Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi
- HAH02001
- Einstaklingur
- 19.7.1900 - 28.6.1970
Hann ólst upp í foreldrahúsum og stundaði margs konar sveitastörf þar vestra. Snorri keypti gömul hús á Blönduósi, lét breyta þeim og gerði þannig mjög vistleg húsakynni. Fljótlega hófst hann handa með nýbyggingu, og byggði við Hótelið samkomusal — Hljómskálann — og nokkur svefnherbergi. Síðar réðist hann í stórendurbyggingu og byggði Hótel Blönduós upp í það form, sem er í dag. Því miður bilaði heilsa Snorra heitins fljótlega eftir að þessi síðasti byggingaráfangi var fullgerður, svo hann naut skemur en skyldi bættra aðstæðna við veitingareksturinn, en samtíð hans naut framtaksseminnar og framsýni í þessu sem og mörgum öðrum störfum Snorra heitins. Árið 1962 seldi Snorri Hótel Blönduós, og hefur það örugglega verið hans ósk við það tækifæri, að það mætti vaxa og dafna hjá hinum nýja eiganda.