Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.5.1872 - 26.3.1967

History

Daníel Davíðsson 4. maí 1872 - 26. mars 1967. Bóndi og ljósmyndari Syðri-Ey, Vindhælishr., Hún.

Places

Gilá í Vatnsdal
Syðri-Ey

Legal status

Ljósmyndari

Functions, occupations and activities

Ljósmyndari

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Þuríður Gísladóttir 27. des. 1835 - 25. sept. 1928. Húsfreyja í Káradalstungu og á Giljá í Vatnsdal og maður hennar 14.9.1863; Davíð Davíðsson 6. ágúst 1823 - 23. janúar 1921 Var á Gilá, Grímstungusókn, Hún. 1845. Bóndi í Þröm, Blöndudalshólasókn, Hún. 1860. Bóndi í Kárdalstungu og á Gilá í Vatnsdal.
Barnsm Davíðs 31.3.1857: Guðrún Magnúsdóttir 19.11.1829 Vinnuhjú á Strjúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1845. Ógift vinnukona á Höllustöðum í Blöndudal, A-Hún. 1848. Vinnukona á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1855. Vinnukona á Hnjúki í Undifellssókn 1857. Vinnukona í Mörk, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1860. Vinnukona á Brandsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Húskona í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Annar barnsfaðir hennar 11.4.1860; Björn Gíslason 1830 Var á Mosfelli, Auðkúlusókn, Hún. 1835. Var hreppsómagi á Eiðsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Finnstungu í Blöndudalshólasókn 1868. Kemur að Stafni í Bergsstaðasókn 1869. Vinnumaður í Stafni, Bergstaðasókn, Hún. 1870. Maður Guðrúnar 15.10.1860; Árni „hvítkollur“ Jónsson 25. júlí 1795 - 29. júlí 1862 Sennilega sá sem var fósturpiltur í Syðri-Mjóadal, Bergstaðasókn, Hún. 1801. Bóndi á Mörk. Hafði einnig viðurnefnið „stutti“.
Bróðir Daníels samfeðra;
1) Andrés Davíðsson 31. mars 1857 - 30. janúar 1950 Var í Þröm, Blöndudalshólasókn, Hún. 1860. Vinnumaður á Hánefsstöðum, Dvergsteinssókn, N-Múl. 1880. Smáskammtalæknir í Gunnólfsvík, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1904. Bóndi og smáskammtalæknir í Geysir og síðar í Gimli, Manitoba, Kanada. Kona hans 19.10.1883; Steinunn Jónsdóttir 27.8.1853 - 3. apríl 1931 Var í Bakkabúð, Búðasókn, Snæf. 1860. Læknisfrú í Gunnólfsvík, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1904. Húsfreyja í Geysir og síðar í Gimli, Manitoba, Kanada.
Alsystkini;
1) Stúlka 17.10.1858 -17.10.1858
2) Daði Davíðsson 23. september 1859
3) Díómedes Davíðsson 4. október 1860 - 5. júlí 1936. Vinnumaður frá Marðarnúpi, Undirfellssókn, staddur á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Hjú á Ytri-Völlum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901. Bóndi á Ánastöðum 1910 og Marbergi 1920. Kona hans 1896; Ásta Jóhanna Jónatansdóttir 15. ágúst 1869 - 15. júlí 1938 Húsfreyja á Hvammstanga 1930. Húsfreyja á Ánastöðum.
4) Guðrún Davíðsdóttir f. 29.4.1862 - 4.6.1862
5) Liljus Davíðsson f. 5.8.1863 - 22.9.1863
6) Lilja Davíðsdóttir f. 19.11.1864, Var í Kárdalstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Vinnukona á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1890. Var „ferðbúin til Ameríku“ á Bjargi í Staðarbakkasókn, Hún. 1900. Maki: Jóhannes Jónasson.
7) Elín Ingibjörg Davíðsdóttir f. 1.4.1866 -20.11.1947. Lausakona á Gilá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Vinnukona á Auðunnarstöðum og á Gilá í Vatnsdal, A-Hún.
8) Davíð Davíðsson f. 11.8.1867.
9) Jósef Kristján Davíðsson 17.október 1868 - 11. nóvember 1868
10) Davíð Davíðsson f. 28.5.1873 - 27.7.1873
11) Guðmundur Davíðsson 8. nóvember 1874 - 13. september 1953 Kennari og umsjónarmaður í Reykjavík og víðar.Húsbóndi í Reykjavík 1910. Umsjónarmaður á Þingvöllum, Þingvallasókn, Árn. 1930. Kona Guðmundar; Málfríður Soffía Jónsdóttir 22. september 1878 - 21. apríl 1962 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Þingvöllum, Þingvallasókn, Árn. 1930.
12)Helga Þuríður Davíðsdóttir 16. sept. 1880 - 6. maí 1963. Var á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1890. Var að Árbakka, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
Fóstursystir;
13) Jóhanna Kristbjörg Jónasdóttir 19. maí 1882 Fósturdóttir á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1890. Vinnukona í Læknishúsi, Blönduóssókn, A-Hún. 1910.

Kona hans 9.9.1908; Magnea Aðalbjörg Árnadóttir 28. september 1883 - 18. desember 1968 Húsfreyja á Syðri-Ey, Vindhælishr., Hún.
Unnusti; Magnús Magnússon 26.4.1867 - 22.9.1905, bóndi Ketu.

Börn þeirra:
1) Magnús, f. 28. júní 1909 - 1.6.1993Þ Bóndi á Syðri-Ey. Var á Syðri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Syðri Ey, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
2) Árni Davíð, f. 16. maí 1911 - 28.6.1970. Bóndi í Eyjarkoti í Vindhælishreppi, A-Hún.
3) Páll Kristján, f. 1. nóv. 1913 - 14.12.2009. Sjómaður á Seltjarnarnesi.
4) Baldvina Ingibjörg Daníelsdóttir Nielsen f. 7. maí 1915 - 24.2.2009. Hjúkrunarfræðingur. Var í Syðri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930.
5) Daði, f. 26. okt. 1916 - 15.6.2010. Var á Mallandi syðra, Hvammssókn, Skag. 1930. Fósturforeldrar Ásgrímur Árnason og Sigurlína !Sigríður Árnadóttir.
6) Helga Þuríður, f. 22. nóv. 1917 - 17.1.2013Þ Var í Syðri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og húsvörður í Reykjavík, fékkst síðar við ýmis störf í Blönduóshreppi. Síðast bús. í Hafnarfirði.
7) Ásmundur Friðrik, f. 4. sept. 1919 - 19.12.2001Þ Flugvirki og flugvélstjóri, síðast bús. í Reykjavík. Var í Syðri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Fósturbarn;
8) Björn Leví Halldórsson 8.10.1931 - 22.6.2015. Var í Syðri Ey, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Lögfræðingur, gegndi ýmsum störfum hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Fósturfor: Daníel Davíðsson f. 4.5.1872 og k.h. Magnea Aðalbjörg Árnadóttir f. 28.9.1883.

General context

Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal 4. maí 1872, sonur Davíðs Davíðssonar bónda á Gilá og víðar og Þuríðar Gísladóttur. Daníel ólst upp í Vatnsdal og vann við bústörf í Húnavatnsþingi fram til aldamóta. Árið 1900 og 1901 lagði hann stund á ljósmyndaranám hjá Jóni Dahlmann á Akureyri, sigldi þá til Kaupmannahafnar og stundaði framhaldsnám 1901-1902.

Árið 1902 hóf hann að taka ljósmyndir á Sauðárkróki. Sauðárkrókur var þá orðinn allfjölmennur bær með margvíslega iðnstarfsemi auk þjónustu við fjölmennar sveitir. Eflaust hefur Daníel talið lífvænlegt að vera ljósmyndari í þessu ört stækkandi plássi, þar sem enginn fastur ljósmyndari hafði áður starfað utan þess að Gísli Benediktsson hafði þar starfað um eins árs tímabil fyrir aldamótin. Fleira kom þó til. Daníel hafði bilast í baki og átti því erfitt að vinna erfiðisvinnu. [1]

Fyrstu árin vann Daníel að iðn sinni í litlum skúr, áföstum húsinu Seylu en árið 1908 lauk hann byggingu á veglegu íbúðarhúsi, sem auk þess hafði að geyma ljósmyndastofu með stórum gluggum sem sneru í austur. Húsið var einstakt að mörgu leyti. Húsið var byggt af múrsteinum, sem búnir voru til úr sandi af Borgarsandi, en líklega hefur húsið verið dýrt í byggingu og talsvert dýrara en Daníel réði við.[2] Aðeins ári síðar lagði hann ljósmyndavélina á hilluna og seldi alla sína ljósmyndaútgerð til læriföður síns Jóns Dahlmanns sem þá tók í stuttan tíma við hlutverki ljósmyndara á Sauðárkróki.

Daníel sagði svo frá í bréfi til Kristmundar Bjarnasonar á Sjávarborg að hann hafi á þessum árum ferðast mikið um sýsluna við ljósmyndatöku, en haft lítið upp úr henni. Hins vegar vann hann við ýmis viðvik önnur, var t.d. aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis við skurðaðgerðir.[3]

Árið 1909 kvæntist Daníel Magneu Árnadóttur frá Illugastöðum í Fljótum. Hún var dóttir Árna Magnússonar þá bónda þar og konu hans Baldvinu Ásgrímsdóttur. Var Magnea systir Guðrúnar frá Lundi, skáldkonu á Sauðárkróki. Hugsanlega hefur Daníel ekki þótt lífvænlegt að stunda ljósmyndaiðnina lengur, eftir að hann var kvæntur.

Eftir að Daníel hætti ljósmyndatöku varð hann bóndi á Breiðstöðum í Gönguskörðum 1910-1919. Heiðarseli 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Þá flutti hann að Syðri-Ey á Skagastönd og lést hann þar í hárri elli árið 1967. Magnea lést ári síðar. Varð þeim sjö barna auðið, auk þess sem þau ólu upp einn fósturson.[4]

Daníel var að mörgu leyti sérstakur ljósmyndari og hugmyndaríkur. Hann tók vissulega mikið af mannamyndum á stofu sinni, en hann fór einnig út á meðal íbúanna og eru allmargar myndir varðveittar af Sauðárkróki, lífinu þar og íbúum, þ.á m. einstakar myndir sem sýna vel lífið í þessum litla bæ. Ein mynd sker sig þó úr. Mynd af markaðsdegi á Sauðárkróki 1902. Fyrir utan að myndin fangar merkilegan atburð þar sem allir, jafn háir sem lágir, börn, sem gamalmenni skemmta sér á markaðsdegi er myndin einstaklega skörp og vel tekin. Með nútíma tækni væri jafnvel erfitt að taka jafn góða mynd og Daníel gerði þennan sumardag. Ekki er vitað hvernig ljósmyndavél Daníel notaði við útitökur sínar.

Relationships area

Related entity

Syðri-Ey á Skagaströnd ((1950))

Identifier of related entity

HAH00545

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1930

Description of relationship

Bóndi þar 1930-1967

Related entity

Björn Leví Halldórsson (1931-2015) frá Blönduósi (8.10.1931 - 22.6.2015)

Identifier of related entity

HAH02864

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Uppeldissonur

Related entity

Helga Þuríður Daníelsdóttir (1917-2013) frá Breiðstöðum í Skagafirði (22.11.1917 - 17.1.2013)

Identifier of related entity

HAH01422

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Þuríður Daníelsdóttir (1917-2013) frá Breiðstöðum í Skagafirði

is the child of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

22.11.1917

Description of relationship

Related entity

Magnús Danielsson (1909-1993) Syðri-Ey (28.6.1909 - 1.6.1993)

Identifier of related entity

HAH01731

Category of relationship

family

Type of relationship

Magnús Danielsson (1909-1993) Syðri-Ey

is the child of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

28.6.1909

Description of relationship

Related entity

Lilja Davíðsdóttir (1864) Selkirk, frá Kárdalstungu (19.11.1864 -)

Identifier of related entity

HAH04206

Category of relationship

family

Type of relationship

Lilja Davíðsdóttir (1864) Selkirk, frá Kárdalstungu

is the sibling of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

4.5.1872

Description of relationship

Related entity

Kristín Davíðsdóttir (1867-1966) Gilá (11.8.1867 - 4.11.1966)

Identifier of related entity

HAH09377

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Davíðsdóttir (1867-1966) Gilá

is the sibling of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

4.5.1872

Description of relationship

Related entity

Díómedes Davíðsson (1860-1936). Bóndi á Ánastöðum 1910 og Marbergi 1920 (4.10.1860 - 5.7.1936)

Identifier of related entity

HAH03024

Category of relationship

family

Type of relationship

Díómedes Davíðsson (1860-1936). Bóndi á Ánastöðum 1910 og Marbergi 1920

is the sibling of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

4.5.1872

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Davíðsson (1874-1953) Kennari (8.11.1874 - 13.9.1953)

Identifier of related entity

HAH03989

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Davíðsson (1874-1953) Kennari

is the sibling of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

8.11.1874

Description of relationship

Related entity

Daði Davíðsson (1859) Gilá í Vatnsdal (22.9.1859 -)

Identifier of related entity

HAH02994

Category of relationship

family

Type of relationship

Daði Davíðsson (1859) Gilá í Vatnsdal

is the sibling of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

4.5.1872

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Davíðsdóttir (1866-1947) Gilá (1.4.1866 - 20.11.1947)

Identifier of related entity

HAH01471

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Davíðsdóttir (1866-1947) Gilá

is the sibling of

Daníel Davíðsson (1872-1967) ljósmyndari Syðri-Ey

Dates of relationship

4.5.1872

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08880

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 22.4.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places