Sunnudaginn 27. júlí lézt hér í borg Þórður Eyjólfsson fyrrverandi hæstaréttardómari, og er með honum genginn einn fremsti lögfræðingur þjóðarinnar á þessari öld.
Þórður Eyjólfsson var Borgfirðingur, fæddur 4. maí 1897 að Kirkjubóli í Hvítársíðu, og voru foreldrar hans Eyjólfur Andrésson bóndi þar og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir, Annars voru ættir Þórðar af Suðurlandi. Eyjólfur, faðir hans, var bróðir séra Magnúsar Andréssonar prests að Gilsbakka, en þeir voru Árnesingar að uppruna; er ævisaga Magnúsar Andréssonar eftir séra Magnús Helgason skólastjóra prentuð í Andvara 1924, og má þar lesa ýtarlega greinargerð um föðurætt Þórðar.
Móðir hans, Guðrún, var aftur ættuð úr Rangárvallasýslu, dóttir Brynjólfs Stefánssonar bónda og hreppstjóra að Selalæk á Rangárvöllum og konu hans, Vigdisar Árnadóttur.
Þórður varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavik 1917 og hafði lesið undir prófið utanskóla, en stúdentsprófi lauk hann frá sama skóla 1920. Haustið sama ár hóf hann nám við lagadeild Háskólans og lauk embættisprófi í lögfræði 19. júní 1924. Að loknu lagaprófi gerðist hann fulltrúi bæjarfógetans i Reykjavik og starfaði þar til ársloka 1927. Árin 1928—1929 var hann við framhaldsnám í lögfræði í Berlín og Kaupmannahöfn, en eftir heimkomu eða nánar tiltekið frá ársbyrjun 1930 tii ársloka 1933 stundaði hann ýmis lögfræðistörf í Reykjavík. Einkum fékkst hann við dómstörf, enda skipaður setudómari og skiptaráðandi I ýmsum málum. En jafnframt þessu fékkst hann við ritstörf, vann að samningu ritsins Um lögveð, sem út kom 1934 og hann hlaut fyrir doktorsnafnbót í lögfræði. Hafði hann safnað efni til þess á námsárum sínum erlendis. I ársbyrjun 1934 fékk Magnús Jónsson prófessor við lagadeild Háskólans leyfi frá störfum og var Þórður þá settur prófessor í hans stað og skipaður 12. nóvember 1934 eftir fráfall Magnúsar. Ekki naut þó Háskólinn lengi starfskrafta Þórðar, því að hann var skipaður hæstaréttardómari 24. september 1935, en prófessorsembætti gegndi hann þó til 1. september 1936. I Hæstarétti sat
hann síðan til 1. desember 1965, er hann fékk lausn frá embætti að eigin ósk. Auk þessara aðalstarfa hlóðust á Þórð margvísleg önnur störf. Hann var kennari við Verzlunarskóla Islands 1924—1927; var formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur 1932—1935; í stjórnarnefnd sjúkrahúsa og heiibrigðisstofnana 1934—1936; var varamaður i Iandskjörstjórn
1934—1936; prófdómari við lagadeild Háskólans 1937—1943 og við prófraunir héraðsdómslögmanna 1937—1967; hann sat í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1938—1970; Íslenzk-ameriskri skaðabótanefnd 1943—1944; var skipaður í nefnd til ráðuneytis milliþinganefnd i stjórnarskrármálinu 1945; formaður Sakfræðingafélags Islands var hann 1949—1958; varaformaður stjórnar hugvísindadeildar Visindasjóðs 1958—1974. Hann sat i ritstjórn De nordiska Kriminalistföreningarnas Arsbok frá 1948 og i ristjórn Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab frá 1949. Þótt hann ætti þannig fjölbreytilegan starfsferil er augljóst, að starfskrafta sfna hefur hann einkum helgað dómsýslu og fræðimennsku; er þó ógetið starfa
hans við lagasmíð, en að þeim verður vikið nokkru nánar siðar.
Þórður Eyjólfsson var dómari I Hæstarétti í rúm 30 ár, en áður hafði hann gegnt dómarastörfum við Bæjarfógetaembættið I Reykjavík og sem sérstaklega skipaður dómari.
Þegar hann var skipaður hæstaréttardómari, voru aðeins Iiðin 15 ár frá því að Hæstarétti var komið á fót. Dómstóllinn var því ung stofnun, þótt hann stæði á gömlum merg, sakir beinna tengsla við Landsyfirréttinn, sem rekja mátti óslitið til Alþingis hins forna. En Hæstiréttur hafði á skömmum starfstíma sinum ekki notið neinnar hylli þeirra stjórnmálamanna, sem þá fóru með völd, dómendum hafði verið fækkað í þrjá með vafasamri heimild, embætti hæstaréttarritara formlega afnumið um skeið, þótt aldrei kæmist það til framkvæmda, og auk þess var öll ytri aðstaða næsta bágborin. Skylt er að hafa i huga, að hér réð miklu viðleitni til sparnaðar i ríkisútgjöldum, sem þó óneitanlega veikti stöðu dómsins. Þá höfðu að auki staðið miklar deilur um Hæstarétt og hann sætt hörðum árásum, einkum Tímans og Alþýðublaðsins. Að vísu fæ ég ekki séð, að þær hafi stjórnast af neinni réttlætiskennd, heldur miklu fremur óstýrilæti, en þær voru þó til þess fallnar að veikja traust á dómstólnum. Ádeila á dómstóla var raunar engan veginn fordæmalaus, því að oft hafði verið deilt hart á Landsyfirréttinn, meðan hann starfaði. Þeir voru. skipaðir í dómaraembætti sama dag, Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson. Var sú ráðstöfun harðlega gagnrýnd I Morgunblaðinu, en gagnrýnin hijóðnaði von bráðar, enda tókst áður en varði góður friður um Hæstarétt, sem síðan hefur haldizt. Er það til marks um almennt traust. Virðist mér að í
þeim efnum hafi Hæstiréttur nokkra sérstöðu meðal æðstu stofnana þjóðfélagsins og þarf ekki að hafa mörg orð um, hversu mikilvægt það er. Verður hér að hafa í huga, að hlutverk dómsins er, eins og annarra dómstóla, að skera úr réttarþrætum borgaranna, sem oft eru tengdar mikilvægum hagsmunaárekstrum, sem haft geta viðtæk áhrif, þannig að tilefni til ýfinga og ádeilu eru ærin. Með starfi sínu í Hæstarétti hefur Þórður Eyjólfsson verið meðal þeirra, sem drýgstan þátt hafa átt í því að styrkja þessa stöðu Hæstaréttar i islenzku þjóðfélagi. Hefur hann þar lagt fram ómetanlegan skerf til íslenzkrar réttarmenningar og um leið til þróunar Islenzks þjóðfélags, sem ég trúi að metinn verði að verðleikum, þegar tímar liða.
Dómstörf eru ábyrgðarmikil, erfið og lýjandi, ekki sizt í hinum æðstu dómstólum, þar sem dómar eru endanlegir. Með hverjum áratug hafa verkefni Hæstaréttar orðið viðameiri, sem raunar stafar ekki aðallega af þvi að málum hafi fjölgað, heldur miklu fremur hinu að þau hafa orðið flóknari og fyrirferðarmeiri eftir þvi sem umsvif hafa aukist í landinu. Þrátt fyrir þetta skilaði Þórður miklu verki sem fræðimaður I lögum og liggja þar eftir hann fjölbreytileg ritstörf. Sérnám hans var einkum á sviði fjármunaréttar eða nánar tiltekið eignarréttar eins og doktorsritgerð hans, Um lögveð ber vitni um. Ekki er unnt að gera grein fyrir efni hennar hér, en það eitt skal sagt, að hún verður um langan aldur grundvallarrit á þessu
sviði. Við lagadeild Háskólans voru kennslugreinar Þórðar almenn lögfræði, persónu-, sifja- og erfðaréttur, ög svo refsiréttur. Af þessum greinum ritaði hann mest um persónurétt og er þar einkum að nefna Agrip af persónurétti, sem kom út fjölritað 1936, en það var stofninn að riti hans Persónuréttur, sem út kom 1949 og hefur siðan verið aðalkennsluritið I þessari grein við lagadeild Háskólans. Er raunar líklegt, að svo verði um langan aldur enn, ef löggjöf verður ekki gerbreytt, en á þvi eru engar horfur eins og sakir standa. Er ritið framúrskarandi ljóst og skilmerkilega samið og sómir sér hið bezta meðal hliðstæðra rita á Norðurlöndum. I þessu viðfangi má og nefna ritgerð hans um vernd á persónulegum hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni, en hana lagði Þórður fram sem umræðugrunvöll á 19. þingi norrænna lögfræðinga 1951. Á íslenzku birtist ritgerð um sama efni I Ulfljóti 1961. A sviði refsiréttarins er einkum að nefna ritgerðirnar Upptaka ólöglegs ávinnings f Timariti lögfræðinga 1952 og Fésektir í sama riti 1963. Þá var Þórður Eyjólfsson einn fremsti réttarsögufræðingur meðal islenzkra lagamanna. Af verkum hans í þeirri grein tel ég einna mestan feng að ritgerðinni Refsiréttur Jónsbókar, sem birtist I Afmælisriti Einars Arnórssonar 1940, þar sem flóknu efni eru gerð ákaflega glögg skil. I Sögu Alþingis samdi hann ritið Alþingi og héraðsstjórn, sem hefur að geyma yfirlit yfir sveitarstjórnarlöggjöf frá upphafi til ársins 1945, og í Afmælisriti Ólafs Lárussonar birtist ritgerðin Þrír dómar eignaðir Ara iögmanni Jónssyni. Þar sýnir hann fram á með skarplegri heimildarýni, að tilteknir dómar eignaðir Ara lögmanni Jónssyni (Arasonar) geti ekki verið frá hans hendi, og er ritgerðin ekki einungis framlag til réttarsögu, heldur og til aðferðafræði almennrar sagnfræði. Auk þessara rita hefur Þórður samið ritgerðir á sviði höfundaréttar, sjóréttar og félagsréttar, og í erlendum timaritum hafa birzt eftir hann yfirlitsritgerðir um Islenzkan sifjarétt og þróun skaðabótaréttar á Islandi. Má af þessu sjá, hversu fjölbreytt ritstörf liggja eftir Þórð, og er hér þó engan veginn allt talið. Árið 1967 gaf Lögfræðingafélag Islands út bókina Lagastafi, sem hefur að geyma safn helztu ritgerða hans. — I viðurkenningar skyni fyrir fræðistörf sín, sæmdi Háskólinn í Helsinki hann heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði árið 1963. Hér má og geta þess, að Þórður hefur samið margar álitsgerðir um ýmis lögfræðileg efni, m.a. fyrir stjórnvöld, og mega margar þeirra teljast fræðilegar ritgerðir.
Fyrr var þess getið að Þórður Eyjólfsson hefði fengizt mikið við lagasmíð og eru þar á meðal margir viðamiklir lagabálkar, sem hann átti hlut að. Má hér nefna lögræðislögin nr. 95/1947 erfðalögin nr. 8/1962, útvarpslögin nr. 19/1971 og höfundalögin nr. 72/1973. Ennfremur vann hann mikið starf við endurskoðun einstakra þátta almennra hegningarlaga, siglingalaga, og við samningu nýrra laga um hlutafélög, en frumvarp þar að lútandi hefur ekki verið lögfest. öllum þessum lögum og lagafrumvörpum hafa fylgt ýtarlegar skýringar og athugasemdir, sem hann átti mikinn þátt I að semja.
Árið 1930 kvæntist Þórður Eyjólfsson Halldóru Magnúsdóttur. Voru foreldrar hennar Magnús Magnússon skipstjóri, stýrimannaskólakennari og siðar framkvæmdastjóri I Reykjavik og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir. Með þeim var jafnræði og samheldni eins og bezt mátti verða. Börn þeirra eru: Magnús framkvæmdastjóri, Ragnheiður húsmóðir og Guðrún kennari.
Hvorki var Þórður Eyjólfsson mikill að vexti né vallarsýn, en kvikur var hann á fæti og léttur á sér. Hann lét ekki mikið fara fyrir sér, enda hógværð og hlédrægni honum I blóð borin. I öllu lífi sínu var hann vammlaus og í framkomu alúðlegur, blátt áfram og fordildarlaus. En hvorki skorti
hann þó röggsemi né myndugleika, ef slikt átti við. Stundum gat hann virzt dálftið viðutan. Allra mann fljótastur var hann að átta sig á kjarna hvers máls og I meðförum hans urðu flóknir hlutir einfaldir Qg ljósir. Um þetta bera rit hans glöggt vitni eins og áður er rakið. Kennsla lét honum þvf mjög vel og get ég borið um það af eigin reynd, því að hann var um skeið kennari minn við lagadeildina, — er hann kenndi þar um skamma hríð. Þórður var víðlesinn i bókmenntum bæði fornum og nýjum, ekki sizt kveðskap, og kunni kynstur af vísum og kvæðum. Sjálfur mun hann hafa verið prýðilega hagmæltur, en flíkaði því aldrei svo að ég vissi til. Hann hafði næmt auga fyrir hinu skoplega og skemmtilega og kunni frá
mörgu slíku að segja — og sagði vel frá. Fyrr á árum mun hann hafa verið höfundur ýmissa gamanmála, en því hélt hann ekki á loft fremur en hagmælsku sinni