Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Þórhildur Jakobsdóttir (1912-1996) Árbakka
Parallel form(s) of name
- Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir (1912-1996) Árbakka
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
29.2.1912 - 19.8.1996
History
Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist á Skúf í Norðurárdal, A.-Hún., 29. febrúar 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 19. ágúst 1996.
Þórhildur var sex mánaða gömul er faðir hennar féll fyrir Hvítadauðanum. Jakob dó á Vífilsstöðum 1912 og fór Þórhildur þá í fóstur að Árbakka á Skagaströnd, til hjónanna Ólafs Björnssonar og Sigurlaugar Sigurðardóttur konu hans og ólst þar upp. Leit hún æ síðan á þau hjón sem aðra foreldra sína og unni þeim heitt. Minntist hún oft Bjargar, dóttur þeirra, sem hún kallaði Boggu systur sína.
Hjá Ólafi og Sigurlaugu á Árbakka hafði verið vinnukona, Margrét Andrea Jónsdóttir. Hún varð blind þegar leið á aldur hennar og bað Bogga, systir Þórhildar, hana að líta til með gömlu konunni, svo að ekki færi illa um hana í ellinni. Tóku þau Þórhildur og Guðmundur hana til sín og var hún hjá þeim yfir 20 ár eða þangað til hún lést.
Eftir lát Guðmundar eiginmanns síns fluttist Þórhildur fyrst að Árbakka, til Jakobs sonar síns og Helgu konu hans, en árið 1992 fór hún á dvalarheimilið Sæborgu á Skagaströnd og dvaldist þar þangað til dró að ævilokum hennar. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. ágúst s.l. og varð banalega hennar ekki löng. Það var áreiðanlega í samræmi við óskir hennar.
Útför Þórhildar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Skúfur: Árbakki: Reykjavík:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Hún hafði miklar mætur á góðum bókum og þó framar öðrum á ljóðabókum. Mikið af ljóðum Einars Benediktssonar kunni hún utan að og mat hann framar öðrum skáldum. Davíð Stefánsson var annað eftirlætisskáld hennar. Órímuð nútímaljóð áttu ekki upp á pallborðið hjá henni og urðu henni oft til aðhláturs, ef henni fundust þau afkáraleg. Sjálf var hún mjög vel hagmælt og orti margt, sem hún hafði þó ekki fyrir allra augum. Meðal annars orti hún eftirmæli eftir Önnu Torfadóttur, mágkonu sína, móður mína og systra minna, og snart það ljóð okkur djúpt. Þar blöstu við nokkur einkenni hennar sjálfrar, sem okkur urðu minnisstæðust, svo sem hin djúpa viðkvæmni svo og hlýja í garð hinna látlausu og hógværu. Hnyttnar lausavísur kunni hún margar og þó sagði hún Þormóð bróður sinn vera sér fremri í þeim fróðleik og naut ég þess eitt sinn er hann kom í heimsókn til systur sinnar meðan ég var þar.
Eina skáldsögu samdi Þórhildur, "Seint fyrnast ástir" (undir dulnefninu Hildur Inga) og mun hún hafa verið byggð á sannsögulegum atburðum þar nyrðra.
Internal structures/genealogy
Móðir hennar var Hallfríður Sigurðardóttir, f. 14.8. 1873 á Geirastöðum í Hróarstungu, saumakona og húsmóðir, d. 21.3. 1928 á sjúkrahúsi á Blönduósi. Hallfríður var af svonefndri Njarðvíkurætt eystra. Faðir hennar var Jakob Frímannsson, f. 4.8. 1878 að Vindhæli, hann var árs gamall er móðir hans dó og ólst hann upp á Kjalarlandi hjá Sigríði föðursystur sinni. Hann eignaðist Kjalarland eftir föður sinn en gerðist bóndi á Neðra-Skúf, skáld og barnakennari, d. 18.8. 1912 á Vífilsstöðum, hann gat rakið ættir sínar í Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslur.
Systkini Þórhildar voru
1) Frímann Sigurður, f. 3.6. 1906 – 14.9.1974, bóndi í Krossavík í Vopnafirði, giftur Ingibjörg Margrét Sigmarsdóttir f. 14. mars 1914 - 4. ágúst 2000, þau áttu þrjú börn;
2) Þuríður Rannveig, f. 10.8. 1907;
3) Þormóður Ingvar Jakobsson f. 1. september 1909 - 3. september 1991 Pálmalundi 1941, Sólbakka, Blönduóshr., A-Hún. 1946 og 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.
Þórhildur giftist 10.7. 1938 Guðmundi Torfasyni, f. 5.2. 1901 í Kollsvík, Rauðasandshr., Barð. Af Kollsvíkurætt, vélstjóri og lengi starfsmaður í Stálsmiðunni, d. 3.12. 1991 í Rvík. Foreldrar hans voru Torfi Jónsson f. 1. júlí 1857 - 5. apríl 1904 Bóndi í Kollsvík á Rauðasandi. Drukknaði og Guðbjörg Ólína Guðbjartsdóttir f. 6. ágúst 1862 - 9. mars 1954 Grundum I, Sauðlauksdalssókn, V-Barð. 1930. Húsfreyja í Kollsvík á Rauðasandi.
Þórhildur og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap á Njálsgötu 36 í Rvík.
Þau eignuðust þrjú börn, þau eru
1) Sigurlaug Ólöf, f. 2.8. 1939, maður hennar Jón Þór Þórhallsson f. 1. mars 1939 - 1. janúar 1978 Syðri-Ánastöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. þau eiga tvo drengi, Guðmund Þór og Ingvar Pál;
2)Torfi Guðbjartur, f. 12.12. 1943, giftur Kolbrún Elín Anderson f. 21. maí 1944. Faðir: Ralph Wiiliam Anderson, f. 20.5.1918, d. 16.9.1991, þau eiga tvo drengi, Guðmund Rúdólf og Sigurbjörn Hlöðver;
3) Jakob Hallfreður Hreiðar, f. 27.4. 1945; giftur Helgu Ingibjörgu Hermannsdóttur f. 8.1.1947 og eiga þau tvær dætur, Þórhildi Björgu og Herdísi Þórunni.
Langömmubörn Þórhildar eru sex stúlkur.
General context
Þórhildur var skapheit kona og viðkvæm í lund og átti því til að grípa til hinna sterkari orða ef henni rann í skap, svo sem flestum mönnum er títt, en ég vissi ýmis dæmi til þess að hún sá eftir því síðar ef hún hafði orðið of hvassyrt í garð annarra. Skaplyndi hennar mildaðist með aldrinum og vildi hún þá helst hafa frið og sátt við alla menn, ekki síst þá sem hún hélt að hefðu tekið nærri sér orð hennar áður fyrr.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Þórhildur Jakobsdóttir (1912-1996) Árbakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Þórhildur Jakobsdóttir (1912-1996) Árbakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Þórhildur Jakobsdóttir (1912-1996) Árbakka
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 22.8.2017
Language(s)
- Icelandic