Sýnir 953 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Sigurlaug Níelsdóttir (1868-1920) Kambhóli Víðidal

  • HAH07120
  • Einstaklingur
  • 15.5.1867 - 1920

Sigurlaug Níelsdóttir 15.5.1867 - 1920. Vinnukona á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja að Kambshóli í Vatnsdal, V-Hún. Niðursetningur á Harastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Jónína Hannesdóttir (1877-1956) Auðólfsstöðum

  • HAH07234
  • Einstaklingur
  • 18.6.1876 - 30.10.1956

Jónína Ingibjörg Hannesdóttir 18.6.1876 - 30.10.1956. Húsfreyja á Auðólfsstöðum. Húsfreyja á Auðólfsstöðum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Fædd að Fjósum. Þar 1880.

Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir (1848-1922) Mjóadal

  • HAH07240
  • Einstaklingur
  • 11.7.1848 - 6.3.1922

Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir 11. júlí 1848 - 6. mars 1922. Var á Reykjum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Húsmóðir á Æsustöðum og Mjóadal frá 1895 til æviloka.

Hildur Jónsdóttir (1955) Hjaltabakka

  • HAH07262
  • Einstaklingur
  • 29.9.1955 -

Hildur Hansína Jónsdóttir f. 29. sept. 1955, íslenskufræðingur, ógift, dóttir er Helga Theódóra Jónasdóttir.

Baldur Pétursson (1915-1987) Hjalteyri

  • HAH08758
  • Einstaklingur
  • 16.7.1915 - 7.5.1987

Baldur fæddist á Akureyri 16.7.1915 - 7.5.1987. Var á Akureyri 1930. Systursonur Reimars Leonharðs Þórðarsonar. Verkstjóri á Hjalteyri við Eyjafjörð, síðast bús. í Reykjavík. F. 16. júní 1915 skv. kb.
Foreldrar hans voru þau Valrós Baldvinsdóttir og Pétur Jónasson framkvæmdastjóri á Hjalteyri. Valrós var Þingeyingur í báðar ættir, dóttir Jóhönnu Finnbogadóttur, sem síðar bjó á Akureyri, og Baldvins Bergvinssonar Bárðdals kennara. Pétur var sonur Þuríðar Pétursdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sonardóttur Jakobs Péturssonar umboðsmanns á Breiðamýri, og Jónasar Jónssonar sem var ættaður úr Skagafirði, sonarsonur Eiríks Eiríkssonar á Ábæ í Austurdal. Þau Þuríður og Jónas bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Foreldrar Baldurs fluttust til Hjalteyrar árið 1918 og gerðist Pétur Jónasson framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf. sem hafði þá mikil umsvif á staðnum. Pétur var annálaður fyrir dugnað og sína frábæru verkstjórn. Þarna ólst Baldur upp á sjávarbakkanum, ásamt fjórum systkinum sínum í litlu húsi semkallað var Péturshús. Þetta hús stendur enn og er í eigu systkinanna.
Hann lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík 7. maí 1987, fór bálför hans fram í kyrrþey að eigin ósk 15. maí. Hann hafði þá átt við vanheilsu að stríða í mörg ár.

Gísli Guðmundsson (1915-1991) Litlu-Laugum, Reykjadal

  • HAH08766
  • Einstaklingur
  • 22.3.1915 - 30.11.1991

Gísli Tómas fæddist í Reykjavík 22. mars 1915. Foreldrar hans voru Áslaug Friðjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal og Guðmundur Pétursson nuddlæknir.
Gísli var ekki fæddur í hjónabandi og átti móðir hans við veikindi að stríða um það bil er hann fæddist. Sigurjón, bróðir Áslaugar, bóndi og skáld á Litlu-Laugum og kona hans, Kristín Jónsdóttir, tóku drenginn í fóstur strax á fyrsta ári og ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsaldurs. Þau Litlu Laugahjón áttu reyndar tíu börn fyrir, en létu sig ekki muna um að bæta þessum litla dreng í hópinn. Fósturforeldrar Gísla ólu hann upp sem væri hann þeirra eigin sonur og gerðu í engu verr til hans en sinna eigin barna. Það var heldur að Kristínu fyndist stundum hún þyrfti að gera hlut fóstursonarins ívið betri en sinna barna. Gísli varð líka snemma elskur að fósturmóður sinni. Svo var hún honum kær, að hann hafði heitið því með sjálfum sér, að ætti það fyrir honum að liggja að eignast dóttur, skyldi hún engu nafni heita öðru en Kristín.

Snorri Jónsson (1910-1990) Hléskógum, Höfðahverfi

  • HAH08785
  • Einstaklingur
  • 25.2.1910 - 25.1.1990

Snorri Jónsson fæddur 25. febrúar 1910. Verkamaður á Akureyri og í Reykjavík. Vinnumaður á Hóli, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Snorri fæddist á Hóli í Höfðahverfi 25. febrúar árið 1910 og hefði hann því orðið áttræður nú í febrúar.
Hann andaðist á Landspítalanum 25. janúar 1990. Jarðsettur föstudaginn 2. febrúar 1990.

Pétur Gunnlaugsson (1912-2005) Geitafelli, Reykjahverfi

  • HAH08783
  • Einstaklingur
  • 9.11.1912 - 11.5.2005

Pétur Gunnlaugsson fæddist á Kraunastöðum í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu 9. nóvember 1912.
Vinnumaður á Geitafelli, Nessókn, S-Þing. 1930. Tvíburi.
Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. júlí 2005. Útför Péturs var gerð frá Akureyrarkirkju 20. júlí 2005. Jarðsett var í Þverárkirkjugarði í Laxárdal.

Þór Jóhannesson (1917-2010) Þórisstöðum, Svalbarðsströnd

  • HAH08792
  • Einstaklingur
  • 6.7.1917 - 3.4.2010

Þór Jóhannesson fæddist á Þórisstöðum, Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyjarsýslu 6. júlí 1917. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. apríl 2010.
Var á Þórisstöðum, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Bóndi og búfræðingur á Þórisstöðum, í Þórsmörk og síðar á Hálsi í Fnjóskadal, gerðist þá verslunarmaður á Svalbarðseyri, síðast bús. á Akureyri.
Þór var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, 12. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Elínborg Þorláksdóttir (1891-1945) Eskifirði frá Ytra-Tungukoti

  • HAH08819
  • Einstaklingur
  • 21.1.1891 - 11.1.1945

Elínborg Kristín Þorláksdóttir 21. sept. 1891 - 11. jan. 1945. Húsfreyja. Húsfreyja á Eskifirði. Fædd á Kárastöðum í Svínavatnssókn. 1901 á Ytra-Tungukoti í Bólstaðarhlíðarsókn. 1920 í húsi Árna Halldórssonar á Eskifirði.

Jón Pétursson (1944-1965) sjómaður Hólmavík

  • HAH08821
  • Einstaklingur
  • 14.12.1944 - 16.2.1965

Jón Gunnar Pétursson 14.12.1944 - 6.2.1965 [16.2.1965]. Sjómaður Hólmavík. Drukknaði í við bryggjuna í Cuxhaven 16.2.1956

Blönduóskirkjugarður (1900)

  • HAH-10117
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.

Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu (1968)

  • HAH10125
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1968

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Stjórn kosin á aðalfundi 2. maí 2018

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi, S: 452 4528 og 862 4528, sveinfridur@simnet.is
Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir, Tindum, 541 Blönduósi
Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir, Hólabraut 9, 545 Skagaströnd
Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir, Árbraut 18, 540 Blönduósi
Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir, Árbraut 12, 540 Blönduósi

I Hansen ljósmyndari Vesterbrogade 43 Köbenhavn [Jens Hansen (1866-)]

  • HAH07429
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1886 - 1920

Jens Hansen fæddur í Vonsbæk Haderslev 12.12.1866, fermdur 1800 í Assens Óðinsvéum
ADRESSER:
1886, Lille Kirkestræde 5
1886-1893, Amagerbrogade 19.
ca. 1893-1896, Vesterbrogade 43
ca. 1896 ff (også?) på Skydebanegade 8, (måske privat bolig?)
ca. 1906 til efter 1920 igen på Vesterbrogade 43

Þórður Jósefsson (1882-1965) Ystagili í Langadal

  • HAH07389
  • Einstaklingur
  • 20.2.1882 - 18.3.1965

Þórður Jósefsson 20. febrúar 1882 - 18. mars 1965. Var á Litla-Búrfelli, Svínavatnssókn, Hún. 1890. Bóndi í Yzta-Gili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1920 og 1930. Bóndi á Ystagili í Langadal og síðar verslunarmaður á Blönduósi. Var í Óslandi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vinnumaður Eiðsstöðum (Eyðistöðum) 1901. Holtastöðum 1910.

Jóhann Filippusson (1910-1970) Sjómaður Reykjavík

  • HAH05301
  • Einstaklingur
  • 7.1.1910 - 20.6.1970

Jóhann Filippusson 7. janúar 1910 - 20. júní 1970. Var í Reykjavík 1910. Var í Brautarholti yngra, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945.

Kristín Magnúsdóttir (1862) vk Eyjólfsstöðum og Hvammi í Vatnsdal

  • HAH07408
  • Einstaklingur
  • 21.5.1862 -

Kristín Magnúsdóttir 21.5.1862. Tökubarn í Einarsnesi, Borgarsókn á Mýrum, Mýr. 1870. Vinnukona á Borg, Borgarsókn, Mýr. 1880. Vinnukona á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1890. Hjú í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1901 og Haukagili 1910 og 1920, ekkja.

Jón Árnason (1885-1977) bankastjóri

  • HAH05504
  • Einstaklingur
  • 17.11.1885 - 1.1.1977

Jón Árnason 17.11.1885 - 1.1.1977. Framkvæmdastjóri á Laufásvegi 71, Reykjavík 1930. Kennari, bankastjóri við Landsbanka Íslands og loks við Alþjóðabankann og framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurður Jóhannesson (1914-2002) bifrstj KH

  • HAH07423
  • Einstaklingur
  • 3.10.1914 - 9.11.2002

Sigurður Jóhannesson 3. október 1914 - 9. nóvember 2002. Múrari Reykjavík. Vinnumaður á Víðidalsá, Staðarsókn, Strand. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrsti bílstjóri KH, Þorsteinshúsi á Blönduósi 1941.

Pálmi Zóphoníasson (1904-1971 Bjarnastöðum

  • HAH07444
  • Einstaklingur
  • 28.1.1904 - 28.8.1971

Pálmi Zóphoníasson 28. janúar 1904 - 28. ágúst 1971. Bóndi á Bjarnastöðum í Vatnsdal, Sveinsstaðahr. Bóndi á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.

Oddur Frímann Oddsson (1844-1930) Síðu Vesturhópi

  • HAH07445
  • Einstaklingur
  • 9.6.1844 - 29.12.1930

Oddur Frímann Oddsson 9.6.1844 - 29. des. 1930. Var í Litluborg, Breiðabóltaðarsókn, Hún. 1860. Búandi á Hrappstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Var í Hólmavík, Staðarsókn, Strand. 1901.

Sigurjón Jóhannsson (1889-1967) kennari Skagaströnd

  • HAH07450
  • Einstaklingur
  • 9.3.1889 - 20.11.1967

Sigurjón Jóhannsson 9.3.1889 - 20.11.1967. Var á Hafsteinsstöðum, Reynistaðarsókn, Skag. 1890. Bróðursonur á Höskuldsstöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Bóndi og kennari í Eyjarkoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi, síðast bús. í Höfðahreppi. Var í Baldursheimi, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Pálmi Pálmason (1891-1973) vkst Rvk, Skinnastöðum 1901

  • HAH07458
  • Einstaklingur
  • 14.8.1891 - 18.9.1973

Pálmi Pálmason 14.8.1891 - 18.9.1973. Verkstjóri á Seljavegi 9, Reykjavík 1930. Verkstjóri. Síðast bús. í Reykjavík. Var jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26.
september 1973, kl. 13.30.

Valgerður Tómasdóttir (1831-1908) Þóroddsstöðum V-Hvs

  • HAH07459
  • Einstaklingur
  • 8.5.1831 - 12.4.1908

Valgerður Tómasdóttir 8. maí 1831 - 12. apríl 1908. Var í Broddanesi, Fellssókn, Strand. 1845. Húsfreyja á Þóroddsstöðum í Staðarhr., V-Hún. Húskona í Kollsá, Prestbakkasókn, Strand. 1901.

Pálína Guðmundsdóttir (1887-1962) Katrínarkoti Hafnarfirði, frá Aðalbóli V-Hvs

  • HAH07462
  • Einstaklingur
  • 12.2.1887 - 14.7.1962

Pálína Guðmundsdóttir 12.2.1887 - 14.7.1962. Var á Aðalbóli, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Þau hófu búskap í Hrygg í Hraungerðishreppi vorið 1912. Hryggur var þá mjög kostarýr jörð og því fluttu þau að Bala í Gnúpverjahreppi vorið 1914 . Þaðan flytja þau niður undir sjó á lítið býli, en heitir Selpartur, grasgefið býli, sem á þeim tíma með fremur litla möguleika til góðrar afkomu, fyrst og fremst vegna lélegra samgangna. Árið 1925 flytur fjölskyldan að Katrínarkoti á Álftanesi og stundar þar búskap til 1949.

Ögn Eiríksdóttir (1862) Ásbjarnarstöðum

  • HAH07478
  • Einstaklingur
  • 7.12.1862 -

Ögn Eiríksdóttir 7. desember 1862 [6.12.1862]. Fósturbarn Illugastöðum 1870, vk Ytri-Kárastöðum 1880. Húsfreyja Sauðadalsá 1890, og á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1901 og 1930 ekkja þar 1920.

Karl Möller (1850-1931) verslm Blönduósi, Stokkseyri ov

  • HAH07511
  • Einstaklingur
  • 24.10.1850 - 22.7.1931

Karl Lárus Möller 24.10.1850 - 22.7.1931. Var á Akureyri 1860. Verslunarþjónn á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880 og Sæmundsenhúsi [Hemmertshús] 1920. Borðeyri 1890, Var í Reykjavík 1910. Bókhaldari Stokkseyri 1901, verslunarmaður hjá Ámunda Arasyni Reykjavík 1910. Ókvæntur Barnlaus

Sigurður Jónsson (1902-1960) Efra-Vatnshorni

  • HAH07523
  • Einstaklingur
  • 6.11.1902 - 1.10.1960

Sigurður Jónsson 6.11.1902 - 1.10.1960. Bóndi í Efra-Vatnshorni, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Skarði 1920. Var á Grund, Þverárhr., V-Hún. 1957.

Ragnheiður Sigurðardóttir (1867-1911) Búðardal

  • HAH07532
  • Einstaklingur
  • 4.6.1867 - 5.10.1911

Ragnheiður Sigurðardóttir Johnsen 4. júní 1867 [9.6.1867] - 5. október 1911 Húsfreyja í Búðardal. „Skarpgáfuð og skemmtileg, kvenna fríðust og góðkvendi.“ Segir í Eylendu.

Þorsteinn Gunnarsson (1852-1942) lögreglumaður

  • HAH07533
  • Einstaklingur
  • 25.1.1852 - 7.3.1942

Húsbóndi á Laugavegi, Reykjavík. 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsbóndi á Skólavörðustíg 42, Reykjavík 1930. Lögreglumaður í Reykjavík. Kjördóttir: Lára Þórdís Pálína Þorsteinsdóttir f.12.12.1895

Benedikt Benjamínsson (1849-1910) póstmaður og bóndi á Ásmundarnesi,

  • HAH07535
  • Einstaklingur
  • 13.8.1849 - 29.3.1910

Benedikt Benjamínsson 13.8.1849 - 29.3.1910. Var á Langeyjarnesi, Dalverðarnessókn, Dal. 1860. Vinnumaður í Hvalgröfum, Skarðssókn, Dal. 1880. Vinnumaður á Kleppustöðum, Staðarsókn, Strand. 1890. Vinnumaður í Stórholti, Staðarhólssókn, Dal. 1901.

Ásta Þórarinsdóttir (1859-1929) Grenjaðarstað

  • HAH07538
  • Einstaklingur
  • 20.6.1859 - 22.8.1929

Ólöf Ásta Þórarinsdóttir 20. júní 1859 [22.6.1859] - 22. ágúst 1929 Var á Víkingavatni, Garðssókn, N-Þing. 1860. Húsfreyja á Grenjaðarstað, S-Þing. frá 1885 fram yfir 1900, síðast á Húsavík. Skörungskona.

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

  • HAH07539
  • Einstaklingur
  • 22.8.1863 - 10.2.1927

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir 22. ágúst 1863 [18.8.1894] - 1924 [10.2.1927 skv minningagrein]. Var á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870 og 1880. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Fluttust þau vestur um haf árið 1900, til Hamilton N. D., þar sem þau bjuggu eitt ár. Þaðan fluttust þau til Point Roberts, Wash.; þar námu þau land, hvar þau bjuggu út allan sinn samvistartíma. Húsfreyja í Point Roberts, Bandaríkjunum. Átti að auki tvo syni: Guðmund Ingibjart og Agnar Braga. Báðir fæddir í Vesturheimi.

Var Ögn uppalin hjá foreldrum sínum þangað til hún missti móður sína að Sauðanesi árið 1890. Tók hún þá við húsfreyjustöðu heimilisins fyrír föður sinn, þá' 25 ára gömul, sem var vanda söm og ábyrgðarmikil staða, þar sem sex börn voru í heimili, fyrir utan fleira og færra vinnufólk. Á heimilinu voru það 4 alsystkini hennar, ein hálfsystir og ein fóst ursystir. Og þar sem ögn var ekki sterk að heilsu, þótti alveg dásamlegt hversu vel henni tókst að leysa starf sitt af hendi, og engum hefði betur getað tekist að ganga barnahópnum í móðurstað, því meiri umhyggju og betri stjórn hefði engin móðir gétað sýnt sínum eigin börnum; einlæg ást hennar og umhyggja var því alveg jöfn til litlu hálfsysturinnar og föðurlausu litlu stúlkunnar, sem til hennar eigin alsystkina.
Hún lést í Seattle 10.2.1927 og jarðsett þann 15.

Sigurbjörg Hallgrímsdóttir (1847-1921) vk Stóradal 1914

  • HAH07543
  • Einstaklingur
  • 10.3.1847 - 15.5.1921

Sigurbjörg Hallgrímsdóttir 10.3.1847 - 15.5.1921. Niðurseta í Ytrikoti, Silfrabakkasókn, Skag. 1860. Vinnukona á Miðvatni, Reykjasókn, Skag. 1880. Vinnukona á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1890. Vinnukona í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1910 og 1914. Ógift bl.

Jóhanna Ísleifsdóttir (1887-1980) vk Stóradal 1914

  • HAH07545
  • Einstaklingur
  • 9.9.1987 - 6.11.1980

Jóhanna Andrea Ísleifsdóttir 9.9.1887 - 6.11.1980. Ráðskona á Grettisgötu 12, Reykjavík 1930. Ráðskona í Reykjavík, síðast bús. þar. Var trúlofuð Gunnari Helgasyni frá Kringlu á Akranesi, er drukknaði með systkinum sínum og fleirum 14.9.1905 í brimgarðinum á Akranesi. Vk Stóradal 1914.

Magdalena Einarsdóttir (1897-1985) frá Síðu

  • HAH07549
  • Einstaklingur
  • 25.9.1897 - 3.3.1985

Magdalena Sigríður Einarsdóttir 25. september 1897 - 3. mars 1985 Var á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Síðu, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Ógift.

Jóhannes J Björnsson (1932-2009) Lögreglumaður Akureyri

  • HAH07570
  • Einstaklingur
  • 13.11.1932 - 3.12.2009

Jóhannes J. Björnsson 13.11.1932 - 3.12.2009, fæddur á Akureyri. Lögreglumaður og farmaður á Akureyri. Kjörsonur: Sveinbjörn Jóhannesson, f. 15.1.1970.
Jóhannes ólst upp hjá móður sinni í Norðurgötunni á Akureyri og var einkabarn hennar.
Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. desember 2009.
Útför Jóhannesar fór fram frá Akureyrarkirkju 15. desember 2009, og hófst athöfnin kl. 10.30.

Jón Einarsson (1895-1968) Blönduósi

  • HAH05663
  • Einstaklingur
  • 13.9.1895 - 1.4.1968

Jón Marselíus Einarsson 13.9.1895 - 1.4.1968. Trésmiður á Akureyri 1930. Var í Jónshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Jón Pálmason (1930) Hnausum

  • HAH05681
  • Einstaklingur
  • 2.5.1930 -

Jón Pálmi Pálmason 2.5.1930. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi Hnausum 1. Ókvæntur barnlaus.

Unnur Jakobsdóttir (1913-1996) Litla-Enni

  • HAH07754
  • Einstaklingur
  • 9.12.1913 - 4.3.1996

Unnur Jakobsdóttir 9. desember 1913 - 4. mars 1996. Var í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920. Var á Laufásvegi 7, Reykjavík 1930. Hjúkrunarkona í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir. Ógift, barnlaus

Úlfhildur Kristjánsdóttir (1911-2003) Dysjum Garðabæ

  • HAH07772
  • Einstaklingur
  • 11.12.1911 - 9.7.2003

Úlfhildur Kristjánsdóttir 11.12.1911 - 9.7.2003. Fór þriggja ára í fóstur að Kjarnholtum í Biskupstungum til Guðrúnar Sveinsdóttur og Gísla Guðmundssonar. Var í Keldnaholti , Haukadalssókn, Árn. 1930. Var í vistum og kaupavinnu og fleiru á yngri árum en var húsfreyja á Dysjum í Garðahreppi, síðar Garðabæ frá því um 1937 allt til 1996. Síðast bús. í Garðabæ.
Fæddist í Langholtsparti í Flóa hinn 11. desember 1911. Hún vann við sauma í Reykjavík og var í vistum þar og í Hafnarfiði, var í kaupavinnu og vaskaði fisk í Hafnarfirði og nágrenni og saltaði síld á Djúpavík eitt sumar. Þau Guðmann og Úlfhildur bjuggu á Dysjum allan sinn búskap. Úlfhildur bjó þar áfram eftir að Guðmann lést 1981, en síðustu sjö árin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést á hjúkrunardeild 2-B, Hrafnistu í Hafnarfirði 9. júlí 2003. Útför Úlfhildar fór fram frá Garðakirkju 17.7.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Þorbjörg Hallmannsdóttir (1916-2003) Króki í Ölfusi

  • HAH07833
  • Einstaklingur
  • 17.1.1915 - 14.9.2003

Húsfreyja á Króki í Ölfusi og síðar á Selfossi. Síðast bús. á Eyrarbakka. Var í Gerðahr., Gull. 1920. Var í Lambhúsum, Útskálasókn, Gull. 1930.
Þorbjörg Hallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. janúar 1916. Þau Þorbjörg og Óskar hófu búskap á Króki í Ölfusi árið 1943 og bjuggu þar til ársins 1977. Þá fluttist hún á Selfoss. Frá árinu 1998 bjó hún á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.
Hún andaðist sunnudaginn 14. september 2003 á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Þorbjörg var jarðsett frá Kotstrandarkirkju 22.9.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Einarsdóttir (1926-2012) Sandgerði

  • HAH08065
  • Einstaklingur
  • 26.5.1926 - 24.2.2012

Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í Klöpp, Miðneshreppi, 26. maí 1926. Húsfreyja, sjúkraliði og saumakona í Reykjavík.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, 24. febrúar 2012. Ingibjörg var jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 2. mars 2012, og hófst athöfnin kl. 15.

Guðrún Georgsdóttir (1949-2007) Þorlákshöfn

  • HAH07221
  • Einstaklingur
  • 25.10.1949 - 20.6.2007

Guðrún Georgsdóttir fæddist 25.10.1949 - 20.6.2007. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Fæddist á Blönduósi 25. október 1949.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júní 2007. Útför Guðrúnar var gerð frá Þorlákskirkju 29.6.2007 og hófst athöfnin klukkan 14.

Katrín Eiríksdóttir (1925-2017) frá Saurbæ

  • HAH07219
  • Einstaklingur
  • 2.4.1925 - 15.5.2017

Var í Saurbæ, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kaupmaður og síðar skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum.
Katrín Eiríksdóttir fæddist 2. apríl 1925 að Þórormstungu í Vatnsdal. Katrín ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Katrínu Grímsdóttur og Gísla Jónssyni í Saurbæ í Vatnsdal. Fimmtán ára gömul flutti hún til Reykjavíkur og réði sig í vist þar.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. maí 2017. Útför Katrínar fór fram frá Áskirkju 22. maí 2017, og hófst athöfnin kl. 13.

Jakobína Jónsdóttir (1881-1967) Blönduósi

  • HAH05250
  • Einstaklingur
  • 25.8.1881 - 19.12.1967

Ingibjörg Jakobína Jónsdóttir 25.8.1881 - 19.12.1967. Fædd á Neðri-Torfustöðum. Ytri-Reykjum 1890, Húsfreyja á Blönduósi. Var í Sumarliðabæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Engey í Kollafirði

  • HAH00928
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Engey er næststærsta eyjan í Kollafirði á eftir Viðey. Þar er nú viti sem var reistur árið 1902 en áður fyrr var búið í eynni og var þar oft margbýli. Elstu heimildir um byggð í Engey eru í Njálu. Í eynni var kirkja frá 1379 til 1765. Eyjan varð hluti af Reykjavík árið 1978.

Á 19. öld voru skipasmiðir úr Engey þekktir og svokallað Engeyjarlag á bátum varð algengasta bátalagið um allan Faxaflóa. Fremstur þessara skipasmiða var Kristinn Magnússon, sem smíðaði 220 skip og báta á árunum 1853-1875. Hann þróaði einnig seglabúnað sem varð almennur á Faxaflóasvæðinu og stundaði þilskipaútgerð í félagi við Geir Zoëga og fleiri. Búið var í eynni til 1950. Öll hús í eynni voru brennd árið 1966, enda þá grautfúin og að falli komin.

Við eyjuna er kennd Engeyjarættin, afkomendur Snorra Sigurðssonar ríka, sem bjó mjög lengi í eynni og lést þar hátt á níræðisaldri árið 1841. Til hennar heyrir til dæmis Bjarni Benediktsson, sem var forsætisráðherra frá 1963 til 1970, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra.

Nokkrar hernaðarminjar eru í Engey en á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru þar reist virki til að verja innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Þar er meðal annars neðanjarðarstjórnstöð. Minjarnar þar eru betur varðveittar en víða annars staðar vegna þess að eyjan fór í eyði fljótlega eftir að stríðinu lauk.

Í sveig út frá suðurodda eyjarinnar liggur langt sker, Engeyjarboði, sem sjór rétt flýtur yfir á fjöru. Ljósbauja gegnt Reykjavíkurhöfn merkir enda boðans.

Síðasta fjölskyldan sem bjó í Engey var fjölskylda Valdemars Guðmundssonar og Öllu konu hans. Alla var gælunafn. Börnin þeirra eru Guðmundur Valdimarsson, Björn sonur Öllu, Haraldur sonur hjóna Ragna og Sigurður alsystkyn Halla.þau fluttu í land 1958 og varð Valdemar yfirfangavörður á Skólavörðustíg 9 fram yfir 1976. Þess má til gamans geta að Valdi lék í mynd Óskars Gíslasonar Bakkabræður ásamt Skarphéðni Össurarsyni föður Össurar.

Páll jökull Pálsson (1848-1912) Brunnum í Suðursveit ov

  • HAH06171
  • Einstaklingur
  • 17.8.1848 - 21.7.1912

Páll „jökull“ Pálsson 17.8.1848 - 21.7.1912. Var á Keldunúpi, Kirkjubæjarklaustursókn, V-Skaft. 1850. Var í Kálfafelli, Kálfafellssókn, V-Skaft. 1860. Ekkill í Hlíð, Austur-Eyjafjallahr., Rang. 1910, skráður til heimilis að Vík í Mýrdal. Bóndi á Brunnum í Suðursveit, Hraunkoti í Lónum og á Skálafelli í Borgarhafnarhr., A-Skaft. 1880, síðar á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Barnakennari Vestmannaeyjum 1873-1874. Fyrstur íslendinga að ganga yfir Vatnajökul 1875.

Hreggviður Þorsteinsson (1880-1931) kaupmaður á Ísafirði

  • HAH06411
  • Einstaklingur
  • 5.10.1880 - 21.1.1931

Þorsteinn Hreggviður Þorsteinsson 5.10.1880 - 21.1.1931. Var í Lykkju, Útskálasókn, Gull. 1890. Kaupmaður á Ísafirði. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Verzlunarstjóri á Siglufirði 1930. Fórst með Gufuskipinu Ulv við Strandir. Fórst 22.1.1931 skv. prestþjónustubókinni frá Siglufirði.

Margrét Jónasdóttir (1879-1961) Eyjólfsstöðum

  • HAH06622
  • Einstaklingur
  • 10.10.1879 - 4.7.1961

Margrét Oddný Jónasdóttir 10.10.1879 - 4.7.1961. Húsfreyja á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir (1845-1918) skáldkona Skagaströnd

  • HAH07474
  • Einstaklingur
  • 2.2.1845 - 14.11.1918

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir 2.2.1845 - 14.11.1918. Skáldkona á Skagaströnd og víðar. Fór til Vesturheims 1876 frá Höskuldsstöðum, Vindhælishreppi, Hún. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Fékk ritstyrk frá alþingi er hún var komin á efri ár og hélt til æviloka, fyrst íslendinga. Lést úr Spönsku veikinni. Ekkja Skálholtskoti 1890.

Finnbogi Guðmundsson (1954) Akri

  • HAH07261
  • Einstaklingur
  • 23.8.1954

Finnbogi Ottó Guðmundsson 23. ágúst 1954. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957, húsasmíðameistari í Reykjavík,

Ásta Jósefsdóttir (1947-2007) Hvoli í Vesturhópi

  • HAH08499
  • Einstaklingur
  • 21.4.1947 - 13.1.2007

Ásta Jósefsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1947. Ásta ólst upp hjá móðurömmu sinni og afa, Ástu Ásgeirsdóttur, f. 19.4. 1893, d. 2.9. 1986, og Hjalta Gunnarssyni, f. 2.12. 1891, d. 18.7. 1977, í Grænuhlíð 5 í Reykjavík. Hún bjó áfram í Grænuhlíðinni eftir andlát Aðalsteins og fram til ársins 1977 en flutti þá í Efstasund.
Hún vann ýmis verslunarstörf á sínum yngri árum, starfaði hjá Sápugerðinni Frigg og einnig á Kópavogshæli. Hún bjó á Vopnafirði frá 1979 til ársins 1993. Hún flutti þá í Efstasund 92 í Reykjavík og bjó þar síðan. Hún starfaði við heimilishjálp á seinni árum, bæði á Vopnafirði og hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík en lengst af var hún húsmóðir bæði á Vopnafirði og í Reykjavík.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 13. janúar 2007. Útför Ástu var gerð 23.1.2007 frá Langholtskirkju og hófst athöfnin klukkan 13.

Auður Jónsdóttir (1942-2007) Hóli í Firði, N-Ísafjarðarsýslu

  • HAH08378
  • Einstaklingur
  • 2.2.1942 - 5.5.2007

Auður Jónsdóttir fæddist á Hóli í Önundarfirði 2. febrúar 1942 og ólst þar upp. Sjúkraliði í Reykjavík. Kvsk Blö 1961-1962.
Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 5. maí 2007. Útför Auðar var gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hófst athöfnin klukkan 13.

Hrefna Gunnarsdóttir (1943-1996) Reykjavík

  • HAH08348
  • Einstaklingur
  • 17.9.1943 - 28.9.1996

Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir 17.9.1943 - 28.9.1996. Húsfreyja á Felli, Kjósarhr., Kjós.
Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir var fædd í Reykjavík 17. september 1943.
Hrefna ólst upp í Miðstræti 12 í Reykjavík til átta ára aldurs. Flutti hún síðan með foreldrum sínum upp á Kjalarnes, að Ytri-Tindstöðum
Hún lést á heimili sínu 28. september 1996. Útför hennar fór fram frá Reynivallakirkju 5.10.1996 og hófst athöfnin klukkan 14.

Björg Baldvinsdóttir (1947-2011) Seljalandi undir Eyjafjöllum

  • HAH08519
  • Einstaklingur
  • 22.9.1947 - 29.9.2011

Björg Arndís Baldvinsdóttir fæddist á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum 22. september 1947. Leikskólakennari og skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Fósturfaðir: Andrés Haukur Ágústsson f. 16.10.1923. Björg ólst upp á Seljalandi og á Hvolsvelli. Fljótlega eftir það flutti hún til Reykjavíkur og bjó síðan þar og í Mosfellsbæ. Útför Bjargar fór fram í kyrrþey. Hún var jarðsett í heimagrafreit á Seljalandi.

Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. september 2011.

Þóra Bragadóttir (1953-2001) kaupmaður Reykjavík

  • HAH08661
  • Einstaklingur
  • 17.8.1953 - 8.8.2001

Þóra Guðlaug Bragadóttir kaupmaður fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1953.
Hún lést í Reykjavík 8. ágúst 2001. Útför Þóru fór fram frá Háteigskirkju 17.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Ragnhildur Snorradóttir (1832-1917) Klömbrum

  • HAH07522
  • Einstaklingur
  • 5.11.1832 - 1917

Ragnhildur Snorradóttir 5. nóvember 1832 - 1917. Var á Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1835 og 1870. Ekkja Breiðabólsstað 1880 og Efra-Vatnshorni 1890 þá húsmóðir og til dd.

Þorbjörg Snorradóttir (1848-1927) Núpi Dýrafirði frá Klömbrum

  • HAH07094
  • Einstaklingur
  • 22.9.1848 - 9.9.1927

Þorbjörg Snorradóttir 22. september 1848 [20.9.1848] - 9. september 1927 Húsfreyja á Núpi í Dýrafirði og víðar. Var í Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Vinnukona í Klömbrum 1870. Var á Söndum, Sandasókn, V-Ís. 1880. Húskona , ekkja, í Meðaldal, Sandasókn, Ís. 1890. Var í Meðaldal, Sandasókn, V-Ís. 1901. Stjúpa húsfreyju. Ekkja 1888. Flutti til Reykjavíkur 1918. Síðast bús. í Reykjavík.

Ólöf Jónasdóttir (1862-1943) Torfustöðum Miðfirði

  • HAH07453
  • Einstaklingur
  • 29.1.1862 - 29.6.1943

Ólöf Jónasdóttir 29.1.1862 [30.1.1862] - 29.6.1943. Húsfreyja á Torfastöðum í Núpsdal í Miðfirði, Hún. Var á Torfustöðum, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930.

Sigvaldi Benediktsson Blöndal (1852-1901) veitingamaður Sauðárkróki

  • HAH06774
  • Einstaklingur
  • 24.6.1852 - 13.3.1901

Sigvaldi Benediktsson Blöndal 24. júní 1852 - 13. mars 1901. Verslunarmaður á Sauðárkróki og Blönduósi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1860. Fyrsti skráði einsraklingurinn með heimilisfestu á Blönduósi 1878.

Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir (1857) Hjallalandi frá Syðriey

  • HAH07174
  • Einstaklingur
  • 27.7.1857 -

Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir 27.7.1857. Var á Syðriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Tökubarn á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1880. Austurstræti 5 Rvk, 1890, Ráðskona Kötlustöðum Vatnsdal 1920

Útibleiksstaðir Ytri-Torfustaðahreppi V-Hvs

  • HAH00931
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1780)

Heggstaðanes eða Bálkastaðanes kallast nesið milli Hrútafjarðar og Miðfjarðar. Er það framhald af Hrútafjarðarhálsi með áþekku landslagi en láglendara. Þar er mýrlent með melholtum á milli. Hæst er nesið utanvert, milli bæjanna Heggstaða (að austanverðu) og Bálkastaða (að vestanverðu), 184 metrar yfir sjávarmáli. Kallast landið þar Heggstaðaheiði.

Sauðfjárrækt er mikil á nesinu; er það grösugt og mikil sauðalönd. Þar fóru fyrstu fjárskipti á Íslandi fram árið 1937 og var fé tekið á ný úr Norður-Þingeyjarsýslu. Þá er þar æðardúntekja - mest á Heggstöðum en einnig á Bálkastöðum og Bessastöðum. Yfir Heggstaðanesháls liggur malarvegur fær öllum fólksbílum en hann var mikið betrumbættur haustið 2006. Var þetta aðalvegurinn á nesinu lengst af þar sem fólk á nesinu hafði lítið að sækja fram í Hrútafjörð. Heggstaðanes tilheyrði Ytri-Torfustaðahreppi fram til ársins 1998 en er síðan hluti af Húnaþingi vestra. Kirkjusókn er að Melstað. Fjórir bæir eru á nesinu: Bessastaðir og Bálkastaðir að vestanverðu og Útibleiksstaðir og Heggstaðir að austanverðu. Útibleiksstaðir eru í eyði. [Í Lögbýlaskrá frá 2017 er jörðin ekki sögð í eyði. Eigandi þá; Ingibjörg Guðmundsdóttir]

Frá botni Miðfjarðar út á Heggstaðanestá eru 13,6 kílómetrar beina sjóleið en frá botni Hrútafjarðar eru 34,7 kílómetrar beina sjóleið, þar af 20,3 kílómetrar frá Heggstaðanestá að Reykjarifi í Hrútafirði.

Á Heggstaðanesi er fjölskrúðugt fuglalíf og finnst mörgum skemmtilegt að ganga fyrir nesið frá Heggstöðum til Bálkastaða, eða öfugt. Þar má sjá fugla eins og hrafn, æðarfugl, fýl og kríu, að ógleymdum haferni ásamt ýmsum smáfuglum.

Steinvör Helga Benónýsdóttir (1888-1974) Hvammstanga

  • HAH07394
  • Einstaklingur
  • 22.8.1888 - 26.8.1974

Steinvör Helga Benónýsdóttir 22. ágúst 1888 - 26. ágúst 1974. Húsfreyja á Hvammstanga frá 1913 til æviloka. Var á Kambhóli í Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890.

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

  • HAH00673
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Tilraun 1907. Bindindisfélagið Tilraun 1907 – Barnaskóli á efri hæðinni 1908 - Símstöð 1912

Hörghóll í Vesturhópi

  • HAH00810
  • Fyrirtæki/stofnun

Í bókinni Húnaþing 2 segir m.a.: Syðsti bær í Þverárhreppi,vestan Reyðarlækjar,stendur hátt og túnið er brattlent.Útsýni er mest til norðurs yfir Vesturhópshólavatn,og austurs en þar eru björgin mest áberandi.Land jarðarinnar er ekki stórt,og frekar hrjóstrugt eins og nafnið bendir til.Jörðin var lengi í ríkiseign en er nú í eigu ábúenda.
Ábúendur og eigendur árið 1978: Agnar Traustason og móðir hans Sigríður Sigfúsdóttir

Sigríður Sigurðardóttir (1858-1915) Vertshúsi Blö

  • HAH07470
  • Einstaklingur
  • 26.12.1858 - 7.4.1915

Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir 26. des. 1858 - 7. apríl 1915. Veitingamannsfrú í Veitingahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi.

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri

  • HAH07430
  • Einstaklingur
  • 11.5.1914 - 23.12.1991

Ásgerður Guðmundsdóttir [Ása] 11.5.1914 - 23.12.1991. Húsfreyja á Akureyri. Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Einkabarn foreldra sinna. Á Stóru-Giljá ólst Ása upp við fjölbreytt mannlíf. Auk margra heimilismanna var þar mjög gestkvæmt og heimilið rómað fyrir gestrisni og rausnarskap. Ása var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1933 og 1934. Um 1940 fluttist Ása til Akureyrar og vann fyrst sem ráðskona og síðan lærði hún klæðskerasaum. Á þeim tíma kynntist hún Hallgrími Vilhjálmssyni frá Torfunesi í Köldukinn, síðar tryggingafulltrúa á Akureyri.

Niðurstöður 801 to 900 of 953