Skarðskirkja á Skarðsströnd

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Skarðskirkja á Skarðsströnd

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1450-1500

History

Altaristafla Ólafar ríku á Skarði. Veraldlegt vald - vist á himnum

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er altaristafla Ólafar ríku sem staðsett er í Skarðskirkju að Skarði á Skarðsströnd. Taflan er að öllum líkindum frá síðari hluta 15. aldar og er saga hennar áhugaverð. Saga Ólafar er þó ekki síður áhugaverð og erfitt er að aðskilja þetta tvennt, altaristöfluna og skörunginn Ólöfu ríku. Á töflunni má sjá konumynd sem talin er sýna Ólöfu ríku Loftsdóttur. Því hefur verið haldið fram að hún hafi keypt altaristöfluna og gefið hana kirkjunni á Skarði til minningar um mann sinn Björn bónda Þorleifsson. Ólöf birtist því sem svokallaður gjafari á altaristöflunni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar hverfist um þá spurningu hvort veraldlegt vald Ólafar endurspeglist í altaristöflunni. Þegar saga Ólafar er skoðuð út frá heimildum og munnmælasögum og aldur töflunar er metinn er niðurstaðan sú að líklegt megi telja að það sé mynd Ólafar sem sjá má á töflunni. Hlutverk gjafara er oft tengt völdum, auðlegð og tengslum við kirkju og trú. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að finna megi samsvörun með stöðu Ólafar í íslensku samfélagi 15. aldar og veru hennar og ásýnd í altaristöflunni að Skarði.

Lokaverkefni (Bakkalár); Ásgerður Júníusdóttir (1968), 10.5.2016

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Byggingarár irkjunnar: 1915. Hönnuður: Bogi Magnússen smiður að Skarði að talið er.

Athugasemd: Kirkjan er smíðuð upp úr timburkirkju sem fauk 1910 en hún var smíðuð 1847–1848 af viðum úr grind torfkirkju sem reist var 1807. Yfirsmiður gömlu timburkirkjunnar var Sigurður Sigurðsson forsmiður í Grundarfirði.[1] Við smíðina 1915 var gamla timburkirkjan stytt um eitt sperrubil og smíðaður á hana þakturn.

Breytingar: Í upphafi stóð kirkjan á steinhlöðnum sökkli, veggir voru pappaklæddir og í gluggum var krosspóstur og fjórar rúður og þakið var bárujárnsklætt.[2]

Veggir voru klæddir bárujárni um 1925 nema norðurhlið sem var pappaklædd allt fram til þess að kirkjan var klædd trapisustáli og sett á steinsteyptan grunn á árunum 1977–1983.[3]

Hönnuður: Ókunnur.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Skarðskirkja er timburhús, 9,75 m að lengd og 4,86 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er lágur ferstrendur turn. Á honum er kvistsett píramítaþak sem gengur út undan sér að neðan. Þak kirkjunnar er klætt bárujárni, turnþak sléttu járni en veggir klæddir trapisustáli og hún stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír sexrúðu gluggar með þverrimum utan á gleri og einn minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir klæddar skásettum panil.
Inn af kirkjudyrum er gangur að kór. Hvorum megin hans eru bekkir með klæddum bökum og ná sum þeirra niður í gólf. Prédikunarstóll er framan innsta bekkjar sunnan megin. Afþiljað loft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir panelborðum upp undir miðsyllu en að ofan eru þeir klæddir listuðum standþiljum sneiddum á brúnum. Kórgafl er klæddur á svipaðan hátt en með sléttum standþiljum. Efst á kórgafli undir boga hvelfingar eru raðbogar. Yfir innri hluta framkirkju og kór er borðaklædd hvelfing.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Skarð á Skarðsströnd er bær og kirkjustaður í Dalasýslu. Skarð var talin besta jörð við Breiðafjörð og raunar eitt helsta höfuðból landsins, mikil hlunnindajörð og henni fylgir fjöldi eyja og hólma.

Bændur á Skarði voru jafnan ríkir og áttu mikið undir sér. Jörðin er í landnámi Geirmundar heljarskinns en hann bjó á Geirmundarstöðum samkvæmt Landnámabók. Líklegt er talið að afkomendur hans hafi fljótlega flutt sig að Skarði og sé svo hefur jörðin ef til vill verið í eigu sömu ættar frá landnámsöld. Sá fyrsti af ætt Skarðverja sem staðfest er að hafi búið á jörðinni er Húnbogi Þorgilsson, sem sumir telja að hafi verið bróðir Ara fróða en í Sturlungu er hann sagður sonur Þorgils Oddasonar. Snorri sonur Húnboga var lögsögumaður 1156-1170. Sonarsonur hans var Snorri Narfason, sem kallaður var Skarðs-Snorri og er í Sturlungu sagður manna auðugastur í Vestfjörðum. Hann var prestvígður eins og faðir hans og Narfi sonur hans. Narfi Snorrason (d. 1284) fékk sérstaka undanþágu erikbiskups frá því að skilja við konu sína þegar prestar fengu fyrirmæli um að gera það. Þrír synir hans, Þórður, Þorlákur og Snorri, urðu allir lögmenn.

Sonur Snorra var Ormur lögmaður, sem varð gamall og bjó mjög lengi á Skarði. Sonarsonur hans var Loftur Guttormsson, sem átti bú á Skarði þótt hann byggi aðallega á Möðruvöllum, og frægust allra Skarðverja á miðöldum voru Ólöf ríka dóttir Lofts og maður hennar, Björn Þorleifsson hirðstjóri. Björn var drepinn af Englendingum í Rifi 1467 en Ólöf hefndi hans grimmilega, handtók að sögn suma Englendingana, flutti þá heim að Skarði og þrælkaði þá þar, lét þá meðal annars leggja steinstétt heim að Skarðskirkju sem enn sér fyirir. Hún bjó áfram á Skarði eftir dauða hans. Solveig dóttir hennar bjó svo á Skarði eftir móður sína og ættin síðan áfram til þessa dags.

Höfn Skarðverja hefur frá alda öðli verið í Skarðsstöð. Þaðan hefur jafnan verið útgerð og nú er þar smábátahöfn. Verslun var þar frá 1890-1911.

Við Skarð eru kenndar tvær frægar skinnbækur, Skarðsbók Jónsbókar, skrautlegasta og glæsilegasta fornhandrit sem varðveist hefur, og Skarðsbók postulasagna.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00833

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.4.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places