Sýnir 10466 niðurstöður

Nafnspjald

Jóhanna Björnsdóttir (1891-1991) hjúkrunarkona Blönduósi

  • HAH05405
  • Einstaklingur
  • 25.3.1891 - 28.8.1991

Jóhanna Margrét Björnsdóttir 25. mars 1891 - 28. ágúst 1991 Hjúkrunarkona á Blönduósi og Akureyri. Hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1930. Sólbakka á Blönduósi 1940. Ógift.

Þorkelshóll I og II í Víðidal

  • HAH00901
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Þorkelshóll I
Gamalt býli og bændaeign. Jörðin hefur verið ein af stærstu jörðum í Víðidal en hefur nú verið skipt í fleiri býli. Land jarðarinnar náði áður fyrr meðfram Víðidalsá frá Dalsá og meðfram Grafarlæk og frá Finnbjarnarholti og allt þar neðar niður að Víðidalsá. Á þessu landi eru nú fjögur býli og öll góðar bújarðir. Engjar átti jörðin vel grasgefnar meðfram Víðidalsá. Beitiland var mýrlent og víða blautt en allt ræktanlegt með framræslu og nútímabúskapar tækni.

Íbúðarhús byggt 1967 ein hæð 310 m³. Fjárhús fyrir 320 fjár. Hlöður 670 m³. Hesthús fyrir 10 hest, Verkfærageymsla 136 m². Tún 18 ha.

Þorkelshóll II
Suðurhlutinn af jörðinni Þorkelshóll. Jörðinni var skipt 1962 þegar fyrri ábúendur hættu búskap en við tóku börn þeirra. Auk þess sem áður er fram tekið um Þorkelshól, má geta þess að á jörðinni voru fyrr meir mörg smábýli sem vafalaust hafa ekki verið í samfelldri byggð. Jarðarbókin nefnir þessi býli; Áskot, Miðkot og Efstakor, Einnig Tóftakot á Þorkelshóls engi.
Á jörððinni var hálfkirkja að fornu.
Beitarítak átti jörðin á Melrakkadal á sumrum en Melrakkadalur engja ítak þess í stað.

Íbúðarhús byggt 1947, 270 m³. Fjós fyrir 17 kýr. Fjárhús fyrir 260 fjár. Hlöður 870 m³. Votheysgryfja 45 m³. Tún 30 ha.

Veiðiréttur í Víðidalsá fylgir báðum býlunum

Hundahreinsunarhús við Giljá (1928)

  • HAH10067
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Lítið steinsteypt hús, hvítmálað með rauðu þaki og stendur í landi Litlu-Giljár í hvammi sunnan við Giljá, en þar var brú og ummerki um gamla þjóðveginn sjást rétt við húsið. Húsið er steinsteypt, um 5 m á lengd, 3,5 á breidd og 2,5 á hæð með dyragætt til suðurs og tveimur gluggum að vestan. Veggir eru heilir sem og þakið, sem er klætt rauðmáluðu bárujárni. Sveinsstaða- og Torfalækjarhreppur sameinuðust um að láta byggja húsið árið 1928 til notkunar sem hundahreinsunarhús. í október 2004 var húsið síðan afhent eigendum Litlu-Giljár til fullrar eignar og eitthvað verið notað síðan sem reykkofi.

Hallgrímur Davíðsson (1839-1920) Akureyri

  • HAH04740
  • Einstaklingur
  • 20.8.1839 - 6.11.1920

Hallgrímur Davíðsson 20. ágúst 1839 - 6. nóv. 1920. Var á Blómsturvöllum, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1845. Daglaunamaður í Gilinu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Húsráðandi og daglaunamaður á Akureyri, Eyj. 1890. Fjármaður á Akureyri, Eyj. 1901. Var á Akureyri 1910.

Þorsteinn Eggertsson (1836-1881) Haukagili

  • HAH06533
  • Einstaklingur
  • 3.2.1836 - 29.8.1881

Þorsteinn Eggertsson 3. febrúar 1836 - 29. ágúst 1881 Var á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Var í Grímstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870 og einnig 1875. Bóndi í Haukagili í Vatnsdal.

Margrét Guðjónsdóttir (1923-2013) Dalsmynni Hnapp

  • HAH06535
  • Einstaklingur
  • 3.3.1923 - 2.5.2013

Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Ytri-Skógum, Kolbeinstaðarhreppi 3. mars 1923. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, Brákarhlíð, 2. maí 2013.

Margrét ólst upp á Kvíslhöfða í Álftaneshreppi en fór sem ráðskona að Kolviðarnesi í Eyjahreppi 16 ára gömul. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Guðmundi, sem rak þar bú með aldraðri móður sinni. Áður en þau tóku saman hafði hann nýverið eignast barn sem Margrét tók að sér og ól upp sem sína eigin dóttur. Þau bjuggu í Kolviðarnesi allt að vormánuðum 1948 er þau fluttust búferlum að Dalsmynni í sama hreppi og bjuggu þar upp frá því.

Margrét átti miklu barnaláni að fagna og fæddist hundraðasti afkomandinn stuttu áður en hún lést.
Útför Margrétar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 10. maí 2013, kl. 13.

Steingrímur Þórisson (1923-2002) Álftagerði

  • HAH05147
  • Einstaklingur
  • 15.7.1923 - 16.9.2002

Steingrímur Þórisson fæddist í Álftagerði í Mývatnssveit 15. júlí 1923. Var í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Steingrímur fluttist átta ára gamall með foreldrum sínum í Reykholt í Borgarfirði þar sem faðir hans hóf kennslu við Héraðsskólann, en fljótlega eftir komu fjölskyldunnar þangað missti Steingrímur móður sína.
Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 16. september 2002.
Útför Steingríms var gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 24.9.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Steinþóra Sigríður Þórisdóttir (1926-2013)

  • HAH05148
  • Einstaklingur
  • 3.4.1926 - 8.12.2013

Steinþóra Sigríður Þórisdóttir fæddist á Húsavík 3. apríl 1926. Fimm ára gömul flutti Steinþóra með foreldrum sínum frá Álftagerði við Mývatn í Reykholt í Borgarfirði og ólst hún þar upp. Hún stundaði nám í Reykholtsskóla, var mikið í íþróttum og keppti í sundi fyrir Ungmennasamband Borgarfjarðar í mörg ár.
Húsfreyja í Reykjavík og rak fyrirtæki ásamt eiginmanni sínum.
Hún lést á Grund 8. desember 2013.
Útför Steinþóru var gerð frá Dómkirkjunni 17. desember 2013, og hófst athöfnin kl. 15.

Jón Jónsson (1860-1948) Selkirk, en síðar í Blaine, Hnjúki 1888.

  • HAH06581
  • Einstaklingur
  • 25.8.1860 - 29.8.1948

Jón Jónsson 25. ágúst 1860 - 29. ágúst 1948. Var á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860. Fór til Vesturheims 1888 frá Hnjúkum, Torfalækjarhreppi, Hún. Blaine, Whatcom, Washington. Fór með ms Laura til Winnipeg. Ókvæntur.
Jarðsettur Blaine Cemetery 2.9.1948.

Jósafat Jónatansson (1844-1905) alþm Holtastöðum

  • HAH06670
  • Einstaklingur
  • 18.8.1844 - 19.10.1905

Jósafat Jónatansson 18. ágúst 1844 - 19. okt. 1905. Var í Þernumýri, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Alþingismaður um tíma. Bóndi og hreppstjóri í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Bóndi og hreppstjóri á Holtastöðum í Langadal. Var þar 1890 og 1901.

Jósef Jónatansson (1854-1894) Miðhópi

  • HAH06547
  • Einstaklingur
  • 28.9.1854 - 1.10.1894

Jósef Jónatansson 28. sept. 1854 - 1. okt. 1894. Bóndi í Miðhópi. Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Miðhópi 1890.

J Chr Stephsson Akureyri / J.Chr.Stephánsson (1829-1910) ljósmyndari Akureyri

  • HAH07476
  • Einstaklingur

Fyrsti Íslendingurinn til að reyna fyrir sér við ljósmyndun með votum plötum var Jón Chr. Stephánsson trésmiður sem lærði ljósmyndun á Borgundarhólmi 1858 um leið og hann kynnti sér smíðar og skrautmálun. Ljósmyndun var aukageta hjá honum á Akureyri.

Svava Jónsdóttir leikkona f. 1884, d. 1969 ólst upp í nálægð við leikhúsið en faðir hennar Jón Chr. Stephansson smíðaði gjarnan sviðsmyndir og áhorfendabekki á meðan móðir hennar Kristjana Magnúsdóttir saumaði búninga á leikaranaSvava var í mörg ár á fjölunum og var hún mjög virt leikkona. Hún átti stóran þátt í að móta starf leikfélagsins og var fyrsta konan sem var kosinn heiðursfélagi Leikfélags Akureyrar, 30. júní 1941.

Halldór Snæhólm Halldórsson (1886-1964) Sneis

  • HAH04688
  • Einstaklingur
  • 23.9.1886 - 28.11.1964

Halldór Snæhólm Halldórsson 23. sept. 1886 - 28. nóv. 1964. Búfræðingur og bóndi á Sneis á Laxárdal, A-Hún. Baldursheimi á Blönduósi 1924-1927 og Akureyri. Verkamaður á Melstað í Glerárþorpi, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930.

Halldór Stefánsson (1834-1901) Sævarlandi

  • HAH04689
  • Einstaklingur
  • 22.12.1834 - 1.6.1901

Halldór Stefánsson 22. des. 1834 - 1. júní 1901. Var í Löngumýri ytri, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Rófu í Staðarbakkasókn 1855. Bóndi og hreppstjóri á Sævarlandi í Laxárdal ytri, Skag. Húsbóndi í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1880. Sjáfarborg 1890. Ókvæntur.

Halldór Halldórsson (1858-1922) Skyttudal og Sneis

  • HAH04693
  • Einstaklingur
  • 2.10.1858 - 13.3.1922

Halldór Tryggvi Halldórsson 2. okt. 1858 - 13. mars 1922. Tökubarn á Aksará, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1860 og um 1863-68. Tökubarn á Krossi, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1870, var þar um 1869-72. Húsbóndi í Skyttudal, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Bóndi í Sneis, Holtastaðasókn, Hún. 1901.

Halldóra Bjarnadóttir (1903-1960) Barkarstöðum

  • HAH04701
  • Einstaklingur
  • 26.8.1903 - 6.8.1960

Halldóra Bjarnadóttir 26. ágúst 1903 - 6. ágúst 1960. Vinnukona á Barkarstöðum, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Barkarstöðum í Svartárdal.

Halldóra Jónsdóttir (1867) Nípukoti

  • HAH04714
  • Einstaklingur
  • 7.11.1887 -

Halldóra Jóhanna Jónsdóttir 7. nóv. 1867. Var í Hafnarfirði, 1880. Var í Halldórskoti, Garðasókn, Gull. 1890. Ráðskona á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Nípukoti. Húsi Jakobs Sigurðssonar Blönduósi 1910 [Vegamót]

Halldóra Jónsdóttir (1890-1971) Winnipeg

  • HAH04719
  • Einstaklingur
  • 29.7.1890 - 22.4.1971

Halldóra Jónsdóttir Hannesson 29. júlí 1890 - 22. apríl 1971. Fluttist til Vesturheims 10 ára gömul. Var í Gimli, Selkirk, Manitoba, Kanada 1901. Starfaði við fatahreinsun í Winnipeg. Síðast bús. í Vancouver, Kanada.

Ásdís Kjartansdóttir (1909-2004) Bugðustöðum

  • HAH07749
  • Einstaklingur
  • 31.12.1909 - 26.3.2004

Ásdís Kjartansdóttir fæddist að Hólslandi í Eyjahreppi 31. desember 1909. Ásdís ólst upp í Dölum, mest með föður sínum á ýmsum bæjum þar sem hann var í vinnumennsku, eftir að kona hans lést.
Vinnukona á Dunkárbakka, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Húsfreyja á Bugðustöðum í Suðurdalahreppi.
Hún lést 26. mars 2004. Útför Ásdísar fór fram frá Snóksdalskirkju 3.4.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Haflína Marín Björnsdóttir (1905-2004) Kolkuósi

  • HAH07750
  • Einstaklingur
  • 24.11.1905 - 10.6.2004

Haflína Marín Björnsdóttir fæddist í Saurbæ í Kolbeinsdal 24. nóvember 1905. Haflína Marín ólst upp í Saurbæ og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1931-1932.
Hún bjó síðan í Kolkuósi ásamt Sigurmoni manni sínum með blandaðan búskap en síðari árin var hrossarækt þeirra aðalbúgrein. Hún þótti búkona í betra lagi og einlægur dýravinur. Hún var skírð við kistu föðurafa síns Hafliða og fékk þess vegna hið fágæta nafn Haflína en Marín er eftir föðurömmu hennar.
Hún lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki hinn 10. júní 2004. Útför Haflínu Marínar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 19.6.2004 og hófst athöfnin klukkan 14.

Brynhildur Jónasdóttir (1911-2007) Sauðárkróki

  • HAH07764
  • Einstaklingur
  • 23.7.1911 - 18.4.2007

Brynhildur Jónasdóttir fæddist á Stekkjarflötum á Kjálka í Skagafirði 23. júlí 1911. Brynhildur vann ýmis störf um ævina, m.a. í þvottahúsi Sjúkrahúss Sauðárkróks og á saumastofu.
Lengst af bjuggu þau hjónin á Hólavegi 3. Brynhildur dvaldi á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki síðustu 12 árin þar sem hún lést 18. apríl 2007.
Útför Brynhildar var gerð 24. apríl í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigrún Gunnlaugsdóttir (1905-2001) Vefnaðarkennari

  • HAH07766
  • Einstaklingur
  • 13.11.1905 - 23.11.2001

Sigrún Gunnlaugsdóttir 13.11.1905 - 23.11.2001. Vinnukona á Geitafelli, Nessókn, S-Þing. 1930. Nam vefnað í Svíþjóð og Finnlandi, kom aftur til Íslands 1940. Vefnaðarkennari, lengst á Laugalandi í Eyjafirði. Síðast bús. á Akureyri. Fósturdóttir: Helga Breiðfjörð Óskarsdóttir, f. 20.6.1940.
Sigrún Gunnlaugsdóttir fæddist í Geitafelli í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu 13. nóvember árið 1905. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 23. nóvember 2001. Útför Sigrúnar fór fram frá Akureyrarkirkju 29. nóvember og var hún jarðsett í kirkjugarðinum á Grenjaðarstað í Aðaldal í S-Þing.

Guðbjörg Ólafsdóttir (1863-1940) Söndum í Miðfirði

  • HAH06403
  • Einstaklingur
  • 2.11.1863 - 6.12.1940

Húsfreyja í Söndum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Leigjandi á Sauðárkróki 1930. Tökubarn Skógtjörn 1870, vk Viðey 1880.
Þjónustustúlka Kvennaskólanum á Ytri-Ey 1890, ekkja Kaupfélagshúsinu á Sauðárkróki 1920.

Einar Björnsson (1908-1992) Móbergi

  • HAH01180
  • Einstaklingur
  • 31.7.1908 - 24.2.1992

Einar Björnsson, Móbergi ­ Minning Fæddur 31. júlí 1908 Dáinn 24. febrúar 1992

Anna Lilja Tómasdóttir (1878-1973) Víkum á Skaga

  • HAH02379
  • Einstaklingur
  • 4.11.1878 - 22.12.1973

Anna Lilja Tómasdóttir 4. nóvember 1878 - 22. desember 1973. Húsfreyja í Víkum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Víkum á Skaga, A-Hún. Ættuð frá Ásbúðum.

Anna Pétursdóttir (1840-1917) Hrólfsstöðum í Blönduhlíð

  • HAH02399
  • Einstaklingur
  • 23.9.1840 - 23.2.1917

Anna Pétursdóttir 23. september 1840 - 23. febrúar 1917. Var á Nautabúi, Mælifellssókn, 1845. Húsfreyja á Kjartansstöðum í Staðarhr., og Hrólfsstöðum í Akrahr., Skag. Húsfreyja á Hrólfsstöðum, Miklabæjarsókn í Blönduhlíð, Skag. 1910.

Ytri-Langamýri í Svínavatnshreppi

  • HAH00542
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Ytri-Langamýri er nyrsta jörðin í Blöndudal að vestan. Heimalandið er ekki stórt, en næstum allt graslendi og að miklum hluta ræktanlegt. Mikið kjarngott beitarland sem liggur á vestanverðum Sléttárdal hefur verið lagt undir jörðina. Íbúðarhús byggt 1939, 647 m3. Fjárhús yfir 720 fjár og annað yfir 180 fjár. Hlöður 600 m3. Vélageymsla úr asbesti 95 m3. Tún 53,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Berggangar í fjöllum

  • HAH00991
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Berggangar geta verið aðfærslukerfi bergkviku að eldstöð, eða þeir hafa getað myndast við lárétt „kvikuhlaup“ út frá eldstöð.

Geirsalda á Kili

  • HAH00994
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1959

Nærri vatnaskilum á hárri melöldu, er minnisvarði við veginn, sem Ferðafélag Íslands lét reisa 1959 í minningu um Geir G. Zoëga vegamálastjóra, en hann var forseti félagsins 1937-1959. Aldan heitir síðan Geirsalda.

Raufarfell undir Eyjafjöllum, bær og fjall

  • HAH00391
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Raufarfell 743 mys

Raufarfells er getið í Hauksbók, Njálu og einnig í máldaga Miðbæliskirkju sem talinn er frá 1179. Í Íslensku fornbréfasafni (I, 255) segir um Mið Arnarbæli: ,,Tíund heimamanna liggur til kirkju og af næsta bæ og frá Raufarfelli hinu vestra og syngja þangað 12 messur“. Á þessum tíma hefur verið hálfkirkja eða bænhús á Raufarfelli sem virðist hafa verið í notkun a.m.k. til loka 15. aldar en er ekki getið í máldaga Miðbæliskirkju frá um 1570.

Systrastapi á Síðu

  • HAH00413
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur.

Skaftá rennur rétt hjá Kirkjubæ og stendur einstakur steindrangur þverhníptur upp fyrir vestan hana og er aðeins einstigi upp á hann einumegin. Efst á honum er slétt flöt lítil og tvær þúfur á flötinni, og segja menn að þær þúfur séu leiði þeirra systra og þar hafi þær brenndar verið og sé önnur þúfan sígræn, en hin grænki aldrei, en á henni vex þyrnir. Af þessu er drangurinn kallaður Systrastapi.

Verkfæri til sveita

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Heymeis; Notaður við flutning á heyi, ýmist á hestum eða á sjálfum sér. Grunnur laupur úr trérimlum.

Steðji; Framleiðslutæki gert úr gegnheilu stykki úr stáli eða steini og er notaður sem undirlag þar sem hlutir eru smíðaðir með því að hamra þá eða höggva til, til dæmis þegar smíðað er úr járni eða stáli. Steðjar hafa verið notaðir frá því snemma á bronsöld við alls kyns málmsmíðar þótt tækið hafi þekkst fyrr og verið notað til að búa til hluti úr steini eða tinnu.

Reykjanibba, Sauðadalur í Vatnsdalsfjall

  • HAH00405
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Reykjanibba 769 mys [Reykjarhyrna]. Dregur nafn sitt af bænum Reykir á Reykjabraut. ”Mestur hluti af Reykjanibbu er eintómtsmágrjót og efri hlutinn að norðanverðu alþakinn hvítum og gulleitum sandi og tekur hann yfir allan efri og nyrðri hluta nibbunnar. Sandur þessi hinn hvíti er kallaður Grettisskyrta. En því heitir sandblettur þessi svo að þá er Grettir fór eitt sinn í Reykjalaug er sagt að hann hafi ekki farið afskyrtu sinni en er hann kom úr lauginni hafi hann gengið upp á Reykjanibbu og breitt skyrtuna til þerris á hana norðanverða, hafi þá sandurinn breytt lit sínum og tekið skyrtulitinn og orðið hvítur alls staðar þar sem skyrtan náði yfir.”

Brúará

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Brúará er næst-stærsta lindá Íslands, og rennur um mörk Biskupstungna og Grímsness. Upptök sín hefur áin í Laugardalsfjöllum, Úthlíðarhrauni og á hálendinu þar fyrir innan, í svokölluðum Brúarskörðum. Skörðin eru í raun gil þar sem vatnið seytlar úr berginu beggja megin og myndar litla fossa ofan í ána, sem þó telst bara lækur á þessum stað. Þann 20. júlí árið 1433 var Jón Gerreksson biskup settur í poka og drekkt í Brúará.

Brúará dregur nafn sitt af steinboga sem lá yfir hana. Fólk gat gengið yfir bogann, sem myndaði þannig eins konar náttúrulega brú. Sögusagnir segja þó að vinnumaður í Skálholti hafi brotið bogann niður svo umrenningar ættu ekki eins auðvelda leið að höfuðbólinu.

Ágætis fiskgegnd er í ánni og vinsælt er að veiða í henni rétt fyrir ofan Spóastaði.

Brúará rennur loks í Hvítá milli Skálholts og Sólheima, á móts við Vörðufell á Skeiðum.

Búðir á Snælfellsnesi

  • HAH00185
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og nálægð við Snæfellsjökul hafa mikiðaðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegundahávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið. Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999. Hafist var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur,tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km um Hvalfjarðargöng.

Kjölur

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kjölur er landsvæði og fjallvegur (Kjalvegur) á miðhálendi Íslands, austan Langjökuls en vestan við Hofsjökul. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin vera við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar Hvítá Kjöl. Kjölur er nú afréttarland Biskupstungna en tilheyrði áður bænum Auðkúlu í Húnaþingi.

Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem Hrútfell (1410 m) og Kjalfell (1000 m). Þar eru líka gróin svæði, einkum í Hvítárnesi og í Þjófadölum. Áður var Kjölur mun meira gróinn. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið Hveravellir, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Kerlingarfjöll eru við Kjalveg og er þar að finna veitinga- og gistiaðstöðu ásamt því að Hveradalir eru eitt stærsta háhitasvæði Íslands

Nyrst á Kili er Dúfunefsfell, 730 m hátt, og sunnan við það eru sléttir melhjallar sem talið er að geti verið Dúfunefsskeið, sem nefnt er í landnámu, í frásögninni af Þóri dúfunef landnámsmanni á Flugumýri og hryssunni Flugu.

Kjalvegur hefur verið þekktur frá upphafi Íslandsbyggðar og eru frásagnir í Landnámu af landkönnun skagfirskra landnámsmanna en það var Rönguður, þræll Eiríks í Goðdölum, sem fann Kjalveg. Vegurinn var fjölfarinn fyrr á tíð og raunar helsta samgönguleiðin milli Norður- og Suðurlands. Í Sturlungu eru til dæmis margar frásagnir af ferðum yfir Kjöl, oft með heila herflokka.

Seint á 18. öld létu Reynistaðarbræður og förunautar þeirra lífið við Beinahól á Kili og er sagt að enn sé reimt þar í kring. Eftir það fækkaði ferðum um Kjöl en þær lögðust þó aldrei alveg af. Fjalla-Eyvindur hélt einnig til á Kili á 18. öld og reisti kofa á Hveravöllum.

Kjalvegur er um 165 km frá Eiðsstöðum í Blöndudal suður að Gullfossi og er fólksbílafær á sumrin. Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um að leggja heilsársveg um Kjöl. Kjalvegur hinn forni liggur nokkuð vestan við bílveginn og er enn notaður sem göngu- og reiðvegur.

Jökulfall (Jökulkvísl) á Kili

  • HAH00375b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Jökulfall (Jökulkvísl) á Kili. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur framhjá Kerlingafjöllum og Skipholtskrók og sameinast svo Hvítá í Borgarfirði þar sem hún rennur úr mynni Hvítárvatns. Jökulfall er á vatnaskilum og fellur til suðurs ásamt Hvítá en Blanda og Svartá til norðurs. Að tilhlutan Ferðafélagsins var lokið við brú yfir Jökulfallið 1938 skammt frá Gýgjarfossi og ruddur vegur að sæluhúsinu í Kerlingarfjöllum, svo að nú er akfært þangað í bifreið. Þar liggur mæðuvarnagirðing milli Húnavatnssýslu og Árnessýslu. Brúin sópaðist svo af í vatnavöxtum 1948 ásamt brúnni yfir Svartá á Kili. Í þeim vatnagangi fór brúin á Brúarhlöðum og Ölfusá flæddi yfir bakka sína við Selfoss. Nýjar brýr voru svo byggðar 1950.

Suðurjökull í Langjökli / Norðurjökull

  • HAH00879b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1400)

Suðurjökull í Langjökli. Gekk áður fram úr Langjökli
Milli þeirra er Skriðufell og farm af þeim Hvítárvatn 70-80 metra djúpt
Norðurjökull gengur fram úr Langjökli, Báðir þessir jöklar gengu fram í Hvítárvatn á Litlu Ísöld og röskuðu setfyllunni í vatninu að hluta

Svava Jónasdóttir (1874-1938) Syðra-Fjalli í Aðaldal

  • HAH09276
  • Einstaklingur
  • 27.8.1874 - 11.1.1938

Svava Jónasdóttir 27. ágúst 1874 - 11. jan. 1938. Var í Hraunkoti, Nessókn, S-Þing. 1890. Húsfreyja á Syðra-Fjalli. Húsfreyja í Syðra-Fjalli, Grenjaðarstaðarsókn, S-Þing. 1901.

Einar Þórðarson (1867-1909) prestur Hofteigi á Jökuldal

  • HAH03135
  • Einstaklingur
  • 7.8.1867 - 6.8.1909

Einar Þórðarson 7. ágúst 1867 - 6. ágúst 1909. Prestur og embættismaður í Norður-Múlasýslu. Prestur í Hofteigi, Hofteigssókn, N-Múl. 1901. Prestur í Hofteigi 1891-1904 og á Desjarmýri í Borgarfirði 1904-1907.

Gestur Eysteinsson (1923-1997) lögfræðingur Reykjavík

  • HAH06263
  • Einstaklingur
  • 1.5.1923 - 13.11.1997

Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lögfræðingur í Reykjavík og Hveragerði og bóndi um tíma á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, síðast bús. í Hveragerðisbæ.
Gestur Eysteinsson fæddist í Meðalheimi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 1. maí 1923.
Hann lést í Landakotsspítalanum 13. nóvember 1997.

Hólmfríður Eysteinsdóttir (1919-1984) Vilmundarstöðum Borg

  • HAH06259
  • Einstaklingur
  • 18.4.1919 - 5.8.1984

Hólmfríður Eysteinsdóttir 18. apríl 1919 - 5. ágúst 1984. Húsfreyja á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, síðar verkakona í Reykjavík. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Niðurstöður 1501 to 1600 of 10466