Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Katrín Jónsdóttir (1941-2012)
Parallel form(s) of name
- Katrín Jónsdóttir (1941-2012) Loftssonar
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
9.12.1941 - 28.1.2012
History
Katrín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1941. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans Landakoti 28. janúar 2012. Katrín ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla og fór þaðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að grunnskólanámi loknu lagði hún stund á nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962 með góðum vitnisburði. Síðar lauk hún BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda. Katrín starfaði um hríð hjá fyrirtæki föður síns Jóni Loftssyni hf., þá hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Um nokkurt árabil starfaði hún hjá Skeljungi. Hún var mikil tungumálamanneksja og eftir að hún lét af venjulegri dagvinnu vann hún lengi heimavið við þýðingar, hvort tveggja úr ensku og þýsku. Katrín las mjög mikið alla sína tíð og var lestur góðra bóka hennar helsta tómstundaiðja. Samvera með hennar nánustu var henni mikilvæg og naut hún sín hvergi betur en umvafin fjölskyldu sinni.
Útför Katrínar fer fram frá Garðakirkju í dag, 7. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Places
Reykjavík:
Legal status
Verzlunarskóli Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962: BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda.
Functions, occupations and activities
Þýðandi:
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Katrín var dóttir Jóns Loftssonar stórkaupmanns, f. 11. desember 1891, d. 27. nóvember 1958, og Brynhildar Þórarinsdóttur, húsmóður, f. 14. maí 1905, d. 29. ágúst 1994.
Systkini Katrínar eru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22. okt. 1930, d. 3. maí 1988, maki hennar Árni Björnsson, f. 6. ág. 1927, d. 24. júlí 1978. Sigríður Þóranna Jónsdóttir, f. 20. ág. 1933, maki hennar Ásgeir Guðmundsson, f. 16. jan. 1933. Loftur Jónsson, f. 10. apr. 1937, d. 21. apríl 1999, maki hans Ásta Margrét Hávarðardóttir, f. 27. ág. 1936. Gunnhildur Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 20. des. 1944, maki hennar Gunnar Magnús Hansson, f. 13. júlí 1944. Þórarinn Jónsson, f. 19. apr. 1947, maki hans Anna Kristín Þórðardóttir, f. 14. mars 1947.
Katrín giftist Jóhanni Scheither, leiðsögumanni, f. 27. júní 1940. Þau skildu.
Dætur þeirra eru:
1) Sigurlaug Anna, f. 13. febrúar 1972, stjórnmálafræðingur. Maki hennar er Ásgeir Örvarr Jóhannsson, húsasmiður. Dætur þeirra eru Katrín Ósk, f. 24. maí 1994, og Jóhanna Freyja, f. 15. nóv. 2000.
2) Hanna Lilja, f. 13. júní 1975, námsráðgjafi og lýðheilsufræðingur. Maki hennar er Lúðvík Örn Steinarsson hæstaréttarlögmaður. Börn þeirra eru Lilja Hrund, f. 6. júní 1999, Hildur Arna, f. 1. nóv. 2004, og Steinar Jóhann, f. 16. apríl 2010.
3) Hjördís Hildur, f. 14. okt. 1976, háskólanemi, maki hennar er Ellert Kristófer Schram, f. 22. nóv. 1974, byggingafræðingur. Synir Ellerts eru Kristófer, Tindur og Maríus.
Katrín var um skeið í sambúð með Hafsteini Hafsteinssyni hæstaréttarlögmanni og hélst góð vinátta þeirra alla tíð.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 30.6.2017
Language(s)
- Icelandic