 116.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Torfalækjarhreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.

JC Húnabyggð (1976-1989)

  • HAH10058
  • Corporate body
  • 1976-1989

Félagið var stofnað 24.janúar 1976 og voru stofnfélagar 33 talsins.
Formenn félagsins voru:
Ágúst Sigurðsson 1976-1977
Páll Svavarsson 1977-1978
Gísli J. Grímsson 1978-1979
Eggert J. Levy 1979-1980
Eyþór Elíasson 1980-1981
Björn Magnússon 1981-1982
Ásgerður Pálsdóttir 1982-1983
Ragnhildur M. Húnbogadóttir 1985-1986

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Corporate body
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Áshreppur (1000-2005)

  • HAH10056
  • Corporate body
  • 1000-2006

Áshreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal.
Aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 66.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.

Gunnsteinsstaðakirkja (1432-1724)

  • HAH10055
  • Corporate body
  • 1432-1724

Að því er til aldurs kirkjunnar kemur, virðist hún tvímælalítið vera frá þvi fyrir 1550, en ómögulegt er að ákveða þetta nánar. Þó gæti kirkjan jafnvel hafa verið bygð fyrir 1432, þvi það ár er hún í vísitatiu Jóns biskups IV. virt á 12 hundruð1), og er þar i talið álagið, en kirkja sú, er nú stendur þar, getur einmitt vel hafa verið svo dýr eptir stærðinni (sjá töflu XIV sbr. töflu VI). En þessi rök liggja til aldurs kirkjunnar. Árni Magnússon segir i jarðabók sinni undir Gunn-steinsstöðum2), að þar sé kirkja, sem syngja megi til þegar heimamenn vilja taka sakramenti. í prófasts-skýrslum um kirkjur 1723—1724s) er hennar getið, en úr því ekki; sýnist þvi hafa verið hætt að nota hana á tírnabilinu örskömmu eptir 1724. Gæti hún þvi varla
verið bygð siðar en um 1700. í bréfi, sem bóndinn á Holtastöðum ritaði biskupsdæminu um 1811 (bréfið ó-dagsett)út af rekamáli einu við Gunnsteinsstaði segir hann: »þótt einhverntima hefði Gunnsteinsstaðaskemma — fyrrum kirkja — átt tilkall til.....«. Eptir þessu hefur kirkjan verið orðin skemma, eins og hún er enn i dag, um 1811. í bréfi til biskupsdæmisins um sama mál dags. 21. sept. 18112) segir sami maður: »hvort rekinn skylldi allur tilheyra Holltastaðakirkju eður hálfur Gunnsteinsstaðakirkju, og síðan jarðarinnar eigendur3), þar hún er fyrir mörgum öldum niðurlögð«. Bersýni-lega veit maðurinn ekkert um það, hvenær kirkjan var niðurlögð, annað en að það var fyrir löngu þá, og verður það á hans máli fyrir mörgum öldum. Getur þetta einkar vel staðið heima við að hún hafi lagst niður fyrri part 18. aldarinnar, og er líklegt, að hún hafi þá þegar orðið skemma, að minsta kosti var hún orðin það, er Holtastaðabóndinn ritar bréf það 1811, sem áðan var vitnað í. Ekkert virðist og liklegra en að kirkjan, úr þvi hún hefur getað staðið um 200 ár með þeirri meðferð, sem skemma hlýtur, hafi áður en hún féll úr tigninni getað staðið það liðugt hálft annað hundrað ára, sem þá vantar upp á að hún sé úr ka-þólskum sið, með þeirri meðferð, sem kirkjur fengu, sem alténd hefur verið eitthvað skárri en sú, sem á skemmum var, þó að hún eptir siðaskiptin ef til vill hafi ekki verið eins burðug og skyldi.

Ungmennafélagið Vorblær Vindhælishreppi (1938-)

  • HAH10054
  • Corporate body
  • 1938

Ungmennafélagið Vorblær var stofnað að Höskuldsstöðum á pálmasunnudag 1938. Er félagssvæðið Höskuldsstaðasókn. Hefur það tekið við hlutverki fyrirrennara sinna, Ungmennafélagsins Framsóknar og Ungmennafélagsins Morgunroðans á Laxárdal. Félagið hefur, sem önnur slík, lagt stund á fegrun móðurmálsins í mæltu og rituðu máli. Félagið hefur haft umræðufundi um þjóðþrifamál og gefið út félagsblað. Þá hefur það hvatt félagsmenn sína til að æfa ýmsar frjálsar íþróttir, svo sem aðstaða hefur leyft. Skákíþróttin hefur og verið iðkuð nokkuð á vegum félagsins. Stærsta framkvæmd félagsins er efalaust bygging samkomuhúss fyrir félagssvæðið. Byggingarvinnan var framkvæmd af sjálfboðaliðum.
Á stofnfundi voru félagar 22 að tölu, en fjölgaði brátt og urðu flestir sextíu. Var þá um skeið mikil gróska í félaginu, syngjandi líf og fjör. Félagið æfði söng. Síðustu ár hafa margir félagar helst úr lestinni, en fáir fyllt skarðið, og því hefur hallað undan fæti um stund.

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Corporate body
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Corporate body
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Gígja Árnadóttir (1943-)

  • HAH10051
  • Person
  • 1943-

Gígja Árnadóttir f. 05.01. 1943 Foreldrar: Rósa Gunnarsdóttir f. 25.12. 1918 d. 15.07. 2016 og Árni Kristinn Finnbogason sjómaður.
Börn: Gunnar Hjartarson f. 21.01. 1966, Rósa Hjartardóttir f. 15.02. 1969, Björg Hjartardóttir f. 27.10. 1972

Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar (1891-)

  • HAH10050
  • Corporate body
  • 1891-

Varð til við kaup þriggja sveitarfélaga á Eyvindarstaðaheiði í kringum 1891. Sveitarfélögin þrjú voru:
Bólstaðarhlíðarhreppur að 5/17, Seyluhreppur að 4/17 og Lýtingsstaðahreppur að 8/17. Eyvindarstaðaheiði er að dýrleika talin 26,4 hundruð eftir jarðabókinni 1861.

Veiðifélagið Skagaröst (1973-)

  • HAH10048
  • Corporate body
  • 1973-

Laxá í Nesjum er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.
Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.
Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.
Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.
Laxá í Nesjum er lítil og nett á sem á upptök sín ofan Laxárvatns á Skagaheiði á norð-vestanverðri Skagatánni og rennur hún til sjávar skammt norðan við bæinn Saurar. Þetta er ekki mikið vatnfall og getur því þornað töluvert upp á þurrkasumrum. Hinsvegar ef gott vatn er í ánni hefur nokkuð af laxi gengi í hana.

Rósa Þorsteinsdóttir (1958-)

  • HAH10047
  • Person
  • 1958-

Rósa Þorsteinsdóttir f. 12.ágúst 1958 Bárugötu 37 101 Reykjavík, ritstjóri.

Guðbergur Magnússon (1946-)

  • HAH10046
  • Person
  • 1946-

Guðbergur Magnússon f. 3.janúar 1946 bróðursonur Hermanns Þórarinssonar föður Sigurlaugar Hermannsdóttur Brekkubyggð 17 540 Blönduósi.

Veiðifélag Langavatns- og Fjallabaksár á Skaga (1994-)

  • HAH10045
  • Corporate body
  • 1994-

Veiðifélagið var stofnað 9.maí 1994 og formaður þess er Sveinn Sveinsson frá Tjörn. Langavatn á Skaga liggur rétt rúmlega 13 km. norðan Skagastrandar. Það er 3,5 km2 og í rétt rúmlega 200 m h.y.s. Til að komast að vatninu er ekið sem leið liggur eftir þjóðvegi 745 frá Skagaströnd að gatnamótum við Steinnýjarstaði. Þaðan liggur um 6 km. slóði inn að vatninu vestanverðu. Umsjónarmaður vatnsins og veiðivörður er Árný Hjaltadóttir, húsfreyja að Steinnýjarstöðum, sími 452-2745 / 860-2745 sem jafnframt annast sölu veiðileyfa. Um vatnið er veiðifélag, Veiðifélag Langavatns og Fjallabaksár á Skaga, en það er í eigu þeirra býla sem land eiga að vatninu.

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Corporate body
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Selvíkurgarður (1936-)

  • HAH10042
  • Corporate body
  • 1936 -

Björn Einarsson, Blönduósi, eigandi Selvíkur og Bjarni Ó. Frímannsson Efri-Mýrum boðuðu til fundar 16. febrúar, varðandi að stofna félag um kartöflurækt í Selvík. Í stjórn voru kosnir Kristinn Magnússon, Bjarni Ó. Frímannsson og Páll Geirmundsson. Var Selvík keypt af Birni Einarssyni í apríl 1936 og hafin útleiga á blettum fyrir þá sem vildu rækta þar kartöflur. Árið 2006 tók Ungmennafélagið Hvöt við rekstri Selvíkurgarðsins og sér um alla jarðvinnslu og mælingar á blettum þeim sem beðið hefur verið um til ræktunar.

Vátryggingarfélag Íslands Blönduósi (1989-2013)

  • HAH10041
  • Corporate body
  • 1989-2015

Vá­trygg­inga­fé­lag Íslands hf, VÍS, var stofnað form­lega 5. fe­brú­ar árið 1989 við sam­ein­ingu Sam­vinnu­trygg­inga og Bruna­bóta­fé­lags Íslands sem rek­ur sögu sína allt aft­ur til árs­ins 1917. Bruna­bóta­fé­lag Íslands (síðar Eign­ar­halds­fé­lagið Bruna­bóta­fé­lag Íslands) var stofnað til að ann­ast bruna­trygg­ing­ar sam­kvæmt lög­um um bruna­trygg­ing­ar á Íslandi. Sam­vinnu­trygg­ing­ar gt. (gagn­kvæmt trygg­inga­fé­lag) voru stofnaðar 1946 fyr­ir for­göngu Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga. Við stofn­un VÍS var meg­in­hluti vá­trygg­inga­stofna Bruna­bóta­fé­lags­ins og Sam­vinnu­trygg­inga færður til nýja fé­lags­ins sem tók yfir mest all­an rekst­ur stofn­fé­laga sinna árið 1989 og hóf rekst­ur al­hliða vá­trygg­inga­starf­semi. Viðskipta­vin­ir VÍS voru frá upp­hafi ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Útibúið á Blönduósi var stofnað 1989 og var Skarphéðinn Ragnarsson fyrsti og eini svæðisstjóri þess en útibúið var lagt niður í lok júní 2013.

María M. Magnúsdóttir (1916-2017)

  • HAH10039
  • Person
  • 1916-2017

Var í Nýpukoti, Þorkelshólshreppi, V-Hún. 1920. Var í Hafnarfirði 1930. Hjúkrunarkona og yfirhjúkrunarfræðingur á National Hospital for Neurology and Neurosurgery í London um áratugaskeið. Síðast bús. á Blönduósi.

Laxasetur Íslands (2011)

  • HAH10037
  • Corporate body
  • 2011

Laxasetur Íslands var opnað í júní árið 2012 en sýningunni þar er skipt í þrjú meginþemu: líffræði, þjóðfræði og veiðar.
Hugmynd að stofnun setursins kom fyrst upp árið 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann að viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands Vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en árið 2011 þegar hvatamennirnir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson tóku upp þráðinn. Þeir fóru og fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur sem unnu tillögur að sýningum fyrir setrið. Einnig leituðu þeir eftir stuðningi frá veiðifélögum, laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni og í framhaldi af því sóttu þeir um styrki.
Þann 23. júní 2011 var stofnfundur Laxasetursins haldin þar sem 21 aðili, einstaklingar og fyrirtæki, skráðu sig fyrir hlutum í félaginu. Einnig var kosin stjórn fyrir félagið. Árið 2015 tilkynnti félagið að hætt yrði rekstri sýningar á Blönduósi þar sem fjármögnun hefði ekki gengið sem skyldi.

Ströngukvíslarskáli (1953-)

  • HAH10035
  • Corporate body
  • 1953

Ströngukvíslarskáli við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði var torfskáli 1953, en var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1988 vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns. Gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Jón Arason (1949) Skuld

  • HAH10033
  • Person
  • 20. apríl 1949

Jón Arason er fæddur 20. apríl 1949 í Skuld á Blönduósi. Foreldrar hans voru, Guðlaug Nikódemusdóttir og Ari Jónsson verkamaður á Blönduósi. Jón ólst þar upp og lauk þar skólagöngu. Hann hefur alltaf búið á Blönduósi og unnið þar við ýmis störf, m. a. húsamíðar. I tómstundum hefur Jón mikið grúskað á Héraðsskjalasafninu í heimildum um ættir í sýslunni og þekkir allra manna best sögu Blönduóss frá upphafi byggðar þar.

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

  • HAH10031
  • Corporate body
  • 1000-2005

Sveinsstaðahreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu fram til ársloka 2005. Hreppurinn var kenndur við Sveinsstaði í utanverðum Vatnsdal. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.

  1. nóvember 2004 samþykktu íbúar sveitarfélagsins sameiningu við Bólstaðarhlíðarhrepp, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepp og gekk hún í gildi 1. janúar 2006. Nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Húnavatnshreppur í fyrstu kosningunum í sameinuðu sveitarfélagi 10. desember 2005.

Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu (1988-2008)

  • HAH10030
  • Corporate body
  • 30.11. 1988 - 1.7. 2008

Í héraðsnefndinni sem stofnuð var formlega 30. nóvember eiga sæti 16 fulltrúar frásveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Héraðsnefndin mun leysa af hólmi sýslunefnd A-Hún. um næstu áramót. Oddviti héraðsnefndar AusturHúnvetninga var kjörinn Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremstagili í Engihlíðarhreppi.
Helstu mál á fyrsta fundi héraðsnefndarinnar voru kosningar oddvita héraðsnefndar svo og í héraðsráð sem skipað er tveim mönnum auk oddvita héraðsnefndar. Auk oddvita héraðsnefndar voru kosnir í héraðsráð Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi.
Miklar umræður urðu um umboð nefnda þeirra sem sýslunefnd skipaði á sínum tíma en umboð sýslunefndar A-Hún. fellur niður um áramót með tilkomu héraðsnefndarinnar. Samkomulag varð um að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis um hvernig með þessi mál skuli farið. Ennfremur urðu töluverðar umræður um hvernig að uppgjöri sýslu sjóðs yrði staðið og ennfremur að hraðað yrði gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Sýslunefndin sem lætur að störfum um áramót var skipað 10 mönnum auk sýslumanns og átti hvert sveitarfélag einn fulltrúa í nefndinni. Með tilkomu héraðsnefndar A-Hún. fjölgar fulltrúum í 16 og eiga þéttbýlissveitarfélögin Blönduós og Skagaströnd helming fulltrúa en sveitahrepparnir sinn fulltrúan hver.

Galtarárskáli (1963-)

  • HAH10028
  • Corporate body
  • 1963

Galtarárskáli er við Galtará á Eyvindarstaðaheiði.
Skálaverðir Finnbogi og Katrín, sími: 823 5986
Galtará er bergvatnsá á Eyvindarstaðaheiði. Galtará er fremur vatnslítil. Hún kemur upp í Galtarárdrögum og fellur í Blöndu. Fræg verður Galtará vegna kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferðaloka. En við ána mun hann og samferðamenn hans hafa haft náttstað. Ekki veður nú sagt með vissu hvar Jónas greiddi ástmey sinni lokka en ætla má að áningarstaðurinn hafi verið þar sem Skagfirðingavegur liggur yfir Galtarárdrög.
En lengi mun það geymast að:
Greiddi eg þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson 1980)
Galtarárskáli var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1990, vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns, en gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Pétur Sæmundsen (1925-1982) Bankastjóri Reykjavík

  • HAH10027
  • Person
  • 13.2.1925 - 5.2.1982

Pétur Júlíus Sæmundsen var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925. Evald átti við heilsuleysi að stríða og lést á heilsuhæli í Danmörku árið 1926. Pétur var yngstur systkinanna og sá hann aldrei föður sinn. Pétur ólst upp hjá móður sinni hér á Blönduósi ásamt systrum sínum tveimur. Var hann þar liðtækur félagi sem og í öðrum félögum. Svo mikill Húnvetningur sem Pétur var, þá var ekki nema eðlilegt að hann ynni mikið í Húnvetningafélaginu.

Sóknarnefnd Hólaneskirkju (1880-)

  • HAH10026
  • Corporate body
  • 1880-

Árið 1880 voru sett lög um stjórn safnaðarmála og skipan sóknar- og hérðasnefnda. Sóknanefnd Spákonufellssóknar var stofnuð 1880 og breyttist í sóknarnefnd Hólaneskirkju þegar kirkjan fluttist niður í kauptúnið og var vígð 1928. Fyrstu sóknarnefndina skipuðu: Björn Jónsson, bóndi í Háagerði 1880-1884, Friðrik Möller, Skagaströnd 1880-1883, Sigurður Finnbogason, bóndi á Sæunnarstöðum 1880-1887

Fiskifélagsdeild Skagastrandar (1939-

  • HAH10025
  • Corporate body
  • 1939-

Deildin var stofnuð 1939 og tilgangur hennar er að efla sjávarútveg á félagssvæðum, stuðla að vöruvöndun, bættri sölu sjávarafurða, aukinni samvinnu og félagsskap milli útgerðarmanna og sjómanna og yfir höfuð hverju því, sem vænta má að verði sjávarútgerðinni til hagsbóta og velfarnaðar. Að öðru leiti starfar deildin undir yfirumsjá Fiskifélags Íslands og samkvæmt lögum þess, eins og þau kunna að vera á hverjum tíma, enda njóti deildin allra hlunninda, er Fiskifélagið veitir deildum sínum út um landið. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Bogi Björnsson formaður, Ingvar Jónsson ritari og Þórarinn Jónsson gjaldkeri.

Sjálfstæðisfélagið Þróttur (1962-)

  • HAH10024
  • Corporate body
  • 1962-

Sjálfstæðisfélagið Þróttur var stofnað 1962 Lögheimili þess er á Skagaströnd. Markmið félagsins er að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í landsmálum með hagsmuni allra stétta og sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Grundvöllur stefnu þess er frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklings, séreignarskipulag og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna.

Reynir sf. (1974-)

  • HAH10023
  • Corporate body
  • 1974-

Félagið var stofnað 29.10. 1974, síðast staðsett að Hnjúkabyggð 31 540 Blönduósi.

Gerður Hallgrímsdóttir (1935-2021) frá Kringlu

  • HAH10022
  • Person
  • 4.4.1935 - 26.1.2021

Var á Kringlu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Nefnd Jóninna skv. Æ.A-Hún. Kjörbarn skv. Thorarens.: Sigurður Pétur Hilmarsson, f. 4.9.1960.

Guðrún Guðmundsdóttir (1950) Hvammstanga og Skagaströnd

  • HAH10019
  • Person
  • 3.5.1950 -

Guðrún er fædd 3.maí 1950. Hún er uppalin á Hvammstanga en bjó lengi á Skagaströnd.

Þar starfaði hún meðal annars sem leiðbeinandi í handavinnu aldraðra, rak hannyrðaverslun og fleira slíkt. Fjölskyldan flutti síðan suður fyrir rúmum áratug og síðan þá hefur Guðrún meðal annars staðið fyrir námskeiðum í japönskum pennasaum sem haldin hafa verið víða um land. Jafnhliða því rekur hún verslunina Annoru sem nú orðið er aðeins starfrækt á netinu. Eiginmaður Guðrúnar er Árni Björn Ingvarsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn.

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu

  • HAH10018
  • Person
  • 1.9.1890 - 15.6.1950

Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A.-Hún, svo á Blönduósi. Daglaunamaður á Blönduósi 1930.
Þau hjón bjuggu sín fyrstu búskaparár á Eiríksstöðum, en þar höfðu áður búið foreldrar Hannesar, Helga Sölvadóttir (1855) og Ólafur Gíslason (1847-1912). Síðar bjuggu þau Svava og Hannes um hríð í Hamrakoti á Ásum uns þau fluttu á Blönduós.

Sæheimar ehf. (1985-)

  • HAH10017
  • Corporate body
  • (1985-)

Félagið hét áður PP-aero ehf. sem var stofnað 1985, síðan var nafninu breytt í Röðul ehf. árið 2000 og síðan nefndist það Sæheimar og alltaf er notuð sama kennitalan.
fyrirtækið Sæheimar ehf. rekur farþegabátinn Kóp HU2, sem var áður í farþegaflutningum frá Ísafirði, tekur 15 farþega, er með farþegaskýli með sætum, inniplássi í stefni og er mjög hraðskreiður. Báturinn var síðan seldur í júní 2003 til Botnssúlna ehf. Hvammsvík í Kjós 270 Mosfellsbæ.

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Corporate body
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

  • HAH10015
  • Corporate body
  • (1959-)

Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-)

  • HAH10014
  • Corporate body
  • 31.12.1955

„Á árunum 1952 til 1955 var Héraðshælið á Blönduósi byggt. Var það sameiginlegt átak allra sýslubúa. Í þeirri stofnun er m.a. að finna dvalarheimili aldraðra fyrir 27 vistmenn, sjúkradeild fyrir 26 sjúklinga, sem jafnframt er langlegudeild fyrir sjúk gamalmenni, heilsugæslustöð, þjónustudeild og fleira . . .

Þetta stóra hús hefur aðeins verið í byggingu í 32 mánuði. Það kostar um 6 milljónir króna. Við það bætast allir innanstokksmunir og lækningaáhöld, sem áætlað er að kosti allt að einni milljón króna. Gjafir frá einstaklingum og félögum nema um 660 þús. kr. Hafa Húnvetningar sjálfir sýnt hið mesta örlæti gagn vart þessari heilbrigðisstofnun. Ríkissjóður mun greiða 2/3 hluta byggingakostnaðarins. Kemur þá í hlut Austur-Húnavatnssýslu að standa undir tveimur milljónum króna af honum.

Héraðshælið er 9 þús. rúmmetrar að stærð. Það er fjórar hæðir og kjallari. Stórar svalir eru á öllum hæðum og sjúkralyfta gengur frá kjallara til þakhæðar. Ennfremur er í húsinu matarlyfta frá eldhúsi til fjórðu hæðar. Geislahitun er í byggingunni og hreinlætistæki öll hin fullkomnustu. Í henni eru sjö baðherbergi og níu snyrtiklefar með salernum. Í kjallara eru kynditæki, frystir, rafstöð, geymslur, smíðahús: þvottahús og fleiri nauðsynlegar vistarverur. Er öllu mjög haganlega fyrir komið. Er hægt að aka sjúklingum beint inn að sjúkralyftu.

Á fyrstu hæð er m.a. íbúð aðstoðarlæknis, eldhús, búr, borðstofa starfsfólks, ráðskonuherbergi og líkhús. Á annari hæð er aðal anddyri hússins. Liggja upp að því breiðar tröppur. Yfir vængjahurðum anddyranna er áformað að setja skjaldarmerki Austur-Húnavatnssýslu, birnu með tvo húna. Á þessari hæð er biðstofa fyrir sjúklinga, skrifstofa, rannsóknarstofa, skiptistofa og slysastofa ásamt viðtalsstofu læknis. Þá er þar lesstofa yfirlæknis og íbúð hans, ljóslækningastofa, röntgenstofa, klefi fyrir nudd og rafmagnsmeðferð, dagstofa fyrir sjúklinga, sem hafa fótavist og íbúðir hjúkrunarkvenna.

Á þriðju hæð er aðalsjúkradeild hælisins. Eru þar fjórar fjórbýlisstofur, tvær þríbýlisitofur og fjórar tvíbýlisstofur. Ennfremur er þar sérstök fæðingarstofa. Í þessum herbergjum er rúm fyrir 31 sjúkling. Á þessari hæð er einnig rúmgóð skurðstofa búin hinum fullkomnustu tækjum, þar á meðal skurðstofulampa með níu kvikasilfursljósum. sem auðvelt er að hagræða, hvernig sem bezt hentar við skurðaðgerðir. Kvað Kolka læknir lampa þennan vera hið mesta þing og af nýjustu gerð. Var vissulega ánægjulegt að fylgjast með lýsingum hins ágæta og reynda skurðiæknis á tækjum og fyrirkomulagi skurðstofunnar, sem leikmenn hljóta að telja hið „allra helgasta" á sjúkrahúsi.

Á fjórðu og efstu hæð héraðshælisins er svo hjúkrunardeild fyrir rólfæra sjúklinga og gamalmenni. Eru þar 5 herbergi fyrir vistmenn, flest tveggja manna herbergi. Þar er því rúm fyrir 30—40 manns. Samtals tekur þvf héraðshælið 60—70 sjúklinga og gamalmenni. Hafa Austur-Húnvetningar sameinað hér á myndarlegan og merkilegan hátt rekstur fullkomins sjúkrahúss og notalegs elliheimilis. Á efstu hæðinni er einnig „baðstofa", sem er setustofa hjúkrunar- og elliheimilisdeildarinnar. Er hún stór og rúmgóð með glugg um móti austri, suðri og vestri. Stórt yfirbyggt sólskýli er fram af henni. Hefur gamla fólkið og sjúklingar deildarinnaí þarna hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að láta fara vel um sig.

Þetta fallega og fullkomna sjúkrahús og elliheimili AusturHúnvetninga er um ýmsa hluti sérstætt. Það hefur í raun og veru fremur á sér svip heimilis fólksins, sem dvelur þar en opinberrar stofnunar og sjúkrahúss. Okkur finnst athyglisvert að tjöldin fyrir gluggum íbúðarherbergjanna eru rósótt og veggir og loft eru máluð ýmsum litum, mjúkum og mildum. Þetta gefur húsakynnunum persónulegri og hlýlegri blæ en tíðkast á sjúkrastofum. Við heilsum upp á nokkra sjúklinga sem þarna liggja. Þeir taka brosandi á móti yfirlækni sínum og okkur, sem erum í fylgd með honum. Fólkinu hérna í Húnavatnssýslu þykir þegar vænt um Héraðshælið segir Kolka læknir. Það hefur unnið að stofnun þess af miklum áhuga og fórnfýsi. Þessi heilindismiðstöð og rekstur hennar verður merkur þáttur í lífi héraðsins."

Sigurður Kr. Jónsson (1933-2017) Blönduósi

  • HAH10013
  • Person
  • 8.7.1933 - 23.8.2017

Sigurður Kr. Jónsson fæddist 8. ágúst 1933 á Sölvabakka í Engihlíðarhreppi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 23. ágúst 2017.
Sigurður Kr. ólst upp á Sölvabakka en flutti til Blönduóss og bjó þar alla tíð ásamt konu sinni. Hann lærði húsasmíðar og rak ásamt fjórum félögum sínum Trésmiðjuna Fróða í áratugi. Hann var framkvæmdastjóri Byggðatryggingar hf. í mörg ár og starfaði síðan fyrir Tryggingamiðstöðina á Blönduósi í áratugi. Sigurður starfaði í mörg ár með Leikfélagi Blönduóss og í björgunarsveitinni Blöndu. Hann hafði gaman af söng og var í kvartett undir stjórn Jónasar Tryggvasonar. Sigurður hafði gaman af laxveiði og stundaði laxveiðar af miklum móð, aðallega í Blöndu og einnig í öðrum ám.

Halla Jökulsdóttir (1952-2016) frá Núpi

  • HAH10012
  • Person
  • 30.9.1952 - 16.9.2016

Sigurlaug Halla Jökulsdóttir fæddist á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 30. september 1952. Hún lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri 16. september 2016.

Halla flutti á fimmta ári að Núpi í Laxárdal með foreldrum sínum ásamt tveimur yngri bræðrum, þar sem þau tóku við búi fósturforeldra föðurs hennar. Halla sótti nám í farskóla sveitarinnar, var einn vetur í Blönduskóla og síðan tvo vetur í grunnskólanum á Skagaströnd. Veturinn 1967 vann Halla við mötuneyti Reykjaskóla í Hrútafirði og árið eftir fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Flutti hún þá til Akureyrar og vann við ýmis störf meðal annars við Fjórðungssjúkrahúsið. Eftir að börnin fæddust starfaði Halla jafnhliða barnauppeldi og heimilisstörfum á sjúkrahúsinu á Blönduósi með hléum. Vorið 1980 festu hjónin kaup á jörðinni Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi og ráku þar aðallega eggjabúskap allt til ársins 2008. Halla hafði gaman af félagsmálastörfum og var virkur félagi í JC hreyfingunni um nokkurra ára bil.

Árni Árnason (1867-1953) Straumi í Hróarstungu, frá Þverá Hallárdal

  • HAH10011
  • Person
  • 9.8.1867 - 22.6.1953

Árni Árnason 9. ágúst 1867 - 22. júní 1953 Bóndi og búfræðingur á Straumi í Hróarstungu. Bóndi í Blöndugerði, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1930. Hjú Möllershúsi 1890.
Árni varð alblindur. Rúmliggjandi var hann síðustu 2 —3 ár æfinnar. Hann þurfti þá mikla og nákvæma hjúkrun.

Undirfellskirkja (1893)

  • HAH10010
  • Corporate body
  • 1893-1990

Undirfellskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Nikulási biskupi í Myra. Útkirkja var að Másstöðum, þar til hún brotnaði í snjóflóði 1811, og í Grímstungu 1849-1881.
Víða voru hálfkirkjur og bænhús í sókninni. Kirkjan, sem nú stendur, er byggð úr steinsteypu 1915. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari, teiknaði hana.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur í vestanverðum Vatnsdal. Stendur staðurinn undir Felli (358m y.s.) og er kenndur við það. Fell þetta mun upphaflega hafa heitið Undornfell. Undorn (eða undrun) er eyktamark í fornu máli og merkti sama og nón (kl.3), spr. Völuspá, 6. vísu:
"morgin hétu
ok miðjan dag,
undorn og aftan,
árum at telja."
En fellið er í nónstað frá bænum. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu er bærinn Undirfell nefndur Undunfell. Einnig kemur fyrir rithátturinn Undinfell og Undurnfell og virðist bærinn þannig hafa verið samnefndur fellinu.
Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.
Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann  nú fyrir smásögur sínar. Heildarsafn verka Einars er ritsafn I-IV (1944 og síðar).
Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. orláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Turninn rís upp úr nyrðra framhorni hennar. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna (Jesús að blessa börnin). Nokkrir aðrir góðir gripir eru í kirkjunni. Timburkirkjan, sem þarna stóð frá 1893, brann annan í jólum 1913. Sonur síðasta prestsins, Hjörleifs Einarssonar, sem þjónaði að Undirfelli í 30 ár til 1906, var Einar H. Kvaran (1859-1938), rithöfundur. Fyrsti listmálarinn, sem kvað að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924), fæddist að Undirfelli.

Vindhælishreppur (1000-2002)

  • HAH10007
  • Corporate body
  • 1000-2002

Vindhælishreppur var hreppur vestan megin á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Vindhæli á Skagaströnd.
Upphaflega teygði hreppurinn sig eftir allri Skagaströnd að Laxá, en 1. janúar 1939 var honum skipt í þrennt . Nyrsti hlutinn varð að Skagahreppi, miðhlutinn að Höfðahreppi, en syðsti hlutinn sunnan Hrafnsár hét áfram Vindhælishreppur.
Vindhælishreppur sameinaðist Skagahreppi á ný 9. júní 2002, þá undir nafninu Skagabyggð.
Hreppur (skammstafað -hr.) er, á Íslandi, eining sveitarfélags sem hefur ekkert eða lítið þéttbýli heldur búa íbúarnir flestir í dreifbýli. Hreppar eru mjög gömul stjórnsýslueining á Íslandi, sennilega frá því fyrir kristnitöku árið 1000, en þeir höfðu til dæmis fátækraframfærslu á sínu verksviði öfugt við nágrannalöndin þar sem slík verkefni voru á könnu sóknanna.
Hreppsnafnið er á undanhaldi á Íslandi, einkum vegna þess að við sameiningu sveitarfélaga koma oft þéttbýli inn í hið nýja sveitarfélag.

Ingibjörg Eysteinsdóttir (1927 - 2023) Beinakeldu

  • HAH10006
  • Person
  • 1927-

Ingibjörg Eysteinsdóttir frá Beinakeldu, f. 18. júlí 1927, kvæntist, Jóhanni Eiríki Jónssyni f. 19. ágúst 1921 d. 20. mars 2004, 5. júní 1954 . Synir þeirra eru Eysteinn, f. 1953, kvæntur Huldu V. Arthúrsdóttur, Jón, f. 1956, og Guðráður, f. 1958.

Oktavía Þórðardóttir (1891-1911) frá Móbergi

  • HAH10005
  • Person
  • 11.10.1891 - 27.8.1911

Þann 28. ágúst síðastl. andaðist að Undirfelli í Vatnsdal ungfrú Oktavía Þórðardóttir frá Móbergi, eftir mjög stutta legu. Banamein hennar var illkynjuð hálsbólga. Oktavía sál. var svo vinsæl og merk stúlka, að verðugt væri að hennar væri minst með nokkrum orðum. Hún var fædd 9. okt. 1891 að Geitaskarði í Langadal, og var hún því varla tvítug að aldri. Uppvaxtarár sín var hún lengst af á Móbergi í Langadal hjámóðursinni. Naut hún mikils ástríkis hjá öllum, en sérstaklega gerði móðir hennar alt til þess að vanda uppeldi þessa einkabarns sins. Oktavía sál stundaði nám 2 vetur við kvennaskólann á Blönduósi og tók burtfararpróf þaðan vorið 1909. Næsta vor dvaldi hún á námsskeiði kennaraskólans í Reykjavík. Tvo síðastl. vetur hafði hún á hendi kenslustarf við farskóla í Vindhælis- og Torfalækjarhreppum. Ávann hún sér á báðum þessum stöðum traust og álit jafnt nemenda sem annara. Hún var, með vitund nánustu ættingja og vina, trúlofuð Guðmundi Guðmundssyni frá Klömbrum, bróður Ingimundar ráðanauts. Oktavía sál. var mjög góð og göfuglynd stúlka, sérlega vel gefin, andlega og líkamlega, gáfurnar fjölhæfar og táp og líkams'atgerfi meira en alment gerist á hennar aldri. Rækti hún hvert það starf, er húu tók að sér með áhuga og samvizkusemi og var fyrirmynd annara að háttprýði og siðgæði. Hún er því ekki að eins harmdauði foreldra sinna og unnusta, sem öll unnu henni ósegjanlega heitt, heldur líka allra þeirra, sem nokkuð þektu hana, niannkosti hennar og hjartaþel.

Sinawik klúbbur Blönduóss (1983)

  • HAH10004
  • Corporate body
  • 22.apríl 1938-

Sinawik klúbbur eiginkvenna Kiwanis-manna var stofnaður 13.mars 1969.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.
Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu. Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt. Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.
Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða. En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Fjölritunarstofan Grettir sf. (1977-2017)

  • HAH10002
  • Corporate body
  • 1977-2017

Skarphéðinn Ragnarsson og Unnar Agnarsson eiga Fjölritunarstofuna Gretti. Þeir keyptu fyrirtækið af Baldri Valgeirssyni árið 1986. Baldur var búinn að gefa út Gluggann áður, líklega með einhverjum hléum í nokkur ár. Ólafur Þorsteinsson hóf störf hjá Baldri árið 1985 og hefur starfað hjá Gretti nær óslitið allar götur síðan. Skarphéðinn, Ólafur og Unnar sáu um útgáfu Gluggans fram til ársins 2000 en þá flutti Unnar frá Blönduósi. Frá þeim tíma hafa þeir Skarphéðinn og Ólafur staðið að útgáfunni nánast að öllu leyti.
Í samtali við Húnahornið segir Skarphéðinn að starfsemi Grettis verði hætti af þeirra hálfu um áramótin og megi því segja að þeir séu að leggja fyrirtækið niður. Spurður hvað tæki við segist hann ekki getað svarað því. Hann vonar að einhver eða einhverjir sjái tækifæri í að halda starfsemi sem þessari áfram, en það verði bara að koma í ljós.
Skarphéðinn segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart að útgáfa Gluggans standi ekki undir sér og það gangi auðvitað ekki til lengdar. Illa hafi gengið að hækka auglýsingaverð og hafi það varla hækkað sem nokkru nemi í mörg undanfarin ár, þrátt fyrir hækkanir á nánast öllum aðföngum.  
Fjölritunarstofan Grettir hefur, ásamt útgáfunni á Glugganum, séð um prentun á reikningum og eyðublöðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Flestir eru viðskiptavinirnir úr Austur-Húnavatnssýslu en nokkrir koma frá höfuðborgarsvæðinu. Grettir hefur einnig séð um prentun á dreifibréfum og sölu á pappír.

Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu (1928-2016)

  • HAH10001
  • Corporate body
  • 1928-2016

Félagið var stofnað árið 1928, þann 14. desember á fulltrúafundi búnaðafélaga Austur Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi. Kosnir voru í nefnd til að koma með lagafrumvarp:
Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Jónatan Líndal, Hafsteinn Pétursson og Ágúst Jónsson.
Tilgangur félagsins er að styðja og efla umbætur og framfarir í búnaði í Húnavatnssýslu og sameina krafta hinna einstöku búnaðarfélaga til alls konar verklegra framkvæmda í landbúnaði.1
Samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Ásbyrgi 19.apríl 2016 að leysa félagið upp og leggja það formlega niður. Var það samþykkt samhljóða.2

Kvennaskólinn á Hverabökkum

  • HAH0990
  • Corporate body
  • 1936-1956

Árný Filippusdóttir byggði húsið Hverabakka og rak þar kvennaskóla 1936-56.

Lárus Lárusson (1869-1951)

  • HAH09560
  • Person
  • 31.10.1868 - 8.11.1951

Sjómaður á Vörum, Gerðahr., Gull. 1910, Lausamaður í Brekkubæ, Búðasókn, Snæf. 1930. bóndi og sjómaður í Bakkabúð, Staðastaðarsókn, Snæf. 1920.

Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

  • HAH09558
  • Person
  • 9. jan. 1928 - 12. maí 1997

Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. nóvember 1974, og Tómas Jónasson, bóndi í Sólheimatungu, fæddur 2. desember 1881 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember 1954.
Systkini Jónasar eru:

  1. Guðrún María, f. 31. ágúst 1929, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga fjögur börn.
  2. Sigurður, f. 5. febrúar 1931, maki Rita Elisabeth Larsen, þau eiga tvær dætur.
    3) Guðríður, f. 7. maí 1933, maki Björn Stefánsson, þau eiga þrjá syni.
    Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Eftir fullnaðarpróf stundaði Jónas nám við Reykholtsskóla í einn vetur, síðan tvo vetur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1948. Vorið 1951 lauk Jónas prófi sem smíðakennari frá kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Þar á eftir stundaði hann nám við handavinnudeild Kennaraskóla íslands, prófi þaðan lauk hann vorið 1953 og öðlaðist þar með full kennsluréttindi i handavinnu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Að námi loknu stundaði hann kennslu í heimasveit sinni í nokkur misseri, en sneri sér síðan að búskap með Sigurði bróður sínum á föðurleifð þeirra eftir andlát Tómasar síðla árs 1954. Sinnti hann bústörfum í Sólheimatungu til dauðadags. Jónas gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum svo sem hreppsnefndarmaður en það höfðu áður verið faðir hans og afi, Jónas Eggert Jónsson. Jónas var formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár frá stofnun til dánardægurs.

Guðmundur Björnsson (1902-1989) kennari frá Núpsdalstungu

  • HAH09555
  • Person
  • 24. mars 1902 - 17. nóv. 1989

Guðmundur Bjömsson fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 24. mars 1902. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjölmennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aidir búið í Núpsdalstungu.

Guðmundur stundaði nám í Al þýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heimabyggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsilega kennara og félagsmálafrömuðar.
í Kennaraskólann hélt Guðmundur haustið 1933 og lauk þar prófi
árið 1934. Hann hóf kennslu á Akranesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðnskóla Akraness í tuttugu ár.

Jóhannes Jónsson (1923-1995) Kennari frá Geitabergi

  • HAH09554
  • Person
  • 2. jan. 1923 - 19. maí 1995

Jóhannes Jónsson frá Geitabergi var fæddur í Klettstíu í Norðurárdal I Mýrasýslu þann 2.1. 1923. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1984, d. 26.10.
1973, og Sæunn E. Klemensdóttir f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985.

Jóhannes átti þrjá bræður, sem allir eru á lífi, en þeir eru:

  1. Karl, fyrverandi bóndi í Klettstíu og síðar starfsmaður vegagerðarinnar í Borgamesi, f. 19.2. 1918. Kona hans er Lára Benediktsdóttir;
  2. Klemenz, leikari, búsettur í Reykjavík, f. 29.2. 1920, kæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur;
  3. Elis, f. 3.4. 1931, umdæmissljóri Vegagerðar ríkisins á Suðvesturlandi, búsettur í Borgarnesi. Kona Elisar er Brynhildur Benediktsdóttir.

Jóhannes stundaði nám í gamla Ingimarsskólanum í Reykjavik á árunum 1940-1943. Þá var hann einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1945. Eftir það starfaði hann við kennslu næstu árin og var kennari í Norðurárdal
í Borgarfirði á árunum 1945-1947 og síðar í Strandahreppi á Hvalfjarðarströnd 1948-1957. Það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ernu Jónsdóttur frá Geitabergi í Svínadal og
hófu þau hjónin búskap á Geitabergi það sama ár og hafa búið þar miklu rausnarbúi allt til þessa, en hin síðari ár í sambýli við son sinn Pálma. Foreldrar Ernu voru Steinunn Bjarnadóttir og Jón Pétursson, sem lengi bjuggu á Geitabergi í Svínadal. Eftir að Jóhannes hóf bússkap á Geitabergi
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Sat m.a. í hreppsnefnd í fjölda ára og í skólanefnd Leirárskóla á áranum 1966-1974. Jóhannes og Erna eignuðust fjögur böm.
Elst þeirra er Sigríður, f. 23.5. 1958 og á hún einn son, Kára Eyþórsson að nafni.
Næst barna þeirra er Pálmi, f. 2.10. 1959. Kona hans er Asgerður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvo syni: Jóhannes Om og Jón Hauk. Fyrir hjónaband eignaðist Pálmi Erlu Björk og Ásgerður Katrínu Ingu.
Þriðja barn Jóhannesar og Ernu er Jón, f. 6.9. 1960, skrifstofustjóri hjá Búseta í Reykjavík kvæntur Kristínu Sif Jónínudóttur og eiga þau einn son, Bjart Örn.
Yngstur er Einar Stefán, f. 23.3. 1962, trésmíðameistari, kvæntur Fjólu Ágústu Ágústsdóttur. Bam þeirra er Steinunn Marín.

Ólafur Jóhannsson (1919-1958) kennari og skólastjóri

  • HAH09553
  • Person
  • 5. feb. 1919 - 21. sept. 1958

Ólafur Jóhannsson var fæddur að Austurey í Laugardal hinn 5. febr. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórarinsdóttir (1886-1935) frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og Jóhann Kr. Ólafsson (1883-1976) frá Helli í Ölfusi. Fluttust þau fáum árum síðar frá Austurey að Kjóastöðum í Biskupstungum og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1930. Stundaði Ólafur þar nám sitt. Fyrst í barnaskóla, en seinna í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk þaðan prófi 1937. Kennaraprófi lauk hann svo 1940. Á sumardaginn fyrsta 1932 varð Ólafur fyrir þeirri raun að fá lömunarveiki, og bar hann þess ætíð menjar síðan. Sem barn var hann afar fjörugur og sást vart úti við öðruvísi en hlaupandi. Að loknu námi í Kennaraskólanum lá leiðin til starfsins. Kenndi Ólafur fyrst tvo vetur í Húnaþingi, en því næst í Eyjafirði nokkur ár. Síðustu árin var hann skólastjóri við barnaskólann í Reykholtsdalsskólahverfi. Mun á ýmsu hafa oltið með starfsskilyrðin á þessum stöðum eins og gengur. En einmitt á þessu hausti var ætlunin að hefja vetrarstarfið við bættar aðstæður. Ólafur hugðist flytja í nýtt húsnæði ásamt unnustu sinni, Ástríði Ingibjörgu Jónsdóttur, (1919-2007) frá Kaðalstöðum í Stafholtstungum og ungum syni þeirra er fæddist í sumar. En þá kom reiðarslagið.

Systkin Ólafs:

Gróa Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1912. Býr i Galtarholti i Borgarhreppi i Mýrasýslu og var maður hennar, Guðmundur Stefánsson Jónsson, f. 1902. Börn þeirra eru: Sigríður, Jón Ómar, Jóhann Birgir og Svanhildur, en maður hennar er Grétar Óskarsson frá Brú.

Rannveig Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1913. Maður hennar var Ólafur Sigurður Guðjónsson, f. 1897, og bjuggu þau á Litla-Skarði i Stafholtstungum i Mýrasýslu. Rannveig hefur oft dvalið á Spóastöðum hin síðari ár.

Þórarinn Jóhannsson, f. á Kjóastöðum 1929.

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992) kennari og bóndi á Brekkulæk í Miðfirði

  • HAH09552
  • Person
  • 1. ágúst 1905 - 30. júní 1992

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992), bóndi á Brekkulæk í Miðfirði er sextugur í dag, 1. ágúst. Hann er eitt af mörgum börnum hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, er lengi bjuggu á Brekkulæk. Sigvaldi var sonur Björns Sigvaldasonar bónda á Útibleiksstöðum og víðar og Ingibjargar Aradóttur konu hans, en Hólmfríður var dóttir hjónanna Þorvalds prests Bjarnarsonar á Melstað og Sigríðar Jónasdóttur. Þegar Jóhann var rúmlega tvítugur fór hann til náms í Hvítárbakkaskólann. Að lokinni skólavist þar fór hann til Þýskalands og var þar um tíma við nám og störf, en kom heim vorið 1930. Sumarið 1929, þegar Jóhann var í Þýskalandi, fór hann í ferðalag til Balkanskaga, austur í Litlu-Asíu og til Ítalíu, ásamt nokkrum ungum Þjóðverjum. Ferðafélagar hans voru fimm stúdentar, tveir iðnfræðingar og einn bókhaldari. Nú þykir ekki tíðindum sæta þó að íslendingar bregði sér austur að Svartahafi og jafnvel enn lengra út i veröldina, en í fjarlægar heimsálfur fara menn nú í loftköstum á örskömmum tíma. Á þessum tíma voru ferðalög með allt öðrum hætti, langtum erfiðari og tímafrekari. — Jóhann skrifaði síðan bók um ferðalagið, og nefnist hún Ferðasaga Fritz Liebig. í upphafi ferðarinnar gerðist það, að þegar að þeir félagar voru saman komnir til að stíga inn í járnbrautarlest, sem átti að flytja þá fyrsta áfangann, fannst ekki vegabréfið hans Jóhanns, það hafði verið sent til Berlínar, og glatast þar. Nú var ekki gott í efni, því að lestin var rétt á förum og enginn tími til að ná í ný skilríki handa íslendingnum. Voru því horfur á að hann yrði að sitja eftir, og mundi honum hafa þótt það mjög illt. En þá kom upp að á járnbrautarstöðinni voru nokkur vegabréf í óskilum. Tóku þeir félagar það ráð, að velja eitt i af þeim handa Jóhanni. Á því vegabréfi var nafnið Fritz Liebig frá Breslau, og er hér fengin skýring á heiti ferðabókarinnar. Þarna var djarft teflt hjá þeim ungu mönnum, en Jóhann slapp fram hjá lögreglumönnum allra þeirra landa, sem þeir fóru um, undir nafninu Fritz Liebig. Var hann þó oft kynntur sem íslendingur á ferðalaginu. Í ferðabók Jóhanns segir frá för þeirra félaga um mörg lönd - frá því seint í júlí og fram í september. Þeir höfðu fjármuni af skornum skammti, og ferðuðust því svo ódýrt sem unnt var. Fóru með járnbrautum, bifreiðum, hestvögnum og fótgangandi. Oft sváfu þeir í tjaldi um nætur, og fengu ódýra gistingu í skólahúsum. Komust á hæsta tind fjallsins Tatra, sem er talið 540 metrum hærra en hæsta fjall íslands, en voru svo óheppnir að þar var svartaþoka. Margt bar þeim fyrir augu og eyru í ferðinni, en oft voru þeir þreyttir og ákaflega þyrstir á göngunni. En sá þeirra, sem þeir höfðu kosið fararstjóra, bannaði þeim að drekka vatn, því að það taldi hann stórhættulegt. í þeim löndum, er þeir fóru um, hittu þeir oft Þjóðverja, sem þar voru búsettir, og fengu mjög góðar viðtökur hjá þeim. — Ferðasaga Jóhanns gefur góða lýsingu á löndum og fólki, og er krydduð með gamansemi, svo að hún er skemmtilestur. Í niðurlagi bókarinnar segir höfundur, að þótt gaman sé að fara til annarra landa, sé meira gaman að koma heim. Og Jóhann Sigvaldason kom heim. Hann hefur búið í meira en 20 ár á jörðinni, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Jóhann lauk prófi frá Kennaraskóla fslands árið 1936. Síðan stundaði hann barnakennslu í sveitum í báðum Húnavatnssýslum, austur í Hjaltastaðaþinghá, norður á Tjörnesi og vestur í Dýrafirði. Heyrt hef ég að í því starfi hafi hann lagt sérstaka rækt við móðurmálskennsluna, enda ágætlega að sér í þeirri grein eins og fleirum. Hann hóf búskap á Brekkulæk 1942, og hefur búið þar síðan. Kvæntist árið 1947 frændkonu sinni, Sigurlaugu Friðriksdóttur frá Stóra-Ósi. Eiga þau fjögur börn á aldrinum 6—15 ára. Og áður en Jóhann kvæntist eignaðist hann einn son. Jóhann á Brekkulæk er dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Hefur þó ekki verið heilsu hraustur. En þó að alvara lífsins hafi ekki farið fram hjá garði hans, er hann gæddur þeim ágæta hæfileika að sjá broslegu hliðina á tilverunni, og því er alltaf gaman að eiga tal við hann. Ég sendi Jóhanni og fjölskyldu hans bestu heillaóskir í tilefni af sextugsafmælinu. Skúli Guðmundsson

Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-2023) frá Útvík Skagafirði

  • HAH09550
  • Person
  • 21. maí 1924 - 11. júní 2023

Bóndi í Útvík í Staðarhreppi, síðar bús. í Dýjabekk og loks á Sauðárkróki. Var í Vík, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Félagi í karlakórnum Heimi um árabil og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi

  • HAH09549
  • Person
  • 4. sept. 1894 - 19. jan. 1979

Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).

Systkin hans voru:

Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955

Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916

Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968

Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969

Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990

Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.

Börn þeirra eru, eftir aldursröð:

Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.

Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.

Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.

Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.

Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.

Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.

Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.

Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.

Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) kennari og rithöfundur

  • HAH09548
  • Person
  • 15. feb. 1908 - 2. jan. 1985

Var á Hóli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Kennari og rithöfundur síðast bús. í Raufarhafnarhreppi.

Oddný Guðmundsdóttir rithöfundur og kennari Fædd 15. febrúar 1908. Dáin 2. janúar 1985.
Hún Oddný er dáin. Fórst í umferðarslysi á Raufarhöfn að kvöldi 2. janúar s.l. Undarleg eru örlögin og erfitt að sætta sig við, þegar vinir, sem eru í fullu fjöri eru hrifnir brott fyrirvaralaust, er okkur þykir að enn eigi svo margt ógert og langa leið framundan hérna megin árinnar. Með hryggð og söknuði kveðjum við nú Oddnýju Guðmundsdóttur og þökkum samfylgdina.
Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir var fædd á Hóli á Langanesi N.-Þing. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi á Hóli Gunnarsson bónda að Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristín Gísladóttir bónda í Kverkártungu Árnasonar. Oddný átti tvo bræður Gísla og Gunnar.
Gísli var alþingismaður N.-Þingeyinga og seinna Norðurlandskjördæmis eystra langa tíð.
Gunnar er járnsmiður og býr í Reykjavík.
Heima á Hóli ólst Oddný upp og sleit sínum barnsskóm. Þar á Hóli á Langanesi hef ég séð síðsumars, grasið grænna og safaríkara en annarsstaðar og þar eru margir stórir huldusteinar.
Oddný fékk í vöggugjöf góðar gáfur, sem hún ræktaði vel alla ævi. Hún tók gagnfræðapróf frá Akureyrarskóla 1929. Dvaldi í Svíþjóð við nám og störf, var jafnframt um tíma, fréttaritari ríkisútvarpsins þar í landi. Árið 1936 stundaði Oddný nám við Norræna lýðháskólann í Genf í Sviss. Á þessum námsárum ferðaðist hún víða um Evrópu m.a til Sovétríkjanna. Það var gaman að heyra hana minnast þeirra tíma.
Ævistarf Oddnýjar Guðmundsdóttur var að kenna börnum og unglingum, aðallega farkennsla í sveitum, þ.e. kenna heima á bæjum til skiptis. Kennslan var Oddnýju meira en starfið eitt, heldur hugsjón. Hún kenndi mjög víða um landið, var gjarnan einn vetur í stað, breytti þá til og réði sig á nýjan stað á næsta hausti. Þess vegna eignaðist hún marga vini og hélt tryggð við. Á sumrin réði hún sig oft í kaupavinnu. Úti á túni, með hrífu í hönd naut Oddný lífsins. Þegar björgunarafrekið var unnið við Látrabjarg árið 1947, sem frægt er, var Oddný á vettvangi. Þá sögu rakti hún skemmtilega í útvarpi, ekki alls fyrir löngu í þættinum „Út og suður". Sagt er að „tilvera okkar sé undarlegt ferðalag", og er það oft í mörgum skilningi. Oddný hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum. Þar fór hún oft á tíðum sínar eigin leiðir. Hún notaði reiðhjólið, hana Skjónu og hjólaði sína götu. Á slíkum ferðum kynntist hún íslandi vel. Þegar Oddný var fimmtug skrifaði hún, „Hef hjólað nær alla akvegi landsins samfylgdarlaust." Ísland og íslensk tunga var Oddnýju Guðmundsdóttur helgidómur. Oft þótti henni menn misbjóða landi og tungu. þá greip hún gjarnan pennann, var hvöss og viðhafði enga tæpitungu. Hún hafði ríka réttlætiskennd, málsvari minnimáttar, mannréttindakona. Hún var „vinstrisinni", og virkur félagi á þeim vettvangi. Hennar draumur var: - ísland úr NATO - Herinn burt - Oddný var rithöfundur. Ritaði margar skáldsögur, gaf út Ijóðabækur, þýddi mikið, bæði bækur og framhaldssögur í blöð, flutti erindi í útvarp, skrifaði smásögur og fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Og aðaláhugamálið alltaf það sama: - að skapa betri heim -. „Orðaleppar" og „Ljótar syrpur" þætti hennar um íslenska tungu og menningu, skrifaði hún marga og birti í Þjóðviljanum og Tímanum. Þessir pistlar og fleiri í sama dúr voru frábærir og vel eftir þeim tekið, skipuðu höfundi í heiðurssæti. Oddný Guðmundsdóttir var fjölskylduvinur okkar í Austurgörðum svo lengi ég man eða m.k. 40 ár. Alltaf var hátíð þegar hún kom, hafði frá svo mörgu að segja og var fyndin, kát og skemmtileg, og átti svo auðvelt með að blanda geði við alla, unga sem aldna. Já, hún var vinur vina sinna. Og hún var einkar lagin og næm að veita aðstoð, með nærveru sinni þar sem sorg var í húsi og erfiðleikar. Þess minnast margir. Og nú er hún Oddný dáin. Laugardaginn 5. janúar s.l. var minningarathöfn Oddnýjar í kirkjunni á Raufarhöfn. Sú athöfn var ógleymanleg og kirkjan þéttsetin. Konur stóðu heiðursvörð með logandi kerti í hendi - merki friðar. Þannig var hún kvödd með virktum og þökk á Raufarhöfn. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Margréti, Gunnari, Sólveigu og öðrum ástvinum. Það er gott að minnast Oddnýjar Guðmundsdóttur, hún var kona sönn og heiðarleg. Blessuð sé hennar minning.

Þórarinn Björnsson

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

  • HAH09547
  • Person
  • 31. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Baldur Óskarsson (1940)

  • HAH09546
  • Person
  • 26.12.1940

Fæddur í Vík í Mýrdal 26. desember 1940. Foreldrar: Óskar Jónsson alþingismaður og kona hans Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Starfaði hjá ASÍ við Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA)

Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

  • HAH09543
  • Person
  • 17. maí 1950 - 4. des. 2015

Guðmundur Ingi Jónatansson fæddist 17. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lést 4. desember 2015. Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir. Seinni maður Þorgerðar var Björgvin Theodór Jónsson. Bræður Guðmundar Inga eru Helgi, Örn Berg og Jón Geir.

Guðmundur Ingi sleit barnsskónum á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni, systkinum og fósturföður 11 ára gamall til Skagastrandar, þar sem hann bjó til tvítugs.

Guðmundur giftist þann 17. júní 1972 Guðrúnu Katrínu Konráðsdóttur, dóttur hjónanna Lilju Halldórsdóttur Steinsen og Konráðs Más Eggertssonar sem bjuggu á Haukagili í Vatnsdal. Guðmundur og Guðrún eiga þrjú börn: Evu Björgu, Þorgerði Kristínu og Hannes Inga.

Eva Björg giftist Erni Heiðari Sveinssyni, sem lést árið 2001. Börn þeirra eru tvö; Alexandra og Björgvin Theodór. Sambýlismaður Alexöndru er Aðalsteinn Hugi Gíslason. Sambýliskona Björgvins er Karen Júlía Fossberg.

Sambýlismaður Evu Bjargar er Sigurður Páll Gunnarsson og eiga þau Vigdísi Önnu, Vigni og Hannes Inga.

Þorgerður Kristín er gift Garðari Guðmundssyni og eru börn þeirra þrjú; Salka Björk, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja.

Hannes Ingi er giftur Þóru Björk Eiríksdóttir og eiga þau þrjú börn, Önnu Isabellu, Sebastian Víking og Amelíu Arneyju.

Guðmundur útskrifaðist úr MA 1972. Hann lauk kennaraháskólaprófi 1976 og húsasmíðanámi 1977. Guðmundur kenndi á Húnavöllum einn vetur en flutti með fjölskyldu sinni til Dalvíkur árið 1977 þar sem hann starfaði sem kennari við Dalvíkurskóla í átta ár. Árið 1985 stofnaði hann með Sigmari Sævaldssyni prentsmiðjuna Fjölrita, sem seinna varð Víkurprent. Þar starfaði hann til síðasta dags. Árið 2008 tók Guðmundur til við kennslu á ný, nú við Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem hann var smíðakennari þar til í sumar er barátta við krabbamein hófst.

Guðmundur Ingi vann ötult starf í félagsstörfum, var lengst af í Kiwanisklúbbnum á Dalvík og JC hreyfingunni.

Guðmundur Ingi var einn af stofnendum Golfklúbbsins Hamars Dalvík og var þar í stjórn og sjálfboðaliðastörfum.

Guðmundur Ingi tók þátt í Bjarmanum, félagsskap um andleg málefni, og starfaði sem miðill síðustu ár.

Þórir Sigvaldason (1925-1992) Stafni

  • HAH09541
  • Person
  • 30. jan. 1925 - 11. júní 1992

Þórir Hólm Sigvaldason fæddist að Kúfustöðum í Svartárdal. Foreldrar hans hófu búskap þar 1923, en fluttu í Stafn 1934. Foreldrar Þóris voru Sigvaldi Halldórsson, dáinn 1979, og Steinunn Björnsdóttir sem enn býr í Stafni, komin á tíræðisaldur.
Þórir var næstelstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Sigurður, bjó einnig í Stafni, en lést 1981. Guðrún Halldóra býr í Kópavogi, maður hennar er Haukur Björgvnsson. Birna María býr ásamt manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni, á Barkarstöðum. Erna Sólveig bjó í Eyjafirði, en lést 1985. Eftirlifandi maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Yngstur er Jón Björgvin, búsettur á Sauðárkróki, kona hans er Guðríður María Stefánsdóttir.
Tvö eru þau til viðbótar sem tilheyra heimafólki og eru alin upp með fjölskyldunni í Stafni frá fæðingu og standa nú fyrir heimili og búi. Það eru Elsa Heiðdal, frænka þeirra og Sigursteinn Bjarnason, sonur Birnu Maríu.
Þórir Sigvaldason var heimakær maður. Hann ól allan sinn aldur í Svartárdal og þótti vænt um dalinn sinn og heiðina. Hann var áhugasamur bóndi, sinnti skepnum vel og hændi þær að sér. Ahugi hans náði þó langt út fyrir héraðið. Hann hafði yndi af að kynnast og fylgjast með mannlífi og landsvæðum, hlustaði mikið á útvarp og las mikið, ekki síst rit Ferðafélagsins. Af þeim lestri var hann vel kunnugur landi sínu.
Á yngri árum tók Þórir virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og starf búnaðarfélagsins stóð honum ávallt nærri.
Börn voru iðulega mörg í Stafni og öllum þótti þeim vænt um Þóri. Þau hændust að honum, kunnu vel að meta kímni hans og glettni og fundii öryggi og frið í návist hans. Sérstakt tilhlökkunarefni var að komast með honum upp á heiði og helst sem allra fyrst á vorin. Þar þekkti Þórir hvern stein og hverja þúfu og fylgdist með gróðri og dýralífi. Þar fremra þarf líka oft að smala og þar var enginn betri gangnamaður en hann. Leitarmönnum þótti eftirsóknarvert að fá að fara með honum. Friður og ró dalsins og heiðarinnar endurspeglaðist í lífi Þóris. Ósjálfrátt veitti hann af þessuni fjársjóði til annarra.
Síðustu mánuðirnir einkenndust afsjúkleika og sjúkrahúsdvöl. Þórir Sigvaldason var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 19. júní.
Sr. Stína Gísladóttir

Results 101 to 200 of 10346