Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1930)

History

Hólar í Hjaltadal eru bær, kirkjustaður og skólasetur í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson.
Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar og frá fornu fari hafa Norðlendingar og þó einkum Skagfirðingar talað um að fara „heim að Hólum“. Biskupsstóllinn átti geysimiklar eignir og um siðaskipti var um fjórðungur af öllum jörðum í Norðlendingafjórðungi í eigu stólsins. Á Hólum var löngum rekinn skóli, þó líklega ekki óslitið nema frá því um siðaskipti, og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós (Kolkuós). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.

Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna Guðmund góða Arason (biskup 1203-1237), Norðmanninn Auðun rauða Þorbergsson (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti Auðunarstofu hina fyrri, og Jón Arason (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.

Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var Ólafur Hjaltason en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var Guðbrandur Þorláksson, sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð Guðbrandsbiblía. Gísli Magnússon (biskup 1755-1779) lét reisa steinkirkjuna sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var Sigurður Stefánsson (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður Hólavallarskóla. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar prestssetur til 1868 en þá var prestssetrið flutt í Viðvík. Hólar urðu aftur prestssetur 1952 og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
Skagafjarðarsýsla keypti jörðina 1881 og árið eftir var bændaskóli stofnaður á Hólum, Frá 2003 hefur nám þar verið á háskólastigi og kallast skólinn nú Háskólinn á Hólum. Ýmsar stofnanir eru einnig á Hólum, þar á meðal Sögusetur íslenska hestsins, Guðbrandsstofnun, sem er rannsókna- og fræðastofnun í tengslum við skólann, og fiskeldisstöðin Hólalax. Á Hólum er grunnskóli og leikskóli. Þar er umfangsmikil ferðaþjónusta og á sumrin er rekið þar gistihús og veitingahús. Þar er einnig sundlaug.

Auðunarstofa eða Timburstofan var reist á Hólum á árunum 1316 til 1317 og stóð í tæp 500 ár eða uns hún var rifin árið 1810. Auðunn rauði Þorbergsson, biskup á Hólum, hafði með sér viði í timburstofuna, þegar hann kom til Íslands 1315. Viðirnir voru dregnir að vetrarlagi frá Seleyri í Borgarfirði, yfir Stórasand, til Hóla, þar sem timburstofan var reist.

Timburstofan var hluti af staðarhúsunum á Hólum, stóð fast sunnan við kirkjugarðinn. Hún var tvískipt, annars vegar bjálkahús eða stokkahús, þ.e. hin eiginlega timburstofa, og hins vegar stafverkshús sem var sambyggt timburstofunni. Stafverkshúsið var á tveimur hæðum, var neðri hæðin stundum kölluð Anddyr eða Forstofa, og sú efri Studium eða Studiumloft. Hugsanlegt er að svalagangur hafi í öndverðu verið meðfram Timburstofunni. Nafnið Auðunarstofa kemur fyrst fyrir í Árbókum Espólíns, þegar sagt er frá niðurrifi stofunnar árið 1810.

Árið 1995 orðaði Bolli Gústavsson vígslubiskup þá hugmynd í Hólanefnd að láta endurgera Auðunarstofu á Hólum. Tókst með samvinnu íslenskra og norskra aðila að koma því í kring, og var Auðunarstofa hin nýja fullfrágengin sumarið 2002. Húsið er allnákvæm endurgerð stofunnar fornu, að öðru leyti en því að stafverkshlutinn er nokkru stærri, til þess að auka notagildi hússins.

Places

Skagafjörður; Hjaltadalur;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Biskupar í kaþólskum sið

1106 – 1121: Jón Ögmundarson
1122 – 1145: Ketill Þorsteinsson
1147 – 1162: Björn Gilsson
1163 – 1201: Brandur Sæmundsson
1203 – 1237: Guðmundur góði Arason
1238 – 1247: Bótólfur (norskur)
1247 – 1260: Heinrekur Kársson (norskur)
1263 – 1264: Brandur Jónsson
1267 – 1313: Jörundur Þorsteinsson
1313 – 1322: Auðunn rauði (norskur)
1324 – 1331: Lárentíus Kálfsson
1332 – 1341: Egill Eyjólfsson
1342 – 1356: Ormur Ásláksson (norskur)
1358 – 1390: Jón skalli Eiríksson (norskur)
1391 – 1411: Pétur Nikulásson (danskur)
1411 – 1423: Jón Tófason eða Jón Henriksson (sænskur)
1425 – 1435: Jón Vilhjálmsson Craxton (enskur)
1435 – 1440: Jón Bloxwich (enskur)
1441 – 1441: Robert Wodborn (enskur)
1442 – 1457: Gottskálk Keniksson (norskur)
1458 – 1495: Ólafur Rögnvaldsson (norskur)
1496 – 1520: Gottskálk grimmi Nikulásson (norskur)
1524 – 1550: Jón Arason

Biskupar í lútherskum sið

1571 – 1627: Guðbrandur Þorláksson
1628 – 1656: Þorlákur Skúlason
1657 – 1684: Gísli Þorláksson
1684 – 1690: Jón Vigfússon
1692 – 1696: Einar Þorsteinsson
1697 – 1710: Björn Þorleifsson
1711 – 1739: Steinn Jónsson
1741 – 1745: Ludvig Harboe (danskur)
1746 – 1752: Halldór Brynjólfsson
1755 – 1779: Gísli Magnússon
1780 – 1781: Jón Teitsson
1784 – 1787: Árni Þórarinsson
1789 – 1798: Sigurður Stefánsson

Vígslubiskupar

1909 – 1927: Geir Sæmundsson á Akureyri.
1928 – 1937: Hálfdán Guðjónsson á Sauðárkróki.
1937 – 1959: Friðrik J. Rafnar á Akureyri.
1959 – 1969: Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum í Hörgárdal.
1969 – 1981: Pétur Sigurgeirsson á Akureyri.
1982 – 1991: Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað, og á Hólum frá 1986.
1991 – 2002: Bolli Gústavsson á Hólum.
2003 – 2012: Jón Aðalsteinn Baldvinsson á Hólum.
2012 – Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum.

General context

Relationships area

Related entity

Bláland Vindhælishreppi ((1900))

Identifier of related entity

HAH00686

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1552

Description of relationship

Hóladómsstóll seld jörðina 1552

Related entity

Skagastrandarkirkja / Hólaneskirkja ((1950))

Identifier of related entity

HAH00437

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ragna Sigurðardóttir (1907-1980) garðyrkjubóndi á Þórustöðum Ölfusi (24.6.1907 - 30.6.1980)

Identifier of related entity

HAH09259

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1910

Related entity

Þór Jóhannesson (1917-2010) Þórisstöðum, Svalbarðsströnd (6.7.1917 - 3.4.2010)

Identifier of related entity

HAH08792

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

nemandi við Bændaskólann .at

Related entity

Tröllaskagi (874 -)

Identifier of related entity

HAH00884

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Páll Guðjónsson (1890) Vesturheimi, frá Leysingjastöðum, (30.4.1890 -)

Identifier of related entity

HAH06148

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

nemandi í Hólaskóla 1910

Related entity

Hallgrímur Hermannsson 24.3.1892. Náttúrufræðingur King, Washington, United States 21.3.1914. Hermaður 1917-1918 (24.3.1892)

Identifier of related entity

HAH04746

Category of relationship

associative

Dates of relationship

24.3.1892

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Sigríður Hermannsdóttir (1889-1921) Washington. Þingeyrum 1901, vesturheimi 1917 (19.8.1889 - 29.7.1921)

Identifier of related entity

HAH06415

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.8.1889

Description of relationship

Var á Hólum 1890, fædd þar

Related entity

Hólabyrða (1.244 m.y.s.) (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bergur Guðmundsson (1900-1988) Siglufirði (25.9.1900 - 5.5.1988)

Identifier of related entity

HAH02601

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1922

Description of relationship

var heimiliskennari þar 1927-1928, einnig nemandi við Búnaðarskólann 1922-1923

Related entity

Þórsá á Vatnsnesi ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00639

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1496

Description of relationship

Sögupersónan var Biskup 1496-8.12.1520

Related entity

Hermann Jónasson (1858-1923) skólastjóri Hólum og bóndi Þingeyrum (22.11.1858 - 6.12.1923)

Identifier of related entity

HAH06534

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hermann Jónasson (1858-1923) skólastjóri Hólum og bóndi Þingeyrum

controls

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Skólastjóri þar

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1863-um 1920) Þingeyrum (1.5.1863 - um1920)

Identifier of related entity

HAH04368

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1863-um 1920) Þingeyrum

controls

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Maður hennar var skólastjóri á Hólum 1890

Related entity

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937) prófastur Breiðabólsstað (23.5.1863 - 7.3.1937)

Identifier of related entity

HAH04852

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937) prófastur Breiðabólsstað

controls

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

1928-1937

Description of relationship

Vígslubiskup

Related entity

Þverárdalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00179

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þverárdalur á Laxárdal fremri

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn biskupsstóllinn Hólar í Hjaltadal, í upphafi 18. aldar.

Related entity

Eyvindarstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00078

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Eyvindarstaðir í Blöndudal

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Hólastóll var eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar 1705

Related entity

Syðri-Langamýri ([1000])

Identifier of related entity

HAH00539

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Syðri-Langamýri

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Hólastóll var eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Ytri-Langamýri í Svínavatnshreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00542

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ytri-Langamýri í Svínavatnshreppi

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Sólheimar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00472

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sólheimar í Svínadal

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Hólastóll var eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Auðkúla Kirkja og staður ([900])

Identifier of related entity

HAH00015

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Auðkúla Kirkja og staður

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Hóladómstóll átti jörðina fyrrum eða þar til um 1600 er Guðbrandur biskup

Related entity

Holt í Svínadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00518

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Holt í Svínadal

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Rútsstaðir Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00531

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Rútsstaðir Svínavatnshreppi

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

eigandi jarðarinnar í upphafi 18 aldar

Related entity

Ljótshólar Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00519

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ljótshólar Svínavatnshreppi

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eign Hólastóls 1705

Related entity

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00533

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eign Hólast+ols 1705

Related entity

Mosfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00520

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Mosfell Svínavatnshreppi

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eign Hólastóls 1705

Related entity

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Geithamrar í Svínadal

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi 1705

Related entity

Galtanes í Víðidal / Galtarnes ((900))

Identifier of related entity

HAH00900

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Galtanes í Víðidal / Galtarnes

is owned by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar í byrjun 18. aldar

Related entity

Víðimýrarkirkja í Skagafirði (1834 -)

Identifier of related entity

HAH00417

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

is controlled by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þingeyrakirkja

is controlled by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa ((1950))

Identifier of related entity

HAH00609

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

is controlled by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

1526

Description of relationship

Einar Jónsson og Guðrún Jónsdóttir gefa Vindhæli ásamt peningum og fleiri jörðum undir Hólastól og gerast próventufólk á Hólum

Related entity

Hofskirkja Skagafirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00448

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hofskirkja Skagafirði

is controlled by

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00009

Institution identifier

IS HAH-Kir

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places