Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. sept. 1894 - 19. jan. 1979

History

Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).

Systkin hans voru:

Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955

Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916

Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968

Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969

Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990

Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.

Börn þeirra eru, eftir aldursröð:

Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.

Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.

Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.

Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.

Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.

Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.

Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.

Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH09549

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 16.11.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places