Showing 10349 results

Authority record

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Corporate body
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Corporate body
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Corporate body
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Corporate body
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

  • HAH00115
  • Corporate body
  • 1901 - 1974

Byggður fyrst 1901 (eldra húsið). Vísast í afmælisrit skólans um byggingasögu þess. Yngra húsið er teiknað af Einar Ingiberg Erlendssyni 15. okt. 1883 - 24. maí 1968. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Byggingameistari í Skólastræti 5 b, Reykjavík 1930. Fyrsta steinsteypta húsið sem hann teiknar.

Kvennaskólinn á Hverabökkum

  • HAH0990
  • Corporate body
  • 1936-1956

Árný Filippusdóttir byggði húsið Hverabakka og rak þar kvennaskóla 1936-56.

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

  • HAH00614
  • Corporate body
  • 1879 -1901

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytriey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum dráttum, unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju á báða bóga.

Kverkfjöll

  • HAH00690
  • Corporate body
  • (1950-)

Ástæða er til að vara ferðamenn við snöggum veðrabrigðum við Kverkfjöll og í grennd, þar sem þoka, stórviðri og sandbyljir geta skollið á fyrirvaralítið. Því er góður búnaður nauðsynlegur og ítrasta varúð á leið að íshelli og á jökul vegna hruns, jökulsprungna og dimmviðris. Brýnt er að hafa öll nauðsynleg hjálpartæki með á jökul, svo sem áttavita eða GPS-tæki, línur, brodda og sólgleraugu.

L Szacinski Ljósmyndastofa Carl Johansgade 20 Christiania (Osló)

  • HAH09279
  • Corporate body
  • 1867 - 1916

Hann fæddist í Suwalki í Pólandi 16.4.1844 - 8.7.1894
Hún fæddist í Christiania Noregi 16.9.1845 - 4.2.1922
Hulda Szaciński øket firmaets samling av medaljer og utmerkelser. Da hun deltok på Bergensutstillingen i 1898 averterte hun: «Grundlagt 1867. Medaljer i Wien 1873, Drammen 1873, Paris 1874, Filadelfia 1876, Kristiania 1883, Stockholm 1898». Hun fikk også medaljer i Bergen i 1898, i Paris i 1900 og i Christiania i 1905.

Lækjardalur á Refasveit [Efri og Neðri]

  • HAH00216
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrstur bæja í Efribyggð. Bæjarhús stands sem næst í miðju láréttu túni. Bærinn er gamall úr timbri og torfi, með járnþaki. Peningahús úr sama efni. Jörðin er landlítil og nokkuð stór hluti hennar uppblásnir melar, sem ná til sjávar í vestri, en við Laxá í norðri. Á melasvæði þessu alllangur og djúpur dalur sem ekki sést fyrr en að er komið og er hann allgróinn, skjólsæll og haggóður. Af dal þessum munu lækjardalsbæirnir draga nöfn sín. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr blönduðu efni. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús fyrir 150 fjár. Hesthús fyrir 12 hross. Hlöður 150 m3. Votheysgeymsla 25 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Jörðin var í eigu Árna Jónssonar á Sölvabakka og Friðgeirs Kemp í Efri-Lækjardal 1975, að jöfnu.

Lækjarhlíð í Svartárdal

  • HAH00376
  • Corporate body
  • 1979-

Áður en girt var utanum safnið í Lækjarhlíð 1979 var féð passað af nokkrum mönnum. Sáu Lýtingar aðallega um það. Voru það fremur erilsöm og illa þökkuð skil. Allir þeir sem í göngum höfðu verið voru skyldugir að hjálpa til við yfirreksturinn. Var oftast farið að reka féð úr hlíðinni um klukkan sex að kvöldi. Á þeim tíma sem féð var flest tók yfirreksturinn langan tíma.

Sama haustið og slysið varð við Stafnsrétt 1976 var sett upp færanleg brú á hjólum. Síðan hún kom er yfirrekstur fjárins allur annar og auðveldari. Þegar safnið var komið í nátthagann var það á ábyrgð vökumanns þar til dráttur hófst að morgni.

Var svo lengi mælt fyrir í fjallskilaseðlum að dráttur skyldi hefjast er markljóst var orðið. Hinn fyrri Stafnsréttardagur er nú að kvöldi kominn. Við höfum séð safnið steypast ofanaf dalbrúninni við Fossa, séð alla fjárbreiðuna í Lækjarhlíðinni og fylgst með stóðdrætti. Allt stórkostlegt sjónarspil.

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

  • HAH00081
  • Corporate body
  • 1903 -

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Lágafell Blönduósi

  • HAH00116
  • Corporate body
  • 1878

Lágafell - Bræðslubúð 1878 - Kristjanía 1916. Konkordíuhús 1933. Lágafell var byggt á grunni Kristjaníu.
Upphaflega var Bræðslubúð í eigu Hólanesverslunar líkt og Hillebrantshúsið. Jóhann Möller kaupir svo bæði húsin 1882 þegar Hólanesverslun hætti starfsem hér.
Húsin standa/stóðu á lóð þeirri sem Bryde fékk útmælda 1876 30 x 30 faðmar [2511 m2].

Lagarfljót - Lögurinn

  • HAH00361
  • Corporate body
  • (1950)

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Við Lagarfljót standa meðal annars Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Hringvegurinn liggur yfir Lagarfljót við Egilsstaði um 301 metra langa brú. Var þessi brú sú lengsta á Íslandi frá því hún var byggð[1] árið 1958 og fram til ársins 1973.
Fljótið er stíflað á tveimur stöðum til raforkuframleiðslu. Fyrst neðan Eyjabakkafoss með 38 metra hárri stíflu sem nefnist Ufsarstífla og er hluti Kárahnjúkavirkjunar og einnig neðar við Lagarfossvirkjun. Með Kárahnjúkavirkjun var rennsli Jökulsár á Brú einnig að mestu veitt yfir í Jökulsá í Fljótsdal sem hefur haft mikil áhrif á rennsli, grugg og hitastig í Lagarfljóti.

Árni Böðvarsson, íslenskufræðingur, skrifaði í handbók sinni, Íslenskt málfar, um heitið Löginn, sem sumir nota yfir Lagarfljót. Í bókinni telur hann styttingu þessa vera verk aðkomufólks og einkum hafða um þann hluta þess sem mest líkist stöðuvatni. Hann vitnar þar í bréf Jóns Þórarinssonar tónskálds sem hann skrifar 23. júní 1987. Jón bætti við í bréfinu:
Þessi nafngift er alveg úr lausu lofti gripin og á sér að ég ætla enga stoð í rituðu máli fornu né í málvenju heimamanna.

Lagarfoss e/s

  • HAH00876
  • Person
  • 1904-1949

Sjö skip Eimskipafélagsins hafa borið þetta nafn frá upphafi.
Lagarfoss var smíðaður í Noregi 1904. Það var í eigu Eimskipafélags Íslands frá 1917 til 1949 þegar það var rifið í Danmörku.

Svo er það síðasti "bróðirinn" Mercandia Importer byggt 1974 Eimskip kaupir 1977 og skírir Lagarfoss nr þrjú með því nafni Skipið selt úr landi 1982 og fær nafnið Rio Tejo. Það varð sprenging og eldsvoði í því út af Máritaníu 28-02-1987 og var það svo rifið upp úr því í Belgíu

Landakirkja Vestmannaeyjum (1774)

  • Corporate body
  • 1774 -

Smíði kirkjunnar hófst árið 1774 en talið er að henni hafi ekki lokið að fullu fyrr en 1780. Þá voru íbúar í Eyjum um 200. Þjónaði hún báðum kirkjusóknunum uns sameinaðar voru árið 1837 í prestskapartíð séra Jóns Austmanns að Ofanleiti en hann þjónaði Vestmannaeyjum 1827 til 1858.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Landakirkju í aldanna rás. Upphaflega var hún turnlaus, sneitt af burstum og engin forkirkja, látlaus og einföld í sniðum, laus við tískuprjál rokokkó-stílsins sem þá var ríkjandi byggingarstíll. Fyrir vesturgafli var sett upp klukknaport en þar voru höfuðdyr. Auk þeirra voru dyr á norðurhlið í kór.

Þrennar breytingar eru veigamestar, einkum þær, sem gerðar voru á dögum Kohls sýslumanns (1853-1860). Var þá reistur turn á kirkjuna og klukkurnar fluttar þangað. Predikunarstóll stóð hægra megin í kórdyrum en var fluttur yfir altarið og er það fátítt hérlendis. Skilrúm með útskornum myndum af postulunum tólf, sem var milli kórs og kirkju, var fjarlægt og svalir settar fyrir vesturenda og fram með langveggjum og ýmsar aðrar breytingar gerðar. Nokkru áður, um 1820, hafði farið fram umfangsmikil og dýr viðgerð á timburverki kirkjunnar.

Árið 1903 stóð Magnús Ísleifsson trésmíðameistari fyrir allmikilli viðgerð á kirkjunni. Voru gluggar stækkaðir niður, dyr á norðurhlið í kór voru teknar af og reist forkirkja úr timbri. Hvelfingu, blámálaðri með gylltum stjörnum, var breytt, svalir breikkaðar um helming og söngpallur stækkaður að mun.

Þriðja veigamesta breytingin var gerð á árunum 1955-1959. Reist var ný forkirkja og turn og jafnframt sæti og gólf endurnýjað. Var kirkjan endurvígð eftir þá breytingu 4. október 1959. Teikningar gerði Ólafur Á. Kristjánsson bæjarstjóri.

Árið 1978 var sett eirþak á Landakirkju. Þá voru pottgluggar frá því um aldamót teknir úr kirkjunni og nýir harðviðargluggar með tvöföldu gleri settir í staðinn. Á aðalsafnaðarfundi 6. september 1987 var samþykkt að hafist yrði handa við að koma upp safnaðarheimili á kirkjulóðinni. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 1. maí 1988 og safnaðarheimilið vígt 17. júní 1990 í tengslum við 210 ára afmæli Landakirkju. Páll Zóphóníasson teiknaði safnaðarheimilið. Frá siðaskiptum hafa 38 prestar gegnt prestsþjónustu í Vestmannaeyjum. Árið 1924 fannst skammt frá Kirkjubæ legsteinn sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts sem Tyrkir vógu 1627. Er steinninn varðveittur í Þjóðminjasafni. Eftirlíkingu steinsins, sem var yfir moldum sr. Jóns, varð naumlega bjargað undan jarðeldunum 1973. Árið 1977, á 350. ártíð sr. Jóns, var steinninn reistur aftur í Eldfellshrauni á þeim stað þar sem áður var Kirkjubær. Landakirkja er þriðja elsta steinkirkja landsins, næst á eftir Hóladómkirkju í Hjaltadal, sem fullgerð var 1763, og Viðeyjarkirkju frá 1774.

Landakotskirkja Reykjavík (1929)

  • Corporate body
  • 23.6.1929 -

Árið 1859 komu fyrstu kaþólsku prestarnir hingað til lands eftir siðaskiptin. Það voru þeir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin og keyptu þeir jörðina Landakot við Reykjavík og settust þar að. Faðir Baudoin reisti litla kapellu við þetta hús 1864. Hún var síðar leyst af hólmi af timburkirkju við Túngötu, nálægt prestsetrinu. Þessi kirkja var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu Montfortprestar, sem höfðu tekið við trúboðinu í Íslandi árið 1903, að leggja drög að byggingu nýrrar kirkju. Ýmsar teikningar voru gerðar en loks var ákveðið að smíða kirkju í nýgotneskum stíl. Hornsteinninn var lagður 1927. Árið 1929 var kirkjan fullreist.

Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var falið að teikna kirkjuna. Sameinaði hann í teikningum sínum gotneskan stíl við séríslensk einkenni, og má einkum greina það í ytri burðarsúlum kirkjunnar, sem minna á stuðlaberg í fjallshlíð. „Landakotskirkja sýnir að enn má yrkja í stein, og að Íslendingar hafa nokkuð fram að leggja í þeirri grein hinna fögru lista,“ sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í grein í jólablaði Tímans árið 1927. Jens Eyjólfsson, byggingameistari bæjarins, sá um að reisa kirkjuna. Breyttist hún nokkuð í meðförum hans, og var til dæmis hætt við að reisa turnspíru ofan á turn kirkjunnar.

Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð þann 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg.

Athöfnin hófst klukkan hálfníu um morguninn á því að Willem van Rossum kardínáli, og einn helsti hvatamaður að hinni nýju kirkju, gekk til gömlu kirkjunnar, og var þar haldin stutt messa. Að því loknu voru helgir dómar kirkjunnar bornir úr gömlu kirkjunni og yfir í þá nýju. Meulenberg, sem nú var prefekt kirkjunnar, gekk með helgidómana einn hring í kringum kirkjuna og fylgdi skrúðfylking á eftir. Þegar inn í hina nýju kirkju var komið var altarið vígt.

Í kjölfarið fylgdu ýmsar helgiathafnir sem kardínálinn v. Rossum framkvæmdi, ásamt prestum kirkjunnar og fylgdarliði sínu. Að vígslu lokinni var haldin messa. Messugerðinni lauk á því að kardínálinn söng Te Deum úr hásæti sínu, en söfnuður og aðkomufólk stóð upp. „Gengu klerkar síðan með kórdrengjum fyrir í skrúðgöngu úr kirkjunni.“

Dómkirkjan ber nafn Krists konungs í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og heilögum Jósef.

Árið 1956 var sett upp orgel í kirkjunni sem smíðað var hjá Fröbenius-smiðjunni í Kaupmannahöfn. Kirkjan og orgelið hafa verið endurnýjuð nokkrum sinnum, síðast 1999-2000.

Á hægri hlið við innganginn í kirkjuna stendur tréstytta frá miðöldum af Maríu mey með barninu. Talið er að hún sé frá 14. öld. Líklega var hún í sveitakirkju á árum áður en eftir siðaskiptin tók bóndinn á Reykhólum hana í hús sitt. Hún var gefin Landakotskirkju árið 1926 og þar er hún tignuð sem „Reykhóla-María“. Jóhannes Páll páfi II krýndi styttuna þegar hann heimsótti Ísland í júní 1989.

Í tilefni af hátíðinni „Kristni í 1000 ára á Íslandi“ var dómkirkjan heiðruð og fengin nafnbótin „basilika“, hin eina í löndum Norður-Evrópu. Hinn 1. júlí 2000 lýsti Edward Idris Cassidy kardínáli þessari nafngjöf yfir við hátíðlega messu í dómkirkjunni.

Til hægri fyrir dyrum úti er brjóstmynd af Marteini Meulenberg biskupi (1872-1941) en hann stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Hann var fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir siðaskiptin.

Til vinstri við kirkjuna var þann 17. september 2000 afhjúpuð stytta af konu og nefndist hún „Köllun“. Hana gerði listakonan Steinunn Þórarinsdóttir til minningar um mannúðarstörf Jósefssystra sem störfuðu á Íslandi í meira en eina öld.

Landmannalaugar

  • HAH00362
  • Corporate body
  • (1950)

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi. Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Úfið hraun í Landmannalaugum
Ferðafélag Íslands rekur skála í Landmannalaugum og þar er skálavörður að sumri. Ferðafélagið reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni til frá 1969. Það stendur í um 600 metra hæð við jaðar Laugahrauns og þar nálægt eru heitar uppsprettur sem vinsælar eru til baða.
Skálar eru á þessum stöðum leiðinni milli Landmannalauga og Skóga:
Álftavatn
Botnar í Emstrum
Fimmvörðuháls
Hrafntinnusker
Hvanngil
Þórsmörk

Landsendahvammur

  • HAH00363
  • Corporate body
  • (1950)

Blöndugil
Best er að ganga gilið frá suðri til norðurs. Farið er að gilinu við haug þann er Þramarhaugur er nefndur. Fyrst er komið að Landsenda og Landsendahvammi, en þar eru tölverðar leifar af birkiskógi. Síðan er gengið með Gilinu til norðurs.

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Corporate body
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Langadalsfjall

  • HAH00782
  • Corporate body
  • 874 -

Langadalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu og liggur austan við endilangan Langadal, en austan við fjallið er svo eyðidalurinn Laxárdalur fremri.

Fjallið nær frá mynni Laxárdals í norðri suður að mynni Svartárdals við Bólstaðarhlíð og er um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð á milli dalanna. Ýmsir hlutar fjallsins heita svo sérstökum nöfnum eftir bæjum sem undir því standa, svo sem Bólstaðarhlíðarfjall og Holtastaðafjall upp af Holtastöðum.

Langidalur

  • HAH00364
  • Corporate body
  • (1950)

Langidalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og liggur frá Refasveit við Blönduós til suðausturs inn að mótum Blöndudals og Svartárdals. Raunar er það aðeins austurhluti dalsins, austan við Blöndu, sem kallast Langidalur, nafnið er ekki notað um svæðið vestan árinnar, að minnsta kosti ekki af heimamönnum.
Meðfram dalnum endilöngum er Langadalsfjall, um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð yfir í Laxárdal fremri, eyðidal austan fjallsins. Langidalur er grösugur og búsældarlegur og þar er fjöldi bæja. Kirkja sveitarinnar er á landnámsjörðinni Holtastöðum en af öðrum höfuðbólum má nefna Geitaskarð og Móberg.

Langiskúr 1891 - íbúðarhús 1911

  • HAH00662
  • Corporate body
  • 1891 -

Skúrinn lét Jóhann Möller byggja 1891, til suðurs frá austurenda Möllerspakkhúss (Hillebrantshúss). Þar var upphaflega fiskverkun og saltgeymsla. Skúrinn komst í eigu Jóns Benediktssonar á Húnsstöðum og Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk en síðar Jóns sonar hans. Þeir eignuðust skúrinn þegar Óli Möller fór á hausinn, höfðu gengið í ábyrgð fyrir hann. Íbúðarhús 1910.

Langjökull

  • HAH00879
  • Corporate body
  • 874 -

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð.

Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Austan undir jöklinum er jökullónið Hvítárvatn en það er upphaf Hvítár.

Lára Bjarnadóttir (1916-2008) Reykjavík

  • HAH01703
  • Person
  • 5.7.1916 - 22.8.2008

Lára Petrína Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1916. Hún andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 22. ágúst 2008.
Útför Láru fór fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík og hófst athöfnin klukkan 13.

Lára Bjarnadóttir (1936-2020) Mosfellsbæ

  • HAH08825
  • Person
  • 17.4.1936 - 1.3.2020

Lára Ragnhildur Bjarnadóttir, Lóló, var fædd í Haga í Austur-Húnavatnssýslu þann 17. apríl 1936. Starfaði við umönnun, verslunarstörf, bókhald og sem læknaritari.
Hún lést 1. mars 2020. Lóló var stödd á Gran Canaria með sínum góða vini Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni þegar kallið kom. Hún var jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 3. júlí 2020, kl. 13.

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

  • HAH01699
  • Person
  • 25.8.1913 - 12.7.2010

Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54 í Reykjavík, fæddist á Laugarvatni hinn 25. ágúst 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þann 12. júlí 2010. Útför Láru fer fram frá Háteigskirkju í dag, 29. júlí 2010, kl. 15. Lára og Haukur hófu búskap á Bárugötu 14 í Reykjavík, en fluttu síðar að Lokastíg 18. Árið 1948 fluttu þau í Barmahlíð 54, hús sem þau byggðu ásamt sveitungum og vinum, og bjuggu þar uns þau færðu sig yfir á Dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík fyrir tæpum sex árum.

Lára Eggertsdóttir (1903-1996)

  • HAH01700
  • Person
  • 21.5.1903 - 20.10.1996

Lára Eggertsdóttir fæddist í Vestri-Leirárgörðum 21. maí 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Útför Láru fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Lára Guðmannsdóttir (1892-1983) Vesturhópshólum

  • HAH07632
  • Person
  • 14.9.1892 - 6.3.1983

Ingibjörg Lára Guðmannsdóttir 14. september 1892 - 6. mars 1983. Húsfreyja á Vesturhópshólum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Versturhópshólum í Þverárhreppi. Síðast bús. í Reykjavík.

Lára Helga Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

  • HAH09123
  • Person
  • 17.6.1916 - 4.10.2017

Lára Gunnarsdóttir fæddist 17. júní 1916, að Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún, og ólst þar upp. Var á Botnastöðum í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Gjaldkeri í Reykjavík 1945. Forstöðukona dagheimila í Reykjavík um árabil og starfaði síðar hjá Dagvistun Stéttarfélags Reykjavíkurborgar. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Heiðursfélagi í Fóstrufélagi Íslands. Nefnd Helga Lára við skírn.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 4. október 2017. Útförin fór fram frá Bústaðakirkju 20. október 2017, klukkan 13.

Lára Ingibjörg Magnúsdóttir (1903-1989)

  • HAH01701
  • Person
  • 4.10.1903 - 25.12.1989

Hún fæddist 4. október 1903 í Hafnarhólma, Seltjörn, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu.
Lára fékk fyrst hjartaáfall fyrir fjórum árum síðan og það var einmitt seint á jóladagskvöld. Hún hafði haft það fyrir siðað bjóða börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum á þessum degi til jólaveislu. Þá 82 ára gömul lét hún ekki allan þennan fjölda aftra sér frá því að fjölskyldan ætti gleðileg jól saman. Það má segja að þarna fyrir fjórum árum hafi henni orðið fyrst misdægurt. Þetta voru síðustu jólin hennar á heimili sínu í Meðalholti 5. Stuttu síðar fluttist hún að Hrafnistu og dvaldi þar síðan. Lára bjó í Meðalholtinu í rúm 40 ár og var mjög heilsuhraust kona alla tíð. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvaða fæði væri best til að halda góðri heilsu og ræddi það mikið.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.

Lára Málfríður Vigfúsdóttir Hjaltalín (1900-1992)

  • HAH01702
  • Person
  • 19.1.1900 - 13.5.1992

Hún fæddist í Brokey aldamótaárið. Vilhjálmur og Lára bjuggu allan sinn búskap á Narfeyri. Hann tók við af foreldrum sínum, Málfríði og Ögmundi, er þau hættu búskap.

Lára Ólafsdóttir (1867-1932) Verzlunarstjóri á Akureyri

  • HAH09166
  • Person
  • 16.9.1867 - 24.8.1932

Lára Ólafsdóttir 16.9.1867 - 24.8.1932. Verzlunarstjóri Gránufélagsins á Akureyri frá 1903. Forstöðukona Sápubúðarinnar á Akureyri. Andaðist að heimili sínu 24. ágúst. Ógift barnlaus.
Jarðarförin ákveðin n k. miðvikudag og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Brekkugötu 7. kl. 1 e. h.

Lára Pálsdóttir (1908-1953) Reykjavík

  • HAH06808
  • Person
  • 6.12.1908 - 10.5.1953

Lára Pálsdóttir 6. des. 1908 - 10. maí 1953. Leigjandi á Njálsgötu 50, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Tökubarn Gerðakoti í Hvalnesssókn 1910.

Lára Sigríður Guðmundsdóttir (1912-1997) Sæbóli

  • HAH01705
  • Person
  • 4.8.1912 - 5.10.1997

Lára Guðmundsdóttir var fædd 4. ágúst 1912 í Kárdalstungu í Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 5. október 1997.
Útför Láru var gerð frá Fossvogskirkju 15.10.1997 og hófst athöfnin klukkan 15.

Lára Sigurðardóttir (1905-1994) Hólsseli

  • HAH05054
  • Person
  • 8.8.1905 - 4.2.1994

Lára Sigurðardóttir 8. ágúst 1905 - 4. feb. 1994. Var í Hólsseli, Víðihólssókn, N-Þing. 1930. Húsfreyja í Hólsseli um 1940-62.

Lára Sigurðardóttir (1921-2008) frá Mánaskál

  • HAH02202
  • Person
  • 2.5.1921 - 9.12.2008

Lára Kristín Sigurðardóttir fæddist á Mánaskál í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 2. maí 1921. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 9. desember 2008.

Lára Sigurjónsdóttir (1905-1997)

  • HAH01706
  • Person
  • 17.7.1905 - 24.3.1997

Lára Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarvík í Hrísey 17. júlí 1905. Hún andaðist á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Útför Láru fór fram frá Hríseyjarkirkju 5. apríl.

Lára Waage (1908-1993) Seyðisfirði

  • HAH01704
  • Person
  • 9.10.1908 - 29.6.1993

Lára var fædd á Hlaðhamri í Hrútafirði 9. október 1908, dóttir hjónanna Ólafíu Sigríðar Theódórsdóttur og Ágústs Theódórs Blöndal. Ung fluttist hún með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar, ólst þar upp og bjó þar síðan fram á miðjan aldur.

Láretta Eulalía Stefánsdóttir (1891-1959) Sigríðarstöðum og Sólbakka [Lárettuhús] Blönduósi.

  • HAH01707
  • Person
  • 30.8.1891 - 1.5.1959

Hún var bráðger að þroska og kom snemma í ljós að hún var bæði dugleg og kjarkmikil, enda reyndi fljótt á það og æ síðan. Móðir þeirra systkina andaðist er Lára var um fermingu og stóð hún þá fyrir búi föður síns árlangt. Eftir það brá hann búi og kom yngri börnunum í fóstur. En þau eldri sáu um sig sjálf og varð það fyrst fyrir að reyna að afla sér einhverrar menntunar. Fóru þau þrjú í Flensborgarskólann og luku þar prófi, þótt ekki væri farkostur mikill. En þau héldust i hendur og hjálpuðu hvert öðru eftir mætti fjárhagslega. Komst Lára svo að orði síðar, að sjaldan hefði hún gert neitt af slíkum vanefnum, en fáir tímar hefðu orðið sér yndislegri en skólaveran.
Ung giftist hún ágætum manni og duglegum, Pétri Jónssyni frá Vesturhópshólum, Áttu þau hið fyrsta hjúskaparár sitt heima á næsta bæ við mig og þar leit ég Láru í fyrsta sin og verður kynning sú minnisstæð.

Lifsgleði, kjarki og æskuhreysti stafaði frá þessari ungu, glæsilegu konu. Pétur og Lára bjuggu síðan nokkur ár á Sigríðarstöðum í Vesturhópi. Árið 1923 brugðu þau búi og hugðust flytja á Blönduós. Sama ár andaðist Pétur eftir stutta legu en stranga. „En álftin sat eftir hnipin mjög og dapurleg", segir i draumsögu Þorsteins á Borg.
Á Blönduósi vænkaðist hagur hennar svo, að síðustu árin bjó hún í eigin húsi. En árið 1930 breytti hún ráði sínu og flutti til Reykjavíkur. Mun hún hafa haft það fyrir augum að léttara yrði henni þar að setja son sinn til mennta. En það kom snemma í ljós að hann var mjög góðum hæfileikum gæddur og námslöngun eftir því. Virtist nú lífið brosa við að nýju.

En þá dró skjótt fyrir sólu. Einn af vágestum mannkynsins, sem læknavísindin heyja enn stríð við svo að ekki má á milli sjá, lagði þennan efnilega son að velli, fimmtán ára gamlan, eftir harða baráttu.

Lárus Árnason (1922-2011) Ási á Skagaströnd

  • HAH01708
  • Person
  • 18.8.1922 - 21.5.2011

Lárus Árnason frá Ási á Skagaströnd lést laugardaginn 21. maí 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Hann fæddist í Víkum á Skaga, hinn 18. ágúst 1922 og var því 88 ára að aldri. Hann var yngstur í hópi tíu systkina. Lárus og Sigurlaug hófu búskap sinn í Laufási á Skagaströnd en fluttu nokkrum árum síðar að Ási þar sem þau bjuggu alla tíð uns þau fluttu á Dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd.
Lárus var jarðsunginn í Hólaneskirkju á Skagaströnd, mánudaginn 30. maí 2011, kl. 13.

Lárus Björnsson (1889-1987) Grímstungu

  • HAH01709
  • Person
  • 10.12.1889 - 27.5.1987

Hann var fæddur á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum 10. desember árið 1889, en Réttarhóll var ekki neitt venjulegt býli. Faðir hans, Björn Eysteinsson, reisti þar frumstæð bæjarhús sumarið 1886 og bjó þar ásamt konu sinni, Helgu Sigurgeirsdóttur, til vorsins 1891 að hann flutti vestur að Skárastöð um í Austurdal í Miðfirði. Síðan hefur ekki verið búið á Réttarhóli og leitarmannakofi, sem þar stóðum eitt skeið, var aflagður vegna draugagangs, að því er sagt er. Um lífshlaup þeirra feðga á Réttar hóli og annars staðar eru gagnmerkar heimildir í ævisögum þeirra beggja. Lárus og Petrína í Grímstungu voru enn á unga aldri er við vorum börn. Í okkar huga voru þau ímynd þess fullkomleika og öryggis, sem ekkert gat raskað. Faðir hans bjó á ýmsum jörðum og ég held að Lárusi hafi fundist hann fá öryggið og staðfestuna í Grímstungu. Þar lést móðir hans líka. Grímstunga var hans kastali og þaðan sótti hann til velsældar og til þess að verða fjárríkasti bóndi í Húnavatnssýslu og vera með búskap á þremur jörðum. En þar var líka stutt á heiðarnar til þeirra heima er hannhafði slitið barnsskónum í og þekkti betur en nokkur annar, og það svo, að hann fór í leitir nær sviptur sýn, en lét dreng vera augun.
Lárus var alla ævi mikill sjálfstæðismaður. Hugsjónir Sjálfstæðisflokksins hæfðu vel skaphöfn hansog atorku. Það lýsir vel festu Lárusar í þessum efnum, að Hannes á Undirfelli falaðist eftir fylgi hans til þess að fella Jón á Akri. En Hannes fór bónleiður til búðar og segir um það í ævisögu sinni: "Þetta taldi ég of langt gengið, þó að ég væri móðurbróðir hans, því að hann vissi, hvað ákveðinn ég var." Dóttursonur Hannesar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
En nú er fjallahöfðinginn fallinn. Hann fer ekki framar á heiðina, en heiðin man hann.

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá

  • HAH07410
  • Person
  • 16,11,1836 - 12.5.1894

Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 16. nóvember 1836 [15.11.1836] - 12. maí 1894. Fæddur í Hvammi í Vatnsdal. Sýslumaður á Staðarfelli á Fellsströnd og í Innri-Fagradal, Dal. Síðar sýslumaður og alþingismaður á Kornsá í Vatnsdal, A-Hún. Var á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1870. Riddari af dbr. „Gleðimaður mikill og annálað karlmenni, en jafnframt hinn glæsilegasti maður og kom hvarvetna vel fram“, segir í Dalamönnum

Lárus Erlendsson (1896-1981) frá Beinakeldu, San Francisco, California

  • HAH08936
  • Person
  • 7.10.1896 - 10.9.1981

Lárus Erlendsson 7. okt. 1896 - 10. sept. 1981. Var í Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1901. San Francisco, California. Síðast búsettur; San Mateo, San Mateo, California. Immegration í NY 19.2.1920. Flutti til San Fransisco 16.1.1935.

Lárus Eysteinsson (1853-1890) prestur Staðarbakka

  • HAH06574
  • Person
  • 4.3.1853 - 5.5.1890

Lárus Eysteinsson 4. mars 1853 - 5. maí 1890. Var á Refstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Prestur á Helgastöðum í Reykjadal, Þing. 1881-1884 og á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. frá 1884 til dauðadags. „Gáfaður maður en drykkfelldur“, segir Einar prófastur.

Lárus Gíslason (1864-1950) Grund

  • HAH04929
  • Person
  • 21.11.1862 - 27.11.1950

Lárus Gíslason f. 21. nóv. 1862 Neðri-Mýrum, d. 27. nóv. 1950. Var á Neðrimýrum í Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Bóndi í Skrapatungu á Laxárdal fremri, A-Hún. 1901. Verkamaður á Blönduósi. Grund 1906 - 1950

Lárus Guðmundsson (1896-1981) Vindhæli

  • HAH05140
  • Person
  • 6.10.1896 - 21.9.1981

Lárus Guðmundur Guðmundsson 6. okt. 1896 - 21. sept. 1981. Bóndi og trésmiður á Vindhæli í Vindhælishr., A-Hún. Bóndi á Vindhæli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Herðubreið, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Lárus Hallbjörnsson (1929-2002) vélstjóri Reykjavík

  • HAH07328
  • Person
  • 26.8.1929 - 9.2.2002

Lárus Hallbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1929.

Hann lést á líknardeild Landakots 9. febrúar 2002. Útför Lárusar fór fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. febrúar 2002, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Lárus Jakobsson (1892-1967) Leysingjastöðum ov.

  • HAH09248
  • Person
  • 12.10.1892 - 27.2.1967

Lárus Jakobsson 12. okt. 1892 - 27. feb. 1967. Vinnumaður í Sólheimum, Svínavatnssókn, A-Hún. 1910. Bóndi Syðri Löngumýri 1920. Fjármaður á Leysingjastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var að Uppsölum, Fremri-Torfastaðahreppi, V-Hún. 1957. Bóndi á Óspaksstöðum, Staðarhreppi, V.-Hún. Síðast bús. í Reykjavík. Jarðarför hans fór fram 6.3.1967 frá Fossvogskirkju kl 13:30.

Lárus Jóhannsson (1885-1973) Veðramótum

  • HAH06485
  • Person
  • 31.8.1885 - 27.10.1973

Fæddur í Kóngsgarði. Verkamaður og verkstjóri á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og í Kúskerpi. Var á Veðramótum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Fæddur 7.9.1885 skv. kb.

Lárus Jónsson (1953) Blönduósi

  • HAH07499
  • Person
  • 12.3.1953 -

Lárus Björgvin Jónsson 12.3.1953. Var á Bakka, Áshr., A-Hún. 1957. Framkvæmdastjóri Blönduósi

Lárus Jónsson (1896-1971) Blönduósi

  • HAH04931
  • Person
  • 6.7.1896 - 19.11.1971

Lárus Ólafur Jónsson 6. júlí 1896 - 19. nóv. 1971. Vinnumaður í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blönduós. Var í Samkomuhúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Zophoníasarhúsi 1921, Pétursborg 1933 og 1941. Lárusarhúsi [Pétursborg] 1951. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Lárus Konráðsson (1928-2008) Brúsastöðum

  • HAH01710
  • Person
  • 1.12.1928 - 28.3.2008

Lárus Konráðsson fæddist 1. desember 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 28. mars síðastliðinn. Lárus fæddist í Gilhaga í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, í litlu koti við rætur Haukagilsheiðar við Álftarskálaá, á sem venjulega er kölluð Álka. Foreldrar Lárusar bjuggu þar við kröpp kjör. Ragnheiður móðir hans lést þegar Lárus var fimm ára gamall. Konráð hætti búskap um þetta leyti og börnin fóru á bæina í dalnum, ýmist í fóstur eða vinnumennsku. Lárus fór að vinna strax sem barn, eins og kraftar leyfðu. Sigurlaug Jónasdóttir er var í Kárdalstungu tók Lárus að sér og ól hann upp sem sinn fósturson. Voru þau á nokkrum bæjum en síðast í Ási hjá Guðmundi bróður hennar og Sigurlaugu konu hans. Að Brúsastöðum fór Lárus fyrir tvítugt, fyrst sem vinnumaður en tók svo smám saman við búinu ásamt Ragnheiði, heimasætu þar, en þau giftu sig 1953. Jörðina byggðu þau upp og ræktuðu tún og engjar. Einnig keyptu þau hálfa jörðina Snæringsstaði. Þau hættu búskap þegar Gróa dóttir þeirra og Sigurður tóku við 1996. Lárus var alla tíð afburða duglegur og ósérhlífinn. Hann vann mikið utan heimilisins ásamt bústörfum, hjálpsamur og greiðvikinn. Veiðimaður var hann af lífi og sál, refa- og minkaskytta til fjölda ára.
Lárus og Ragnheiður byggðu húsið Birkihlíð í landi Brúsastaða og bjuggu þar eins lengi og heilsa leyfði.
Útför Lárusar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Jarðsettt verður í Undirfellskirkjugarði.

Lárus Lárusson (1869-1951)

  • HAH09560
  • Person
  • 31.10.1868 - 8.11.1951

Sjómaður á Vörum, Gerðahr., Gull. 1910, Lausamaður í Brekkubæ, Búðasókn, Snæf. 1930. bóndi og sjómaður í Bakkabúð, Staðastaðarsókn, Snæf. 1920.

Lárus Lárusson (1870-1944) frá Fremstagili

  • HAH07409
  • Person
  • 27.8.1870 - 4.10.1944

Lárus Lárusson 27.8.1870 - 4.10.1944. Bús. í Reykjavík. Smyrlabergi 1870, Holtastaðakoti 1880 og 1890, Haukagili 1910, staddur á Kötlustöðum í mt. Lausamaður Orrastöðum 1920.

Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi

  • HAH04930
  • Person
  • 8.12.1889 - 21.11.1972

Lárus Jón Ólafsson 8. des. 1889 - 21. nóv. 1972. Trésmiður á Blönduósi 1930. Trésmíðameistari á Blönduósi. Ógiftur og barnlaus. Var í Ólafshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Ólafshúsi 1910, Templarahúsinu 1917-1918.

Lárus Rist (1879-1964) íþróttakennari Ak

  • HAH06585
  • Person
  • 19.8.1879 - 9.10.1964

Lárus Jóhannsson Rist 19.8.1879 - 9.10.1964. Með foreldrum í Hvammi í Kjós um 1880-82, síðan í fóstri á Læk í Leirarsveit um 1882-87. Flutti þá norður í Eyjafjörð með föður sínum. Nam fimleika- og sundkennslu í Danmörku. Sund- og leikfimikennari á Akureyri um 1906-31 og ráðsmaður spítalans þar um tíma. Einn helsti forgöngumaður um sundkennslu á Íslandi, „synti yfir Eyjafjörð á sjóklæðum 6.8.1907 og varð það landsfrægt.“ Segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan. Flutti til Suðurlands aftur 1936. Varð síðar sundkennari í Hveragerði um árabil. Síðast bús. í Reykjavík.

Lárus Stefánsson (1887-1974) Gautsdal

  • HAH09327
  • Person
  • 6.3.1887 - 3.1.1974

Lárus Stefánsson 6. mars 1887 - 3. janúar 1974. Bóndi í Gautsdal. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.

Lárus Valdimarsson (1928-2015) Kollugerði

  • HAH07574
  • Person
  • 29.11.1928 - 31.7.2015

Lárus Þórarinn Valdimarsson 29. nóv. 1928 - 31. júlí 2015. Var í Kollugerði, Hofssókn, A-Hún. 1930‚ Verðlagseftirlitsmaður, útgerðarmaður á Grund, Höfðahr., A-Hún. 1957. Reykjaskóla 1945-1948.

Results 6601 to 6700 of 10349