17 ára stundaði hún nám í söng í París og kom fram með manni sínum á skemmtunum bæði í París og í Skandinavíu
Else Frölich fæddist í Kaupmannahöfn, sem Eli Marie Thaulow í Paris 31.8.1880 - 15.9.1960. Hún var dóttir norska málarans Fritz Thaulow 20.10.1847 - 5.11.1906 og danskrar móður 1874; Ingeborg Charlotte Gad (1852–1908) þau skildu, seinni kona hans 1886; Alexandra Lasson (1862–1955), ein af dætrum lögmannsins Christian Lasson (1830–1893) og Alexandra Cathrine Henriette von Munthe af Morgenstierne (1838–81).
Hún var frænka danska kvikmyndaframleiðandans Urban Gad 12.2.1879 - 26.12.1947.
Fritz Thaulow bjó í París sem alþjóðleg stjarna, systir Ingeborgar Mette var gift franska málaranum Paul Gauguin 7.6.1848 - 8.5.1903.
Þriggja ára flutti Eli til Danmerkur, þegar móðir hennar giftirst öðru sinni, maður hennar var Carl Edvard Cohen Brandes 21.10.1847 - 20.12.1931, sem Eli leit á sem föður. Bróðir hans var Georg Brandes (1842-1927) áhrifavaldur á líf amk 3ja ungra pilta í Húnavatnssýslu sem allir drekktu sér. Edvard var þingmaður fyrir Venstre 1880 og Radikal Vensre frá 1905, ráðherra 1909-1910 og 1913-1920. Hann var ein af stofnendum dagblaðsins Politiken 1884.
1903 giftist Eli danska söngvaranum Louis Frölich, sem hún skildi við seinna en hélt nafninu.