Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Margrét Guðjónsdóttir (1923-2013) Dalsmynni Hnapp
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
3.3.1923 - 2.5.2013
History
Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Ytri-Skógum, Kolbeinstaðarhreppi 3. mars 1923. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, Brákarhlíð, 2. maí 2013.
Margrét ólst upp á Kvíslhöfða í Álftaneshreppi en fór sem ráðskona að Kolviðarnesi í Eyjahreppi 16 ára gömul. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Guðmundi, sem rak þar bú með aldraðri móður sinni. Áður en þau tóku saman hafði hann nýverið eignast barn sem Margrét tók að sér og ól upp sem sína eigin dóttur. Þau bjuggu í Kolviðarnesi allt að vormánuðum 1948 er þau fluttust búferlum að Dalsmynni í sama hreppi og bjuggu þar upp frá því.
Margrét átti miklu barnaláni að fagna og fæddist hundraðasti afkomandinn stuttu áður en hún lést.
Útför Margrétar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 10. maí 2013, kl. 13.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi, f. í Hraunholtum, Kolbeinstaðahreppi, 19. feb. 1889, d. 11. apríl 1972 og Ágústa Júlíusdóttir, f. á Ingvörum í Svarfaðardal, Eyj. 20. ágúst 1895, d. 25. mars 1982.
Systkini Margrétar eru;
1) Jónína Kristín, f. 6. okt. 1917, d. 27. júlí 1976,
2) Helga, f. 6. okt. 1924, d. 4. maí 2001,
3) Haraldur Marteinn, f. 28. maí 1926, d. 29. des. 2007,
4) Svava, f. 3. nóv. 1928, d. 24. júlí 1947,
5) Sigurður Kristjón, f. 3. ágúst 1930.
Margrét giftist 5. júlí 1941 Guðmundi Guðmundssyni bónda, f. í Kolviðarnesi í Eyjahr. 15. sept. 1902, d. 24. jan. 1993. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórarinsson f. í Borgarkoti, Hnapp. 21. mars 1862, d. 25. feb. 1937 og kona hans, Margrét Sigríður Hannesdóttir, f. á Leysingjastöðum, Hún. 24. ágúst 1861, d. 29. júní 1948.
Börn þeirra eru
1) Eygló Guðmundsdóttir f. 13.4.1940. Fósturmóðir: Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, f. 1923.
2) Guðmundur Reynir Guðmundsson f. 22.3.1941 - 8.4.2018. Vélstjóri og múrarameistari í Borgarnesi.
3) Ágúst Guðjón Guðmundsson f. 6.7.1943.
4) Ástdís Guðmundsdóttir f. 18.9.1944. Blönduósi
5) Svava Svandís Guðmundsdóttir f. 4.10.1946.
6) Margrét Svanheiður Guðmundsdóttir f. 18.8.1948,.
7) Svanur Heiðar Guðmundsson f. 29.11.1950.
8) Kristján Guðni Guðmundsson f. 2.9.1952.
9) Tryggvi Gunnar Guðmundsson f. 23.6.1956.
10) Sigrún Hafdís Guðmundsdóttir f. 9.4.1960.
11) Skarphéðinn Pálmi Guðmundsson f. 11.11.1962.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 9.3.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
Margr__t_Gujnsdttir1923-2013__Dalsmynni_Hnapp.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg