Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Parallel form(s) of name

  • Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.1.1900 - 5.12.1989

History

Hún fæddist að Tjörn á Skaga í A-Húnavatnssýslu, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Í kringum síðustu aldamót var Skagi albyggður og sátu þar margir dugmiklir bændur. Að Tjörn var myndarheimili og fjölmennt. Systkinin voru tólf sem upp komust, auk annars heimilisfólks, það var stór hópur og kostaði mikla elju að komaþeim öllum til þroska, því fæstir voru bændur hér á landi auðugir um og uppúr seinustu aldamótum. Eitt mesta gæfuspor í atvinnusögu Akureyrar var stofnun Útgerðarfélags Akureyringa. Helgi Pálsson átti þar stóran hlut að máli. Hann var einn af frumherjunum, sem stofnuðu það fyrirtæki, fyrsti formaður stjórnar þess og lengi síðan.
Kristín Pétursdóttir var glæsileg og fögur kona; hún var hláturmild og hjartahlý og öllum leið vel í návist hennar. Hún naut sín vel viðhlið þessa mikla hugsjóna- og at hafnamanns og átti stóran þátt í velgengni hans. Á Spítalavegi 8 var mikið rausnar- og menningarheimili. Þar var oft gestkvæmt, þvímörg ráð voru þar ráðin um framkvæmdir og stjórnmál. Helgi Pálsson fór ungur að láta mikið að sér kveða í útgerð og verslun og var í forystusveit um framkvæmdir á þessum árum. Hann var snemma kosinn til trúnaðarstarfa fyrir Akureyrarbæ, var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um langt skeið.

Places

Tjörn á Skaga: Akureyri:

Legal status

Functions, occupations and activities

Kristín réð sig sem vinnukonu á Hvammi í Eyjafirði, líklega skömmueftir 1920. Ári síðar réð hún sig í vist til Sigríðar og Hallgríms Davíðssonar, verslunarstjóra Hoepnersverslunar á Akureyri, en hjá þeim hjónum starfaði hún í mörg ár. Er Kristín hélt úr foreldrahúsum var hún alvön öllum þeim störfum sem til féllu á venjulegu íslensku sveitaheimili. En á þeim árum sem nú fóru í hönd var Kristín á heimili sem bar með sér mikinn menningarbrag. Þar voru ýmsar dyggðir í hávegum hafðar og þar lærði Kristín margvíslega matargerð sem ekki þekktist á þeim árum á venjulegum alþýðuheimil um. Gagnkvæm vinátta og virðing hélst með Kristínu og fyrrum húsbændum hennar á meðan ævin entist.
Við Hoepnersverslun starfaði ungur verslunarsveinn, Helgi Pálsson, sem síðar varð eiginmaður Kristínar. Helgi lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og gerðist útgerðarmaður, og kaupmaður síðar á ævinni. Helgi varð eindreginn sjálfstæðismaður og starfaði mikið að félagsmálum. Hann sat í bæjarstjórn til fjölda ára og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í bæjarmálum á vegum flokksins. Flestum ber saman um að Helgi hafi verið einn aðalfrumkvöðull að stofnun Útgerðarfélags Akureyringa hf. Hann barðist einarðlegast fyrir tilveru félagsins, ásamt Tryggva Helgasyni, á erfiðleikatímum þess.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Péturs Björnssonar bónda þar. Kristín var af eyfirsku bergi brotin í föðurætt en húnvetnsku í móðurætt. Faðir hennar, Pétur Björnsson, var fæddur í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal árið 1851, en þar bjuggu foreldrar hans, Björn Benediktsson frá Flöguseli og Guðrún Guðmundsdóttir frá Lönguhlíð. Pétur flutti ungur í Húnavatnssýslu til elsta bróður síns, sem var vinnumaður á Keldulandi í Skagahreppi. Þar óx hann úr grasi. Móðir Kristínar hét Guðrún Guðmundína, foreldrar hennar voru Anna Gísladóttir frá Harastöðum í Skagahreppi og Guðmundur Jónasson, líklega fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidalstungusókn. Föður sinn sá Guðrún aldrei, hann drukknaði í fiski róðri áður en hún fæddist.
Pétur og Guðrún hófu fyrst bú skap á Ósi en bjuggu síðar á Tjörn í Nesjum og þar fæddist Kristín þann 8. janúar árið 1900. Hún fæddist inn í stóran barnahóp. Hún varð 10. barn foreldra sinna en alls urðu systkinin þrettán. Þar af komust tólf til fullorðinsára. Börnin voru: Guðmundur f. 1884, Álfheiður f. 1888, Páll f. 1889, Anna f. 1890, Sigurlaug f. 1893, Jóninna Margrét f. 1894, Guðrún f. 1895, Guðmundur f. 1897, Halldóra f. 1898, Kristín f. 1900, Soffía f. 1901, Sigurður f. 1904 og Pétur f. 1906. Eftirlifandi systkini í dag eru Soffía, fyrrum húsfreyja á Holtastöðum í Langadal, sem býr nú á Vistheimilinu á Blönduósi, og Pétur, sem lengst af starfaði sem sjómaður á strandferðaskipum Skipaútgerðar ríkisins. Hann er nú búsettur í Hveragerði.
Nú eru aðeins tvö eftir á lífi af þessum systkinahóp, Soffía, áður húsfreyja að Holtastöðum í Langadal, og Pétur, stýrimaður, sem bjó í Kópavogi, en þau dvelja nú á heimili aldraðra. Látin eru: Guðmundur, Álfheiður, Páll, Anna, Sigurlaug, Jóninna, Guðrún, Guðmundur, Halldóra og Sigurður.
Það var einmitt í höfuðborginni, síðast á þriðja áratugnum, sem Kristín og Helgi Pálsson, hinn ungi norðlenski höfðingi, kynntust; þá var framtíðin ráðin, þau giftu sig og fluttu til Akureyrar og áttu þau heima þar alla tíð síðan. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust sjö mannvænleg börn: elst er
1) Margrét Kristín, Borgarnesi; maður hennar, Aðalsteinn Björnsson, bifreiðarstjóri, er látinn;
2) Guðrún er gift Jóhanni Ingimarssyni og rekur húsgagnaverslun á Akureyri;
3) Pétur Gústaf, vélstjóri; kona hans er Ása Breiðfjörð Ásbergsdóttir, þau búa einnig á Akureyri;
4) Sigurlaug er gift Ragnari Ragnarssyni, fulltrúa, heimili þeirra er í Reykjavík;
5) Hallgrímur er ókvæntur á Akureyri;
6) Björg er gift Magnúsi Fr. Sigurðssyni, skipstjóra í Reykjavík, og yngstur er
7) Páll, kennari, giftur Bjarney Einarsdóttur, þeirra heimili er í Mosfellsbæ.

General context

Relationships area

Related entity

Tjörn á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00433

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd (26.5.1906 - 18.6.1990)

Identifier of related entity

HAH09395

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

26.5.1906

Description of relationship

Related entity

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum (9.11.1901 - 18.4.1990)

Identifier of related entity

HAH02009

Category of relationship

family

Type of relationship

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

9.11.1901

Description of relationship

Related entity

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga (30.5.1894 - 9.2.1978)

Identifier of related entity

HAH09127

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

Related entity

Anna Pétursdóttir (1890-1958) frá Tjörn í Nesjum á Skaga (31.7.1890 - 30.10.1958)

Identifier of related entity

HAH02402

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Pétursdóttir (1890-1958) frá Tjörn í Nesjum á Skaga

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka (8.2.1897 - 30.6.1987)

Identifier of related entity

HAH04117

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

Related entity

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga (28.4.1888 - 11.4.1943)

Identifier of related entity

HAH03513

Category of relationship

family

Type of relationship

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

Related entity

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd (22.8.1898 - 23.12.1987)

Identifier of related entity

HAH04727

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd

is the sibling of

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01672

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

2.7.2017

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places