Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Þórormstunga í Vatnsdal
Hliðstæð nafnaform
- Þóroddstunga í mt 1801
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(950)
Saga
Bærinn Þórormstunga [Þóroddstunga í mt 1801] stendur á þurru sléttlendi norður af Tungumúla sem klífur dalinn að nokkru, klettalaus bungulaga fjallshryggur. Allt undirlendið má heita þurrt og gott til ræktunar. Austan undir Múlanum gegnt Kárdalstungu stóð hjáleigan Hólkot við Hólkotskvísl. Þar var búið fram undir 1920. Þórormstunga er ættaróðal frá 1784. Heimagrafreitur er í túninu . Fagurt umhverfi og jörðin góð. Tungukot var í túnfæti og Jökulsstaðir allhátt í norðaustan Múlanum. Í Þórormstungu 1835 bjó Jón Bjarnason stjarnfróði. Íbúðarhús byggt 1964-1967, 417 m3. Fjárhús yfir 475 fjár. Hlöður 1440 m3. Votheysgryfjur 72 m3. Geymslur. Tún 50 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá. Eigandi jarðarinnar 1975; Hannes Jónsson (1893).
Staðir
Áshreppur; Vatnsdalur; Vatnsdalsá; Tungumúli; Múlinn; Kárdalstunga; Hólkot; Hólkotskvísl; Tungukot; Jökulsstaðir; Tunguá; Mislingstangi við Tunguárós; Tunguá; Merkjavarða; Sléttibakki; Tungusporður; Úlfkelskvísl; Úlfkelsvatn; Skammbeinslækur; Skammbeinstjörn; Karyrðlingatjörn; Fellakvísl; Kólkukvísl; Friðmundarhöfða; Úlfkelshæð; Hallarvatn; Dalsbunga; Klapparþúfa; Merkjadæld í Sunnuhlíð; Tunguklyf; Haukagilsréttarhólmi; Saurbær; Tunguós; Hallavatnslækur; Hallarvatnsflá; Friðmundarvatn; Friðmundará; Tungnalækur; Eyjavatn; Dalskvísl; Guðrúnarstaðir; Ás; Forsæludalur; Haukagil; Saurbær; Káradalstunga; Torfustaðakot [Sunnuhlíð);
Réttindi
Þoroddstunga, sumir kalla Vatnsdalstungu.
Hjer segja menn bænhús hafi til forna verið, en enginn veit hjer hafi tíðir fluttar verið, og stendur húsið enn nú. Jarðardýrleiki xl & , og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn er sýslumaðurinn Ari Thorkelsson að Haga á Barðaströnd, eður sonur hans Þorkell. Abúandinn Jón Skúlason. Landskuld ii € xxx álnir, kannske fyrir fám árum væri xxx álnum meir. Betalast í ullarvöru eður peníngum, annaðhvört til eigandans umboðsmanns innan hjeraðs eður til Alþíngis; því eins hafa hjer ær goldist að þær skyldi við kúgildi setja.
Leigukúgildi x. Leigur betalast í smjöri þángað sem landsdrottinn tilsegir innan hjeraðs. Kvaðir öngvar. Kvikfje v kýr, i kvíga veturgömul, liiii ær, xv sauðir tvævetrir og eldri, xv veturgamlir, xxxiiii lömb, iii hestar, i hross, i foli veturgamall, i únghryssa. Fóðrast kann v kýr, xxx lömb, lx ær, vi hestar. Torfrista og stúnga næg. Hrísrif er næsta þrotið so kolgjörð þarf til að fá. Laxveiði og silúngs í Vatnsdalsá hefur að gagni verið en í margt ár ekki. Munnmæli eru, að jörðin eigi selstöðu í Kálfdalstúnguland, en Kálfdalstúnga aftur beit híngað. Brúkað hafa menn selstöðu þessa, og ekkert fyrir goldið, nema líðun beitarinnar af Kálfdalstúngu. Enginu grandar Túnguá með sandi og grjóti. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum. Þurfamannaflutníngur lángur og illur.
Jökulstader, fornt eyðiból, hefur um lángan aldur aldrei bygt verið. þar er nú stundum stekkur, stundum fjárhús frá heimajörðinni, og ómögulegt aftur að byggja nema jörðinni
til afdráttar; hjer er og túnstæði oflítið og ilt til vatns.
Hólkot. Hjáleiga af Þóroddstúngu, bygð undir eður yfír 60 ár, hvað lengur minnast menn ekki. Bygðin var sett á fornu gerði, so líklegt er, að hjer hafi í gamalli tíð bær verið
Hitt er víst, að landið á Þóroddstúnga mótmælislaust um aldur og æfi. Stundum hefur þetta kot í auðn verið og so bygst aftur þar í milli. Dýrleikinn er áður talinn í heimajörðinni, og eigandinn sami. Ábúandinn Sveinbjörn Þorsteinsson. Landskulcl 1 álnir, áður voru lx, en því aftur þokað, að ei bygðist ella. Betalast í ullarvöru og sauðum til heimabóndans, en áður hann hafði umráð til íandsdrottins umboðsmanna. Leigukúgildi iii en nú skortir á þau eina á. þessi iii eru af þeim x, sem áður eru skrifuð á heimajörðinni. Leigur betalast í smjöri til heimabóndans. Kvaðir öngvar. Kvikfje ii kýr, xl ær, ii sauðir tvævetrir, xvi veturgamlir, xxvi lömb, iii hestar, i únghryssa óviss. Fóðrast kann i kýr naumlega, xx lömb. Hinu öllu er á
útígáng vogað. Haganna nýtur ábúandi í óskiftu heimalandi. Sveitar fyrirsvar er hjer ekkert, en tíundir geldur hann, so sem af x jörðu, í fjóra staði.
Starfssvið
Gamall bær var í Þórormstungu en rúmur. Stofa var sunnan bæjardyra en kames og skáli norðan þeirra. I miðröð var eldhús, búr sunnan þess en hlóðaeldhús að norðan. Baðstofan var í austustu röðinni og var hún í fernu lagi, hjónahús syðst, þá miðbaðstofan, miðhús og norðurhús nyrst. Kjallari var undir búrinu þar sem súrmatur var geymdur. Barnaskólinn var í stofunni frammi sem ekki var notuð til annars að vetrinum.
Lagaheimild
Búið hafði verið í Hólkoti frá árinu 1917 en býlið var í rauninni beitarhús frá Þórormstungu og ákaflega nytjalítið. Húsráðendurnir, Júlíus Jónsson og Helga Björnsdótdr, höfðu byggt sér snotran bæ á hólnum norður af fjárhúsunum. Var það baðstofuhús, sæmilega rúmgott og eldhús framan við, aðskilið með timburþili en kjallari var undir og gengið í hann um stiga úr eldhúsinu. Gengið var frá austri inn í eldhúsið en góður gluggi var á baðstofuhúsinu sjálfu á suðurstafni og voru þessi húsakynni ákaflega snyrtileg og vel um gengin.
Innri uppbygging/ættfræði
<1870-1894- Bjarni Snæbjörnsson 2. júlí 1829 - 14. maí 1894. Bóndi í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870. Kona hans; Guðrún Guðmundsdóttir 24. apríl 1831 - 26. ágúst 1917.
1894 og 1901-Jón Hannesson 14. október 1862 - 28. júlí 1949 Bóndi í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Þórormstungu. Kona hans; Ásta Margrét Bjarnadóttir 12. júní 1864 - 22. janúar 1952 Húsfreyja í Þórormstungu,
1910 og 1920- Gísli Jónsson 18. janúar 1878 - 18. maí 1959 Bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Þórormstungu o.v. Kona hans; Katrín Grímsdóttir 18. október 1875 - 13. september 1956 Húsfreyja í Saurbæ í Vatnsdal-.
1944-1959- Skúli Jónsson 3. ágúst 1901 - 12. júlí 1999. Vinnumaður í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Þórormstungu, Áshr., A-Hún. 1957. Verkamaður og verslunarmaður. Síðast bús. á Selfossi. Kona hans; Ástríður Helga Sigurjónsdóttir 10. júlí 1909 - 25. júní 1997. Var á Tindum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Þórormstungu, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. á Selfossi.
1959-1964- Sigfús Sigfússon 19. nóv. 1917 - 29. sept. 2002. Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Orrastöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi í Gröf í Víðidal og Þórormstungu í Vatnsdal. Kona hans; Ragnheiður Konráðsdóttir 21. sept. 1932 - 12. júlí 1997. Var á Orrastöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Gröf í V-Hún.
1964- Jón Helgi Sveinbjörnsson 26. maí 1917 - 11. okt. 1995. Var í Efrakoti , Goðdalasókn, Skag. 1930. Var í Meðalheimi í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi í Þórormstungu í Vatnsdal. Bifvélavirki á Blönduósi. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Helga Sigríður Lárusdóttir 14. apríl 1922 - 26. sept. 2016. Var í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Meðalheimi í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Þórormstungu í Vatnsdal, síðar verkakona á Blönduósi.
Almennt samhengi
Landamerkjaskrá fyrir Þórormstungu.
Að austanverðu ræður merkjum forn farvegur, er liggur í Vatnsdalsá austanvert við Mislingstanga við Tunguárós, að skilur nefndur farvegur Mislingstanga, þar til hann slitnar á litlum kafla, sem Vatnsdalsá er búin að brjóta af fyrir fáum árum, síðan byrjar nefndur farvegur aftur, og liggur í Tunguá hjá Merkjavörðu norðan við Sljettabakka, svo ræður Tunguá merkjum fram að Tungusporði, og þaðan Úlfkelskvísl fram í Úlfkelsvatn, úr Úlfkelsvatni eptir Skammbeinslæk, í Skammbeinstjörn og þaðan beint í austur, þar til hittir merkjalínu Auðkúluheiðar að vestan, (sem er úr Karyrðlingatjörn í Fellakvísl, þar sem Kólkukvísl rennur í hana,) svo eptir þeirri línu fram fremst á Friðmundarhöfða, þaðan byrja aftur merkin að vestan, beina línu í hól, sem er vestan á há Úlfkelshæðinni, svo í stóra grasþúfu, sem er á ásnum, fyrir vestan austara Hallarvatnið, og þaðan í Dalsbungu, þar sem hún er hæst, úr henni í vörðu sem er hornmerki milli Forsæludals og Torfustaða, svo beint út í Klapparþúfu, og þaðan eptir há Múlanum, þar til kemur Merkjadæld í Sunnuhlíð, og eptir henni ofan í syðri enda Tunguklyfs, þaðan ræður Vatnsdalsá norður fyrir Haukagilsrjettarhólma, þaðan norður eptir, þar til Saurbæjarland þrýtur, ræður bein lína úr rjettarbroti norðan í hólmanum í vörðu á Ásbrekku, frá Saurbæjarlandi norður og austur að Tunguósi, ræður Vatnsdalsá, (eða fá farvegur, sem hún rennur nú í,) merkjum milli Áss og Þórormstungu. Heimil er Forsæludals ábúanda beit fyrir kví-fé sitt í Þórormstungu heimalandi fyrir framan beina línu af Dalsbungu í Úlfkelskvísl, þar sem Hallavatnslækur kemur í hana, þegar ábúandi Þórormstungu ekki brúkar það sjálfur, sömuleiðis hefur Forsæludals ábúandi allar slægjur á austari Hallarvatnsflánni, fyrir framan og vestan vatnið, en ábúandi Þórormstungu hefur hana til beitar vetur og vor, og sömuleiðis er Þórormstungu ábúanda heimil beit fyrir framan Friðmundará hvenær sem hann vill. Silungsveiði í Friðmundará, Tungnalæk og vötnunum Friðmundarvatni og Eyjavatni, eptir því sem veiðirjettur jarðama Þórormstungu og Forsæludals getur náð til tjeðra vatna, eiga báðar jarðirnar jafnt. Þórormstunga á selstæði í Káradalstungu landi, og fjárupprekstur í Dalskvíslar.
Þórormstungu, 28. júlí 1890.
Bjarni Snæbjörnsson eigandi Þórormstungu.
Sigvaldi Þorkelsson vegna Guðrúnarstaða.
Guðm. Jónsson vegna eiganda Áss.
Vegna eigna og umráðamanns Forsæludals, Haukagils og Saurbæjar:
T. Hannesson.
Hjörleifur Einarsson
Sem umráðandi Undornfellskirkjugarðar, Káradalstungu og Torfustaðakots.
Lárus Blöndal. Hjörl. Einarsson umráðamenn kirkjujarðarinnar Marðanúps.
Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 238, fol. 123b og 124.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 288
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 238, fol. 123b og 124.
Húnaþing II bls 336