Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.5.1894 - 9.2.1978

History

Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd að Tjörn i Skagahreppi (áður Nesjum) 30. maí 1894. Veitingakona í Reykjavík. Eftir eins vetrar barnaskólanám fermdist Jóninna vorið 1907, 14 ára gömul, og fór þá þegar úr foreldrahúsum og vann fyrir sér eftir það.
Andaðist i Hrafnistu 9. febrúar 1978. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar 1978, kl. 13,30.

Places

Legal status

Barnaskólanám 1906-1907.
Vorið 1921 útskrifaðist Jóninna úr kvennaskólanum á Blönduósi eftir tveggja vetra nám,

Functions, occupations and activities

Var hún fyrst mest við algeng heimilisstörf í heimabyggð og síðar i Stykkishómi og á Akureyri fram yfir tvítugt. Á Akureyri komst hún jafnframt starfi á námskeið hjá Halldóru Bjarnadóttur, þar sem hún m.a. lærði saumaskap og bætti síðan við þekkingu sína á þvi sviði á saumaverkstæði Steinunnar Briem i Reykjavík i kringum 1918, þvi viðburðaríka ári með veigamiklum áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, Kötlugosi og komu spönsku veikinnar, sem olli óskaplegum vandræðum og dauðsföllum.

Var síðan við ýmis störf nyrðra svo sem saumaskap, matreiðslu og ráðskonustörf fram um 1930. Hún var ráðskona hjá vinnuflokki, sem gerði brú á Eyjafjarðará, einnig við byggingu Kristneshælis, við sjúkrahús Seyðisfjarðar, í hóteli (Gullfoss) á Akureyri og við veitingar (í Brúarfossi) á Siglufirði. Þjóðhátíðarárið 1930 fór Jóninna suður til Reykjavíkur og síðan til námsdvalar á hóteli í Kaupmannahöfn veturinn 1930/31, en kom heim um vorið og var bakari í Þrastalundi um sumarið, en síðan aðstoðarráðskona á Vífilsstöðum fram til 1934. Næstu 12 árin eða til 1946 var hún ráðskona í mötuneytinu í Gimli í Rvík.

1946/7 var Jóninna kennari við kvennaskólann á Blönduósi, en þvi næst starfaði hún um tíma á Hvítabandinu í Rvík. Frá 1948 - 1958 var hún ráðskona matargerðar á Kristneshæli, en eftir það við saumaskap hjá Gefjun í Rvík meðan heilsan entist.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Pétur Björnsson 14. desember 1857 - 16. nóvember 1931. Var á Kagaðarhóli, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860. Tökubarn í Keldulandi, Hofssókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Tjörn, Hofssókn, Hún. 1880. Formaður og bóndi á Ósi og Tjörn, Vindhælishreppi. Var á Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. 1901 og kona hans; Guðmundína Guðrún Guðmundsdóttir 26. september 1862 [25.9.1862] - 24. desember 1926. Húsfreyja í Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. Var þar 1901.

Systkini;
1) Álfheiður Pétursdóttir 28. apríl 1888 - 11. apríl 1943. Var á Ósi, Hofssókn, Hún. 1890. Var á Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Verkakona á Akureyri 1930. Ógift.
2) Páll Pétursson 24. júlí 1889 - 22. október 1963. Vinnumaður á Spákonufelli við Skagaströnd. Vinnumaður á Holtastöðum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Holtastöðum, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1957. Kona hans 24.4.1913; Anna Sigríður Sölvadóttir 19. mars 1892 - 19. október 1965. Var á Lækjarbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Vinnukona í Skagastrandarkaupstað 1930. Húsfreyja í Höfðakaupstað. Var í Réttarholti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Barnsfaðir hennar 25.10.1925; Ernst Carl Frederik Berndsen 11. september 1874 - 15. desember 1954. Póstafgreiðslumaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Heimili: Hólanes. Kaupmaður á Skagaströnd. Var á Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Var á Blönduósi 1892. Bóndi í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1901.
3) Anna Pétursdóttir 31. júlí 1890 - 30. október 1958. Var í Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Gestkomandi í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Grettisgötu 50, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar; Sigurjón Ólafsson 7. júlí 1889 - 20. júlí 1946. Verkamaður í Reykjavík 1945.
4) Sigurlaug Pétursdóttir 10. janúar 1893 - 7. september 1986. Sjómaður á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
5) Guðrún B. Pétursdóttir 19. september 1895 - 20. mars 1969. Húsfreyja á Ölvaldsstöðum , Borgarsókn, Mýr. 1930. Síðast bús. í Borgarnesi.
6) Guðmundur Pétursson 8. febrúar 1897 - 30. júní 1987. Leigjandi á Skólavegi 7, Vestmannaeyjum 1930. Heimili: Björnólfsstaðir, Hún. Var í Höfðakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi. Blöndubakki 1930-1944. Karlsminni 1910. Hann var ókvæntur og barnlaus.
7) Halldóra Pétursdóttir 22. ágúst 1898 - 23. desember 1987. Var í Höfðakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi. Maður hennar 24.8.1930; Steingrímur Jónsson 16. júní 1897 - 15. janúar 1992. Sjómaður á Skagaströnd. Var í Höfðakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957.
8) Kristín Pétursdóttir 8. janúar 1900 - 5. desember 1989. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri. Maður hennar Helgi Pálsson
9) Soffía Pétursdóttir Líndal 9. nóvember 1901 - 18. apríl 1990. Hjúkrunarnemi á Nýja Kleppi, Reykjavík 1930. Hjúkrunarkona og húsfreyja á Holtastöðum í Langadal. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Maður hennar 7.3.1938; Jónatan Jósafatsson Líndal 26. júní 1879 - 6. nóvember 1971. Var á Holtastöðum, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1957. Bóndi á Holtastöðum. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi.
10) Sigurður Pétursson 7. febrúar 1904 - 22. apríl 1961. Sjómaður á Akureyri 1930. Heimili: Traðós, Höfnum, Gull.
11) Pétur Pétursson 26. maí 1906 - 18. júní 1990. Sjómaður á Árbakka, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Hveragerðisbæ.

General context

Relationships area

Related entity

Anna Sigríður Sölvadóttir (1892-1965) Réttarholti Skagaströnd (19.3.1892 - 19.10.1965)

Identifier of related entity

HAH02411

Category of relationship

family

Dates of relationship

24.4.1913

Description of relationship

Anna var gift Páli bróður hennar

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1946-1947

Description of relationship

kennari þar 1946-1947

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1911-1920 (1911-1920)

Identifier of related entity

HAH00115 -11-20

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1919-1921

Description of relationship

nemandi þar

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1921-1930 (1921 - 1930)

Identifier of related entity

HAH00115 -21-30

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1919-1921

Description of relationship

nemandi þar

Related entity

Tjörn á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00433

Category of relationship

associative

Dates of relationship

30.5.1894

Description of relationship

fædd þar og var þar til 1907

Related entity

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd (26.5.1906 - 18.6.1990)

Identifier of related entity

HAH09395

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

26.5.1906

Description of relationship

Related entity

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum (9.11.1901 - 18.4.1990)

Identifier of related entity

HAH02009

Category of relationship

family

Type of relationship

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

9.11.1901

Description of relationship

Related entity

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni (8.1.1900 - 5.12.1989)

Identifier of related entity

HAH01672

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

8.1.1900

Description of relationship

Related entity

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd (22.8.1898 - 23.12.1987)

Identifier of related entity

HAH04727

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

22.8.1898

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka (8.2.1897 - 30.6.1987)

Identifier of related entity

HAH04117

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

8.2.1897

Description of relationship

Related entity

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga (28.4.1888 - 11.4.1943)

Identifier of related entity

HAH03513

Category of relationship

family

Type of relationship

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

30.5.1894

Description of relationship

Related entity

Anna Pétursdóttir (1890-1958) frá Tjörn í Nesjum á Skaga (31.7.1890 - 30.10.1958)

Identifier of related entity

HAH02402

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Pétursdóttir (1890-1958) frá Tjörn í Nesjum á Skaga

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

30.5.1894

Description of relationship

Related entity

Sigurlaug Pétursdóttir (1893-1986) Karlsminni (10.1.1893 - 7.9.1986)

Identifier of related entity

HAH09410

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurlaug Pétursdóttir (1893-1986) Karlsminni

is the sibling of

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

Dates of relationship

30.5.1894

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH09127

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 27.12.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 27.12.2022
Íslendingabók
Húnavaka 1988. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6349722
Tíminn 15.2.1978. https://timarit.is/page/3906679?iabr=on
Lesbók Tímans 25. maí 1969

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places