Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
[1200]
Saga
Nyrsti bær í Svartárdal að vestan, stendur við brekkurætur efst í túni á syðribakka Skeggstaðalækjar. Skeggstaðafjall gnæfir í útvestri frá Skeggstaðaskarði að sunnan en lækkar til norðurs framan við Ártún í Blöndudal. Fjósaklif gín gengnt bænum að austan. Brú er á Svartá yst í Skeggjastaðatúni og vegur til bæjar. Tún er harðlent, áður vallendis móar og sandeyrar. Jörðin er landstór og tekur sjaldan fyrir vetrarbeit. Íbúðarhús byggt 1948 224 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 1100 m3. Tún 21 ha. Veiðréttur í Svartá.
Staðir
Svartárdalur; Svartá; Skeggstaðalækur; Skeggstaðafjall; Skeggstaðaskarð; Skeggstaðatún; Ártún; Fjósaklif; Torfleiti; Brúnarfell; Þröskuldur; Tungufjall; Finnstunga, Syðratungukot; Finnadalur; Svartagil; Kílaskarð; Syðrakot; Blöndudalshólar; Bœnhúsbakki; Hulduklettur; Stekkjareyri; Fjósar; Brún; Blöndudalshólar: Botnastaðir; Stóridalur; Eyvindastaðaheiði; Selland; Stafnsheiði; Stafn;
Réttindi
Skieggstader.
Bænahús hefur hjer að fornu verið og stendur þar nú skemma, sem kölluð er bænahús. Enginn veit að hjer hafi í mannaminnum tíðir veittar verið.
Jarðardýrleiki xxx € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandi að xx € þorsteinn Hákonarson að Botnastöðum hjer í sveit. Eigandi að x € Jón Jónsson að Stóradal í Húnavatnssýslu. Ábúandinn Sveinn Eireksson.
Landskuld i € lx álnir inn til næstu fardaga á allri jörðnnni, og galst eftir proportion, þetta ár er ei viss landskuld áskilin heldur eftir samkomulagi, því jörðin hygðist seint. Betalast í landaurum ýmist þar heima eður til landsdrotna. Leigukúgildi ii með parti Þorsteins, ekkert með hinum þetta ár og so hefur verið í tólf ár. Ekki kunna nálægir að undirrjetta hvað mörg kúgildi hjer hafi áður verið, því hjer hafa áður, inn til næstu átta ára, búið eignarmenn. Leigur eftir kúgildi Þorsteins betalast í smjöri. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, i kálfur, lx ær, xii sauðir tvævetrir og eldri, xiiii sauðir veturgamlir, xl lömb, ii hestar, i hross, i únghryssa. Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, hinu öllu vogað á útigáng.
Afrjett hefur áður verið á Eyvindastaðaheiði sem áður segir um Selland, en nú í margt ár aflögð, en brúka upprekstur bæði frá þessari jörðu og öðrum í Svartárdal, sjerdeilis
í tvö ár á Stafnsheiði, og gelst hjer afrjettartollur, eitt lamb af hvörjum tuttugu, til bóndans í Stafni, og so þótt einn maður eigi fleiri þá gelst ei framar.
Torfrista og stúnga lítt nýtandi, brúkast þó. Hrísrif mjög lítið til styrktar með taði undan kvikfje til eldíngar. Túninu grandar skriða úr gili, sem rennur úr snarbröttu fjalli, og hefur þessi skriða tekið mikinn part af vellinum, sem nú er grjótskriða. Engjar eru að mestu eyðilagðar fyri skriðum úr brattlendi, og smálækjum, sem borið hafa á þær grjót og sand.
Hætt er kvikfje fyrir afætudýjum og holgryfjulækjum, og verður oftlega mein að.
Starfssvið
Lagaheimild
Bœnhúsbakki. Á litlum hól skammt fyrir utan og neðan bæinn á Skeggsstöðum stóð bænhús eða hálfkirkja fyrr á tímum. Bæjarlækurinn fellur þar rétt norðan við í alldjúpu gili, og er auðséð að syðri bakkinn hefur grafizt mikið af læknum. Grafreitur hefur verið þarna á hólnum, og var ekki óalgengt, hér áður, að mannabein kæmu út úr lækjarbakkanum. í seinni tíð hefur það ekki komið fyrir, enda bakkinn tekinn mjög að gróa. Eitt sinn, á síðari hluta 10. aldar, dreymdi húsfreyjuna á Skeggsstöðum að til hennar kæmi kona, sem bað hana að aðgæta hvað börnin hennar hefðu að leikfangi, og láta þau ekki vera með það. En húsfreyjan átti börn ung að árum. Hún innti nú börnin eftir þessu, og sögðust þau hafa fundið einkennilegan hlut í lækjargilinu, sem að helzt líktist potti. Kom þá í ljós að börnin höfðu fundið hauskúpu af manni. Á fyrstu búskaparárum Sigvalda Björnssonar á Skeggsstöðum, upp úr síðustu aldamótum, kom lærleggur af manni út úr lækjarbakkanum. Einn heimamanna, Benedikt Benjamínsson, tók legginn, stakk honum undir höfðalag sitt, og vildi freista þess, hvort hann dreymdi ekki eitthvað markvert. Lá leggurinn þar nokkrar nætur, en ekki dreymdi Benedikt neitt, sem orð væri á gerandi. En svo brá við að fólkinu á Skeggsstöðum fannst sem nálykt legði af beininu, og þótti að vonum furðu gegna. Nokkru síðar fór fram útför frá Bólstaðarhlíðarkirkju. Fór Sigvaldi bóndi þangað, tók með sér legginn og lét hann í gröfina.
Hulduklettur. Neðan við túnið á Skeggsstöðum er eyri allstór, er nefnist Stekkjareyri. Er hún öll gróin og slétt og nytjuð sem tún. Sést hún ekki að heiman frá Skeggsstöðum, vegna þess að allháir klettar liggja að henni ofanverðri, og brött grasbrekka á kafla. Hinsvegar blasir hún við suður og yfir frá bænum á Fjósum. Ofarlega á eyrinni norðanverðri er stakur klettur, sem heitir Hulduklettur. Er mælt að í honum búi huldufólk. Svo bar við eitt sinn að maður nokkur á Fjósum sá ljós í kletti þessum að kvöldlagi. En þegar nánar átti að því að gæta var ljósið horfið. Einnig heyrðu menn stundum mannamál í klettinum og kunnu engin skil á. Eitt sinn dreymdi húsfreyjuna á Fjósum að ókunnug kona kæmi til hennar, og segðist búa í bænum suður og yfir á eyrinni. Tjáði hún þau vandkvæði að kýrin sín væri geld, og því vantaði sig mjólk handa börnum sínum um tíma. Þóttist húsfreyjan gefa henni leyfi til að mjólka kú eina í fjósinu, er hún tiltók. Hinn næsta morgun var kýr þessi þurrmjólkuð og hélzt svo um nokkurt skeið. En þá dreymdi húsfreyjuna sömu konuna aftur. Sagði hún þá kúna sína borna, svo að hún þyrfti ekki að fá mjólkina oftar, og þakkaði húsfreyjunni vel fyrir greiðann
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
1900-1938- Jóhannes Sigvaldi Björnsson 9. júlí 1858 - 13. nóv. 1947. Var í Ystagili, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Bóndi á Skeggstöðum. Kona hans; Hólmfríður Bjarnadóttir 25. júlí 1862 - 19. mars 1926. Húsfreyja á Skeggsstöðum.
1934-1966- Sigurður Þorfinnsson 6. okt. 1891 - 11. júlí 1966. Vinnumaður á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarhreppi. Kona hans; Kristín Sigvaldadóttir 23. júní 1900 - 1. jan. 1976. Ráðskona á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Skeggsstöðum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún.
1954- Pétur Sigurðsson 23. okt. 1933 - 11. maí 2000. Bóndi á Skeggsstöðum í Svartárdal, A-Hún. Var þar 1957.
Hrafn Þórisson 28. des. 1943. Kona hans; Valgerður Jóna Sigurðardóttir 25. júlí 1943. Skeggstöðum.
Almennt samhengi
Landamerki Skeggstaða í Bólstaðarhlíðarhreppi innan Húnavatnssýslu eru þessi:
Að sunnan ræður rjett stefna frá vörðu, er sett er á bakka Svartár upp í miðjan læk þann er rennur ofan í Svartá fyrir sunnan svokallað Torfleiti, og úr læk þessum beint upp á hábrún Brúnarfells í vörðu, er stendur á hæsta hrygg þess, þaðan rjettsýnis norður á þröskuld í vörðu, er þar stendur, þaðan beinlínis norður í vörðu á Tungufjalli, þar sem eru hornmerki Finnstungu og Syðratungukots. Frá þessu hornmerki verða landamerkin að norðan austur í vörðu á þröskuldi á Finnadal og þaðan rjettsýnis efst í Svartagil í og yfir undan Bólstaðarhlíð, og ræður þá Svartagil úr því austur í Svartá. Þessi norðurlína fyrir Skeggsstaðalandi er samningur milli mín Sigurðar Sigurðssonar, eiganda Skeggastaða, og mín Jónasar Jónssonar, eiganda Finnstungu, og skal eptir þessum samningi Finnstungubónda eigi hafa Finnadal til hrossa beitar þau sumur, sem Skeggastaðabóndi ætlar að slá á Kílaskarði. En sje eigi þessi samningur haldinn af Finnstungubónda, áskil jeg, Sig. Sigurðsson mjer eða jörðinni rjett til að norðurmerki Skeggstaða sjeu frá áður nefndu hornmerki milli Finnstungu og Syðrakots bein lína austur í áður nefnt Svartagil. Svartá ræður merjum að austan.
Skeggstöðum, 17. maí 1886 Sigurður Sigurðsson
Þessum landamerkjum erum við undirritaðir samþykkir
Halldór Guðmundsson, eigandi Brúnar. – umráðamaður Blöndudalshóla.
St.M. Jónsson eigandi Finnstungu
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð, 20. maí 1886, og innfærð í landamerkjabók sýslunnar No. 39 fol. 21b
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 361
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Húnaþing II bls 189.
Landamerkjabók sýslunnar No. 39 fol. 21b 20.5.1886
Örnefnaþáttur. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1969), Bls. 115-117. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000590639