Showing 10349 results

Authority record

Klara Sigurðardóttir (1907-1985) frá Balaskarði

  • HAH02760
  • Person
  • 7.2.1907 - 30.1.1985

Björghildur Klara Sigurðardóttir 7. febrúar 1907 - 30. janúar 1985 Var í Reykjavík 1910. Vinnukona á Ásvallagötu 10 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Klara Hall (1911-1997) Litla-Enni

  • HAH07763
  • Person
  • 5.8.1911 - 7.2.1997

Klara Jakobsdóttir Hall 5.8.1911 - 7.2.1997. Var í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920. Vinnukona á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Ekkja í Reykjavík 1945. Verkakona. Síðast bús. í Reykjavík.

Klara Gestsdóttir (1942-1993)

  • HAH01646
  • Person
  • 27.11.1942 - 4.2.1993

Var á Illugastöðum í Fnjóskadal, S-Þing. 1970. Dagmóðir, síðast bús. í Grindavík. Klara Gestsdóttir, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 12. febrúar.

Kjötpottur landsins skopteikning 1911

  • Corporate body
  • 1911

Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri.

Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar tölur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum útdeilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrslíki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á.

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Corporate body
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Kjölur

  • Corporate body
  • 874 -

Kjölur er landsvæði og fjallvegur (Kjalvegur) á miðhálendi Íslands, austan Langjökuls en vestan við Hofsjökul. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin vera við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar Hvítá Kjöl. Kjölur er nú afréttarland Biskupstungna en tilheyrði áður bænum Auðkúlu í Húnaþingi.

Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem Hrútfell (1410 m) og Kjalfell (1000 m). Þar eru líka gróin svæði, einkum í Hvítárnesi og í Þjófadölum. Áður var Kjölur mun meira gróinn. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið Hveravellir, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Kerlingarfjöll eru við Kjalveg og er þar að finna veitinga- og gistiaðstöðu ásamt því að Hveradalir eru eitt stærsta háhitasvæði Íslands

Nyrst á Kili er Dúfunefsfell, 730 m hátt, og sunnan við það eru sléttir melhjallar sem talið er að geti verið Dúfunefsskeið, sem nefnt er í landnámu, í frásögninni af Þóri dúfunef landnámsmanni á Flugumýri og hryssunni Flugu.

Kjalvegur hefur verið þekktur frá upphafi Íslandsbyggðar og eru frásagnir í Landnámu af landkönnun skagfirskra landnámsmanna en það var Rönguður, þræll Eiríks í Goðdölum, sem fann Kjalveg. Vegurinn var fjölfarinn fyrr á tíð og raunar helsta samgönguleiðin milli Norður- og Suðurlands. Í Sturlungu eru til dæmis margar frásagnir af ferðum yfir Kjöl, oft með heila herflokka.

Seint á 18. öld létu Reynistaðarbræður og förunautar þeirra lífið við Beinahól á Kili og er sagt að enn sé reimt þar í kring. Eftir það fækkaði ferðum um Kjöl en þær lögðust þó aldrei alveg af. Fjalla-Eyvindur hélt einnig til á Kili á 18. öld og reisti kofa á Hveravöllum.

Kjalvegur er um 165 km frá Eiðsstöðum í Blöndudal suður að Gullfossi og er fólksbílafær á sumrin. Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um að leggja heilsársveg um Kjöl. Kjalvegur hinn forni liggur nokkuð vestan við bílveginn og er enn notaður sem göngu- og reiðvegur.

Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri

  • HAH01644
  • Person
  • 23.5.1916 - 7.1.2000

Kjartan Ragnars hæstaréttarlögmaður fæddist á Akureyri 23. maí 1916. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Kjartan Ragnars lauk stúdentsprófi frá MA árið 1936 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1942, varð héraðsdómslögmaður 1949 og hæstaréttarlögmaður 1958. Hann var aðstoðarmaður og síðar fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1942 til 1956 og var jafnframt í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs barnakennara. Hann sat ráðstefnur Institut International des Sciences Administratives fyrir Íslands hönd í Portúgal, Belgíu og Hollandi á árunum 1949 til 1954. Kjartan hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðaritgerðasamkeppni Sameinuðu þjóðanna 1955 og kynnti sér starfsemi þeirra sama ár í New York. Hann varð riddari sænsku Norðurstjörnuorðunnar 1957, riddari 1. stigs norsku St. Olavsorðunnar 1970 og riddari íslensku Fálkaorðunnar 1975.
Útför Kjartans fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Kjartan Búi Aðalsteinsson (1951-1991)

  • HAH01643
  • Person
  • 6.1.1951 - 21.12.1991

Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsali ¬ Minning Fæddur 6. janúar 1951 Dáinn 21. desember 1991 Í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsala á Blönduósi. Það var snemma á síðasta ári að við fengum þær válegu fréttir að Kjartan gengi með alvarlegan sjúkdóm. Þrátt fyrir þetta reiðarslag lifðu þó allir í þeirri von að hægt yrði að sigrast á þessum veikindum. Þegar líða tók á árið þótti sýnt hvert stefndi og aðfaranótt 21. desember þrutu kraftarnir og hann lést eftir stutta legu á sjúkarhúsi Blönduóss. Það er erfitt að sætta sig við að ungur maður sé kallaður burt í blóma lífsins frá maka og þremur börnum, sem nú verða að sjá á eftir elskulegum eiginmanni og föður.

Kjalarland

  • HAH00687
  • Corporate body
  • (1800 - 1975)

Eyðijörð. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.
Elstu rituðu heimildir er geta Kjalarlands er jarðabók frá 1686. Í manntali frá 1703 eru fjórir skráðir til heimilis en tólf þegar flest er árið 1860. Árið 1708 var jörðin í eyði „og hefur í eyði legið síðan í næstu fardögum. [...] Þessi jörð hefur lagst í eyði vegna fólkfæðu síðan bólusóttina, aftur má hana byggja ef fólk til fengist. Enginn brúkar þessa jörð þetta ár til neinna gagnsemda.

Um jörðina segir í jarðabók frá 1708 „Torfrista næg, stúnga lök. Lýngrif og hrísrif til eldiviðar bjarglegt. Túninu grandar sandfok úr melholti, sem nálægt er túninu. Engjar öngvar.“ Jörðin er svo metin í Fasteignamati frá 1916-1918: „Túnið er talið 9-10 dagsl. Það er í góðri rækt og grasgefið, en þó nokkuð harðlent, að mestu slétt eða greiðfært. Mætti auka það út að nokkru. [...] Engjar litlar og reitingslegar á dreif um bithaga, að nokkru votlendar, óvéltækar. Hey holl, en fremur létt. Stutt á engjar og vegur ekki slæmur. Má ætla að heyja megi í meðalári um 200hb. Engjar ógirtar. “

Í sóknalýsingu frá 1873 segir að á Brunnárdal hafi verið Hafursstaðasel hið gamla og hið nýja og Kjalarlandssel í Selhvammi, skammt norðan Brunnár.

Gamli bærinn stóð syðst í gamla túninu og fjós sambyggt. Búið er að rífa bæinn en þó sér móta fyrir dældum í túninu og einhver gróður skil eru þar sem bærinn stóð. Dældirnar eru um 20sm djúpar. Þess ber að geta að tún var óslegið þegar skráning fór fram sumarið 2011. Á túnakorti frá 1920 er bær og fjós syðst í túni. Um bæjarhús segir í fasteignamati 1916-1918: baðstofa er alþiljuð með skarsúð og heilþilstafni en að öðru leyti eru torfveggir og torfþak. Húsið er sagt gott og nýtt. „Önnur bæjarhús og geymsluhús lítilfjörlega torfhús, flest gömul, en ekki óstæðileg.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://handrit.is/. Skoðaður þann 10.02.2012. Fasteignamat 1916-1918 undirmat; A-Húnavatnssýsla. Kjalarland nr. 264). Kvíaból var sunnan túns, nú orðið töðuvöllur.

Norðaustur af Dokkaflóa heita Krókar, vestan við þá heita Krókamelar, þar vestur af Veituhólar, vestur af þeim er Veita, þar vestur af Kattarhóll [...].“

Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)

  • HAH10134
  • Corporate body
  • 1978

Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins

Kista á Blönduósi

  • HAH00642
  • Corporate body
  • 1913 -

Kista á Blönduósi. Sjúkraskýli 1913-1915. Guðmundarhús í Holti 1940.
Húsið dró nafn sitt af lögun þaksins sem þótti minna á líkkistu.

Kirkjuhvammur í Miðfirði

  • HAH00579
  • Corporate body
  • 1318 -

Kirkjhvammur. Gamalt býli, um langan aldur þingstaður sveitarinnar. Land er víðlent og grasgefið. Upp til fjallsins gengur hvammur all mikill, en upp úr honum bogadregin brött brún, Hvammsbarmur. Sléttlendi er neðan brekkna, þá tekur Ásinn við. Er það mel og klapparhryggur, um hann eru hreppamörk, því við tekur Hvammstangabyggð. Áður átti jörðin land til sjávar og sjávargagn sem til féll. Skjólsælt er og sólríkt og hlýlegt fyrir ofan Ásinn. Um all langan aldur hefur kirkja verið í Kirkjuhvammi, áður annexía frá Tjörn en féll síðar til Melsstaðarprestakalls.
Nú stendur gamla kirkjan ein húsa uppi í hvamminum og er haldið við af Þjóðmynjasafni Íslands. Umhverfis hana er grafreitur sóknarinnar er gegnir hlutverki sínu sem áður.
Kirkjuhvammur er nú horfinn úr bændaeign. Hvammstangahreppur er eigandi jarðarinnar, seld til hans af Hannesi Jónssyni frá Þórormstungu, fyrrverandi alþingismanni. Er nú lokið sjálfstæðri búsetu á þessu gamla höfuðbýli sveitarinnar.

Kirkjuhvammskirkja á Vatnsnesi

  • Corporate body
  • 1882 -

Kirkjuhvammskirkja ofan við Hvammstanga var byggð árið 1882 og hefur verið friðuð kirkja í vörslu Þjóðminjasafns Íslands síðan árið 1976. Mikil viðgerð fór fram á kirkjunni á árunum 1992-1997. Kirkjan er úr timbri með bindingsverki og veglegum turni og var smíðuð af Birni Jóhannssyni og Stefáni Jónssyni frá Syðstahvammi

Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

  • HAH00870
  • Corporate body
  • fyrir 874

Kirkjubæjarklaustur eða Klaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. Þar voru 196 íbúar 1. desember 2019. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnuklaustur og síðan stórbýli.

Kirkjubæjarklaustur hét upphaflega Kirkjubær á Síðu. Bærinn var landnámsjörð og bjó þar Ketill fíflski, sonur Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs. Hann var kristinn, en í Landnámu segir að áður hafi þar búið papar og heiðnir menn hafi ekki mátt búa á Kirkjubæ. Ekki er þess getið að Ketill hafi reist sér kirkju en þó kann svo að vera og hefur það þá líklega verið fyrsta kirkja á Íslandi. Þorlákur helgi dvaldist sex vetur á þessum stað á árunum 1162-1168.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ 1186 og var þar til siðaskipta 1542. Á Sturlungaöld var Ögmundur Helgason staðarhaldari í Kirkjubæ en var gerður héraðsrækur eftir að hann lét taka Sæmund og Guðmund Ormssyni af lífi skammt frá Kirkjubæ 1252.

Kirkja var á Kirkjubæjarklaustri til 1859 en þá var hún flutt að Prestsbakka. Þekktastur presta þar á síðari öldum er séra Jón Steingrímsson eldklerkur, sem margir trúðu að hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár við Systrastapa með eldmessu sinni 20. júlí 1783. Hann er grafinn í kirkjugarðinum á Klaustri. Minningarkapella um hann var reist á Kirkjubæjarklaustri og vígð 17. júní 1974.

Kirkjubæjarklaustur er í fögru umhverfi við Skaftá og eru þar margir þekktir ferðamannastaðir á borð við Systrastapa, Systrafoss, Stjórnarfoss og Kirkjugólfið. Þar hafa verið gerðar mannaðar veðurathuganir síðan 1926. Grunnskóli er á Klaustri og þar er læknir, dýralæknir og héraðsbókasafn. Þar er gistihús, sundlaug, veitingasala og allmikil ferðamannaþjónusta.

Ketilholuflá á Grímstunguheiði

  • HAH00276
  • Corporate body
  • (1950)

Hún liggur í keri, marflöt og mjög blaut. Uppsprettulækur, talsvert vatnsmikill, rennur bakkafullur í gegnum hana norðanverða og yfir lágan ás, sem heldur vatninu uppi. Hann er blátær. Annar minni og miklu styttri kemur sunnan úr flánni og má heita tær. Mýravatn virðist því ekki renna svo neinu nemi úr flánni. í tungunni milli lækjanna voru nýjar rústir og klaki í kolli þeirra á nálægt 15 cm dýpi. Ein rústin var mjór, svartur hryggur, mikið sprunginn að endilöngu, hinar hálfkúlulaga og mjóar sprungur í þeim öllum. Engin þeirra líktist venjulegum þúfum. Ég kom aftur að rústunum í seinni göngum um haustið. Þá litu þær eins út, nema hvað flestar stóðu að meira eða minna leyti í vatni, því að mikil votviðri höfðu gengið að undanförnu. Mér er ekki kunnugt hvaða ár rústirnar risu, en sumarið 1968 gekk ég yfir þetta svæði án þess að koma auga á nokkur nývirki í flánni.

Kerlingin í Drangavík

  • HAH00356b
  • Corporate body
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.
Kollafjarðarnes.
Kerlingin í Drangavík.

Kerlingarfjöll

  • HAH00350
  • Corporate body
  • (1950)

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum. Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1477 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir dranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum.

Kerið í Grímsnesi

  • HAH00029
  • Corporate body
  • (1950)

Kerið er gíghóll í Grímsnesi. Það er 270 m langt og um 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og niðri í honum er tjörn. Dýpt tjarnarinnar fer eftir grunnvatnsstöðu, hún er 7 til 14 m djúp.
Kerið var áður talið sprengigígur en núna er talið að það sé niðurfall eftir hrun gjallgígs. Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 6500 árum og mynduðu Grímsneshraun.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít).
Kerið er eign Kerfélagsins, sem tekur aðeins gjald af þeim ferðamönnum sem koma með rútum að skoða það.

Kerafossar í Víðidal

  • Corporate body
  • 874 -

Víðidalur, breiður og grösugur. Vestan að honum lágir hálsar og heið­ar en hátt, tindótt fjall að austan, Víðidalsfjall. Víðidalsá, um 65 km löng, kem­ur sunnan af heiðum, mikil lax­veiðiá. Í hana fellur Fitjaá, í henni eru Kerafossar, góður veiði­staður. Upptök Fitjár er á Stórasandi.

Keldunúpur á Síðu

  • HAH00348
  • Corporate body
  • 1860 -

Fyrir austan Breiðabólstað er Keldunúpur. Eru þar háir hamrar í brúnum. Þar stendur bærinn Keldunúpur vestanhalt við núpshornið. Keldunúpur var áður Kristfjárjörð ,,gefin af Bjarnhéðni og Ögmundi", en óvíst hvenær. Sú kvöð fylgdi búinu, að þar skyldi ávalt vera „kvengildur ómagi, sem kann að fara i föt sín og úr". Er þetta samkvæmt afriti frá 1652 af Kirkjubæjarskjölum. Í Vilkinsmáldaga segir enn fremur: „Þar skal gefa málsverð jóladag, páskadag, Hvítdrottinsdag og nyt fjár þess skal gefa að morgunmáli Pjeturs messu og lamb úr stekk og gefa um haustið ef aftur kemur."

Vestast í Keldunúpi eða rjett vestan við hann, er einstakur klettur, sem Steðji heitir. Ber hann nafn með rentu, því að hann er tilsýndar eins og gríðar mikill steðji, mjög við hæfi vætta þeirra, sem hjer búa. Framan í núpnum, hátt uppi i sljettu bjarginu, er hellir með viðum munna. Er hátt upp í hann og ilt að komast þangað. Í þessum helli er sagt að Gunnar Keldugnúpsfífl hafi haft bækistöð sina. Sagði sagan, að inst í hellinum væri djúp tjörn og í hana hefði Gunnar kastað gullkistum. — Hellirinn er nefndur Gunnarshellir. Það freistaði ungra manna að reyna uppgöngu í hellirinn, að gullið var þar. — En þeir fyrstu, sem þangað komu, gripu í tómt. Þar var hvorki tjörn nje gull að finna. Þegar Árni Gíslason var sýslumaður í Skaftafellssýslu, kleif Þórarinn sonur hans i hellinn, og þótti það frækilega gert. Hann fann þar ekkert heldur. En í vor rjeðust menn þar til uppgöngu og komust í hellinn. Sáu þeir þá að í bergið var markað stórt krossmark. Um uppruna þess og tilgang veit enginn neitt, því að enginn vissi að það er til. En það er svo stórt, að glögt má sjá það af veginum fyrir neðan núpinn.
Vegurinn liggur nú austur fyrir Keldunúp og opnast þar annar dalur, Hörgsdalur. Inni í honum stendur samnefndur bær i grænum hvammi undir háum brúnum. Þarna var einn af fjórum holdsveikraspítölum landsins á sinni tíð, stofnaður árið 1652. En sennilega hefur verið minna um holdsveiki á þessum slóðum en annars staðar, því að árið 1756 voru aðeins 2 sjúklingar í spítalanum. Þegar spítalinn lagðist niður átti afgjald jarðarinnar að samsvara haldi eins kvengilds ómaga. — Utan við bæinn gengur fram hár múli og undir honum stendur bærinn Múlakot. Þar eru háir klettar í hlíðarbrúnum austur með og heitir Háaheiði þar fyrir ofan.

Kelduland á Skaga

  • HAH00347
  • Corporate body
  • (1930)

Á Keldulandi er gralendi mikið og gott. Bærinn stendur skammt frá þjóðvegi móts við Bakka, áður stóð hann nær fjallinu. Íbúðarhú byggt 1972, 183 m3. Fjós byggt 1971 járnklætt yfir 5 gripi. Fjárhús byggt 1971 yfir 120 fjár. Hlaða byggð 1974 úr járni og timbri 221 m3. Geymsla byggð 1974 247 m3.
Tún 8,2 ha.

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Corporate body
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Kattarauga í Vatnsdal

  • HAH00341
  • Corporate body
  • (1950)

Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tjörnin Kattarauga er alldjúpur pyttur sem í eru tveir fljótandi hólmar sem reka undan vindi. Mikið og stöðugt rennsli er í gegnum tjörnina. Í botni tjarnarinnar er lindarauga sem glittir á þegar logn er og bjartur dagur. Af lindarauganu dregur tjörnin nafn sitt. Gróður á svæðinu er dæmigerður íslenskur mýrargróður.
Stærð náttúruvættisins er 0,01 ha.

Katrín Sigríður Guðmundsdóttir (1931-2001)

  • HAH01642
  • Person
  • 13.3.1931 - 19.1.2001

Katrín Sigríður Guðmundsdóttir var fædd á Enni í Engihlíðahreppi, Húnavatnssýslu, hinn 13. mars 1931. Hún lést 19. janúar síðastliðinn. Útför Katrínar var gerð frá Akureyrarkirkju 26. janúar.

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

  • HAH01641
  • Person
  • 9.12.1941 - 28.1.2012

Katrín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1941. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans Landakoti 28. janúar 2012. Katrín ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla og fór þaðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að grunnskólanámi loknu lagði hún stund á nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962 með góðum vitnisburði. Síðar lauk hún BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda. Katrín starfaði um hríð hjá fyrirtæki föður síns Jóni Loftssyni hf., þá hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Um nokkurt árabil starfaði hún hjá Skeljungi. Hún var mikil tungumálamanneksja og eftir að hún lét af venjulegri dagvinnu vann hún lengi heimavið við þýðingar, hvort tveggja úr ensku og þýsku. Katrín las mjög mikið alla sína tíð og var lestur góðra bóka hennar helsta tómstundaiðja. Samvera með hennar nánustu var henni mikilvæg og naut hún sín hvergi betur en umvafin fjölskyldu sinni.
Útför Katrínar fer fram frá Garðakirkju í dag, 7. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Katrín Grímsdóttir (1945-2015) Steiná

  • HAH02198
  • Person
  • 25.10.1945 - 6.12.2015

Katrín Grímsdóttir, bóndi og húsfreyja að Steiná III í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, fæddist 25. október 1945. Hún lést 6. desember 2015 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum að Saurbæ í Vatnsdal.
Útför Katrínar fór fram í kyrrþey að hennar ósk.

Katrín Eiríksdóttir (1925-2017) frá Saurbæ

  • HAH07219
  • Person
  • 2.4.1925 - 15.5.2017

Var í Saurbæ, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kaupmaður og síðar skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum.
Katrín Eiríksdóttir fæddist 2. apríl 1925 að Þórormstungu í Vatnsdal. Katrín ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Katrínu Grímsdóttur og Gísla Jónssyni í Saurbæ í Vatnsdal. Fimmtán ára gömul flutti hún til Reykjavíkur og réði sig í vist þar.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. maí 2017. Útför Katrínar fór fram frá Áskirkju 22. maí 2017, og hófst athöfnin kl. 13.

Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir (1922-2003). Blálandi

  • HAH01640
  • Person
  • 17.8.1922 - 8.12.2003

Fiskverkakona á Skagaströnd, síðast bús. á Blönduósi. Var í Eyjarkoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Blálandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir fæddist á Vindhæli í Vindhælishreppi 17. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss mánudaginn 8. des. síðastliðinn.
Katrín eða Stella eins hún var ávallt kölluð meðal vina og kunningja, ólst upp hjá foreldrum sínum á Vindhæli og víðar á Skagaströnd. Stella sinnti ýmsum störfum um ævina, svo sem sveitarstörfum, þjónustustörfum og við síldarsöltun, en lengst af öllu vann hún í frystihúsi eða vel yfir fjörutíu ár.
Stella verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Katla Pálsdóttir (1914-2000)

  • HAH01639
  • Person
  • 17.12.1914 - 18.11.2000

Frú Katla Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 17. des. 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. nóvember síðastliðinn. Katla var ekki langskólagengin, enda fengu stúlkur þeirra tíma ekki mörg tækifæri til slíks. Hún var samt mjög vel menntuð úr skóla lífsins, talaði nokkur tungumál, las mikið, fylgdist grannt með umræðu dagsins og hafði fastmótaðar skoðanir á lífinu og tilverunni. Væri hún að stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni nú hefði hún stefnt hátt og ekki hætt fyrr en hún væri komin til metorða á sviði lífsins.
Leiklist var henni mjög kær, enda átti hún ekki langt að sækja áhugann, en móðir hennar, Guðrún Indriðadóttir, var ein besta leikkona landsins á árum áður. Faðir Guðrúnar var Indriði Einarsson, rithöfundur og leikritaskáld, og hann sá til þess að Þjóðleikhúsið varð mekka leiklistargyðjunnar í augum Kötlu.
Útför Kötlu fer fram í dag frá Hallgrímskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Karólína Sumarliðadóttir (1912-1994) Tröllatungu Við Steingrímsfjörð

  • HAH08800
  • Person
  • 21.6.1912 - 12.4.1994

Karólína Steinunn Sumarliðadóttir 21. júní 1912 - 12. apríl 1994. Var á Víðidalsá, Staðarsókn, Strand. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. F.22.6.1912 skv. kb.
Andaðist í Landspítalanum 12.4.1994, var jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 22.4.1994 klukkan 13:30

Karólína Björg Gunnarsdóttir (1924-2008)

  • HAH01637
  • Person
  • 14.8.1924 - 30.8.2008

Karólína Björg Gunnarsdóttir fæddist á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi 14. ágúst 1924. Hún lést 30. ágúst síðastliðinn. Útför Karólínu fer fram frá Stærra-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Karlsminni Höfðakaupsstað

  • HAH00452
  • Corporate body
  • 1875 -

Karlsminni sem stóð á túninu upp af víkinni milli Lækjarbakka og Strandgötu 10.
Á þessum stað hóf F.H. Berndsen beykir verslunarrekstur 1875 mitt á milli verslanna á Hólanesi og á Skagaströnd (við Einbúann). Var hún rekin þarna fram að 1887 en þá brunnu þáverandi hús til grunna í miklu mannskaðaveðri.
Eftir það var verslunin færð inn á Hólanes og starfrækt þar af Carli Berndsen, syni F.H. Berndsen, fram að fyrra stríði.
Karlsminni var þá orðin þurrabúð eða venjulegt heimili þar sem ekki var skepnuhald. (heimild: Byggðin undir Borginni).

Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004) kennari KVSK

  • HAH01967
  • Person
  • 24.12.1909 - 7.5.2004

Karlotta Jóhannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd 24. desember 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 7. maí 2004. Rökræður við hana gátu orðið nokkuð erfiðar, ekki síst þegar kvenréttindi voru til umræðu. Þar stóð hún ætíð fast á réttindum kynsystra sinna. Hún ólst upp á Brekkukoti í Hjaltadal (er heita nú Laufskálar). Er hún giftist manni sínum 1950 fluttist hún á bernskuslóðir til Hóla í Hjaltadal þar sem hann var ráðsmaður og bjó þar næstu fimm árin. Á þeim árum starfaði hún í eldhúsinu hjá Hólaskóla. Þau fluttu síðan til Akureyrar 1955 og þar starfaði hún heima við sauma um árabil. Mikil handavinna liggur eftir hana en hún saumaði og kenndi fjölda kvenna að sauma íslenska þjóðbúninginn.
Útför Karlottu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Karlakórinn Húnar

  • HAH06192
  • Corporate body
  • 1944

Árið 1944 stofnuðu nokkrir menn á Blönduósi karlakór, tvöfaldur kvartett fyrst og hét þá Áttungar. Eftir tvö ár 1946 hafði fjölgað í hópnum og hlaut kórinn þá nafnið Karlakórinn Húnar. Stjórnandi kórsins í 11 ár var Guðmann Hjálmarsson.

Karl Þorláksson (1915-1995) Hrauni í Ölfusi

  • HAH08908
  • Person
  • 20.1.1915 - 1.9.1995

Karl Þorláksson 20. jan. 1915 - 1. sept. 1995. Var á Hrauni, Ölfushr., Árn. 1920. Var á Hrauni, Hjallasókn, Árn. 1930. Bóndi á Hrauni í Ölfusi.

Karl Teitsson (1905-1998) Bergsstöðum á Vatnsnesi

  • HAH06645
  • Person
  • 27.4.1905 - 12.4.1998

Karl Teitsson f 27. apríl 1905 - 12. apríl 1998. Lausamaður á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957.

Karl Sigurbergsson (1923-2012) Keflavík

  • HAH05101
  • Person
  • 16.7.1923 - 11.9.2012

Karl Guðmundsson Sigurbergsson fæddist á Eyri í Fáskrúðsfirði 16. júlí 1923. Var á Eyri , Kolfreyjustaðarsókn, S-Múl. 1930. Skipstjóri og síðar hafnarvörður í Keflavík. Þingmaður, bæjarstjórnarmaður og gengdi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Hann andaðist á heimili sínu á Suðurgötu 26 í Reykjanesbæ 11. september 2012.
Útför Karls var gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 21. september 2012, og hófst hún kl. 13.

Karl Pétursson Sæmundsen (1886-1976) Kaupmannahöfn

  • HAH01636
  • Person
  • 14.2.1886 - 11.7.1996

Var í Ingólfsstræti, Reykjavík. 1901. Búsettur í Kaupmannahöfn og giftur danskri konu. K: Johanne.

Minningaríbúð um Jón Sigurðsson
Forseti (Ásgeir Bjarnason):
Áður en gengið er til dagskrár leyfi ég mér að tilkynna hv. Alþingi að s.l. sunnudag afhentu forsetar Alþingis húsnefnd Jóns Sigurðssonar-hússins í Kaupmannahöfn til umráða og varðveislu minningaríbúð um ævi og störf Jóns Sigurðssonar. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í húsinu sjálfu. Viðstaddir athöfnina voru: Ásgeir Bjarnason, forseti Sþ., Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Ed. og Ingvar Gíslason, varaforseti Nd. Forseti Sþ. hafði orð fyrir þingforsetum við athöfnina, en Sigurður Bjarnason sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn stjórnaði athöfninni. Þá var einnig viðstaddur af hálfu Alþingis Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri.
Eins og kunnugt er hafa þeir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur og Steinþór Sigurðsson listmálari hin síðari ár unnið að því, skv. ósk og að ráði þingforseta, að búa minningaríbúðina í þann stakk sem hún nú hefur. Við athöfnina í Kaupmannahöfn s.l. sunnudag lýsti Lúðvík Kristjánsson minningaríbúðinni og gerði grein fyrir verki þeirra félaga.
Ég vil að lokum minnast þess, að Karl Sæmundsen, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn og kona hans gáfu Alþingi hús Jóns Sigurðssonar fyrir nokkrum árum og er þar að leita upphafs þessa máls.

NÝLEGA er látinn á sjúkrahúsi I Kaupmannahöfn Islendingurinn Carl Sæmundsen stórkaupmaður, níræður að aldri. Fyrir réttum 10 árum síðan færði Carl Sæmundsen Íslendingum að gjöf hús Jóns Sigurðssonar I Kaupmannahöfn, til minningar um hinn látna forseta og baráttu hans fyrir endurheimt frelsis og sjálfstæðis fslenzku þjóðarinnar.

Karl Möller (1850-1931) verslm Blönduósi, Stokkseyri ov

  • HAH07511
  • Person
  • 24.10.1850 - 22.7.1931

Karl Lárus Möller 24.10.1850 - 22.7.1931. Var á Akureyri 1860. Verslunarþjónn á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880 og Sæmundsenhúsi [Hemmertshús] 1920. Borðeyri 1890, Var í Reykjavík 1910. Bókhaldari Stokkseyri 1901, verslunarmaður hjá Ámunda Arasyni Reykjavík 1910. Ókvæntur Barnlaus

Karl Kristján Guðmundsson (1933-2011)

  • HAH01635
  • Person
  • 10.5.1933 - 11.12.2011

Karl fæddist á Blálandi í Hallárdal 10. maí 1933. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. desmber 2011. Var í Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Skagaströnd. Útför Karls verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 19. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 14.

Karl Jónatansson (1913-1997) Nýpá, Kinn

  • HAH08781
  • Person
  • 16.12.1913 - 3.4.1997

Karl Jónatansson 16. des. 1913 - 3. apríl 1997. Var á Nýpá, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Nípá í Köldukinn. Síðast bús. í Ljósavatnshreppi.
Karl Jónatansson bóndi á Nípá í Köldukinn var fæddur á Sandi í Aðaldal 16. desember 1913.
Hann lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 3. apríl 1997. Útför Karls fór fram frá Þóroddsstaðarkirkju 12.4.1997 og hófst athöfnin klukkan 14.

Karl Jóhann Sighvatsson (1950-1991)

  • HAH01634
  • Person
  • 8.9.1950 - 2.6.1991

Tónlistarmaður, síðast bús. í Hveragerðisbæ. Lést af slysförum.
Karl Jóhann Sighvatsson (Kalli Sighvats) tónlistarmaður er án efa þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og kom hann við sögu í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og hippa. Hann féll frá rétt liðlega fertugur að aldri.

Karl fæddist 1950 á Akranesi, þar sleit hann barnsskónum og bjó til fimmtán ára aldurs. Hann fékk snemma áhuga á hvers kyns hljóðfæraleik og hafði ungur lært á einhver blásturshljóðfæri en hann lék með lúðrasveit á Skaganum. Karl lærði hjá Hauki Guðlaugssyni í upphafi en síðar hjá kennurum eins og Margréti Eiríksdóttur, Rögnvaldi Sigurjónssyni og Þorkeli Sigurbjörnssyni.

Karl lærði einnig á píanó og lék á bassa í skólahljómsveitum frá tíu ára aldri en fyrsta alvörugigg Karls var þegar hann lék með Dúmbó sextettnum aðeins þrettán ára gamall. Hann mun einnig eitthvað hafa verið í hljómsveitum í Reykholti þar sem hann var við nám á unglingsárunum.

Orgelið varð fljótlega aðalhljóðfæri Karls og náði hann mikilli leikni á hljóðfærið, svo eftir var tekið. Hammond fjölskyldan varð fyrir valinu og var ekki aftur snúið en æ síðan var hann kallaður konungur Hammond-orgelanna. Þess má geta að hann var titlaður Hammond Islandus í blaðagrein sem tengdist andláti hans 1991.

Þegar Karl flutti á höfuðborgarsvæðið um 1965 fór fljótlega að kveða að honum á tónlistarsviðinu þótt ekki væri hann ýkja gamall. Árið 1966 gekk hann til liðs við Tóna og lék m.a. með þeirri sveit á frægum tónleikum í Austurbæjarbíói þegar ólæti unglinga urðu blaðamönnum og felmtri slegnum foreldrum tilefni blaðaskrifa um hvernig æsku landsins væri nú komið og hvernig mætti bregast við.

Það varð snemma einkenni á ferli Karls hversu stutt hann staldraði við í hverju verkefni og rótleysi virtist honum í blóð borið. Hann var ekki lengi í Tónum og var hljómsveit sem þá hafði þegar slegið í gegn, Dátar næst á vegi hans vorið 1967. Sú sveit með Rúnar Gunnarsson söngvara í broddi fylkingar naut mikilla vinsælda og kom reyndar Karli á tónlistarkortið sem eins af efnilegustu hljómborðsleikurum landsins. Það kom því ekki á óvart að þegar hann sagði skilið við sveitina sama haust, fjaraði undan Dátum.
Karl stofnaði þá ásamt öðrum (s.s. yngri bróður sínum Sigurjóni Sighvatssyni) hljómsveitina Flowers sem ásamt fyrrnefndum Dátum (og Hljómum) teljast til samnefndara bítlatónlistar á Íslandi. Flowers slógu í gegn rétt eins og Dátar og þar kvað Karl sér hljóðs sem lagahöfundur í fyrsta skipti þegar fjögurra laga plata sveitarinnar kom út 1968, en hann samdi tvö af fjórum lögum sveitarinnar. Einnig varð hann nú þekktur sem útsetjari en sveitin flutti m.a. á tónleikum Pílagrímskórinn úr Tannhäuser eftir Wagner í útsetningu hans, en þegar til stóð að flytja verkið í útvarpi sagði útvarpsstjóri nei.

Flowers starfaði til vors 1969 þegar súpergrúbban Trúbrot var stofnuð upp úr henni og Hljómum en Karl hafði þá komist á stall sem færasti hljómborðs- og orgelleikari samtímans í poppinu. Vera Karls í Trúbrot var ekki samfleyt og hann hætti í sveitinni sumarið 1970, hann kom þó aftur inn í upphafi árs 1971 og vann með sveitinni að stórvirkinu …lifun en hætti síðan aftur um sumarið.

Minna fór fyrir Karli á tónlistarsviðinu í kjölfarið, hann lék með sýruhljómsveitinni Frugg um tíma og sú sveit flutti meðal annars tónverkið Hallgrímur kvað… eftir Karl, og fljótlega eftir það gekk hann til liðs við hljómsveitina Náttúru sem þá hafði verið starfandi í nokkurn tíma en með þeirri sveit kom hann að uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ superstar sem settur var á fjalirnar 1973.

Eftir að Náttúra hætti störfum 1973 dró Karl sig nokkuð í hlé um tíma, hann fluttist austur í Hveragerði þar sem hann starfaði við heilsuhælið þar í bæ en söðlaði síðan um og fór þaðan til Austurríkis í tónlistarnám og var þar næstu árin, fyrst í Vín en síðan Salzburg í orgelnám.
Eðlilega fór lítið fyrir Karli hér heima um það leyti en þegar hann fluttist aftur heim á norðurslóðir 1975 fór að kveða nokkuð að honum á nýjan leik þótt í öðru formi væri. Hann starfaði nú meira í hljóðverum, stjórnaði upptökum og útsetti auk þess að spila á plötum ýmissa listamanna og hljómsveita. Hann lék m.a. á plötum Ríó tríósins, Heimavarnarliðsins, Lítið eitt, Sigrúnu Harðardóttur, Spilverks þjóðanna & Megasar, Olgu Guðrúnar Árnadótur, Pal brothers, Mannakornum og Randvers svo fáein dæmi séu tekin, og einnig á plötum Þokkabótar en hann varð reyndar meðlimur þeirrar sveitar um tíma.

Veturinn 1977-78 reri Karl á algjörlega ný mið þegar hann fluttist austur á Neskaupstað og starfaði þar sem organisti, þar sinnti hann líklega einnig tónlistarkennslu en þegar hann kom aftur á höfuðborgarsvæðið kom hann aftur í sviðsljósið sem hann hafði verið utan í mörg ár, þegar hann gekk til liðs við Þursaflokkinn með Hammond orgelið sitt.

Karl starfaði með þeirri sveit til 1981 samhliða öðrum verkefnum en hann var þá störfum hlaðinn í hljóðverum sem fyrr. Hann starfaði þó á þeim tíma einnig í hljómsveitunum Reykjavík rhythm section, Mannakornum og Blúskompaníinu þegar það starfaði.

1981 fór Karl aftur til náms erlendis en í þetta skiptið til Boston í Bandaríkjunum. Þar nam hann m.a. tónsmíðar en hann lauk námi sínum 1986. Þá kom hann heim til Íslands en fluttist vestur í Bolungarvík þar sem hann sinnti starfi organista um tíma og hugsanlega einnig tónlistarkennslu.
Karl var ekki lengi vestra og fluttist aftur suður enda kallaði hljóðversvinnan og henni gat hann eðlilega ekki sinnt á Vestfjörðum. Hann starfaði nú í hljóðveri með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Stjórnina, Síðan skein sól, Strax, Bítlavinafélaginu, Bubba Morthens og Eiríki Haukssyni og lék á plötum þeirra.

Hann fluttist nú aftur austur í Ölfus þar sem hann hafði verið á fyrri hluta áttunda áratugarins, þar stjórnaði hann Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar en var einnig organisti við fimm kirkjur í héraðinu. Hann var ennfremur um stutt skeið stjórnandi Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Karl lék ekki mikið með hljómsveitum á þessum síðari árum en starfrækti þó eigin hljómsveit, Blúsband Kalla Sighvats sem lék blústónlist við hátíðleg tækifæri.

Karl bjó austur í Hveragerði sumarið 1991 þegar hann lést í bílslysi neðan við skíðaskálann í Hveradölum á leið til Reykjavíkur. Hann var þá rétt fertugur að aldri.

Minningartónleikar undir yfirskriftinni Karlsvaka voru haldnir, fyrst 1991, og reglulega síðan, þar sem fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita hafa heiðrað minningu Karls. Einnig var minningarsjóður stofnaður í minningu hans, ætlaður til að styrkja unga og efnilega orgelleikara, og hefur verið veitt úr þeim sjóði með reglulegu millibili.
Plata með upptökum frá minningartónleikunum um Karl 1991 voru gefnið út árið 1992. Á þeirri plötu koma ýmsir þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir við sögu.

Karl kom miklu víðar við í tónlist sinni en hér er upp talið, hann samdi til að mynda heilmikið af þeirri tónlist sem hljómsveitir hans gáfu út en einnig tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir, þar má nefna myndirnar Atómstöðina, Nýtt líf og Dalalíf. Hann var einnig á einhverjum tíma organisti við Landakotskirkju og í Breiðholtinu, hvenær nákvæmlega er ekki ljóst. Karl kom ennfremur að stofnun SATT-samtakanna, Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna, og sat í stjórn þeirra í upphafi.

Svo lesendur geri sér betur grein fyrir hlut Karls J. Sighvatssonar í íslenskri tónlist má hér nefna nokkur lög sem hann hefur komið við sögu í; Starlight og Án þín með Trúbrot, Slappaðu af og Glugginn með Flowers, Litlir sætir strákar með Megasi, Brúðkaupsvísur með Þursaflokknum, Reyndu aftur með Mannakornum, Rækjureggae (ha ha ha) með Utangarðsmönnum, Yackety yack, smackety smack með Magnúsi og Jóhnani og Saga úr sveitinni með Megasi og Spilverki þjóðanna.

Karl Hinrik Árnason (1902-1995) Víkum á Skaga

  • HAH01633
  • Person
  • 15.3.1902 - 25.12.1995

Karl Hinrik Árnason var fæddur í Víkum á Skaga hinn 15. mars 1902. Hann andaðist í sjúkrahúsinu á Blönduósi 25. des. 1995. Kalli ólst upp í foreldrahúsum í Víkum á umsvifamiklu myndarheimili í stórum systkinahópi þar sem reglusemi og festa einkenndu heimilisbraginn. Þar þekktist ekki annað en að börn færu að vinna gagnleg störf jafnskjótt og kraftar þeirra leyfðu. Af því lærðist iðjusemi og ungviðið fékk á tilfinninguna að framlag þess skipti nokkru. Víknabúið var stórt en jörðin fremur erfið, fénaðarferð mikil og engjaheyskapur langt sóttur. Vinnudagurinn mun því oft hafa orðið langur. Árni faðir Karls var trésmíðameistari að iðn og stundaði hana jafnan ásamt búskapnum. Hann mun ætíð hafa leitast við að verða við bónum manna um smíðavinnu eftir því sem kostur var og gekk jafnvel úr verki sínu til að liðsinna aðvífandi mönnum. Anna móðir hans var einnig einstök að greiðvikni og góðsemi, ekki síst við þá sem minna máttu sín. Karl nam því hjálpsemi og greiðasemi í ríkum mæli í uppvextinum og gerði að hætti sínum. Kalli var einstakur hagleiksmaður, jafnvígur á smíðar úr tré og járni, og munu þeir hæfileikar hans hafa komið snemma í ljós. Hann naut leiðsagnar föður síns við smíðar í æsku og minntist þess oft hversu vel það veganesti hefði enst sér. Á yngri árum vann Kalli við smíðar á Akureyri og víðar um árabil. Þá fór hann einnig að fást við að leggja miðstöðvarlagnir í hús og aflaði sér nauðsynlegra verkfæra til þess sem hann pantaði sum beint frá útlöndum. Varð hann fljótlega eftirsóttur til þessara starfa svo þeir urðu æði margir bæirnir sem hann lagði miðstöðvar í og rak með því á braut híbýlakuldann, versta óvin íbúanna í torf- og timburhúsunum. Þá voru þeir ófáir bæirnir sem Kalli lagði vatnsleiðslur í og oft var þá settur vaskur og frárennsli út úr bænum um leið
Þau Karl og Margrét í Víkum urðu fyrir þeirri þungbæru reynslu að horfa á bæ sinn brenna ásamt nær öllum innanstokksmunum.
Karl var jarðsettur í heimagrafreit í Víkum hinn 6. janúar 1996.

Karl Helgason (1914-2011) kennari Akranesi

  • HAH01632
  • Person
  • 3.1.1914 - 25.3.2011

Karl Helgason fæddist í Tjarnarkoti,V-Hún., 3. janúar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars 2011. Karl fór sex ára að Heggstöðum, V-Hún. þegar heimilið leystist upp. Kom svo til föður síns sem vildi byrja að búa aftur einn með Karl hjá sér þrátt fyrir veikindi en varð að gefast upp ári seinna og fór Karl þá í fóstur að Ytri-Völlum, V-Hún. til Gunnars Kristóferssonar og seinni konu hans Guðrúnar Grímsdóttur. Karl átti síðar heimilisfesti hjá Guðmundi syni Gunnars, kaupmanni á Hvammstanga, og konu hans Jónínu Ólafsdóttur. Karl var í Héraðsskólanum á Reykjum 1931-1932 og Reykholti 1932-1934.
Hann tók íþróttakennarapróf frá Laugarvatni 1935 og próf frá Kennaraskóla Íslands 1942. Ungur fór hann í síld til Siglufjarðar og bjó fyrstu sumrin hjá föður sínum, sem hafði sest þar að. Honum tókst að komast yfir vörubifreið sem hann hafði atvinnu af. Hann kenndi víða íþróttir 1935-1939, var kennari á Sauðárkróki 1943-1944 en á Akranesi lengstan sinn starfsferil, 1944-1979. Lengi kenndi hann til helminga íþróttir og bókleg fræði og hafði einnig atvinnu af leigubílaakstri og ökukennslu allt fram til 1986 þegar hann fluttist í Kópavog. Jafnframt akstrinum sá hann um bókhald og fjármál Fólksbílastövar Akraness. Karl sinnti m.a. stjórnarstörfum fyrir Taflélag Akraness, Knattspyrnufélag Akraness og Bindindisfélag ökumanna. Hann sat í barnaverndarnefnd Akraness í tólf ár, þar af formaður í sex ár. Golfpútt stundaði hann fram á sl. sumar. Í Kópavogi hafði Karl kynnst Sólveigu Kristjánsdóttur, f. 4.5. 1917, d. 19.2. 2005. Þau héldu heimili saman frá 1992 til 2002 en þá fluttist Sólveig á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Fyrir ári fluttist Karl á Hrafnistu þar sem honum auðnaðist að taka þátt í félagslífi allt fram undir það síðasta.
Útför Karls fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 1. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður á Mosfelli.

Karl Helgason (1904-1981) símstöðvarstjóri Blönduósi

  • HAH02575
  • Person
  • 16.9.1904 - 26.6.1981

Benedikt Karl Helgason 16. september 1904 - 26. júní 1981 Póst-og símastjóri á Blönduósi 1930. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Símstöðvarstjóri á Blönduósi og síðar á Akranesi. Karl Helgason frá Gautsdal á Barðaströnd. Byggði húsið og nefndi það Gautsdal (síðar Sólvellir). Setti þar upp verslun með ýmislegt smálegt fyrir Kvennaskólastúlkur. Verslun við þær stóð ekki lengi en hann náði þó í konuefni sitt þar. Varð Póstmeistari og fluttist inn fyrir á.

Karl Guðmundsson (1901-1983) Árnesi Laugarbakka

  • HAH06079
  • Person
  • 20.12.1901 - 13.12.1983

Karl Guðmundsson 20. des. 1901 - 13. des. 1983. Bóndi á Staðarbakka, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að Árnesi, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Bifvélavirki. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.

Karl Filippusson (1908-1962) Reykjavík

  • HAH07404
  • Person
  • 21.11.1908 - 24.3.1962

Karl Filippusson 21. nóvember 1908 - 24. mars 1962. Var í Reykjavík 1910. Var í Brautarholti yngra, Reykjavík 1930.

Karl Axelsson (1920-1943) Bjargi í Miðfirði

  • HAH09043
  • Person
  • 7.8.1920 - 5.5.1943

Karl Jóhannes Axelsson 7. ágúst 1920 - 5. maí 1943. Var á Bjargi, Staðarbakkasókn, V-Hún. 1930. Dóttursonur húsráðenda á Bjargi.

Karl Aspelund (1930-2019) íþróttakennari

  • HAH08114
  • Person
  • 18.10.1930 - 15.10.2019

Karl Haraldsson Aspelund 18. okt. 1930 - 15. okt. 2019. Íþróttakennari á Ísafirði og starfaði jafnframt sem bifreiðastjóri, bifreiðaskoðunarmaður og minkabóndi‚ íþróttakennari Kvsk á Blönduósi 1951-1952.
Fæddist á Ísafirði. Með kennslustörfum lagði hann einnig stund á nám í ljósmyndun sem hann vann við um tíma. Karl og Agnes bjuggu fyrstu árin í Aðalstræti 22 á Ísafirði en byggðu síðar hús við Sætún 9 á Ísafirði árið 1970 þar sem þau bjuggu alla tíð.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Karl var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju 26. október 2019, klukkan 14.

Results 4101 to 4200 of 10349