Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

Hliðstæð nafnaform

  • Katrín Jónsdóttir (1941-2012) Loftssonar

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

9.12.1941 - 28.1.2012

Saga

Katrín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1941. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans Landakoti 28. janúar 2012. Katrín ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla og fór þaðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að grunnskólanámi loknu lagði hún stund á nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962 með góðum vitnisburði. Síðar lauk hún BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda. Katrín starfaði um hríð hjá fyrirtæki föður síns Jóni Loftssyni hf., þá hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Um nokkurt árabil starfaði hún hjá Skeljungi. Hún var mikil tungumálamanneksja og eftir að hún lét af venjulegri dagvinnu vann hún lengi heimavið við þýðingar, hvort tveggja úr ensku og þýsku. Katrín las mjög mikið alla sína tíð og var lestur góðra bóka hennar helsta tómstundaiðja. Samvera með hennar nánustu var henni mikilvæg og naut hún sín hvergi betur en umvafin fjölskyldu sinni.
Útför Katrínar fer fram frá Garðakirkju í dag, 7. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Staðir

Reykjavík:

Réttindi

Verzlunarskóli Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962: BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda.

Starfssvið

Þýðandi:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Katrín var dóttir Jóns Loftssonar stórkaupmanns, f. 11. desember 1891, d. 27. nóvember 1958, og Brynhildar Þórarinsdóttur, húsmóður, f. 14. maí 1905, d. 29. ágúst 1994.
Systkini Katrínar eru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22. okt. 1930, d. 3. maí 1988, maki hennar Árni Björnsson, f. 6. ág. 1927, d. 24. júlí 1978. Sigríður Þóranna Jónsdóttir, f. 20. ág. 1933, maki hennar Ásgeir Guðmundsson, f. 16. jan. 1933. Loftur Jónsson, f. 10. apr. 1937, d. 21. apríl 1999, maki hans Ásta Margrét Hávarðardóttir, f. 27. ág. 1936. Gunnhildur Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 20. des. 1944, maki hennar Gunnar Magnús Hansson, f. 13. júlí 1944. Þórarinn Jónsson, f. 19. apr. 1947, maki hans Anna Kristín Þórðardóttir, f. 14. mars 1947.
Katrín giftist Jóhanni Scheither, leiðsögumanni, f. 27. júní 1940. Þau skildu.
Dætur þeirra eru:
1) Sigurlaug Anna, f. 13. febrúar 1972, stjórnmálafræðingur. Maki hennar er Ásgeir Örvarr Jóhannsson, húsasmiður. Dætur þeirra eru Katrín Ósk, f. 24. maí 1994, og Jóhanna Freyja, f. 15. nóv. 2000.
2) Hanna Lilja, f. 13. júní 1975, námsráðgjafi og lýðheilsufræðingur. Maki hennar er Lúðvík Örn Steinarsson hæstaréttarlögmaður. Börn þeirra eru Lilja Hrund, f. 6. júní 1999, Hildur Arna, f. 1. nóv. 2004, og Steinar Jóhann, f. 16. apríl 2010.
3) Hjördís Hildur, f. 14. okt. 1976, háskólanemi, maki hennar er Ellert Kristófer Schram, f. 22. nóv. 1974, byggingafræðingur. Synir Ellerts eru Kristófer, Tindur og Maríus.
Katrín var um skeið í sambúð með Hafsteini Hafsteinssyni hæstaréttarlögmanni og hélst góð vinátta þeirra alla tíð.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Brynhildur Þórarinsdóttir (1905-1994) Reykjavík (14.5.1905 - 29.8.1994)

Identifier of related entity

HAH01156

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Brynhildur Þórarinsdóttir (1905-1994) Reykjavík

er foreldri

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

Dagsetning tengsla

1941 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Loftur Jónsson (1937-1999) (10.4.1937 - 21.4.1990)

Identifier of related entity

HAH01718

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Loftur Jónsson (1937-1999)

er systkini

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnhildur Jónsdóttir (1944) (20.12.1944 -)

Identifier of related entity

HAH04551

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Gunnhildur Jónsdóttir (1944)

er systkini

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01641

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 30.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir