Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Jörundarfell í Vatnsdalsfjalli (1038 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Jörundarfell er hæsti toppur Vatnsdalsfjalls í Austur-Húnavatnssýslu og er 1038 m hátt. Vatnsdals-fjall er nær 30 km langur fjallgarður sem liggur frá norðri til suðurs og er líklega þekktast fyrir að úr því mun hafa fallið skriðan sem myndaði Vatnsdalshólana sem eru eitt af þremur náttúrufyrirbærum á Íslandi sem sögð eru óteljandi. Af Jörundarfellinu er gríðarlega gott útsýni í allar áttir í góðu skyggni; í suðri sést inn á jökla og í Kerlingarfjöll, í vestri Strandafjöllin, í norður Skagi og Húnaflói og í austurátt blasa við fjöll Skagafjarðar og jafnvel Kerling í Eyjafirði. Gengin verður hringleið á fjallið, lagt upp frá eyðibýlinu Másstöðum og haldið beint á brattann. Þegar upp á fjallið kemur er haldið til suðurs upp á Jörundarfellið sjálft. Niður verður farið venjulega leið úr Mosaskarði og komið niður hjá Hjallalandi.

Hólabyrða (1.244 m.y.s.)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Náttúra Hólastaðar er tilkomumikil. Hólar eru líka sögustaður. Á miðöldum var þar fjölmennt þorp, skóli, prentsmiðja og eins konar miðstöð kirkju og veraldlegra málefna. Hér spígsporuðu ýmsar þekktar persónur Íslandssögunnar sem þið getið eflaust margar nafngreint…. Enn er mikið um að vera á Hólum. Þar er til dæmis háskóli!

Byggðin er falleg og stílhrein. Kirkjan stillir sér fremst, turninn upphefur hana og svo er reisulegt skólahúsið að baki. Að baki þorpsins rís fjallið Hólabyrða í öllu sínu veldi. Þess má geta að fjallið er hæsta fjall við byggð á Íslandi! En Hólabyrða er ekki eina fjallið. Dalurinn er umkringdur fallegum fjöllum sem halda utan um Hóla ef svo má segja.

Gvendarskál er sylla í Hólabyrðu sem nefnd er eftir Guðmundi biskupi góða. Þaðan féll stór skriða og myndaði hólana sem þorpið stendur á. Á láglendinu var votlent (fyrir tíma framræslu) en á hólunum sem stóðu uppúr votlendinu var tilvalið að setja niður hús. Víða sjást lækjarsprænur renna í átt til Hjaltadalsár og í fjöllunum eru gil.

Öldumóðuflá Grímstungurheiði

  • HAH00278
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Jarðvegur á Auðkúluheiði mun vera meira blandaður eldfjallaösku heldur en jarðvegur á Grímstunguheiði, og þar er miklu meira af lyngi og hrísi. Allar flár, sem ég þekki á Auðkúluheiði og Grímstunguheiði, og fullvíst er að hafa þornað að meira eða minna leyti á síðari áratugum, eiga það sameiginlegt, að í gegnum þær eða fast við þær er djúpur vatnsfarvegur.

Rústirnar eyddust jafnskjótt og jarðklakinn þiðnaði, en hann mun hafa komið í veg fyrir, að vatnið í flánum gæti sigið í jörð og náð framrás í farvegina. Kjarni nýju rústanna er ís, en ekki jarðvegur, og gömlu rústirnar munu hafa verið byggðar upp á sama hátt. Mér finnst það því liggja ljóst fyrir, að þegar kjarninn þiðnaði hafi myndast dæld, en jaðrarnir ekki sigið að sama skapi, vegna þess að í þeim var meiri jarðvegur. Þetta gildir þó ekki um flár, sem liggja í keri eða eru forblautar af völdum uppsprettuvatns.

Flárnar eru mjög misdjúpar, sumar amk. 3 m, aðrar aðeins 1 m, og þær geta verið grynnri. Það virðist hvorki fara eftir dýpt flánna eða stærð, hvort þar myndast rústir eða ekki.
Ég hef t. d. séð nýja rúst í örmjóu og stuttu dragi við Refskeggsvatn á Grímstunguheiði. Dragið hefur fláareinkenni, en er svo lítið að flatarmáli, að ég get ekki kallað það flá.

Öldumóðuflá er stór og rústir voru um hana alla. Þær eru flestar horfnar, en gömlu leifarnar standa þétt á litlu svæði. Hins vegar eru þær dreifðar í Kolkuflóa og flánni við Sandá. í þessum þremur flám hef ég hvergi komið auga á nýja rúst, en gömlu rústirnar höfðu margar hverjar orðið virkar á ný.

Veturinn 1970—1971 var fremur frostlinur. Hann mun þó hafa nægt til að gera jörð samfrostna við þann gadd, sem eftir sat á hálendinu og um sumarið sá ég meira en nokkru sinni áður af nýjum, virkum rústum. Veturinn 1971-1972 var óvenju mildur og sl. sumar (1972) sá ég ekki nýjar sprungur í neinni rúst.

Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Hafragilsfoss er foss í Jökulsá á Fjöllum á Norðurlandi eystra. 2,5 kílómetrum ofar í ánni er Dettifoss. Fossinn er 27 metra hár og um 91 metra breiður

Jökulárgljúfur

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Jökulsárgljúfur eru árgljúfur á Íslandi, um 25 km löng, ½ km á breidd víða um eða yfir 100 metra djúp. Jökulsárgljúfur var sérstakur þjóðgarður en við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní 2008 varð Jökulsárgljúfur hluti hans.

Dalsfoss í Vatnsdalsá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Vatnsdalsá er á sem rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Áin er dragá sem safnar í sig vatni af Haukagilsheiði og Grímstunguheiði og þar sem hún rennur niður í Vatnsdal í miklum gljúfrum eru í henni allmargir fossar. Efstur þeirra er Skínandi og neðar Kerafoss og Rjúkandi. Neðar í ánni eru Dalsfoss og Stekkjarfoss. Við hann er laxastigi. Aðrar ár og lækir renna í Vatnsdalsánna eins og til dæmis Tunguá, Álka og Kornsá.

Vatnsdalsá er ein besta laxveiðiá landsins og þar er einnig mjög góð silungsveiði. Mikið er um stórlaxa í ánni en stangveiðar hófust þar 1936; áður var eingöngu stunduð netaveiði í ánni. Besti veiðistaðurinn er Hnausastrengur. Eingöngu er veitt á flugu í Vatnsdalsá.

Vatnsdalsá rennur í stöðuvatnið Flóðið, sem myndaðist við skriðuföll í Vatnsdal árið 1720, en áin sem úr því rennur nefnist Hnausakvísl.

Bakkabrúnir í Víðidal

  • Fyrirtæki/stofnun

Víðiblöð hafa varðveist þokkalega í íslenskum jarðlögum og hafa þau fundist á þremur stöðum í setlögum frá fyrri hluta ísaldar. Elstu leifarnar eru frá Bakkabrúnum í Víðidal (1,7 milljón ára).

Dettifoss

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem Náttúruvætti af Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.

Dettifoss er hluti af sýslumörkum Norður- og Suður-Þingeyjarsýslna.

Skínandi í Vatnsdalsá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Í Vatnsdalsá eru margir fossar, hver öðrum fallegri. Sá efsti þeirra, Skínandi, er í um 400 m hæð yfir sjó.

Mágaberg Blönduósi (1938) Blöndubyggð

  • Fyrirtæki/stofnun

Fögruvelli endurbyggðu Agnar Guðmundsson og Sigurgeir Magnússon mágur hans og kölluðu nýja húsið Mágaberg (Máfaberg). Húsið stóð autt í mörg ár og endaði lífdaga sína sem brunaæfing Slökkviliðsins sumarið 2014 og rifið í kjölfarið.

Kerafossar í Víðidal

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Víðidalur, breiður og grösugur. Vestan að honum lágir hálsar og heið­ar en hátt, tindótt fjall að austan, Víðidalsfjall. Víðidalsá, um 65 km löng, kem­ur sunnan af heiðum, mikil lax­veiðiá. Í hana fellur Fitjaá, í henni eru Kerafossar, góður veiði­staður. Upptök Fitjár er á Stórasandi.

Fitjá í V-Hvs

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Víðidalur er breiður, gróinn og búsældarlegur dalur í Vestur-Húnavatnssýslu, inn af Vesturhópi. Austan við dalinn er Víðidalsfjall, sem er hátt og tindótt en vestan að honum er Fitjárdalur og svo austurbrún Miðfjarðarháls, sem er fremur lágur og ávalur. Í norðanverðum dalnum eru gamlir sethjallar sem bera þess merki að á ísöld hafi sjór gengið langt inn í dalinn.

Um dalinn rennur Víðidalsá, sem á upptök á heiðunum suður af dalnum og er mikil laxveiðiá. Í hana fellur Fitjá, sem kemur upp á Stórasandi. Í miðjum dalnum rennur Víðidalsá í gljúfrum, 20-25 metra djúpum og hrikalegum. Kallast þau Kolugljúfur og eru sögð kennd við tröllkonuna Kolu.

Auðunn skökull Bjarnarson nam land í Víðidal fyrstur manna og bjó á Auðunarstöðum en helsta höfuðbólið í dalnum er þó Víðidalstunga, utarlega í tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Þar er kirkja sveitarinnar.

Kjölur

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kjölur er landsvæði og fjallvegur (Kjalvegur) á miðhálendi Íslands, austan Langjökuls en vestan við Hofsjökul. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin vera við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar Hvítá Kjöl. Kjölur er nú afréttarland Biskupstungna en tilheyrði áður bænum Auðkúlu í Húnaþingi.

Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem Hrútfell (1410 m) og Kjalfell (1000 m). Þar eru líka gróin svæði, einkum í Hvítárnesi og í Þjófadölum. Áður var Kjölur mun meira gróinn. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið Hveravellir, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Kerlingarfjöll eru við Kjalveg og er þar að finna veitinga- og gistiaðstöðu ásamt því að Hveradalir eru eitt stærsta háhitasvæði Íslands

Nyrst á Kili er Dúfunefsfell, 730 m hátt, og sunnan við það eru sléttir melhjallar sem talið er að geti verið Dúfunefsskeið, sem nefnt er í landnámu, í frásögninni af Þóri dúfunef landnámsmanni á Flugumýri og hryssunni Flugu.

Kjalvegur hefur verið þekktur frá upphafi Íslandsbyggðar og eru frásagnir í Landnámu af landkönnun skagfirskra landnámsmanna en það var Rönguður, þræll Eiríks í Goðdölum, sem fann Kjalveg. Vegurinn var fjölfarinn fyrr á tíð og raunar helsta samgönguleiðin milli Norður- og Suðurlands. Í Sturlungu eru til dæmis margar frásagnir af ferðum yfir Kjöl, oft með heila herflokka.

Seint á 18. öld létu Reynistaðarbræður og förunautar þeirra lífið við Beinahól á Kili og er sagt að enn sé reimt þar í kring. Eftir það fækkaði ferðum um Kjöl en þær lögðust þó aldrei alveg af. Fjalla-Eyvindur hélt einnig til á Kili á 18. öld og reisti kofa á Hveravöllum.

Kjalvegur er um 165 km frá Eiðsstöðum í Blöndudal suður að Gullfossi og er fólksbílafær á sumrin. Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um að leggja heilsársveg um Kjöl. Kjalvegur hinn forni liggur nokkuð vestan við bílveginn og er enn notaður sem göngu- og reiðvegur.

Ófeigur frá Ófeigsfirði / hákarlaskip (1875)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1875 -

Þar má berja augum einn af lykilgripum safnsins, hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum. Hann var byggður árið 1875 Farið er yfir sögu skipsins, sem er eina skip sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi, sýndir eru gripir sem allir tengjast hákarlaveiðum á einhvern hátt, sagt er frá menningunni sem skapaðist í kring um veiðarnar og fleira.

Ófeigur var smíðaður í Ófeigsfirði árið 1875 og var notaður til hákarlaveiða hvern vetur til 1915. Hann var meðal síðustu opinna skipa, sem var gert út frá Ströndum. Síðasta hákarlalegan þaðan í opnu skip var árið 1916.

Vatnsnesfjall á Vatnsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum.

Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall, en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur.

Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og gott aðgengi fyrir ferðamenn að skoða seli í Hindisvík og að Ósum.

Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir. Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Hindisvík á Vatnsnesi

  • HAH00291
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)-1957

Bæjarstæðið sérkennilegt og fagurt, vestan í klettarima, við litla vík sem skerst inn í Vatnsnesið norðanvert. Jörðin er sögð hálf í sjó að gæðum, svo eru þar hlunnindi mikil ef nýtt væru. Í Hindisvík er löggilt höfn. Þar hefur sami karlleggur búið frá 1830, síðast sra Sigurður Norland. Íbúðarhús það er síðast var var notað reisti Jóhannes Sigurðsson faðir sra Sigurðar. Þar standa auk þess tvö smá íbúðarhús sem sra Sigurður lét byggja. Eigendur Sverrir Norland og Agnar Norland. Íbúðarhús byggt 1953 349 m3. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlaða 1313 m3. Tún 18,4 ha. Selveiði, æðavarp og reki.

Þverá í Hallárdal

  • HAH00612
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Gamla bæjarstæðið er gróið og liggur á gömlum árbakka, um 40-90m austan Þverár. Nokkrar tóftir eru á bæjarstæðinu sem er grasi gróið og töluverður gróður þegar skráð var sumarið 2012. Samkvæmt örnefnaskrá var íbúðarhúsið sem byggt var úr timbri rifið um 1940 og sér ekkert eftir nema gróið svæði austan við tóftir hestaréttar. Svæðið er um 6x9m að utanmáli og mótar fyrir kanti að austan og sunnan líklega leifum kjallara eða húsgrunns. Aðrar upplýsingar Í örnefnaskrá er bænum svo lýst: „Vestast stóð mjólkurskemma, rétt fyrir austan hana Baldvinsskemma. Í austari húsaröðinni var vestast Stóraskemma, þá hrossarétt og þá íbúðarhús. Í næstu húsalengju var vestast búr, þá eldhús, þá fjós, þá Vatnsranghali [vatnsból], þá hlaða, þá hesthús.“ (Ö-Þverá-1, 3). Í annarri skrá segir: „Þverá fór í auðn 1938. Seinasti bóndi þar hét Björn Jóhannsson, flutti á Skagaströnd. Timburhúsið var rifið um veturinn 1940 og viðirnir seldir. Áður var búið að rífa bæ og peningshús. 1941 sást engin spýta, túnið loðið, ekki slegið, ógirt, fullt af skepnum.

Á túnakorti frá 1920 sem lagt er yfir hnitsetta loftmynd er merkt hesthús þar sem tóftin er. Í fasteignamati frá 1916-1918 segir: „Peningshús torfbyggð og allstæðileg og rúma 7 nautgr. 160 sauðfjár og 14 hross.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://jardavefur.skjalasafn.is/. Skoðaður þann 09.09.12).

Eigandi jarðarinnar er Ólafur Björnsson, Árbakka [var eigandi þegar örnefnaskrá var skrifuð]. Stærð timburhússins var 9x6 metrar, kjallari, 1 hæð og loft.“ (Ö-Þverá-2, 1).
Núverandi eigandi Vindhælishreppur.

Bláland Vindhælishreppi

  • HAH00686
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Eyðijörð frá 1933. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.

Sæunnarstaðir í Hallárdal

  • HAH00683
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Eyðibýli eigendur 1975 Guðmann Magnússon, Vindhælishreppur; Skagahreppur og Höfðahreppur. Á Sæunnarstöðum bjó maður á 18. öld er hét Jón Sigurðsson. Hann hafði á sínum snærum 7 drauga og hýsti þá í sérstökum kofa, en þeir þóttu aðsúgsmiklir.

Bergsstaðir í Hallárdal

  • HAH00684
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Eigendur 1975 Guðmann Einar Bergmann Magnússon (1913-2000) og Páll Valdimar Bergmann Magnússon (1921-2011)

Vakursstaðir í Hallárdal

  • HAH00685
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Vakursstaðir koma fyrst fyrir í Auðunarmáldaga frá 1318 þar sem segir að jörðin greiði tíund til Spákonufellskirkju og þar eigi heimilismenn leg í kirkjugarði. Vakursstaðir koma aftur fyrir í Testamentisbréfi frá 1431. Jörðin er komin í eigu Þingeyrarklausturs 1525. Bænhús var á Vakursstöðum og er þess fyrst getið kirknatali frá árinu 1461 þar sem segir að bænhús sé niðri.

Árið 1703 bjuggu fimm manns á Vakursstöðum en þegar flest var til heimilis 1890 voru þar 13 og var stundum tvíbýlt.5 Vakursstaðir fóru í eyði 1936 og voru síðustu ábúendur Frímann Lárusson og Þóra Frímannsdóttir.6
Eyðijörð frá 1936. Eigandi 1975; Guðmann Einar Bergmann Magnússon 9. desember 1913 - 22. nóvember 2000 Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Var á Blönduósi 1930.

Laxá í Kjós

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Heildar vatnasvið Laxár er rétt tæpir 300 ferkm. Umhverfi árinnar er bæði fjölbreytt og fagurt. Eins er áin sjálf mjög breytileg ásýndum, rennur ýmist með stríðum straumi í djúpum gljúfrum eða liðast um grasigróið sléttlendi, lygn og rólyndisleg. Nokkuð er um fallega fossa. Gott aðgengi er að svo til öllum veiðistöðum, en þeir eru taldir vera yfir 90.
Meðalveiði í Laxánni árin 1974 til 2008 er 1269 laxar, mest 3422 árið 1988 en minnst 629 árið 1996. Auk laxins er oft nokkur sjóbirtingsveiði í ánni neðanverðri og er hún helst stunduð á vorin fyrir laxveiðitímann.

Laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Bakásar

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hlíðin vestan að Blöndu með nokkrum bæjum handan blöndu er svo Langidalur.
Austasti dalur Húnavatnssýslu er Svartárdalur, þá Blöndudalur, Sléttárdalur og Svínadalur. Út af þeim og niður með Blöndu kallast Bakásar en vestur þaðan liggja Ásarnir með kaupstaðinn við Blönduós.
Þorgils gjallandi er talinn landnámsmaður Bakása, Hálsa eða Ása ofanverða og ef til vill svæðið milli Sléttár og Blöndu upp að Gilsá.

Kirkjuhvammskirkja á Vatnsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882 -

Kirkjuhvammskirkja ofan við Hvammstanga var byggð árið 1882 og hefur verið friðuð kirkja í vörslu Þjóðminjasafns Íslands síðan árið 1976. Mikil viðgerð fór fram á kirkjunni á árunum 1992-1997. Kirkjan er úr timbri með bindingsverki og veglegum turni og var smíðuð af Birni Jóhannssyni og Stefáni Jónssyni frá Syðstahvammi

Þórarinsvatn á Grímstunguheiði

  • HAH00277
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fjögurra vatna á Grímstunguheiði skal getið hér: Þórarinsvatn, 493 m.y.s. og 0,95 km²; Svínavatn, 491 m.y.s. og 1,2 km²; Galtarvatn, 515 m.y.s. og 0,84 km²; Refkelsvatn, 480 m.y.s. og 0,82 km². Norður frá Galtarvatni rennur Svínavatnslækur og annar til, en Refkelslækur kemur úr Refkelsvatni.

Allir falla þeir í Vatnsdalsá. Góð bleikja er í þessum vötnum og bændur veiddu þar áður með netum. Vötnin eru á afrétti Ás- og Sveinsstaðahreppa. Allsæmilegur jeppavegur liggur upp úr Vatnsdal. Hann liggur á milli vatnanna og áfram suður í Fljótsdrög.

Ásmundarnúpur í Víðidalsfjalli (700 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Nyrzta öxl Víðidalsfjalls heitir Ásmundarnúpur, 665 m hár. Vestan við Ásmundarnúp gengur dalur inn í fjallið og klýfur það í tvennt. Dalur þessi, sem er um 6 km á lengd, smáhækkar er inn í fjallið kemur og eyðist í urðardrögum inn á háfjallinu. Þessi umræddi dalur heitir Melrakkadalur. Fyrir mynni dals þessa stendur bærinn Melrakkadalur í Víðidal, er dregur efalaust nafn sitt af dalnum.

Skessusæti í Víðidalsfjalli (938 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Skessusæti í Víðidalsfjalli (938 mys)
Vitað er um nokkra staði í Húnavatnssýslu þar sem ilmenit er að finna, en ilmenit er titansteind sem er helsta titanhráefnið í heiminum sem unnið er úr. Ilmenit er unnið bæði úr bergi og sandi og er það aðallega í basísku djúpbergi. Þeir staðir sem nú eru þekktir í Húnavatnssýslum þar sem ilmenit er að finna eru Steinsvað í Víðidalsá, Urðarfell upp af Melrakkadal í Víðidal, Hólar og Skessusæti austan og norðan. Víðidalsfjalls, Deildarhjalli í Vatnsdalsfjalli og fleiri staðir.

Barnafossar í Hvítá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Barnafoss er foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum.
Sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984.

Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.

Skarðhver á Vatnsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Í flæðarmáli er Skarðshver, allt að 83°C heitur með mörgum smá hitaaugum, mjög óvíða að finna heitar uppsprettur í svo nánu sambýli sjávar.

Wynyard, Humboldt, Saskatchewan, Kanada / Vatnabyggd settlement

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905 -

Wynyard is a town in eastern Saskatchewan, Canada, 132 km west of Yorkton and 190 km east of Saskatoon.[4] Wynyard is in but not part of the rural municipality of Big Quill No. 308. It is located on the Yellowhead Highway just south of Big Quill Lake.

Settled 1905 , Village 1908 and Town 1911

Point Roberts, Whatcom, Washington, USA

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 15.6.1846 -

Point Roberts is a pene-exclave of the United States on the southernmost tip of the Tsawwassen Peninsula, south of Vancouver, British Columbia, Canada. The area, which had a population of 1,314 at the 2010 census, is reached by land by traveling 25 mi (40 km) through Canada. It is a census-designated place (CDP) in Whatcom County, Washington with a post office, and a ZIP Code of 98281.[2] Direct sea and air connections with the U.S. are available across Boundary Bay.

Point Roberts was created when the United Kingdom and the United States settled the Pacific Northwest American-Canadian border dispute in the mid-19th century with the Oregon Treaty. Both parties agreed the 49th parallel would delineate both countries' territories, but they overlooked the small area that incorporates Point Roberts (south of the 49th parallel). Questions about ceding the territory to the United Kingdom and later to Canada have been raised since its creation but its status has remained unchanged.

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901

  • HAH00100
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1896 -

Byggt í upphafi fyrir starfsmenn Möllersverslunar, síðar bjuggu þar læknar þar til læknabústaðurinn var byggður.
Byggt 1896 af Jóhanni Möller kaupmanni. Þar bjó fyrst Jón Egilsson bókari hans, en 1897 er einnig kominn í húsið Sigurður Pálsson læknir. Læknar bjuggu svo í húsinu næstu árin.
Björn Blöndal 1899-1901 og Júlíus Halldórsson 1901-1903, en þá hafði hann byggt hús yfir sig, sem eftir það var bústaður lækna í meira en hálfa öld.
Eftir að Jóhann Möller dó keypti Friðfinnur húsið af ekkju Möllers.

Melstaðakirkja í Miðfirði

  • HAH00378
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 8.6.1947 -

Saga kirkjunnar

Melstaðarkirkja er í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Melstaður er bær og prestssetur í Miðfirði og um aldir talinn meðal bestu og eftirsóknarverðustu brauða landsins.
Kirkja var byggð þar skömmu eftir kristnitökuna og helguð heilögum Stefáni í kaþólskum sið. Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 8. júní 1947 og tekur 150 manns í sæti. Altaristaflan sýnir skírn Krists, eftir Magnús Jónsson, prófessor, og Ríkharður Jónsson skar út prédikunarstólinn.
Í skrúðhúsinu eru tvær grafskriftir, önnur um séra Arngrím Jónsson lærða og séra Halldór Ámundason (1773-1843) á Melstað.

Talið er að kirkja hafi staðið á Melstað allt frá því um 1050. Þó var engin kirkja þar frá árinu 1942 til 1947 eftir að þáverandi kirkja fauk. Ný kirkja var tekin í notkun fimm árum seinna og stendur þar enn.

Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við Miðfjarðará og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að Laugarbakka. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður Kormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli.

Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.

Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru vestan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu nokkrir menn brak um allann norðurhluta Melstaðarlands og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.

Núverandi kirkja var vígð 8. júní 1947. Hún er úr steinsteypu og rúmar tæplega 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið sem var byggt árið 1911. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún skiptist í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar. Hún hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skírn Jesú.

Árið 2008 fór fram fyrsta kristilega gifting samkynhneigðra á Íslandi fram í Melstaðarkirkju.

Gimli Manitoba Kanada

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 21.10.1875 -

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Íslendingar komu þangað fyrst 21. október 1875. Þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar.
Sveitarfélagið Gimli var stofnað í október árið 1875. Það var hluti af Northwest Territories rétt við Manitoba-fylki. Manitoba var stækkað árið 1881 og var hluti af Manitoba. Það var formlega tekið inn í Manitoba 1887. Árið 1876 geysaði slæm bólusótt í sveitarfélaginu. Þann 23. júlí 1983 komst sveitarfélagið í heimspressuna vegna Gimli Glider-atburðarins.

Brandon í Manitoba Kanada

  • Fyrirtæki/stofnun
  • maí 1881 -

In May of 1881, General Thomas Rosser chose a location for a major divisional point of the Canadian Pacific Railway and named this new townsite "Brandon". The name "Brandon" is derived from the Blue Hills of Brandon and they, in turn, had received the name second hand from a Hudson's Bay trading post known as Brandon House - which in turn had been named after a hill on an island in James Bay where Capt. James had moored his ship in the winter of 1631. With that, hundreds flocked to Brandon to gain a foothold in the new development and reap the benefits of the rich and abundant farmland. They came quickly and before they could put up permanent structures, new habitants arrived and pitched their tents, sure to be charter participants in the new West. Brandon grew so rapidly that it never attained the status of village nor a town, but became a city overnight. Brandon was officially incorporated as a city on May 30th, 1882.

City Hall

On July 3rd, 1882 the first council of the City of Brandon held its historic meeting. The first mayor of Brandon was the Honourable Thomas Mayne Daly.

Brandon has been nicknamed the "Wheat City" in honor of its rich agricultural heritage and reputation as a prosperous farming community. It is situated in the southwest corner of the province of Manitoba and is the second-largest city in Manitoba. Brandon covers an area of 43 square kilometers (26 square miles) and its official population according to the 2016 Census is 48,859. However, its trading area population is estimated at 180,000.

Brandon is the little city with the big heart, and is a progressive community with a quality of life that must be experienced to be appreciated.

Skarðsviti á Vatnsnesi

  • HAH00819
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1950 -

Skarðsviti á Vatnsnesi var byggður árið 1950 eftir sömu teikningu og Æðeyjarviti. Vitinn er 14 m að hæð, á honum er sænskt ljóshús.

Gasljós var í Skarðsvita fram til 1980 að hann var rafvæddur. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en hefur nú verið kústaður með hvítu sementi.

Öskurhólshver á Hveravöllum

  • HAH00821
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Öskurhóll eða Öskurhólshver er gufuhver á Hveravöllum. Hann var skírður Öskurhóll vegna þess að hann gaf frá sér drunur og blísturhljóð og var sagt að það heyrðist í mílufjórðungs fjarlægð en hann er þó hættur að blístra núna. Hverinn er hóll eins sjá má á myndunum hér að neðan. Mikið og stöðugt gufuuppstreymi er úr Öskurhól.

Síða á Refasveit

  • HAH00217
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Íbúðar og peningahús standa ofarlega í allbröttu túni, en nokkru neðar og sunnar er nýja íbúðarhúsið. Í landi síðu er klettaborg er Refsborg heiti og ber sveitin nafn þess. [Refsborgarsveit]. Á Síðu hafði sama ætt búið frá 1896. Íbúðarhús byggt 1916 291 m3 og nýtt hús byggt 1973-1975 709 m3. Fjós fyrir 5 gripi, fjárhús fyrir 460 fjár, hesthús fyrir 9 hross. Hlöður 940 m3. Tún 18,9 ha.

Hornafjarðarfljót

  • HAH00241
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hornafjarðarfljót er stutt og vatnsmikið og fær mestan hluta vatnsins frá Suðurfljóti,sem kemur úr Viðborðsdal og undan Heiðnabergsjökli í Svínafellsjökli, og Austurfljóti,sem kemur undan Hoffellsjökli. Yfir að sjá er fljótið eins og fjörður, sem var erfiðuryfirferðar áður en brýr voru byggðar. Þá var fljótið riðið á allt að 5 km breiðu vaði og ekin,þegar bílar voru komnir til sögunnar.

Brúin var byggð árið 1961 og var þá önnur lengsta brú landsins, 255 m. Hún er talsvert missigin og það verður að aka hægt yfir hana. Hreppamörk Mýra og Nesja liggja um fljótið.

Hornafjarðarfljót ber fram möl og leir í ósinn og úthafsaldan brotnar á töngunum, Suðurfjöru- og Austurfjörutanga, sem gera Hornafjarðarhöfn að einhverri skjólbestu höfn hér á landi.
Brúin er 254 metrar.

Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. 

Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. (2015)

Ytra-Kot í Norðurárdal

  • HAH00617
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Jörðin Ytra-kot [Þorbrandsstaðir] er í Landnámsjörð Þorbrandar örreks, eins og fram kemur í Landnámabók: „Þorbrandur ørrek nam upp frá Bólstaðará Silfrastaðahlíð alla og Norðrárdal allan fyrir norðan ok bjó á Þorbrandsstöðum ok lét þar gera eldhús svá mikit, at allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum ok vera öllum matr heimill. Við hann er kennd Ørreksheiðr upp frá Hökustöðum.“

Bæirnir Þorbrandsstaðir og Hökustaðir eru nú nefndir Ytri- og Fremri-Kot og eru um 8,5 og 11 km frá Silfrastöðum inn í Norðurárdal. Nærtækast er að álykta að Örreksheiður sé það sem í dag er kallað Kotaheiði eða Kotaheiðar og er fyrir ofan bæina samsíða dalnum.

Síðustu ábúendur fluttu burt 1952. Jörðin nytjuð frá Fremri-Kotum frá 1954

Þorbrandsstaðir / Neðri- kot / Ytri-Kot. Landnámsbær Þorbrands Örreks. Auk landnámu koma Þorbrandsstaðir fyrir í Sturlungu og í fornbréfi frá 15. öld. Eins og með Hökustaði kemur jörðin kemur ekki fyrir í heimildum eftir siðaskipti en á 17. öld eru í dalnum jörðin Ytri-Kot sem talin er sama jörð. Virðast hafa lagst í eyði eins og Hökustaðir, hugsanlega eftir pláguna síðari 1494, kotanafnið fest við eyðibýlið og haldist eftir að byggt var upp á ný.

Í hnotskurn: Landnámsbær, í eyði frá því um 1600 eða fyrr. Sami staður í byggð á 17. öld þá með nýju nafni, Ytri-Kot. Sami eigandi er að Silfrastöðum og Ytri-Kotum á seinni hluta 19. aldar. Jörðin fer aftur í eyði árið 1954. Í dag er jörðin nýtt frá Fremri-Kotum.

Búðardalur í Dalasýslu

  • HAH00820
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1899 -

Búðardalur er þorp í Dölum, við botn Hvammsfjarðar. Þorpið er nú hluti af sveitarfélaginu Dalabyggð og er stjórnsýslumiðstöð þess. Íbúar Búðardals voru 274 árið 2015.

Í Laxdælasögu er Búðardalur nefndur og sagt frá því að Höskuldur Dala-Kollsson lenti skipi sínu fyrir innan Laxárós þegar hann kom úr Noregsferð og hafði ambáttina Melkorku með sér: „Höskuldur lenti í Laxárósi, lætur þar bera farm af skipi sínu en setja upp skipið fyrir innan Laxá og gerir þar hróf að og sér þar tóftina sem hann lét gera hrófið. Þar tjaldaði hann búðir og er það kallaður Búðardalur. Síðan lét Höskuldur flytja heim viðinn og var það hægt því að eigi var löng leið.“

Verslun hófst í Búðardal árið 1899 er Bogi Sigurðsson, kaupmaður, byggði þar fyrsta húsið, sem var bæði íbúðar- og verslunarhús. Þetta hús var síðar flutt á Selfoss og stendur þar enn. Um aldamótin hóf Kaupfélag Hvammsfjarðar verslunarrekstur í Búðardal og var þar nær allsráðandi uns það varð gjaldþrota 1989.

Félagsheimilið Blönduósi

  • HAH00097
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

„Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélaga til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er. Með komu Þjóðleikhússins og síaukinna framfara á sviði leikhúsmála, hafa aukizt kröfur áhorfenda til þeirra, sem halda uppi leikstarfsemi úti á landi, og þessum kröfum er ekki hægt að fullnægja nema með bættum aðstæðum. Húnvetningar hafa alltaf sótt vel leiksýningar hér á Blönduósi og verið þakklátir fyrir veitta skemmtun. Efalaust hefur þreyttum leikendum líka fundist það nokkur laun fyrir erfiðið að fá góðar undirtektir og sanngjarna gagnrýni áhorfenda. Þeir, sem lengst hafa unnið að þessum málum hér, eru nú senn að hætta. Þeirra mörgu og góðu endurminningar eru tengdar litla leiksviðinu í gamla samkomuhúsinu og mörgum hugþekkum verkefnum og hlutverkum. Við tekur svo stórhuga æskufólk, sem vonandi starfar á nýju og stærra sviði við betri skilyrði.“

Til að hægt væri að sýna sjónleiki og halda dansskemmtanir varð húsnæði að vera til staðar. Veturinn 1929 var haldin samkoma í húsi C. Höepfners og var gróði af henni 73 krónur og 12 aurar. Þá var Hvöt þegar orðin eignaraðili að H/F Samkomuhúsi A-Húnvetninga á Blönduósi. Félagið var stofnað 20. mars 1925 og 19. nóvember 1927 var hlutur Hvatar 500 krónur. Byrjað var á húsinu 1926 og í fundargerð hjá ungmennafélaginu er talað um að láta raflýsa húsið á einhvern ódýran hátt. Margir einstaklingar og félög stóðu að byggingu hússins og fljótlega komu upp hugmyndir um að selja vegna erfiðleika með fé til framkvæmda. Ekki varð af því strax og notaði félagið húsið til margra ára fyrir fundi sína og skemmtanir. Tímarnir breyttust og félagið hélt sinn síðasta fund í Samkomuhúsinu árið 1960 en þá var hafin bygging á nýju samkomuhúsi er nefnt hefur verið Félagsheimili Blönduóss. Mikill hugur var í félagsmönnum í upphafí sjötta áratugarins, þá var rætt um að hefja undirbúning að byggingu félagsheimilis á Blönduósi og félagið tæki að sér forystu í málinu. Einnig vildu félagsmenn hefja uppbyggingu á nýju íþróttasvæði. Stofnfundur um byggingu Félagsheimilins var haldinn 1957 og átti Hvöt hlut í húsinu. Þó mikill áhugi og bjartsýni hafi ríkt um byggingu þess og Hvatarfélagar unnið mörg handtökin í sjálfboðavinnu, átti félagið erfitt með að standa við skuldbindingar sínar af svo viðamiklu verkefni jafnframt því að íþróttavöllurinn kom til sögunnar. Og nú er svo komið að ungmennafélagið á engan hlut í húsinu.

Guðrúnarhús 1879 / Sigurjónshús / Blíðheimar

  • HAH00654
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1879 -

Guðrúnarhús 1879 (Sigurjónshús 1894) Blíðheimar 1924. Á milli Ólafshúss og Mosfells. Jónshús Konráðssonar 1908-1923/ Blíðheimar (Lúðvíkshús Blöndal 1924).

Stöðlakot Bókhlöðustígur 6 í Reykjavík

  • HAH00826
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Stöðlakot (áður Stuðlakot) er steinbær í miðbæ Reykjavíkur sem stendur við Bókhlöðustíg 6. Húsið er líklega reist árið 1872 í núverandi mynd, og er hugsanlega elsti steinbærinn í Reykjavík.

Jón Árnason, nefndur hinn ríki, eignaðist Stöðlakot árið 1850 og átti kotið til dauðadags 1874. Hann stóð að gagngerðri endurbyggingu bæjarins 1872 og hlóð með grjóti. Herma sagnir að til þess hafi verið notað tilhöggvið grjót sem af gekk við byggingu Hegningarhússins. Bendir þetta til þess að Stöðlakot sé elsti steinbærinn í Reykjavík. Stöðlakot hét um tíma Narfabær.

Stöðlakot var ein af hjáleigum Víkur (Reykjavíkur) og ásamt Skálholtskoti einu hjáleigurnar austan læks.

Hundahreinsunarhús við Giljá (1928)

  • HAH10067
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Lítið steinsteypt hús, hvítmálað með rauðu þaki og stendur í landi Litlu-Giljár í hvammi sunnan við Giljá, en þar var brú og ummerki um gamla þjóðveginn sjást rétt við húsið. Húsið er steinsteypt, um 5 m á lengd, 3,5 á breidd og 2,5 á hæð með dyragætt til suðurs og tveimur gluggum að vestan. Veggir eru heilir sem og þakið, sem er klætt rauðmáluðu bárujárni. Sveinsstaða- og Torfalækjarhreppur sameinuðust um að láta byggja húsið árið 1928 til notkunar sem hundahreinsunarhús. í október 2004 var húsið síðan afhent eigendum Litlu-Giljár til fullrar eignar og eitthvað verið notað síðan sem reykkofi.

Fossárfoss á Skaga

  • HAH00792
  • Fyrirtæki/stofnun

Fossá, fellur fram af 20 m háu standbergi í Króksbjargi beint í sjó niður. Fossinn er tilkomumestur séður af sjó. Gatklettur sem Bjargastapi heitir ör­skammt norðan við fossinn

Ferðalag Jónu Kristófersdóttur um landið 1953

  • GPJ
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1953

Frá ferðalaginu segir Páll Arason í ævisögu sinni "Áfram skröltir hann þó" sem kom út 1983, skráð af Þorsteini Matthíassyni skólastjóra á Blönduósi.

Klettakot í Reykjavík (Vesturgata 12, baklóð)

  • HAH00827
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1850 - 1887

Klettakot var hjáleiga frá Merkisteini, byggt upp úr 1850 og rifið árið 1887. Tryggvagata 18, Á þessu svæði voru allnokkrir torfbæir um miðja 19. öld. Þeir voru auk Sjóbúðar, Hóll, Helluland, Merkisteinn, Klettakot og Jafetsbær.
Dúkskot og Gróubær voru á sömu slóðum við Garðastræti.

Klömbrur í Vesturhópi

  • HAH00828
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1880

Júlíus Halldórsson héraðslæknir lét byggja íbúðarhúsið að Klömbrum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær húsið var byggt, né hver hinn snjalli steinsmiður var, en líklega hafa byggingarframkvæmdir hafist laust eftir 1880 og þeim lokið um 1885.

Húsið er einlyft með risi, á háum kjallara. Útveggir eru hlaðnir úr lítt tilhöggnu grjóti, sem flutt var úr Nesbjörgum. Veggir eru einfaldir og veggjaþykkt er um 50 cm. Þeir voru múrhúðaðir að utan með sementsblöndu, sem einnig var notuð sem bindiefni.

Íbúðarhús Júlíusar héraðslæknis þótti afar glæsilegt og húsakynni öll hin ríkmannlegustu. Í húsinu var bæði stássstofa og dagstofa sem þiljaðar voru innan með brjóstþili og strekktum striga á útveggjum en standandi þili á milliveggjum. Auk þess var apótek og sjúkrastofa í húsinu. Á rishæðinni var meðal annars korn- og mjölgeymsla og í kjallara var eldhús í miðju húsi, þar sem var stór eldavél, og búr með bekkjum og skápum.

Þegar hafist var handa við endurbætur á húsinu í lok síðustu aldar hafði ekki verið búið í húsinu í um hálfa öld en þykkir steinveggir, auðar gluggatóttir og fúið tréverk báru vitni um stórhug og vandvirkni.

Ungmennafélagið Vorboðinn (1915-2011)

  • HAH10068
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1915-2011

U.M.F. Vorboðinn í Engihlíðarhreppi var stofnað 3. janúar 1915. Fyrsti fundur félagsins var haldinn á Holtastöðum. Stofnendur félagsins voru 15, allt ungir menn héðan úr Langadalnum og voru þeir þessir:
Bjarni O. Frímannsson, nú bóndi Efri-Mýrum.
Jónatan J. Líndal, bóndi Holtastöðum.
Jakob B. Bjarnason, bóndi Síðu.
Jón Benediktsson, bróðir Vilhjálms á Brandaskarði.
Helgi Björnsson, bóndi Búrfelli.
Hilmar Frímannsson, nú bóndi Fremstagili.
Isleifur H. Árnason frá Geitaskarði.
Vilhjálmur Benediktsson, bóndi Brandaskarði.
Valdimar Stefánsson.
Sigurður E. Guðmundsson frá Engihlíð.
Hafsteinn Björnsson, Blönduósi.
Guðmundur Agnarsson, nú búsettur á Blönduósi.
Þrjá stofnendur vantar enn, en nöfn þeirra hefur mér ekki tekizt að hafa upp.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigurður E. Guðmundsson, form., Hafsteinn Björnsson, varaform., ísleifur H. Árnason, ritari, Hilmar Frímannsson, varam., Bjarni Ó. Frímannsson, gjaldk., Helgi Björnsson, varam. Endurskoðendur, Jónatan J. Líndal og Sigurður E. Guðmundsson.
STJÓRNIR U.M.F. VORBOÐANS 1915-1965
Stjómir félagsins hafa verið eins og hér segir, en nokkuð vantar þó í, þar sem gjörðabækur hafa glatazt:
Timabilið 1915-1919:
Sigurður E. Guðmundsson, formaður.
ísleifur H. Arnason, ritari 1915—1917 og 1918-1919.
Bjarni O. Frímannsson, gjaldkeri 191")—1918.
Guðmundur Fr. Agnarsson, ritari 1917—1918.
Hilmar A. Frímannsson, gjaldkeri 1918—1919.
Tímabilið 1919-1921:
Bjarni O. Frímannsson, formaður.
Árni Á. Guðmundsson, ritari 1919—1920.
Hilmar A. Frimannsson, gjaldkeri 1919—1921.
Vilhjálmur Benediktsson, ritari 1920—1922.
Jakob B. Bjarnason, gjaldkeri 1921—1924.
Páll H. Arnason, ritari 1922-1924.
Timabilið 1924-
Hilmar A. Frímannsson, formaður.
Pall H. Árnason, ritari 1924—
Jakoh B. Bjarnason, gjaldkeri 1924—
Timabilið 1938-1947:
Pall H. Arnason, formaður.
Sigurður Þorbjörnsson, ritari 1938—1940 og 1941-1947.
Hilmar A. Frímannsson. gjaldkeri 1938—1941.
Jón Karlsson, gjaldkeri 1941-1947.
Ástvaldur Kristófersson, ritari 1940—1941.
Timabilið 1947-1950:
Hörður Valdimarsson, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1947—1950.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1947—1950.
Timabilið 1950-1951:
Elsa Þorsteinsdóttir, formaður.
Pétur H. Björnsson, ritari 1950—1951.
Björn Karlsson, gjaldkeri 1950—1951.
Timabilið 1951-1966:
Pétur H. Björnsson formaður.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, ritari 1951—1952.
Hilmar Fríinannsson, gjaldkeri 1951—1954.
Sigurður H. Þorsteinsson, ritari 1952—1953 og gjaldkeri 1954—1955.
Björn Karlsson, ritari 1953—1955.
Ari H. Einarsson, ritari 1955—1966.
Ævar Þorsteinsson, gjaldkeri 1955—1956.
Frímann Hilmarsson, gjaldkeri 1956—1962.
Haraldur H. Líndal, gjaldkeri 1962-1965.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri 1965 -1966.
Núverandi stjóm V. M. F. Vorboðans skipa:
Pétur H. Björnsson, formaður.
Ari H. Einarsson, ritari.
Runólfur B. Aðalbjörnsson, gjaldkeri.
Félagið telur nú 30 meðlimi og hefur talan verið svipuð undanfarin ár.
Aðalritstjórar „Vorboðans", blaðs U.M.F.
Vorboðinn árin 1915—1966:
Jakob B. Bjarnason 1922-1927.
Páll H. Árnason 1927-1930.
Pétur Þ. Einarsson 1930—
Guðrún Ó. Árnadóttir 1938-1940.
Sigurður Þorbjörnsson 1940—1942.
Anna Árnadóttir 1942-1945 og 1946-1947.
Elísabet Árnadóttir 1945-1946.
Björn Karlsson 1947—1951.
Einar Björnsson 1951—1954.
Ari H. Einarsson 1954-1966.
Félagið var lagt niður á félagsfundi 6. desember 2011 og þá voru í stjórn:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður.
Björn Björnsson ritari.
Anna Margrét Jónsdóttir gjaldkeri.
Jófríður Jónsdóttir skoðunarmaður reikninga.

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Samkórinn Björk (1983-2020)

  • HAH10064
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1983

Kórinn var stofnaður árið 1983 og var lagður niður formlega þann 9.3. 2020

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

  • HAH00128
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1919 - 1991

Pálmalundur 1919 - Hrafnaflatir 1909 - Steingrímshús 1940.
Byggt 1909 af Hjálmari Lárussyni, sem kallaði bæ sinn Hrafnaflatir. Hjálmar var afar listfengur og góður smiður. Margir af útskurðargripum hans eru á Þjóðminjasafninu.
1919-1929 bjó í Pálmalundi Jón Pálmason [frá Æsustöðum] og eftir hann Steingrímur Davíðsson skólastjóri 1930-1939. Þeir höfðu báðir bóksölu í húsinu. Eftir að Steingrímur flytur út yfir á bjuggu ýmsir í húsinu. Fyrst Sveinberg Jónsson í eitt ár, síðan koma ma. Þorvaldur Þorláksson, Sigfús Valdemarsson ofl.
18.3.1942 kaupir Jónas Vermundsson húsið og býr þar til æviloka 1979. Torfhildur Þorsteinsdóttir, ekkja hans bjó áfram í Pálmalundi. Hún dó 1991. Stóð húsið autt um tíma, en svo var það rifið.

Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi (1976)

  • HAH10071
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1976

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu.
Ef horft er aðeins lengra aftur í sögunni að þá hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd á vegum sýslunnar sem hafði það að markmiði að koma á fót byggðasafni fyrir báðar Húnavatnssýslur og Strandasýslu. Til hliðar og stuðnings við þessa nefnd var safnanefnd Sambands austur-húnvetnskra kvenna en á þessum tíma voru 10 kvenfélög þar starfandi.

Ekki var einhugur um hvar safnið ætti að vera og urðu niðurstöður þær að Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Margar kvenfélagskonur sem og fleiri voru afar óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst var að ekki var grundvöllur fyrir öðru byggðasafni. Þær breyttu því heiti nefndarinnar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og lögðu aðal áherslu á að safna munum sem hægt var að tengja við heimilisiðnað.
Konurnar fengu til afnota gamalt hús sem hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Mikið verk var að koma þessu húsi í viðunandi horf og lögðu margir til hendi og gáfu vinnu sína og kvenfélögin lögðu til fjármagn eftir getu hvers og eins.
Safn var orðið til – og fyrst um sinn var það haft opið um helgar en er fram liðu stundir var opnunartími safnsins lengdur.
Það kom fljótlega í ljós að í raun gátu lítil félagasamtök ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var rétt eins og Kvennaskólinn í eigu ríkisins að 75% hluta og héraðsins 25% hluta. Einnig fylgdu aukin lóðarréttindi.
Þá var farið að huga alvarlega að stækkun húsnæðis og var leitað álits fagaðila á svið textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi og að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safnhúsinu.Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt með pompi og prakt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.
Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.
Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfþurftarbúskabur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er menningarstofnun sem gegnir margþættu hlutverki, við sýningahald, rannsóknir, fræðslu og miðlun menningar.
Ísland er heimili okkar og ríkt af náttúru, menningu og sögu, sem ber að varðveita, miðla og koma á framfæri til komandi kynslóða.
Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátttakandi í því.

Calgary, Alberta Kanada

  • HAH00831
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1873 -

The Calgary area was inhabited by pre-Clovis people whose presence has been traced back at least 11,000 years. The area has been inhabited by the Niitsitapi (Blackfoot Confederacy; Siksika, Kainai, Piikani), îyârhe Nakoda, the Tsuut'ina First Nations peoples and Métis Nation, Region 3.

As Mayor Naheed Nenshi (A'paistootsiipsii; Iitiya) describes, "There have always been people here. In Biblical times there were people here. For generations beyond number, people have come here to this land, drawn here by the water. They come here to hunt and fish; to trade; to live; to love; to have great victories; to taste bitter disappointment; but above all to engage in that very human act of building community."

In 1787, cartographer David Thompson spent the winter with a band of Peigan encamped along the Bow River. He was a Hudson's Bay Company trader and the first recorded European to visit the area. John Glenn was the first documented European settler in the Calgary area, in 1873.

In 1875, the site became a post of the North-West Mounted Police (now the Royal Canadian Mounted Police or RCMP). The NWMP detachment was assigned to protect the western plains from US whisky traders, and to protect the fur trade. Originally named Fort Brisebois, after NWMP officer Éphrem-A. Brisebois, it was renamed Fort Calgary in 1876 by Colonel James Macleod.

When the Canadian Pacific Railway reached the area in 1883, and a rail station was constructed, Calgary began to grow into an important commercial and agricultural centre. Over a century later, the Canadian Pacific Railway headquarters moved to Calgary from Montreal in 1996. Calgary was officially incorporated as a town in 1884, and elected its first mayor, George Murdoch. In 1894, it was incorporated as "The City of Calgary" in what was then the North-West Territories.[36] The Calgary Police Service was established in 1885 and assumed municipal, local duties from the NWMP.

The Calgary Fire of 1886 occurred on November 7, 1886. Fourteen buildings were destroyed with losses estimated at $103,200. Although no one was killed or injured,[38] city officials drafted a law requiring all large downtown buildings be built with Paskapoo sandstone, to prevent this from happening again.

After the arrival of the railway, the Dominion Government started leasing grazing land at minimal cost (up to 100,000 acres (400 km2) for one cent per acre per year). As a result of this policy, large ranching operations were established in the outlying country near Calgary. Already a transportation and distribution hub, Calgary quickly became the centre of Canada's cattle marketing and meatpacking industries.

By late 19th century, the Hudson's Bay Company (HBC) expanded into the interior and established posts along rivers that later developed into the modern cities of Winnipeg, Calgary and Edmonton. In 1884, the HBC established a sales shop in Calgary. HBC also built the first of the grand "original six" department stores in Calgary in 1913; others that followed are Edmonton, Vancouver, Victoria, Saskatoon, and Winnipeg

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Sýslumaður Húnvetninga (1225)

  • HAH10070
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1225

Saga sýslumanna
„Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar“ (1)

Hér fyrir neðan verða þeir taldir upp og virðist embættið hafa byrjað með
Kolbeini Bjarnasyni (auðkýfingi) (1225-1309) og af honum tekur við Benedikt Kolbeinsson (1309-1379), höfðu þeir einhver sýsluvöld í Húnavatnsþingi 1323.
Gissur Galli Bjarnason, eigi ólíklegt að hann hafi fengið umboð yfir sýslunni hjá hirðstjóra Eiríki Sveinbjarnarsyni eftir 1323.
Benedikt Brynjólfsson og Brynjólfur ríki faðir hans, óvíst um sýsluvöld þeirra. Höfðu líklega umboð frá hirðstjóra, sem greitt var fyrir. Um aldamótin 1300-1400.
Jón Guttormsson skráveifa – 1360 drepinn í Grundardal.
Ásgeir Árnason er sýslumaður í Húnavatnssýslu 1422, óvíst hvenær hann tók við. Hætti það ár.
Guðmundur ríki Arason frá 1422.
Einar Þorleifsson varð hirðstjóri 1436 og umboðsmaður sem jafngilti sýslumanni um 1441.
Skúli Loftsson var um hríð sýslumaður, kannski í annarra umboði nálægt eða eftir 1441.
Bessi Einarsson sýslumaður eða umboðsmaður um það bil 1450.
Brandur Sigurðsson virðist hafa hálfa sýsluna 1458.
Egill Grímsson verið orðinn sýslumaður 1461.
Rafn Brandsson eldri virðist hafa hálfa sýsluna 1480
Sigurður Daðason er sýslumaður 1481 ásamt Agli Grímssyni – voru oftast tveir sýslumenn - .
Jón Sigmundsson hafði hálfa sýsluna 1494 ásamt Agli Grímssyni.
Einar Oddson sýslumaður að hálfu á móti Jóni Sigmundssyni 1495.
Ari Guðnason sýslumaður að hálfu á móti Einari Oddsyni.
Jón Einarsson orinn sýslumaður 1513 - 1516.
Teitur Þorleifsson sýslumaður 1516 – 1528.
Páll Grímsson 1536 – 1550.
Skúli Guðmmundsson um 1540 þá á móti Páli Grímssyni.
Egill Jónsson sýslumaður 1556 – 1960.
Þormóður Arason hálfur 1551 – 1554 síðan einn 1565.
Einar Þórarinsson um tíma umboðsmaður í Húnavatnssýslu.
Ormur Sturluson 1551 – 1553.
Oddur Gottskálksson 1553-1556.
Árni Gíslason 1557-1570.
Þorvaldur Björnsson í umboði Árna Gíslasonar 1568.
Sigurður Þormóðsson í umboði Þorvaldar Björnssonar 1569.
Jón Björnsson 1570-1591.
Hinrik Gerken Hansson í umboði Jóns Björnssonar 1574.
Jón lögmaður Jónsson 1578-1606.
Jón Egilsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1593.
Jón Einarsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1600-1607.
Páll Guðbrandsson 1607-1621.
Guðmundur Hákonarson 1621-1622 og aftur 1635-1656.
Jón Egilsson umboðsmaður Guðmundar Hákonarsonar 1640.
Jón lögmaður Sigurðsson 1622-1635.
Egill Jónsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1622.
Þorkell Guðmundsson 1660-1662.
Björn Magnússon 1662-1670.
Guðbrandur Þorláksson 1665-1667.
Guðmundur Steindórsson 1670-1671.
Guðrandur Arngrímsson 1671-1683.
Jón eldri Sigurðsson hálfa sýsluna 1677.
Þorsteinn Benediktsson hálfa sýsluna 1678 og 1683 en alla sýsluna 1696.
Lárus Gottrup umboðsmaður 1683 svo 1695-1715, hafði sjö umboðsmenn á sínum ferli, þá Björn Hrólfsson, Jón Illugason, Sigurð Einarsson, Jón Eiríksson, Björn Þorleifsson, Sumarliða Klementsson og Þórð Björnsson.
Jóhann Lárusson Gottrup 1715-1728.
Grímur Grímsson 1727-1746 lögsagnari eða umboðsmaður.
Bjarni Halldórsson 1729-1773.
Arngrímur Jónsson 1773-1774.
Magnús Gíslason 1774-1789.
Björn Jónsson 1789-1790.
Margir af þeim hafa verið umboðsmenn Þingeyrajarða. (2)

Ísleifur Einarsson 1790-1800.
W. F. Krog danskur maður 1801-1805.
Sigurður Snorrason 1805-1813.
Björn Ólafsson lögsagnari 1813-1815.
Jón Jónsson 1815-1820.
Björn Auðunsson Blöndal 1820-1846.
Runólfur Magnús Björnsson Ólsen 1846-1847.
Arnór Árnason 1847-1859.
Kristján Kristjánsson 1860-1871.
Bjarni Einar Magnússon 1871-1876.
Eggert Gunnlaugsson Briem 1870-1877.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1877-1894.
Benedikt Gísli Björnsson Blöndal settur sýslumaður 1876-1877 og 1894.
Jóhannes Jóhannesson 1894-1897.
Gísli Ísleifsson 1897-1912.
Guðmundur Björnsson 1904 í þrjá mánuði.
Björn Þórðarson 1912-1914.
Ari Jónssonn Arnalds 1914-1918.
Bogi Brynjólfsson 1918-1932.
Jónas Benedikt Bjarnason settur tímabundið 1919-1937.
Guðbrandur Magnússon Ísberg 1932-1960.
Jón Magnús Guðbrandsson Ísberg 1960-1994. (2. 3.)

Kjartan Þorkelsson 1994-2002.
Bjarni Stefánsson 2002-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu voru sameinuð um áramótin 2014-2015. (4)

Ágústshús Blönduósi

  • HAH00182
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 9.1.1942 -
  1. janúar 1942 fær Ágúst G Jónsson 0,136 ha lóð er takmarkast af Húnvetningabraut að norðan, að vestan af veginum að Fornastöðum, að sunnan er vegarbreidd að hagagirðingu Blönduóshrepps. (Hænsnakofi].

Varðskipið Óðinn I

  • HAH00111
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1926 -

Svo skulum við lesa "Moggann" 28 nóv 1926:

"Óðinn varðskipið nýja, hefir verið mjög til umræðu meðal almennings síðustu dagana,. Eins og kunnugt er, " Óðinn"byggður í " Flydedokken ", í Kbh Hann kom hingað snemma sumars sl og annaðist strandgæslu. hér við land í sumar og haust. Við strandgæsluna reyndist skipið ekki gott sjóskip, ef nokkuð verulegt var að sjó. Var hann ágjöfull og vildi skera sig niður að aftan, þegar undan var haldið í vondum sjó. Einnig hafði skipinu hlekkst á í haust, er það var að fara inn á Siglufjörð, hafði skipið farið á hliðina og rétti sig ekki strax við. Kolin köstuðust út í aðra hliðina og þurftu hásetar að moka þeim yfir um. Þá réttlist skipið við aftur.Yfirmenn varðskipsins gáfu skýrslu um þetta atvik og staðfestu þá skýrslu fyrir sjórétti nú áður en þeir fóru utan."Óðinn" er ekki fullkomlega afhentur íslensku stjórninni ennþá. í samningnum var reynslutíminn ákveðinn 6 mánuðir, en sá tími er útrunninn 15. des. n.k. Og þar sem álíta verður, að einhverjir gallar séu á skipinu, var ákveðið að það skyldi sendast út áður en reynslutíminn væri útrunninn, og krefjast þess af skipasmíðastöðinni, að gallarnir yrðu Iagfæðir.

Við samningsgerðina var af íslensku stjórnarinnar hálfu lögð rík á hersla á það, að skipið væri gott sjóskip. Hvað að skipinu er, verður ekkert fullyrt ennþá. Sennilega verður fram að fara nákvæm skoðun á skipinu, til þess að hægt sé að sjá fyrir víst, hverjir gallarnir eru. Menn þykjast sjá nokkra galla, eins og þann, að reykháfurinn sé of víður o. fl. galla ofan þilfars, en hvað orsök þess, að skipið er ekki gott sjóskip, verður ekkert fullyrt um að svo stöddu. Ef til vill verður eitthvað að breyta byggingu skipsins til þess að fá þá lagfærða." Óðinn" hefir nú verið sendur til Hafnar, og er kominn þangað, og er erindið það, að fá lagfærða þá galla, sem reynast vera á skipinu. Þess verður krafist af hálfu ísl. stjórnarinnar að skipasmíðastöðin lagfæri þessa galla, og að sjálfsögðu ber þá skipasmíðastöðin allan kostnað er þetta hefir í för með sér. Fari svo, að skipasmíðastöðin vilji ekki lagfæra gallana, vegna þess að hún telji sig ekki eiga sök á þeim, þá er svo ákveðið í samningnum, að gerðardómur skeri úr ágreining Sá gerðardómur er skipaður þrem mönnum og tilnefnir íslenska ríkisstjórnin einn, skipasmíðastöðin annan og velja þeir síðan oddamann.

Verði ekki samkomulag um valið á oddamanninum er svo ákveðið, að aðalmaður Lloyds hins enska í Höfn skuli vera oddamaður. Þannig horfir þá mál þetta við Enn verður ekkert um það sagt hvað lagfæra þarf á skipinu, og því síður Það , hvernig skipasmíðastöðin lítur á málið. En að sjálfsögðu verður haldið fast á þessu máli frá okkar hálfu, og alt sem unt er gert il þess að fá okkar kröfum fullnægt, að öllu leiti. Trúnaðarmenn íslensku stjórnarinnar við samningsgerð og byggingu skipsins voru þeir Ólafur T. Sveinsson vélfræðingur og skipasmíðasérfræðingarnir Brorson & Overgaards i Höfn."

Mér finnst gaman að lesa þess grein. Þeir virðast í fljótu bragði ætla að kenna skipasmíðastöðinni um slæma sjóhæfni skipsins. Hún hefur sennilega teiknað skipið líka. Og ég las líka einhvers staðar að varla hefði sést fram fyrir skipið út af hve brúin var lá og því byggður "kofi" ofan á hana. Skipið var kolakynt og reykti víst heil ósköp þegar verið var á fullri ferð og það aftur á móti aðvaraði veiðiþjófana sem mikið var af á þessum tíma.

Skarðskirkja á Skarðsströnd

  • HAH00833
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1450-1500

Altaristafla Ólafar ríku á Skarði. Veraldlegt vald - vist á himnum

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er altaristafla Ólafar ríku sem staðsett er í Skarðskirkju að Skarði á Skarðsströnd. Taflan er að öllum líkindum frá síðari hluta 15. aldar og er saga hennar áhugaverð. Saga Ólafar er þó ekki síður áhugaverð og erfitt er að aðskilja þetta tvennt, altaristöfluna og skörunginn Ólöfu ríku. Á töflunni má sjá konumynd sem talin er sýna Ólöfu ríku Loftsdóttur. Því hefur verið haldið fram að hún hafi keypt altaristöfluna og gefið hana kirkjunni á Skarði til minningar um mann sinn Björn bónda Þorleifsson. Ólöf birtist því sem svokallaður gjafari á altaristöflunni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar hverfist um þá spurningu hvort veraldlegt vald Ólafar endurspeglist í altaristöflunni. Þegar saga Ólafar er skoðuð út frá heimildum og munnmælasögum og aldur töflunar er metinn er niðurstaðan sú að líklegt megi telja að það sé mynd Ólafar sem sjá má á töflunni. Hlutverk gjafara er oft tengt völdum, auðlegð og tengslum við kirkju og trú. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að finna megi samsvörun með stöðu Ólafar í íslensku samfélagi 15. aldar og veru hennar og ásýnd í altaristöflunni að Skarði.

Lokaverkefni (Bakkalár); Ásgerður Júníusdóttir (1968), 10.5.2016

Náttúruverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1966

Fyrsta gróðurverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu var stofnuð vorið 1966 á aðalfundi sýslunefndar. Var þetta gert samkvæmt lögum um landgræðslu ríkisins frá árinu 1965. Þessi fyrsta nefnd var skipuð þremur hreppsnefndaoddvitum, þeim: Jóni Tryggvasyni Ártúnum, Grími Gíslasyni Saurbæ og Guðmundi B. Þorsteinssyni Holti.
Varð Guðmundur fyrsti formaður nefndarinnar.

Árnes á Laugarbökkum

  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1950 -

Húsið er byggt af Karli Guðmundssyni (1901-1983) og Gunnlaugu Hannesdóttur (1920-2012)
Mikill jarðhiti er á svæðinu og réð það miklu um staðarvalið en Karl nýtti sér hann til upphitunar. Hann setti þarna á fót bílaverkstæði í samvinnu við Björn Jónasson frænda sinn og starfaði Karl þar alla tíð.

Húsið Stendur gegnt sundlauginni á staðnum.

Sunnuhvoll Blönduósi

  • HAH00133
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Sunnuhvoll. Byggt 1907 af Þórarni Bjarnasyni. Melshús 1907. Nefnist Þórarinshús 1910.

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár

  • HAH00669
  • Fyrirtæki/stofnun
  • Nóvember 1946 -

Byggt 1946 af Einari Guðmundssyni. Í fyrstu 2 litlar íbúðir. Einar bjó í annari þeirra en legði Þorvaldi Þorlákssyni hina. Síðar keypti Svavar Pálsson hana og stækkaði. Einar stækkaði einnig sína íbúð. Einar bjó í Þórðarhúsi á meðan verið var að byggja Sólbakka. Hann flutti inn í október 1946 og Þorvaldur litlu seinna (í desember). Einar bjó í íbúð sinni til æaviloka og Davia kona hans eftir hann að hún flutti í Flúðabakka Síðan bjó Skúli í íbúðinni og Sigurjón Guðmundsson. Svavar bjó þar þar til hann flutti í Hnitbjörg.

Höfðaver hf. (1965)

  • HAH10075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965

Höfðaver hf. var stofnað 1965 á Skagaströnd, tilgangur þess var rekstur vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir.
Í stjórn voru:
Ingvar Jónsson formaður
Jón Stefánsson varaformaður
Páll Jónsson ritari
Ráðinn var Björgvin Brynjólfsson sem framkvæmdastjóri fyrir félagið frá 1. júní 1965

Blönduóshreppur (1914-1988)

  • HAH10076
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1914-1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Niðurstöður 501 to 600 of 1161