Hvammur í Vatnsdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Hvammur í Vatnsdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Hvammur 1. Fornt höfuðból. Sýslumannssetur í tíð Björns Blöndals, ættföðurs Blöndalsættarinnar. [Björn Auðunsson Blöndal (1787-1846)]. Bærinn stendur á bungulagaðri hæð í rótum Vatnsdalsfjalls sunnanundir Hvammshjalla [Deildarhjalla], en litlu norðar rís hæsti tindur fjallsins, Jörundarfell. Útsýni fagurt frá bænum, undirlendi mikið en votlent. utan bakkar Vatnsdalsár, sem eru eggsléttir og sem besta tún. Norðan túns eru Hvammsurðir og Hvammstjörn [Urðarvatn]. Hátt í syðri urðinni lifa enn nokkrar reyniviðarhríslur við harðan kost. Íbúðarhús byggt 1911, 443 m3. Fjárhús yfir 485 fjár. Hlöður 1461 m3. Verkfærageymsla 232 m3. Hesthús yfir 16 hross. Fóðurbætisgeymsla og fuglahús. Tún 32,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Hvammur 2; Hefur frá upphafi sagna verið stórbýli og fyrr á öldum kirkjustaður. Á Sturlungaöld bjó þar Þorsteinn Jónsson en synir hans voru Eyjólfur ofsi, sem féll á Þveráreyrum í orrustu við Þorgils skarða og Þorvarð Þórarinsson. Hans synir voru einnig Ásgrímur og Jón sem sóru Hákoni gamla skatt árið 1262. Nokkrar hjáleigur fylgdu jörðinni svo sem; Hvammkot; Syðra-Hvammkot; Eilífsstaðir og Fosskot. Jörðinni var skipt í 2 býli 1926. Íbúðarhús byggt 1911 og 1952, 545 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Fjárhús yfir 520 fjár. Hlöður 1534 m3. Haughús 520 m3; Mjólkurhús og vélageymsla. Tún 38,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Staðir

Vatnsdalur; Áshreppur; Eyjólfsstaðir; Vatnsdalsá; Stóranes; Skinnhúfa; Skinnhúfuklettar; Vatnsfjall; Stórhólmi; Stórhólmatá; Partskvísl; Þingeyrarsandur; Undirfellskirkja; Kerlingareki;
Geirastaðareka; Spákonuarfur; Þingeyraklaustur; Hvammshjalli [Deildarhjalli]; Jörundarfell; Hvammsurðir; Hvammstjörn [Urðarvatn]; Reyniviðarhríslur; Þveráreyrar; Hvammkot; Syðra-Hvammkot; Eilífsstaðir; Fosskot; Hvammssel í Sauðadal; Syðra Hvammkot; Eilífstóftir á gömlu þrælsgerði í Hvammslandi;

Réttindi

Hjer hefur að fornu hálfkirkja verið og stendur húsið enn, þó man enginn hjer hafi verið tíðir veittar. Jarðardýrleiki er sagður að fornu verið hafa lxxx € og varaði það inn til þess að Guðmundur Hákonarson feldi x € af dýrleikanum, þá stórskriða hafði fordjarfað túnið, og síðan er jörðin kölluð og tíunduð lxx €. Eigandinn, so sem um lánga stund hefur haldist, er kóngl.Majestat, og liggur jörðin til Þíngeyraklausturs. Long og gömul munnmæli eru, að þessi jörð sje Kristfje, og fyrir hennar skuld hafi á Þíngeyrum veislumenn verið ii eður iiii,
og þar í milli, og minnast þeir eð enn nú lifa, að veislufólk var á Þíngeyrum, ölmusumenn fæddir í guðs nafni, og ljek so orð á, að það væri skylda klaustursins; seinast í tíð Þorleifs
lögmanns voru þeir öngvir, og síðan aldrei. það er enn ekki fullreynt, hvað í þessum munnmælum sje rjett eður órjett. Ábúandinn á xl € er Bjarni Ólafsson. Landskuld þar af er ii € xx álnir. Betalast með fóðri til lx álna, item x álnir með vallarslætti, hálfur annar eyrirsvöllur, og fæðir lögmaðurinn verkamenn einmælt. Hitt sem meira er betalast með sauðum í kaupstað, síðan Lauritz lögmaður rjeði; áður galst þessi hluti landskuldar heima á jörðinni í fardögum með einni kú, og það í landaurum sem meira var. En í næstu fimm ár, síðan nýjar skriður fordjörfuðu þennan part, hefur lögmaðurinn að nokkrum parti tekið í landskyld ullarvöru og penínga, nema næst umliðið ár vildi hann ekki penínga taka. Leigukúgildi vi. Leigur betöluðust í smjöri heim til klaustursins, inn til þess að næst umliðið ár urðu hjer um misgreiníngar milli lögmanns og ábúanda, af kúgilda uppbótarleysi. Kvaðir eru: Hestlán á Skaga. Dagsláttur í Hnausum. Betalast hvert með v álnum ef ei gelst in natura. Kúgildin eru af lögmanninum óuppbætt í 14. ár. Kvikfjenaður vi kýr, i kvíga veturgömul, xliiii ær, xxi
sauður tvævetrir og veturgamlir, xxxiiii lömb, iiii hestar, i hross, i únghryssa óvís. Fóðrast kann vi kýr, i úngneyti, xx lömb, 1 ær, iiii hestar. Hvað sem meira er, því er vogað á útigáng.

Annar ábúandi ekkjan Kolfinna Skeggjadóttir, hún býr á xxx €. Landskuldin þaraf ij € . Betalast með fóðri til lx álna, item vallarslætti, hálfur annar eyrirsvöllur fyrir x álnir var hjer venjugjald inn til þess að ekkjan Kolfinna tók ábýlið; í þau tvö ár sem hún hefur haldið, hefur lögmaðurinn vægt um þennan vallarslátt, og tekið í þann stað hvað gilt, sem ekkjan hefur megnað. það sem landskuld er meiri gelst í kaupstað, slíkt sem hún megnar, og so hefur verið síðan Lauritz lögmaður rjeði. En áður var so landskuld sem fyrr er sagt um hinn partinn. Leigukúgildi iiii. Leigur gjaldast í smjöri ef til er; þó hefur lögmaðurinn af þessari ekkju tekið bæði penínga uppá landsvísu og so ullarvöru fyrir kúgilda leigur. Kvaðir eru: Hestlán á Skaga. Dagsláttur í Hnausum ut supra.
Kúgildin hefur ekkjan fyrir 2 árum meðtekið, og því ekki á þau híngað til uppbótarvon. Kvikfjenaður iiii kýr, i kvíga veturgömul, xxi ær, iii sauðir tvævetrir, vii veturgamlir, xvi lömb, i hestur, ii hross, i foli tvævetur óvís. Fóðrast kann v kýr, ii úngneyti, xx lömb, xxx ær, iiii hestar.

Hvammkot.
Gömul hjáleiga af þeim parti, sem Bjarni Ólafsson heldur. Dýrleikinn er áður talinn í heimajörðinni. Abúandinn Illugi Bjarnason. Landskuld lxx álnir og því so mikil, að heimabóndinn.
gegnir bæði fyrirsvari og tíundum. Betalast með sauðum til heimabónda í fardögum. Leigukúgildi ii af heimabóndans hendi. Leigur gjaldast í smjöri til heimabóndans.
Kvaðir öngvar. Kúgildin uppýngir heimabóndinn. Kvikfje hjá Illuga iiii kýr, i kvíga tvævetur, xxi ær, vii sauðir tvævetrir og eldri, ix veturgamlir, i hestur, i hross, ii únghryssur, xvi lömb.
Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xvi ær, iiii hestar. Torfrista og stúnga og reiðíngsrista1) næg. Lax og silúngsveiðivon í Vatnsdalsá sem áður segir. Munnmæli eigna jörðinni selstöðu á Sauðadal og segja nokkrir þar sje enn kallað Hvammssel, en í hvörjum reit greina menn ekki skýrlega. Enginn minnist það hafi Hvammsmenn brúkað. Beit eigna menn Hvammi í Bakka og Eyjólfsstaða land, fyrir engjaítök þau, sem áður eru þeim jörðum talin; þetta og hitt er að jafnri vissu og óvissu. Hrísrif eigna menn Hvammi í Flögulandi, mót engjataki
því, sem Flögumenn eigna jörðinni í Hvammslandi. Túnin eru fordjörfuð af skriðum, hefur sá skaði nýlega aukist, og ei óhætt að meiri skaði verði. Engjunum spillir Vatnsdalsá með leir og grjóti. Fjallhagar jarðarinnar mestallir eru eyðilagðir af skriðum fyrir norðan bæinn. Hætt er kvikfje fyrir foröðum og dýjum. Fyrir klettum er vofeiflega hætt sauðfje öllu, bæði um sumar og vetrum. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum. Vatnsból erfítt og lángt til að sækja.

Sidra Hvammkot var hjer hjáleiga, upp bygð fyrst í fjárhússtæði innan 60 ára, bygðist stundum og lá stundum í auðn inn til þess að fyrir meir en 20 árum. Landskuld var lx álnir, og galst í öllum landaurum til heimabóndans. Leigukúgildi voru ii og guldust leigur í smjöri til heimabónda. Kvaðir öngvar. Haga grasnautn var óskömtuð í heimahögum, en töður
og engjar afskamtaðar. þær brúkar nú heima ábúandinn á þeim parti, sem ekkjan heldur. Ei má hjer aftur byggja, þessum parti jarðarinnar að afdráttarlausu. Eilijfs topter var hjer innan 100 ára uppbygt hússmannsból. Hann hafði grasnautn öngva. Hvað kostir hafi verið kann enginn að undirrjetta, og aldrei hefur hjer býli verið so menn viti. En á gömlu þrælsgerði í Hvammslandi var húsnæði þetta sett, og ómögulegt aftur að byggja jörðinni að skaðlausu. þar með hefur skriða brotið mestan hlut hins forna gerðis.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur:

<1855 og 1901- Benedikt Gísli Björnsson Blöndal 15. apríl 1828 - 1. mars 1911 Bóndi í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1860. Sýslumaður, umboðsmaður, hreppstjóri og bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Margrét Ólöf Sigvaldadóttir 29. júní 1830 - 3. október 1890 Var í Grímstungu, Grímstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Hvammi,

Sigurður Sigfús Benediktsson Blöndal 24. apríl 1863 - 18. júlí 1947. Bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Kona hans 10.7.1909; Guðný Einarsdóttir 15. september 1865 - 2. janúar 1902. Tökubarn í Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1870. Húsfreyja í Hvammi í Vatnsdal.

<1910-1922- Hallgrímur Hallgrímsson 29. júlí 1854 - 10. sept. 1927. Var á Vatnsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Var í Meðalheimi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Vinnumaður í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Bóndi á Snæringsstöðum í Svínadal og síðar í Hvammi í Vatnsdal. Kona hans; Sigurlaug Guðlaugsdóttir

  1. okt. 1851 - 5. maí 1921. Var á Sölvabakka, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Húskona í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Snæringsstöðum í Svínadal og síðar í Hvammi í Vatnsdal.

Hvammur 1.
1922-1947; Steingrímur Ingvarsson 28. júní 1897 - 9. okt. 1947. Bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Bóndi þar 1930. Kona hans; Theódóra Hallgrímsdóttir 9. nóv. 1895 - 13. maí 1992. Húsfreyja í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Theódóra bjó áfram til 1960.
1958-1989- Þorleifur Reynir Steingrímsson 21. nóv. 1925 - 3. nóv. 1989. Bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Var í Hvammi 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Salóme Jónsdóttir 31. mars 1926 - 5. mars 2015. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Hvammi í Vatnsdal, síðar bús. í Reykjavík.

Hvammur 2.
1916-1946- Guðjón Hallgrímsson 17. nóv. 1890 - 8. sept. 1982. Búfræðingur og bóndi, lengst á Marðarnúpi í Vatnsdal. Bóndi í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Marðarnúpi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir 26. ágúst 1891 - 11. sept. 1982. Húsfreyja á Marðarnúpi í Vatnsdal. Húsfreyja í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Marðarnúpi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

1946- Hallgrímur Guðjónsson 15. jan. 1919 - 3. ágúst 2018. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur og bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir 29. nóv. 1921 - 29. sept. 2010. Var í Hlöðversnesi, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1930. Var á Hofi, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja að Hvammi í Vatnsdal. Síðast bús. í Reykjavík.

Almennt samhengi

Merkjaskrá fyrir Hvamm í Vatnsdal.
Að sunnan milli Hvamms og Eyjólfsstaða, eru merki ú steini á gömlu heygarðs- eða tóptar- broti við Vatnsdalsá, sunnan til við Stóranes og í annan stein ofar eða fjær ánni, í merkjavörðu á Skinnhúfuklettum og svo sömu leið upp á Vatnsfjall. Að vestan ræður Vatnsdalsá merkjum sem hún sem hún fellur norður fyrir Stórhólma, þá í stein er stendur norðast á Stórhólmatá, þá í merkjastein norðanvert við Partskvísl, og frá honum í landamerkjavörðu á litlum melhól í fjallshlíðinni skammt fyrir ofan veginn, heldur þá áfram sama merkjalína upp á há Vatnsdalsfjall. Að austan er merkjalínan eptir háfjallinu sem vatn fellur til vesturs, milli áður greindra þverlína að sunnan og norðan.

Hvammi, 31. júlí 1890.
B.G. Blöndal eigandi Hvamms.
Jónas Guðmundsson eigandi Eyjólfsstaða.

Ítök: Hvammur á reka á Þingeyrarsandi móts við Undirfellskirkju, sem liggur milli Kerlingareka og Geirastaðareka. Ennfremur á Hvammur í Spákonuarfi, að því sem reka- og landamerkjaskráa Þingeyraklausturs sýnir í ,,Íslensku fornbrjefasafni No. 120”, útgefnu 1890.

Hvammi, 31. júlí 1890.
B.G. Blöndal.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 242, fol. 126b.

Tengdar einingar

Tengd eining

Theodóra Hallgrímsdóttir (1895-1992) Hvammi í Vatnsdal (9.11.1895 - 13.5.1992)

Identifier of related entity

HAH02080

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eggert Guðjónsson (1927-1953) frá Marðarnúpi (15. nóvember 1927 - 10. maí 1953)

Identifier of related entity

HAH7342

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1927

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigvaldi Benediktsson Blöndal (1852-1901) veitingamaður Sauðárkróki (24.6.1852 - 13.3.1901)

Identifier of related entity

HAH06774

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1852

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá (16,11,1836 - 12.5.1894)

Identifier of related entity

HAH07410

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1836

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Blöndal (1825-1878) prestur Hofi á Skaga (7.11.1825 - 3.6.1878)

Identifier of related entity

HAH05497

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1825

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Benediktsson Blöndal (1852-1887) Breiðabólsstað og Steinnesi (23.10.1852 - 5.8.1887)

Identifier of related entity

HAH02774

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00039

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Eggertsdóttir (1868-1929) Siglufirði (23.8.1868 - 13.9.1929)

Identifier of related entity

HAH06399

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Blöndal (1873-1961) kennari frá Kornsá (26.7.1873 - 14.1.1961)

Identifier of related entity

HAH04266

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingunn Hallgrímsdóttir (1887-1951) Hofi (24.4.1887 - 4.3.1951)

Identifier of related entity

HAH06001

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magnús Björnsson Blöndal (1830-1861) sýslumaður Selalæk á Rangárvöllum (6.4.1830 - 15.9.1861)

Identifier of related entity

HAH02871

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórhildur Guðjónsdóttir Ísberg (1925) Blönduósi (1.12.1925 -)

Identifier of related entity

HAH06189

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingvar Steingrímsson (1922-2009) Eyjólfsstöðum í Vatnsdal (3.3.1922 - 2.4.2009)

Identifier of related entity

HAH01523

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Heiðar Steingrímsson (1924-2000) frá Hvammi í Vatnsdal (13.6.1924 - 28.2.2000)

Identifier of related entity

HAH01372

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal (3.6.1905 - 7.2.1988)

Identifier of related entity

HAH01285

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sveinn Jónsson (1872-1963) Grímstungu (23.7.1872 - 25.2.1963)

Identifier of related entity

HAH05996

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi (25.9.1851 - 21.10.1906)

Identifier of related entity

HAH06777

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir (1857) Hjallalandi frá Syðriey (27.7.1857 -)

Identifier of related entity

HAH07174

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórdís Jónasdóttir (1892-1944) hjúkrunarkona Winnipeg og Boston (6.2.1892 - 1944)

Identifier of related entity

HAH05995

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Magnúsdóttir (1862) vk Eyjólfsstöðum og Hvammi í Vatnsdal (21.5.1862 -)

Identifier of related entity

HAH07408

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólöf Snæbjarnardóttir (1856-1920) Þórormstungu (18.10.1856 - 28.3.1920)

Identifier of related entity

HAH09099

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurjón Sigurðsson (1895-1953) Hvammi Vatnsdal (12.8.1895 - 10.11.1953)

Identifier of related entity

HAH09116

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magnús Blöndal Benediktsson (1856-1920) frá Hvammi í Vatnsdal (19.11.1856 - 3.4.1920)

Identifier of related entity

HAH09357

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

María Sveinsína Gísladóttir (1899-1990) frá Sneis (11.7.1899 - 5.12.1990)

Identifier of related entity

HAH08008

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hafsteinn Gunnarsson (1949) (12.7.1979 -)

Identifier of related entity

HAH04606

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnshlíð á Skörðum ([1500])

Identifier of related entity

HAH00178

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfellskirkja 1893- (1893)

Identifier of related entity

HAH00569a

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hríslan í Hvammsurðum ((1960))

Identifier of related entity

HAH00304

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalsfjall ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00589

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Haukur Garðarsson (1974) Hvammi (8.4.1974 -)

Identifier of related entity

HAH04840

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Sigvaldadóttir Blöndal (1830-1890) Hvammi Vatnsdal (29.6.1830 - 3.10.1890)

Identifier of related entity

HAH06729

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1851-1921) Snæringsstöðum og Hvammi Vatnsdal (24.10.1851 - 5.5.1921)

Identifier of related entity

HAH06728

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallgrímur Hallgrímsson (1854-1927) Snæringsstöðum í Svínadal og Hvammi Vatnsdal (29.7.1854 - 10.9.1927)

Identifier of related entity

HAH04745

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rósa Ívarsdóttir (1891-1982) Hvammi og Marðarnúpi (26.8.1891 - 11.9.1982)

Identifier of related entity

HAH06492

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Salóme Jónsdóttir (1926-2015) Hvammi í Vatnsdal (31.3.1926 - 5.3.2015)

Identifier of related entity

HAH07970

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Benediktsson Blöndal (1863-1947) Hvammi í Vatnsdal (24.4..1863 - 18.7.1947)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástríður Erlendsdóttir (1959) Hvammi (26.10.1959 -)

Identifier of related entity

HAH05185

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ástríður Erlendsdóttir (1959) Hvammi

controls

Hvammur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Reynir Steingrímsson (1925-1989) Hvammi í Vatnsdal (21.11.1925 - 3.11.1989)

Identifier of related entity

HAH01872

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Benedikt Gísli Björnsson Blöndal (1828-1911) Hvammi í Vatnsdal (15.4.1828 - 1.3.1911)

Identifier of related entity

HAH02568

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvammsfoss og Hvammsurðir Vatnsdal. (874 -)

Identifier of related entity

HAH00801

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Hvammsfoss og Hvammsurðir Vatnsdal.

er stjórnað af

Hvammur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðjón Hallgrímsson (1890-1982) Marðarnúpi (17.11.1890 - 8.9.1982)

Identifier of related entity

HAH03896

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallgrímur Guðjónsson (1919-2018) Hvammi í Vatnsdal (15.1.1919 - 3.8.2018)

Identifier of related entity

HAH01370

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fjóla Kristmannsdóttir (1921-2010) Hvammi (29.11.1921 - 29.9.2010)

Identifier of related entity

HAH01970

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Fjóla Kristmannsdóttir (1921-2010) Hvammi

controls

Hvammur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00049

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 1.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 299
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 242, fol. 126b.
Húnaþing II bls 326 og 327

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir