Ásgeir Blöndal (1958) Blönduósi
- HAH03620
- Person
- 12.6.1958
Ásgeir Kristjánsson Blöndal 12. júní 1958 Blönduósi.
Ásgeir Blöndal (1958) Blönduósi
Ásgeir Kristjánsson Blöndal 12. júní 1958 Blönduósi.
Ásgeir Einarsson (1809-1885) alþm Kollafjarðarnesi og Þingeyrum
Ásgeir Einarsson 23. júlí 1809 - 15. nóvember 1885 Alþingismaður Strandamanna og Húnvetninga, bjó í Kollafjarðarnesi og víðar. Var á Kollafjarðarnesi, Fellssókn, Strand. 1835.
Bóndi í Kollafjarðarnesi 1839–1861, á Þingeyrum 1861–1863, í Ásbjarnarnesi 1863–1867 og aftur á Þingeyrum frá 1867 til æviloka.
Alþingismaður Strandamanna 1845–1865 (varaþingmaður 1865) og 1880–1885, alþingismaður Húnvetninga 1875–1880. Þjóðfundarmaður Strandamanna 1851.
Ásgeir Gíslason (1920-1972) bifreiðastjóri hjá Norðurleið
Ásgeir Héðinn Gíslason 21. sept. 1920 - 23. ágúst 1972. Var í Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Einn af stofnendum Norðurleiða, síðar bifreiðastjóri hjá BSR.
Bíllinn er af Reo Speedwagon 1947
Ásgeir Helgason (1910-1947) Sellátrum Eskifirði
Ásgeir Magnús Ingólfur Helgason 17. febrúar 1910 - 11. mars 1947 Vinnumaður á Auðnum, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1930.
Ásgeir Hólm Jónsson (1933-2011)
Ásgeir Hólm Jónsson fæddist á Molastöðum í Austur-Fljótum 4. mars 1933. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 14. apríl 2011.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. apríl 2011, kl. 10.30.
Ásgeir Ingimundarson (1881-1948) frá Útibleiksstöðum
Ásgeir Ingimundarson 6. september 1881 - 4. janúar 1948 Nam í Ólafsdalsskóla. Húsmaður á Akureyri, Eyj. 1901. Veggfóðrari í Reykjavík og síðar verslunarmaður í Kanada. Síðast bús. í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1910. Var í Wynyard, Humboldt, Saskatchewan, Kanada 1921.
Ásgeir Jónatansson Líndal (1859-1923) Victoria í British Columbia USA, frá Miðhópi
Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1860 og 1870. Sonur hennar á Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Miðhópi, Þorkelshólshreppi, Hún. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla, dó úr krabbameini. Var þekktur fyrir „hin mörgu hugljúfu kvæði“ sín segir í Ólafsd. Maki : Steinunn Jónsdóttir Börn: Jakob A. Viktor f. 1904 og Joseph C. Harper f. 1907.
Ásgeir Jónsson (1871-1923) Sellátrum við Reyðarfjörð
Ásgeir Magnús Ingólfur Jónsson 31. janúar 1871 - 2. desember 1923 Bóndi á Sellátrum við Reyðarfjörð, S-Múl. Leigjandi á Sellátrum 1901. Síðast smiður á Siglufirði.
Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp
Ásgeir Jónsson 30. nóvember 1876 - 23. maí 1963 Bóndi á Gottorpi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Gottorp í Vesturhópi og síðar rithöfundur í Reykjavík. Fyrrverandi bóndi í Reykjavík 1945.
Ásgeir Jónsson (1894-1974) verkfræðingur, frá Þingeyrum
Ásgeir Lárus Jónsson 2. nóvember 1894 - 13. apríl 1974 Verkfræðingur á Sólvallagötu 18, Reykjavík 1930. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Vatnsvirkjafræðingur, ráðunautur og skrifstofustjóri. Síðast bús. í Reykjavík.
Ásgeir Klemensson (1879-1938) Höfðahólum
Ásgeir Klemensson 15. október 1879 - 4. október 1938 Bóndi á Höfða-Hólum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Geirbjarnarstöðum, Þóroddsstaðasókn, S-Þing. 1880. Bóndi á Höfðahólum.
Ásgeir Kristinsson (1939-2017) Grindavík
Ásgeir Kristinsson 3. september 1939 - 10. maí 2017 Leirá, formaður Björgunarfélags Akraness.
Ásgeir Pétursson (1922-2019) Bæjarfógeti Kópavogi
Lögfræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, sýslumaður í Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu, bæjarfógeti í Kópavogi og varaþingmaður. Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.
Ásgeir Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík
Ásgeir Pétur Sigjónsson 30. des. 1905 - 2. sept. 1992. Var á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Kennari á Dalvík, síðast bús. þar.
Ásgeir andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september, 1992 eftir skamma legu.
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Ásgeir Theodór Magnússon 7. mars 1886 - 14. ágúst 1969 Rithöfundur, síðast bús. í Reykjavík.
Ásgeir Þorvaldsson (1881-1962) Ásgeirshúsi
Ásgeir Þorvaldsson 4. ágúst 1881 - 25. janúar 1962 Verslunarmaður á Blönduósi. Múrarameistari. Var í Vinaminni, Blönduóshr., A-Hún. 1957
Ásgeir Þorvaldsson 6. maí 1944 Var í Böðvarshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Tannsmiður Reykjavík.
Byggt 1899 af Sigurði Oddleifssyni búfræðingi. Hann bjó þar 1899-1901 en flutti svo vestur um haf 1902. Lóðasamningur og útmælingargjörð voru til með vissu, en ég [JA] hef ekki séð þau plögg.
Lóðin var 1260 ferálnir [496,4 m2]. Hansína ekkja sra Þorvaldar kaupir hús og lóð af Sigurði. Hún býr í húsinu með Ásgeiri syni sínum til 1910. Ásgeir kvæntist Hólmfríði 1909 og flytjast þau þá til tengdaforeldranna í Hjálmarshús [Jónasarhús].
1911 flyst Ingibjörg Hjálmarsdóttir systir Zophoníasar í Hansínuhús, hann byggði þá yfir systur sína. Í virðingargjörð frá 18.2.1914 segir um hús Ingibjargar; Stærð þess að utanmáli er 6x4 m. Hæð undir þakskegg er 2,2 m. í mæni 2,8 m. Það er allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari er undir 2/3 af húsinu, hlaðinn úr steini og lagður í sement. Fyrsta gólfið er skipt í 3 herbergiog inngang. Eru tvö herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð, eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og yst rifflað þakjárn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn.
Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m. Hæð 2 m. Hann er með einfaldri klæðningu, hinn skúrinn er við húshliðina að að stærð 2 x 3 m. hæð 1,9 m. Hann er klæddur með heilþykkum borðum og pappi yfir. Þök á skúrum þessum eins og aðalhúsinu. Meðfylgjandi lóð er sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður í lóðinni og er hann enn þar, en jarðvegur yfir.
Ásgeir kaupir hið nýbyggða hús af Ingibjörgu 23.5.1914. Zophonías tengdafaðir Ásgeirs, sem hafði byggt sér hús 1905, seldi það og byggði sér annað hús, Lindarbrekku. Hann seldi húsið 19.2.1923 Stefáni Þorkelssyni og byggði yfir sig viðbyggingu við Ásgeirshús. Þessa viðbyggingu seldi Zophonías Torfalækjarhreppi og Bkönduóshreppi 13.6.1928. Ásgeir kaupir hana svo af hreppnum 17.4.1943.
Ásgeir býr svo í húsinu til um 1960. Þorvaldur sonur hans bjó þar þar til hann byggir yfir sig utan ár [Hvanná] og fór Ásgeir þá með honum.
Sigurður H Þorsteinsson keypti Ásgeirshús og bjó þar þar til hann byggði yfir sig utan ár. Þá settist Sigurgeir Sverrisson að í Ásgeirshúsi og bjó í því uns það brann 1970.
Ásgerður Bjarnadóttir (1865-1942) Núpsdalstungu
Ásgerður Bjarnadóttir 22. ágúst 1865 - 26. september 1942 Húsfreyja í Núpdalstungu, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Núpsdalstungu í Miðfirði, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún.
Ásgerður Einarsdóttir (1911-1992) Kópavogi
Ásgerður Einarsdóttir 15. ágúst 1911 - 14. nóvember 1992 Síðast bús. í Kópavogi.
Ásgerður Gísladóttir (1924-1990)
Ásgerður Þórey Gísladóttir 28. september 1924 - 3. október 1990 Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Ásgerður Gísladóttir (1944) Stóra-Búrfelli
Ásgerður Gísladóttir 16. okt. 1944. Var á Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri
Ásgerður Guðmundsdóttir [Ása] 11.5.1914 - 23.12.1991. Húsfreyja á Akureyri. Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Einkabarn foreldra sinna. Á Stóru-Giljá ólst Ása upp við fjölbreytt mannlíf. Auk margra heimilismanna var þar mjög gestkvæmt og heimilið rómað fyrir gestrisni og rausnarskap. Ása var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1933 og 1934. Um 1940 fluttist Ása til Akureyrar og vann fyrst sem ráðskona og síðan lærði hún klæðskerasaum. Á þeim tíma kynntist hún Hallgrími Vilhjálmssyni frá Torfunesi í Köldukinn, síðar tryggingafulltrúa á Akureyri.
Ásgerður Halldórsdóttir (1944) Miðgili, Selfossi
Ásgerður Halldórsdóttir 27. maí 1944 Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957 Selfossi.
Ásgerður Jónsdóttir (1918-1999)
Ásgerður Jónsdóttir 22. júní 1918 - 18. desember 1999 Var í Haukagili, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Húsfreyja í Haukagili, Hvítársíðuhr., Mýr.
Útför Ásgerðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður á Gilsbakka.
Ásgerður Jónsdóttir (1920-1938)
Ásgerður Jónsdóttir 2. ágúst 1920 - 7. mars 1938 Sjúklingur á St. Jósephsspítala í Hafnarfirði 1930. Heimili: Blönduós.
Ásgerður Pálsdóttir 3. febrúar 1946 Geitaskarði, framkvæmdastjóri Samstöðu á Blönduósi.
Ásgerður Runólfsdóttir (1924-1993) Kornsá
Ásgerður Runólfsdóttir [Gerða] 26. júlí 1924 - 15. jan. 1993. Var á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Keflavík. Var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. janúar 1993, kl. 14.00.
Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum
Solveig Ásgerður fæddist 25. júlí 1910 að Merki á Jökuldal. Hún andaðist mánudaginn 17. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Ásgerður var víðlesin menntakona og hafði í farangri sínum brot af heimsmenningunni. Hún gerði snjallar tækifærisvísur enda dóttir skáldbóndans Stefáns í Merki. Hún var háttvís í framkomu og hafði frábæra skapstillingu, en þegar henni ofbauð, komu ein eða tvær setningar sem urðu minnisstæðar þeim er heyrðu. Ásgerður var glæsileg kona og hafði einstaklega góða nærveru.
Solveig Ásgerður verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 29. september, kl.13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum.
Ásgerður Þórarinsdóttir (1958) Keflavík
Ásgerður Ólöf Þórarinsdóttir 24. apríl 1958. Þroskaþjálfi Keflavík. Kvsk á Blönduósi 1975-1976
Ásgrímur Agnarsson (1912-1984)
Ásgrímur Agnarsson 15. ágúst 1912 - 4. febrúar 1984 Vetrarmaður á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Lausamaður í Grímstungu. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.
Ásgrímur Ágústsson (1944) Ljósmyndari Akureyri
Ásgrímur Ágústsson fæddist á Akureyri 1944. Foreldrar hans voru Ágúst Ásgrímsson (1911-1991), iðnverkamaður og Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959), listakona. Ásgrímur útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum á Akureyri 1971. Starfaði sem lærlingur á ljósmyndastofunni Filman í Reykjavík. Síðari hluta árs 1972 keypti Ásgrímur ljósmyndastofu af Óla Páli Kristjánssyni sem fékk nýja nafnið Ljósop. Nokkrum mánuðum seinna, árið 1973 flutti Ásgrímur ljósmyndastofuna til Akureyrar, nefndi hana Norðurmynd
og rak hana allt til ársins 2007.
Ásgrímur er kvæntur Önnu Mary Björnsdóttur (1942-). Þau eiga 3 börn.
Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari
Ásgrímur Jónsson 4. mars 1876 - 5. apríl 1958 Listmálari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Listmálari á Óðinsgötu 17 b, Reykjavík 1930. Ókvæntur og barnlaus.
Ásgrímur Kristinsson (1911-1988) Ásbrekku
Ásgrímur Kristinsson 29. desember 1911 - 20. ágúst 1988 Lausamaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og skáld í Ásbrekku í Vatnsdal, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Með ljóðagerð sinni reis Ásgrímur frá Ásbrekku yfir hversdagsleikann og veitti samferðamönnunum ómælda gleði. Hann var góður fulltrúi bændamenningarinnar.
Ásgrímur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst og jarðsettur í Gufunesskirkjugarði við hlið Guðnýjar konu sinnar.
Ásgrímur Pétursson (1868-1930) Hólabæ ov
Ásgrímur Pétursson 16. febrúar 1868 - 22. desember 1930 Húsbóndi á Hólabæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Bóndi í Ásgrímsbúð, Hofssókn, Skag. 1901. Yfirfiskmatsmaður á Akureyri. Fiskmatsmaður á Akureyri 1930.
Ásgrímur Ragnars (1913-1977) fulltrúi Njarðvík
Ásgrímur Ragnars 1. febrúar 1913 - 5. október 1977 Námsmaður á Akureyri 1930. Fulltrúi hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli. Bús. í Njarðvík.
Nýbýli úr Spákonufellslandi er Andrés Guðjónsson fra Harrastöðum byggði 1937. Býlið stendur nú í útjaðri Höfðakaupsstaðar. Býlið er landlítið, grasgefið og ágæt fjörubeit.
Íbúðarhús steinseypt 1937 60 m3, hæð með kjallara. Fjós fyrir 6 kýr, fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður og verkfærageymsla. Tún 15 ha.
Áshreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal.
Aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 66.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.
Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.
Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims.
Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp.
Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961.
Áslaug Aðalheiður Hafsteinsdóttir (1938)
Áslaug Aðalheiður Hafsteinsdóttir 29. júlí 1938, matráðskona Hafnarfirði
Áslaug Árnadóttir (1905-1996) Símamær Reykjavík
Áslaug Árnadóttir 21. desember 1905 - 23. ágúst 1996 Símamær á Ásvallagötu 27, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík 1994.
Áslaug Benediktsdóttir (1871-1954)
Áslaug Ingibjörg Benediktsdóttir 27. september 1871 - 12. mars 1954 Húsfreyja í Flugumýrarhvammi, Flugumýrarsókn, Skag. 1930.
Áslaug Björnsdóttir (1914-1929)
Áslaug Björnsdóttir 14. október 1914 - 15. ágúst 1929 Ungfrú í Reykjavík.
Áslaug Finndal (1951) Finnstungu
Áslaug Finndal Guðmundsdóttir 5. janúar 1951 Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Áslaug Guðlaugsdóttir (1913-1991) frá Vakurstöðum
Áslaug Guðlaugsdóttir 25. nóvember 1913 - 3. maí 1991 Vinnukona á Vakursstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Áslaug Halla Guðmundsdóttir 22. október 1929 Var í Naustvík, Árnesssókn, Strand. 1930.
Áslaug Hafberg (1921-2010) kaupmaður Reykjavík
Áslaug Hafberg 12. maí 1921 - 17. mars 2010 Var á Bergþórugötu 11 a, Reykjavík 1930. Verslunareigandi og húsfreyja í Reykjavík. Áslaug var mikil hannyrðarkona, meðal annars saumaði hún öll jólakortin fyrir síðustu jól.
Útför Áslaugar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. mars 2010, og hófst athöfnin kl. 13. Afkomendur barna Áslaugar eru 32.
Áslaug Harðardóttir (1946) Haga í Grímsnesi
Áslaug Harðardóttir 30. okt. 1946, frá Hrygg í Flóa. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966. Landspróf frá Vogaskóla 1962
Áslaug Hrólfsdóttir (1952) Höfðakaupstað
Áslaug Björg Hrólfsdóttir 2.4.1952. Bjarmalandi Höfðakaupstað. Einbirni. Kvsk á Blönduósi 1969-1970.
Áslaug Jóhannsdóttir (1975) Skagaströnd
Áslaug Helga Jóhannsdóttir 9. janúar 1975. Skagaströnd
Áslaug Líndal, (1913-1993) Kópavogi frá Færeyjum
Áslaug Sigrún Sigurðardóttir (1929-2021) Víðinesi, Kjalarnesi
Áslaug Sigurðardóttir (1919-2005) Vík í Staðarhreppi
Áslaug Sigurðardóttir fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 27. janúar 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. ágúst 2005. Á stríðsárunum varð hún fyrir því að kafbátur réðist á Goðafoss og sökkti því 10.11.1944.
Áslaug var annar tveggja farþega sem komust af, en 24 íslenskir farþegar og áhafnameðlimir fórust
Áslaug var forstöðukona Barnaheimilisins Suðurborgar við Eiríksgötu á árunum 1946-1949.
Áslaug og Haukur bjuggu í Vík til ársins 1972. Eftir að hún lauk störfum árið 1986 fluttu þau Haukur norður aftur, í hús sem þau reistu í landi Víkur og nefndu Hávík. Þar bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í lok síðasta árs.
Útför Áslaugar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Reynistaðarkirkjugarði.
Áslaug Sverrisdóttir 30. nóvember 1940 Var í Reykjavík 1945. Sagnfræðingur.
Áslaug Thorlacius Kristjánsdóttir (1911-2014) ritari við Þjóðskjalasafnið
Áslaug fæddist 21. nóvember 1911 að Fremstafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Húsfreyja í Barnaskólanum við Vitastíg, Reykjavík 1930. Skrifstofustarfsmaður og síðar ritari við Þjóðskjalasafnið í Reykjavík. Kennari Kvsk á Blönduósi 1938
Útför hennar verður gerð frá Áskirkju 29. apríl 2014, kl. 13. Hún lést 16. apríl 2014.
Ásmundarnúpur í Víðidalsfjalli (700 mys)
Nyrzta öxl Víðidalsfjalls heitir Ásmundarnúpur, 665 m hár. Vestan við Ásmundarnúp gengur dalur inn í fjallið og klýfur það í tvennt. Dalur þessi, sem er um 6 km á lengd, smáhækkar er inn í fjallið kemur og eyðist í urðardrögum inn á háfjallinu. Þessi umræddi dalur heitir Melrakkadalur. Fyrir mynni dals þessa stendur bærinn Melrakkadalur í Víðidal, er dregur efalaust nafn sitt af dalnum.
Ásmundur Árnason (1884-1962) Ásbúðum á Skaga
Ásmundur Árnason 9. september 1884 - 17. júní 1962 Bóndi á Ytra-Mallandi á Skaga, Skag. og síðar á á Ásbúðum, Skagahr., A-Hún. Var þar 1957. Ásmundur „var yfirburðagreindur maður“ segir í Skagf.1910- Bóndi í Ásbúðum, Ketusókn, A-Hún. 1930. 1950 II.
Ásmundur Eysteinsson (1919-2006)
Ásmundur Eysteinsson fæddist á Höfða í Þverárhlíð 28. október 1919. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 14. október 2006. Ásmundur bjó með bróður sínum Daníel á Högnastöðum í Þverárhlíð þar til hann fluttist á Dvalarheimilið í Borgarnesi.
Ásmundur verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag 27. sept 2006 og hefst athöfnin klukkan 11.
Ásmundur Gíslason (1872-1947) Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1896-1904
Ásmundur Gíslason 21. ágúst 1872 - 4. febrúar 1947 Skólapiltur á Skólavörðustíg 4, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Prestur á Bergsstöðum í Svartárdal 1896-1904 og Hálsi í Fnjóskadal 1904-1936. Varð prófastur í S-Þingeyjarprófastsdæmi 1913. Prestur og prófastur á Hálsi, Hálssókn, S-Þing. 1930. Síðast skrifstofumaður í Reykjavík. Fósturdóttir: Anna Guðrún Guðmundsdóttir. f. 22.8.1897.
Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup
Var í Reykjavík 1910. Prestur á Helgafelli í Helgafellssveit 1916-1919. Skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum um tíma. Háskólakennari á Laufásvegi 75, Reykjavík 1930. Prófessor og biskup yfir Íslandi. Síðast bús. á Akranesi.
Ásmundur Jóhannsson (1875-1953) Winnipeg
Ásmundur Pétur Jóhannsson 6. júlí 1875 - 23. október 1953 Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún. Smiður í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1916. Byggingameistari í Winnipeg.
Ásmundur Kristjánsson (1920-2001) kennari
Ásmundur Kristjánsson kennari fæddist í Holti í Þistilfirði 23. júlí 1920. Kennari. Var í Holti, Svalbarðssókn, N-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fósturbörn: Jón Tómas Ásbjörnsson, f. 5.6.1963 og Guðrún Gestsdóttir, f. 5.7.1969.
Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní 2001. Útför Ásmundar fór fram frá Fossvogskirkju 26.6.2001 og hófst athöfnin klukkan 15.
Ásmundur Magnússon (1918-1996) Skagaströnd og Reyðarfirði
Ásmundur Hálfdán Magnússon, fyrrverandi verksmiðjustjóri, fæddist 4. ágúst 1918 í Hnífsdal. Hann lést í Reykjavík 2. febrúar 1996.
Útför Ásmundar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag 10, febr. 1996 og hefst athöfnin klukkan 14.
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) myndhöggvari
Ásmundur Sveinsson 20. maí 1893 - 9. desember 1982 Myndhöggvari í Reykjavík.
Ásrún Árnadóttir (1884-1966) Garði
Ásrún Árnadóttir 7. júlí 1884 - 8. jan. 1966. Búsett í Garði fyrri hluta ævinnar utan það að dvelja af og til í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Vinnukona í Garði, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Bústýra á Kálfaströnd við Mývatn lengst af frá 1936.
Ásrún Arnþórsdóttir (1938-2017) Reykjavík
Ásrún Björg Arnþórsdóttir fæddist 26. mars 1938 á Norðfirði. Hún lést 6. október 2017 á heimili sínu í Reykjavík.
Útför Ásrúnar Bjargar fór fram frá Grensáskirkju í dag, 27. október 2017, klukkan 13.
Ásrún Ólafsdóttir (1948) Sveinsstöðum Þingi
Ásrún Guðbjörg Ólafsdóttir 3. maí 1948 Var á Sveinsstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
Ásta Ágústsdóttir (1925-2009) frá Urðarbaki
Ásta Ágústsdóttir 9. júlí 1925 - 8. febrúar 2009 Var á Urðarbaki, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Reykjavík. Eftir skólavistina á Blönduósi fluttist Ásta til Reykjavíkur, dvaldist fyrst um sinn í vist hjá frænku sinni Ástríði Sigurðardóttur (Ástu frænku) og manni hennar Kristni Guðnasyni og stundaði ýmis störf. Ásta kynntist Eggert nokkrum árum eftir komu sína til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Mávahlíð 14 en byggðu fljótlega hús í Njörvasundi 22, ásamt Jakobi, bróður Eggerts og konu hans, Guðnýju. Árið 1971 fluttu Ásta og Eggert í Ljósaland 5 og bjuggu þar í 30 ár, þar til þau fluttu í Miðleiti 4.
Útför Ástu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Ásta Albertsdóttir (1934-2020) Akranesi
Ásta Albertsdóttir fæddist á Akranesi 5. nóvember 1934.
Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 1. mars 2020. Ásta bjó á dvalarheimilinu Höfða síðustu 11 ár ævi sinnar. Útför Ástu fór fram frá Akraneskirkju 10. mars 2020, og hófst hún klukkan 13.
Ásta Bjarnadóttir (1864-1952) frá Þórormstungu
Ásta Margrét Bjarnadóttir 12. júní 1864 - 22. janúar 1952 Húsfreyja í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Þórormstungu. Skv. Vesturfaraskrá fór hún til Vesturheims 1884 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún.
Ásta Dómhildur Björnsdóttir 8. október 1929 - 4. mars 2017 Ólafsfirði og Akureyri.
Ásta Björnsdóttir Leví (1897-1977) Tilraun
Ásta Anna Björnsdóttir Leví 26. júlí 1897 - 13. desember 1977 Vinnukona á Brávallargötu 10, Reykjavík 1930.
Ásta Fjeldsted (1900-1986) Mýrum í Dýrafirði
Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted 16. desember 1900 - 21. mars 1986 Húsfreyja á Mýrum, Núpssókn, V-Ís. 1930. Húsfreyja, síðast bús. á Ísafirði.
Ásta Friðriksdóttir (1926-2018) Akureyri
Ásta Emilía Friðriksdóttir 4. janúar 1926 Var í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Ekkja og einstæð móðir 1958.
Ásta Georgsdóttir (1957) Höfðatúni
Ásta Hjördís Georgsdóttir 12. júní 1957. Var í Höfðatúni, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Ásta Margrét Gunnarsdóttir 8. ágúst 1949 Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
Ásta Hannesdóttir (1926-2000) frá Undirfelli
Ásta Hannesdóttir fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 11. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. september 2000. Ásta verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. október og hefst athöfnin klukkan 10.30.
Ásta Ingimundardóttir (1874-1974) Seyðisfirði og Minna Akragerði
Húsfreyja m.a. í Minna-Akragerði og á Seyðisfirði. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930.
Ásta Ingvarsdóttir (1954) Akranesi
Ásta Ingvarsdóttir 5.8.1954. Akranesi, síðar húsfreyja Blönduósi og Njálsstöðum.
Ásta Ísberg (1927-2015) Hárgreiðslukona á Akureyri. Sunnuhvoli Blönduósi
Ásta Ingifríður Ísberg 6. mars 1927 - 2. nóvember 2015 Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Hárgreiðslukona á Akureyri, starfaði síðar hjá Pósti og síma í Reykjavík. Ásta var barnlaus og ógift. Ásta ólst upp á Blönduósi og tók ásamt systrum sínum við heimilisrekstri hjá föður sínum, eftir andlát móður þeirra.
Útför Ástu fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 10. nóvember 2015, og hefst athöfnin klukkan 15.
Ásta Jónasardóttir (1904-2000) Litladal
Ásta Jónasardóttir var fædd að Sólheimum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnsýslu 10. júlí 1904. Hún lést 12. janúar 2000. Tveggja ára gömul fluttist hún að Litladal í sömu sveit.
Útför Ástu fer fram frá Neskirkju í dag 19. janúar 2000 og hefst athöfnin klukkan 15.
Ásta Jónasdóttir 9. nóvember 1911 - 29. apríl 2009 Var á Sauðárkróki 1930.
Ásta Jónatansdóttir (1869-1938)
Ásta Jóhanna Jónatansdóttir 15. ágúst 1869 - 15. júlí 1938 Húsfreyja á Hvammstanga 1930. Húsfreyja á Ánastöðum.
Ásta Jónsdóttir (1895-1982) Laugabóli við Ísafjarðardjúp
Ásta Soffía Jónsdóttir 5. október 1895 - 22. mars 1982 Húsmóðir að Laugabóli við Ísafjarðardjúp. Síðast bús. á Akranesi. Barnlaus.
Ásta Jósefsdóttir (1947-2007) Hvoli í Vesturhópi
Ásta Jósefsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1947. Ásta ólst upp hjá móðurömmu sinni og afa, Ástu Ásgeirsdóttur, f. 19.4. 1893, d. 2.9. 1986, og Hjalta Gunnarssyni, f. 2.12. 1891, d. 18.7. 1977, í Grænuhlíð 5 í Reykjavík. Hún bjó áfram í Grænuhlíðinni eftir andlát Aðalsteins og fram til ársins 1977 en flutti þá í Efstasund.
Hún vann ýmis verslunarstörf á sínum yngri árum, starfaði hjá Sápugerðinni Frigg og einnig á Kópavogshæli. Hún bjó á Vopnafirði frá 1979 til ársins 1993. Hún flutti þá í Efstasund 92 í Reykjavík og bjó þar síðan. Hún starfaði við heimilishjálp á seinni árum, bæði á Vopnafirði og hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík en lengst af var hún húsmóðir bæði á Vopnafirði og í Reykjavík.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 13. janúar 2007. Útför Ástu var gerð 23.1.2007 frá Langholtskirkju og hófst athöfnin klukkan 13.
Ásta Kristjánsdóttir (1896-1986)
Ásta Ingveldur Eyja Kristjánsdóttir 28. janúar 1896 - 8. júní 1986 Húsfreyja á Ísafirði 1930. Húsfreyja á Ísafirði, síðar í Reykjavík.
Ásta Kristjánsdóttir 19. janúar 1941 Var á Steinnýjarstöðum, Skagahr., A-Hún. 1957. Akranesi
Ásta Margrét Agnarsdóttir (1916-2000)
Ásta Margrét Agnarsdóttir 10. september 1916 - 13. júlí 2000 Var í Holtastaðakoti, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Ásta og Agnar bjuggu á Heiði í Gönguskörðum, Skagafirði, allt þar til þau brugðu búi um 1970. Sonur þeirra hefur búið þar síðan. Þau fluttu þá til Reykjavíkur. Ásta vann ýmis störf eftir að hún flutti til Reykjavíkur. En síðustu árin þar unnu þau hjónin bæði á Hótel Sögu. Eftir að Agnar varð fyrir bifreið og slasaðist þannig að hann varð óvinnufær ákváðu þau að flytja aftur norður og settust þau að á Sauðárkróki. Þau bjuggu að Raftahlíð 11 þar til Agnar lést 1992. Ásta flutti að Víðigrund 16, Sauðárkróki, og bjó þar til dauðadags.
Útför Ástu verður gerð frá Sauðárkrókskrikju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.