Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Þorbjörg Jónsdóttir (1917-2005) Sauðárkróki

  • HAH08754
  • Einstaklingur
  • 2.1.1917 - 14.12.2005

Þorbjörg Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 2. janúar 1917. Síðustu árin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og naut þar hlýju og umönnunar. Ógift barnlaus.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 14. desember 2005. Þorbjörg var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27.12.2005 og hófst athöfnin klukkan 13.

Jóhannes R Snorrason (1917-2006) flugstjóri

  • HAH08775
  • Einstaklingur
  • 12.11.1917 - 31.5.2006

Jóhannes R. Snorrason fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12. nóvember 1917.
Jóhannes Reykjalín Snorrason 12.11.1917 - 31.5.2006. Yfirflugstjóri, einn stofnanda Félags íslenskra atvinnuflugmanna og formaður þess. Var sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og dönsku Dannebrogs-orðuna. Var á Akureyri 1930.
Hann lést 31. maí 2006. Útför Jóhannesar var gerð frá Fossvogskirkju 9.6.2006 og hófst athöfnin klukkan 13.

Jónas Jakobsson (1917-1974) veðurfræðingur frá Haga, Aðaldal

  • HAH08779
  • Einstaklingur
  • 3.3.1917 - 18.12.1974

Jónas Jakobsson fæddist i Haga i Aðaldal i S-Þing. 3. marz 1917 og ólst þar upp i f jölmennum systkinahópi við mikla fátækt i bernsku en jafnframt brunn menningarheimilis, þar sem saman fór mikið likamlegt starf, og lestur góðra bóka
Veðurfræðingur í Reykjavík. Laugum 1933-1934

Jón Þorkelsson (1915-1996) Litla-Botni, Hvalfjarðarstrandarhreppi

  • HAH08778
  • Einstaklingur
  • 17.10.1915 - 20.12.1996

Jón Þorkelsson fæddist í Litla-Botni í Hvalfirði 17. október 1915. Var á Litlabotni, Saurbæjarsókn, Borg. 1930. Bóndi í Stóra-Botni í Hvalfirði. Síðast bús. í Strandarhreppi.
Hann lést á Akranesspítala 20. desember 1996. Útför Jóns fór fram frá Akraneskirkju 30. desember 1996

Sverrir Sigurðsson (1916-1996) Arnarvatni, Mývatnssveit

  • HAH08787
  • Einstaklingur
  • 4.2.1916 - 5.12.1996

Sverrir Sigurðsson, húsasmíðameistari á Akureyri, var fæddur á Arnarvatni í Mývatnssveit 4. febrúar 1916.
Húsasmíðameistari á Bakkagerði í Borgarfirði eystra, N-Múl og síðar á Akureyri. Var á Arnarvatni, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést 5. desember 1996. Útför Sverris fór fram frá Akureyrarkirkju 13.12.1996 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Guðmundur Guðmundsson (1941-2018) Dalsmynni Hnapp

  • HAH08820
  • Einstaklingur
  • 22.3.1941 - 8.4.2018

Guðmundur Reynir Guðmundsson fæddist í Kolviðarnesi í Eyjahreppi 22. mars 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 8. apríl 2018.
Guðmundur Reynir ólst upp í Kolviðarnesi til sjö ára aldurs en flutti þá í Dalsmynni í Eyjahreppi þar sem hann bjó öll sín uppvaxtarár. Hann hóf búskap í Borgarnesi árið 1967 ásamt Herdísi konu sinni.
Útför Guðmundar Reynis fór fram frá Borgarneskirkju 20. apríl 2018, klukkan 14.

Erla Dóris Halldórsdóttir (1956)

  • HAH8961
  • Einstaklingur
  • 1956

Doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún lauk BA.-prófi í sagnfræði árið 1996 og MA.-prófi í sömu grein árið 2000. Erla Dóris er einnig hjúkrunarfræðingur, með sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun. Rannsóknir Erlu Dórisar í sagnfræði hafa beinst að sögu heilbrigðisstétta, sjúkdóma, fæðingarhjálp, mæðradauða fyrr á öldum og sögu karla í ljósmæðrastörfum. Hún hefur haldið fyrirlestra um sögu læknis-og ljósmóðurfræði, holdsveiki, heilbrigði kvenna fyrr á öldum og barnsfarasótt. Hún hefur skrifað greinar meðal annars um sögu Ljósmæðrafélags Íslands, sögu barnsfarasóttar, um konur sem dóu í kjölfar barnsfæðinga í spænskuveikinni árið 1918 og mæðradauða í Skagafjarðarsýslu og Ísafjarðarsýslu á öldum áður.

Þorbjörn Sigurðsson (1952) Geitaskarði

  • HAH08829
  • Einstaklingur
  • 6.3.1952 -

Þorbjörn Sigurðsson skipstjóri á Ólafsfirði, f. 6.3. 1952, Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

Svavar Svavarsson (1937-2007)

  • 29. maí 1937-22. janúar 2007

Foreldrar hans voru Svavar Jóhannesson úr Reykjavík, f. 6. júní 1908, d. 14. júlí 1976, og Þórunn Guðmundsdóttir frá Neðra-Dal í Biskupstungum, f. 5. desember 1910, d. 30.12. 1984. Systkini Svavars eru Sigurður, f. 6. júní 1929, d. 3. október 2003, Guðmundur, f. 9. júní 1933, d. 22. maí 1983, Hafdís, f. 8. júní 1934, Hafþór, f. 5. mars 1936, d. 25. desember 2006, Páll, f. 31. júlí 1938, d. 18. desember 1966, Rafn, f. 31. júlí 1938, d. 14. maí 1975, og Kolbrún, f. 24. ágúst 1939.

Svavar kvæntist Sæbjörgu Maríu Vilmundsdóttur úr Grindavík, þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Kristín, f. 25. júlí 1962, maki Hallur Gunnarsson, f. 12. apríl 1964. Börn þeirra eru Erling Þór, f. 17. apríl 1983, Sæbjörg María, f. 24. febrúar 1986, Gunnar, f. 24. janúar 1992, og Steinunn, f. 11. október 1993. Barnabarn Tristan Leví, f. 17. maí 2004. 2) Lárus, f. 31. desember 1969. 3) Svavar Þór, f. 29. nóvember 1980.

Margrét Jónsdóttir (1912-2004) frá Fjalli í Kolbeinsdal

  • HAH8840
  • Einstaklingur
  • 10.6.1912-23.4.2004

Jónína Margrét Jónsdóttir fæddist á Kaldrana á Skaga 10. júní 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Klemensson frá Höfnum á Skaga, f. 1883, d. 1935, og Guðrún Ólöf Sigurðardóttir frá Ósbrekku, Ólafsfirði, f. 1883, d. 1972. Systkini Margrétar voru Klemensína Guðný, f. 1908, d. 1966 og Árni Svanberg, f. 1919, d. 1957.

Árið 1936, giftist Margrét, Víglundi Péturssyni, bónda og verkamanni, úr Svarfaðardal, f. 9.12. 1908, d. 1986. Sonur Margrétar og Víglundar er Pétur Símon Víglundsson tæknifulltrúi hjá Vinnueftirlitinu á Sauðárkróki, f. 28.8. 1937, kona hans er Anna Sigríður Hróðmarsdóttir mynd- og leirlistakona, f. 7.2. 1941. Þau eru búsett í Lundi í Varmahlíð. Fríða Ólafsdóttir, f. 1933, dóttir Guðnýjar systur Margrétar ólst upp hjá Margréti og Víglundi frá fimm ára aldri til þrettán ára aldurs. Leit Margrét alltaf á hana sem fósturdóttur sína. Fríða er gift Guðmundi Matthíassyni, f. 1932. Þau eru búsett á Ísafirði.

Pétur eignaðist fimm börn með fyrri konu sinni, Rögnu Efemíu Guðmundsdóttur, f. 23. 11.1938. Þau eru: 1) Guðmundur Svanberg, f. 1956, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur, f. 1958, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra börn eru; Sólveig Ragna, f. 1982, Gunnhildur Edda, f. 1984 og Guðmundur Smári, f. 1990. Auk þeirra á Guðmundur, Hugrúnu Helgu, f. 1977, með fyrri konu sinni Margréti Stefánsdóttur, f. 1955. Hugrún Helga er í sambúð með Arinbirni Þórarinssyni, f. 1974 og eiga þau soninn Elmar Atla, f. 2001. 2) Margrét Björg, f. 1957, gift Björgvini M. Guðmundssyni, f. 1954, búsett á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: Katrín Eva, f. 1977, gift Stefáni, f. Jónssyni, f. 1972, þau eiga tvö börn; Kristófer Fannar, f. 1995 og Jónínu Margréti, f. 2002, Efemía Hrönn, f. 1982, Stefanía Fanney, f. 1985 og Viktor Sigvaldi, f. 1985. 3) Víglundur Rúnar, f. 1959, kvæntur Hafdísi E. Stefánsdóttur, f. 1959, búsett í Varmahlíð. Þeirra börn eru: Pétur Fannberg, f. 1983 og Ellen Ösp, f. 1987. 4) Sólborg Alda, f. 1962, gift Hallgrími H. Gunnarssyni, f. 1947, búsett í Mosfellsbæ. Þeirra dóttir er Brynhildur, f. 1995. 5) Ragnar Pétur, f. 1971, búsettur í Reykjavík. Börn hans og fyrrverandi konu hans Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur, f. 1972 eru; Margrét Petra, f. 1993, Halla Sigríður, f. 1999 og Haukur Steinn, f. 2001.

Margrét var í vist frá fimmtán ára aldri á Harrastöðum á Skagaströnd til 1931. Hún var síðan á Hólum í Hjaltadal í fimm ár, fyrst sem nemandi en síðan sem vinnukona. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Eftir það stundaði hún búskap og ýmis störf. Margrét og Víglundur bjuggu lengst af á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði og í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Þau fluttu til Akureyrar 1958 en þegar Víglundur lést flutti hún til Sauðárkróks. Síðustu þrjú æviárin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Margrét var góðum skáldagáfum gædd og eftir hana hafa birst ljóð, sögur og frásagnir í blöðum og tímaritum undir skáldanafninu Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.

Slysavarnardeild Þorbjörns Kólka (1951)

  • HAH 10119
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1951

Félagið var stofnað 15. desember 1951 og var félagssvæði þess í Skagahreppi. Félagið dró nafn sitt af Þorbirni Kólka hinum nafnkunna sægarpi.
Í fyrstu stjórnina voru kosnir:
Pétur Sveinsson, formaður
Gunnar Lárusson,
Sigurður Pálsson,
Kristinn Lárusson,
Ólafur Pálsson.
Endurskoðendur:
Friðgeir Eiríksson,
Þorgeir Sveinsson.

Málfundafélag Nesjamanna (1905)

  • HAH 10120
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905

Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.

Þröstur Bjarnason (1945-2000) Vegamótum og Selfossi

  • HAH08852
  • Einstaklingur
  • 23.8.1945 - 15.11.2000

Þröstur Bjarnason fæddist á Vegamótum á Blönduósi 23. ágúst 1945.
Þröstur ólst upp á Blönduósi til sjö ára aldurs og fluttist fjölskyldan þá í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Þar byrjaði hann snemma að sinna sveitastörfunum. Þröstur stundaði sjómennsku og ýmis verkamannastörf á yngri árum, en
lést á heimili sínu aðfaranótt 15. nóvember 2000. Útför Þrastar fór fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 24. nóvember, og hófst athöfnin kl. 15.

Ögmundur Jónasson (1948) Alþingismaður

  • HAH8861
  • Einstaklingur
  • 17.7.1948

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1999–2009.

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Kristín Árnadóttir (1885-1966) Sauðárkróki

  • HAH08870
  • Einstaklingur
  • 7.10.1885 - 18.7.1966

Ingibjörg Kristín Árnadóttir 7.10.1885 - 18.7.1966. Verkakona á Sauðárkróki 1930. Rak prjónastofu á Sauðárkróki. óg, bl.

Jónína Árnadóttir (1893-1980) Sauðárkróki

  • HAH08873
  • Einstaklingur
  • 4.8.1893 - 18.11.1980

Jónína Árnadóttir 4. ágúst 1893 - 18. nóvember 1980 Húsfreyja í Neðranesi á Skaga 1915-23 á Kleif á Skaga, Skag. 1923-35 síðar á Sauðárkróki. Húsfreyja á Kleif, Hvammssókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Margrét Snæbjörnsdóttir (1912-1983) Siglufirði

  • HAH08875
  • Einstaklingur
  • 8.8.1912 - 13.12.1983

Margrét Snæbjörnsdóttir 8. ágúst 1912 - 13. desember 1983. Tökubarn Hvammi á Mýrum 1920. Vetrarstúlka á Akureyri 1930. Húsfreyja á Siglufirði, Húsavík og víðar. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurjón Sigvaldason (1907-1980) Urriðaá

  • HAH08929
  • Einstaklingur
  • 18.9.1907 - 18.4.1980

Sigurjón Guðbjörn Sigvaldason 18. sept. 1907 - 18. apríl 1980. Bóndi á Urriðaá, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. Var á Blönduósi 1930. Var að Urriðaá 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Berndsenhúsi [Kista] 1920. Bóndi Leysingjastöðum 1942.
Sigurjón var fæddur 18. september 1907 í Stóru-Ávík Árneshreppi Strandasýslu. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga eftir stutta legu. Jarðsett 25.4.1980

Sigrún Sigurðardóttir (1895-1981) Brekku í Þingi

  • HAH08919
  • Einstaklingur
  • 21.4.1895 - 8.2.1981

Sigrún Sigurðardóttir frá Brekku í Þingi, fædd 21. apríl 1895 að Þönglabakka í Fjörðum norður. Í Brekku bjuggu þau hjón samfellt um nær hálfrar aldar skeið eða til ársins 1962, er Magnús lést. Síðan dvaldi hún í Brekku í skjóli sonar síns Hauks og konu hans Elínar.

Hún andaðist 8. febrúar 1981 á Héraðshælinu á Blönduósi. Útför hennar var gerð frá Þingeyrakirkju, 14. febrúar 1981.

Halla Hallgrímsdóttir (1925-2019) læknisfrú Blönduós og Selfossi

  • HAH08883
  • Einstaklingur
  • 1.5.1925 - 28.10.2019

Halla Kristjana Hallgrímsdóttir fæddist á Akureyri 1. maí 1925. Kjörmóðir Þóra Vigfúsdóttir. Nefnd Hallgríma Kristjana í kb.
Hún lést 28. október 2019 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fór fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 13..

Óli Kr. Guðmundsson (1925-1995) læknir

  • HAH08884
  • Einstaklingur
  • 27.3 .1925 - 13.8.1995

Óli Kristinn Guðmundsson 27.3.1925 - 13.8.1995. Læknir, Blönduósi 1962-1971, Selfossi og í Stykkishólmi, síðast bús. í Reykjavík Hann var yngstur systkina sinna.
ÓLI Kr. var fæddur í Löndum á Miðnesi 27. mars 1925. Hann andaðist sunnudaginn 13. ágúst 1995. Útförin fór fram frá Fossvogskirkju 24.8.1995 og hófst athöfnin kl. 15.

Sigurlaug Björnsdóttir (1910-1991) Björnshúsi

  • HAH08894
  • Einstaklingur
  • 12.7.1910 - 3.12.1991

Sigurlaug Margrét Björnsdóttir f. 12. júlí 1910, d. 3. desember 1991. Var á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.

Péturína Jóhannsdóttir (1896-1985) Grímstungu

  • HAH08915
  • Einstaklingur
  • 22.8.1896 - 23.7.1985

Péturína Björg Jóhannsdóttir 22. ágúst 1896 - 23. júlí 1985. Húsfreyja í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Áshreppi. Fósturforeldrar Péturínu, þau Jakob Árnason 1858 - 10. nóv. 1927. Var í Neðri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Var á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Verkstjóri í Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1901. Lausamaður í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1910 og kona hans 6.6.1891; Kristín Sveinsdóttir 20. mars 1863 - 10. júlí 1936. Vinnukona á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Verkstjórafrú í Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1901. Fóstra húsfreyju í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930.
Fæddist að Hvammi í Vatnsdal og lést á Bakka í Vatnsdal . Útför hennar var gerð frá Undirfellskirkju 1. ágúst 1985, en jarðsett var í heimagrafreit í Grímstungu
Útför hennar var gerð frá Undirfellskirkju 1. ágúst 1985, en jarðsett var í heimagrafreit í Grímstungu.

Ingibjörg Skaftadóttir (1909-1986) Reykjavík

  • HAH08938
  • Einstaklingur
  • 24.6.1909 - 24.12.1986

Ingibjörg Skaftadóttir Hraundal 24. júní 1909 - 24. des. 1986. Vinnukona í Garðastræti 41, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Ingibjörg Helga Hraundal (1955) Reykjavík

  • HAH08939
  • Einstaklingur
  • 13.9.1955 -

Ingibjörg Helga Hraundal 13. sept. 1955. Kjörfor.: Ingibjörg S. Hraundal, f. 24.6.1909 og Guðmundur H. M. Hraundal, f. 23.7.1914. Móðir hennar;

Karl Guðmundsson (1901-1983) Árnesi Laugarbakka

  • HAH06079
  • Einstaklingur
  • 20.12.1901 - 13.12.1983

Karl Guðmundsson 20. des. 1901 - 13. des. 1983. Bóndi á Staðarbakka, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að Árnesi, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Bifvélavirki. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.

G

Oddný Björnsdóttir (1907-1999)

  • HAH03796
  • Einstaklingur
  • 5.1.1907 - 20.4.1999

Var á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1910 og 1920. Kennaramenntuð. Bús. í Bellerup í Danmörku.

Jakob Gísli Þórhallsson (1928-2019) frá Ánastöðum á Vatnsnesi

  • HAH08950
  • Einstaklingur
  • 26.10.1928 - 4.6.2019

Jakob Gísli Þórhallsson fæddist á Syðri-Ánastöðum á Vatnsnesi 26. október 1928. Jakob var alinn upp við sveitastörf bæði til lands og sjós, á Ánastöðum til unglingsára en fór ungur að árum að heiman til að læra smíðar. Húsasmíða- og húsgangasmíðameistari, rak lengst af eigið húsgagnaverkstæði í Reykjavík. Var á Ánastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Starfaði hann fyrstu árin víðs vegar um landið. Unnu þau Fríða mikið að útivistarmálum á vegum Útivistar og voru um tíma landverðir í Básum á Goðalandi við Þórsmörk. Seinni ár voru þau þátttakendur í starfi Korpúlfa, samtaka eldri borgara í Grafarvogi.
Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. júní 2019. Jakob var jarðsunginn frá Langholtskirkju 13. júní 2019, og hófst athöfnin klukkan 13.

Hannes Theódór Bögesen (1940)

  • HAH05793
  • Einstaklingur
  • 15.12.1940

Hannes Theódór fæddur 15.desember 1940. Hann flytur ásamt móður sinni ásamt nýjum manni hennar Axel Claudius Börgesen f.1916 múrarameistara og systur sinni Ebbu Guðnýju Sofie Börgersen, f. 1948 á Íslandi til Danmerkur og elst þar upp. Eignast þar aðra systir sem heitir Heidi Svandís Börgesen f. 1954.

sonur Jónínu Guðrúnar Jakobsdóttur (1920-1970) frá Litla-Enni og Ellerts N. Hannessonar (1917-1991) Talið er að faðirinn hafi ekki hafa vitað af tilvist sonarins, Hannesar er ekki getið í Íslendingabók.

Ágúst Helgason (1920-1985) bakari Blönduósi

  • HAH05795
  • Einstaklingur
  • 15.9.1920 - 24.6.1985

Magnús Ágúst Helgason 15. sept. 1920 - 24. júní 1985. Var í Syðraseli, Hrunasókn, Árn. 1930. Bakari, síðar útsölustjóri Mjólkursamsölunnar í Vestmannaeyjum. Síðast bús. í Reykjavík.

Perla Kolka (1924-2020) Vestmannaeyjum og Reykjavík

  • HAH05253
  • Einstaklingur
  • 31.5.1924 - 3.12.2020

Jakobína Perla Kolka 31. maí 1924 - 3. des. 2020. Starfaði á Landsímanum og síðar hjá Háskóla Íslands. Var á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Þau skildu.

Jensína Jensdóttir (1871-1964) Spákonufelli

  • HAH05280
  • Einstaklingur
  • 25.8.1871 - 19.11.1964

Jensína Jensdóttir 25. ágúst 1871 - 19. nóvember 1964. Húsfreyja á Spákonufelli á Skagaströnd og síðar í Reykjavík. Var í Spákonufelli, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Grundarstíg 3, Reykjavík 1930. Hún lést á Landspítalanum. Útför hennar var gerð frá Dómkirkjunni 26.11.1964 kl 2 eh.

Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps (1911)

  • HAH 10123
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911

Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.
Ekki er meira vitað um þetta félag annað en reynt var að endurvekja það sem Ungmennafélagið Vísir Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1927, síðan er ekki ljóst hvað varð um félagið.

John Creighton (1863-1948) kaupmaður Kaliforníu

  • HAH05285
  • Einstaklingur
  • 3.6.1863 - 27.3.1948

John F Creighton 3.6.1863 - 27.3.1948 kaupmaður Kaliforníu. Faðir hans enskur (fæddur á Norður Írlandi) og móðir skosk. Fæddur í Kanada skv Census USA 1930. Long Beach LA

Sigfús Pálsson (1933-2019) Blönduósi

  • HAH02242
  • Einstaklingur
  • 6. apríl 1933 - 12. maí 2019

Sonur Páls Sigfússonar b. á Hvíteyrum og k.h. Kristínar Kristjánsdóttur. Bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík, síðar á Blönduósi. Kvæntist Öllu Bertu Albertsdóttur frá Ólafsfirði.

Jóhann Frímann Jónsson (1904-1980) Torfalæk

  • HAH05303
  • Einstaklingur
  • 5.2.1904 - 21.3.1980

Jóhann Frímann Jónsson 5. febrúar 1904 - 21. mars 1980. Bóndi á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Torfalæk 1940, síðar umsjónarmaður í Reykjavík. Tvíburarnir Björn Leví og Jóhann Frímann fæddust sinn hvoru megin við miðnætti.

Anna Benediktsdóttir (1898-1985) Reykjavík

  • HAH02310
  • Einstaklingur
  • 25.2.1898 - 30.3.1985

Anna Benediktsdóttir f. 25. febrúar 1898 - 30. mars 1985. Húsfreyja á Vesturgötu 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Fósturdóttir Guðmundar Ólafssonar og Sigurlaugar Guðmundsdóttur í Ási 1920

Auður Júlíusdóttir (1919-2013) Akureyri

  • HAH01053
  • Einstaklingur
  • 24.11.1919 - 14.9.2013

Auður Júlíusdóttir fæddist í Sigluvík, S-Þing., 24. nóvember 1919. Hún lést 14. september 2013. Auður og Kristján hófu sinn búskap á Akureyri, bjuggu síðan á Ísafirði en til Stykkishólms fluttu þau árið 1945 og hefur Auður búið þar í 68 ár.
Útför Auðar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag, 21. september 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Magdalena Sæmundsen Möller (1843-1941) Blönduósi

  • HAH06126
  • Einstaklingur
  • 31.1.1843 - 28.12.1941

Magdalena Margrét Evaldsdóttir Möller 31. janúar 1843 - 28. desember 1941. Var á Akureyri 1930. Húsfreyja í Sæmundsenshúsi [Hemmertshúsi] Blönduósi.

Björg Jósefsdóttir (1869) Winnipeg

  • HAH02738
  • Einstaklingur
  • 11.11.1869 -

Björg Jósefsdóttir 11. nóvember 1869 Var á Finnsstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1893 frá Finnsstöðum, Vindhælishreppi, Hún.

Pétur Sæmundsen (1841-1915) Verslunarstjóri Sæmundsenhúsi [Hemmertshúsi]

  • HAH04943
  • Einstaklingur
  • 26.1.1841 - 19.10.1915

Pétur Júlíus Jósefsson Sæmundsen 26. jan. 1841 - 19. okt. 1915. Verslunarmaður á Akureyri og í Kaupmannahöfn, síðar verslunarstjóri á Blönduósi. Bóndi í Sæmundsenshúsi [Hemmertshúsi], Blönduóssókn, Hún. 1901. Kjörforeldrar: Sigríður Grímsdóttir f. 1.5.1792 og Ari Sæmundsson 16.7.1797.

Sauðárkrókur

  • HAH00407
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Sauðárkrókur (oft kallaður Krókurinn í daglegu tali) er bær í Sveitarfélaginu Skagafirði og eini kaupstaður Skagafjarðarsýslu. Íbúar voru 2535 árið 2015.

Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina.
Gönguskarðsá hefur einnig myndað allnokkra eyri við ósinn og þar er höfnin, frystihús, sláturhús og steinullarverksmiðja. Fimm klaufir eða skorningar ganga inn í Nafirnar upp af bænum og nefnast þær Kristjánsklauf, Gránuklauf eða Bakarísklauf, Kirkjuklauf, Grænaklauf og Grjótklauf. Framan af var byggðin öll á eyrinni og flötunum neðan Nafanna en þegar það svæði var nær fullbyggt um 1970 hófst uppbygging nýs hverfis á Sauðárhæðum, sunnan Sauðárgils, og hefur það verið aðalbyggingasvæði bæjarins síðan.

Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Héraðslæknir settist að á Króknum árið 1896 og sýslumaður flutti þangað árið 1890. Sjúkrahús reis 1906 og barnaskóli var byggður árið 1908 gegn kirkjunni.
Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Sauðárkrókur breyttist í landbúnaðarþorp og var þjónustumiðstöð fyrir skagfiskar byggðir í vestanverðum Skagafirði. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Útgerðarfélag Sauðárkróks var stofnað árið 1944 og Útgerðarfélag Skagfirðinga árið 1967. Fyrsti skuttogarinn kom árið 1971. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Bærinn var upphaflega í Sauðárhreppi, en varð að sérstökum hreppi, Sauðárkrókshreppi, árið 1907, sem varð svo Sauðárkrókskaupstaður 1947. Hinn hluti Sauðárhrepps varð að Skarðshreppi.

Theódór Ólafsson (1853-1906) Borðeyri

  • HAH03468
  • Einstaklingur
  • 19.4.1853 - 8.6.1906

Friðrik Theódór Ólafsson 19. apríl 1853 - 8. júní 1906 Var í Reykjavík, Gull. 1860. Verslunarstjóri og kaupmaður á Borðeyri. Verslunarstjóri á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901.

Guðrún Jónsdóttir (1887-1968) frá Kötlustöðum

  • HAH04423
  • Einstaklingur
  • 27.7.1887 - 7.7.1968

Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir 27. júlí 1887 - 7. júlí 1968. Tökubarn á Undornfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Reykjahlíð , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Hjörleifur Einarsson (1831-1910) prestur Undirfelli ov

  • HAH06532
  • Einstaklingur
  • 25.5.1831 - 13.10.1910

Hjörleifur Einarsson 25. maí 1831 - 13. okt. 1910. Prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal 1859-1869, Goðdölum í Vesturdal 1869-1876 og á Undirfelli í Vatnsdal 1876-1906.
Fæddur á Ketilsstöðum á Úthéraði.
Prófastur í Húnavatnssýslu 1886-1907. „Áhugamaður mikill bæði um búnaðarframfarir, kirkjumál og landsmál“ segir í Skagf.1850-1890 III.

Guðrún Bjarnadóttir (1888-1952) Illugastöðum

  • HAH04252
  • Einstaklingur
  • 5.5.1888 - 4.11.1952

Guðrún Bjarnadóttir 5. maí 1888 - 4. nóvember 1952 Var í Brekkugötu 3 á Akureyri, Eyj. 1910. Húsfreyja á Akureyri 1920 og 1930. Húsfreyja á Akureyri.
Hún var ein í hópi 16 systkina, og má því nærri geta, að fyrstu uppvaxtarár hennar hafa stundum verið erfið. Þar við bættist svo, að hún missti föður sinn, er hún var 5 ára, og varð þá að tvístra heimilinu.
Um fermingaraldur fluttist Guðrún til Akureyrar og dvaldist eftir það með systur sinni, er þar var búsett, þar til hún giftist.
Hín andaðist að heimili sínu, Vesturgötu 13 Akureyri.
Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 8. nóvember 1952, að viðstöddu miklu fjölmenni.

Daníel Daníelsson (1866-1937) ljósmyndari

  • HAH03006
  • Einstaklingur
  • 25.5.1866 - 6.12.1937

Daníel Benedikt Daníelsson 25. maí 1866 - 6. desember 1937 Var í Efrilækjardal, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Smali á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, Hún. 1880. Bókbindari, bóndi í Brautarholti, Kjalarneshr., Kjós., ljósmyndari, kaupmaður og veitingamaður á Selfossi, síðar dyravörður í Stjórnarráðinu.

Guðrún Daníelsdóttir (1895-1967) Reykjavík

  • HAH09387
  • Einstaklingur
  • 24.4.1895 - 1.2.1967

Guðrún Daníelsdóttir 24. apríl 1895 - 1. febrúar 1967. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Sumarliði Jónsson Kárdal (1899-1952) frá Kárdalstungu í Vatnsdal.

  • HAH09120
  • Einstaklingur
  • 4.9.1900 - 16.4.1952

Sumarliði Jónsson Kárdal 4. sept. 1900 - 16. apríl 1952. Var í Káradalstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi í Hnausum, Manitoba, Kanada. Fæðingardags ekki getið við skírn, aðeins fæðingarmánuðar. Guðrúnarhúsi Blönduósi. Hann lést á heimili sínu að Hnausum, Manitóba. Jarðsettur í Hnausa Cementry.

Jenný Rebekka Jónsdóttir (1898-1991) Eyjólfsstöðum

  • HAH01537
  • Einstaklingur
  • 26.7.1898 - 1.1.1991

Jenný Jónsdóttir húsfreyja á Eyjólfssöðum í Vatnsdal lést á heimili sínu snemma að morgni 1. janúar sl. Hún fæddist rétt áðuren þessi öld, sem nú er komin á síðasta áratuginn, hóf göngu sína, svo æviárin voru orðin býsna mörg. Jenný var sérstaklega gæfusöm kona í öllu sínu lífi. Hún hafði góða heilsu svo að segja til síðustu stundar en það verður að teljast meira virði en orð geta lýst. Ekki síst þegar fólk nær jafn háum aldri og hér var um að ræða. Hún átti kærleiksríka foreldra, sem hún gat haft á heimili sínu þar til yfir lauk. Þeirsem til þekktu vita vel að Jenný naut þess í ríkum mæli að geta sýnt foreldrum sínum ástúð og umhyggjusemi, þegar þau þurftu mest á því að halda. Eiginmaður Jennýjar var henni ástríkur og traustur lífsförunautur í löngu og farsælu hjónabandi. Síðast en ekkisíst átti hún indæl börn, sem báru hana á höndum sér til hinstu stundar og að lokum fékk hún að kveðja þetta líf í faðmi þeirra. Af því sem hér að framan er sagt er ljóst að Jenný hefur átt margar hugljúfar minningar um ástvini sína, frá því fyrsta til hins síðasta. Það má því með sanni segja að hún hafi verið gæfumanneskja.

Níels Sveinsson (1876-1930) Þingeyraseli

  • HAH09393
  • Einstaklingur
  • 18.10.1876 - 22.10.1930

Níels Hafsteinn Sveinsson 18. okt. 1876 - 22. okt. 1930. Bóndi í Þingeyraseli í Sveinsstaðahreppi og Kóngsbakka í Helgafellssveit. Hrapaði til bana í Víðidalsfjalli. Hólabaki 1901.

Ingibjörg Björnsdóttir (1861-1945) Gimli og Indiana USA

  • HAH09391
  • Einstaklingur
  • 26.6.1861 - 11.6.1945

Ingibjörg Björnsdóttir 26. júní 1861 - 11. júní 1945 Var í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Dóttir hennar í Eyvindarstaðagerði, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1893 frá Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún.

Ingunn Helga Níelsdóttir (1923-2011) frá Þingeyrarseli

  • HAH01521
  • Einstaklingur
  • 17.12.1923 - 14.5.2001

Húsfreyja. Var á Aralæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Ingunn Helga Níelsdóttir fæddist 17. desember 1923. Útför Ingunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

  • HAH01672
  • Einstaklingur
  • 8.1.1900 - 5.12.1989

Hún fæddist að Tjörn á Skaga í A-Húnavatnssýslu, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Í kringum síðustu aldamót var Skagi albyggður og sátu þar margir dugmiklir bændur. Að Tjörn var myndarheimili og fjölmennt. Systkinin voru tólf sem upp komust, auk annars heimilisfólks, það var stór hópur og kostaði mikla elju að komaþeim öllum til þroska, því fæstir voru bændur hér á landi auðugir um og uppúr seinustu aldamótum. Eitt mesta gæfuspor í atvinnusögu Akureyrar var stofnun Útgerðarfélags Akureyringa. Helgi Pálsson átti þar stóran hlut að máli. Hann var einn af frumherjunum, sem stofnuðu það fyrirtæki, fyrsti formaður stjórnar þess og lengi síðan.
Kristín Pétursdóttir var glæsileg og fögur kona; hún var hláturmild og hjartahlý og öllum leið vel í návist hennar. Hún naut sín vel viðhlið þessa mikla hugsjóna- og at hafnamanns og átti stóran þátt í velgengni hans. Á Spítalavegi 8 var mikið rausnar- og menningarheimili. Þar var oft gestkvæmt, þvímörg ráð voru þar ráðin um framkvæmdir og stjórnmál. Helgi Pálsson fór ungur að láta mikið að sér kveða í útgerð og verslun og var í forystusveit um framkvæmdir á þessum árum. Hann var snemma kosinn til trúnaðarstarfa fyrir Akureyrarbæ, var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um langt skeið.

Árbakki í Vindhælishreppi

  • HAH00610
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á syðri bakka Hrafnár, norðavestan undir Skógaröxl. Í austur opnast Hrafndalur. Árbakkaland er víðlent og grösugt - ræktunarmöguleikar eru miklir, en þó er sumsstaðar þörf framræslu. Þar er útbeit góð en þó veðrasamt. Hrognkelsaveiði telst þar til hlunninda.
Íbúðarhús byggt 1952 364 m3. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 120 fjár. Hlöður 1691 m3. Vélageymsla 65 m3. Tún 25 ha.

Vilhelmína Örum (1818-1899) Skagaströnd

  • HAH09396
  • Einstaklingur
  • 17.12.1818 - 3.9.1899

Vilhelmína Kristína Karlsdóttir Örum 17. des. 1818 - 3. sept. 1899. Var á Grafarósi, Hofssókn, Skag. 1845. Grashúskona á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Búandi í Eyjarkoti, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Húsmóðir í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1880.

Niðurstöður 7301 to 7400 of 10412