- HAH00058
- Einstaklingur
- (950)
Bærinn stendur hæst allra bæja í Vatnsdal. Jörðin er gamalt afbýli frá Guðrúnarstöðum og land óskipt, en talið ¼ úr jörðinn allri.
Bærinn stendur vestan Vaglakvíslar og á land beggja vegna hennar. Tún 11,9 ha.
Bærinn stendur hæst allra bæja í Vatnsdal. Jörðin er gamalt afbýli frá Guðrúnarstöðum og land óskipt, en talið ¼ úr jörðinn allri.
Bærinn stendur vestan Vaglakvíslar og á land beggja vegna hennar. Tún 11,9 ha.
Syðsti bær í Efribyggð. Nafn sitt hefir býlið fengið af vatnaklasa utan lands þess. Stærst þessara vatna er Hólmavatn, og er tún jarðarinnar með íbúðar og peningahúsum austan þess í grónum brekkuhöllum. Í vatninu er silungur til nytja. Jörðin er landlítil og ræktunarmökuleikar takmarkaðir. Jörðin fór í eyði 1970. Núverandi eigandi jarðarinnr er Blönduóshreppur og hefur golfklúbbur Blönduóss þar aðsetur. Íbúðarhús byggt 1937, viðbygging 1960 allt á einni hæð 245 m3. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús fyrir 10 hrosss. Hlöður 663 m3. Tún 15,5 ha. Veiðiréttur í Hólmavatni. Tún voru síðast nytjuð af Einari Guðlaugssyni.
Bærinn er ofan Norðurlandsvegar á Vatnsskarði, suðvestan Vatnshlíðarhnjúks. Í suðri rís Valadalshnjúkur, en í vestri Víðivörðuás og Gilsháls. Við túnfótinn er stórt stöðuvatn kennt við bæinn. Hluti af jörðinni nefnist Hlíðarendi. Íbúðarskúr byggður 1972 75 m3, fjós fyrir 8 gripi, fjárhús fyrir 400 fjár, hlöður 600 m3. Tún 17 ha. Veiðiréttur í Vatnshlíðarvatni.
Þórarinsvatn á Grímstunguheiði
Fjögurra vatna á Grímstunguheiði skal getið hér: Þórarinsvatn, 493 m.y.s. og 0,95 km²; Svínavatn, 491 m.y.s. og 1,2 km²; Galtarvatn, 515 m.y.s. og 0,84 km²; Refkelsvatn, 480 m.y.s. og 0,82 km². Norður frá Galtarvatni rennur Svínavatnslækur og annar til, en Refkelslækur kemur úr Refkelsvatni.
Allir falla þeir í Vatnsdalsá. Góð bleikja er í þessum vötnum og bændur veiddu þar áður með netum. Vötnin eru á afrétti Ás- og Sveinsstaðahreppa. Allsæmilegur jeppavegur liggur upp úr Vatnsdal. Hann liggur á milli vatnanna og áfram suður í Fljótsdrög.
Eyvindarstaðir er landnámsjörð Eyvindar sörkvis og stendur á háum bakka Blöndu andspænis hinu klettótta Gilsárgili, alllanga bæjarleið norðan Bollastaða. Tún er þar gott og samfellt út og suður frá bænum, að mestu ræktun af framframræslu. Landgott er á Eyvindarstaðahálsi og landið ágætlega gróið. Fyrrum fylgdi Eyvindarstaðaheiði jörðinni og greiddu menn Eyvindarstaðabónda lambtolla fyrir afnotin. Íbúðarhús byggt 1950, 570 m3. Fjós fyri 7 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Nú eyðijörð en var áður nyrsta bújörð í Svínavatnshreppi og á land austan í Hálsinum. Helga Jónsdóttir og Steingrímur Davíðsson gáfu Skógræktarfélagi A-Hún jörðina, þar er nú mikil skógrækt. Nokkur hluti landsins er leigður Hrossaræktarsambandi A-Hún og hefur það látið afgirða þar allvænt hólf til geymslu kynbótahrossa. Hús eru öll fallin. Veiðiréttur í Blöndu.
Kárastaðir eru Eyðijörð síðan 1956. Hún liggur næst sunnan við Ása. Beitiland er þar sæmilega gott og ágætt ræktunarland á flatlendinnu norður frá gamla túninu, en Blanda liggur þar með miklum þunga og ógnar með landbroti. Sandeyrar meðfram Blöndu, gegnt Auðólfsstöðum, hafa gróið vel upp á síðari árum. Þar var borinn í tilbúinn áburður með ágætum árangri síðustu árin sem jörð var í byggð og stundum síðan. Vegasamband er slæmt að gamla bæjarstæðinu. Vel mætti endurreisa býlið ofar í hlíðinni í sömu hæð og Ásar eru. Þar er gnægð ræktunarlands og Ásavegur þyrfti aðeins að framlengjast um 1 km. Eigandi jarðarinnar er Sigurjón E Björnsson á Orrastöðum. Síðan þá hefur hann nytjað jörðina annars lánað hana Ás mönnum þar slægjur og beit, Gömul torfhús yfir 100 fjár. Tún 4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
8.10.1720 féll skriða úr Vatnsdalsfjalli og tók af bæinn Bjarnastaði. Þar fórust 7 manns. Þetta var mikil skriða sem stíflaði Vatnsdalsá og myndaði Flóðið. Vatnið náði allt fram hjá Hvammi í Vatnsdal fyrstu dagana eftir að skriðan féll og spillti engjum á mörgum bæjum og skerti búsetumöguleika hjá þeim sem þá bæi byggðu. Síðan braut vatnið sér leið yfir skriðuna.
Hólabak er ítak hálfar slægjur á móts við Vatnsdalshóla á Skriðuhólma, sem liggur milli hins forna árfarvegs og Kvíslarinnar suður undan Hnausum.
Landamerkjaskrá fyrir Öxl í Sveinsstaðahreppi. Að sunnan úr syðsta heygarði á Slíubakka austan Árfars beina stefnu í Markstein á Axlarbölum
Ennfremur eiga Bjarnastaðir ítök í Hnausalandi: Lindartjörn og Slýubakka austan árfars til allra slægna.
Dýpið næst skriðunni var um fimm álnir fyrir ofan og sunnan farveginn sem áin hefur náð að mynda yfir skriðuna. Farvegurinn yfir skriðuna reyndist vera 63 faðmar. Þegar kemur yfir skriðuna skiptist afrennslið í þrjár kvíslar. Ein rennur austur fyrir heimaland klaustursins, sem kallað er Hnausar, gegnum tjörn, Skriðutjörn. Önnur rennur þvert yfir haga og engi áðurnefndrar jarðar, Hnausa, út í tjörn sem heitir Svanatjörn. Minnsta kvíslin rennur vestur út í hinn gamla farveg árinnar.
Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar kemur fram að breidd skriðunnar þar sem gamli farvegur árinnar var sé um 320 faðmar. Þá segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40 metra.
Hét áður Ytra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð austan Blöndudalsvegar, í tungunni á eyrunum milli Blöndu og Svartár, með útsýn austur Ævarsskarð til Bólstaðarhlíðar. Svartárbrú hin ysta er við túnfótinn að norðan og er ofan hennar komið á Norðurlandsveg fremst í Æsustaðaskriðu utan Hólahorns. Tún eru ræktuð af sandeyrum og valllendismóum.
Íbúðarhús byggt 1948 530 m3. Fjós yfir 24 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Hlöður 960 m3. Tún 21 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.
Hallgrímur Pétursson (1614-1674) á Saurbæ
Sálmaskáld. Prestur á Hvalsnesi á Miðnesi 1644-1651 og í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1651-1667.
Margar kirkjur eru kenndar við Hallgrím Pétursson: Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (byggð 1954 – 1957) og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík (byggð 1945 – 1986). Einnig er lítil en falleg kirkja: Hallgrímskirkja Vindáshlíðar í Kjós. Sú kirkja var áður í Hvalfirði en var flutt eftir að Vindáshlíðarkonur höfðu mikið beðið fyrir að fá kirkju.
Sævar Halldórsson (1923-2015) myndasmiður
Sævar Halldórsson fæddist á Patreksfirði 10. september 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. janúar 2015.
Sævar hét fullu nafni Hallgrímur Sævar Halldórsson og ólst upp á Siglufirði, í Fróni. Sævar hélt heimili í Barmahlíð 52 til æviloka.
Útför Sævars fór fram í Háteigskirkju 15. janúar 2015, og hófst athöfnin kl. 13.
Hanna Gret Pálsdóttir (1933-1989)
Hanna Edda Halldórsdóttir fæddist á Siglufirði 25.4.1933
Hún lést á líknardeild Landspítalans 21. desember 1989.
Útför Hönnu Eddu var gerð frá Grafarvogskirkju.
Hans Ploder var fæddur 21. ágúst 1927 í Bruck an der Mur, Austurríki. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi á hvítasunnudag 12. júní 2011.
Var áður nefndur Johan Kurt Ploder.
Útför Hans Ploder fór fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, mánudaginn 27. júní 2011 kl. 15. Jarðsett var í Garðakirkjugarði, Garðabæ.
Hafsteinn Halldórsson (1904-1991) Auðkúlu
Hafsteinn Halldórsson 14. apríl 1904 - 11. maí 1991. Bókari, síðast bús. í Reykjavík. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Auðkúla, Svínavatnshr.
Hann var fæddur í Tungunesi í Svínavatnshreppi 14. apríl 1904 en ólst upp í Selhaga í Bólstaðarhlíðarhreppi. Hafsteinn flutti til Akureyrar um 1930 og vann þar sem bifreiðastjóri.
Halla Björnsdóttir (1861-1955) Borðeyri
Halla Björnsdóttir 16. sept. 1861 - 1. sept. 1955. Húsfreyja á Borðeyri. Húsfreyja þar 1901. Leigjandi á Borðeyri 1930.
Halla Guðmundsdóttir (1969) Saurbæ
Halla Guðmundsdóttir 23.6.1969 frá Saurbæ. Blómaskreytir
Hallbera Eiríksdóttir (1919-1971) Sveinsstöðum
Hallbera Eiríksdóttir 9. júní 1919 - 9. des. 1971. Húsfreyja á Sveinsstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún.
Helga Níelsdóttir (1893-1977) Tungu á Svalbarðsströnd
Helga Níelsdóttir Laxdal 15. júní 1893 - 3. apríl 1977. Húsfreyja í Tungu, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Með foreldrum á Hallandi fram á fullorðinsaldur. Húsfreyja í Tungu á Svalbarðsströnd frá um 1916.
Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi
Álfþór fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og á Seyðisfirði til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar lengst af til 1969 er hann flutti á Seltjarnarnesið.
Guðrún Ólöf Þorbjörnsdóttir 6.11.1946.
Ingibjörg Pétursdóttir Blöndal (1896-1977) Hindisvík
Ingibjörg Þórdís Pétursdóttir Blöndal 14. okt. 1896 - 28. feb. 1977. Var í Tungu, Þverárhr., V-Hún. 1957 Húsfreyja þar 1920. Lengi ráðskona í Hindisvík á Vatnsnesi, V-Hún. Síðast bús. í Þverárhreppi. Ógift og barnlaus.
Þór Ingimar Þorbjörnsson 13. ágúst 1944. Var í Reykjavík 1945. Húsasmiður.
Einar Kristmundsson (1947-2017) Grænuhlíð
Var í Grænuhlíð, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi í Grænuhlíð í Torfalækjarhreppi.
Hann fæddist á Blönduósi 28. ágúst 1947. Hann lést á heimili sínu, Grænuhlíð í Húnavatnshreppi, 3. september 2017.
Geir Ágústsson (1947) Brúnastöðum
Geir Ágústsson 11. jan. 1947, bóndi Gerðum Gaulverjabæjarhreppi.
Haukur Jónsson (1947-2013) Haugum Skriðdal
Haukur Jónsson 24. apríl 1947 - Hann lést á heimili sínu 27. október 2013.
Bóndi og búfræðingur á Haugum í Skriðdal, síðar bús. á Egilsstöðum þar sem hann fékkst við ýmis störf.
Útför Hauks fór fram frá Egilsstaðakirkju 8. nóvember 2013, kl. 14. Jarðsett var í Þingmúlakirkjugarði.
Sigurjón Guðmundur Jónsson 9. sept. 1946 - 2. feb. 2000. Var lengi búsettur í Danmörku og Noregi. Síðast bús. í Noregi. Andaðist á sjúkrahúsi í Bergen mánudaginn 7. febrúar 2000. Morgunblaðið, 43. tölublað (20.02.2000), Blaðsíða 41. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1960186
Bára Lyngdal Magnúsdóttir (1908-1944) Akureyri
Bára Lyngdal Magnúsdóttir 15. jan. 1908 - 2. júlí 1944. Var á Akureyri 1930. Húsfreyja þar.
Daníel Árnason (1948-2008) Eyjakoti
Daníel Árnason fæddist á Blönduósi 16. mars 1948. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, 12. apríl 2008. Hann ólst upp í Eyjarkoti í Vindhælishreppi, A-Húnavatnssýslu.
Var í Eyjarkoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Búfræðingur, fasteignasali og sölumaður í Reykjavík. Hann var félagi í Oddfellowreglunni, stúku nr. 11, Þorgeir. Á annan áratug glímdi hann við MS-sjúkdóminn og markaði sú glíma lífsgöngu hans. Frá árinu 2003 bjó hann á Sjálfsbjargarheimilinu og naut þar góðrar umönnunar.
Daníel var jarðsunginn frá Laugarneskirkju.
Ethel Gudný Björnsson Comber (1918) fædd í Manitoba.
Ethel Gudný Geirsdóttir Björnsson 1919 fædd í Manitoba. Sögð heita Ingibjörg Guðný á myndinni
Lára Sigurðardóttir (1905-1994) Hólsseli
Lára Sigurðardóttir 8. ágúst 1905 - 4. feb. 1994. Var í Hólsseli, Víðihólssókn, N-Þing. 1930. Húsfreyja í Hólsseli um 1940-62.
Ásgeir Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík
Ásgeir Pétur Sigjónsson 30. des. 1905 - 2. sept. 1992. Var á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Kennari á Dalvík, síðast bús. þar.
Ásgeir andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september, 1992 eftir skamma legu.
Ásrún Arnþórsdóttir (1938-2017) Reykjavík
Ásrún Björg Arnþórsdóttir fæddist 26. mars 1938 á Norðfirði. Hún lést 6. október 2017 á heimili sínu í Reykjavík.
Útför Ásrúnar Bjargar fór fram frá Grensáskirkju í dag, 27. október 2017, klukkan 13.
Helga Jónsdóttir (1912-2000) frá Blöndudalshólum
Helga Lovísa Jónsdóttir 9. júní 1912 - 25. feb. 2000. Vetrarstúlka á Sauðárkróki 1930.
Hún var fædd að Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 9. júní 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. febrúar 2000.
Útför Helgu Lovísu fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. mars, og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var í Skútustaðakirkjugarði.
Jón Ólason (1910-1994) Skógum Öxarfirði
Jón Ólason 7. des. 1910 - 12. ágúst 1994. Vinnumaður á Bakka, Garðssókn, N-Þing. 1930. Bóndi í Skógum í Öxarfirði.
Sigyn Frímann (1934-2008) Akureyri
Guðlaug Sigyn Frímann Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri 22. desember 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 1. nóvember 2008.
Húsfreyja og verkakona á Akureyri.
Síðustu árin dvaldi Sigyn á Hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík og á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Útför Sigynar fer fram, 10. nóvember 2008, frá Akureyrarkirkju kl. 13.30.
Hrafnhildur Helgadóttir (1932) Vestmannaeyjum
Hrafnhildur Helgadóttir 3. apríl 1932. Vestmannaeyjum
Sigríður Bjarnadóttir (1910-1997) frá Odda
Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Eldhússtúlka í Kirkjustræti 8 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík.
Sigríður ólst upp í Odda á Rangárvöllum frá 8 ára aldri, hjá systur sinni, Önnu Bjarnadóttur, sem gift var séra Erlendi Þórðarsyni sem þar var prestur.
Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aðfaranótt 18. mars 1997.
Útför Sigríðar fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. mars og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Sigríður Pálsdóttir (1907-2002) Akureyri
Sigríður Lovísa Pálsdóttir 11. jan. 1907 - 18. júní 2002. Var á Akureyri 1910. Húsfreyja á Akureyri 1930. Lést á dvalar heimilinu Hlíð
Benjamín Baldursson (1949) Ytri-Tjörnum
Benjamín Baldursson 22. jan. 1949. Bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit.
Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri
Jóhann Frímann fæddist í Hvammi í Langadal 27. nóvember 1906 og var Austur-Húnvetningur í báðar ættir.
Kennari og síldarmatsmaður á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Skólaárið 1953-'54 var Jóhann í ársleyfi frá skólanum og fór þá námsferð til Bandaríkjanna. Þar stundaði hann m.a. nám í ensku og uppeldis- og sálfræði við háskólana í Syracuse og Washington D.C., auk þess sem hann kynnti sér skólaog skólarekstur á ýmsum stöðum vestra.
Guðrún Sigurjónsdóttir (1937-2004) frá Brekku í Þingi
Guðrún Sigurjónsdóttir fæddist í Brekku í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu 3. júní 1937. Lengstan hluta ævinnar stundaði hún húsmóðurstörf auk verslunarstarfa.
Guðrún var frá unga aldri alin upp í Brekku en seinna byggðu móðir hennar og Þórir Magnússon nýbýlið Syðri-Brekku. Bjó hún hjá þeim þar í nokkur ár en rúmlega tvítug settist hún að í Reykjavík.
Hún lést á heimili sínu að morgni 5. ágúst 2004.
Útför Guðrúnar fór fram frá Fossvogskirkju 13.8.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Hafdís Jóelsdóttir (1937-2006) USA
Hafdís Jóelsdóttir Rebish fæddist í Reykjavík 4. júlí 1937. Hún lést í Bandaríkjunum 3. ágúst 2006.
Útför Hafdísar var gerð ytra.
Theódór Lúðvíksson (1952) Frakklandi
Theódór Lúðvíksson 23. jan. 1952 endurskoðandi. Cessy Frakklandi, starfsmaður Flóttamannahjálpar SÞ 2002. Fósturfaðir hans var Einar Halldórsson Laxness (1931-2016)
Auður Bessadóttir (1944-2020) frá Þverá
Áslaug Harðardóttir (1946) Haga í Grímsnesi
Áslaug Harðardóttir 30. okt. 1946, frá Hrygg í Flóa. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966. Landspróf frá Vogaskóla 1962
Böðvar Jónsson (1925-2009) Gautlöndum
Böðvar Jónsson fæddist 1. júlí 1925 á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík þann 14. nóvember 2009.
Böðvar Jónsson 1. júlí 1925 - 14. nóv. 2009. Var á Gautlöndum, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Gautlöndum í Skútustaðahreppi. Leiðtogi í félags- og menningarlífi Mývatnssveitar og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf.
Útför fór fram frá Skútustaðakirkju, Mývatnssveit, sunnudaginn 22. nóvember kl. 14.
Guðjón Jósefsson 3. jan. 1946. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966
Gunnhildur Hálfdánardóttir (1958)
Gunnhildur Hálfdánardóttir 11. nóv. 1958.
Rósa Benediktsdóttir (1936-2018) frá Kirkjubóli í Strandasýslu.
Hún fæddist á Lækjargötu 9 á Akureyri 16. júní 1936. Rósa var tekin þriggja ára í fóstur af hjónunum Ragnheiði Lýðsdóttur hreppstjóra og Benedikt Grímssyni sparisjóðsstjóra sem bjuggu á Kirkjubóli í Strandasýslu. Ragnheiður og Benedikt reyndust henni ætíð sem bestu foreldrar þó hún héldi alla tíð góðu sambandi við móður sína og með þeim mæðgum var mjög kært.
Rósa flutti til Reykjavíkur sem ung kona og bjó þar alla tíð síðan. Lífsförunautur Rósu var Stefán Þengill Jónsson, f. 26. apríl 1929, d. 10. mars 2001.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. ágúst 2018.
Útför Rósu fór fram frá Langholtskirkju 10. september 2018, klukkan 13.
Jarðarförin fór fram frá Langholtskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.00.
Halldór Albertsson (1886-1961) kaupmaður Halldórshúsi vestra Blönduósi
Halldór Albertsson 15. júlí 1886 - 18. maí 1961. Var í Reykjavík 1910. Fluttist til vesturheims um 1912 og var vestra í 8 ár, 7 ár í Kanada og 1 í Bandaríkjunum, vann skrifstofustörf þar. Kom til Íslands um 1920, fluttist til Blönduóss 1925. Kaupmaður á Blönduósi alllengi. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1933-1961. Sat í sveitarstjórn þar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Bragi Kristjánsson (1921-1992) forstjóri Pósts og Síma
Bragi Kristjánsson 27. ágúst 1921 - 4. sept. 1992. Forstjóri hjá Pósti og Síma í Reykjavík. Var í Reykjavík 1930.
Gústaf Kristjánsson (1904-1968) kaupmaður
Gústaf Jóhann Kristjánsson 1. okt. 1904 - 6. mars 1968. Kaupmaður í Drífanda í Reykjavík 1945.
Philip Jón Arinbjörnsson Bardal 20.9.1943 - 24.10.1985 Winnipeg
Gylfi Guðjónsson (1955) Skagaströnd
Fæddur á Ísafirði. Gylfi Guðbjörn Guðjónsson 30.5.1955 útgerðarstjóri Skagstrendings Skagaströnd. Sauðárkróki.
Hans Júlíusson (1931-2014) Reykjanesskóla, Bjarkarlundi ov
Hans Júlíusson 23. júní 1931 - 20. ágúst 2014 matreiðslumaður, bryti Reykjanesskóla frá 1964 og Bjarkalundi. Rak verslunina Vikivaka á Laugavegi 1983 - 2006.
Helga Gröndal (1875-1937) Meðalfellskot
Helga Benediktsdóttir Gröndal 21. september 1875 - 4. apríl 1937. Húsfreyja í Meðalfellskoti í Kjós, síðar í Hafnarfirði.
Helga Búadóttir (1938) Stóru-Giljá
Helga Búadóttir 16. maí 1938. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja Stóru-Giljá
Helga Sigurðardóttir (1944-1990) Blönduósi
Helga fæddist á bænum Gröf á Vatnsnesi 30. janúar 1944, dóttir hjónanna Unnar Ágústsdóttur og Sigurðar Gestssonar. Hún ólst uppí foreldrahúsum á bænum Mörk í Hvammstangahreppi. Sjúkraliði Blönduósi;
Hún lést í bílslysi á Sandskeiði kvöldið 16. september 1990. "Með henni í bílnum var sonur hennar Snorri ásamt unnustu hans Önnu Björk og tveggja ára syni þeirra. Þau slösuðust öll, en þó mest Anna Björk, sem liggur enn á sjúkrahúsi."
Hún var jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 25. september 1990, kl. 13.30.
Guðjón Einarsson (1949) Mýnesi
Guðjón Einarsson 12. maí 1949 bóndi Mýnesi Eiðaþinghá.
Haraldur Guðnason (1894-1961) sútari og grafari Akureyri
Haraldur Guðnason 19. júlí 1894 - 12. júní 1961. Fóstursonur Otto Tulinius á Akureyri, Eyj. 1901. Sútari á Akureyri 1920. Grafari á Akureyri 1930.
Haraldur var fæddur á Eskifirði og tekinn þar í fóstur af Gerðu og O. Tulinius og fluttist með þeim hingað til Akureyrar 6 ára gamall.
Haukur Þorsteinn Pálsson 29. ágúst 1929. Var á Röðli í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
Halla Guðlaugsdóttir (1854-1924) Sæunnarstöðum
Halla Guðlaugsdóttir 21. nóv. 1854 - 6. júní 1924. Vinnukona á Sölvabakka, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Vinnukona á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1890. . Húsfreyja á Hofi í Skagahr., síðar á Sæunnarstöðum.
Halldór Stefánsson (1884-1948) Héraðslæknir Önundarfirði
Halldór Georg Stefánsson 3. júlí 1884 - 21. feb. 1948. Læknir á Laugavegi 49 b, Reykjavík 1928. Læknir í Reykjavík 1945. Héraðslæknir í Önundarfirði.
Halldór Gíslason (1853-1921) trésmiður Eyrarbakka
Halldór Gíslason 16. feb. 1853 - 2. apríl 1921. Trésmíðameistari Garðbæ Eyrarbakka 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
Halldór Guðmundsson (1952) Holti í Svínadal
Halldór Guðmundsson 24. okt. 1952. Holti í Svínadal.
Halldór Hjálmarsson (1871-1958) Selhaga og Vatnshlíð
Halldór Hjálmarsson 24. nóv. 1871 - 25. júní 1958. Lengst af bóndi á Selhaga á Skörðum, A-Hún. Var á Akureyri 1930. Heimili: Vatnshlíð, Hún.
Jacob Peterson (1884) Gardar Kanada
Jacob Peter Peterson 10.1884 Gardar Kanada
Jakob Bjarnason (1896-1984) Síðu
Jakob Benedikt Bjarnason 26. okt. 1896 - 30. okt. 1984. Bóndi á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Síðu, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Síðu.
Jökull Sigtryggsson (1926-2016) Núpi
Jökull Sigtryggur Emil Sigtryggsson 18. apríl 1926 - 16. júní 2016. Var á Núpi, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Hafþór Gylfason (1961) Skagaströnd
Hafþór Smári Gylfason 27. okt. 1961. Stýrimaður Skagaströnd
Halldór Sölvason (1897-1971) skólastjóri
Halldór Jóhannes Sölvason 16. sept. 1897 - 31. maí 1971. Gafli 1901. Skólastjóri í Fljótshlíð, síðar kennari í Reykjavík. Barnakennari í Reyni, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Halldór Jóhannsson (1877-1933) frá Mjóadal
Halldór Jóhannsson 16. júní 1877 dáinn 2.2.1933. Winnipeg. Fór til Vesturheims 1898 frá Mjóadal, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún.
Halldór Jóhannsson lézt að heimili sínu, Ste. 1 Cumberland Court í Winnipeg, fimtudaginn 2. febrúar 1933. Hann var 55 ára gamall. Skilur eftir konu og uppkomin börn. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu A. S. Bardals laugardaginn 4. febrúar 1933
Halldór Konráðsson (1831-1906) Móbergi
Halldór Konráðsson 22. maí 1831 - 16. nóv. 1906. Var á Hólastöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á Strúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Bóndi og vefari á Móbergi í Langadal.
Óþekktar afhendingar (1950-2006)
Ljósmyndir sem ekki er vitað með vissu hverjir afhentu eða hvenær.
Sigurlaug Ásgrímsdóttir (1938) frá Ásbrekku
Sigurlaug Ingibjörg Ásgrímsdóttir 23. mars 1938, bankastarfsmaður Reykjavík, ógift.
Þórunn Pétursdóttir (1942) Blönduósi
Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957, starfsstúlka á pósthúsinu á Blönduósi 1979.
Milly Jósepsdóttir Coward (1934-1999) frá Blönduósi
Síðast bús. í Bandaríkjunum.
Herdís Ellertsdóttir (1934) Sléttu
Var á Sléttu, Blönduóshr., A-Hún. 1957
Sigvaldi Jósafatsson (1948) Pétursborg
Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari
Loftur Guðmundsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, fæddist 18. ágúst 1892 í Hvammsvík í Kjós. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, bóndi og síðar verslunarmaður í Reykjavík, og Jakobína Jakobsdóttir. Loftur var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Stefanía Elín Grímsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Eftir að hún lést bjó hann með Guðríði Sveinsdóttur.
Loftur fluttist til Danmerkur 1921 og stundaði nám í orgelleik og lærði ljósmyndun og framhaldsnám hjá Peter Elfelt í Kaupmannahöfn 1925. Samhliða ljósmyndanáminu kynnti hann sér kvikmyndagerð. Árið 1945 fór hann til Ameríku til að kynna sér hana frekar.
Lofti var margt til lista lagt, hann var mikill athafna- og uppfinningamaður. Hann stofnaði verslun ásamt öðrum og rak hana þar til hann tók við rekstri gosdrykkjagerðarinnar Sanitas árið 1913 af bróður sínum Guðmundi gerlafræðingi. Árið 1924 seldi hann hlut sinn og ári seinna stofnaði hann ljósmyndastofu í Nýja bíói í Lækjargötu í Reykjavík. Hún var starfrækt þar til 1943 en flutti þá að Bárugötu 5. Hann rak hana til dánardags en niðjar hans tóku við og ráku til ársins 1996.
Loftur fann upp sérstaka myndagerð, svokallaða 15-foto-filmfoto, sem var með 15 myndir af fyrirsætunni á einu spjaldi, og lét sérsmíða ramma fyrir sig til að taka slíkar myndir.
Kvikmyndagerðin heillaði einnig og liggja eftir hann rúmlega 20 myndir í Kvikmyndasafni Íslands. Tvær leiknar myndir byggja á sögu eftir hann sjálfan, Milli fjalls og fjöru (1948) og Niðursetningurinn (1951).
Hann varð konunglegur sænskur hirðljósmyndari árið 1928 fyrir myndir sem hann sendi sænska konunginum að gjöf. Þá hlaut hann viðurkenningu frá Jupiterlicht verksmiðjunni í Þýskalandi fyrir uppfinningu á sérstaklega heppilegri notkun á ljósmyndalömpum.
Loftur lést 4. janúar 1952.