Fæddur 1917, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1964.
Lét af störfum 31. desember 1982. Lést 2000.
Forseti Hæstaréttar 1972 – 1973 og 1982 – 1983.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1944.
Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1944 – 1951.
Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1951 – 1961.
Yfirsakadómari í Reykjavík 1961 – 1964.
Helstu aukastörf:
Varaformaður Siglingadóms 1961 – 1964.
LOGI Einarsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember.
Logi fæddist í Reykjavík 16. október 1917.
Logi lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1936, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1944. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð 1946-1947, hdl. 1949. Hann var fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1944 til 1951, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1951 til 1961 og fékkst jafnframt nokkuð við málflutning. Á árunum 1944 til 1964 kenndi hann verslunarrétt við Verslunarskóla Íslands. Árið 1961 var hann skipaður yfirsakadómari í Reykjavík.
Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1964 og gegndi því embætti þar til honum var veitt lausn fyrir aldurs sakir í janúar 1983. Hann gegndi jafnframt starfi vararíkissáttasemjara í vinnudeilum frá 1962 til 1978.
Logi var virkur í skátahreyfingunni á sínum yngri árum auk þess sem hann var mikill sundmaður og synti um árabil með Sundfélaginu Ægi. Hann var í keppnisliði Íslendinga á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.
Logi lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.